Úrlausnir.is


Merkimiði - 1. gr. laga um hundahald og varnir gegn sullaveiki, nr. 7/1953

Síað eftir merkimiðanum „1. gr. laga um hundahald og varnir gegn sullaveiki, nr. 7/1953“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Álit umboðsmanns Alþingis

Álit sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1041/1994 dags. 13. mars 1995 (Gjald fyrir leyfi til hundahalds í Reykjavík)[HTML] [PDF]


Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1975:601 nr. 23/1974 (Hundamál) [PDF]
Borgarstjórinn í Reykjavík hafði synjað áfrýjanda um leyfi til að halda hund af íslensku fjárhundakyni á heimili sínu. Eldri lög veittu bæjarstjórnum og hreppsnefndum heimild til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum og kauptúnum í formi reglugerðar staðfestum af stjórnarráðinu, og nýtti Reykjavík þá heimild á þann veg að banna hundahald á kaupstaðarlóð Reykjavíkur en hægt var að sækja um leyfi fyrir þarfahundum. Ný lög voru sett er tóku við af þeim eldri er höfðu sömu heimildir til banns á hundahaldi en kröfðust samþykktar staðfestri af heilbrigðismálaráðuneytinu.

Hæstiréttur taldi að þessar breyttu kröfur um setningarhátt yrðu ekki til þess að raska gildi reglugerðar sem sett hafði verið með stoð í eldri lögin. Synjaði hann einnig málsástæðu um að tiltekin lagaákvæði hafi verið talin hafa fallið úr gildi þar sem banni við hundahaldi í Reykjavík sbr. reglugerð, hafi ekki verið framfylgt.

Hrd. 1983:1318 nr. 37/1983 (Hundamál II) [PDF]


Hrd. 1983:1322 nr. 72/1983 [PDF]


Hrd. 1984:821 nr. 59/1984 [PDF]


Hrd. 1984:824 nr. 79/1984 (Lög sett með stjórnskipulega réttum hætti - Ólöglegt hundahald) [PDF]
ÖK var ákærð fyrir að óhlýðnast dómsátt með því að hafa haldið hundinn áfram án tilskilins leyfis. Hélt hún því fram að tiltekin breytingarlög hefðu ekki verið sett með stjórnskipulega réttum hætti þar sem dómsmálaráðherra hefði verið staðgengill forsætisráðherra sem einn af handhöfum forsetavalds, þegar umrædd lög voru undirrituð. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir þetta teldust lögin hafa verið sett með stjórnskipulegum hætti.

Hrd. 1984:828 nr. 71/1984 [PDF]


Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald)[HTML] [PDF]
Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.