Úrlausnir.is


Merkimiði - Framfærsluskylda

Síað eftir merkimiðanum „Framfærsluskylda“.

Hjúskaparréttur:
Hjón bera framfærsluskyldu gagnvart hvort öðru. Einnig bera þau sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar. Framfærslan getur verið í formi peninga, vinnu eða annars stuðnings. Sú skylda fellur ekki niður við skilnað að borði og sæng og í undantekningartilvikum er hægt að úrskurða um slíka skyldu eftir að lögskilnaður hefur átt sér stað. Sé framfærsluskyldan vanrækt getur hinn aðilinn krafist þess að bætt verði úr henni í formi peningaframlags.

Sé ágreiningur um hvort framfærsluskyldan sé til staðar og/eða um fjárhæð hennar er hægt að fá úrskurð sýslumanns. Þá er hægt að leita til dómstóla en í því tilviki dæma dómarar um hvort skyldan sé til staðar og sé hún til staðar úrskurðar sýslumaður í kjölfarið um fjárhæðina.

Fjárhæðin er metin skv. 2. mgr. 51. gr. hjúskaparlaga, nr. 31/1993. Oft er beitt svokallaðri fjórðungsreglu er felur í sér að reiknaðar eru meðal heildartekjur hjónanna, meðlagsgreiðslur dregnar frá og upphæðin er 1/4 af þeirri fjárhæð. Sýslumanni er heimilt að breyta úrskurðinum ef aðstæður hafa breyst verulega.

Framfærsluskyldan fellur niður ef móttakandinn stofnar til nýs hjúskapar eða andast. Þeim er þó valfrjálst að kveða á um áframhald greiðslnanna þrátt fyrir að skyldan sé fallin niður.

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Álit umboðsmanns Alþingis

Álit sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11264/2021 dags. 5. september 2022[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11652/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1815/1996 dags. 13. apríl 1998 (Tekjutrygging örorkulífeyrisþega)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1842/1996 dags. 6. janúar 1998[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2259/1997 dags. 9. júní 1998[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 26/1988 dags. 29. desember 1988[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2785/1999 dags. 5. desember 2000[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2886/1999[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3137/2000 dags. 16. maí 2001 (Friðhelgi fjölskyldu - Dvalarleyfi)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3609/2002 (Umsókn um að taka barnabarn í fóstur)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3698/2003[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 399/1991 dags. 12. nóvember 1992 (Hjónaskilnaðarmál)[HTML] [PDF]
Ritari hafði gleymt að taka upp setningu inn í úrskurð.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4064/2004 dags. 3. nóvember 2004 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4070/2004 dags. 3. nóvember 2004 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4887/2006[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4892/2007 dags. 15. júní 2007[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5335/2008 dags. 17. september 2009[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5919/2010 dags. 24. september 2010[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 600/1992 dags. 22. september 1992[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6690/2011 dags. 26. október 2012[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 813/1993 (Ákvörðun meðlags)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML] [PDF]


Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1932:473 nr. 67/1931 (Meðlag skv. fátækralögum) [PDF]
Lagaheimild var til staðar um að börn gætu undir ákveðnum kringumstæðum verið tekin af foreldrum og foreldrar látnir greiða meðlag. Faðir var svo úrskurðaður til að greiða meðlag án þess að sonur hans hafi verið tekinn af honum. Þar sem drengurinn var ekki tekinn af föðurnum áður en meðlagið var úrskurðað var litið svo á að lagaheimild hafi skort til að úrskurða föðurinn til greiðslu þess.

Hrd. 1937:72 nr. 108/1936 [PDF]


Hrd. 1937:382 nr. 179/1936 [PDF]


Hrd. 1938:149 nr. 154/1937 [PDF]


Hrd. 1942:19 nr. 9/1941 [PDF]


Hrd. 1945:126 nr. 135/1944 [PDF]


Hrd. 1949:214 nr. 146/1948 [PDF]


Hrd. 1951:409 kærumálið nr. 24/1951 [PDF]


Hrd. 1954:17 nr. 57/1952 (Framfærslueyrir) [PDF]


Hrd. 1954:664 nr. 40/1953 [PDF]


Hrd. 1957:482 nr. 12/1956 (Framfærsluskylda) [PDF]


Hrd. 1961:279 nr. 73/1961 [PDF]


Hrd. 1968:407 nr. 174/1967 [PDF]


Hrd. 1972:504 nr. 140/1971 [PDF]


Hrd. 1973:1037 nr. 27/1973 [PDF]


Hrd. 1974:306 nr. 59/1973 [PDF]


Hrd. 1976:138 nr. 204/1974 [PDF]


Hrd. 1979:422 nr. 78/1979 [PDF]


Hrd. 1982:1084 nr. 11/1980 [PDF]


Hrd. 1983:224 nr. 66/1980 (Mæðralaun - Lagaforsendur) [PDF]


Hrd. 1983:865 nr. 45/1981 [PDF]


Hrd. 1987:473 nr. 95/1986 (Valdsmaður - Fjárhæð meðlags) [PDF]


Hrd. 1990:1581 nr. 22/1989 (36 ár, sameignir) [PDF]
M og K höfðu verið í sambúð í 36 ár.
Þau deildu aðallega um skiptingu á tveimur fasteignum, andvirði bifreiðar, bankainnstæðum og verðbréfum. Dómstólar mátu svo að framangreindar eignir skyldu skiptast að jöfnu en tóku þó ekki afstöðu til útlagningar né hvor aðilinn ætti tilkall til þess að leysa einstakar eignir til sín.
Sumar aðrar eignir mat hann svo að annar aðilinn ætti að eiga þær að fullu.

Hrd. 1992:1557 nr. 354/1992 (Helmingaskiptaregla laga nr. 60/1972 - Stóragerði) [PDF]
Athuga þarf fordæmisgildi dómsins sökum tiltekinna breytinga sem urðu með gildistöku hjúskaparlaga nr. 31/1993.

M og K slitu samvistum og tók M margar sjálfstæðar ákvarðanir um öflun eigna. Hann vildi halda eignunum utan skipta en Hæstiréttur taldi það ekki eiga við þar sem M var ekki að koma með þær inn í búið.

Hrd. 1992:2122 nr. 162/1992 [PDF]


Hrd. 1993:767 nr. 136/1993 (Vanræksla) [PDF]
Hjón áttu börn og var M dæmdur fyrir langvarandi alvarlegt ofbeldi gegn þeim. Þau voru að skilja og barnavernd á fullu í málinu. K dó síðan og M sóttist eftir setu í óskiptu búi. Hæstiréttur taldi M hafa vanrækt framfærslu sína gagnvart börnunum.


Hrd. 1994:413 nr. 461/1991 (Örorkubætur, upphaf sambúðar o.fl.) [PDF]


Hrd. 1996:2006 nr. 206/1996 (Grettisgata, upphaf sambúðar) [PDF]
Fjallar um það hvenær til sambúðar hefur stofnast.

Hrd. 1997:232 nr. 23/1997 (Grindavík II - 20 ár) [PDF]


Hrd. 1997:950 nr. 99/1997 [PDF]


Hrd. 1997:1065 nr. 355/1996 [PDF]


Hrd. 1997:2252 nr. 321/1997 (Fljótasel, húsaleiga, tímamark, skipti á milli hjóna) [PDF]
M og K höfðu slitið samvistum og K flutti út.
K vildi meina að M hefði verið skuldbundinn til að greiða húsaleigu vegna leigu á húsnæðinu sem K flutti í. Þeirri kröfu var hafnað á þeim grundvelli að maki gæti einvörðungu skuldbundið hinn á meðan samvistum stendur.

M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.

Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld) [PDF]


Hrd. 1997:2513 nr. 440/1996 [PDF]


Hrd. 1998:4022 nr. 91/1998 (Kvótadómur) [PDF]
Hjón skildu og gerðu á endanum þrjá samninga. Þau gerðu samning í apríl en svo var K ósátt og gerður var annar samningur sama mánuð. Síðar á árinu var svo gerður þriðji samningurinn.
Deilt var síðan um hvort miða skyldi verðmatið við fyrsta samninginn eða seinasta samninginn. Héraðsdómur vildi miða við tímasetningu fyrsta samningsins en Hæstiréttur við seinasta samninginn þar sem hann hefði verið hinn endanlegi samningur.

Hrd. 1998:4578 nr. 473/1998 [PDF]


Hrd. 1999:3079 nr. 254/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:2622 nr. 313/2000 (Óstaðfest samkomulag)[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:3526 nr. 135/2000 (Fjárskipti og meðlag)[HTML] [PDF]
M og K höfðu komið sér saman um venjulegan samning. Hins vegar gerðu þau annan hliðarsamning þar sem K fékk meira í sinn hlut og þar með væru meðlagsgreiðslurnar uppgerðar.
Nokkrum árum eftir krafðist K M um meðlag sem M taldi ekki heimilt. Þær kröfur voru taldar of óskýrar.
Dómstólar nefndu að ekki sé heimilt að greiða það í einu lagi en þó gæti K ekki allt í einu farið að rukka M um meðlag eftir að hafa látið það ógert í langan tíma, við þessar aðstæður.

Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML] [PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.

Hrd. 2001:3101 nr. 356/2001 (Bræðurnir Ormsson ehf)[HTML] [PDF]
M sat í óskiptu búi og vildi taka lán til að fjárfesta meiru í einkahlutafélagið Bræðurnir Ormsson þar sem fyrirtækið var í fjárkröggum og veðsetti hlutabréf sín í fyrirtækinu til að fjármagna það.

Eitt barnið var ósátt við það og vildu fá móðurarfinn sinn úr búinu. Fallist var á það.

Hrd. 2002:232 nr. 34/2002 (Krafa á K vegna skatta M)[HTML] [PDF]
Þau höfðu slitið fjárfélagi og var gengið á K vegna skatta M. K taldi sig ekki bera ábyrgð á þeim.

Hrd. 2002:2534 nr. 391/2002 (Gunnlaugur og Guðlaug)[HTML] [PDF]
Reyndi á fleira en eina tegund af ráðstöfunum.

Gunnlaugur var upphaflega giftur Estheri og átti barn með henni og sat í óskiptu búi.

Með móðurarfi sem Gunnlaugur greiddi barninu fylgdi sérstök yfirlýsing. Minnst er á samkomulag um að innbúinu yrði skipt síðar. Óljóst hvort skiptunum var lokið eða ekki.

Gunnlaugur giftist aftur og gerir erfðaskrá með Guðlaugu. Gunnlaugur deyr og situr Guðlaug þá í óskiptu búi. Átta árum síðar krefst barn Gunnlaugs um skipti á því óskipta búi.

Guðlaug hafði flutt út úr íbúð þeirra Gunnlaugs og var dóttir Guðlaugar komin inn í íbúðina.

Veitt hafði verið leyfi til að veðsetja fasteignina. Í málinu var talið sannað að það hefði mátt þar sem við skiptin var áhættan orðin nánast engin. Guðlaugu var talin hafa verið heimilt að selja hlutabréf, fara til útlanda og verja fé í viðhald.

Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML] [PDF]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.

Hrd. 2004:1214 nr. 329/2003 (Fósturlaun)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3368 nr. 50/2004 (Slys á Keflavíkurvegi)[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:23 nr. 503/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:514 nr. 41/2005 (3 ár + fjárhagsleg samstaða - Eignir við upphaf óvígðrar sambúðar)[HTML] [PDF]
Sést mjög vel hvenær sambúðin hófst, hjúskapur stofnast, og sagan að öðru leyti.
Samvistarslit verða og flytur annað þeirra út úr eigninni. Það sem flutti út krefur hitt um húsaleigu þar sem hún er arður.

Hrd. 2005:657 nr. 357/2004 (Sjómaður slasast á leið um borð í fiskiskip)[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:2075 nr. 497/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:3157 nr. 481/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:419 nr. 350/2005[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:2531 nr. 34/2006[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:4637 nr. 240/2006[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:4934 nr. 237/2006 (Kröfur foreldra)[HTML] [PDF]


Hrd. 166/2007 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 535/2006 dags. 2. apríl 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 147/2007 dags. 3. apríl 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 114/2007 dags. 15. nóvember 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 200/2007 dags. 13. mars 2008 (Óvígð sambúð - Fjárskipti)[HTML] [PDF]


Hrd. 431/2007 dags. 23. apríl 2008 (Mikil og góð tengsl)[HTML] [PDF]


Hrd. 184/2008 dags. 30. apríl 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 445/2007 dags. 8. maí 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 302/2008 dags. 11. júní 2008 (Garðabær)[HTML] [PDF]
K var skrifuð fyrir eign en M taldi sig eiga hlutdeild.
M var talinn hafa lagt fram of lítið til að það skapaði hlutdeild.
Hæstiréttur nefnir að M hefði ekki lagt fram kröfu um endurgreiðslu vegna vinnu við eignina.

Hrd. 69/2008 dags. 23. október 2008 (Aðild - Kaupsamningur feðga)[HTML] [PDF]
Maður í óskiptu búi seldi syni sínum jörð úr búinu. Eftir andlát mannsins vildi dóttir hans ógilda samninginn á grundvelli óheiðarleika.

Hæstiréttur taldi að hún gæti ekki átt lögvarða hagsmuni enda var dánarbúið enn í skiptum og hún því ekki fengið neina kröfu.

Hrd. 255/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 369/2008 dags. 26. febrúar 2009 (Meðlag/viðbótarmeðlag)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi í þessu máli að munur væri á grunnmeðlag og viðbótarmeðlagið. Hann hafði dæmt að ekki mætti greiða einfalt meðlag í eingreiðslu (sbr. Hrd. 2000:3526 nr. 135/2000 (Fjárskipti og meðlag)) en hins vegar mætti gera slíkt við viðbótarmeðlagið.

Hrd. 412/2008 dags. 5. mars 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 11/2009 dags. 3. apríl 2009 (Albanskir hælisleitendur)[HTML] [PDF]
Rúm túlkun lögsögureglna.
Eitt hjóna, sem bæði voru albanskir hælisleitendur, vildi skilja en hvorugt hafði skráð lögheimili á Íslandi. Hæstiréttur taldi að heimilt hefði verið að höfða það mál fyrir íslenskum dómstólum.

Hrd. 539/2008 dags. 7. apríl 2009 (Ekki teljandi munur á foreldrum)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur mat tekjur, eignir og skuldir M og K. Hann taldi ekki forsendur til þess að dæma þrefalt meðlag, heldur tvöfalt meðlag.

Hrd. 38/2009 dags. 17. september 2009 (Vantaði sérfróða - Tyrkland)[HTML] [PDF]
Mælt var fyrir um meðlag meðfram dómsúrlausn um forsjá.

Hrd. 90/2009 dags. 15. október 2009 (Neysla)[HTML] [PDF]


Hrd. 94/2009 dags. 22. október 2009 (Eignir, sjálftaka)[HTML] [PDF]


Hrd. 256/2009 dags. 5. nóvember 2009 (Þriðja tilraun)[HTML] [PDF]


Hrd. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML] [PDF]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.

Hrd. 252/2010 dags. 1. júní 2010[HTML] [PDF]


Hrd. 399/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Veikindi og neysla)[HTML] [PDF]


Hrd. 341/2010 dags. 10. mars 2011 (Meðgöngueitrun)[HTML] [PDF]


Hrd. 517/2011 dags. 23. september 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 136/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 318/2011 dags. 15. desember 2011 (Ferð úr landi)[HTML] [PDF]
M sóttist eftir að fara með barnið úr landi til umgengni.
K kvað á um að ekki mætti fara með barnið úr landi án hennar samþykkis.

Hrd. 252/2012 dags. 9. maí 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 568/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 463/2012 dags. 6. desember 2012 (Flutningur erlendis)[HTML] [PDF]


Hrd. 704/2012 dags. 14. desember 2012 (Sjónarmið / Bein og óbein framlög)[HTML] [PDF]
Sönnunarbyrðin fyrir því að annar en þinglýstur eigandi geti krafist eignarhluta liggur hjá þeim aðila er ber uppi þá kröfu. K var talin bera sönnunarbyrði um að hún hefði veitt framlög, bein eða óbein, til eignarinnar.

K og M hófu sambúð apríl-maí 2002 og slitu henni mánaðarmótin janúar-febrúar 2010. Viðmiðunardagur skipta er 1. febrúar 2010, og var ekki gerður ágreiningur um það. Við upphaf sambúðarinnar kveðst M hafa átt verulegar eignir, þar á meðal fengið um 9 milljónir í slysabætur 27. maí 2001. Fyrir sambúðartímann hafi hann fest kaup á íbúð sem síðar seldist fyrir 18,6 milljónir, og hafi fengið 10 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin hafi runnið í raðhús sem keypt var á 20,5 milljónir, og höfðu 11,5 milljónir verið teknar að láni að auki til að fjármagna kaupin. Þá hafi M lagt fram fé til að fullgera húsið og unnið að standsetningu þess ásamt iðnarmönnum. M hafi því átt húsið að öllu leyti áður en sambúð hófst. M er eini þinglýsti eigandi hússins.

Á meðan sambúðartímanum stóð stóð K í umfangsmiklum bifreiðaviðskiptum að frumkvæði M en K hafi verið skráður eigandi þeirra, tryggingataki og annað sem til hafi þurft vegna þeirra viðskipta. M, sem var bifreiðasmiður, gerði þær upp og seldi aftur. Tekjur þeirra af þessu voru töluverðar og hafi K litið svo á að þær hafi verið sameiginlegar. Tekjurnar voru hins vegar ekki taldar fram til skatts. M andmælti staðhæfingu K um að hún hafi átt mikinn þátt í bifreiðaviðskiptum sínum og því að hún hafi í einhverjum tilvikum lagt fram fé til kaupa á bifreiðum í einhverjum tilvikum. M kveðst hafa stundað viðskiptin á eigin kennitölu og hafi í öllum tilvikum séð um að greiða seljendum bifreiða og taka við fé frá kaupendum þegar þær voru svo aftur seldar. Engin gögn lágu fyrir um framlög K til bifreiðakaupa, en á skattframtölum þeirra mátti sjá að K hafi alls keypt og selt 21 bifreið á árunum 2002 til 2009.

Þau eignuðust tvö börn á sambúðartímanum, árin 2003 og 2005, og kveðst K þá hafa verið meira heimavinnandi en M við umönnun þeirra, auk þess að hún hafi stundað nám hluta af tímanum. Þetta hafi valdið því að launatekjur K hafi verið lægri en hjá M og hún hafi þar að auki tekið námslán sem hafi að óskiptu runnið til framfærslu heimilis þeirra. M mótmælti því að námslánið hafi runnið til sameiginlegs heimilishalds. Bæði lögðu þau fram greiðslur vegna kostnaðar vegna heimilisreksturs, en M hafi þó greitt mun meira en K þar sem hann var tekjuhærri.

Fyrir héraði krafðist K þess:
1. Að tiltekin fasteign kæmi við opinber skipti á búi aðila þannig að 30% eignarhlutur kæmi í hlut K en 70% í hlut M.
2. Að aðrar eignir aðila sem til staðar voru við slit óvígðrar sambúðar, þ.e. sumarhús, ökutækjaeign og bankainnistæður á beggja nafni komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
3. Að skuld á nafni K við LÍN, eins og hún var við sambúðarslit, komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
4. Að skuld á nafni K við skattstjóra miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
5. Að M beri að greiða K helming húsaleigukostnaðar hennar tímabilið mars 2010 til mars 2012, alls 2 milljónir króna.
6. Að hafnað verði að aðrar eignir eða skuldir verði teknar með í skiptin á búi þeirra en fram koma í dómkröfum K.
7. Að M greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraði krafðist M þess:
1. Að hafnað verði dómkröfum K nr. 1-6 að undanskilinni dómkröfu 4.
2. Að K greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraðsdómi var dómkröfum K ýmist hafnað eða vísað frá dómi nema kröfu um að skattaskuld á nafni K miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta milli aðila að jöfnu, en M hafði samþykkt þá kröfu. Kröfum beggja varðandi skiptakostnað var sömuleiðis vísað frá dómi. Forsendur frávísana dómkrafna voru þær að skiptastjóri hafði ekki vísað þeim til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 122. gr. l. nr. 20/1991. Málskostnaður var felldur niður.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms nema að því leyti að K hafi átt 20% eignarhlutdeild í fasteigninni og 15% eignarhlutdeild í sumarhúsinu við fjárslitin. Leit Hæstiréttur svo á málavexti að meðal þeirra hafi verið rík fjármálaleg samstaða milli þeirra, meðal annars í sameiginlegum bifreiðaviðskiptum, hafi K öðlast hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum. Kaupin á sumarhúsinu voru fjármögnuð með sölu á þremur skuldlausum bifreiðum, ein þeirra var þá í eigu K. Þá breytti Hæstiréttur ákvæðum úrskurðarins um niðurfellingu málskostnaðar, en M var dæmdur til að greiða 600 þúsund í málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði fyrir Hæstarétti.

Hrd. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML] [PDF]


Hrd. 91/2013 dags. 13. júní 2013 (Umfjöllun um þarfir barns)[HTML] [PDF]
Fjallað var um þarfir barns í umgengni.
2 ára gamalt barn sem hafði verið í einhvern tíma í viku/viku umgengni.
K sagði að barninu liði rosalega illa með það fyrirkomulag en M var algjörlega ósammála því.
Sérfræðingarnir sögðu að 2ja ára barn réði mjög illa við svona skipti. Börn kvarta að jafnaði við þá aðila sem þau treysti best, sem í þessu tilfelli hefði verið K.

Hrd. 550/2013 dags. 20. september 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 611/2013 dags. 30. janúar 2014 (Samþykki ógilt)[HTML] [PDF]
K hafði undirritað tryggingarbréf vegna lántöku M með 3. veðrétti í fasteign K. K byggði kröfu sína á 36. gr. samningalaga um að ekki væri hægt að bera ábyrgðaryfirlýsingu hennar samkvæmt tryggingarbréfinu fyrir sig þar sem ekki hefði verið fylgt skilyrðum og skyldum samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001, sem var þá í gildi. Fyrirsvarsmenn varnaraðila hefðu vitað að lánið til M væri vegna áhættufjárfestinga. Greiðslugeta M hafði ekki verið könnuð sérstaklega áður en lánið var veitt og báru gögn málsins ekki með sér að hann gæti staðið undir greiðslubyrði þess. Varnaraðilinn hefði ekki haft samband við K vegna ábyrgðar hennar, en augljós aðstöðumunur hefði verið með aðilum.

Hrd. 360/2014 dags. 13. júní 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 63/2014 dags. 18. júní 2014 (Sameiginleg forsjá)[HTML] [PDF]


Hrd. 710/2014 dags. 11. nóvember 2014 (Ákæru vísað frá)[HTML] [PDF]
M sat í óskiptu búi.

Hann spreðaði kyrfilega. Hann millifærði milljónir til kvenna í Ghana. Hann hafði fengið bætur vegna jarðskjálftans á Suðurlandi með því skilyrði að hann lagaði húsið, en hann gerði það ekki. Þegar búinu var svo skipt var það svo eignalaust.

Gerð var skaðabótakrafa í sakamáli. Hæstaréttur taldi skorta á heimfærslu við umboðssvik og fjárdrátt.

Hrd. 269/2014 dags. 20. nóvember 2014 (PWC)[HTML] [PDF]


Hrd. 535/2014 dags. 19. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 601/2014 dags. 19. mars 2015 (Verðmæti miðað við eignir búsins)[HTML] [PDF]
Reynt á sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá.

K hafði gefið börnunum eignir upp á hundrað milljónir á meðan hún sat í óskiptu búi. Reynt var á hvort um væri að óhæfilega gjöf eða ekki.

Hæstiréttur minnist á hlutfall hennar miðað við eignir búsins í heild. Eitt barnið var talið hafa fengið sínu meira en önnur. K hafði reynt að gera erfðaskrá og reynt að arfleifa hin börnin að 1/3 til að rétta þetta af, en sú erfðaskrá var talin ógild.

Hrd. 327/2015 dags. 4. júní 2015 (Afturköllun kaupmála ógild - Staðfestingarhæfi)[HTML] [PDF]
Reyndi á þýðingu orðsins „staðfestingarhæfi“.
Vottarnir voru börn hjónanna en það mátti ekki. Þau voru talin of nátengd til að geta komið með trúverðugan vitnisburð.

Hrd. 833/2014 dags. 11. júní 2015 (Hæfi / breytingar eftir héraðsdóm)[HTML] [PDF]
Uppnám sem héraðsdómur olli.

Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá á báðum börnunum og þá fór mamman í felur með börnin.

M krafðist nýs mats eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms, og tók Hæstiréttur það fyrir.

K var talin hæfari skv. matsgerð en talið mikilvægara í dómi héraðsdóms að eldra barnið vildi ekki vera hjá K, heldur M, og að ekki ætti að skilja börnin að. Hæstiréttur var ósammála þeim forsendum og dæmdu forsjá þannig að eitt barnið væri í forsjá K og hitt forsjá M.

Talið að M hefði innrætt í eldri barnið hatur gagnvart K.

Matsmaður var í algjörum vandræðum í málinu.

Hrd. 521/2015 dags. 20. ágúst 2015 (Meint gjöf og arður)[HTML] [PDF]
K fékk leyfi til setu í óskiptu búi og seldi einu þeirra fasteign undir markaðsverði. Tvö önnur börn hennar fóru í mál vegna þess. Ekki var kallaður til dómkvaddur matsmaður.

Ósannað var talið að um væri að ræða gjöf. Minnst var á í dómnum að hún hefði fengið greiddar 9,3 milljónir í arð sem rök fyrir því að ekki væri að óttast rýrnun, en ekki höfðu verið gerðar athugasemdir um það í rekstri málsins.

Hrd. 261/2015 dags. 10. desember 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 456/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 449/2016 dags. 15. desember 2016 (Ómerking/heimvísun)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur ómerkti úrskurð/dóm héraðsdóms.

Mamman flutti til útlanda með barnið fljótlega eftir uppkvaðningu niðurstöðu héraðsdóms og Hæstiréttur ómerkti á þeim grundvelli að aðstæður hefðu breyst svo mikið.

Niðurstaða héraðsdóms byggði mikið á matsgerð um hæfi foreldra.

Hafnað skýrt í héraðsdómi að dæma sameiginlega forsjá.

K var talin miklu hæfari en M til að sjá um barnið samkvæmt matsgerð.

Ekki minnst á í héraðsdómi að það væri forsenda úrskurðarins að hún myndi halda sig hér á landi, en Hæstiréttur vísaði til slíkra forsenda samt sem áður.

K fór í tvö fjölmiðlaviðtöl, annað þeirra nafnlaust og hitt þeirra undir fullu nafni. Hún nefndi að hann hefði sakaferil að baki. M dreifði kynlífsmyndum af henni á yfirmenn hennar og vinnufélaga.

M tilkynnti K til barnaverndaryfirvalda um að hún væri óhæf móðir.

Hrd. 378/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 495/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 24/2017 dags. 28. september 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 848/2016 dags. 1. mars 2018 (Langvinnar deilur)[HTML] [PDF]


Hrd. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML] [PDF]


Hrd. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML] [PDF]


Hrd. 33/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML] [PDF]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Lyrd. 1918:412 í máli nr. 94/1917 [PDF]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-320/2004 dags. 9. mars 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6725/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4901/2005 dags. 22. janúar 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-7/2005 dags. 20. febrúar 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-2/2006 dags. 28. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-533/2006 dags. 14. mars 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-2/2007 dags. 23. maí 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-272/2005 dags. 4. júlí 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-203/2006 dags. 20. nóvember 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3900/2006 dags. 13. desember 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2535/2007 dags. 15. febrúar 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5411/2007 dags. 29. febrúar 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8597/2007 dags. 14. mars 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1455/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1154/2007 dags. 1. desember 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-1/2009 dags. 18. ágúst 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2103/2009 dags. 9. mars 2010[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-7/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11095/2008 dags. 6. desember 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-145/2010 dags. 20. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-4/2010 dags. 3. maí 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2011 dags. 9. september 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2011 dags. 5. desember 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-506/2011 dags. 24. febrúar 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2894/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-693/2012 dags. 4. september 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1050/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-220/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-5/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-904/2013 dags. 5. júní 2015[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-1/2015 dags. 30. júlí 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-389/2015 dags. 4. apríl 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-381/2017 dags. 17. janúar 2018[HTML]


Lrú. 514/2018 dags. 21. september 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1288/2017 dags. 4. október 2018[HTML]


Lrd. 113/2018 dags. 12. október 2018 (Eftirlit í ákveðinn tíma)[HTML]


Lrú. 773/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]


Lrd. 417/2018 dags. 7. desember 2018 (Inntak foreldrahæfni/faðir+)[HTML]
Fjallað aðallega um forsjá en einnig hafði verið fyrirkomulag milli foreldranna um að barnið væri í tveimur leikskólum.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1150/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]


Lrd. 673/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]


Lrd. 554/2018 dags. 1. febrúar 2019 (Lok sáttameðferðar o.fl.)[HTML]
Málskotsbeiðni til að áfrýja dómi Landsréttar var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-89 þann 18. mars 2019.

Leitað eftir sáttameðferð.
K sagði í símtali að það væri enginn möguleiki á sátt. M var ósammála og þá vísaði sýslumaður málinu frá.

Þar var um að ræða samskipti umgengnisforeldris við barn sitt gegnum Skype.

Fyrir héraði er móðirin stefnandi en faðir hinn stefndi. Hún gerði kröfu um forsjá eingöngu hjá henni, til umgengni og til meðlags. Krafa var lögð fram í héraði um kostnað vegna umgengni en henni var vísað frá sem of seint fram kominni.

Í kröfugerð í héraði er ítarleg útlistun til lengri tíma hvernig umgengni eigi að vera hagað, skipt eftir tímabilum. Í niðurstöðu héraðsdóm var umgengnin ekki skilgreint svo ítarlega.

Fyrir Landsrétti bætti faðirinn við kröfu um að sáttameðferðin fyrir sýslumanni uppfyllti ekki skilyrði barnalaga. Landsréttur tók afstöðu til kröfunnar þar sem dómstólum bæri af sjálfsdáðum að gæta þess. Hann synjaði frávísunarkröfunni efnislega.

Landsréttur fjallaði um fjárhagslega stöðu beggja og taldi að þau ættu að bera kostnaðinn að jöfnu, þrátt fyrir að grundvelli þeirrar kröfu hafi verið vísað frá í héraði sem of seint fram kominni.

Lrd. 578/2018 dags. 8. febrúar 2019 (Rætt við barn)[HTML]
Á þessari stundu (1. mars 2019) liggja ekki fyrir upplýsingar um að málskotsbeiðni hafi verið send til Hæstaréttar.

K og M voru í sambúð og eignuðust barnið eftir sambúðarslit þeirra. Þau gerðu samkomulag árið 2007 um sameiginlega forsjá barnsins, að lögheimili þess yrði hjá K, og að M greiddi K eitt og hálft meðlag frá þeim degi. Samkomulagið var staðfest af sýslumanni. Enginn skriflegur samningur um umgengni var gerður.

M leitaði til sýslumanns í desember 2016 og krafðist breytingar á samkomulaginu þannig að hann færi einn með forsjá barnsins og greiðslu einfalds meðlags frá K. Sýslumaður vísaði málinu frá þar sem ekki náðist samkomulag milli K og M.

Í dómsmálinu kröfðust K og M óskiptrar forsjár en til vara að hún yrði sameiginleg með lögheimili hjá sér. Bæði gerðu kröfu um að dómstólar kvæðu á um inntak umgengninnar og um greiðslu meðlags af hendi hins.

Þau gerðu bráðabirgðasamkomulag um umgengni við barnið á meðan málið væri rekið fyrir dómstólum. Það hljóðaði upp á jafna umgengni og að barnið myndi eiga greið samskipti við hitt foreldrið á meðan umgengni stæði.

Héraðsdómur úrskurðaði, að kröfu M, til bráðabirgða að lögheimili barnsins yrði hjá honum og að K greiddi honum einfalt meðlag frá úrskurðardegi þar til endanlegur dómur lægi fyrir í málinu. Áður en sá úrskurður var kveðinn var fenginn sálfræðingur til þess að ræða við barnið um afstöðu þess til lögheimilis. Í fyrra viðtali sálfræðingsins við barnið lýsti það hversu leiðinlegt það væri að flytja stöðugt búferlum milli hótela vegna endurtekinna vandamála með myglu. Í seinna viðtalinu var barnið nýflutt inn í nýja íbúð og lýsti því létti og spenningi vegna þess. Barnið leit á báða foreldra sína sem trúnaðarmenn en ræði frekar við móður sína ef það er hrætt eða áhyggjufullt. Barnið var talið skýrt í afstöðu sinni um að það vildi frekar að faðir sinn færi með sín málefni en móðir og að það virðist öruggara í umsjá föður síns þar sem hann reiðist nær aldrei. Barnið kaus sveigjanleika þannig að það gæti hitt hvort foreldrið sem er þegar því hentaði og að umgengni væri sem jöfnust.

Dómkvaddur matsmaður var kallaður í héraði til að meta aðstæður, og skilaði í kjölfarið skýrslu þar sem K og M var lýst. Þá lagði matsmaðurinn persónuleikapróf fyrir barnið og komst að þeirri niðurstöðu að barnið sýndi sterkari og jákvæðari tilfinninga- og umönnunartengsl við föður sinn en móður. Einnig kom fram að barnið væri í nánum og miklum tengslum við föðurætt sína, en nánast hið andstæða varðandi móðurætt sína. Enn fremur var það mat matsmannsins að ekkert benti til annars en að barninu liði vel hjá föður sínum en teldi sig ekki nægilega öruggt hjá móður sinni. Í ljósi þessa taldi matsmaðurinn að viku/viku umgengni hentaði ekki þar sem annað hlutfall yrði betur til þess fallið að koma á meiri ró og festu. Umgengnin gæti, til að byrja með, verið löng helgi aðra hverja viku sem gæti svo þróast út í jafnari umgengni. Matsmaðurinn taldi báða foreldrana vera hæfa til að fara með forsjá en faðirinn væri hæfari.

Að mati héraðsdómara lá ekkert fyrir í málinu að K eða M hefði vísvitandi reynt að hafa áhrif á afstöðu barnsins til málsins en málareksturinn hefði samt óhjákvæmilegt haft slík áhrif. Þá var ekkert sem benti til þess að skoðun barnsins væri ekki sín eigin eða utanaðkomandi áhrif væru svo mikil að ekki væri hægt að byggja á henni.

K byggði málatilbúnað sinn á því að matsgerðin væri röng og byggði á röngum forsendum, en hafði fallið frá kröfu um yfirmat þar sem henni var synjað um gjafsókn vegna kostnaðar af yfirmatsgerð. K kom ekki með sannfærandi rök sem gæfu ástæðu til þess að efast um réttmæti þeirra upplýsinga sem matið byggði á.

M sakaði K um að tálma umgengni hans við barnið á tímabili. K neitaði sök þar sem ekki væri í gildi umgengnisamningur og að M hefði hitt barnið á því tímabili. Framburður lá fyrir dómi um að M hefði einungis hitt barnið tilviljanakennt í gegnum aðra á því tímabili. Samskiptum M við barnið hefði verið stjórnað af K á tímabilinu og þau hefðu verið lítil. Matsmaður taldi barnið hafa liðið illa hjá K á tímabilinu. Héraðsdómari taldi að líta yrði meðal annars til þessara atriða þar sem skylda foreldra væri að stuðla að umgengni við það foreldri sem væri ekki forsjárforeldri eða umgengnisforeldri, og að það gilti þrátt fyrir að ekki væri til staðar samkomulag um umgengni.

K sakaði M einnig um tálmun á umgengni en dómurinn taldi ekkert hafa komið fram sem styddi slíkar ásakanir.

Vísað var í að dómafordæmi lægju fyrir um að sameiginleg forsjá kæmi ekki til greina þegar annað foreldrið er talið hæfara, og vísað í nefndarálits vegna ákvæðis sem lögfest var með 13. gr. laga nr. 61/2012, er lögfesti heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá foreldra.

Héraðsdómur féllst því á kröfu M um að hann færi með óskipta forsjá barnsins. Af þeim ástæðum féllst hann einnig á kröfu M um að K myndi greiða honum meðlag. Þá kvað héraðsdómur einnig nánar um fyrirkomulag umgengninnar, og að hún yrði aðallega hjá M.

K áfrýjaði málinu til Landsréttar þar sem hún gerði sömu kröfur og í héraði. Við aðalmeðferð málsins féll hún hins vegar frá öllum dómkröfum fyrir Landsrétti utan greiðslu málskostnaðar. Hún gerði það eftir að sálfræðingur hafði verið fenginn til að kynna sér viðhorf barnsins að nýju og hafði gefið skýrslu um það við aðalmeðferð málsins.

Lrd. 636/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]


Lrd. 17/2019 dags. 27. september 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-52/2019 dags. 31. október 2019[HTML]


Lrd. 13/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]


Lrd. 542/2019 dags. 6. desember 2019[HTML]


Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]


Lrú. 861/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]


Lrú. 450/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML]


Lrd. 147/2020 dags. 2. október 2020[HTML]


Lrd. 72/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]


Lrú. 85/2021 dags. 19. mars 2021[HTML]


Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML]


Lrú. 381/2021 dags. 25. júní 2021[HTML]


Lrd. 484/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]


Lrú. 729/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]


Lrú. 152/2022 dags. 8. apríl 2022[HTML]


Lrd. 10/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]


Lrd. 48/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]


Lrd. 63/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]


Lrd. 754/2021 dags. 29. september 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5220/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML]


Lrú. 617/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]


Lrd. 577/2022 dags. 24. febrúar 2023[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]


Lrú. 510/2023 dags. 13. september 2023[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1279/2023 dags. 9. október 2023[HTML]


Lrú. 784/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]


Lrd. 823/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]


Lrd. 637/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]