Úrlausnir.is


Merkimiði - Jafnræðisregla stjórnarskrár Íslands

Síað eftir merkimiðanum „Jafnræðisregla stjórnarskrár Íslands“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Álit umboðsmanns Alþingis

Álit sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11353/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11617/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11815/2022 dags. 15. september 2022[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12040/2023 dags. 11. apríl 2023[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1897/1996 dags. 16. október 1997[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2196/1997 dags. 13. október 1998[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3163/2001 dags. 15. nóvember 2002[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3689/2003 dags. 7. febrúar 2003[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4064/2004 dags. 3. nóvember 2004 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4070/2004 dags. 3. nóvember 2004 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5651/2009 dags. 28. september 2009[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML] [PDF]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6009/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7496/2014 dags. 7. mars 2014[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7609/2013[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML] [PDF]


Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1996:3962 nr. 286/1996 (Lyfjalög - Lyfsöluleyfi) [PDF]


Hrd. 1997:34 nr. 9/1997 (Opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum vinnumarkaði - Meiðyrðamál) [PDF]


Hrd. 1997:2155 nr. 300/1997 [PDF]


Hrd. 1998:516 nr. 206/1997 (Dreifing kláms) [PDF]


Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings) [PDF]


Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög) [PDF]


Hrd. 1998:3957 nr. 150/1998 [PDF]


Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur) [PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML] [PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML] [PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Hrd. 1999:2767 nr. 36/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:3574 nr. 138/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:3780 nr. 64/1999 (Bára Siguróladóttir - Búnaðarmálasjóðsgjald II)[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:3931 nr. 103/1999 (Stjórn Viðlagatryggingar Íslands)[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:383 nr. 277/1999 (Uppsögn lektors í spænsku við HÍ)[HTML] [PDF]
Samkvæmt reglum er giltu á þeim tíma þurfti staðfestingu ráðherra til að ráða starfsfólk. Óheimilt var að segja upp lektornum án staðfestingar ráðherra þar sem ráðherra kom að staðfestingu ráðningar hans.

Hrd. 2000:1353 nr. 435/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML] [PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML] [PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.

Hrd. 2000:2922 nr. 124/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:2946 nr. 91/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML] [PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.

Hrd. 2000:4016 nr. 295/2000 (L.A. Café)[HTML] [PDF]
Veitingastaður sótti um rýmkun á afgreiðslutíma áfengis þar sem slík rýmkun hafi verið almennt leyfð á öðru svæði innan Reykjavíkurborgar. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að afmörkun svæðisins sem almenna rýmkunin gilti um væri málefnaleg.

Hrd. 2000:4394 nr. 419/2000 (Viðurkenning á faðerni - Sóknaraðild í faðernismáli)[HTML] [PDF]
Áður en málið féll höfðu einungis barnið sjálft og móðir þess lagalega heimild til að höfða faðernismál.

Stefnandi var maður sem taldi sig vera föður barns og höfðaði mál til þess að fá það viðurkennt. Hæstiréttur taldi að útilokun hins meinta föður hefði verið brot á stjórnarskrá, og honum því heimilað að sækja málið þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir aðila sem gætu sótt slíkt mál samkvæmt almennum landslögum.

Hrd. 2001:1558 nr. 442/2000 (Þórsgata)[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:2292 nr. 451/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:2901 nr. 117/2001 (Kaupskylda sveitarstjórnar)[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:3025 nr. 3/2001 (Eystrasalt)[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:4126 nr. 423/2001 (Mismunun vegna sjómannaafsláttar - frávísun)[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:3310 nr. 101/2002 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML] [PDF]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.

Hrd. 2003:271 nr. 16/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2003:934 nr. 381/2002 (Snjóflóðahætta - Hnífsdalur)[HTML] [PDF]
A byggði hús í Hnífsdal í lóð sem hann fékk úthlutaðri árið 1982 og flutti lögheimili sitt þangað árið 1985. Síðar sama ár voru sett lög er kváðu á um gerð snjóflóðahættumats. Slíkt var var gert og mat á þessu svæði staðfest árið 1992, og samkvæmt því var hús A á hættusvæði. Árið 1995 var sett inn heimild í lögin fyrir sveitarstjórnir til að gera tillögu um að kaupa eða flytja eignir á hættusvæðum teldist það hagkvæmara en aðrar varnaraðgerðir ofanflóðasjóðs. Í lögunum var nánar kveðið á um þau viðmið sem ákvarðanir úr greiðslum úr sjóðnum ættu að fara eftir.

Sveitarfélagið gerði kaupsamning við A um kaup á eign hans árið 1996 eftir að tveir lögmenn höfðu metið eignina að beiðni sveitarfélagsins. A og sambýliskona hans settu fyrirvara í kaupsamninginn um endurskoðun kaupverðsins þar sem þau teldu það ekki samræmast ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttarins né jafnræðisreglu hennar. Árið 1998 var gefið út fyrirvaralaust afsal fyrir eigninni og flutti A brott úr sveitarfélaginu.

A taldi að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar fæli í sér að hann hefði átt að fá því sem jafngilti brunabótamati fyrir fasteignina enda hefði hann fengið þá upphæð ef hús hans hefði farist í snjóflóði eða meinað að búa í eigninni sökum snjóflóðahættu. Sveitarfélagið taldi að brunabótamat væri undantekning sem ætti ekki við í þessu máli og að þar sem A flutti brott reyndi ekki á verð á eins eða sambærilegri eign innan sveitarfélagsins, og þar að auki hefði engin sambærileg eign verið til staðar fyrir hann í sveitarfélaginu.

Hæstiréttur nefndi að þótt svo vandað hús hefði ekki verið fáanlegt á þessum tíma voru samt sem áður til sölu sem virtust vera af álíka stærð og gerð. Þá taldi hann að markaðsverð ætti að teljast fullt verð nema sérstaklega stæði á, og nefndi að slíkt hefði komið til greina af A hefði ekki átt kost á að kaupa sambærilega eign innan sveitarfélagsins né byggja nýtt hús fyrir sig og fjölskyldu sína, og því neyðst til að flytja á brott. A þurfti að bera hallan af því að hafa ekki sýnt fram á að slíkar sérstakar aðstæður ættu við í málinu. Staðfesti Hæstiréttur því hinn áfrýjaða sýknudóm.

Hrd. 2003:3977 nr. 422/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:2578 nr. 27/2004 (Mismunandi flokkar bótaþega samkvæmt almannatryggingalögum)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3294 nr. 112/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML] [PDF]
Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.

Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.

Í sératkvæði var ekki tekið undir niðurstöðu meirihlutans með vísan til ætlunar löggjafans og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Taldi dómarinn að afnám skattskyldu þyrfti að vera ótvíræð en því væri ekki að dreifa í tilfelli þeirra sem ekki höfðu lokið skiptum við gildistökuna, og með það í huga hefðu eldri lög um erfðafjárskatt eingöngu fallið niður hvað varði búskipti eftir þá sem látist eftir 1. apríl 2004.

Hrd. 2005:2925 nr. 312/2005[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:3380 nr. 51/2005 (Kostnaður vegna skólagöngu fatlaðs barns)[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:5217 nr. 315/2005 (Iðnaðarmálagjald)[HTML] [PDF]


Hrd. 661/2006 dags. 23. janúar 2007 (Skattahluti Baugsmálsins - Ríkislögreglustjóri)[HTML] [PDF]


Hrd. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML] [PDF]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.

Hrd. 648/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.

Hrd. 548/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 262/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 379/2007 dags. 8. maí 2008 (Sala á Íslenskum aðalverktökum hf.)[HTML] [PDF]


Hrd. 484/2007 dags. 25. september 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML] [PDF]


Hrd. 460/2008 dags. 5. mars 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 346/2008 dags. 14. maí 2009 (Veghelgunarsvæði - Vegalagning um Norðurárdal í Skagafirði)[HTML] [PDF]


Hrd. 35/2009 dags. 8. október 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 291/2009 dags. 29. október 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 378/2009 dags. 18. mars 2010[HTML] [PDF]


Hrd. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML] [PDF]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.

Hrd. 473/2009 dags. 16. september 2010 (Krepputunga)[HTML] [PDF]


Hrd. 768/2009 dags. 11. nóvember 2010 (Almenningsskógar Álftaneshrepps)[HTML] [PDF]


Hrd. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]


Hrd. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]


Hrd. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]


Hrd. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]


Hrd. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]


Hrd. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]


Hrd. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML] [PDF]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.

Hrd. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]


Hrd. 242/2011 dags. 8. desember 2011 (Ákvörðun árslauna til hjúkrunarfræðings í endurupptökumáli)[HTML] [PDF]


Hrd. 211/2012 dags. 27. apríl 2012 (Systir ekki aðili)[HTML] [PDF]
Til marks um það að systkini geta ekki höfðað mál til þess að ógilda faðernisviðurkenningar vegna faðernis systkina sinna.

Hrd. 547/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 416/2012 dags. 31. janúar 2013 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML] [PDF]


Hrd. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML] [PDF]


Hrd. 182/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 286/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 642/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Skjaldberg)[HTML] [PDF]


Hrd. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML] [PDF]


Hrd. 115/2014 dags. 16. október 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 77/2015 dags. 4. febrúar 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 28/2015 dags. 10. september 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 320/2015 dags. 4. febrúar 2016 (Óhefðbundin sambúð - gjöf við slit - Skattlögð gjöf)[HTML] [PDF]
Skattamál. Ríkið var í máli við K.
Eiginmaður K, M, var breskur ríkisborgari.
Þau eignuðust barn en ekki löngu eftir það slíta þau sambúðinni.
M keypti fasteign sem K bjó í ásamt barni þeirra.
Gerðu samning um að K myndi halda íbúðinni og fengi 40 milljónir að auki, en M héldi eftir öllum öðrum eignum. M var sterkefnaður.
Skatturinn krefst síðan tekjuskatts af öllum gjöfunum.
Niðurstaðan var sú að K þurfti að greiða tekjuskatt af öllu saman.

Málið er sérstakt hvað varðar svona aðstæður sambúðarslita. Skatturinn lítur venjulega framhjá þessu.

Hrd. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 595/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML] [PDF]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.

Hrd. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML] [PDF]


Hrd. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML] [PDF]


Hrd. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML] [PDF]


Hrd. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML] [PDF]


Hrd. 120/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Mamma veit best)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um rétta tollflokkun tiltekinnar vöru. Dómari í héraði sýknaði af kröfu byggt á niðurstöðu eigin Google-leitar er leiddi á upplýsingar um vöruna á vef framleiðanda vörunnar og nefndi að þessar upplýsingar voru öllum aðgengilegar. Hæstiréttur ómerkti niðurstöðuna þar sem hann taldi það ekki heimilt.

Hrd. 11/2018 dags. 20. september 2018[HTML] [PDF]


Hrd. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML] [PDF]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.

Hrd. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML] [PDF]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.

Hrd. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML] [PDF]


Hrd. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML] [PDF]


Hrd. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML] [PDF]


Hrd. 17/2021 dags. 6. október 2021[HTML]


Hrd. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]


Hrd. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]


Hrd. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]


Hrd. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]


Hrd. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]


Hrd. 30/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Félagsdóms 1997:104 í máli nr. 6/1997


Dómur Félagsdóms 1999:484 í máli nr. 9/1999


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-632/2005 dags. 25. apríl 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4904/2005 dags. 26. apríl 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7184/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 26. október 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7211/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2188/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2006 dags. 13. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5998/2005 dags. 15. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5280/2006 dags. 22. júní 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4142/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-83/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5892/2007 dags. 22. apríl 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-128/2008 dags. 9. júní 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-155/2008 dags. 9. júní 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-4/2008 dags. 16. september 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-5/2008 dags. 16. september 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8979/2008 dags. 22. apríl 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-321/2008 dags. 25. maí 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-49/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1767/2010 dags. 23. september 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8540/2009 dags. 24. nóvember 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2010 dags. 28. júlí 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]


Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2012 dags. 29. mars 2012


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-455/2011 dags. 13. september 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2438/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-990/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-268/2012 dags. 28. janúar 2013[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-79/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 1. júlí 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-663/2013 dags. 4. nóvember 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1065/2012 dags. 14. október 2014[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4460/2014 dags. 1. október 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2014 dags. 25. nóvember 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2015 dags. 4. júlí 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-959/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-391/2017 dags. 15. september 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2782/2016 dags. 26. október 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]


Lrd. 4/2018 dags. 4. maí 2018[HTML]


Lrú. 494/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]


Lrú. 63/2018 dags. 21. september 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-65/2018 dags. 8. október 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-143/2018 dags. 12. nóvember 2018[HTML]


Lrd. 396/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]


Lrd. 397/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]


Lrd. 398/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]


Lrd. 399/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]


Lrd. 400/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]


Lrd. 280/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]


Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2018 dags. 26. febrúar 2019


Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]


Lrú. 329/2019 dags. 6. júní 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1168/2018 dags. 28. júní 2019[HTML]


Lrd. 838/2018 dags. 27. september 2019[HTML]


Lrd. 821/2018 dags. 25. október 2019[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-956/2019 dags. 6. desember 2019[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2433/2019 dags. 10. desember 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]


Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]


Lrú. 852/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML]


Lrú. 15/2020 dags. 5. febrúar 2020[HTML]


Lrd. 286/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]


Lrd. 287/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 684/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 685/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 686/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 687/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 816/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML]


Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]


Lrd. 883/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1775/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]


Lrú. 509/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1665/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML]


Lrd. 817/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML]


Lrú. 588/2021 dags. 7. október 2021[HTML]


Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3250/2018 dags. 12. nóvember 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2018 dags. 10. desember 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]


Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]


Lrú. 8/2022 dags. 7. janúar 2022[HTML]


Lrd. 391/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML]


Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3505/2021 dags. 1. júní 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4852/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]


Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-459/2021 dags. 23. september 2022[HTML]


Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]


Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]


Lrd. 753/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]


Lrd. 18/2022 dags. 2. júní 2023[HTML]


Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]


Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2023 dags. 30. nóvember 2023


Lrd. 396/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]


Lrd. 642/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]


Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]