Úrlausnir.is


Merkimiði - Slit á óvígðri sambúð

Síað eftir merkimiðanum „Slit á óvígðri sambúð“.

Meginreglan við slitum á óvígðri sambúð er að hver og einn tekur það sem viðkomandi kom með. Í tilteknum aðstæðum, eins og þegar mikil fjárhagsleg samstaða var milli sambúðarfólksins, er mögulegt að fá hlutdeild í eignamyndun (ef við á).

Þegar sambúð hefur varað samfellt í tvö ár fyrir slitin eða þau eiga barn saman getur annar hvor aðili sambúðarinnar krafist opinberra skipta.

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1985:599 nr. 100/1985 [PDF]


Hrd. 1988:316 nr. 31/1988 [PDF]


Hrd. 1990:1581 nr. 22/1989 (36 ár, sameignir) [PDF]
M og K höfðu verið í sambúð í 36 ár.
Þau deildu aðallega um skiptingu á tveimur fasteignum, andvirði bifreiðar, bankainnstæðum og verðbréfum. Dómstólar mátu svo að framangreindar eignir skyldu skiptast að jöfnu en tóku þó ekki afstöðu til útlagningar né hvor aðilinn ætti tilkall til þess að leysa einstakar eignir til sín.
Sumar aðrar eignir mat hann svo að annar aðilinn ætti að eiga þær að fullu.

Hrd. 1992:987 nr. 73/1992 (Val hnífs í eldhúsi - Reiði og hatur) [PDF]


Hrd. 1997:2513 nr. 440/1996 [PDF]


Hrd. 1998:9 nr. 506/1997 (Dánarbússkipti I) [PDF]


Hrd. 1998:2856 nr. 365/1997 [PDF]


Hrd. 2000:4361 nr. 273/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:2841 nr. 301/2001 (Kærustupar, opinber skipti)[HTML] [PDF]
Samband í 5 ár en ekki skráð.
M vildi opinber skipti.
Ekki þótti sannað að sambúðin hefði varað í tvö ár samfellt.

Hrd. 2003:1476 nr. 101/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:2993 nr. 299/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3038 nr. 297/2004 (Eignir/eignaleysi)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3125 nr. 323/2004 (Fyrirtaka hjá sýslumanni)[HTML] [PDF]
Ekki var sátt um viðmiðunardag skipta. K keypti fasteign stuttu eftir og vildi að fasteignin yrði utan skipta.

K vildi meina að hún hefði mætt til að óska skilnaðs en sýslumaður bókaði að hún hafði eingöngu sóst eftir ráðleggingu. K yrði að sæta því að þetta hefði verið bókað svo.

Framhald þessarar atburðarásar: Hrd. 395/2007 dags. 22. ágúst 2007 (Eignir, skuldir, útlagning)

Hrd. 2005:4859 nr. 487/2005 (Eignarhlutur og skuld vegna vinnu og útlagðs)[HTML] [PDF]


Hrd. 166/2007 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 147/2007 dags. 3. apríl 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 650/2007 dags. 18. janúar 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 10/2008 dags. 12. febrúar 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 292/2008 dags. 5. júní 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 302/2008 dags. 11. júní 2008 (Garðabær)[HTML] [PDF]
K var skrifuð fyrir eign en M taldi sig eiga hlutdeild.
M var talinn hafa lagt fram of lítið til að það skapaði hlutdeild.
Hæstiréttur nefnir að M hefði ekki lagt fram kröfu um endurgreiðslu vegna vinnu við eignina.

Hrd. 613/2007 dags. 19. júní 2008 (Haukagil)[HTML] [PDF]


Hrd. 373/2008 dags. 10. september 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 636/2008 dags. 11. desember 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 648/2008 dags. 17. desember 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 94/2009 dags. 22. október 2009 (Eignir, sjálftaka)[HTML] [PDF]


Hrd. 254/2011 dags. 1. júní 2011 (Almenn hlutdeild í öllum eignum)[HTML] [PDF]
M og K slitu langri sambúð.
Tekin var fyrir hver eign fyrir sig og metin samstaða. Hver séu framlögin til hverrar eignar fyrir sig. Rökstyðja þyrfti tilkall til hverrar eignar fyrir sig en dómkröfurnar endurspegluðu það ekki.
Aðaldeilan var um fyrirtækið, þ.e. virði þess.
M vildi halda fyrirtækinu en í staðinn mætti K halda tilteknum eignum.
M var talinn hafa átt fyrirtækið þrátt fyrir að K hefði unnið þar áður. K tókst ekki að sanna neinn eignarhlut í því.

Hrd. 476/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)[HTML] [PDF]
K og M gerðu fjárskiptasamning sín á milli eftir nær 20 ára sambúð. Eignir beggja voru alls 60 milljónir og skuldir beggja alls 30 milljónir. Eignamyndun þeirra fór öll fram á sambúðartíma þeirra. Í samningnum var kveðið á um að M héldi eftir meiri hluta eignanna en myndi í staðinn taka að sér allar skuldir þeirra beggja.

K krafðist svo ógildingar á samningnum og bar fram ýmis ákvæði samningalaga, 7/1936, eins og óheiðarleika og að M hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína með misneytingu. Hæstiréttur taldi hvorugt eiga við en breytti samningnum á grundvelli 36. gr. samningalaganna. Tekið var tillit til talsverðrar hækkunar eignanna við efnahagshrunið 2008 og var M gert að greiða K mismuninn á milli þeirra 5 milljóna sem hún fékk og þeirra 15 milljóna sem helmingur hennar hefði átt að vera.

Hrd. 306/2012 dags. 18. maí 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 67/2012 dags. 20. september 2012 (Frávísun)[HTML] [PDF]
K höfðaði mál með kröfu um opinber skipti en gerði það eins og um væri einkamál að ræða.

K vildi meina að þau hefðu ruglað saman reitum sínum það mikið að skráningin hafi verið röng þar sem hún sé raunverulegur eigandi tiltekinnar eignar. Hún vildi fá úr því skorið að hún ætti eignina.
Hæstiréttur synjaði að taka afstöðu til þeirrar kröfu.

Hrd. 704/2012 dags. 14. desember 2012 (Sjónarmið / Bein og óbein framlög)[HTML] [PDF]
Sönnunarbyrðin fyrir því að annar en þinglýstur eigandi geti krafist eignarhluta liggur hjá þeim aðila er ber uppi þá kröfu. K var talin bera sönnunarbyrði um að hún hefði veitt framlög, bein eða óbein, til eignarinnar.

K og M hófu sambúð apríl-maí 2002 og slitu henni mánaðarmótin janúar-febrúar 2010. Viðmiðunardagur skipta er 1. febrúar 2010, og var ekki gerður ágreiningur um það. Við upphaf sambúðarinnar kveðst M hafa átt verulegar eignir, þar á meðal fengið um 9 milljónir í slysabætur 27. maí 2001. Fyrir sambúðartímann hafi hann fest kaup á íbúð sem síðar seldist fyrir 18,6 milljónir, og hafi fengið 10 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin hafi runnið í raðhús sem keypt var á 20,5 milljónir, og höfðu 11,5 milljónir verið teknar að láni að auki til að fjármagna kaupin. Þá hafi M lagt fram fé til að fullgera húsið og unnið að standsetningu þess ásamt iðnarmönnum. M hafi því átt húsið að öllu leyti áður en sambúð hófst. M er eini þinglýsti eigandi hússins.

Á meðan sambúðartímanum stóð stóð K í umfangsmiklum bifreiðaviðskiptum að frumkvæði M en K hafi verið skráður eigandi þeirra, tryggingataki og annað sem til hafi þurft vegna þeirra viðskipta. M, sem var bifreiðasmiður, gerði þær upp og seldi aftur. Tekjur þeirra af þessu voru töluverðar og hafi K litið svo á að þær hafi verið sameiginlegar. Tekjurnar voru hins vegar ekki taldar fram til skatts. M andmælti staðhæfingu K um að hún hafi átt mikinn þátt í bifreiðaviðskiptum sínum og því að hún hafi í einhverjum tilvikum lagt fram fé til kaupa á bifreiðum í einhverjum tilvikum. M kveðst hafa stundað viðskiptin á eigin kennitölu og hafi í öllum tilvikum séð um að greiða seljendum bifreiða og taka við fé frá kaupendum þegar þær voru svo aftur seldar. Engin gögn lágu fyrir um framlög K til bifreiðakaupa, en á skattframtölum þeirra mátti sjá að K hafi alls keypt og selt 21 bifreið á árunum 2002 til 2009.

Þau eignuðust tvö börn á sambúðartímanum, árin 2003 og 2005, og kveðst K þá hafa verið meira heimavinnandi en M við umönnun þeirra, auk þess að hún hafi stundað nám hluta af tímanum. Þetta hafi valdið því að launatekjur K hafi verið lægri en hjá M og hún hafi þar að auki tekið námslán sem hafi að óskiptu runnið til framfærslu heimilis þeirra. M mótmælti því að námslánið hafi runnið til sameiginlegs heimilishalds. Bæði lögðu þau fram greiðslur vegna kostnaðar vegna heimilisreksturs, en M hafi þó greitt mun meira en K þar sem hann var tekjuhærri.

Fyrir héraði krafðist K þess:
1. Að tiltekin fasteign kæmi við opinber skipti á búi aðila þannig að 30% eignarhlutur kæmi í hlut K en 70% í hlut M.
2. Að aðrar eignir aðila sem til staðar voru við slit óvígðrar sambúðar, þ.e. sumarhús, ökutækjaeign og bankainnistæður á beggja nafni komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
3. Að skuld á nafni K við LÍN, eins og hún var við sambúðarslit, komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
4. Að skuld á nafni K við skattstjóra miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
5. Að M beri að greiða K helming húsaleigukostnaðar hennar tímabilið mars 2010 til mars 2012, alls 2 milljónir króna.
6. Að hafnað verði að aðrar eignir eða skuldir verði teknar með í skiptin á búi þeirra en fram koma í dómkröfum K.
7. Að M greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraði krafðist M þess:
1. Að hafnað verði dómkröfum K nr. 1-6 að undanskilinni dómkröfu 4.
2. Að K greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraðsdómi var dómkröfum K ýmist hafnað eða vísað frá dómi nema kröfu um að skattaskuld á nafni K miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta milli aðila að jöfnu, en M hafði samþykkt þá kröfu. Kröfum beggja varðandi skiptakostnað var sömuleiðis vísað frá dómi. Forsendur frávísana dómkrafna voru þær að skiptastjóri hafði ekki vísað þeim til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 122. gr. l. nr. 20/1991. Málskostnaður var felldur niður.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms nema að því leyti að K hafi átt 20% eignarhlutdeild í fasteigninni og 15% eignarhlutdeild í sumarhúsinu við fjárslitin. Leit Hæstiréttur svo á málavexti að meðal þeirra hafi verið rík fjármálaleg samstaða milli þeirra, meðal annars í sameiginlegum bifreiðaviðskiptum, hafi K öðlast hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum. Kaupin á sumarhúsinu voru fjármögnuð með sölu á þremur skuldlausum bifreiðum, ein þeirra var þá í eigu K. Þá breytti Hæstiréttur ákvæðum úrskurðarins um niðurfellingu málskostnaðar, en M var dæmdur til að greiða 600 þúsund í málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði fyrir Hæstarétti.

Hrd. 91/2013 dags. 13. júní 2013 (Umfjöllun um þarfir barns)[HTML] [PDF]
Fjallað var um þarfir barns í umgengni.
2 ára gamalt barn sem hafði verið í einhvern tíma í viku/viku umgengni.
K sagði að barninu liði rosalega illa með það fyrirkomulag en M var algjörlega ósammála því.
Sérfræðingarnir sögðu að 2ja ára barn réði mjög illa við svona skipti. Börn kvarta að jafnaði við þá aðila sem þau treysti best, sem í þessu tilfelli hefði verið K.

Hrd. 571/2013 dags. 19. september 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 163/2014 dags. 17. mars 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 268/2014 dags. 23. apríl 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 304/2014 dags. 14. maí 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 360/2014 dags. 13. júní 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 472/2014 dags. 10. september 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 503/2014 dags. 11. september 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 395/2015 dags. 18. júní 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 320/2015 dags. 4. febrúar 2016 (Óhefðbundin sambúð - gjöf við slit - Skattlögð gjöf)[HTML] [PDF]
Skattamál. Ríkið var í máli við K.
Eiginmaður K, M, var breskur ríkisborgari.
Þau eignuðust barn en ekki löngu eftir það slíta þau sambúðinni.
M keypti fasteign sem K bjó í ásamt barni þeirra.
Gerðu samning um að K myndi halda íbúðinni og fengi 40 milljónir að auki, en M héldi eftir öllum öðrum eignum. M var sterkefnaður.
Skatturinn krefst síðan tekjuskatts af öllum gjöfunum.
Niðurstaðan var sú að K þurfti að greiða tekjuskatt af öllu saman.

Málið er sérstakt hvað varðar svona aðstæður sambúðarslita. Skatturinn lítur venjulega framhjá þessu.

Hrd. 511/2016 dags. 15. september 2016 (Skipta jafnt eignum þeirra - Sameign eftir 16 ár)[HTML] [PDF]
M hafði staðið í miklum verðbréfaviðskiptum og hafði miklar tekjur.
K hafði sáralitlar tekjur en sá um börn.
K fékk fyrirfram greiddan arf og arð, alls um 30 milljónir. Hann rann inn í bú þeirra.
M hafði unnið í fyrirtæki í eigu fjölskyldu K og fékk góð laun þar.
Þau voru talin vera sameigendur alls þess sem M hafði eignast.

Hrd. 162/2017 dags. 31. mars 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 10/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-2/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-7/2005 dags. 20. febrúar 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-2/2006 dags. 28. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-541/2006 dags. 13. júlí 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-101/2006 dags. 26. september 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Q-2/2007 dags. 28. apríl 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2008 dags. 19. júní 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-6/2008 dags. 30. október 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1154/2007 dags. 1. desember 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-65/2008 dags. 6. maí 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2693/2008 dags. 7. janúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2009 dags. 11. febrúar 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-2/2010 dags. 8. apríl 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6156/2010 dags. 15. september 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2011 dags. 26. mars 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1050/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2928/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-631/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]


Lrú. 556/2018 dags. 27. ágúst 2018[HTML]


Lrú. 16/2019 dags. 30. janúar 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-709/2018 dags. 31. janúar 2019[HTML]


Lrú. 123/2019 dags. 20. mars 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-977/2018 dags. 3. júlí 2019[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3010/2018 dags. 10. desember 2019[HTML]


Lrd. 355/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2841/2020 dags. 10. mars 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2233/2020 dags. 20. apríl 2021[HTML]


Lrú. 190/2021 dags. 10. maí 2021[HTML]


Lrú. 190/2021 dags. 14. október 2021[HTML]


Lrd. 162/2020 dags. 22. október 2021[HTML]


Lrú. 618/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]


Lrú. 598/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5408/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML]


Lrd. 685/2021 dags. 20. janúar 2023[HTML]


Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]


Lrú. 514/2023 dags. 7. september 2023[HTML]


Lrú. 784/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1991/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML]


Lrú. 864/2023 dags. 9. febrúar 2024[HTML]


Lrd. 800/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]