Úrlausnir.is


Merkimiði - Vottun erfðaskrár

Síað eftir merkimiðanum „Vottun erfðaskrár“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1989:239 nr. 218/1987 (Vífilfell) [PDF]
Systkini eiga stór fyrirtæki, meðal annars Vífilfell. Þau voru misvirk í stjórn en einn bróðirinn er að reka það. Ein systirin fær heilasjúkdóm og fer í margar geislameðferðir. Augljóst var að hún hafði hlotið alvarlegan skaða. Síðan gerði hún erfðaskrá þar sem hún arfleiddi einn bróður sinn að sínum hlut.

Læknarnir voru mjög misvísandi um hvort hún væri hæf til að gera erfðaskrá. Ekkert læknisvottorð var til fyrir þann dag sem hún gerði erfðaskrána.

Allir sammála um að aðgerðirnar gerðar á K hefðu valdið einhverri andlegri skerðingu í kjölfarið. Þurfti þá að meta áhrif skerðingarinnar á hæfi hennar til að gera erfðaskrá á þeim tíma sem hún var undirrituð/samþykkt.

Vottorðið var svolítið gallað. Fulltrúi sýslumanns í Reykjavík hafði notað sama textann á vottorðið árum saman, eða jafnvel áratugum saman. Hæstiréttur leit á að það væri gallað en það kæmi ekki að sök.

Hæstiréttur klofnaði og taldi meirihlutinn hana hæfa en minnihlutinn ekki. Hún var talin hafa skilið það nógu vel um hversu mikið virði væri að ræða.

Hrd. 1992:2031 nr. 235/1992 [PDF]


Hrd. 1999:30 nr. 1/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:2351 nr. 263/2002 (Dóttir og dóttursonur Ólafs)[HTML] [PDF]
Sett var inn rangt nafn á jörð, líklega vegna rangrar afritunar frá annarri erfðaskrá.

Hrd. 697/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 70/2012 dags. 5. mars 2012 (Arfur til kirkjunnar)[HTML] [PDF]
M gerði erfðaskrá K til hagsbóta. Hún hafði hjálpað honum lengi gegnum árin.

Þegar hann var kominn á elliheimili missti hann systur sína og vildi svo gera nýja erfðaskrá. Samband M við K hafði dofnað. Talið var að M hefði átt frumkvæði að framkvæmd breytinga á fyrri erfðaskránni, sem varð svo hin seinni.

Lögmaður gerir erfðaskrána og vottorðið. Auk þess vottar fulltrúi sýslumanns. Hann deyr svo stuttu síðar. Gallar voru á vottorði seinni erfðaskrárinnar að því leyti að orðalagið um vottun um andlegt hæfi var klúðurslegt.

Í seinni erfðaskránni var kirkja arfleidd að eignum og hún auðkennd með kennitölu. Engar kirkjur hafa kennitölur, heldur kirkjusóknir. Kirkjusóknin fór í málið við eldri bréferfingja. Í erfðaskránni stóð kirkja en ekki kirkjusókn.

Hæstiréttur taldi að M hefði verið hæfur til að gera hina nýju erfðaskrá, þrátt fyrir kröfu K um að hann hefði ekki verið það. Í niðurstöðunni var það rökstutt að kirkjan væri eign kirkjusóknarinnar og hún bæri ábyrgð á kirkjunni, og fékk því arfinn.

Hrd. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)[HTML] [PDF]
Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.

Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.

Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.

Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.

Haldið uppi sökum um misneytingu.

Hrd. 603/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Krafa fyrri bréferfingja)[HTML] [PDF]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.

Erfingjarnir eiga ekki að endurgreiða það sem var umfram, þrátt fyrir að talsverður munur hafi verið milli fjárhæðanna.

Hrd. 132/2014 dags. 5. mars 2014 (Einn vottur)[HTML] [PDF]
Farið til lögmanns og lögmaðurinn sjálfur skrifar einn undir og bað skjólstæðing sinn um að fara með hana til sýslumanns til skráningar.

Framhald málsins: Hrd. 47/2016 dags. 13. október 2016 (Afleiðingar ógildis erfðaskrár)

Hrd. 234/2014 dags. 30. apríl 2014 (Þrjú laus blöð o.fl.)[HTML] [PDF]
Erfðaskráin var gerð á þremur lausum blöðum. Meginefnið var á tveimur þeirra en undirritunin var á því þriðja. Blaðsíðurnar með meginefninu voru ekki undirritaðar né vottfestar.

Hrd. 47/2016 dags. 13. október 2016 (Afleiðingar ógildis erfðaskrár)[HTML] [PDF]
Framkvæmd vottunar.

Erfingjarnir fóru til tryggingarfélags lögmannsins og kröfðust bóta, og samþykkti tryggingarfélagið það.

Deilan snerist um kostnað. Erfingjarnir vildu einnig að tryggingarfélagið greiddi kostnaðinn en það taldi að það þyrfti ekki að greiða hann.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-1/2010 dags. 6. janúar 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-154/2012 dags. 22. júlí 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-271/2015 dags. 8. desember 2015[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2016 dags. 27. apríl 2018[HTML]


Lrú. 644/2018 dags. 13. september 2018 (Yfirlýsing um að virða erfðaskrá)[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]


Lrú. 75/2019 dags. 28. febrúar 2019 (Tvær erfðaskrár, matsgerð)[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5485/2019 dags. 1. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]


Lrú. 806/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML]