Úrlausnir.is


Merkimiði - 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944

Síað eftir merkimiðanum „2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Álit umboðsmanns Alþingis

Álit sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2887/1999 dags. 21. febrúar 2001[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3152/2001 dags. 12. september 2001[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3796/2003 dags. 10. október 2003[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3909/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3980/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5347/2008 dags. 17. nóvember 2010 (Innflutningur á eggjum)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5718/2009 dags. 7. júlí 2009 (Einelti)[HTML] [PDF]
Ráðherra gæti borið skyldu til þess að bregðast við í tilefni kvörtunar starfsmanns undirstofnunar um einelti gagnvart honum. Reglurnar kváðu um að starfsmaðurinn ætti að beina kvörtunum um einelti til forstöðumanns en starfsmaðurinn hafði beint henni til ráðuneytisins þar sem kvörtunin sneri að meintu einelti forstöðumannsins sjálfs. Ráðuneytið sagðist ekkert geta gert þegar starfsmaðurinn leitaði til þess. UA taldi að reglurnar myndu vart þjóna tilgangi sínum ef þær yrðu túlkaðar með þeim hætti sem gert var.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5836/2009 dags. 3. desember 2009[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6620/2011 dags. 7. nóvember 2012 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7193/2012 dags. 20. nóvember 2013 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - Kostnaður við innheimtu lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML] [PDF]


Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1984:1063 nr. 132/1984 [PDF]


Hrd. 1990:2 nr. 120/1989 (Aðskilnaðardómur III) [PDF]
G var sakaður um skjalafals auk þess að hafa ranglega látið skrifa vörur á fyrirtæki án heimildar. Málið var rekið á dómþingi sakadóms Árnessýslu og dæmdi dómarafulltrúi í málinu en hann starfaði á ábyrgð sýslumanns. Samkvæmt skjölunum var málið rannsakað af lögreglunni í Árnessýslu og ekki séð að dómarafulltrúinn hafi haft önnur afskipti af málinu en þau að senda málið til fyrirsagnar ríkissaksóknara.

Hæstiréttur rakti forsögu þess að fyrirkomulagið hafi áður verið talist standast stjórnarskrá með vísan til 2. gr. hennar þar sem 61. gr. hennar gerði ráð fyrir því að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Þessi dómsúrlausn er þekkt fyrir það að Hæstiréttur hvarf frá þessari löngu dómaframkvæmd án þess að viðeigandi lagabreytingar höfðu átt sér stað. Ný lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði höfðu verið sett en áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 1992, meira en tveimur árum eftir að þessi dómur væri kveðinn upp.

Þau atriði sem Hæstiréttur sagði að líta ætti á í málinu (bein tilvitnun úr dómnum):
* Í stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu, að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið.
* Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjórnsýslu og dómstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var.
* Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eigi gildi 1. júlí 1992.
* Ísland hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu.
* Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans.
* Ríkisstjórn Íslands hefur, eftir að fyrrgreindu máli var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, gert sátt við Jón Kristinsson, svo og annan mann sem kært hefur svipað málefni með þeim hætti sem lýst hefur verið.
* Í 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti, ef hætta er á því, „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála.
* Í máli þessu er ekkert komið fram, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn.

Með hliðsjón af þessu leit Hæstiréttur svo á að skýra beri ætti tilvitnuð ákvæði einkamálalaga og sakamálalaga á þann hátt að sýslumanninum og dómarafulltrúanum hefði borið að víkja sæti í málinu. Hinn áfrýjaði dómur var felldur úr gildi og öll málsmeðferðin fyrir sakadómi, og lagt fyrir sakadóminn að taka málið aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagningar.

Hrd. 1990:232 nr. 262/1989 [PDF]


Hrd. 1991:30 nr. 464/1990 [PDF]


Hrd. 1991:1690 nr. 93/1989 (Jökull hf. - Sjávarafli) [PDF]


Hrd. 1994:748 nr. 300/1991 (Einangrunarvistin - Agaviðurlög í fangelsi) [PDF]
Lög kváðu á um að beiting agaviðurlaga með setningu fanga í einangrun teldist ekki til afplánunartímans, og lengdi því refsinguna. Hæstiréttur taldi það andstætt 2. gr. stjórnarskrárinnar að gera slíkt án dóms. Fallist var því á skaðabótakröfu fangans.

Hrd. 1994:2640 nr. 425/1994 (Sameining sveitarfélaga Helgafellssveit) [PDF]


Hrd. 1995:1444 nr. 103/1994 (Dómarafulltrúi - Aðskilnaðardómur VI) [PDF]


Hrd. 1998:137 nr. 286/1997 (Siglfirðingur ehf.) [PDF]


Hrd. 1999:74 nr. 425/1998 (Skrá ráðherra um sektir - Sektarreglugerð)[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir)[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:1966 nr. 138/2002 (Svipting ökuréttar)[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML] [PDF]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.


Hrd. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML] [PDF]


Hrd. 356/2012 dags. 30. maí 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 357/2012 dags. 30. maí 2012 (Haldlagning gagna)[HTML] [PDF]


Hrd. 306/2013 dags. 10. maí 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 275/2013 dags. 14. maí 2013 (Stefnubirting á Spáni)[HTML] [PDF]


Hrd. 282/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur)[HTML] [PDF]


Hrd. 413/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 515/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 516/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 743/2014 dags. 22. október 2015 (Nýjabæjarafréttur)[HTML] [PDF]


Hrd. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML] [PDF]


Hrd. 838/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 839/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]


Hrd. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]


Hrd. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5950/2006 dags. 2. mars 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-14/2007 dags. 25. apríl 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]


Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-326/2010 (Forsetinn)


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-19/2010 dags. 24. júlí 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1867/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1881/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-91/2013 dags. 23. apríl 2014[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-32/2010 dags. 21. ágúst 2014[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4972/2014 dags. 29. maí 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2014 dags. 2. júlí 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2010 dags. 22. október 2015[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-299/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2016 dags. 18. október 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-94/2013 dags. 18. apríl 2018[HTML]


Lrú. 393/2018 dags. 15. júní 2018[HTML]


Lrú. 734/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML]


Lrú. 309/2019 dags. 20. júní 2019[HTML]


Lrd. 272/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4452/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-191/2022 dags. 8. febrúar 2024[HTML]