Úrlausnir.is


Merkimiði - Arfleiðsluheimild

Síað eftir merkimiðanum „Arfleiðsluheimild“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1964:462 nr. 105/1963 (Erfðaskrá hjóna þrátt fyrir niðja) [PDF]
Hjónin gerðu sameiginlega erfðaskrá um að arfleifa hvort annað að öllum sínum eignum. Þau áttu engin sameiginleg börn.

Þau deyja svo með tiltölulega stuttu millibili.

Svo kom í ljós að M mátti ekki ráðstafa 1/3 hluta en K mátti það.

Erfingjarnir sóttust eftir því að ógilda erfðaskrána á grundvelli brostinna forsenda. Erfingjarnir þurftu að bera hallan af því.

Hrd. 1979:531 nr. 79/1977 [PDF]


Hrd. 1996:358 nr. 110/1994 [PDF]


Hrd. 1996:365 nr. 111/1994 [PDF]


Hrd. 1999:30 nr. 1/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:2582 nr. 263/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:2447 nr. 213/2001[HTML] [PDF]


Hrd. 2003:2815 nr. 242/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:1453 nr. 25/2004 (Fyrirframgreiddur arfur)[HTML] [PDF]
Arfurinn hafði svo sannarlega verið greiddur áður, en snerist hann eingöngu tilteknum eignum. Voru arfleifendur að ákveða tiltekinn arf í samræmi við arfleiðsluheimild eða utan hennar?

Erfitt var að leysa úr öllum álitamálum um framreikning fyrirfram greidds arfs, sérstaklega vegna þess að túlka þurfti hvaða ákvæði erfðaskrárinnar trompuðu hin.

Erfingjarnir sem fengu meira en nam sínum hlut þurftu að standa skil á því sem var umfram.


Hrd. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML] [PDF]
Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.

Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.

Skiptum var ekki lokið þegar krafan var sett fram en voru vel á veg komin.

Hrd. 234/2014 dags. 30. apríl 2014 (Þrjú laus blöð o.fl.)[HTML] [PDF]
Erfðaskráin var gerð á þremur lausum blöðum. Meginefnið var á tveimur þeirra en undirritunin var á því þriðja. Blaðsíðurnar með meginefninu voru ekki undirritaðar né vottfestar.

Hrd. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML] [PDF]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.

Hrd. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML] [PDF]


Hrd. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.

Hrd. 40/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-8/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2016 dags. 27. apríl 2018[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-2/2017 dags. 10. júlí 2018[HTML]


Lrú. 620/2018 dags. 11. október 2018 (Faðernismál eftir andlát)[HTML]
Maður gerði erfðaskrá og tók fram að hann ætti engan skylduerfingja, og arfleiddi tiltekinn hóp að eignum.
Síðan kom barn mannsins og krafðist arfs.
Málið snerist aðallega að um það hvort þetta tvennt gæti samrýmst. Var erfðaskráin ógild í heild eða eingöngu að einum þriðja?
Héraðsdómur taldi hana ógilda en Hæstiréttur taldi hana víst gilda að 1/3 hluta.

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2018 dags. 27. júní 2019[HTML]


Lrú. 783/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]


Lrú. 784/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]


Lrú. 159/2023 dags. 31. mars 2023[HTML]


Lrú. 312/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]