Úrlausnir.is


Merkimiði - Hjúskaparréttur

Síað eftir merkimiðanum „Hjúskaparréttur“.

Fræðasvið sem tekur á þeim lögfræðilegum þáttum er snúa að hjúskap.

Meginlöggjöfin er snýr að fræðasviðinu eru hjúskaparlögin en einnig eru ýmis lagaákvæði er snúa að réttaráhrifum hjúskapar víðs vegar í lagasafninu.

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1970:897 nr. 247/1969 [PDF]


Hrd. 1988:608 nr. 103/1988 [PDF]


Hrd. 1992:2293 nr. 345/1990 [PDF]


Hrd. 1995:2003 nr. 271/1995 [PDF]


Hrd. 85/2007 dags. 26. febrúar 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 16/2010 dags. 17. febrúar 2010 (Fjárvörslureikningur)[HTML] [PDF]
Mál erfingja annars hjónanna gagnvart hinu.

Kaupmáli lá fyrir um að hlutabréfaeign M yrði séreign.
Passað hafði verið vel upp á andvirðið og lá það nokkuð óhreyft. Hægt var því að rekja það.

Hrd. 438/2009 dags. 21. júní 2010 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
K missti manninn sinn og sat í óskiptu búi. Hún hélt að hún fengi séreignarlífeyrissparnað M.

Lífeyrissjóðurinn neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir kröfu K.

Niðurstaðan verður sú að séreignarlífeyrissparnaður greiðist framhjá dánarbúinu og beint til maka og barna.

Hrd. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)[HTML] [PDF]
K og M gerðu fjárskiptasamning sín á milli eftir nær 20 ára sambúð. Eignir beggja voru alls 60 milljónir og skuldir beggja alls 30 milljónir. Eignamyndun þeirra fór öll fram á sambúðartíma þeirra. Í samningnum var kveðið á um að M héldi eftir meiri hluta eignanna en myndi í staðinn taka að sér allar skuldir þeirra beggja.

K krafðist svo ógildingar á samningnum og bar fram ýmis ákvæði samningalaga, 7/1936, eins og óheiðarleika og að M hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína með misneytingu. Hæstiréttur taldi hvorugt eiga við en breytti samningnum á grundvelli 36. gr. samningalaganna. Tekið var tillit til talsverðrar hækkunar eignanna við efnahagshrunið 2008 og var M gert að greiða K mismuninn á milli þeirra 5 milljóna sem hún fékk og þeirra 15 milljóna sem helmingur hennar hefði átt að vera.

Hrd. 568/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 67/2012 dags. 20. september 2012 (Frávísun)[HTML] [PDF]
K höfðaði mál með kröfu um opinber skipti en gerði það eins og um væri einkamál að ræða.

K vildi meina að þau hefðu ruglað saman reitum sínum það mikið að skráningin hafi verið röng þar sem hún sé raunverulegur eigandi tiltekinnar eignar. Hún vildi fá úr því skorið að hún ætti eignina.
Hæstiréttur synjaði að taka afstöðu til þeirrar kröfu.

Hrd. 704/2012 dags. 14. desember 2012 (Sjónarmið / Bein og óbein framlög)[HTML] [PDF]
Sönnunarbyrðin fyrir því að annar en þinglýstur eigandi geti krafist eignarhluta liggur hjá þeim aðila er ber uppi þá kröfu. K var talin bera sönnunarbyrði um að hún hefði veitt framlög, bein eða óbein, til eignarinnar.

K og M hófu sambúð apríl-maí 2002 og slitu henni mánaðarmótin janúar-febrúar 2010. Viðmiðunardagur skipta er 1. febrúar 2010, og var ekki gerður ágreiningur um það. Við upphaf sambúðarinnar kveðst M hafa átt verulegar eignir, þar á meðal fengið um 9 milljónir í slysabætur 27. maí 2001. Fyrir sambúðartímann hafi hann fest kaup á íbúð sem síðar seldist fyrir 18,6 milljónir, og hafi fengið 10 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin hafi runnið í raðhús sem keypt var á 20,5 milljónir, og höfðu 11,5 milljónir verið teknar að láni að auki til að fjármagna kaupin. Þá hafi M lagt fram fé til að fullgera húsið og unnið að standsetningu þess ásamt iðnarmönnum. M hafi því átt húsið að öllu leyti áður en sambúð hófst. M er eini þinglýsti eigandi hússins.

Á meðan sambúðartímanum stóð stóð K í umfangsmiklum bifreiðaviðskiptum að frumkvæði M en K hafi verið skráður eigandi þeirra, tryggingataki og annað sem til hafi þurft vegna þeirra viðskipta. M, sem var bifreiðasmiður, gerði þær upp og seldi aftur. Tekjur þeirra af þessu voru töluverðar og hafi K litið svo á að þær hafi verið sameiginlegar. Tekjurnar voru hins vegar ekki taldar fram til skatts. M andmælti staðhæfingu K um að hún hafi átt mikinn þátt í bifreiðaviðskiptum sínum og því að hún hafi í einhverjum tilvikum lagt fram fé til kaupa á bifreiðum í einhverjum tilvikum. M kveðst hafa stundað viðskiptin á eigin kennitölu og hafi í öllum tilvikum séð um að greiða seljendum bifreiða og taka við fé frá kaupendum þegar þær voru svo aftur seldar. Engin gögn lágu fyrir um framlög K til bifreiðakaupa, en á skattframtölum þeirra mátti sjá að K hafi alls keypt og selt 21 bifreið á árunum 2002 til 2009.

Þau eignuðust tvö börn á sambúðartímanum, árin 2003 og 2005, og kveðst K þá hafa verið meira heimavinnandi en M við umönnun þeirra, auk þess að hún hafi stundað nám hluta af tímanum. Þetta hafi valdið því að launatekjur K hafi verið lægri en hjá M og hún hafi þar að auki tekið námslán sem hafi að óskiptu runnið til framfærslu heimilis þeirra. M mótmælti því að námslánið hafi runnið til sameiginlegs heimilishalds. Bæði lögðu þau fram greiðslur vegna kostnaðar vegna heimilisreksturs, en M hafi þó greitt mun meira en K þar sem hann var tekjuhærri.

Fyrir héraði krafðist K þess:
1. Að tiltekin fasteign kæmi við opinber skipti á búi aðila þannig að 30% eignarhlutur kæmi í hlut K en 70% í hlut M.
2. Að aðrar eignir aðila sem til staðar voru við slit óvígðrar sambúðar, þ.e. sumarhús, ökutækjaeign og bankainnistæður á beggja nafni komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
3. Að skuld á nafni K við LÍN, eins og hún var við sambúðarslit, komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
4. Að skuld á nafni K við skattstjóra miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
5. Að M beri að greiða K helming húsaleigukostnaðar hennar tímabilið mars 2010 til mars 2012, alls 2 milljónir króna.
6. Að hafnað verði að aðrar eignir eða skuldir verði teknar með í skiptin á búi þeirra en fram koma í dómkröfum K.
7. Að M greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraði krafðist M þess:
1. Að hafnað verði dómkröfum K nr. 1-6 að undanskilinni dómkröfu 4.
2. Að K greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraðsdómi var dómkröfum K ýmist hafnað eða vísað frá dómi nema kröfu um að skattaskuld á nafni K miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta milli aðila að jöfnu, en M hafði samþykkt þá kröfu. Kröfum beggja varðandi skiptakostnað var sömuleiðis vísað frá dómi. Forsendur frávísana dómkrafna voru þær að skiptastjóri hafði ekki vísað þeim til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 122. gr. l. nr. 20/1991. Málskostnaður var felldur niður.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms nema að því leyti að K hafi átt 20% eignarhlutdeild í fasteigninni og 15% eignarhlutdeild í sumarhúsinu við fjárslitin. Leit Hæstiréttur svo á málavexti að meðal þeirra hafi verið rík fjármálaleg samstaða milli þeirra, meðal annars í sameiginlegum bifreiðaviðskiptum, hafi K öðlast hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum. Kaupin á sumarhúsinu voru fjármögnuð með sölu á þremur skuldlausum bifreiðum, ein þeirra var þá í eigu K. Þá breytti Hæstiréttur ákvæðum úrskurðarins um niðurfellingu málskostnaðar, en M var dæmdur til að greiða 600 þúsund í málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði fyrir Hæstarétti.

Hrd. 300/2013 dags. 31. maí 2013 (Skoðuð framlög beggja - K flutti fasteign í búið)[HTML] [PDF]
K átti fasteign en hafði tekið mest að láni fyrir stofnun hjúskapar.
K og M höfðu verið gift í um þrjú ár.
Fjallaði ekki um hvort M hafði eignast einhvern hlut í eigninni.
M hafði borgað um helming af afborgunum lánsins og eitthvað aðeins meira.
Héraðsdómur hafði fallist á helmingaskipti en Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem ekki var litið á að greiðslur M hefðu falið í sér framlag til eignamyndunar og ekki merki um fjárhagslega samstöðu.
Horft mikið á fjárhagslegu samstöðuna.
Hæstiréttur hefur fallist sjaldan á slíkar kröfur.

Hrd. 6/2014 dags. 28. janúar 2014 (M flutti eignir í búið - Málverk)[HTML] [PDF]
M og K hófu sambúð áramótin 2004 og 2005 og gengu í hjónaband árið 2005. Þau slitu samvistum 2012 þar sem K vildi meina að M hefði beitt henni ofbeldi á síðari árum samvista þeirra og því hafi K flúið af sameiginlegu heimili þeirra.

M krafðist skáskipta en K krafðist helmingaskipta auk þess að K krafðist þess að tilteknum myndverkum yrði haldið utan skipta. K hélt því fram að málverkin væru eign foreldra hennar sem hefðu lánað henni þau, en dómstólar töldu þá yfirlýsingu ótrúverðuga. M gerði ekki kröfu um málverkin.

Í úrskurði héraðsdóms er vísað til þess að krafa K um að öll lífeyrisréttindi M komi til skipta sé ekki í formi fjárkröfu og engin tilraun gerð til þess að afmarka þau, og var henni því vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega vísað til sambærilegra sjónarmiða og í úrskurði héraðsdóms og bætt um betur að því leyti að nefna sérstaklega að ekki væri byggt á því að í þessu tilliti gætu séreignarlífeyrissparnaður M lotið sérstökum reglum og ekki afmarkaður sérstaklega í málatilbúnaði K. Var hún því látin bera hallan af því.

Hrd. 348/2014 dags. 28. maí 2014 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
Fyrsti dómur Hæstaréttar um að séreignarlífeyrissparnaður væri innan skipta. Hins vegar þarf að athuga að á þeim tíma var í gildi lagaheimild til bráðabirgða til þess að taka út séreignarlífeyrissparnað fyrr en venjulega.

K og M gengu í hjúskap í júlí 2003 og slitu samvistum í júní 2012. Þau eiga jafnframt þrjú börn sem þau eignuðust á því tímabili. K sótti um skilnað að borði og sæng þann 11. febrúar 2013 og var hann veittur þann 3. október 2013.

Búið var tekið til opinberra skipta 24. júní 2013 og var viðmiðunardagur skipta 11. febrúar 2013. Samkomulag ríkti um að fasteignirnar og ein bifreið kæmi í hlut M með útlagningu. M tók yfir skuldir búsins. Í lok ársins 2012 nam séreignarlífeyrissparnaður M um 7,4 milljónum króna og réttindi hans í Lífeyrissjóði A nær tveimur milljónum króna. K hélt því fram að M ætti ennfremur lífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóði en ekki lá fyrir upplýst virði þeirra réttinda, en þó lá fyrir að M hafði einungis greitt í hann lögbundið iðgjald í tæp tvö ár.

K krafðist þess að öll lífeyrisréttindi aðila verði talin hjúskapareign við fjárslit milli aðila.

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu K.
Hæstiréttur sneri dómnum við að því leyti er varðaði séreignarlífeyrissparnað í Lífeyrissjóði A.

Hrd. 472/2014 dags. 10. september 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML] [PDF]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.

Hrd. 535/2014 dags. 19. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 195/2016 dags. 3. maí 2016 (Fasteign skv. skiptalögum / séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
Deilt um verðmat á fasteign sem verður til í hjúskapnum fyrir samvistarslit.

K var að reka fyrirtæki þar sem hún var búin að ganga í ábyrgðir. Sá rekstur gekk illa og borgaði M skuldir þessa fyrirtækis.
M þurfti að verjast mörgum einkamálum ásamt sakamálum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og var að bíða eftir afplánun. Óvíst var um hverjir tekjumöguleikar hans yrðu í framtíðinni.

Hjónin voru sammála um að fá verðmat frá fasteignasala. K var ósátt við það verðmat og vildi fá annan fasteignasala og þau sammæltust um það. K var heldur ekki sátt við það og fá þau þá þriðja matið. K var einnig ósátt við þriðja matið og krafðist þess að fá dómkvadda matsmenn til að verðmeta fasteignina. Það mat var lægra en möt fasteignasalanna og miðaði K þá kröfu sína um annað mat fasteignasalanna.
Ekki var krafist yfirmats né krafist vaxta af verðmati til skipta.
M hafði safnað um 185 milljónum í séreignarlífeyrissparnað á um tveimur árum.

Hæstiréttur nefndi að í málinu reyndi ekki á 102. gr. hjskl. hvað séreignarlífeyrissparnað hans varðaði þar sem M gerði enga tilraun til þess að krefjast beitingar þess lagaákvæðis. Engin tilraun var gerð til þess að halda honum utan skipta. M reyndi í staðinn að krefjast skáskipta og var fallist á það.

Hæstiréttur taldi enn fremur að ef ósættir séu um verðmat eigi skiptastjórinn að kveða matsmenn, og síðan fengið yfirmat séu ósættir við það. Aðilar geti því ekki látið framkvæma nokkur verðmöt og velja úr þeim. Því var ekki hægt að miða við mat fasteignasalanna.

Hrd. 408/2016 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 453/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 195/2017 dags. 22. febrúar 2018 (Vitneskja um ójafna hluti)[HTML] [PDF]


Hrd. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML] [PDF]


Hrd. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2006 dags. 24. janúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-549/2008 dags. 14. janúar 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5371/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2693/2008 dags. 7. janúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2009 dags. 11. febrúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6156/2010 dags. 15. september 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4869/2011 dags. 17. október 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2728/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-8/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2014 dags. 1. apríl 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-904/2013 dags. 5. júní 2015[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-14/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-153/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-53/2017 dags. 6. júní 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-709/2018 dags. 31. janúar 2019[HTML]


Lrd. 552/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]


Lrú. 429/2019 dags. 12. september 2019[HTML]


Lrú. 230/2020 dags. 3. júní 2020[HTML]


Lrú. 85/2021 dags. 19. mars 2021[HTML]


Lrú. 729/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]


Lrú. 375/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]


Lrú. 617/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]


Lrú. 514/2023 dags. 7. september 2023[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]