Úrlausnir.is


Merkimiði - 1. mgr. 133. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991

Síað eftir merkimiðanum „1. mgr. 133. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1997:232 nr. 23/1997 (Grindavík II - 20 ár) [PDF]


Hrd. 1998:4450 nr. 463/1998 [PDF]


Hrd. 2002:4043 nr. 531/2002[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:829 nr. 87/2006[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:2056 nr. 200/2006 (Réttur til húsnæðis/útburður)[HTML] [PDF]
Hjón bjuggu á jörð í eigu föður K. Þau höfðu aðstoðað við reksturinn og ákváðu þau svo að skilja. K vildi að M flyttu út þar sem faðir hennar hafi átt jörðina, en M neitaði því.
M hélt því fram að hann ætti einhvern ábúðarrétt. Héraðsdómur tók undir þau rök en Hæstiréttur var ósammála og taldi hana eiga rétt á að vera þar en ekki M. Samþykkt var beiðni K um útburð á M.

Hrd. 2006:4828 nr. 547/2006 (Vilji hjóna - engin krafa)[HTML] [PDF]
Málið var rekið af börnum M úr fyrra hjónabandi gagnvart börnum K úr fyrra hjónabandi. Sameiginleg börn M og K stóðu ekki að málinu.

K var í hjúskap við fyrrum eiginmann á meðan hluta af sambúð hennar og M stóð.
M og K höfðu gert kaupmála.
M og K dóu með stuttu millibili og í málinu reyndi hvort regla erfðaréttar um að hvorugt hjónanna myndi erfa hitt, ætti við eða ekki, þar sem M hafði ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi þegar hann lést.

Eign hafði verið gerð að séreign K en hún hafði tekið breytingum.
Spurningin var hvort eignin hefði öll verið séreign K eða eingöngu að hluta.
Rekja þurfti sögu séreignarinnar.
Talið var að séreign K hefði verið að lágmarki 60%. Skera þurfti síðan út um stöðu hinna 40%. Niðurstaða Hæstaréttar var að þau hefðu verið að öllu leyti séreign K og fór því í dánarbú hennar.

Engin endurgjaldskrafa var höfð uppi í málinu.

Hrd. 147/2007 dags. 3. apríl 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 227/2007 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 304/2007 dags. 12. júní 2007 (3 ár ekki skammur tími, hafnað)[HTML] [PDF]


Hrd. 369/2007 dags. 27. ágúst 2007 (Ekki ósanngjarnt, skipti í heild)[HTML] [PDF]
Hreinræktað dæmi um dóm um hvort lífeyrisréttindin eigi að vera utan eða innan skipta.

Hrd. 460/2007 dags. 19. september 2007 (Hluti fasteignar - Ísland og Þýskaland)[HTML] [PDF]
M var Íslendingar og K Þjóðverji.
Gerðu hjúskaparsamning, eins og það var kallað, á Þýskalandi.
Í honum var ákvæði um aðskilinn fjárhag og yfirlýsing um að allt varðandi þeirra hjúskap skyldi lúta þýskum reglum.
Slitu samvistum og M kemur hingað til lands og kaupir íbúð.
Þau taka síðan aftur samvistum. Íbúðin seld og keypt önnur eign.
Þau gera kaupmála á Íslandi. Á honum er kveðið á um að fasteign væri séreign M og allt sem kæmi í hennar stað.
Þau skilja síðan og reka dómsmál á Íslandi um skiptingu fasteignanna.
Deildu um það hvort fasteignin væri öll eða að hluta séreign M.
Hvorugt kemur með mótbárur að þetta tiltekna mál sé rekið á Íslandi né krefjast þess að einhver hluti málsins sé rekið á öðru landi eða færi eftir reglum erlendra ríkja.
Niðurstaðan var sérkennileg en héraðsdómur kvað á um að M ætti 59% hluta.
M mistókst að reyna á það hvort eignin væri séreign hans eða ekki þar sem hann hafði ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti.
Dómstólar tóku ekki afstöðu til þeirra 41% sem eftir voru þar sem þeim hluta var vísað frá.
K reyndi hvorki að útskýra hjúskaparsaminginn né þýskar réttarreglur.

Hrd. 565/2007 dags. 15. nóvember 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 641/2007 dags. 18. desember 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 668/2007 dags. 14. janúar 2008 (Undirritun/vottun á niðurfellingu kaupmála)[HTML] [PDF]
Vottarnir voru ekki tilkvaddir né báðir viðstaddir samtímis.

Hrd. 650/2007 dags. 18. janúar 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 301/2008 dags. 16. júní 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 5/2009 dags. 20. janúar 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 704/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 757/2009 dags. 20. janúar 2010[HTML] [PDF]


Hrd. 16/2010 dags. 17. febrúar 2010 (Fjárvörslureikningur)[HTML] [PDF]
Mál erfingja annars hjónanna gagnvart hinu.

Kaupmáli lá fyrir um að hlutabréfaeign M yrði séreign.
Passað hafði verið vel upp á andvirðið og lá það nokkuð óhreyft. Hægt var því að rekja það.

Hrd. 252/2010 dags. 1. júní 2010[HTML] [PDF]


Hrd. 468/2010 dags. 31. ágúst 2010 (Barnaspítali Hringsins)[HTML] [PDF]
Í erfðaskrá var Barnaspítali Hringsins arfleiddur að eignum en enginn slíkur aðili var lögformlega til. Hins vegar var til kvenfélag sem hét Hringurinn og það rak barnaspítalasjóð. Kvenfélagið Hringurinn og Landspítalinn gerðu bæði tilkall til arfisins. Reynt var að finna út hver vilji arfleifanda var. Landspítalinn fékk arfinn.

Kvenfélagið sýndi m.a. bréfsefnið frá þeim til að reyna að sýna fram á að sjóðurinn þeirra væri þekktur sem slíkur, en án árangurs. Barn arfleifanda hafði verið lagt inn á deild Landspítalans en ekki hafði verið sýnt fram á nein tengsl við kvenfélagið.

Hrd. 53/2011 dags. 18. febrúar 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 14/2011 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 176/2011 dags. 8. apríl 2011 (Bobby Fischer - Hjúskapur í Japan)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á innlenda viðurkenningu á hjónaböndum sem stofnuð eru erlendis með öðrum hætti en hér á landi. Það snerist um erfðarétt maka Bobbie Fischers en hún taldi að til hjúskaparins hefði stofnast í Japan.
Í Japan nægir að senda ákveðið eyðublað til yfirvalda til að stofna til hjónabands en ekki framkvæmd sérstök athöfn.

Í fyrra máli fyrir Hæstarétti taldi Hæstiréttur að ekki hefðu verið lögð fram næg gögn til að sýna fram á það. Það var hins vegar ekki vandamál í þetta skiptið.

Hrd. 251/2011 dags. 27. maí 2011 (Undirritun/vottun ófullnægjandi)[HTML] [PDF]
Hrl. vottaði kaupmála en var ekki viðstaddur undirritun eða staðfestingu hans.

Hrd. 254/2011 dags. 1. júní 2011 (Almenn hlutdeild í öllum eignum)[HTML] [PDF]
M og K slitu langri sambúð.
Tekin var fyrir hver eign fyrir sig og metin samstaða. Hver séu framlögin til hverrar eignar fyrir sig. Rökstyðja þyrfti tilkall til hverrar eignar fyrir sig en dómkröfurnar endurspegluðu það ekki.
Aðaldeilan var um fyrirtækið, þ.e. virði þess.
M vildi halda fyrirtækinu en í staðinn mætti K halda tilteknum eignum.
M var talinn hafa átt fyrirtækið þrátt fyrir að K hefði unnið þar áður. K tókst ekki að sanna neinn eignarhlut í því.

Hrd. 402/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 475/2011 dags. 2. september 2011 (Loforð um íbúðakaup)[HTML] [PDF]
K taldi öll skiptin ósanngjörn en krafðist hins vegar ógildingar samningsins á grundvelli vanefnda um íbúðarkaupin í stað þess að beita ósanngirni.
M hafði lofað K í fjárskiptasamningi að hann myndi kaupa handa henni íbúð innan ákveðins tíma. Hins vegar varð ekkert af kaupunum. Samningurinn var því talinn hafa fallið úr gildi. Fallist var á kröfu K um opinber skipti.

Hrd. 476/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 490/2011 dags. 29. september 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 64/2012 dags. 3. febrúar 2012 (Skipti/erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Kaupmáli og erfðaskrár lágu fyrir, ásamt breytingum. Allt þetta var ógilt nema ein erfðaskráin.

Hrd. 56/2012 dags. 24. febrúar 2012 (Hlutabréf/peningar)[HTML] [PDF]
Kaupmáli lá fyrir um að hlutabréfaeign M yrði séreign.
Andvirðið hafði verið lagt inn á reikning en hann notaður afar frjálslega. Tekið var út af honum í ýmsum tilgangi.
Talið var að orðið hafi verið slík samblöndun að séreignin hafi horfið.

Hrd. 70/2012 dags. 5. mars 2012 (Arfur til kirkjunnar)[HTML] [PDF]
M gerði erfðaskrá K til hagsbóta. Hún hafði hjálpað honum lengi gegnum árin.

Þegar hann var kominn á elliheimili missti hann systur sína og vildi svo gera nýja erfðaskrá. Samband M við K hafði dofnað. Talið var að M hefði átt frumkvæði að framkvæmd breytinga á fyrri erfðaskránni, sem varð svo hin seinni.

Lögmaður gerir erfðaskrána og vottorðið. Auk þess vottar fulltrúi sýslumanns. Hann deyr svo stuttu síðar. Gallar voru á vottorði seinni erfðaskrárinnar að því leyti að orðalagið um vottun um andlegt hæfi var klúðurslegt.

Í seinni erfðaskránni var kirkja arfleidd að eignum og hún auðkennd með kennitölu. Engar kirkjur hafa kennitölur, heldur kirkjusóknir. Kirkjusóknin fór í málið við eldri bréferfingja. Í erfðaskránni stóð kirkja en ekki kirkjusókn.

Hæstiréttur taldi að M hefði verið hæfur til að gera hina nýju erfðaskrá, þrátt fyrir kröfu K um að hann hefði ekki verið það. Í niðurstöðunni var það rökstutt að kirkjan væri eign kirkjusóknarinnar og hún bæri ábyrgð á kirkjunni, og fékk því arfinn.

Hrd. 133/2012 dags. 20. apríl 2012 (Ofgreitt/endurgreiðsla)[HTML] [PDF]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.
Erfingjarnir fengu meira en sinn hlut.
Erfingjarnir áttu að endurgreiða það sem var umfram þeirra hlut.
Orðalag um að ákvæði erfðalaga stæðu því ekki fyrir vegi.

Hrd. 219/2012 dags. 27. apríl 2012 (Sameiginleg erfðaskrá, erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Skuldbinding um að afturkalla ekki erfðaskrá.

Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.

Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.

Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.

Á gildi nýju erfðaskrárinnar reyndi svo löngu síðar.

Hrd. 337/2012 dags. 5. júní 2012 (Ófjárráða)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með stjúpbörnum sínum. Hún átti síðan einnig son sem hún var náin.

K hafði veitt syni sínum allsherjarumboð til að sjá um sín mál. Einhverjar áhyggjur voru með þær ráðstafanir og kröfðust stjúpdætur hennar þess að hún yrði svipt fjárræði sökum elliglapa. Fallist var á þá beiðni þrátt fyrir að hún hafi ekki verið spurð.

K var ósátt við þessi málalok og gerði hún, með hjálp sonar síns, erfðaskrá til að minnka hlut dætra henna í arfinum og til hagsbóta fyrir son sinn. Hún biður hann um að hjálpa sér og lætur undirbúa drög. Hann biður sýslumann um að koma til að votta. Sýslumaður synjaði um vottun erfðaskrár þar sem hann taldi hana ekki hæfa sökum skorts á lögræði, án leyfis lögráðamanns hennar. Lögráðamaðurinn synjaði um þá beiðni án þess að hitta K.

Niðurstaða dómstóla var að erfðaskráin væri ógild. Hæstiréttur minntist sérstaklega á að lögræði væri ekki skilyrði til að gera erfðaskrá.

Hrd. 704/2012 dags. 14. desember 2012 (Sjónarmið / Bein og óbein framlög)[HTML] [PDF]
Sönnunarbyrðin fyrir því að annar en þinglýstur eigandi geti krafist eignarhluta liggur hjá þeim aðila er ber uppi þá kröfu. K var talin bera sönnunarbyrði um að hún hefði veitt framlög, bein eða óbein, til eignarinnar.

K og M hófu sambúð apríl-maí 2002 og slitu henni mánaðarmótin janúar-febrúar 2010. Viðmiðunardagur skipta er 1. febrúar 2010, og var ekki gerður ágreiningur um það. Við upphaf sambúðarinnar kveðst M hafa átt verulegar eignir, þar á meðal fengið um 9 milljónir í slysabætur 27. maí 2001. Fyrir sambúðartímann hafi hann fest kaup á íbúð sem síðar seldist fyrir 18,6 milljónir, og hafi fengið 10 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin hafi runnið í raðhús sem keypt var á 20,5 milljónir, og höfðu 11,5 milljónir verið teknar að láni að auki til að fjármagna kaupin. Þá hafi M lagt fram fé til að fullgera húsið og unnið að standsetningu þess ásamt iðnarmönnum. M hafi því átt húsið að öllu leyti áður en sambúð hófst. M er eini þinglýsti eigandi hússins.

Á meðan sambúðartímanum stóð stóð K í umfangsmiklum bifreiðaviðskiptum að frumkvæði M en K hafi verið skráður eigandi þeirra, tryggingataki og annað sem til hafi þurft vegna þeirra viðskipta. M, sem var bifreiðasmiður, gerði þær upp og seldi aftur. Tekjur þeirra af þessu voru töluverðar og hafi K litið svo á að þær hafi verið sameiginlegar. Tekjurnar voru hins vegar ekki taldar fram til skatts. M andmælti staðhæfingu K um að hún hafi átt mikinn þátt í bifreiðaviðskiptum sínum og því að hún hafi í einhverjum tilvikum lagt fram fé til kaupa á bifreiðum í einhverjum tilvikum. M kveðst hafa stundað viðskiptin á eigin kennitölu og hafi í öllum tilvikum séð um að greiða seljendum bifreiða og taka við fé frá kaupendum þegar þær voru svo aftur seldar. Engin gögn lágu fyrir um framlög K til bifreiðakaupa, en á skattframtölum þeirra mátti sjá að K hafi alls keypt og selt 21 bifreið á árunum 2002 til 2009.

Þau eignuðust tvö börn á sambúðartímanum, árin 2003 og 2005, og kveðst K þá hafa verið meira heimavinnandi en M við umönnun þeirra, auk þess að hún hafi stundað nám hluta af tímanum. Þetta hafi valdið því að launatekjur K hafi verið lægri en hjá M og hún hafi þar að auki tekið námslán sem hafi að óskiptu runnið til framfærslu heimilis þeirra. M mótmælti því að námslánið hafi runnið til sameiginlegs heimilishalds. Bæði lögðu þau fram greiðslur vegna kostnaðar vegna heimilisreksturs, en M hafi þó greitt mun meira en K þar sem hann var tekjuhærri.

Fyrir héraði krafðist K þess:
1. Að tiltekin fasteign kæmi við opinber skipti á búi aðila þannig að 30% eignarhlutur kæmi í hlut K en 70% í hlut M.
2. Að aðrar eignir aðila sem til staðar voru við slit óvígðrar sambúðar, þ.e. sumarhús, ökutækjaeign og bankainnistæður á beggja nafni komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
3. Að skuld á nafni K við LÍN, eins og hún var við sambúðarslit, komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
4. Að skuld á nafni K við skattstjóra miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
5. Að M beri að greiða K helming húsaleigukostnaðar hennar tímabilið mars 2010 til mars 2012, alls 2 milljónir króna.
6. Að hafnað verði að aðrar eignir eða skuldir verði teknar með í skiptin á búi þeirra en fram koma í dómkröfum K.
7. Að M greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraði krafðist M þess:
1. Að hafnað verði dómkröfum K nr. 1-6 að undanskilinni dómkröfu 4.
2. Að K greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraðsdómi var dómkröfum K ýmist hafnað eða vísað frá dómi nema kröfu um að skattaskuld á nafni K miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta milli aðila að jöfnu, en M hafði samþykkt þá kröfu. Kröfum beggja varðandi skiptakostnað var sömuleiðis vísað frá dómi. Forsendur frávísana dómkrafna voru þær að skiptastjóri hafði ekki vísað þeim til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 122. gr. l. nr. 20/1991. Málskostnaður var felldur niður.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms nema að því leyti að K hafi átt 20% eignarhlutdeild í fasteigninni og 15% eignarhlutdeild í sumarhúsinu við fjárslitin. Leit Hæstiréttur svo á málavexti að meðal þeirra hafi verið rík fjármálaleg samstaða milli þeirra, meðal annars í sameiginlegum bifreiðaviðskiptum, hafi K öðlast hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum. Kaupin á sumarhúsinu voru fjármögnuð með sölu á þremur skuldlausum bifreiðum, ein þeirra var þá í eigu K. Þá breytti Hæstiréttur ákvæðum úrskurðarins um niðurfellingu málskostnaðar, en M var dæmdur til að greiða 600 þúsund í málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði fyrir Hæstarétti.

Hrd. 718/2012 dags. 18. desember 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 762/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 727/2012 dags. 14. janúar 2013 (Ekkja og sonur)[HTML] [PDF]
Dæmi um það sem má óttast þegar til staðar er sameiginlegt barn og stjúpbarn.

K sat í óskiptu búi í skjóli erfðaskrár með sameiginlegu barni. Stjúpbarnið fer að spyrja K um ráðstafanir hennar en hún svarar engu. Það fer til sýslumanns og biður um lista yfir skulda og eignir, og lærir að eignirnar hafa rýrnað eitthvað.

K hafði selt ýmsar fasteignir og tekið ýmis lán. Síðan tók hún um 20 milljónir út úr bankabók og lánaði sameiginlega barninu. Óljóst var á skuldaviðurkenningu um hvenær ætti að greiða af láninu og hvernig, og það þótti ekki vera í lagi.

Hrd. 701/2012 dags. 3. maí 2013 (Vatnsendi 6)[HTML] [PDF]
Greint var á um staðsetningu beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda, þ.e. hvort hann hefði í raun færst frá dánarbúi SKLH til MSH eða hvort hann væri enn í dánarbúinu. Hæstiréttur taldi að um hið síðarnefnda væri að ræða.

Hrd. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML] [PDF]
Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.

Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.

Skiptum var ekki lokið þegar krafan var sett fram en voru vel á veg komin.

Hrd. 380/2013 dags. 18. júní 2013 (Vottun fullnægjandi)[HTML] [PDF]


Hrd. 571/2013 dags. 19. september 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 550/2013 dags. 20. september 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát)[HTML] [PDF]
M hafði óskað skilnaðar að borði og sæng og óskaði opinberra skipta. M lést hins vegar rétt fyrir fyrsta skiptafundinn er varð til þess að skiptaferlinu var lokað. Börn M andmæltu og kröfðust þess að sýslumaður myndi gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng miðað við daginn sem lögmaður K afhenti sýslumanni með úrskurð héraðsdóms um opinber skipti. Sýslumaður synjaði beiðninni.

Niðurstaða málsins var sú að fallist var á kröfu K um opinber skipti þar sem hún gæti lagt fram slíka kröfu sem maki M, þar sem skilnaðarleyfið hafði ekki verið gefið út fyrir andlátið.

Hrd. 702/2013 dags. 15. nóvember 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 720/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 6/2014 dags. 28. janúar 2014 (M flutti eignir í búið - Málverk)[HTML] [PDF]
M og K hófu sambúð áramótin 2004 og 2005 og gengu í hjónaband árið 2005. Þau slitu samvistum 2012 þar sem K vildi meina að M hefði beitt henni ofbeldi á síðari árum samvista þeirra og því hafi K flúið af sameiginlegu heimili þeirra.

M krafðist skáskipta en K krafðist helmingaskipta auk þess að K krafðist þess að tilteknum myndverkum yrði haldið utan skipta. K hélt því fram að málverkin væru eign foreldra hennar sem hefðu lánað henni þau, en dómstólar töldu þá yfirlýsingu ótrúverðuga. M gerði ekki kröfu um málverkin.

Í úrskurði héraðsdóms er vísað til þess að krafa K um að öll lífeyrisréttindi M komi til skipta sé ekki í formi fjárkröfu og engin tilraun gerð til þess að afmarka þau, og var henni því vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega vísað til sambærilegra sjónarmiða og í úrskurði héraðsdóms og bætt um betur að því leyti að nefna sérstaklega að ekki væri byggt á því að í þessu tilliti gætu séreignarlífeyrissparnaður M lotið sérstökum reglum og ekki afmarkaður sérstaklega í málatilbúnaði K. Var hún því látin bera hallan af því.

Hrd. 27/2014 dags. 6. febrúar 2014 (Tvær erfðaskrár, vottar)[HTML] [PDF]
M var giftur konu sem lést, og erfði eftir hana.

M eldist og eldist. Hann er á dvalarheimili og mætir síðan allt í einu með fullbúna erfðaskrá til sýslumanns um að hann myndi arfleiða bróðurdóttur hans, sem hafði hjálpað honum. Hann virtist ekki hafa rætt um slíkan vilja við aðra.

Hann hafði fengið mat um elliglöp en virtist vera tiltölulega stöðugur og sjálfstæður. Grunur var um að hann væri ekki hæfur. Læknisgögnin voru ekki talin geta skorið úr um það. Þá voru dregin til mörg vitni.

Í málinu kom fram að engar upplýsingar höfðu legið fyrir um hver hafi samið hana né hver hafi átt frumkvæði að gerð hennar. Grunsemdir voru um að bróðurdóttir hans hefði prentað út erfðaskrána sem hann fór með til sýslumanns. Ekki var minnst á fyrri erfðaskrána í þeirri seinni.

M var ekki talinn hafa verið hæfur til að gera seinni erfðaskrána.

Hrd. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)[HTML] [PDF]
Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.

Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.

Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.

Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.

Haldið uppi sökum um misneytingu.

Hrd. 132/2014 dags. 5. mars 2014 (Einn vottur)[HTML] [PDF]
Farið til lögmanns og lögmaðurinn sjálfur skrifar einn undir og bað skjólstæðing sinn um að fara með hana til sýslumanns til skráningar.

Framhald málsins: Hrd. 47/2016 dags. 13. október 2016 (Afleiðingar ógildis erfðaskrár)

Hrd. 32/2014 dags. 12. mars 2014 (Maki sviptur fjárræði - Sameiginleg erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá árið 1986 sem hvorugt mátti breyta án samþykkis hins. Gríðarlegir fjármunir voru undir og þau áttu þrjú börn.

Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.

Konan krafðist ógildingar sökum brostinna forsendna. Ekki var fallist á það.

Hrd. 163/2014 dags. 17. mars 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 139/2014 dags. 24. mars 2014 (Fjárúttektir - Umboðsmannamál)[HTML] [PDF]


Hrd. 234/2014 dags. 30. apríl 2014 (Þrjú laus blöð o.fl.)[HTML] [PDF]
Erfðaskráin var gerð á þremur lausum blöðum. Meginefnið var á tveimur þeirra en undirritunin var á því þriðja. Blaðsíðurnar með meginefninu voru ekki undirritaðar né vottfestar.

Hrd. 304/2014 dags. 14. maí 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 348/2014 dags. 28. maí 2014 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
Fyrsti dómur Hæstaréttar um að séreignarlífeyrissparnaður væri innan skipta. Hins vegar þarf að athuga að á þeim tíma var í gildi lagaheimild til bráðabirgða til þess að taka út séreignarlífeyrissparnað fyrr en venjulega.

K og M gengu í hjúskap í júlí 2003 og slitu samvistum í júní 2012. Þau eiga jafnframt þrjú börn sem þau eignuðust á því tímabili. K sótti um skilnað að borði og sæng þann 11. febrúar 2013 og var hann veittur þann 3. október 2013.

Búið var tekið til opinberra skipta 24. júní 2013 og var viðmiðunardagur skipta 11. febrúar 2013. Samkomulag ríkti um að fasteignirnar og ein bifreið kæmi í hlut M með útlagningu. M tók yfir skuldir búsins. Í lok ársins 2012 nam séreignarlífeyrissparnaður M um 7,4 milljónum króna og réttindi hans í Lífeyrissjóði A nær tveimur milljónum króna. K hélt því fram að M ætti ennfremur lífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóði en ekki lá fyrir upplýst virði þeirra réttinda, en þó lá fyrir að M hafði einungis greitt í hann lögbundið iðgjald í tæp tvö ár.

K krafðist þess að öll lífeyrisréttindi aðila verði talin hjúskapareign við fjárslit milli aðila.

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu K.
Hæstiréttur sneri dómnum við að því leyti er varðaði séreignarlífeyrissparnað í Lífeyrissjóði A.

Hrd. 467/2014 dags. 25. ágúst 2014 (Helmingur jarðar)[HTML] [PDF]
K afsalaði sér helmingi jarðar sinnar til sambúðarmaka síns, M. 10 árum síðar lýkur sambúðinni og telur K að óheiðarlegt væri fyrir M að beita fyrir sér samningnum.

Hrd. 520/2014 dags. 4. september 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 472/2014 dags. 10. september 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 503/2014 dags. 11. september 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 657/2014 dags. 20. október 2014 (Sam. erfðaskrá, ekki erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega erfðaskrá.

Langlífari maki í óskiptu búi gerir nýja erfðaskrá á meðan setu stendur í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var gild. Ekkert loforð var í sameiginlegu erfðaskránni um að ekki mætti fella hana úr gildi einhliða eða breyta henni.

Hrd. 790/2014 dags. 12. desember 2014 (Sameign)[HTML] [PDF]
K og M voru í sambúð við andlát M.
K er í máli við erfingja hans og var M skráður fyrir eignunum.
Erfingjarnir vildu ekki að hún fengi hlut í eignunum.

Hrd. 24/2015 dags. 30. janúar 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 36/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML] [PDF]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.

Hrd. 89/2015 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 237/2015 dags. 16. apríl 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 327/2015 dags. 4. júní 2015 (Afturköllun kaupmála ógild - Staðfestingarhæfi)[HTML] [PDF]
Reyndi á þýðingu orðsins „staðfestingarhæfi“.
Vottarnir voru börn hjónanna en það mátti ekki. Þau voru talin of nátengd til að geta komið með trúverðugan vitnisburð.

Hrd. 409/2015 dags. 17. ágúst 2015 (Margar fasteignir)[HTML] [PDF]
K sagðist hafa fengið föðurarf og hafði hún fjárfest honum í fasteign(um).
Kaupmáli hafði verið gerður um að sá arfur væri séreign.
K gat ekki rakið sögu séreignarinnar, heldur reiknaði út verðmæti hennar en Hæstiréttur taldi það ekki vera nóg.
Kröfugerð K var einnig ófullnægjandi.

Hrd. 491/2015 dags. 17. ágúst 2015 (LÍN og Lýsing)[HTML] [PDF]
Reynt á tvö atriði: Hjón reyndu bæði að berjast fyrir um hvaða skuldir færu til hvors.

M vildi meina að LÍN-skuld yrði utan skipta en í mesta lagi helmingur hennar. M hélt því fram að upphæðin hefði verið órökrétt þar sem K myndi greiða af því í samræmi við tekjur. M hélt að hún gæti ekki greitt nema um fjórar milljónir á grundvelli tekna og lífslíkna og því væri eingöngu hægt að draga þá upphæð frá.

M hafði tekið bílalán sem fór í vanskil eftir afborganir í nokkur ár og einhver vafi var um hvort honum hafi verið skylt að greiða það. M greiddi tiltekna upphæð í kjölfar dómsáttar eftir tímamarkið og vildi K meina að við þá greiðslu hefði skuldin fyrst orðið til og ætti því að vera utan skipta. Þá taldi hún að M hefði getað varist kröfunni eða jafnvel samið um lækkun.

Dómstólar féllust ekki á neina af ofangreindum málsástæðum.

Hrd. 521/2015 dags. 20. ágúst 2015 (Meint gjöf og arður)[HTML] [PDF]
K fékk leyfi til setu í óskiptu búi og seldi einu þeirra fasteign undir markaðsverði. Tvö önnur börn hennar fóru í mál vegna þess. Ekki var kallaður til dómkvaddur matsmaður.

Ósannað var talið að um væri að ræða gjöf. Minnst var á í dómnum að hún hefði fengið greiddar 9,3 milljónir í arð sem rök fyrir því að ekki væri að óttast rýrnun, en ekki höfðu verið gerðar athugasemdir um það í rekstri málsins.

Hrd. 811/2015 dags. 25. janúar 2016 (24 ára sambúð - Helmingaskipti)[HTML] [PDF]


Hrd. 195/2016 dags. 3. maí 2016 (Fasteign skv. skiptalögum / séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
Deilt um verðmat á fasteign sem verður til í hjúskapnum fyrir samvistarslit.

K var að reka fyrirtæki þar sem hún var búin að ganga í ábyrgðir. Sá rekstur gekk illa og borgaði M skuldir þessa fyrirtækis.
M þurfti að verjast mörgum einkamálum ásamt sakamálum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og var að bíða eftir afplánun. Óvíst var um hverjir tekjumöguleikar hans yrðu í framtíðinni.

Hjónin voru sammála um að fá verðmat frá fasteignasala. K var ósátt við það verðmat og vildi fá annan fasteignasala og þau sammæltust um það. K var heldur ekki sátt við það og fá þau þá þriðja matið. K var einnig ósátt við þriðja matið og krafðist þess að fá dómkvadda matsmenn til að verðmeta fasteignina. Það mat var lægra en möt fasteignasalanna og miðaði K þá kröfu sína um annað mat fasteignasalanna.
Ekki var krafist yfirmats né krafist vaxta af verðmati til skipta.
M hafði safnað um 185 milljónum í séreignarlífeyrissparnað á um tveimur árum.

Hæstiréttur nefndi að í málinu reyndi ekki á 102. gr. hjskl. hvað séreignarlífeyrissparnað hans varðaði þar sem M gerði enga tilraun til þess að krefjast beitingar þess lagaákvæðis. Engin tilraun var gerð til þess að halda honum utan skipta. M reyndi í staðinn að krefjast skáskipta og var fallist á það.

Hæstiréttur taldi enn fremur að ef ósættir séu um verðmat eigi skiptastjórinn að kveða matsmenn, og síðan fengið yfirmat séu ósættir við það. Aðilar geti því ekki látið framkvæma nokkur verðmöt og velja úr þeim. Því var ekki hægt að miða við mat fasteignasalanna.

Hrd. 237/2016 dags. 10. maí 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 320/2016 dags. 10. maí 2016 (Undirritun/vottun)[HTML] [PDF]


Hrd. 408/2016 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 456/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Seta í óskiptu búi fallin niður)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með barninu sínu. Barnið deyr svo.

K gerði svo erfðaskrá og arfleiddi tiltekið fólk að öllum eignum sínum. Hún deyr svo.

Spurning var hvort K hafi setið í óskiptu búi til æviloka að erfingjar M hefðu átt að fá arf eða ekki. Hæstiréttur taldi það hafa fallið sjálfkrafa niður við andlát barnsins þar sem hún var einkaerfingi þess.

Hrd. 472/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Viðurkenndur réttur til helmings - Sambúðarmaki)[HTML] [PDF]
Mál milli K og barna M.

Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.

M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.

K gat sýnt fram á einhverja eignamyndun, og fékk hún helminginn.

Hrd. 511/2016 dags. 15. september 2016 (Skipta jafnt eignum þeirra - Sameign eftir 16 ár)[HTML] [PDF]
M hafði staðið í miklum verðbréfaviðskiptum og hafði miklar tekjur.
K hafði sáralitlar tekjur en sá um börn.
K fékk fyrirfram greiddan arf og arð, alls um 30 milljónir. Hann rann inn í bú þeirra.
M hafði unnið í fyrirtæki í eigu fjölskyldu K og fékk góð laun þar.
Þau voru talin vera sameigendur alls þess sem M hafði eignast.

Hrd. 471/2016 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 694/2016 dags. 3. nóvember 2016 (Matsgerðir)[HTML] [PDF]


Hrd. 729/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 852/2016 dags. 12. janúar 2017 (Ekki hlutdeild eftir 15 ár)[HTML] [PDF]
Ekki dæmd hlutdeild eftir tiltölulegan tíma.
Líta þarf til þess hversu lengi eignin var til staðar.
Ekki litið svo á að það hefðu verið næg framlög frá M í eigninni.

Hrd. 46/2017 dags. 8. mars 2017 (Ofgreitt/hafnað endurgreiðslu)[HTML] [PDF]


Hrd. 121/2017 dags. 15. mars 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 133/2017 dags. 15. mars 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 152/2017 dags. 5. apríl 2017 (Skipt að jöfnu verðmæti hlutafjár)[HTML] [PDF]
Dómkröfu K var hafnað í héraðsdómi en fallist á hana fyrir Hæstarétti þar sem litið var sérstaklega til þess að sambúðin hafði varið í 15 ár, aðilar voru eignalausir í upphafi hennar og ríkti fjárhagsleg samstaða í öllum atriðum. Einnig var reifað um að aðilar höfðu sætt sig að óbreyttu við helmingaskipti á öðrum eigum þeirra. Jafnframt var litið til framlaga þeirra til öflunar launatekna, eignamyndunar og uppeldis barna og heimilishalds, og að ekki hefði hallað á annað þeirra heildstætt séð.

Ekki var deilt um að félagið sem M stofnaði var hugarfóstur hans, hann hafi stýrt því og byggt upp án beinnar aðkomu K. Verðmætin sem M skapaði með rekstri félagsins hafi meðal annars orðið til vegna framlags K til annarra þátta er vörðuðu sambúð þeirra beggja og fjárhagslega afkomu. Ekki væru haldbær rök um að annað skiptafyrirkomulag ætti að gilda um félagið en aðrar eigur málsaðilanna.

Hæstiréttur taldi ekki þurfa að sanna framlög til hverrar og einnar eignar, ólíkt því sem hann gerði í dómi í Hrd. 254/2011 dags. 1. júní 2011 (Almenn hlutdeild í öllum eignum).

Hrd. 473/2017 dags. 25. ágúst 2017 (Hestaræktun)[HTML] [PDF]
Ágreiningur í tengslum við opinber skipti til fjárslita milli K og M vegna hjónaskilnaðar.
Nánar tilgreind hross og stóðhestur eiga að koma til skipta skv. 104. gr. l. 20/1991. Folatollar vegna stóðhestsins komi til skipta að hálfu.

M hafði selt hrossin úr búinu án samþykkis K í andstöðu við ákvæði 61. gr. hjúskaparlaga og því talið að hrossin tilheyrðu því sameiginlega búi aðila.

Aðilar voru sammála um að stóðhesturinn A væri hálfur í eigu tveggja dætra þeirra og því kæmi ekki til álita að allar tekjur af hestinum skyldu renna til búsins. Ekki var talið skipta máli þó dæturnar hafi ekki staðið undir helmingi rekstrarkostnaðar hestsins.

Vísað var í 1. mgr. 104 gr. skiptalaga um skiptingu af arði af eignum og réttindum og féllst dómurinn á niðurstöðu skiptastjóra um að tekjur af stóðhestinum tilheyrðu búinu.

Hrd. 379/2017 dags. 7. september 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 754/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML] [PDF]


Hrd. 750/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML] [PDF]


Hrd. 791/2017 dags. 16. janúar 2018 (Ekki jöfn skipti á öðrum eignum)[HTML] [PDF]


Hrd. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML] [PDF]


Hrd. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Lrú. 318/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]


Lrú. 556/2018 dags. 27. ágúst 2018[HTML]


Lrú. 470/2018 dags. 28. ágúst 2018 (Nýr „kaupmáli“ ógildur)[HTML]
Málskotsbeiðni til að kæra úrskurð Landsréttar var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2018-182 þann 4. október 2018.

Kaupmálinn var á viðunandi formi en hafði þó ekki verið skráður hjá sýslumanni.

Lrú. 514/2018 dags. 21. september 2018[HTML]


Lrú. 604/2018 dags. 11. október 2018 (Hvert rann lánsféð?)[HTML]
Málskotsbeiðni til Hæstaréttar var hafnað sbr. ákvörðun Hæstaréttar nr. 2018-218 þann 22. nóvember 2018.

Par var að deila um hvort þeirra skuldaði hvað. Þau voru ekki hjón, heldur í óvígðri sambúð. Krafist hafði verið opinberra skipta.
Landsréttur taldi að við skiptin ætti að taka tillit til þess á hvern skuld er skráð.
M hafði einsamall gefið út almennt tryggingabréf fyrir skuldum sínum. Landsréttur taldi að M hefði ekki sýnt fram á hver skuldin var á viðmiðunardegi skipta né heldur að fjármunirnir sem teknir höfðu verið að láni hefðu farið í sameiginlegar þarfir aðilanna. Kröfunni var því hafnað.

Lrú. 916/2018 dags. 17. janúar 2019[HTML]


Lrú. 16/2019 dags. 30. janúar 2019[HTML]


Lrú. 123/2019 dags. 20. mars 2019[HTML]


Lrú. 178/2019 dags. 10. apríl 2019[HTML]


Lrú. 240/2019 dags. 15. maí 2019[HTML]


Lrú. 316/2019 dags. 12. júní 2019[HTML]


Lrú. 498/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]


Lrú. 500/2019 dags. 12. september 2019[HTML]


Lrú. 522/2019 dags. 2. október 2019[HTML]


Lrú. 512/2019 dags. 11. október 2019[HTML]


Lrú. 702/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]


Lrú. 750/2019 dags. 3. desember 2019[HTML]


Lrú. 783/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]


Lrú. 784/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]


Lrú. 845/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]


Lrú. 822/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 91/2020 dags. 20. mars 2020[HTML]


Lrú. 230/2020 dags. 3. júní 2020[HTML]


Lrú. 299/2020 dags. 24. júní 2020[HTML]


Lrú. 285/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]


Lrú. 368/2020 dags. 15. september 2020[HTML]


Lrú. 505/2020 dags. 30. september 2020[HTML]


Lrú. 421/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]


Lrú. 432/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML]


Lrú. 600/2020 dags. 1. desember 2020[HTML]


Lrú. 727/2020 dags. 2. mars 2021[HTML]


Lrú. 85/2021 dags. 19. mars 2021[HTML]


Lrú. 137/2021 dags. 28. apríl 2021[HTML]


Lrú. 146/2021 dags. 6. maí 2021[HTML]


Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]


Lrú. 294/2021 dags. 9. júní 2021[HTML]


Lrú. 489/2021 dags. 6. september 2021[HTML]


Lrú. 507/2021 dags. 29. september 2021[HTML]


Lrú. 618/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]


Lrú. 623/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]


Lrú. 598/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]


Lrú. 729/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]


Lrú. 803/2021 dags. 20. janúar 2022[HTML]


Lrú. 787/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML]


Lrú. 733/2021 dags. 31. janúar 2022[HTML]


Lrú. 86/2022 dags. 18. mars 2022[HTML]


Lrú. 218/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]


Lrú. 357/2022 dags. 30. júní 2022[HTML]


Lrú. 475/2022 dags. 5. september 2022[HTML]


Lrú. 387/2022 dags. 9. september 2022[HTML]


Lrú. 465/2022 dags. 13. október 2022[HTML]


Lrú. 479/2022 dags. 17. október 2022[HTML]


Lrú. 369/2022 dags. 4. nóvember 2022[HTML]


Lrú. 375/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]


Lrú. 627/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]


Lrú. 617/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]


Lrú. 589/2022 dags. 15. desember 2022[HTML]


Lrú. 98/2023 dags. 23. mars 2023[HTML]


Lrú. 21/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]


Lrú. 374/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]


Lrú. 312/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]


Lrú. 450/2023 dags. 12. september 2023[HTML]


Lrú. 711/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]


Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]


Lrú. 784/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]


Lrú. 809/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]


Lrú. 822/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]


Lrú. 806/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML]


Lrú. 864/2023 dags. 9. febrúar 2024[HTML]


Lrú. 885/2023 dags. 27. febrúar 2024[HTML]