Hæstaréttardómar Útgefandi: Hæstiréttur XVII. árgangur 1936 Föstudaginn 10. janúar 1936. Nr. 74/1935. Ólafur Ágústsson (Sveinbjörn Jónsson) gegn Jóhannesi Pálssyni og Helgu Jóhanns- dóttur (Einar B. Guðmundsson). Dánarbótakrafa. Dómur aukaréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaup- staðar 20. maí 1935: Stefndur, húsgagnameistari Ólafur Ágústsson, Akureyri, greiði stefnandanum, Birni Hall- dórssyni, lögfræðingi, Akureyri, f. h. Jóhannesar Páls- sonar og Helgu Jóhannsdóttur, Húsavík, kr. 9000.00, með 6% ársvöxtum frá 29. október 1934 til greiðsludags. Í málskostnað greiði stefndur stefnandanum kr. 481.50. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir hér fyrir dómi krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur verði úr gildi felldur og að hann verði sýknaður af kröfum hinna stefndu, svo og að þau verði dæmd til greiðslu málskostn- aðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Hin stefndu, sem hafa fengið gjafvörn fyrir hæstarétti og sér skipaðan málflutningsmann, hafa krafizt stað- festingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnað- 2 ar fyrir hæstarétti, eins og málið væri eigi gjaf- varnarmál. Af hálfu áfrýjanda er því haldið fram, að hann hafi alls ekki borið ábyrgð á bifreiðinni A. 17, er slysið bar að höndum. Kveðst hann hafa selt Sig- urði Þorsteinssyni bifreiðarstjóra bifreiðina með munnlegum kaupsamningi í ágúst 1931, og hafi ábyrgð hans á slysum eða tjóni af notkun bifreið- arinnar þá fallið niður. Um kaupsamning þenna má telja það upplýst, að Sigurður Þorsteinsson fékk bifreiðina þá þegar til frjálsra umráða gegn því að greiða nokkurn hluta af andvirði hennar, en að fullu skyldi andvirðið vera greitt í ágúst- mánuði 1932, og átti kaupandi þá að fá afsal fyrir bifreiðinni. Bifreiðin var áfram skrásett á nafn áfrýjanda og var það, þegar slysið átti sér stað. Með tilliti til þessa, og þá einkum skrásetningar- innar, verður að telja, að áfrýjandi hafi borið á- fram almenna ábyrgð á bifreiðinni samkvæmt 16. gr., sbr. 15. gr., bifreiðalaganna. Þá hefir áfrýjandi haldið því fram, að slysið hafi gerzt með þeim atvikum, að ekki geti verið um ábyrgð að ræða gagnvart eiganda bifreiðarinn- ar, eftir því, sem ábyrgð bifreiðaeigenda sé ákveð- in í bifreiðalögunum, sérstaklega eftir þvi, sem skilja beri ákvæði 15. gr., 3. mgr., þeirra. En sam- kvæmt því ákvæði ber bifreiðareigandi ekki á- byrgð á slysum eða tjóni, sem verður á fólki, er bifreið flytur, sem ekki er til afnota fyrir almenn- ing gegn borgun, enda eigi hann ekki sjálfur sök á slysinu. Um skaðabótaskyldu fyrir slík slys fer sem sé eftir almennum reglum, þ. e. bótaskyldan hvílir á þeim, sem sök á á slysinu. Í málinu má telja það upplýst, að Sigríður Jóhannesdóttir var 3 ekki í bifreiðinni sem farþegi gegn borgun, þegar slysið vildi til. Og þar sem skýra verður nefnt á- kvæði 3. mgr. 15. gr. á þann veg, að um ábyrgð eiganda bifreiðar á samskonar slysi og hér er um að ræða, fari eftir því, í hverskonar notkun bif- reiðin er, þegar slysið ber að höndum, þá þykir verða að fallast á þann skilning áfrýjanda, að slys- ið hafi gerst á þann hátt, að hann sé ekki ábyrgur fyrir því tjóni, sem af því kann að hafa leitt. Ber þvi þegar af þessari ástæðu að taka sýknukröfu hans til greina. Eftir þessum úrslitum ber að dæma hinum skipaða málflutningsmanni stefndu málflutnings- laun af almannafé, og þykja þau hæfilega ákveðin 120 krónur. Að öðru leyti þykir rétt að málskostn- aður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Ólafur Ágústsson, á að vera sýkn af kröfum stefndu, Jóhannesar Pálssonar og Helgu Jóhannsdóttur, í máli þessu. Málflutningslaun hins skipaða málflutn- ingsmanns stefndu, Einars B. Guðmundssonar hæstaréttarmálflutningsmanns, kr. 120, greið- ist úr ríkissjóði. Að öðru leyti falli málskostn- aður í héraði og fyrir hæstarétti niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir Björn Halldórsson lögfræðingur að und- angenginni árangurslausri sátt, höfðað fyrir aukarétti Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar með stefnu dags. 19. nóv. síðastl. fyrir hönd hjónanna Jóhannesar Pálsson- 4 ar og Helgu Jóhannsdóttur, Húsavík, gegn Ólafi Ágústs- syni húsgagnameistara á Akureyri til greiðslu 9000 kr. auk 6% ársvaxta frá sáttakærudegi til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. En atriði málsins eru þessi: 30. nóv. 1931 fórst dóttir nefndra hjóna, Sigríður Jó- hannesdóttir, í bifreiðinni A. 17, er hún fór í sjóinn út af Torfunesbryggjunni á Akureyri. Gera foreldrarnir, sem ómótmælt eru taldir einkaerfingj- ar hinnar látnu, kröfu á hendur þáverandi eiganda bifreið- arinnar, stefnda í þessu máli. Lögreglupróf fóru fram í málinu og hefir eftirrit af þeim verið lagt fram í réttinum, réttarskj. Í. Í bifreiðinni voru ekki aðrir en greind stúlka og bif- reiðarstjórinn Sigurður Þorsteinsson og létust þau bæði. Umboðsmaður stefnds heldur því fram, að stúlkan sem fyrir slysinu varð ásamt bilstjóranum, hafi verið við stýr- ið er slysið varð. Byggir hann það á því að stúlkan var fyrir aftan bifreiðarstjórasætið er hún fannst, og telur hann það með öllu óhugsandi að svo hefði verið, ef hún hefði ekki setið í sæti bílstjórans. Af þessari ástæðu mótmælir hann algerlega að stefnd- ur greiði dánarbætur þar sem hin látna stúlka hafi sjálf verið orsök í slysinu. Umboðsmaður stefnandans mótmælir því fastléga að stúlkan hafi setið í bifreiðarstjórasætinu, og vísar í því efni meðal annars til vitnisburðar bílstjóra, er yfirheyrð- ur var Í lögregluréttinum, og segir að sér vitanlega hafi stúlkan ekki verið að læra að aka bíl, enda telur ólíklegt að hún hafi setið í bílstjórasætinu. Þá heldur og umboðsm. stefnda því fram að jafnvel þó svo yrði litið á að stúlkan hafi setið í bifreiðarstjórasæt- inu og stýrt bílnum, þá hefði það hlotið að vera á ábyrgð bifreiðarstjórans. Til vara neitar umboðsmaður stefnda því að stúlkan hafi verið fyrirvinna hjá foreldrum sinum á þann hátt, að þau geti krafizt skaðabóta vegna slyssins. Til þrautavara krefst umboðsmaður stefnda að upphæð- in sé færð niður, og enn krefst hann málskostnaðar eftir mati réttarins. Umboðsmaður stefnandanna hefir aftur haldið því fram að stúlkan hafi verið foreldrum sinum til stuðnings, og hafi haft heimili hjá þeim. Leggur hann - 9 sérstaka áherzlu á, að stúlkunni hafi borið skylda til að framfæra foreldrana samkvæmt ákvæðum fátækralaganna. Enn hefir hann haldið því ómótmælt fram að stúlkan hafi verið fjölhæf og dugleg. Rétturinn lítur svo á, að engar sannanir séu fyrir því að stúlkan hafi stýrt bílnum er slysið varð. Virðist rétt- inum að ganga megi út frá því, að bílslysið hafi orðið vegna aksturs bifreiðarinnar, án þess að sannað sé að stúlkan eða aðrir en bilstjórinn hafi átt nokkra sök á þvi, og lítur rétturinn því svo á að ef um skaðabótaskyldu sé að ræða, þá hljóti hún samkvæmt 15. sbr. 16. gr. bifreiðar- laganna að hvíla á stefnda. Rétturinn lítur ennfremur svo á að þar sem stúlkan, sem fyrir slysinu varð, var að lögum skyld að framfæra foreldra sína, stefnendur í þessu máli, þá sé enginn vafi á því að þeir eigi kröfu til dánarbóta. Nú er það að vísu ekki upplýst hvað kaup stúlkunnar var mikið, en ganga verður út frá því með þeirri aðstöðu, sem hún hafði, að hún hafi ekki haft mikið aflögum til framfærslu foreldra sinna, sem eftir því sem upplýst er, virðast illa stæð, en þar sem stúlkan var efnileg, en fram- tíð hennar svo ungrar óráðin, verður að taka tillit til þess við ákvörðun dánarbótanna, að staða hennar mjög eðli- lega gat orðið önnur og betri, og þá einnig með tilliti til þessa lítur rétturinn svo á að krafa sú, sem stefnendur hafa gert í málinu, 9000 kr. sé eigi of há. Samkvæmt þessu ber að dæma stefnda, húsgagnameist- ara Ólaf Ágústsson til þess að greiða stefnandanum Birni Halldórssyni f. h. Jóhannesar Pálssonar og Helgu Jóhanns- dóttur kr. 9000.00 með 6% ársvöxtum frá 29. október 1934 til greiðsludags. Ennfremur greiði hann í málskostnað kr. 481,50. 6 Mánudaginn 13. janúar 1936. Nr. 184/1934. Árni Böðvarsson (Eggert Claessen) gegn Magnúsi Guðmundssyni f. h. Skipa- smíðastöðvar Reykjavíkur (Stefán Jóh. Stefánsson) og Guðmundi Jóhannssyni (Enginn). Viðurkenning haldsréttar fyrir viðgerðarkostnaði. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 21. júlí 1934: Aðalstefnd- ur, Árni Böðvarsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Magnúsar Guðmundssonar f. h. Skipasmíðastöðvar Reykja- víkur, í máli þessu og falli málskostnaður að því er hann snertir niður. Varastefndur, Guðmundur Jóhannsson, greiði stefnand- anum kr. 8906.45 með 6% ársvöxtum frá 1. ág. 1933 til greiðsludags og kr. 400.00 í málskostnað og á stefnandi haldsrétt í vélbátnum „Gotta“ V.E. 108 fyrir kr. 8506.00 ásamt tildæmdum vöxtum af þeirri upphæð og málskostn- aðinum. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Stefndur Guðmundur Jóhannsson, sem aðeins hefir verið stefnt til að gæta hagsmuna sinna og án þess, að nokkrar kröfur hafi verið gerðar á hendur honum, hefir hvorki mætt né látið mæta í máli þessu fyrir hæstarétti, og hefir það þess vegna ver- ið rekið skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttar- laganna. Áfrýjandi hefir gert þær réttarkröfur, að hinum áfrýjaða gestaréttardómi verði hrundið og breytt á þá leið, að enginn haldsréttur verði viðurkenndur stefndum til handa í m/b „Gotta“ V.E. 108 og áfrýj- 7 anda dæmdur málskostnaður bæði í undir- og hæstarétti. Stefndur Magnús Guðmundsson f. h. Skipasmíðastöðvar Reykjavíkur hefir gert þær rétt- arkröfur, að hinn áfrýjaði gestaréttardómur verði staðfestur þannig, að viðurkenndur verði haldsrétt- ur honum til handa í m/b „Gottu“ V. E. 108 og á- frýjandi dæmdur til að greiða honum hæfilegan málskostnað fyrir hæstarétti. Það kemur glöggt fram í málfærslunni fyrir und- irréttinum, að þegar áfrýjandi og stefndur Guð- mundur Jóhannsson gerðu kaupsamninginn um m/b „„Gottu“ V.E. 108, þá var Guðmundur Jóhanns- son að fást við útgerð í Faxaflóa, en þótti bátur sinn „Gullfoss“ V.E. 184 of lítill til útgerðarinnar og vildi þess vegna fá sér annan stærri bát. Gerði hann þess vegna kaupsamninginn um m/b „Gottu“ V.E. 108. Var m/b „Gullfoss“ látinn ganga upp í andvirði fyrrnefnds báts og áfrýjanda strax við undirskrift samningsins gefið afsal fyrir m/b „Gullfoss“. Það er í samræmi við það, sem nú hefir verið sagt, enda skýrt tekið fram í kaupsamningn- um, að tilætlun samningsaðilanna var sú, að Guð- mundur Jóhannsson tæki þegar að nota m/b „Gottu“ V.E. 108 við útgerð sína. Af þessu leiðir, að í nefndum kaupsamningi fólst heimild til handa stefndum Guðmundi til að láta framkvæma þá viðgerð á m/b „Gottu“, sem nauðsynleg var til þess að bátur þessi yrði notaður samkvæmt tilætlun samningsaðila. Viðgerðin, sem fram fór í janúar 1933, var samkvæmt yfirlýsingu skipaskoðunar- manna ríkisins, dags. 31. jan. 1933, skilyrði fyrir því, að báturinn gæti talizt í haffæru ástandi og fengi haffærisskirteini. Samkvæmt sömu yfirlýs- ingu var veitt undanþága til 1. júní 1933 með frek- 8 ari viðgerð á bátnum, en jafnframt tekið fram, að eftir þann tíma mætti báturinn ekki fara úr höfn, nema með sérstöku leyfi. Þrjú vitni hafa borið, að þau hafi heyrt áfrýjanda viðurkenna, að stefndur Guðmundur Jóhannsson hafi tilkynnt honum í janúar 1933, hvað gera þyrfti þá við m/b „Gottu“, til þess að bátur þessi gæti fengið haffærisskirteini. Verður þess vegna þrátt fyrir neitun áfrýjanda að ganga út frá því, að honum hafi verið kunnugt um viðgerðina Í janúar 1933, og staðfestir þetta þann skilning á kaupsamningnum, sem áður getur. Því er nú haldið fram af áfrýjanda, að hvað sem við- gerðinni í janúar líði, þá sé það ljóst, að stefndur Guðmundur hafi ekki haft heimild til að koma bátn- um til viðgerðar í maí s. á., sizt svo yfirgripsmikill- ar, sem raun varð á; þá hafi verið orðin vanskil af hans hendi á greiðslu samkvæmt kaupsamningnum um bátinn, þar eð hann hafi ekki staðið skil á vixli þeim, sem féll í gjalddaga 8. maí 1933. Auk þess sé næsta ólíklegt annað en að stefndum forráðamanni Skipasmíðastöðvar Reykjavikur hafi verið vitan- legt, þegar hann tók m/b „Gottu“ til viðgerðar í síðara skiptið, að vanskil væru orðin af hendi með- stefnda Guðmundar og hann búinn að fyrirgera rétti sínum til að fá afsal fyrir bát þessum. Það er að vísu upplýst, að stefndur Guðmundur Jóhannsson hefir höfðað mál í ágúst 1933 gegn áfrýjanda, að því er ætla má út af bátkaupunum, og áfrýjandi höfðað gagnsök til riftingar á sölu m/b „Gottu“ og skaðabóta, en ekkert liggur fyrir um úrslit máls þessa. Og Óósannað er gegn mótmælum stefnds Magnúsar, að honum hafi verið kunnugt um van- efndir af hendi stefnds Guðmundar. Eins og áður 9 er sagt, töldu skipaskoðunarmenn ríkisins, að gera þyrfti við m/b „Gottu“ eftir vorvertíðina 1933, og það verður að telja, að í kaupsamningnum hafi fal- izt heimild til að koma bátnum til nauðsynlegrar viðgerðar. Þessi heimild hélzt út á við gagnvart grandlausum þriðja manni, sem vissi um kaup- samninginn, jafnvel þó vanefndir kunni að hafa orðið á nefndum samningi, meðan meðstefndur Guðmundur Jóhannsson hafði bátinn í vörzlum sinum og til útgerðar. Þar sem nú engar sannanir eru fyrir því, að stefndur Magnús Guðmundsson hafi vitað um vanefndir af hálfu meðstefnda Guð- mundar gagnvart áfrýjanda og þar sem upplýst er, að báturinn þurfti viðgerðar við til að teljast haf- fær, en hinsvegar ekkert fram komið því til sönn- unar, að viðgerðin hafi verið ónauðsynlega yfir- gripsmikil, þá þykir mega fallast á, að haldsréttur hafi stofnazt í m/b „Gottu“ fyrir kostnaðinum við síðari viðgerðina. Áfrýjandi kveður nú stefndan Guðmund Jó- hannsson hafa greitt stefndum Magnúsi Guðmunds- syni veðskuldabréf, að fjárhæð kr. 7500.00, og eigi þessi fjárhæð þess vegna að koma til frádráttar við- gerðarkostnaðinum, en gegn neitun stefnda verður ekki talið sannað, að þessi greiðsla hafi verið innt af hendi. Að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, sem ekki hefir verið gagn- áfrýjað, þykir mega staðfesta hann að því er varðar haldsrétt í m/b „Gottu“ til handa Magnúsi Guð- mundssyni f. h. Skipasmíðastöðvar Reykjavíkur. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í hæstarétti falli niður. 10 Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að því er varðar haldsrétt til handa Magnúsi Guð- mundssyni f. h. Skipasmiðastöðvar Reykjavík- ur í m/b „Gottu“ V.E. 108. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir heimild í lögum nr. 59 frá 10. nóv. 1905 höfðað fyrir gestaréttinum með utanréttarstefnu dags. 5. ágúst f. á. af Magnúsi Guðmundssyni skipasmið hér í bæ, f. h. Skipasmíðastöðvar Reykjavíkur gegn Árna Böðvarssyni útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, aðallega. en til vara gegn Guðmundi Jóhannssyni útgerðarmanni, Syðralangholti Reykjavík, til greiðslu viðgerðarkostnaðar við vélbátinn „Gotta“ V.E. 108, að upphæð kr. 13467.41 með 6% ársvöxtum frá 1. ágúst f. á. til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Svo krefst stefnandi þess að viðurkenndur verði með dómi réttarins haldsréttur hans í vélbátnum fyrir framangreindum kröfum þar til þær eru greiddar að fullu. Málavextir eru þeir, að með samningi dags. 24. nóv. 1932 seldi aðalstefndur Árni Böðvarsson varastefndum Guðmundi Jóhannssyni áðurnefndan vélbát „Gottu“ V.E. 108 ásamt 60 hestafla „Saffle“ vél, rá, reiða og öllu, sem bátnum fylgdi þá og álitið er að fylgi með í sjóferð hverja. Þá fylgdi og með í kaupunum ýmsir varahlutir tilheyr- andi vélinni, dráttarspil o. fl. Var kaupverðið ákveðið kr. 30.000.00 og skyldi það greiðast þannig að kaupandi tæki að sér áhvilandi veðskuldir kr. 10.600.00, afsalaði seljanda þegar í stað v/b Gullfoss V.E. 184, sem greiðslu á kr. 9463.06, greiddi í peningum kr. 36.94 og samþykkti vixil fyrir eftirstöðvunum kr. 9900.00 er félli í gjalddaga 8. maí f. á. og framlengdist síðan til fjögra mánaða með kr. 5900.00 en vera greiddur að fullu fyrir 1. nóv. f. á. og skyldi kaupandi þá fá afsal fyrir bátnum. Í málinu er ekki 11 annað upplýst en að báturinn hafi verið seldur í því ásig- komulagi, sem hann var er kaupin gerðust. Skömmu eftir að kaupin fóru fram var vélbátnum siglt hingað til Reykjavíkur og í byrjun janúar f. á. kom vara- stefndur honum í viðgerð á Skipasmiðastöð Reykjavíkur, sem er eign stefnanda. Mun viðgerðin hafa staðið þar til um mánaðamótin jan.—-febr. og nam viðgerðarkostnaður- inn samkvæmt framlögðum reikningi stefnanda kr. 4207.08. Að lokinni viðgerðinni fór báturinn á veiðar og var síð- an gerður út frá Sandgerði á vetrarvertíðinni 1933 en um vertíðarlok var bátnum að nýju komið í viðgerð hjá stefn- arda og kostaði sú viðgerð samkvæmt reikningum hans kr. 9260.33. Er mál þetta höfðað til greiðslu umrædds við- gerðarkostnaðar, sem samtals nemur hinni umstefndu upp- hæð, svo og eins og áður er sagt til viðurkenningar á haldsrétti stefnanda í vélbátnum „Gotta“ fyrir kröfum Þessum auk vaxta og kostnaðar, en vélbáturinn hefir ver- ið í vörslum stefnanda frá því hann tók bátinn til við- gerðar síðara skiptið. Undir rekstri málsins hefir það komið fram að vara- stefndur hafði greitt áður en mál þetta var höfðað kr. 3807.08 upp í fyrri viðgerðina þannig að af henni standa aðeins eftir 400 kr. og hefir stefnandi lækkað dómkröfu sína í samræmi við það niður í kr. 9660.33. Aðalstefndur Árni Böðvarsson hefir mætt í málinu og mótmælt kröfum stefnanda. Hefir hann aðallega krafizt þess að málinu verði vísað frá dómi. Til vara hefir hann krafizt algerðrar sýknu af öllum kröfum stefnanda og til brautavara, að kröfur stefnanda verði lækkaðar að mikl- um mun og haldsréttur eigi viðurkenndur fyrir öðru en síðari viðgerðarkostnaðinum. Loks krefst aðalstefndur málskostnaðar hjá stefnanda hvernig sem málið fer. Frávísunarkröfuna byggir aðalstefndur á því, að hér liggi fyrir ólögleg málasamsteypa (subjektiv passiv kumula- tion). En að áliti réttarins er hér ekki um málasamsteypu að ræða, þar sem krafan á hendur Guðmund Jóhannssyni er aðeins gerð til vara og hefir því frávísunarkrafa aðal- stefnds ekki við rök að styðjast. Sýknukröfuna reisir aðalstefndur á því, að hann hafi verið réttur eigandi vélbátsins og sá eini, er hafi haft formlega heimild til að ráðstafa honum, þegar beðið var 12 um fyrrgreindar viðgerðir, þar sem hann hafi ekki enn gefið varastefndum afsal fyrir bátnum. Telur hann að í kaupsamningnum um bátinn felist ekki nein heimild vara- stefndum til handa, sem bindandi væru fyrir hann. Ekki kveðst hann heldur hafa gefið varastefndum eða öðrum sérstakt umboð til þess að biðja um viðgerð- irnar fyrir sína hönd. Kveður hann þær hafa verið fram- kvæmdar og um þær beðið án sinnar vitundar og vilja og ekki hafi hann eftir á gefið stefnanda neitt loforð um það að ábyrgjast greiðslu viðgerðarkostnaðarins. Telur aðal- stefndur, að af því, sem að framan greinir, sé ljóst, að hon- um persónulega sé greiðsla viðgerðarkostnaðarins alger- lega óviðkomandi, svo og að varastefndan hafi skort alla heimild til að stofna haldsrétt eða önnur réttindi yfir bátnum til handa þriðja manni og hafi því krafa stefn- anda um haldsrétt í bátnum heldur ekki við rök að styði- ast. Þá hefir aðalstefndur mótmælt því sérstaklega, að halds- réttur í bátnum fylgi eftirstöðvum fyrri viðgerðar, þar sem stefnandi hafi sleppt vörzlum bátsins, þegar að þeirri viðgerð lokinni. Það verður nú ekki litið svo á að í umræddum kaup- samningi felist umboð til handa varastefndum að koma oftnefndum vélbát í viðgerð á kostnað aðalstefnds, ekki síst þar sem telja verður, eins og áður er sagt, að vara- stefndur hafi keypt bátinn í því ásigkomulagi, sem hann var Í er kaupin gerðust. Þá er ekki upplýst, að aðalstefnd- ur hafi gefið varastefndum umboð til að biðja um viðgerð- irnar fyrir sína hönd, né heldur að hann nokkru sinni beinlinis eða óbeinlinis gengizt inn á að greiða þær. Verð- ur því að fallast á það hjá aðalstefndum, að hann beri ekki gagnvart stefnanda persónulega ábyrgð á viðgerðarkostn- aðinum og verður aðalstefndur þá algerlega sýknaður af greiðslu hans og þykir þá rétt að taka þá næst til með- ferðar kröfu stefnanda á hendur varastefndum og athuga í því sambandi hvort og að hve miklu leyti stefnandi kann að eiga baldsrétt í oftnefndum bát fyrir viðgerðarkostn- aðinum. Varastefndur Guðmundur Jóhannsson hefir hvorki mætt né látið mæta í málinu og er honum þó löglega stefnt og verður þá að því er til hans tekur að dæma málið eftir 13 framlögðum skjölum og skilríkjum og því sem fram hefir komið. Í málinu er það upplýst að varastefndur kom í bæði skiptin vélbátnum til viðgerðar hjá stefnanda, og þar sem ekki kemur fram að hann hafi beðið um viðgerðirnar í um- boði annara, ber honum að sjálfsögðu að greiða viðgerð- arkostnaðinn. Að því er snertir upphæð viðgerðarkostnaðarins hefir aðalstefndur eins og áður er getið mótmælt honum sem of háum og þeirri staðhæfingu sinni til sönnunar hefir hann fengið tvo menn útnefnda til að meta viðgerðirnar til peninga hvorn í sínu lagi eða hvað sanngjarnast verð sé fyrir þær. Samkvæmt nákvæmri og sundurliðaðri mats- gerð, sem fram hefir verið lögð í málinu meta skoðunar- mennirnir fyrri viðgerðina á kr. 3493.00, en þá síðari á kr. 8506.45. Nú hefir varstefndur eins og áður er drepið á greitt stefnanda meginhluta fyrri viðgerðarinnar og jafn- framt hefir hann skrifað sem samþykkjandi á vixileyðu- blað fyrir eftirstöðvum hennar kr. 400.00. Hefir hann því samþykkt upphæð þá, sem stefnandi hefir gert kröfu til fyrir viðgerð þessa og verður hann þá dæmdur til að greiða eftirstöðvarnar án tillits til matsins á viðgerðinni. Mismunurinn á kr. 753.88 á matsupphæðinni fyrir síð- ari viðgerðina og reikningsupphæð stefnanda kemur að verulegu leyti fram í því, að matsmennirnir hafa metið vinnuna lægra verði en stefnandi hefir reiknað sér fyrir hana. Hefir stefnandi reikningsupphæðinni til stuðnings lagt fram sundurliðaða skrá yfir tímafjölda þann, sem hann telur hafa verið unninn við síðari viðgerð vélbátsins og er skráin með áritun starfsmanna þeirra, er að verk- inu unnu, um það að tímafjöldi þeirra hvers um sig sé Þar rétt talinn. Er stefnandi sjálfur talinn með 1294 klukkutima vinnu á skrá þessari. En þrátt fyrir skrá þessa verður ekki talið sannað gegn mótmælum aðal- stefnds, að vinna stefnanda við bátinn sé meira virði en matsmennirnir hafa metið hana á í matsgerð sinni, og þar sem ekki er upplýst að um ákveðið verð fyrir viðgerðina hafi verið samið og það kemur ekki fram í málinu að varastefndur hafi samþykkt síðari viðgerðarkröfu stefn- anda, þykir rétt að leggja álit matsmanna til grundvallar fyrir upphæð hennar og verður varastefndur því aðeins 14 dæmdur til þess að greiða matsupphæðina kr. 8506.45 fyrir viðgerð þessa eða samtals kr. 8906.45 með vöxtum eins og krafizt hefir verið svo og málskostnað sem eftir úrslitum málsins ákveðst kr. 400.00. Verður nú haldsréttarkrafa stefnanda athuguð. Vara- stefndur hafði eins og hér á undan er komið fram, kaup- samning um vélbátinn „Gotta“ er hann bað um viðgerð- ina á honum. Þá var hann og skipstjóri á bátnum og út- gerðarstjóri hans um þetta leyti. Jafnframt var hann skráður eigandi eða útgerðarstjóri bátsins á haffæris- skírteini hans. Ennfremur verður það að teljast fyllilega upplýst, að viðgerðirnar á bátnum hafi verið nauðsyn- legar til þess að hann yrði sæmilega sjófær. Rétturinn lítur því svo á, að stefnandi hafi eins og á stóð haft fulla og rétta ástæðu til þess að ætla að varastefndur væri heimildar-maður að því að koma bátnum til viðgerðar hjá honum og hafi stefnandi því öðlast haldsrétt í bátnum fyrir viðgerðarkostnaðinum og haldsréttur hans fyrir kostnaðinum við síðari viðgerðina ásamt vöxtum af þeirri upphæð og málskostnaðinum haldist enn, þar sem stefn- andi hefir ekki slept vörslum bátsins síðan sú viðgerð fór fram, og verður aðalstefndur og aðrir, sem réttindi eiga yfir bátnum að bola þenna rétt stefndanda. Hinsvegar felst rétturinn á það hjá aðalstefndum, að haldsréttur stefnanda fyrir eftirstöðvum fyrri viðgerðar- kostnaðarins hafi fallið niður um leið og stefnandi, að þeirri viðgerð lokinni, slepti bátnum úr vörslum sinum, og verður stefnanda því ekki tildæmdur haldsréttur fyrir fyrrgreindum kr. 400.00. Rétt þykir eftir atvikum að láta málskostnað að því er aðalstefndan snertir falla niður. 15 Mánudaginn 13. janúar 1936. Nr. 54/1935. Helgi P. Briem (Th. B. Líndal) gSegn borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæj- arsjóðs (Garðar Þorsteinsson). Sýknun af kröfu um endurheimtu greidds útsvars. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 31. maí 1934: Stefndur, borgarstjóri Jón Þorláksson f. h. bæjarstjórnar Reykja- víkur vegna bæjarsjóðs, skal vera sýkn af kröfum stefn- andans, Th. B. Lindal f. h. Helga P. Briem, í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 31. maí f. á., og að fengnu áfrýjun- arleyfi 28. s. m. Áfrýjandi krefst þess, að stefndi verði dæmd- ur til að greiða honum kr. 1650.00 með 5% árs- vöxtum af kr. 500.00 frá 11. okt. 1932 til 24. des. s. á, með 5% ársvöxtum af kr. 1000.00 frá síðast- nefndum degi til 6. jan. 1933 og með 5% ársvöxt- um af kr. 1650.00 frá 6. jan. 1933 til greiðsludags. Svo krefst áfrýjandi og málskostnaðar bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Af hálfu stefnda er krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Það er upplýst í málinu, að áfrýjandi kærði út- svar það, er í máli þessu greinir, bæði til niðurjöfn- unarnefndar, yfirskattanefndar og ríkisskatta- nefndar og krafðist niðurfellingar á því, með því að hann taldi sig ekki útsvarsskyldan í Reykjavik það ár, sem um var að ræða. En niðurstaða nefnd- 16 anna varð sú, að útsvarið skyldi óbreytt standa. Eftir þessi málalok greiddi umboðsmaður áfrýj- anda útsvarið fyrirvaralaust. Með svofelldri greiðslu verður að telja rétt áfrýjanda til endur- greiðslu útsvarsins, þótt hann kynni annars að hafa verið fyrir hendi, hafa glatast, og verður þeg- ar af þessari ástæðu að sýkna stefnda í málinu. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda málskostnað í hæsta- rétti, er þykir hæfilega ákveðinn 150 krónur. Því dæmist rétt vera: Stefndi, borgarstjóri Reykjavíkur f. h. bæj- arsjóðs, á að vera sýkn af kröfum áfrýj- anda, Helga P. Briem, í máli þessu. Áfrýjandi greiði stefnda 150 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 6. sept. Í. á. af Theodór B. Líndal, hrm. hér í bæ f. h. Helga P. Briem, fiskfulltrúa í Barcelona á Spáni gegn borgarstjóra Jóni Þorlákssyni f. h. bæjarstjórnar Reykjavíkur vegna bæjar- sjóðs til endurgreiðslu á útsvari að upphæð kr. 1650.00 á- samt 5% ársvöxtum af kr. 500.00 frá 11. okt. 1932 til 24. dez. s. á., af kr. 1000.00 frá þeim degi til 6. jan f. á. af allri upphæðinni kr. 1650.00 frá þeim degi til greiðslu- dags, svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að við niðurjöfnun útsvara hér í bænum árið 1932 lagði niðurjöfnunarnefnd á umbjóðanda stefnanda Helga P. Briem 1650 króna útsvar, og greiddi hann það að fullu til bæjarsjóðs eftir að hafa þó, að þvi eða gert nokkrar ráðstafanir til þess, að gera honum eða 17 er hann heldur fram, kært árangurslaust yfir útsvarinu til yfirvalda þeirra, er um þau mál eiga að fjalla. En nú telur stefnandi að útsvar þetta hafi verið ranglega lagt á umbjóðanda sinn og honum hafi ekki borið að greiða það, og eigi hann því heimtingu á að fá útsvarið endur- greitt úr bæjarsjóði. Endurgreiðslukröfuna byggir stefn- andi á því, að umbjóðandi sinn hafi flutt búferlum héðan úr bænum til Spánar 11. febrúar árið 1932 eða áður en niðurjöfnun útsvara hér fór fram það ár, til þess að taka við stöðu þeirri, sem hann gegni þar, sem fiskerindreki fyrir Ísland, og þar hafi hann átt heimili síðan. En þar sem hann hafi verið alfluttur af landinu áður en niður- jöfnun útsvaranna fór fram, hafi hann ekki eftir ákvæð- um 6. greinar útsvarslaganna verið útsvarsskyldur hér árið 1932, enda hafi niðurjöfnunarnefndin hér í bænum heldur ekki verið bær til þess að leggja á hann, þar sem hann hafi ekki átt hér heimilisfang. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafist sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Byggir stefndur sýknukröfuna á, að enda þótt umbjóðandi stefnanda hafi farið utan í febrúarmánuði 1932, þá hafi hann ekki verið búinn að slíta heimilis- festi sinni hér í bænum, er niðurjöfnun fór fram, og hefir hann þvi bæði verið útsvarsskyldur og útsvar löglega á hann lagt hér, og komi því ekki til mála, að hann eigi rétt á, að fá útsvarið endurgreitt. Í s. gr. útsvarslaganna er svo ákveðið, að bar skuli leggja útsvar á gjaldþegn, sem hann hafði heimilisfang vitanlega eða samkvæmt manntali næst á undan niður- jöfnun. Nú er það in confesso í málinu, að umbjóðandi stefnanda var heimilisfastur og hafði atvinnu hér í bæ um árið 1931 og var á manntali hér þá um haustið, svo og að hann dvaldi hér þangað til 11. febr. 1932, en upplýst er, að þann dag lagði hann ásamt fjölskyldu sinni af stað áleiðis til Spánar, sem erindreki Íslands þar, og litlu síðar flutti bróðir hans inn í íbúð þá, sem hann hafði búið í hér í bænum, en ósannað er, að leigumáli hans á ibúðinni hafi þá verið slitið. Svo hefir stefndur haldið því fram ómótmælt, að umbjóðandi stefnanda hafi ekki áður en niðurjöfnun útsvara fór hér fram, tilkynnt til lög- reglustjóra, að hann væri fluttur búferlum af landi brott 2 18 skattayfirvöldum bæjarins það vitanlegt, að hann flytti lögheimili sitt héðan, enda þótt honum sem fyrrverandi skattstjóra í Reykjavík hafi hlotið að vera það ljóst, að slíkt var nauðsynlegt til þess að losna við útsvarsálagn- ingu hér. Þá er það upplýst, að nafn umbjóðanda stefn- anda stendur á kjörskrá þeirri, er gilti hér til 30. júni f. á. Loks verður ekki á það fallist hjá stefnanda, að heim- ilisfang hér á landi sé ósamrýmanlegt stöðu umbjóðanda hans á Spáni, enda þótt það sé að sjálfsögðu nauðsyn- legt að hann dvelji þar meginhluta árs. Eftir þvi, sem fyrir liggur, verður því ekki talið sann- að gegn mótmælum stefnds, að umbjóðandi stefnanda hafi verið búinn að slíta löglega heimilisfesti sinni hér í bænum er umrætt útsvar fyrir 1932 var á hann lagt, enda bendir sú staðreynd, að hann greiðir útsvarið, að því er séð verður athugasemdalaust, til hins gagnstæða, og verð- ur þá að ganga út frá því, að útsvarið sé löglega á hann lagt og hann útsvarsskyldur eftir útsvarslögunum og ber því að sýkna stefndan af kröfu stefnanda um endur- greiðslu þess, en eftir öllum atvikum þykir rétt að máls- kostnaður falli niður. Föstudaginn 17. jan. 1936. Nr. 101/1935. H/f Rán og Útvegsbanki Íslands h/f (Th. B. Líndal) gegn Sænsk-íslenzka frystihúsinu h/f og h/f Höfrungi (Lárus Jóhannesson). Sjóveð dæmt fyrir úttektarkröfu. Dómur sjóréttar Hafnarfjarðar 22. júlí 1935: Stefnda, h/f. Höfrungur, greiði stefnandanum, Lárusi Jóhannessyni, f. h. Sænsk-ísl. frystihússins, kr. 1007.50 auk 5% ársvaxta frá 1. okt. 1934 til greiðsludags og í málskostnað kr. 195.00 og skal stefnda h/f. Rán þola sjóveðsrétt í b/v. Rán G. K. 507 fyrir hinni tildæmdu upphæð. 19 Dómi þessum skal fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með dómi sjóréttar Hafnarfjarðarkaupstaðar, uppkveðnum 22. júlí f. á., var stefnda h/f Höfrung- ur dæmt til að greiða stefnda Sænsk-islenzka frysti- húsinu, kr. 1007.50 auk 5%ársvaxta frá 1. okt. 1934 til greiðsludags og 195 kr. í málskostnað, og var dómhafa jafnframt dæmdur sjóveðréttur í b/v Rán, G. K. 507, eign áfrýjanda h/f Rán, fyrir hinum dæmdu upphæðum. Fyrir sjóréttinum gekk með- áfrýjandi, Útvegsbanki Íslands h/f, inn í málið og mótmælti því, að sjóveðréttur yrði dæmdur. Nú hafa áfrýjendur skotið dómi þessum til hæstaréttar og krafizt þess, að honum verði hrund- ið og breytt þannig, að sjóveðrétturinn í b/v Rán verði felldur niður og að stefnda Sænsk-íslenzka frystihúsið h/f verði dæmt til að greiða málskostn- að fyrir hæstarétti. Jafnframt hafa þeir stefnt stefnda h/f Höfrungi til þess að gæta réttar síns, án þess að gera nokkrar kröfur á hendur þvi. Stefnt Sænsk-íslenzka frystihúsið h/f. hefir, hér fyrir rétti, krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi, að því leyti sem honum hefir verið áfrýjað, og að áfrýjendur verði dæmdir til þess að greiða því málskostnað fyrir hæstarétti in solidum. Stefnt h/f Höfrungur hefir og látið mæta hér fyrir rétti, en engar kröfur gert. Þar eð fallast má á forsendur hins áfrýjaða dóms, að því er sjóveðsákvæði hans varðar, en það kemur hér eitt til álita, ber að staðfesta hann að því leyti. Er þá og rétt samkvæmt þeirri niður- stöðu, að áfrýjendur greiði stefnda Sænsk-islenzka 20 frystihúsinu h/f, málskostnað fyrir hæstarétti, in solidum, og þykir hann hæfilega ákveðinn 250 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða sjóréttardómi skal vera ó- raskað. Áfrýjendur, h/f Rán og Útvegsbanki Íslands h/f, greiði in solidum stefnda, Sænsk- íslenzka frystihúsinu h/f, 250 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir sjórétti Hafnarfjarðar af Lárusi Jóhannessyni f. h. Sænsk-isl. frystihússins gegn h/f Höfrungur og h/f Rán, með stefnu birtri 9. maí 1935. Stefnandi gerir þær kröfur, að h/f Höfrungur verði dæmdur til að greiða sér kr. 1077.50 auk 5% ársvaxta frá 1. okt. 1934 til greiðsludags fyrir ísúttekt b/v Rán G. K. 507, samkvæmt framlögðum reikningi, svo og málskostn- að að skaðlausu. Ennfremur gerir stefnandi þá kröfu á hendur h/f Rán sem er núverandi eigandi b/v Rán G. K. 507, að það verði með dómi skyldað til að þola sjóveðsrétt í nefndu skipi fyrir hinni tildæmdu upphæð. Af hálfu hins stefnda hlutafélags Höfrungur hefir eng- inn mætt í málinu og er því þó löglega stefnt. Verður því, að því er nefnt hlutafélag snertir, að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, samkv. NL. 1-4— 32 sbr. ts. 3. júní 1796 gr. 2 og ts. 15. ágúst 1832 gr. 8. Þar sem stefnandi hefir lagt fram reikning yfir áðurgreinda ísúttekt, sem kemur heim við stefnukröfu hans og reikn- ingurinn auk þess er samþykktur af skipstjóra skipsins, sem ísinn fékk, verða kröfur hans á hendur stefndum h/f Höfrungi teknar til greina að öllu leyti. 21 Af hálfu hins stefnda h/f Rán hefir heldur enginn mætt enda þótt því sé löglega stefnt. En Útvegsbanki Ís- lands h/f hefir látið mæta sem intervenient, sem hags- muna hefir að gæta í málinu, þar eð b/v Rán, sem krafist er sjóveðsréttar í, fyrir hinni umstefndu kröfu, var fyrir milligöngu bankans seldur h/f Rán, og ábyrgðist bankinn kaupanda, að engar sjóveðskröfur hvildu á skipinu þá er sala fór fram í febrúarmánuði s. l, en hin umstefnda krafa er frá 11. sept. 1934. Kröfu sina um viðurkenningu sjóveðsréttarins byggir stefnandi á því, að stefnu-krafan stafar af úttekt á ís, sem b/v Rán, sem skrásettur er í Hafnarfirði, fékk hjá stefn- anda í Reykjavík, samkvæmt beiðni skipstjóra skipsins, og er það vottað á reikninginn með undirskrift skipstjóra. Kröfu stefnanda um viðurkenningu sjóveðréttarins hef- ir af hálfu Útvegsbankans verið mótmælt af eftirfarandi ástæðum: 1. Að framkvæmdarstjóri félagsins, hr. Þorvarður Þor- varðarson hafi samið um umrædd ískaup til b/v Rán og er lagt fram vottorð framkvæmdarstjórans þar að lútandi. Hafi því stefnandi aðeins öðlast kröfu á félagið, en ekki sjóveðrétt í skipinu. 2. Enda þótt framkvæmdarstjóri félagsins hefði ekki samið um kaup á ísnum, heldur skipstjóri skipsins, þá hefði sjóveðréttur ekki stofnast í skipinu, vegna þess að framkvæmdarstjóri var búsettur á staðnum þar sem út- tektin fór fram. Hafi skipstjóri því ekki haft umboð sam- kvæmt stöðu sinni til að semja um kaupin, enda hafi stefnanda verið kunnugt um, að framkvæmdarstjóri var búsettur á staðnum. 3. Að úttektin á ísnum verði ekki skoðuð sem nauð- synleg til framkvæmdar ferðar skipsins. Ferð skipsins sé ekki hafin fyrr en skipið er að fullu tilbúið til veiða, þ. e. eftir að skipið er búið að fá ísinn. Kemur þá til athugunar að meta mótrök þessi: 1. Því er mótmælt í málinu, að framkvæmdarstjóri, h/f Höfrungur hafi samið um kaupin og er það ósannað. Verður sú ástæða því ekki tekin til greina 2. Það er in confesso í málinu, að framkvæmdarstjóri félagsins var búsettur í Reykjavík, og að stefnanda var kunnugt um það. 22 Hinsvegar getur rétturinn ekki litið svo á, að það úti- loki stofnun sjóveðsréttar þótt framkvæmdarstjóri út- gerðarfélagsins væri búsettur í Reykjavík. 53. gr. sgll. sbr. 236. gr. 4. lið sömu laga, virðist taka af öll tvímæli um það: „Þá er skip er utan heimilis síns, gerir skipstjóri svo fullgilt sé gagnvart öðrum mönnum, samkvæmt stöðu sinni í umboði útgerðarmanns, alla þá löggerninga, sem snerta framkvæmd ferðar hans —“ o. s. frv. Reglan er orðuð sem algild og byggist á því, sem venjulegt er, að útgerðarmaður búi á sama stað og lögheimili skips er. Hins vegar gera lögin enga undantekningu um þetta þótt svo vilji til, að útgerðarmaður sé búsettur annars- staðar en á skráningarstað skips, og skipstjóri geri lög- gerninga þar sem útgerðarmaður er búsettur. Vantar því alla heimild til að víkja frá aðalreglunni, enda þótt hún í þessu tilfelli gangi lengra en tilgangur hennar nær. 3. Rétturinn lítur svo á, að ferð skipsins sé hafin þegar það leggur af stað frá heimili sínu og ís-kaupin hafi verið nauðsynleg til framhalds ferðarinnar, þykja því mótmæli, er byggjast á hinu gagnstæða ekki á rökum reist. Samkvæmt framansögðu verður að viðurkenna, að stefnandi hafi sjóveðsrétt fyrir kröfu sinni í b/v Rán G. K. 507. Mánudaginn 20. janúar 1936. Nr. 95/1935. Valdstjórnin (Lárus Fjeldsted) segn Einari Pálma Einarssyni. (Garðar Þorsteinsson). Ölvun á almannafæri. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 4. ágúst 1935: Kærð- ur, Einar Pálmi Einarsson, greiði 200 króna sekt til Menn- ingarsjóðs. Sektin greiðist innan þriggja sólarhringa frá lögbirt- ingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 18 daga. 23 Kærður greiði og allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Brot kærða, sem lýst er í forsendum hins áfrýj- aða lögregluréttardóms, er af héraðsdómaranum réttilega heimfært undir 18. gr. áfengislaga nr. 33/1935 og 7. og 9. gr. lögreglusamþykktar Reykja- víkur nr. 2/1930. Þykir refsing kærða samkvæmt 38. áfengislaganna og 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur hæfilega ákveðin 300.00 króna sekt í menningarsjóð, sem afplánist með 25 daga ein- földu fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, 50.00 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Einar Pálmi Einarsson, greiði 300 króna sekt í menningarsjóð, sem afplánist með einföldu fangelsi í 25 daga, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar í hér- aði og hæstarétti, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Lárusar Fjeldsted og Garðars Þorsteinssonar, 50.00 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. 24 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Einari Pálma Einarssyni, atvinnulausum verkamanni til heimilis Týsgötu 7 hér í bæ fyrir brot á áfengislögunum nr. 33 1935, og lögreglusamþykkt Reykjavíkur nr. 2 1930. Kærður hefir áður hér í lögsagnarumdæminu sætt eftir- töldum refsingum: 1929 1%) sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1930 309 sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1930 1% sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1930 1% sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1931 1% sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1931 308 sætt 10 kr. sekt fyrir áflog á almannafæri. 1932 233 sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1933 1% sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1934 % Dómur aukaréttar Reykjavíkur 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi skilorðsbundið, fyrir þjófnað. 1934 1% sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1934 1% sætt 500 kr. sekt fyrir ólöglega áfengissölu, 1934 216 sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1934 203 sætt 200 kr. sekt fyrir áfengislagabrot. 1934 28), Dómur sama réttar 60 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi fyrir þjófnað. 1934 304, sætt 50 kr. sekt. fyrir ölvun á almannafæri. 1935 % Dómur Hæstaréttar 2 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot gegn 10. gr. laga nr. 51 1928. Síðastliðna nótt voru lögregluþjónarnir Þorkell Steins- son og Auðunn Sigurðsson á verði í miðbænum og rákust þá á kærðan þar sem hann sat sofandi utan í bifreið, er stóð á planinu fyrir framan Reykjavíkurbar. Var hann mikið drukkinn og neitaði að segja til heimilisfangs sins og urðu lögregluþjónarnir því að fara með hann í varð- hald. Með framangreindu athæfi sinu hefir kærður orðið sek- ur við 18. gr. sbr. 38. gr. áfengislaga nr. 33 1935 og 7. gr. og 9. gr., sbr. 96. gr., lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Þykir refsing hans, með tilliti til áðurgreindra itrekana, hæfilega ákveðin 200 króna sekt til Menningarsjóðs, er greiðist innan þriggja daga frá lögbirtingu dóms þessa en 25 afplánist ella með einföldu fangelsi í 18 daga. Svo greiði og kærður kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið dráttur. Miðvikudaginn 22. janúar 1936. Nr. 124/1934. H/f Shell á Íslandi (Jón Ásbjörnsson) Segn h/f Fiskimjöl (Th. B. Líndal). Ábyrgð á vöruúttekt. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. april 1934: Stefnd- ur h/f. „Fiskimjöl“ skal vera sýkn af kröfum stefnand- ans Hallgríms A. Tulinius f. h. h/f. „Shell“ í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir gert þær kröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 3450.46 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi, 8. sept. 1933 til greiðsludags, og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Fyrir hæstarétti hefir aðiljum komið saman um það, að stefndi hafi aðeins haft á hendi stjórn h/f. Lýsi og Mjöl árið 1932 án þess að hafa tekið á sig nokkra ábyrgð á skuldbindingum þess almennt það ár. Frá viðtali forstjóra h/f. Fiskimjöl — en hann var látinn áður mál þetta væri höfðað — við þá- verandi prókúrista h/f. Shell á Íslandi á öndverðu ári 1932 er svo skýrt, að forstjórinn hafi sagt pró- 26 kúristanum frá því, að h/f. Fiskimjöl hefði sam- kvæmt samningum við Útvegsbanka Íslands h/f. tekið að sér rekstur h/f Lýsi og Mjöl í Vestmanna- eyjum það ár, og mundi það (þ. e. h/f Fiskimjöl) því annast slíkar greiðslur allar vegna olíuúttekt- ar, sem við þyrfti vegna rekstrar verksmiðju þess. Þar sem starfsemi h/f Lýsi og Mjöl hafði gengið svo illa, að aðallánardrottinn þess, Útvegsbanki Íslands h/f, taldi sér þann kost vænstan, að fá öðrum en forráðamönnum þess stjórn þess árið 1932, þá gat áfrýjandi ekki haft ástæðu til að halda, að forráðamenn h/f Fiskimjöl vildu að neinu leyti takast á hendur fyrir þess hönd ábyrgð á skuldbindingum h/f Lýsi og Mjöl. Og í áður- nefndum ummælum forstjóra h/f Fiskimjöl verð- ur ekki heldur talið felast loforð um slíka ábyrgð. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms hefir starfsmaður áfrýjanda, sá er stóð fyrir afhend- ingu á benzini og steinolíu fyrir hann í Vestmanna- eyjum árið 1932, borið vitni í málinu. Kveðst hann hafa átt tal við áðurnefndan forstjóra h/f Fiski- mjöl um það leyti, sem hlutafélag þetta tók að sér stjórn h/f Lýsi og Mjöl, um rekstur siðastnefnds félags, og segist hann hafa skilið forstjórann svo, að h/f Fiskimjöl bæri ábyrgð á öllum skuldbind- ingum h/f Lýsi og Mjöl árið 1932, þar á meðal og sérstaklega á greiðslu á vörum til þess frá áfrýj- anda. En vitni þetta, sem var í þjónustu áfrýjanda þegar vitnisburðurinn var tekinn, og er því ekki fullgilt vitni í málinu, virðist hafa misskilið um- mæli forstjórans um hina almennu ábyrgð h/f Fiskimjöl á skuldbindingum h/f Lýsi og Mjöl, og það virðist ekki heldur hafa tilfært beint loforð forstjórans um sérstaka ábyrgð h/f Fiskimjöl 2 gagnvart h/f Shell, heldur virðist það aðeins hafa leitt ályktun þar um af ummælum forstjórans. En á ályktun þessari verða úrslit málsins ekki byggð út af fyrir sig, og sérstaklega ekki vegna sambands vitnisins og áfrýjanda og vegna misskilnings þess, sem virðist hafa komið fram hjá því á ummælum áðurnefnds forstjóra h/f Fiskimjöl. Verður því ekki talið sannað, að síðastnefndur aðili hafi gerzt ábyrgur um greiðslu á vörum þeim, er teknar voru hjá áfrýjanda handa h/f Lýsi og Mjöl oftnefnt ár. Og verður því að sýkna stefnda að því leyti í máli þessu. Reikningar vegna úttektar handa h/f Lýsi og Mjöl hjá áfrýjanda frá 17. febr. 1932, er skipti þau, sem hér er um að tefla, hefjast, og til 5. júlí s. á., voru greiddir að tilhlutan h/f Fiskimjöl. En í september s. á. — óvíst hvaða dag — fekk h/f Fiskimjöl reikninga fyrir útteknar vörur frá 5. júlí til 31. ágúst 1932. Þessir reikningar fengust þá ekki greiddir og hafa ekki síðar verið greiddir. Sú ein ástæða var til þess, að af rekstri h/f Lýsi og Mjöl var ekkert fé fyrir hendi til að greiða þá. Það verður að gera ráð fyrir því, að fyrirsvarsmönnum h/f Fiskimjöl hafi verið kunnugt um þenna fjár- skort í september 1932. Einnig átti þeim að vera það kunnugt, að áfrýjandi mundi ekki hafa haldið áfram að láta vörur af hendi að láni til h/f Lýsi og Mjöl, ef hann hefði vitað, að rekstur þess árið 1932 gekk svo lélega, að það gat ekki staðið í skilum með andvirði fyrir nauðsynlegar vörur til rekstr- arins. Fyrirsvarsmönnum h/f Fiskimjöl bar því, jafnskjótt sem þeim var unnt, að skýra áfrýjanda frá þvi, að h/f Lýsi og Mjöl gat ekki greitt áfallna reikninga. En í stað þess eru vörur áfram teknar 28 að láni hjá áfrýjanda handa h/f Lýsi og Mjöl í október og nóvember 1932 fyrir samtals kr. 244.70, er ekki hafa verið greiddar. Sakir þess, að fyrir- svarsmenn h/f Fiskimjöl hafa með vanrækslu sinni á að tilkynna áfrýjanda greiðsluþrot h/f Lýsi og Mjöl valdið honum tjóni, er með vissu nemur úttektunum í október og nóvember 1932, þá verður að dæma h/f Fiskimjöl til að greiða á- frýjanda þær úttektir, eða samtals kr. 244,70 með 6% ársvöxtum frá 8. sept. 1933 til greiðsludags. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu máls- kostnaðar í héraði þykir rétt að staðfesta. Eftir at- vikum þykir og rétt, að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, H/f Fiskimjöl, greiði áfrýjanda, h/f Shell á Íslandi, kr. 244.70 með 6% árs- vöxtum frá 8. sept. 1933 til greiðsludags, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttaumleitun, höfð- að fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 13. sept. f. á. af Hallgrími A. Tulinius, framkvæmdarstjóra f. h. h/f. „Shell“ á Íslandi gegn h/f. „Fiskimjöl“ hér í bænum til greiðslu skuldar að upphæð kr. 3450.46 með 6% ársvöxt- um frá sáttakærudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Kveður stefndandi tildrög málsins þau, að stefndur h/f „Fiskimjöl“ hafi með samningum við Útvegsbanka Ísl. h/f. tekið að sér rekstur hlutafélagsins „Lýsi og Mjöl“ í Vest- 29 mannaeyjum fyrir eigin reikning árið 1932, og sé hin umstefnda skuld vegna vöruúttektar til handa fiskimjöls- verksmiðju nefnds félags í Eyjum frá þeim tíma. Til vara byggir stefnandi kröfur sínar á því, að stefnd- ur hafi a. m. k. gefið honum fulla ástæðu til að ætla, að hann ræki umrædda fiskimjölsverksmiðju í Vestmanna- eyjum fyrir sinn reikning og á þeim grundvelli hafi h/f. „Lýsi og Mjöl“ verið látnar í té vörur þær, sem út af er stefnt, og telur stefnandi að stefndur beri því ótvírætt á- byrgð á greiðslu þeirra. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt algerðrar sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Reisir hann sýknukröfuna á því, að hvorki hafi hann tekið að sér rekstur h/f. „Lýsi og Mjöl“ eða rekstur verksmiðju félagsins fyrir sinn reikning eða gef- ið stefnanda nokkra ástæðu til að ætla að svo væri. Held- ur stefndur því ákveðið fram, að afskipti hans af nefndu hlutafélagi árið 1932 hafi ekki verið önnur en þau, að hann hafi eftir samkomulagi við Útvegsbankann séð um rekstur félagsins (h/f. „Lýsi og Mjöl“) og verksmiðju þess í Vestmannaeyjum, en en reksturinn hafi eingöngu verið á ábyrgð félagsins sjálfs. Hinsvegar viðurkennir stefndur, að hafa lofað að sjá um greiðslu á skuldbinding- um félagsins eftir því sem tekjur þess hrykkju til. Þetta hafi hann gert og sé þegar búinn að afhenda hlutaðeig- endum reikningsskil yfir reksturinn. Stefnanda hefir nú engan veginn tekizt að sanna, að stefndur hafi tekið umræddan rekstur að sér fyrir eigin reikning, og verður því að athuga hvort honum af öðr- um ástæðum beri að greiða hina umstefndu skuld. Hefir stefnandi því til stuðnings lagt fram yfirlýsingu stefnds dags. 11. marz 1932 á þá leið, að hann (h/f. Fiskimjöl) ábyrgist að greiða stefnanda (h/f. „„Shell“) andvirði allra Þeirra beina, minnst kr. 500.00 fyrir hvern vélbát í Vest- mannaeyjum, sem selji stefndum öll sin bein, en kaupi olíu hjá stefnanda, en í málinu virðist það in confesso, að stefndur hafi staðið við skuldbindingar sínar sam- kvæmt yfirlýsingu þessari. Dregur stefnandi þá ályktun af yfirlýsingunni, að þar sem stefndur hafi keypt beinin og látið vinna þau í verksm. h/f. „Lýsi og Mjöl“, hafi verið gefið fullt tilefni til að álíta að reksturinn hafi verið fyrir 30 reikning stefnds og beri hann því ábyrgð á úttekt þeirri er verksmiðjan hafi fengið vegna beinvinnlsunnar. Enda þótt svo hefði verið, eins og orðalag umræddrar yfirlýs- ingar virðist benda til, að stefndur hafi verið hinn raun- verulegi kaupandi að beinum af bátunum í Vestmanna- eyjum og hann léti vinna beinin í verksmiðju „Lýsi og Mjöl“, leiðir enganveginn óhjákvæmilega af því, að stefnd- ur þyrfti að annast rekstur nefnds hlutafélags eða um- ræddrar verksmiðju þess, því að félagið gat auðveldlega hafa tekið að sér að vinna beinin í verksmiðju sinni fyrir slefndan fyrir eigin reikning. Verður því eigi á það fallizt hjá stefnanda, að efni umræddrar yfirlýsingar hafi gefið honum réttmætt tilefni til þess að ætla án frekari rann- sóknar, að stefndur bæri ábyrgð á rekstri félagsins eða verksmiðjunnar og þar sem ekki er upplýst, að stefndur hafi á annan hátt gefið stefnanda fulla og réttmæta ástæðu til að ætla slíkt, þykir verða að taka kröfu stefnds um sýknu til greina, en eftir atvikum þykir rétt að málskostn- aður falli niður. Vegna embættisanna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Miðvikudaginn 22. janúar 1936. Nr. 11/1935. Jón Grímsson, útbússtjóri, f. h. Út- bús Landsbanka Íslands, Eskifirði (Th. B. Lindal) gegn Ágúst Guðjónssyni, Garðari Jónssyni, Eðvald Valdórssyni, Sæbirni Vigfús- syni og Hallgrími Bóassyni (Enginn). Ómerking vegna ólöglegrar málasamsteypu af hálfu stefnenda í héraði. Dómur sjóréttar Suður-Múlasýslu 2. ágúst 1934: Aðal- stefndur, Hallgrímur Bóasson, greiði aðalstefnanda, Eiríki öl Bjarnasyni f. h. skipverja á v/b. Auðbergur S. M. 33, Ágústs Guðjónssonar kr. 383.53, Garðars Jónssonar kr. 1252.60, Eðvalds Valdórssonar kr. 783.43 og Sæbjörns Vigfússonar kr. 199.67, allt með 6% ársvöxtum frá 25. jan. 1934 til greiðsludags og í málskostnað 150 krónur. Sjóveð eiga umbjóðendur aðalstefnanda í v/b Auðberg- ur S. M. 33, fyrir kröfum sinum, sem hér segir: Ágúst Guð- jónsson fyrir kr. 300.73, Garðar Jónsson fyrir kr. 650.00, Eðvald Valdórsson fyrir kr. 550.28 og Sæbjörn Vigfússon fyrir kr. 199.67 og má aðalstefnandi gera fjárnám í bát- num til tryggingar þessum fjárhæðum með 6% ársvöxtum frá 25. jan. 1934 til greiðsludags. Málskostnaður í meðalgangssök falli niður. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar með stefnu, útg. 1. febrúar f. á. Þegar málið átti að flytja í hæstarétti 22. nóv. f. á., kom það í ljós, að mætt var í því af hálfu áfrýjanda og allra hinna stefndu, nema Hallgríms Bóassonar. Hefir málið þess vegna verið rekið skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlag- anna. Við síðari fyrirtekt málsins 20. des. f. á. var mætt í því af hálfu sömu aðilja og við þinghaldið 22. nóv. f. á., og lögð fram sókn af hálfu áfrýjanda. Var þá tekinn frestur af hálfu þeirra stefndu, sem mæta létu. Við fyrirtekt málsins 20. þ. m. var ekki mætt fyrir neinn hinna stefndu, en skjölum máls- ins skilað og það dómtekið samkvæmt kröfu áfrýj- anda. Er málið þess vegna dæmt samkvæmt N. L. 1—4-—-32 og 2. gr. tilskipunar 3. júní 1796. Áfrýjandi hefir gert þær kröfur hér fyrir hæsta- rétti, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt þannig, að niður verði fellt ákvæði dómsins um sjóveðrétt í v/b „Auðbergi“ S. M. 33 og heimild til fjárnáms í bátnum svo og að stefndir verði til þess dæmdir, in solidum, að greiða honum máls- 32 kostnað að skaðlausu fyrir sjódómi og hæstarétti samkvæmt mati hæstaréttar. Mál þetta var höfðað fyrir sjódómi Suður-Múla- sýslu af Eiríki Bjarnasyni f. h. skipverja á v/b. „Auðbergi“ S. M. 33, þeirra Ágústs Guðjónssonar, Garðars Jónssonar, Eðvalds Valdórssonar og Sæ- björns Vigfússonar gegn eiganda og útgerðarmanni nefnds báts Hallgrími Bóassyni til greiðslu á van- greiddum aflahlut og kaupi auk vaxta til greiðslu- dags og til viðurkenningar sjóveðrétti nefndra skip- verja i v/b. „Auðbergi“ til tryggingar greiðslu á kröfum þeirra og málskostnaði, og var þess jafn- framt krafizt, að skipverjum væri heimilað að gera fjárnám í bátnum og láta fara fram uppboð á hon- um fyrir kröfum þeirra og málskostnaði. Áfrýjandi gerðist í héraði sakmiðill í málinu og krafðist þess, að krafa aðalstefnanda í héraði um sjóveðrétt í v/b. „Auðbergi“ yrði ekki tekin til greina og honum (sakmiðli) dæmdur málskostnaður. Var málið sið- an rekið fyrir nefndum sjódómi, og dómur í því uppkveðinn 2. ágúst 1934. Var dæmt í einu lagi um kaupkröfur greindra skipverja með þeim úrslitum, að kröfur þeirra voru að mestu leyti teknar til greina. Með því að kröfur skipverjanna á v/b. „Auð- bergi“ eru ekki af sömu rót runnar, þar sem til grundvallar kröfu hvers skipverja liggja sérstök viðskipti hans við útgerðarmanninn, verður ekki talið, að slíkt efnissamband sé milli krafnanna, sem hafi gert það heimilt samkvæmt konungsbréfi frá 3. janúar 1755 að sækja þær í senn með einni málssókn, og í því efni getur það heldur ekki skipt máli, að skipverjar hafa falið sama manni að sækja málið. Málshöfðunin og meðferð málsins er af 33 greindum ástæðum lögleysa og verður þess vegna ex officio að ómerkja hinn áfrýjaða sjóréttardóm og alla undanfarandi meðferð málsins og vísa mál- inu frá sjódómnum. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hér- aði falli niður, en samkvæmt úrslitum málsins þyk- ir ekki verða hjá því komizt að dæma hina stefndu til þess in solidum að greiða áfrýjanda málskostn- að í hæstarétti og ákveðst hann kr. 150.00. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði sjóréttardómur og öll meðferð málsins fyrir sjódómnum á ómerk að vera og vísast máli þessu frá sjódómnum. Málskostnaður í héraði falli niður, en máls- kostnað í hæstarétti greiði hinir stefndu, Ágúst Guðjónsson, Garðar Jónsson, Eðvald Valdórs- son, Sæbjörn Vigfússon og Hallgrimur Bóas- son in solidum áfrýjanda Jóni Grímssyni, út- bússtjóra, f. h. útbús Landsbanka Íslands Eskifirði, með kr. 150.00 að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir stefnandinn Eiríkur Bjarnason höfðað fyrir sjódómi Suður-Múlasýslu f. h. skipverja á v/b. Auð- bergur S. M. 33, þeirra Ágúst Guðjónssonar, Garðars Jóns- sonar, Eðvalds Valdórssonar og Sæbjörns Vigfússonar, gegn eiganda og útgerðarmanni bátsins, Hallgrimi Bóas- syni á Reyðarfirði, til greiðslu á vangreiddum aflahlut og kaupi, til Ágúst Guðjónssonar kr. 383.53, til Garðars Jóns- sonar kr. 1282.60, til Eðvalds Valdórssonar kr. 783.43 og til Sæbjörns Vigfússonar kr. 199.67 eða samtals kr. 2619.23. 3 34 Í kröfunni til sjódómsins er það fram tekið að umbjóð- endur stefnanda hafi nokkur undanfarin ár verið ráðnir skipverjar á téðan vélbát stefnds og ráðningarkjörin verið miðuð við hluta úr afla á vertíðinni og tímakaup við hirð- ingu bátsins. Þar segir ennfremur: „Hefir jafnan gengið svo til að Hallgrímur eigi hefir getað greitt skipshöfninni hlutarandvirði hennar í vertíðarlok, en þó greitt eftir- stöðvarnar jafnskjótt og hann hefir orkað á næstu vertið, enda slíkt gert að skilyrði af hálfu skipshafnarinnar fyrir áframhaldandi starfi hennar.“ Hefir stefnandinn gert þær kröfur, að stefndur verði dæmdur til að greiða sér framangreindar fjárhæðir með G%ársvöxtum frá 25. jan. þ. á. til greiðsludags og máls- kostnað að skaðlausu eða eftir mati réttarins. Ennfremur að sjódómurinn staðfesti sjóveðrétt skipverja í v/b. Auð- bergur S. M. 33, með rá og reiða, vél og öllu tilheyrandi, til tryggingar greiðslu á kröfum þeirra með vöxtum og kostnaði og loks að sjódómurinn heimili skipverjum að gera fjárnám í bátnum með tilheyrandi og láta fara fram uppboð á honum fyrir kröfum þeirra ásamt vöxtum og kostnaði. Undir rekstri málsins hefir af hálfu útbús Landsbank- ans á Eskifirði, sem veðhafa í v/b. Auðbergur S. M. 33, verið höfðuð meðalgöngusök og þess krafizt þar að kröfu aðalstefnanda um sjóveðrétt í v/b. Auðbergur S. M. 33, og um heimild til fjárnáms og uppboðssölu á honum verði ekki teknar til greina og sýknað verði af þeim kröfum. Enn- fremur að aðalstefnandi verði dæmdur til að greiða stefn- anda meðalgöngusakar málskostnað eftir reikningi eða mati réttarins. Aðalstefndur mætti hvorki né lét mæta við fyrstu fyrir- tekt málsins, en er meðalgöngusökin var fyrir tekin lét hann mæta í málinu en hreyfði þó engum mótmælum gegn dómkröfum aðalstefnanda, enda hafði aðalstefnandi lagt fram í málinu sundurliðaða reikninga frá umbjóðendum sínum yfir viðskipti þeirra við aðalstefndan, sem hafði ritað yfirlýsingu á reikningana um að þeir væru réttir. Það verður því þegar af þessari ástæðu að taka kröfu að- alstefnanda til greina að öllu leyti og skylda aðalstefnda til að greiða hinar umstefndu fjárhæðir með 6% árs- vöxtum frá 25. jan. þ. á. til greiðsludags. 35 Kröfur sínar um að sjóveðréttur skipverja á v/b. Auð- bergur S. M. 33, verði ekki viðurkenndur byggir stefn- andi meðalgöngusakar fyrst og fremst á því, að sannanir vanti fyrir því að umbjóðendur aðalstefnanda hafi nokk- urntima verið ráðnir skipverjar á v/b. Auðbergi S. M. 33, og þó svo hafi verið sé alveg óupplýst hvenær ráðning hafi farið fram, til hvaða tíma, með hvaða kjörum þeir séu ráðnir eða hvenær skráðir úr skiprúmi. Í sjómannalögum nr. 41 frá 1930 og lögum um lögskrán- ingu sjómanna nr. 53 frá 1930 séu sett Ítarleg ákvæði um ráðningu sjómanna á skip og þær reglur séu meðal annars settar til varnar fyrir eigendur skips eða veðhafa í skipi gagnvart ósönnuðum eða röngum sjóveðsréttarkröfum skipverja og þeim beri að sanna slíkar kröfur með hin- um lögskipuðu opinberu skjölum, skipshafnarskrá og við- skiptabókum. Aðalstefnandi hefir lagt fram í málinu skipshafnarskrá v/b. Auðbergur S. M. 33, svo og sundurliðaða reikninga frá skipverjum yfir viðskipti þeirra við aðalstefndan árin 1932 og 1933, með áritaðri viðurkenningu aðalstefnda fyrir því, að reikningarnir séu réttir og loks hefir verið lögð fram í málinu svo hljóðandi yfirlýsing frá aðalstefnd- um: „Eg undirritaður lýsi því hér með yfir að eitt af skil- yrðum fyrir því að þeir Ágúst Guðjónsson, Garðar Jóns- son, Eðvald Valdórsson og Sæbjörn Vigfússon yrðu á- fram starfandi á vélbát minum „Auðbergur“ S. M. 33, ár- ið 1933, var það, að fyrstu greiðslur til þeirra á árinu 1933 væru upp í eftirstöðvar af kaupgjaldi þeirra frá fyrra eða fyrri árum.“ Telur aðalstefnandi að með framlagningu þessara skjala sé fengin lögfull sönnun fyrir því, að umbjóðendur hans hafi verið ráðnir á bátinn og fyrir réttmæti krafa þeirra, enda hafi það verið alkunna, að þeir hafi í nokkur undan- farin ár starfað sem skipshöfn á bát þessum. Rétturinn er þeirrar skoðunar að sjómannalögin og lög um lögskráningu sjómanna séu eingöngu sett til að ákveða réttarstöðu skipverja gagnvart útgerðarmanni, en ákvæði þeirra séu enganveginn lögleidd til varnar réttindum veð- hafa í skipum. Lögin sjálf gefa enga bendingu í þá átt og af ástæðunum fyrir lagafrumvörpum verður engin slík ályktun dregin. Ekki verður heldur fallizt á, að skipverj- 36 ar geti ekki sannað skiprúmsvist sína löglega á annan hátt, en með framlagningu skipshafnarskrár og viðskiptabóka, heldur gildi þar um almennar sönnunarreglur. Samkvæmt hinni framlögðu skipshafnarskrá virðast skipverjar hafa verið lögskráðir á v/b. Auðberg S. M. 33 árið 1933, sem hér segir: Eðvald Valdórsson frá 19. jan. til 25. s. m. Hann er aftur lögskráður 10. marz, en hvenær af- skráður sést ekki. Loks er hann lögskráður 2. maí og af- skráður 1. júlí. Garðar Jónsson er lögskráður 19. jan. og afskráður 25. s. m. Aftur er hann skráður í skiprúm 10. marz, en hvenær afskráður sést ekki. Síðan lögskráður 2. mai og afskráður 22. júní. Sæbjörn Vigfússon er skráð- ur á bátinn frá 10. marz til 16. marz og frá 2. maí til 8. mai. Stefnandi meðalgöngusakar hefir mótmælt því að skips- hafnarskráin sé löglegt sönnunargagn fyrir skiprúmsvist umbjóðenda aðalstefnanda, þar sem á hana vanti meðal annars undirskrift skipstjóra og lögskráningarstjóra. En enda þótt ekkert tillit sé tekið til skipshafnarskrárinnar, sem að vísu styrkir framb. skipverja, þó gölluð sé, verður samt að álíta að aðalstefnandi hafi fært gildar sannanir fyrir því að umbjóðendur hans hafi verið ráðnir skipverj- ar á v/b. Auðberg S. M. 33 á árinu 1933, því bæði liggur fyrir um það skýlaus yfirlýsing aðalstefnds (rskj. 12) og auk þess hefir hann viðurkennt reikninga skipverja rétta, en á þeim reikningum er þeim öllum fært til tekna and- virði aflahluta árið 1933, en þann hlut gátu þeir ekki fengið, nema sem skipverjar á greindum bát aðalstefnds. Þá hefir stefnandi meðalgöngusakar neitað sjóveðrétti skipverja í bátnum af þeirri ástæðu að reikningarnir beri það með sér að aflahlutnum 1933 hafi verið skilað og á hann þar við að greiðslur þær, sem aðalstefndur innti af hendi til skipverja það ár hafi fyrst og fremst gengið til greiðslu hlutanna, en ekki til afborgunar á eldri skuldum hans við skipverja. Hlutirnar hafi verið eign skipverja og útgerðarmaður hafi því hlotið að skila andvirði þeirra nema hann hafi fengið það að láni með sérstökum samn- ingi, en sjóveðrétt geti þeir ekki öðlazt fyrir slíku láni. Aðalstefnandi hefir aftur á móti haldið því fram, að það sé algild regla, þegar skuldunautur innir greiðslu af hendi, án þess að setja ákveðnar skorður um hverja skuld hann greiði, sé lánardrottni frjálst að kvitta hvern þann 37 hlut kröfu sinnar, sem hann vill, en auk þess hefir hann lagt fram í málinu yfirlýsingu aðalstefnds (rskj. 12) um að umbjóðendur hans hafi beinlinis gert það að skilyrði fyrir framhaldandi starfi á skipinu, að fyrstu greiðslur til þeirra á árinu 1933, skyldu ganga upp í eftirstöðvar af kaupgjaldi þeirra frá fyrra eða fyrri árum. Á þessa skoðun aðalstefnanda verður rétturinn að fall- ast og telur því framangreindar mótbárur stefnanda með- algöngusakar gegn sjóveðrétti umbj. aðalstefnanda ekki á rökum byggða. Enn er því haldið fram af stefnanda meðalgöngusakar að sjóveð í bátum eigi skipverjar ekki, þegar af þeirri á- stæðu að sjómenn hafi aldrei sjóveð í skipi fyrir hlut sinn úir afla. Á þetta verður ekki fallizt. Það skiptir eigi máli í þessu efni í hverju kaupið á að greiðast, hvort heldur peningum, aflahlut eða öðru. Sjóveð eiga skipverjar ávallt fyrir kaupi sínu skv. 236. gr. siglingalaga nr. 56 frá 1914 og geta neytt þessa réttar sins þegar svo stendur á, eins og hér að útgerðarmaður getur ekki innt kaupið af hendi. Af framangreindum ástæðum telur rétturinn umbjóð- endur aðalstefnanda eiga sjóveð í v/b. Auðbergur S. M. 33, fyrir því, sem ógreitt er af kaupi þeirra og aflahlut frá árinu 1933 og er þá eftir að athuga hina framlögðu reikn- inga. Krafa Ágústs Guðjónssonar sundurliðast þannig: Ógreitt kaup og hlutur í árslok 1933, kr. 300.73 og vinna við að gera við bátinn í janúar og mála hann í júlí s. á. kr. 82.80 eða samtals kr. 383.53. Um fyrri liðinn er það að segja að samkvæmt reikningnum skuldaði aðalstefndur Ágúst í árslok 1932 kr. 310.00. Þar við bætist svo aflahlutur á ár- inu kr. 500.00 og kaup kr. 30.63. Upp í þetta eru greiddar 540 kr. eða meira en eftirstöðvunum í árslok 1932 nam. Mismunurinn kr. 300.73 er því ógreitt kaup og aflahlutur frá 1933 og á Ágúst samkvæmt því, er að framan greinir, sjóveð í v/b. Auðbergi S. M. 33 fyrir þeirri fjárhæð. Hins- vegar verður ekki talið upplýst hvort Ágúst var skipstjóri á bátnum, er vinna hans við viðgerð á bátnum fór fram og verður honum því ekki gegn mótmælum stefnanda með- algöngusakar tildæmdur sjóveðréttur í bátnum fyrir þeirri fjárhæð kr. 82.80. Krafa Eðvalds Valdórssonar er kr. 700.63 fyrir ógreidd- 38 an aflahlut og kaup í árslok 1933 og kr. 82.80 fyrir vinnu við bátinn í jan. og júli s. á. Samkv. reikningum hefir inneign hans hjá aðalstefndum í árslok 1939 numið kr. 605.35. Aflahlutur 1933 kr. 550.28. Honum greitt á árinu kr. 455.00 sem er lægri fjárhæð en eftirstöðvarnar í árs- lok 1932. Sjóveð á hann því aðeins fyrir hlutnum, sem honum bar árið 1933 kr. 550.28, þar sem sjóveðréttur fyrir kaupi og aflahlut frá 1932 er fyrndur samkv. 251. gr. sigl- ingarlaganna. Gegn mótmælum stefnanda meðalgöngusak- ar verður Eðvald ekki tildæmdur sjóveðréttur í v/b Auð- bergi S. M. 33 fyrir vinnu hans við bátinn í jan. og júlí 1933, með því að ekki verður með vissu séð, hvort hann var þá lögskráður á bátinn. Krafa Garðars Jónssonar. Útgerðarmaður er talinn skulda honum í árslok 1933, kr. 1220,20 fyrir vangreitt kaup og aflahlut, auk kr. 32.40 fyrir vinnu við bátinn í jan. 1933. Í árslok 1932 skuldaði aðalstefndur honum kr. 1170.20. Hlutur á árinu kr. 605.00 og kaup 45 kr. Á árinu hafa verið greiddar 600 kr. Af sömu ástæðu og fram er tekið um kröfu Eðvalds Valdórssonar á Garðar aðeins sjó- veð fyrir hlut sínum og kaup 1933 eða fyrir kr. 650.00 en fyrir kröfu hans fyrir vinnu við bátinn í janúar 1933 kr. 32.40 á hann ekki sjóveð af sömu ástæðu og fram er tekið um samskonar kröfu þeirra Ágústs Guðjónssonar og Eð- valds Valdórssonar. Krafa Sæbjörns Vigfússonar kr. 199.67 er samkvæmt reikningi eftirstöðvar af aflahlut frá árinu 1933, þar sem honum hefir verið greidd hærri fjárhæð á árinu en inn- eign hans nam í árslok 1932 og á hann því sjóveð í v/b Auðbergur S. M. 33 fyrir kröfunni. Eftir þessum úrslitum málsins greiði aðalstefndur að- alstefnanda 150 krónur í málskostnað. Hinsvegar þykir rétt eftir málavöxtum að málskostnaður í meðalgöngusök falli niður. Vegna þess að formaður sjódómsins hefir verið á stöð- ugu ferðalagi frá því í júní og til loka júlímánaðar á Þinga- ferðum og öðrum embættiserindum, hefir dómsuppsögnin dregizt svo mjög. 39 Mánudaginn 27. janúar 1936. Nr. 53/1935. Björgvin Bjarnason (Einar B. Guðmundsson) gegn Ólafi Gíslasyni £ Co. (Garðar Þorsteinsson). Frávísun. Dómur gestaréttar Ísafjarðar 4. marz 1935: Stefndur Björgvin Bjarnason, greiði stefnandanum, Óskari Borg Í. h. Ólafur Gislason £ Co., kr. 1109.10 með 7% ársvöxtum frá 14. júní 1931 til greiðsludags, kr. 28.40 í afsagnar- kostnað, kr. 78.50 í matskostnað og kr. 75.00 í málskostn- að, allt innan Sja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir hér fyrir dómi gert þá aðal- kröfu, að hann verði algerlega sýknaður af kröf- um stefnda í máli þessu, og að sér verði dæmdur málskostnaður fyrir báðum réttum. Til vara hefir hann krafizt niðurfærslu á hinni dæmdu kröfu um kr. 228.02, eða aðra upphæð eftir mati réttarins, og að málskostnaður fyrir báðum réttum verði þá látinn falla niður. Stefndur hefir krafizt staðfestingar á hinum á- frýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Samkvæmt skuldabréfi áfrýjanda frá 14. júní 1931 stefndum til handa, nam skuld hans, út af ábreiðnakaupunum, þá Kr. 3411.10, auk afsagnar- kostnaðar, sem talinn er kr. 28.40, eða samtals kr. kr. 3439.50. Upp í skuld þessa hefir áfrýjandi greitt í peningum fyrir milligöngu Ingólfs lögfræðings Jónssonar kr. 500.00, og fyrir milligöngu Óskars lögfræðings Borg kr. 1800.00, eða samtals kr. 40 2300.00. Frá þeirri upphæð hefir stefndur dregið innheimtulaun nefndra lögfræðinga, kr. 100.00 til Ingólfs og kr. 400.00 til Óskars, samtals kr. 500.00, en fært afganginn, kr. 1800.00, áfrýjanda til tekna. Áfrýjandi hefir, bæði í héraði og hér fyrir rétti, mótmælt innheimtulaunum þessum í heild sem of háum, og er niðurfærslukrafa hans við það miðuð. Aðiljum virðist þó koma saman um það, að þókn- unin til Ingólfs geti talist hæfileg, miðað við það, að hann, auk nefndrar innheimtu, samdi skulda- bréf fyrir allri skuldinni, er hann fékk áfrýjanda til að undirrita, og tók hjá honum handveð til tryggingar skuldinni í heild. Starf Óskars Borg, er hann reiknar sér nefnda 400 kr. þóknun fyrir, virð- ist hinsvegar eingöngu hafa verið í þvi fólgið, að krefja áfrýjanda um greiðslu utan réttar. Og þar eð hann, sem var umboðsmaður stefnds fyrir und- irrétti í þessu máli, hefir miðað málskostnaðar- kröfu sína í því við eftirstöðvar skuldarinnar, þá verður þegar af þeirri ástæðu ekki álitið, að reikna beri nefnd innheimtulaun hans, gagnvart áfrýj- anda, af hærri upphæð en þeim 1800 kr., sem hann innheimti, og verða þau samkvæmt taxta Málflutn- ingsmannafélags Íslands kr. 180.00. Stefndum verð- ur því ekki talið heimilt að draga frá nefndri 2300 kr. greiðslu hærri innheimtukostnað en kr. 280.00 alls. Verður samkvæmt því að telja, að áfrýjandi hafi greitt í peningum upp í skuld sína kr. 2020.00. Er þá afgangur skuldarinnar, þegar sú greiðsla er frá dregin, kr. 1419.50. Þá hefir stefndur, eins og í hinum áfrýjaða dómi greinir, talið áfrýjanda til tekna upp í skuld hans matsverð ábreiðna þeirra, sem hér fyrir rétti er viðurkennt, að hann hafi haft að handveði, kr. 41 502.00. Telur stefndur sig hafa tekið veð þetta til eignar, samkv. 22. kap. kaupabálks Jónsbókar, fyrir virðingarverð hinna dómkvöddu manna, sem áfrýj- andi sé bundinn við. Áfrýjandi mótmælir því hins- vegar, að stefndur hafi farið að lögum, er hann tók veðið til eignar, án þess að tilkynna áfrýjanda þessa ætlun sína né gera honum aðvart um matsgerðina, áður en hún fór fram. Kveður hann matsverðið, m. a. af þessari ástæðu, ekki vera bindandi fyrir sig. Í fyrrgreindu skuldabréfi áfrýjanda til stefnds frá 14. júní 1931, er að vísu tekið fram, að standi áfrýjandi ekki í skilum, geti stefndur, „án frekari tilkynningar og án dóms eða sátta, látið selja veð- ið til lúkningar skuldinni“. Þetta ákvæði nær ein- ungis til þess, að veðið sé selt á opinberu uppboði, að undangenginni auglýsingu, og á það því hvorki beint né óbeint við, er veðið er tekið til eignar eft- ir virðingu, eins og hér átti sér stað. Nú verður að telja það almenna reglu laga, að þegar mat skal fram fara, sem ákveðinn maður á að vera bund- inn við, þá skuli, ef unnt er, tilkynna honum, hvar og hvenær matið á að fara fram, svo að hann geti gætt réttar sins við matsgerðina. Nær þessi regla einnig til þess, er veð er tekið til eignar eftir ofan- greindri lagaheimild. Og þar sem upplýst er, að stefndur gætti ekki reglu þessarar, er hann tók veðið til eignar, brestur skilyrði fyrir því, að á- frýjandi sé bundinn við matið. Sem fyrr segir, verður að telja eftirstöðvar hinnar umstefndu skuldar kr. 1419.50. En í máli þessu hefir stefndi aðeins krafizt dóms um kr. 1109.10, og er sú krafa miðuð við það, að eignartaka hans á handveðinu hafi verið lögleg, og að frádráttur hans frá kröf- unni á virðingarverði veðsins, kr. 502.00, hafi því 42 verið bindandi fyrir hann. Stefndur hefir því lagt málið fyrir dóm á röngum grundvelli, með því að honum verður eigi veittur dómur um hærri upphæð- ina, kr. 1419.50, af því að hann hefir eigi gert kröfu um hana, og dómur honum til handa um lægri kröf- una aðeins, kr. 1109.10, ef til vill að frádregnum of- angreindum kr. 220.00, myndi eigi samrýmast til- gangi hans með höfðun máls þessa, með því að þá væri ódæmt um mismun hærri og lægri upphæð- arinnar. Af þessum sökum þykir verða að vísa máli þessu ex officio frá undirrétti. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að málskostn- aður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá undirréttinum. Málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestarétti Ísafjarðar af Ósk- ari Borg, cand. juris á Ísafirði, f. h. firmans Ólafur Gisla- son á Co í Reykjavík, gegn Björgvin Bjarnasyni, verk- smiðjueiganda á Ísafirði, til greiðslu skuldar. Tildrög máls þessa eru þau, að seint á árinu 1930 keypti stefndur 2 strigaábreiður frá firmanu Joseph Gundry £ Co. Bridport, fyrir milligöngu firmans Ólafur Gislason á Co. Samþykkti stefndur 2 víxla fyrir kaup- verðinu, að upphæð samtals 3411.10 íslenzkar krónur, en er þeir féllu í gjalddaga gat stefndur ekki greitt þá og voru þeir afsagðir sökum greiðslufalls. Telur stefnandi afsagnarkostnaðinn vera kr. 28.40. Hinn 14. júní 1931 gefur stefndur út skuldabréf ti! handa Ólafi Gíslasyni £ Co fyrir skuld þessari og afsagn- arkostnaði, og skyldi skuldin samkvæmt því greiðast með vissum afborgunum og af henni greiðast 7% vextir. Með 43 sama bréfi setti stefndur Ólafi Gíslasyni £ Co hinar keyptu ábreiður að handveði til tryggingar skaðlausri greiðslu á skuldinni, ásamt vöxtum, innheimtulaunum og kostnaði. Ábreiðurnar voru þó áfram í vörzlum stefnds. Er til kom stóð stefndur ekki í skilum með greiðslu afborgana skv. fyrrnefndu skuldabréfi og fékk skuldar- eigandi Ingólfi Jónssyni lögfræðingi á Ísafirði skuldina í hendur til innheimtu. Um haustið 1931 tók Ingólfur Jónsson ábreiðurnar úr vörzlum stefnds og kom þeim til geymslu hjá Togarafélagi Ísfirðinga h. f. Ísafirði. Síðan voru ábreiðurnar sendar Ólafi Gíslasyni á Co. til Reykjavíkur í janúar 1933. Hinn 17. október 1931 greiðir stefndur kr. 500.00 til Ingólfs Jónssonar upp í skuld sína við Ólaf Gíslason £ Co. og verður eigi séð af skjölum málsins hvort vörzlu- skiptin á ábreiðunum hafi þá verið um garð gengin eða ekki. Síðan er skuldin fengin í hendur Óskari Borg lögfræð- ingi til innheimtu og greiðir stefndur honum kr. 1000.00 upp í skuldina 10. okt. 1932 og nokkru síðar kr. 800.00. Af þessum greiðslum, samtals kr. 2300.00 hefir Ólafur Gíslason £ Co tekið kr. 100.00 til greiðslu á innheimtu- launum og kostnaði Ingólfs Jónssonar og kr. 400.00 til greiðslu á innheimtulaunum og kostnaði Óskars Borg, en afganginn kr. 1800.00 upp í greiðslu á höfuðstól fyrr- nefnds skuldabréfs. 28. marz 1933 fékk Ólafur Gíslason á Co. dómkvadda 2 menn í Reykjavík til að virða ábreiðurnar. 12. april sama ár framkvæmdu þeir virðinguna og virtu ábreiðurnar á kr. 502.00. Síðan tók firmað Ólafur Gislason £ Co ábreið- urnar til eignar fyrir virðingarverðið og tók það sem greiðslu upp í skuld stefnds skv. skuldabréfinu frá 14. júní 1931. Stefnandi telur að stefndur hafi þannig greitt sér inn- heimtukostnaðinn til tveggja fyrrnefndra lögfræðinga, er stefndur hafi skv. ákvæðum skuldabréfsins borið að greiða sér að skaðlausu, og kr. 2302.00 upp í höfuðstól skuldabréfsins. Í máli þessu gerir stefnandi þær réttarkröfur, að stefnd- ur verði dæmdur til að greiða sér eftirstöðvar höfuðstóls skuldabréfsins skv. framansögðu kr. 1109.10 ásamt 7% árs- 44 vöxtum af þeirri upphæð frá 14. júní 1931 til greiðsludags og vöxtum frá 14. júní 1931 af upphæðum þeim, er stefnd- ur hefir greitt til greiðsludaga þeirra upphæða. Einnig krefst stefnandi þess, að stefndur verði dæmd- ur til að greiða sér afsagnarkostnað fyrrgreindra vixla kr. 28.40, og kostnað við útnefningu og matsgerð hinna dóm- kvöddu virðingarmanna kr. 78.50, svo og málskostnað að skaðlausu í máli þessu, er samkvæmt framlögðum reikn- ingi er að upphæð kr. 167.00. Stefndur hefir hinsvegar krafizt þess að hann verði al- gerlaga sýknaður af öllum kröfum stefnanda, og að stefn- andi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað skv. reikningi að upphæð kr. 159.00, eða til vara eftir mati rétt- arins. Loks hefir hann krafizt þess að stefnandi verði dæmdur í hæstu sekt fyrir óþarfa málsýfingu. Kröfur sinar byggir stefndur á því, að sökum þess hve dregizt hafi að Ólafur Gíslason á Co. tækju í sínar vörzlur fyrrnefndar ábreiður, hafi handveðsréttur sá, er um ræðir í skuldabréfinu frá 14. júní 1931 aldrei stofnazt, og hafi því verið um að ræða ólöglega sjálftöku er skuldareigandi lét haustið 1931 taka ábreiðurnar úr vörzlum stefnds. Enn- fremur hafi Ólafur Gíslason á Co. geymt ábreiðurnar illa, svo að þær hafi skemmst, enda hafi þær verið notaðar meðan þær voru í geymslu hjá Togarafélagi Ísfirðinga h/f. Hafi ábreiðurnar því orðið fyrir miklum skemmdum frá þvi þær voru teknar úr vörzlum stefnds þar til þær voru metnar af hinum dómkvöddu mönnum. Loks heldur stefndur því fram, að þó um löglegan handveðsrétt yfir ábreiðunum hafi verið að ræða, sem hann mótmælir, hafi Ólafur Gíslason £ Co. þó farið ólöglega að, er það tók á- breiðurnar til eignar skv. virðingarverði, þar eða það hafi ekki áður gert steindum aðvart skv. 1. gr. laga nr. 18 frá 1887, eða boðið honum að leysa til sín ábreiðurn- ar fyrir virðingarverð. Telur stefndur að af þessum sökum eigi stefnandi engar kröfur á hendur sér, heldur eigi hann margvíslegar kröfur á hendur stefnanda, en engar gagn- kröfur hefir hann gert í málinu, hvorki til skuldajafn- aðar né sjálfstæðs dóms. Um þá vörn stefnds, að handveðsréttur fyrir ábreiðun- um hafi ekki verið stofnaður, er það að segja, að með skuldabréfinu frá 14. júni 1931 setur stefndur Ólafi Gísla- 43 syni á Co. ábreiðurnar að handveði. Var firmanu því heimilt að taka ábreiðurnar í vörælur sínar til þess að handveðsrétturinn stofnaðist, og verður eigi á það fallizt, að réttur firmans til þess hafi fallið niður við drátt þann, er á því varð að vörzluskiptin færu fram, þar eð það ekki er skilyrði til þess, að löglegur handveðsréttur stofnist að vörzluskiptin fari fram um leið og handveðssamningurinn er gerður, né innan ákveðins frests þar frá. Það að stefnd- ur greiðir firmanu all-verulegar afborganir af skuldinni eftir að vörzluskiptin urðu, verður einnig að teljast full- komin viðurkenning á handveðsrétti firmans. Hvað þá vörn stefnds snertir, að ábreiðurnar hafi orðið fyrir skemmdum í vörzlum firmans, er það að segja, að stefndur hefir hvorki sannað, gegn mótmælum stefnanda að um vangeymslu á ábreiðunum hafi verið að ræða, né gert neina gagnkröfu út af skemmdunum á ábreiðunum. Verður stefndur því eigi heldur sýknaður af þeirri ástæðu. Eigi verður sýkna stefnds heldur byggð á því að Ólafur Gíslason á Co. hafi farið ólöglega að er það tók ábreiðurn- ar til eignar. Firmað tók ábreiðurnar til eignar eftir mati dómkvaddra manna, sem eigi heldur hefir verið mótmælt sem röngu en skv. 22. kap. kaupabálks Jónsbókar er hand- veðshafa, er hin veðtryggða krafa er í eindaga fallin, og veðsali hefir verið krafinn um skuldina með þeim ár- angri að full greiðsla hefir eigi fengizt, heimilt að taka veðið til eignar eftir skynsamra manna virðingu, án þess að gera veðsala frekar aðvart eða bjóða honum að leysa út veðið með virðingarverði. Stefndur hefir mótmælt sérstaklega sem of háum fyrr- nefndum innheimtulaunum til lögfræðinganna Ingólfs Jónssonar og Óskars Borg, en þar sem stefndur hefir hvorki krafizt þess að skuld sin við stefnanda yrði fyrir þessar sakir færð niður um ákveðna upphæð, eða upphæð tiltekna eftir mati dómarans, er eigi unnt að taka mótmæli þessi til greina. Skv. þessu ber að taka til greina kröfu stefnanda um að stefndur verði dæmdur til að greiða sér krónur 1109,10 með 7% ársvöxtum frá 14. júní 1931 til greiðsludags. Kröfu stefnanda um vexti af þeim upphæðum, sem stefndi hefir greitt er hinsvegar eigi unnt að taka til greina, 46 þar eð stefnandi hefir eigi upplýst nægilega glöggt hvenær greiðslurnar hafa farið fram. Kröfur stefnanda um greiðslu á afsagnarkostnaði, mats- kostnaði og málskostnaði ber einnig að taka til greina, þó þannig að málskostnaðurinn þykir hæfilega ákveðinn kr. 75.00 með tilliti til þess, að stefndum hafa verið reiknuð innheimtulaun af þeim hluta skuldarinnar, sem greiddur er, talsvert hærri en eftir venjulegum taxta. Að dómur í máli þessu hefir eigi verið kveðinn upp fyrr en nú, stafar af ýmiskonar embættisönnum dómarans. Miðvikudaginn 29. janúar 1936. Nr. 185/1934. Dánarbú Sigfúsar Sveinssonar (Jón Ásbjörnsson) segn bæjarstjórn Neskaupstaðar (Stefán Jóh. Stefánsson). Lögtak fyrir húsaskatti og útsvari. Úrskurður fógetarétltar Neskaupstaðar 18. okt. 1984: Umbeðin lögtaksgerð fyrir kr. 7125.02 hjá Sigfúsi Sveins- syni á fram að ganga. Dómur hæstaréttar. Með fógetaréttarúrskurði, gengnum í fógetarétti Neskaupstaðar hinn 18. október 1934, var úrskurð- að, að lögtak skyldi fram fara hjá Sigfúsi kaup- manni Sveinssyni fyrir kr. 7125.02, en þá fjárhæð taldi bæjarstjórn Neskaupstaðar nefndan kaup- mann skulda vegna ógreidds útsvars og húsaskatts 1934 og hafði beiðzt lögtaks fyrir henni. Samdæg- urs úrskurðinum gerði fógetinn lögtak fyrir greind- um gjöldum í eignum gerðarþola. Með hæstaréttar- 47 stefnu, útgefinni 4. desember 1934, áfrýjaði gerð- arþoli fógetaréttarúrskurðinum til hæstaréttar. Gerðarþoli Sigfús Sveinsson lézt, áður en málið yrði flutt í hæstarétti, en dánarbú hans hefir haldið mál- inu áfram. Hér fyrir hæstarétti krefst áfrýjandi þess, að hinum áfrýjaða fógetaréttarúrskurði verði breytt og hrundið á þá leið, að lögtak verði aðeins heim- ilað fyrir kr. 2924.65. Svo krefst hann og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Stefndur gerir þær kröfur fyrir hæstarétti, að hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður verði staðfest- ur, þannig, að lögtakið sé staðfest fyrir kr. 6761,18, en til vara að það sé staðfest fyrir kr. 6562.18. Enn- fremur krefst hann þess, að áfrýjandi verði dæmd- ur til að greiða honum málskostnað fyrir hæsta- rétti. Aðalágreiningsefnið í máli þessu er um það, hvort áfrýjanda beri skylda til að greiða skatt þann, sem samkvæmt lögum nr. 11 frá 6. júlí 1931 skal greiða í bæjarsjóð Neskaupstaðar af öllum húseign- um Í bænum. Mótmælir áfrýjandi þvi, að á honum hvíli slík skylda, og vísar máli sínu til stuðnings til 3. gr. nefndra laga, þar sem svo er kveðið á, að fyrir húsaskattinn annist bærinn húseigendum að kostnaðarlausu sót-, sorp- og salernahreinsun og geri ráðstafanir til að fyrirbyggja eldsvoða. Kveð- ur nú áfrýjandi bæjarstjórn Neskaupstaðar hafa vanrækt þær skyldur, sem greind lög hafi lagt bæn- um á herðar. Sóthreinsunin hafi að vísu farið fram, en hún hafi verið ófullkomin. Sorphreinsun hafi ekki farið fram, Að vísu hafi lækir nokkrir í Nes- kaupstað verið hreinsaðir árið 1934, en það skipti ekki máli, því að lögin eigi við sorphreinsun frá 48 húsum. Loks hafi bærinn ekki fyrr en á árinu 1933 haft útgjöld af ráðstöfunum til að fyrirbyggja elds- voða. Eðlilegast sé að líta svo á, að húseigendum beri ekki að greiða húsaskattinn fyrr en af kaup- staðarins hálfu hafi verið fullnægt ákvæðum nefndra laga. Húsaskatturinn fyrir árið 1931 hafi hinn 13. maí 1933 verið greiddur með kr. 995.00 til þess eins að komast hjá lögtaksgerð og eigi hann (áfrýjandi) endurheimtukröfu á bæjarsjóð fyrir þeirri fjárhæð. Til vara byggir áfrýjandi kröfur sínar á því, að lögtaksheimildin fyrir húsaskattin- um, sem á var lagður 1932 og 1933, sé fyrnd. Þá bendir hann og á, að honum sé vanfært til tekna greiðsla, sem innt var af hendi í janúar 1933, að fjárhæð kr. 363.87 og ganga átti upp í útsvar hans. Samkvæmt framansögðu gerir áfrýjandi upp reikn- ing sinn um bæjargjöld við bæjarsjóð Neskaup- staðar þannig: Skuld áfrýjanda í ársbyrjun 1934 kr. 2221.71. Sé hér um að ræða eftirstöðvar útsvars þess, sem á hann var lagt 1933. Útsvar 1934 kr. 5098.50 og útsvar v/b. „Fylkis“ kr. 600.00. Upp í framangreinda skuld hafi verið greitt á árinu 1934, áður en lögtakið var gert, kr. 4995.56. Miðað við þann tíma, þegar lögtakið fór fram, hafi Ógreidd bæjargjöld hans þannig verið kr. 2221.71 | 5098.50 = 600.00 eða alls kr. 7920.21 - kr. 4995.56 — kr. 2924.65, en fyrir þeirri fjárhæð samþykkir áfrýj- andi að lögtakið sé heimilað. Stefndur heldur því fram, að húsaskatti þeim, sem innheimzt hefir, hafi verið varið eins og fyrir er mælt í 3. gr. laga nr. 11 frá 1931. Hann segir, að um það bil, sem nefnd lög öðluðust gildi, hafi Nes- kaupstað verið útveguð dýr slökkvitæki og fyrir þessa framkvæmd hafi fengizt um 1500 króna lækk- 49 un á brunabótaiðgjöldum í bænum. Þá hafi og mik- ið verið lagt af skólpræsum og vatnsleiðslur færðar út þannig, að húseigendum hafi verið gert það mögu- legt að nota vatnssalerni í húsum sinum. Venja sé, að sorp sé borið í hauga við lækina og sé siðan sorp- ið hreinsað burt um leið og lækirnir séu hreinsaðir. Raunar sé ekki enn skipulögð salernahreinsun í kaupstaðnum, en í þeim húsum áfrýjanda, sem sal- erni eru Í, séu það vatnssalerni. Loks kveður stefnd- ur, að ekki sé skylt að verja hvert ár nákvæmlega sömu fjárhæð og innheimt hefir verið það ár til þeirra verka, sem getur í 3. gr. nefndra laga. Stefnd- ur viðurkennir, að draga beri frá þeirri fjárhæð, sem lögtak var heimilað fyrir í fógetaréttinum, kr. 363.87 af þeim ástæðum, sem áfrýjandi greinir, og er aðalkrafa stefnda miðuð við þann frádrátt. Varakrafa hans byggist á því, að húsaskattur áfrýj- anda var reiknaður árið 1931 og 1932 samkvæmt héraðsfasteignamatinu, sem lækkað var af lands- yfirfasteignamatsnefnd, en virðingarverð allra hús- eigna áfrýjanda er af landsyfirfasteignamatsnefnd ákveðið kr. 199000.00. Húsaskattur áfrýjanda var ár- in 1931 og 1932 talinn vera kr. 1094.50 hvort árið, en síðan kr. 995.00 á ári eða lækkaður um kr. 99.50 á ári, eftir að tekið var að miða hann við hið end- anlega fasteignamat. Ef lækkunin er einnig látin ná til þess húsaskatts, sem lagður var á 1931 og 1932, lækkar fjárhæð sú, sem stefndur krefst lögtaks fyrir hjá áfrýjanda, um kr. 199.00 eða niður í kr. 6562.18. Eftir þeim upplýsingum, sem fram hafa komið, verður að ætla, að bæjarstjórn Neskaupstaðar hafi varið innheimtum húsaskatti a. m. k. að töluverðu leyti, eins og fyrir er mælt í 3. gr. laganna, en jafn- 4 50 vel þó um einhverja vanrækslu hefði verið að ræða hjá bæjarstjórninni í þessu efni, gæti slík vanræksla ekki varðað því, að húseigendur slyppu við að greiða skattinn, með því að ákvæði 1. gr. 1. nr. 11 frá 1931, um að skatturinn skuli greiddur, eru for- takslaus og engin undantekning frá þeim að finna í lögunum. Ef forráðamenn bæjarins þættu hafa sýnt einhverja vanrækslu um meðferð innheimts húsaskatts, þá yrðu þeir að svara til sakar hennar vegna eins og hverrar annarar vanrækslu, sem þeir væru sakaðir um að hafa framið í starfi sínu. Samkvæmt útsvarsbók Neskaupstaðar voru ó- greidd bæjargjöld áfrýjanda 1. janúar 1934 kr. 4774.58. Aðiljar eru nú sammála um, að frá þessari fjárhæð beri að draga kr. 363.87. Ennfremur ber að draga frá greindri fjárhæð kr. 199.00, með þvi að rétt þykir að miða húsaskatt áfrýjanda árin 1931 og 1932 við hið endanlega fasteignamat. Áfrýjandi greiddi 1933 húsaskatt sinn fyrir 1931 með kr. 995.00, en frá því ári voru honum taldar sem skuld eftir- stöðvar húsaskatts kr. 9950 auk þess sem húsa- skattur fyrir 1932 var talinn honum til skuldar með kr. 1094.50. Með skirskotun til framanritaðs voru ógreidd bæjargjöld áfrýjanda 1. janúar 1934 kr. 4774.58 — (kr. 363.87 - 199.00) eða kr. 4211.71. Hér við bætist 1934 persónulegt útsvar áfrýjanda kr. 5098.50, húsaskattur kr. 995.00 og útsvar v/b. „Fylkis“ kr. 600.00. Alls eru þessar fjárhæðir kr. 4211.71 - 5098.50 - 995.00 - 600.00 = kr. 10905.21 Áfrýjandi telur, að upp í greiðslu útsvars þess, sem á hann var lagt 1934, hafi gengið úttekt kaupstað- arins í verzlun hans 1934, auk ýmissa smærri greiðslna, sem hann hafi innt af hendi fyrir bæ- sl inn, alls að fjárhæð kr. 4995.56. Stefndur viður- kennir, að greitt hafi verið á framangreindan hátt kr. 4493.06, en hann telur, að með greiðslum þess- um hafi fyrst og fremst verið kvittuð þau bæjar- gjöld áfrýjanda, sem ógreidd voru um áramótin 1933 og 1934. Gegn mótmælum stefnda geta greiðsl- ur þessar ekki orðið taldar hærri en kr. 4493.06. Þá verður og að fallast á það hjá stefnda, að heim- ilt hafi verið að láta síðasttaldar greiðslur ganga upp í þau bæjargjöld áfrýjanda, sem ógreidd voru um fyrrgreind áramót. Niðurstaðan af því, sem nú hefir verið sagt, er sú, að ógreidd bæjargjöld á- frýjanda námu, þegar lögtaksgerðin fór fram, kr. 10905.21 = 4493.06 == kr. 6412.15. Við þessa fjár- hæð bætast dráttarvextir af útsvari áfrýjanda 1934, en þeirra hefir verið krafizt til þess tíma, er lög- takið fór fram. Ber að reikna þá samkvæmt lögum nr. 59 frá 1931 af þeim helming útsvarsins, sem féll í gjalddaga 1. maí, til þess tíma er lögtakið var gert. Nema þeir kr. 127.46, en ekki kr. 150.00, eins og stefndur hefir talið. Ógreidd bæjargjöld áfrýj- anda námu þannig, þegar úrskurður fógetaréttar- ins var kveðinn upp, kr. 6412.15 127.46 = kr. 6539.61. Ber þess vegna að staðfesta fógetaréttarúr- skurðinn að því er síðast talda fjárhæð varðar. Samkvæmt þessum úrslitum málsins verður að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti, og ákveðst hann kr. 200.00. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður og lög- taksgerð staðfestist að því er varðar krónur 52 6539.61, en að öðru leyti skal hinn áfrýjaði úr- skurður úr gildi felldur. Áfrýjandi, dánarbú Sigfúsar Sveinssonar, greiði stefndum, bæjarstjórn Neskaupstaðar kr. 200.00 í málskostnað í hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Bæjarsjóður Neskaupstaðar hefir krafizt lögtaks fyrir ó- greiddu útsvari og húsaskatti hjá Sigfúsi Sveinssyni kaup- manni kr. 7426.52 en gerðarþoli hefir mótmælt fram- gangi gerðarinnar og báðir aðiljar lagt ágreininginn undir úrskurð fógetaréttarins. Gerðarbeiðandi hefir undir rekstri málsins fært kröfur sínar niður í kr. 7125.02 en þá upphæð telur hann gerð- arþola skulda vegna ógreidds útsvars 1934 og húsaskatts. Gerðarbeiðandi hefir lagt fram reikning samkvæmt út- svars- og húsaskattsbók bæjarins er sýnir viðskipti gerð- arbeiðanda og gerðarþola á árinu. Gerðarþoli hefir mót- mælt reikningi þessum, sem of háum þar sem eftirstöðvar frá fyrra ári séu of hátt tilfærðar og samkv. sínum bók- um telur hann þéssar eftirstöðvar miklu lægri. Þar sem upplýst er í málinu að gerðarþoli hefir eigi fært húsaskatt til bæjarins í reikning sinn kemur eðlilega fram mismun- ur, og hnekkir það út af fyrir sig eigi reikningsfærslu bæjarins, nema því aðeins að húsaskatturinn sé ólöglega krafinn. Þar sem það er aðalatriðið í þessu máli skal það þegar tekið til athugunar, hvort húsaskatturinn er lög- legur eða eigi. Með lögum nr. 11 6/7 1931 er Neskaupstað heimilað að leggja á húsaskatt 0.5% af virðingarverði húseigna og ber húseigendum að greiða það. Í 3. gr. laganna er síðan til- tekið hvernig gjaldi þessu skal varið. Nú heldur gerðar- þoli því fram að gjaldinu hafi alls ekki verið varið á lög- skipaðan hátt og þvi sé það ranglega krafið. Eftir því sem upplýst er í málinu verður alls eigi séð að innborg- uðum húsaskatti í bæjarsjóð hafi verið þannig varið að 53 með því séu brotin lög þessi, og getur þessi varnarástæða gerðarþola, þegar af þeirri ástæðu eigi talist gild. Þá heldur gerðarþoli fram að húsaskattur fyrir 1931 sé ólög- legur, þar sem lögin nái aftur fyrir sig eða séu fram- kvæmd of fljótt. Þessar ástæður geta eigi talist á rökum byggðar með því að lögin kveða skýrt á um gjalddagann, sem sé Í. sept. og þá í fyrsta sinn þetta sama ár, með því að gildistaka laganna er 6. júlí. Aðrar mótbárur gegn greiðslu húsaskattsins hafa eigi fram komið og verða þá eigi byggðar á honum frekari mótmæli gegn framgangi gerðarinnar. Gerðarþoli hefir ekki borið fram neinar rökstuddar athugasemdir gegn framlögðum reikningi og verður því að leggja hann til grundvallar og getur reikningsfærsla gerðarþola sjálfs eigi hnekt honum þar sem upplýst er, að þar er húsaskatti slept, sem samkv. framansögðu er lög- lega álagður. Þá hefir gerðarþoli mótmælt dráttarvöxt- unum, en þar sem eigi verður annað séð en að þeir séu eigi of hátt reiknaðir samkv. útsvarslögunum þá verður að taka þá kröfu til greina. Þá hefir gerðarþoli borið fram ýmsa gagnkröfureikn- inga í málinu, en þar sem þeim hefir öllum verið mót- mælt, er ekki hægt að taka þá til greina í þessu máli. Samkvæmt framansögðu hefir. þá ekkert komið fram í mótmælum gerðarþola er hindri framgang þessarar gerð- ar og á hún því fram að ganga á ábyrgð gerðarbeiðanda. Föstudaginn 381. jan. 1936. Nr. 55/1935. Hrefna Sigurgeirsdóttir og Jón Arin- bjarnarson gegn s/f Kolasalan Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Hrefna Sigurgeirsdóttir og Jón Arin- bjarnarson, er eigi mæta í málinu, greiði 50 króna 54 aukagjald til ríkissjóðs ef þau af nýju vilja fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði þau og stefnda, er hefir látið mæta og krafizt ómaksbóta, kr. 50.00, í ómaksbætur að við- lagðri aðför að lögum. Föstudaginn 31. jan. 1936. Nr. 115/1935. Pétur Þ. J. Gunnarsson Segn Garðari Þorsteinssyni Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Pétur Þ. J. Gunnarsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Föstudaginn 31. jan. 1936. Nr. 118/1935. Albert Guðmundsson gegn tollstjóra Reykjavíkur f. h. ríkissjóðs. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Albert Guðmundsson, er eigi mætir Í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Föstudaginn 31. jan. 1936. Nr. 119/1935. Gyða Eggertsdóttir gegn tollstjóra Reykjavíkur f. h. ríkissjóðs. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gyða Eggertsdóttir, er eigi mætir Í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir Í hæstarétti. Miðvikudaginn 5. febrúar 1936. Nr. 116/1935. Valdstjórnin (Lárus Fjeldsted) Segn Kristni Steinari Jónssyni (Eggert Claessen). Ölvun við bifreiðarakstur. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 18. sept. 1935: Kærð- ur, Kristinn Steinar Jónsson, greiði 200 króna sekt til ríkis- sjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 20 daga. Kærður skal og sviptur rétti til að stýra bifreið æfilang!. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Brot kærða, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi, varðar við 4. málsgr. 5. gr. laga nr. 70/1931 og 1. málsgr. 21. gr. laga nr. 33/1935. Ákvæði dómsins 56 um sviptingu ökuleyfis samkvæmt áðurnefndum lagagreinum ber að staðfesta, svo og ákvæði hans um sektargreiðslu samkvæmt 14. gr. laga nr. 70/1931 og 39. gr. laga nr. 33/1935, þó þannig, að greiðslu- frestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Einnig ber að staðfesta ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði. Loks verður að dæma kærða til að greiða allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Um rannsókn málsins í héraði athugast, að lög- reglumenn þeir, er tóku kærða aðfaranótt 12. ágúst f. á. hafa ekki verið látnir gefa skýrslu fyrir dómi í málinu, að læknir sá, er blóðsýnishornið tók úr kærða, hefir ekki verið látinn segja álit sitt um á- stand hans þá, að maður sá, er var í bilnum með kærða umrætt skipti, hefir ekki verið látinn bera um það, hversu mikils áfengis þeir neyttu áður en eða meðan kærði ók bilnum, og að ekki hefir verið lagt fram í málinu eftirrit af dómi lögregluréttar Reykjavíkur 13. marz 1981. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði lögregluréttardómur á að vera óraskaður, þó þannig, að greiðslufrestur sekt- arinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Kristinn Steinar Jónsson, greiði allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Lárusar Fjeldsted og Eggerts Claessen, 50 krón- ur til hvors. ð/ Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Kristni Steinari Jónssyni, Þbifreiðarstjóra, til heimilis á Laufásvegi 50 hér í bæ, fyrir brot gegn lögum um notkun bifreiða nr. 70, 1931 og áfengislögum nr. 33, 1935. Áður hefir kærður svo kunnugt sé sætt eftirfarandi kær- um og refsingum. 1923 % Sætt 5 króna sekt fyrir óskilahest í bænum. 1925 17%% Sætt 10 króna sekt fyrir samskonar brot. 1925 129 Sætt 5 króna sekt fyrir samskonar brot. 1926 284 Sætt 50 króna sekt fyrir brot gegn lögreglusam- Þykktinni. 1928 í Sætt 100 króna sekt fyrir brot gegn áfengislög- unum. 1928 % Sætt 5 króna sekt fyrir óskilahest. 1928 %;, Sætt 50 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 2% Sætt 50 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 184, Sætt 75 króna sekt fyrir sama. 1930 % Sætt 50 króna sekt fyrir sama. 1931 138 Dómur lögregluréttar Reykjavíkur, 100 króna sekt og svipting ökuleyfis í 3 mánuði fyrir brot á áfengis- og bifreiðalögunum. 1931 2% Áminning fyrir brot gegn samþykkt um bif- reiðastæði. 1933 % Sætt 10 króna sekt fyrir brot gegn bifreiðalög- unum. 1934 23%, Dómur Hæstaréttar: Sýknaður af kæru um brot á áfengislögunum og bifreiðalögunum. Aðfaranótt fimmtudagsins 12. þ. m. klukkan um 1% stöðvaði lögreglan bifreiðina RE. 74 innarlega á Hverfis- götunni og sat kærði við stýri hennar og var áberandi drukkinn. Kærður hefir skýrt svo frá, að hann hafi ekið bifreið- inni frá Grundarstig 15. Hafði hann þá drukkið úr brenni- vinspela við annan mann rétt áður. Kveðst hann hafa ver- ið matarlaus um kvöldið og því hafi svifið venju fremur á sig. ö8 Lögreglan lét taka blóðprufu af kærðum um nóttina og reyndist alkóhólmagn þess rúmlega 2%, samkvæmt skýrslu læknis. Framangreint brot kærðs varðar við 5 gr. sbr. 14. gr. laga um notkun bifreiða nr. 70, 1931 og 21. gr. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33, 1935. Þykir refsing hans hæfilega á- kveðin 200 króna sekt til ríkissjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 20 daga. Þá ber og með tilliti til ítrek- unar brotsins að dæma kærðan til að missa ökuleyfi sitt æfilangt. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið dráttur. Föstudaginn 7. febrúar 1936. Nr. 100/1935. Helgi Ingvarsson (Sveinbjörn Jónsson) Ssegn Landsbanka Íslands (Pétur Magnússon). Vixilábyrgð. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 15. des. 1934: Stefndir, Ólafur Ólafsson, Egill P. Einarsson og Helgi Ingvarsson greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn stefnandanum Landsbanka Íslands kr. 250,00 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1934 til greiðsludags, %% upphæðarinnar í þóknun, kr. 6,50 í afsagnarkostnað og kr. 91,50 í málskostnað inn- an þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 23. sept. f. á., að fengnu áfrýj- unarleyfi, dags. 30. ágúst s. á. Krefst áfrýjandi sýknu og málskostnaðar fyrir báðum dómum. 59 Stefndur krefst staðfestingar og málskostnaðar fyr- ir hæstarétti. Áfrýjandi bar þá varnarástæðu fram í héraði, eins og frá er skýrt í hinum áfrýjaða dómi, að stefndur hér fyrir rétti, Landsbanki Íslands, hefði enga fjárkröfu öðlast á hendur honum samkvæmt víxli þeim, sem út af var stefnt, sökum þess að bankinn hefði ekki eignast vixilinn með lögmætri heimild. Er sýknukrafa áfrýjanda hér fyrir dómi einnig reist á þessari ástæðu. Verður að fallast á það álit héraðsdómarans, að þannig lagaða varnar- ástæðu sé heimilt að bera fram í vixilmáli. Í máli þessu er það upplýst, að samþykkjanda nefnds vixils, Ólaf Ólafsson, brast heimild til þess að selja eða afhenda vixilinn á annan hátt en sem framlengingu á hinum fyrra víxli, sem áfrýjandi hafði gerzt ábyrgðarmaður að fyrir hann. Þennan heimildarbrest, sem víxillinn bar með sér, þar eð á hann var skrifað orðið „framlenging“, átti stefndur að sjá, enda hafði hann engan vixil undir höndum, sem þessi víxill gat talist framlenging á, þegar litið er til upphæðar hans og nafna þeirra, sem á honum stóðu. Gat stefndur því ekki vænzt þess, að öðlast rétt á hendur áfrýjanda, með því að kaupa víxilinn og greiða andvirði hans á þann hátt, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi. Þykir því verða að sýkna á- frýjanda af kröfum stefnds í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður allur, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Helgi Ingvarsson, á að vera sýkn af kröfum stefnds, Landsbanka Íslands, í máli þessu. 60 Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnum birtum 28. og 30. júní s. 1. af Landsbanka Íslands, hér í bæ gegn Ólafi Ólafssyni, verzlunarmanni, Óðinsgötu 24, Agli P. Einarssyni, Grettisgötu 25, báðum hér í bænum og Helga Ingvarssyni lækni á Vifilsstöðum til greiðslu víxils að upphæð kr. 250,00 útgefins 11. des. f. á. af stefndum Agli og samþykkts af stefndum Ólafi til greiðslu í Lands- bankanum hér í bæ 1. jan. s. l., en á víxli þessum, sem ofsagður var vegna greiðslufalls 3. s. m. er stefndur Helgi ábekingur. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefndir verði in solid- um dæmdir til þess að greiða sér upphæð víxilsins kr. 250,00 með 6% ársvöxtum frá gjalddaga hans til greiðslu- dags, 14 % upphæðarinnar í þóknun, kr. 6,50 í afsagnar- kostnað og málskostnað að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem er í samræmi við aukatekju- lögin og lágmarksgjaldskrá málaflutningsmannafélagsins kr. 91.50. Stefndir Ólafur og Egill hafa hvorki mætt né látið mæta í málinu og er þeim þó löglega stefnt. Verður þá eftir N. L. 1—4--32 og tilsk. 3. júní 1796, 2. gr., sbr. tilsk. 15. ágúst 1832, 8. gr. að dæma málið eftir framlögðum skjöl- um og skilrikum, að því er þá snertir, og þar sem stefn- andi hefir lagt fram frumrit víxilsins með framsali til sín svo og afsagnargerð verða dómkröfur hans teknar til greina gagnvart þeim að öllu leyti, Stefndur Helgi hefir hinsvegar mætt í málinu, mót- mælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og hæfi- legs málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Lýsir stefndur Helgi, sem hér eftir verður til hægðarauka að- eins kallaður stefndur, málavöxtum svo, að hinn 16. nóv. f. á. hafi hann skrifað sem ábyrgðarmaður á 250 króna vixil fyrir meðstefndan Ólaf, er átt hafi að greiðast 16. des f. á., og hafi útgefandi þess víxils verið meðstefndur Egill. Er að gjalddaga kom, hafi samþykkjandi ekki þótzt geta greitt vixilinn og hafi hann því beðið sig að skrifa upp 61 á framlengingarvíxil með sömu upphæð með gjalddaga Í. jan. s. 1. Kveðst stefndur hafa gert þetta og skrifað orðið „framlenging“ framan á víxilinn til þess að fyrirbyggja misnotkun á honum. Samþykkjandi hafi þó ekki notað vixil þennan til framlengingar hinum upphaflega vixli, heldur hafi hann selt stefnanda framlengingarvíxilinn og greitt honum víxil í Landsbankanum að upphæð kr. 110.00 samþykktan af honum sjálfum en útgefinn af Ein- ari Eiríkssyni með gjalddaga 15. dez. f. á. Mismunurinn á vixilupphæðunum hafi samþykkjandi fengið útborgað- an. Upphaflega víxilinn kveðst stefndur hinsvegar hafa orðið að leysa til sin 21. dez. f. á. og nú sé honum í þessu máli stefnt til greiðslu á framlengarvixlinum. Telur stefndur, að stefnandi hafi með því að kaupa umræddan víxil til framlengingar á áðurgreindum 110 króna vixli meðstefnda Ólafs sýnt það gáleysi við víxil- kaupin að stefnandi hafi ekki getað öðlazt vixilrétt á hendur sér og byggir stefndur sýknukröfuna á þeim grundvelli. Til rökstuðnings þessu bendir stefndur á það, að framlengingarvíxlar séu venjulega lægri eða með sömu upphæð og víxlar þeir, sem þeir séu ætlaðir til endur- nýjunar á og einnig með sömu ábyrgðarmönnum. Þessu sé ekki til að dreifa hér. Hinn umstefndi vixill, sé bæði hærri og með öðrum ábyrgðarmönnum en vixillinn sem hann var notaður til að framlengja. Þá telur stefndur það greinilegt að rithönd hans sé á orðinu „framlenging“, sem ritað er framan á víxilinn og sé af þessum ástæðum auð- sætt, að stefnandi hafi sýnt af sér verulega ógætni með því að spyrjast ekki fyrir um það hjá ábyrgðarmönnum hins umstefnda vixils, hvort hann skyldi ganga til fram- lengingar á áðurgreindum 110 króna vixli og hafi stefn- andi þannig ekki getað verið í góðri trú í þeim efnum er hann keypti vixilinn. Stefnandi hefir samþykkt, að framangreind varnará- slæða stefnds komist að í máli þessu, enda virðist hún þess eðlis, að heimilt sé að bera hana fyrir sig í víxilmáli. Hinsvegar hefir stefnandi mótmælt réttmæti hennar og haldið fast við kröfur sínar í málinu. Það er nú in confesso, að hinn umstefndi víxill var seldur stefnanda til framlengingar á öðrum víxli, er stefn- andi átti á hendur seljanda hans meðstefndum Ólafi, víxli, 62 sem að vísu var lægri og með öðrum ábyrgðarmönnum en vixill sá, sem mál þetta snýst um. En þar sem það er ekki véfengt að seljandi víxilsins hafi haft hann í höndum með formlega löglegri heimild er salan fór fram, þykir stefnandi ekki hafa sýnt neina þá ógætni við víxlakaupin, að hann hafi ekki öðlazt við þau fullan vixilrétt á hendur öllum hinum stefndu víxilskuldurum og verður því sýknu- krafa stefnds ekki tekin til greina, heldur ber einnig að taka dómkröfur stefnanda til greina að öllu leyti, að því er hann snertir. Vegna embættisanna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp fyrr en nú. Föstudaginn 7. febrúar 1936. Nr. 104/1935. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Albert Edward Cooke (Lárus Fjeldsted). Botnvörpuveiðar í landhelgi. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 20. maí 1935: Kærði, Albert Edward Cooke, greiði 22000 kr. sekt til Land- helgissjóð Íslands og komi 11 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, fáist hún ekki greidd innan 4 vikna, frá lögbirtingu þessa dóms. Ennfremur skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í togaranum MH. 460, James Barrie frá Hull vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Auk þess greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms hefir forstöðumaður stýrimannaskólans markað á sjó- 63 kort stað varðbátsins „Ingimundur gamli“ kl. 14,42, 14,53 og 15,02, svo og stað togarans kl. 15,18 þann 19. maí 1935. Kl. 14,42 þann 19. maí 1935, er fyrst var gerð staðarákvörðun á varðbátnum, varð niðurstaðan þessi: Portlandsviti > 52% Hatta > 4910 Hjörleifshöfði Og um leið var tekið horn togarans frá Hjörleifs- höfða 25?*. Næst var staðarákvörðun varðbátsins gerð kl. 14,53 með þessari niðurstöðu: Portlandsviti > 519 20 Hatta > 5920 Hjörleifshöfði Og hornið í togarann frá Hjörleifshöfða 27* 30' Kl. 15,02 var þriðja staðarákvörðun gerð með þessari niðurstöðu: Portlandsviti > 4650 Hatta > 68? Hjörleifshöfði Og hornið í togarann frá Hjörleifshöfða 42“ 45". KI. 15,18, er togarinn nam staðar, var gerð stað- arákvörðun við hlið hans, og varð þá niðurstaðan þessi: 64 Portlandsviti > 350 407 Hatta > 66* 20 Hjörleifshöfði Var staður togarans samkvæmt þessari ákvörð- um 0,3 sjómílur fyrir utan landhelgislínu. KI. 15,51 var loks gerð staðarákvörðun við bauju þá, er varðbáturinn setti út við hlið togarans kl. 15,18, með þessari niðurstöðu: Portlandsviti > 3515 Hatta > 66? 25" Hjörleifshöfði Frá því kl. 14,49 og þar til kl. 15,16, eða um 27 minútur, eftir því, sem foringinn á varðbátnum telur, sigldi togarinn í V. S. V., eða hér um bil beint út frá landi. Þótt gert sé ráð fyrir hægustu ferð, er kærði telur skipið fara, þegar það er að toga, 2 sjómílur á klukkustund, þá hefir það fjarlægzt land á þessum tíma um 0,9 sjómílur, og hefir þá verið að minnsta kosti 0,6 sjómilur innan land- helgislinu kl. 14,49, er það breytti stefnu sinni í V. S. V. Það má því telja sannað, að kærði hafi gerzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 5/1920 þann 19. mai 1935. Og þykir refsing hans fyrir það brot hæfilega ákveðin með tilliti til gullgengis íslenzkrar krónu, sem nú er 49,28, og með tillliti til þess, að brot kærða er itrekunarbrot og að hann sinnti ekki stöðvunarmerki eða þremur stöðvunarskotum varðbátsins, 25000 króna sekt í landhelgissjóð, og komi 8 mánaða einfallt fangelsi í stað sektarinn- 65 ar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Með því að ekki verður talið sannað, að kærði hafi framið ofannefnt brot af ásettu ráði, verður honum ekki dæmd fangelsisrefsing fyrir það eftir 5. gr. laga nr. 5/1920. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði ber að staðfesta. Loks verður að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 150 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Albert Edward Cooke, greiði 25000 króna sekt í landhelgissjóð, og komi 8 mán- aða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og um greiðslu sakarkostn- aðar í héraði eiga að vera óröskuð. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutn- ingsmannanna Péturs Magnússonar og Lárus- ar Fjeldsted, 150 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 66 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn Al- bert Edward Cooke skipstjóra á togaranum H. 460 James Barrie frá Hull fyrir brot gegn ákvæðum landhelgislög- gjafarinnar. Málavextir eru þessir: Hinn 19. þ. m. var varðbáturinn Ingimundur gamli á leið austur með landi út af Dyrhólaey. Sást þá kl. 14,40 togari, sem síðar reyndist James Barrie frá Hull grunsam- lega nálægt landi og stefndi hér um bil í S. A. Var strax kl. 14,42 tekin staðarákvörðun, aftur kl. 14,53 og enn kl. 15,02. Samkvæmt fyrstu 2 mælingunum virtist togarinn hafa verið rétt á sama stað, en síðasta mælingin ber með sér að togarinn var kominn utar, enda kemur það heim við að þeir á varðbátnum telja sig hafa séð togarann beygja út á við kl. 14,49 og stýra þá hérumbil í V. S. V. Kl. 15,18 kom varðbáturinn upp að hlið togarans, sem þá var með stjórnborðsvörpu í sjó og stöðvaðist togarinn þá. Hafði hann þá í 2 mín. stefnt í vestur að dómi skipstjóra varðbátsins, en 5 mín. að áliti kærða, sem þó sjálfur bygg- ir lítið á því. Hafði togarinn eftir þetta að dómi skip- stjóra varðbátsins stefnt frá landi í um 27 min. Hinn kærði skipstjóri hefir í réttinum talið tímalengd þessa um 15 mín. en þar sem þetta er einber ágiskun hans, en dómur skipstjóra varðbátsins byggist bæði á athugunum og styðst við mælingar og framburð tveggja skipverja togarans um borð í varðbátnum, verður að leggja þá tímalengd til grundvallar í málinu sem skipstjóri varð- bátsins gefur upp. Samkvæmt óvéfengdri mælingu skipstjóra varðbátsins var togari kærða kl. 15,18 þegar hann stöðvaðist, um 0,3 sjómílu fyrir utan landhelgislinuna. Kærði hefir sjálfur gert ráð fyrir að hafa farið 0,5 sjómílu út á við á síðasta stundarfjórðungi áður en togarinn var stöðvaður og er þá miðað við hægustu ferð, sem hann telur að togarinn hafi með vörpu í eftirdragi, 2 sjóm. á klukkustund. En þó að gert sé ráð fyrir þessum minnsta hraða hlýtur skip kærða að hafa farið um eina sjómilu út á við síðustu 29 min. áður en það var stöðvað. Og þar sem stefna þess þá V. S. V. er næstum beint út frá landhelgissvæðinu verður að álíta fullsannað að það hafi verið þar kl. 14,42 og þar á 67 eftir þangað til það var komið út fyrir, er varðbáturinn setti út bauju við það kl. 15,18. Og þar sem bæði er sann- að með yfirlýsingu kærða og á annan hátt að hann hafi verið með botnvörpu í sjó allan þennan tima verður að telja sannað að kærði hafi verið að botnvörpuveiðum á landhelgissvæðinu umrætt sinn. Hefir hann með þessu gert sig brotlegan við 1. gr. laga nr. 5 frá 18. maí 1920, og þar eð hann hefir áður með dómi lögregluréttar Reykjavíkur 9. apríl 1926 verið dæmdur fyrir brot gegn sömu lagagrein, ber að ákveða hegningu hans með hlið- sjón af 3. og 5. gr. laganna sbr. einnig lög nr. 4, 11. april 1924 1. gr. Þykir með hliðsjón af að gullgengi kr. er nú 48.64, refsingin hæfilega ákveðin 22000 kr. sekt í Land- helgissjóð Íslands, og komi 11 mánaða einfallt fangelsi í stað sektarinnar, fáist hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa Þar eð telja má að kærði hafi ekki af ásettu ráði framið lagabrot þetta, þykir mega sleppa fangelsisrefsingu honum til handa vegna itrekaðs brots, sem 5. gr. laga nr.5 1920 ákveður. Ennfremur skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir svo og allur afli innanborðs í áðurnefndum togara vera upptækt og andvirði renna í sama sjóð. Auk þess greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Mánudaginn 10. febrúar 1936. Nr. 24/1935. Þrotabú h/f „Sleipnis“ (Garðar Þorsteinsson) gegn bankastjórum Landsbanka Íslands f. h. bankans (Pétur Magnússon). Krafa um riftun á greiðslum samkv. gjaldþrota- skiptalögunum ekki tekin til greina og eigi heldur krafa um að greiðslunum yrði varið til lúkningar öðrum kröfum en skuldareigandi hafði kvittað. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 10. jan. 1935: Stefndur, Landsbanki Íslands, skal vera sýkn af öllum kröfum stefn- 68 andans, Sveinbjörns Jónssonar f. h. þrotabús h/f. „„Sleipn- is“ í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir gert þessar kröfur fyrir hæsta- rétti: 1. Aðalkröfu um, að greiðslu til Landsbankans á andvirði skipanna Gyllis og Gulltopps samkvæmt afsölum dags. 3. maí 1932 verði riftað, og Lands- banki Íslands verði dæmdur til að greiða þrotabú- inu þá upphæð, kr. 481494. 75, með 6% ársvöxtum frá 1. april 1932 til greiðsludags. II. Varakröfu A. um, að Landsbanki Íslands verði skyldaður með dómi til að kvitta af andvirði skipanna að fullu víxil, að upphæð kr. 325000.00, útg. 25. ágúst 1931 af Magnúsi Th. S. Blöndahl, en samþykktan af h/f „Sleipnir“ til greiðslu 25. sept. 1931, en greiða mismuninn af kaupverði skipanna, kr. 156494.75 til áfrýjanda, þó að frádregnum bankavöxtum af fyrrgreindum víxli frá gjalddaga hans til 1. april 1932, en að viðbættum 6% ársvöxt- um af upphæð þessari frá þeim degi til greiðslu- dags. Varakröfu B. um, að Landsbanki Íslands verði skyldaður með dómi til að láta andvirði skipsins Gyllis, kr. 300000.00, ganga sem greiðslu upp í fyrr- nefndan 325 þús. króna víxil, sem tryggður var með fyrsta veðrétti í nefndu skipi, en að eftirstöðv- ar kaupverðs skipanna, kr. 181494.75, skuli ganga til hlutfallslegrar greiðslu á öðrum þeim skuldum, er h/f „Sleipnir“ stóð í við Landsbanka Íslands 1. april 1932. Varakröfu GC. um, að Landsbanki Íslands verði skyldaður með dómi til að láta allt andvirði, kr. 69 481494.75, áðurnefndra skipa ganga hlutfallslega upp í allar þær skuldir, er h/f „Sleipnir“ stóð í við Landsbankann 1. april 1932. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar bæði fyrir undirrétti og hæstarétti eftir mati dómsins. Af stefnda hálfu hefir verið krafizt staðfesting- ar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. I. Aðalkrafan. Af samanlögðu kaupverði togaranna Gyllis og Gulltopps áttu, samkvæmt kaupsamningunum 5. apríl 1932, kr. 490000.00 að ganga upp Í skuldir h/f „Sleipnir“ við Landsbankann. Í aðalkröfu sinni í héraði gerði áfrýjandi kröfu á hendur Landsbank- anum um endurgreiðslu á kr. 156494.75 af þeirri upphæð, og í varakröfu sinni í héraði gerði hann samskonar kröfu um kr. 165342.95, ef sú upphæð yrði ekki látin ganga upp í 325 þús. kr. vixilskuld- ina. En nú gerir áfrýjandi hér fyrir dómi kröfu um endurgreiðslu alls kaupverðs togaranna, að und- anteknum þeim kr. 8505.25, er lagðar voru í spari- sjóðsbók, og því líka um endurgreiðslu á þeim kr. 159657.05, er látnar voru ganga upp í hina veð- tryggðu 325 þús. kr. víxilskuld. Þessi krafa um end- urgreiðslu á kr. 159657.05 er ný í málinu og hefir ekki verið lögð til sátta, og verður því að vísa henni frá dómi ex officio. Koma því einungis tvær fyrr- nefndu upphæðirnar, kr. 156494.75 og kr. 165342.95, til álita. Kröfu sína um endurgreiðslu upphæða þessara byggir áfrýjandi á því, að h/f „Sleipnir“ hafi ekki átt fyrir skuldum, þegar Landsbankinn tók við andvirði togaranna hjá kaupandanum, h/f Kveld- 70 úlfi, og með því að andvirðið hafi einungis verið látið ganga upp í skuldakröfur eins af lánardrottn- um h/f „Sleipnir“, Landsbankans, þá hafi honum verið ivilnað til tjóns öðrum lánardrottnum félags- ins, og ráðstöfunin því riftanleg eftir 19. gr. gjald- þrotaskiptalaganna nr. 25/1929. H/f Kveldúlfur greiddi andvirði togaranna með vixli. Í fyrstu gaf hann út svonefnda tryggingarvíxla fyrir því 1. apríl 1932 og 25. maí s. á., en 2. nóv. s. á. gaf hann út hinn endanlega víxil og veðtryggingarbréf með honum. Frá síðastnefndum degi og til 16. maí 1933, er bú h/f „Sleipnir“ var tekið til gjaldþrotaskipta, eru meira en 6 mánuðir, og vantar því skilyrði til riftingar samkvæmt 19. gr. áðurnefndra laga. Og verður endurgreiðslukrafa áfrýjanda því ekki tek- in til greina. II. Varakrafa A. Þessi krafa er sama efnis sem aðalkrafa áfrýj- anda í héraði, og hefir í sér fólgnar tvær kröfur. a) Að 325 þús. króna víxillinn verði kvittaður til fulls með andvirði togaranna, þ. e. a. fiskverkun- arstöðin Hagi verði þar með leyst úr veðböndum með því að kr. 165342.95 af andvirði togaranna verði varið til að lúka nefndri vixilskuld, sem að þessari upphæð til hvíldi framvegis á Haga, og b) Að Landsbankinn verði dæmdur til að greiða áfrýjanda kr. 156494.75. Um a) Oftnefnd 325 þús. króna víxilskuld var sameiginlega tryggð með veði í b/v Gylli og Haga. Landsbankinn tók ekki við peningum upp í and- virði togaranna, heldur aðeins víxli með þeirri tryggingu, er um semdi við kaupandann. Með því að kvitta alla hina veðtryggðu skuld mátti hagur bankans því vel versna, og gat hann því ekki án 7 sérstaks loforðs til forráðamanna h/f „Sleipnir“ verið til þess skyldur. En því er ekki einu sinni haldið fram af áfrýjanda, að bankinn hafi nokkurt slíkt loforð gefið. Honum var því heimilt að láta þann hluta hinnar veðtryggðu skuldar, sem hann gerði, standa framvegis með veði í Haga. Verður því að sýkna stefnda af þessari kröfu. Um b) Þessa endurgreiðslukröfu sína byggir á- frýjandi hér fyrir dómi á því, að bankanum hafi verið óheimilt að ráðstafa þessum hluta af and- virði togaranna til greiðslu á ákveðnum skuldum h/f „Sleipnir“ við bankann, heldur hefði hann átt, samkvæmt kröfu skilanefndar félagsins, að láta hann ganga hlutfallslega upp í skuldir þess al- mennt. Það verður ekki vefengt, að eftir kaup- samningunum 5. april 1932, sem gerðir voru með atbeina og tilstyrk Landsbankans, áttu 490000.00 krónur af andvirði togaranna að ganga til Lands- bankans til greiðslu á skuldum h/f „Sleipnir“ þar. Þó að því forráðamenn h/f. „Sleipnir“ hefðu sett bankanum bindandi fyrirmæli um ráð- stöfun á andvirði togaranna til hlutfallslegrar lækkunar á öllum skuldum félagsins við bankann, þá gæti brot á þeim fyrirmælum ekki leitt af sér skyldu á hendur bankanum til að skila upphæð- inni til þrotabús h/f „Sleipnir“. Verður þessi krafa því ekki tekin til greina. Varakrafa B. Hún felur og í sér tvær kröfur: a) Að andvirði b/v Gyllis, kr. 300000.00, verði öllu varið til greiðslu á oftnefndum 325 þús. króna víxli, svo að veðskuldin á Haga yrði þá aðeins 25 þús. krónur, og 12 b) Að eftirstöðvar kaupverðs skipanna verði látnar ganga til hlutfallslegrar greiðslu á öllum þeim skuldum, sem h/f „Sleipnir“ var í við Lands- bankann 1. apríl 1932. Um a) Þessa kröfu má telja fólgna í aðalkröfu í héraði sem hið minna í hinu meira. Af þeim á- stæðum, sem um varakröfu A. a) að framan grein- ir, var bankanum óskylt að leysa Haga frekar úr veðböndum en hann gerði, og verður þessi krafa áfrýjanda því ekki tekin til greina. Um b) Þessi krafa hefir ekki komið fram í hér- aði og hefir ekki verið lögð til sátta. Verður því að vísa henni ex officio frá dómi. Varakrafa C. Um þessa kröfu er eins farið og varakröfu B. b), og verður því einnig að vísa henni frá dómi ex officio. Samkvæmt framansögðu ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum áfrýjanda í máli þessu, að því leyti sem þær eru dæmdar að efni til. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda 600 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Stefndi, bankastjórar Landsbankans f. h. bankans, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Þrotabús h/f „Sleipnir“, í máli þessu. Áfrýj- andi greiði stefnda 600 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 73 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með kaupsamningum dags. 5. april 1932 seldi fisk- veiðahlutafélagið „Sleipnir“ hlutafélaginu „Kveldúlfur“ togara sína Gulltopp og Gylli með rá, reiða og öllu til- heyrandi fyrir samtals kr. 590000.00. Var kaupverð Gyllis kr. 300.000.00 og skyldi kaupandi greiða það með þeim hætti að taka að sér víxilskuld við Landsbankann. Hins- vegar var kaupverð Gulltopps kr. 290.000.00 og átti það að greiðast þannig, að kaupandi tæki að sér að greiða 100.000 króna skuld, er hvíldi á skipinu með 2. veðrétti, til Ólafs Johnsen, stórkaupmanns svo og 190 þúsund króna „víxilskuld“ við Landsbankann. Segir svo í kaupsamningn- um, að þegar kaupandi hafi tekið að sér skuldir þessar, skuli seljandi gefa honum afsal fyrir skipunum. Kaupandi fékk síðan afsöl fyrir togurunum 3. maí 1932 og segir í Þeim, að hann hafi tekið að sér skuldir við Landsbankann samtals að upphæð kr. 490.000.00. Á togaranum Gylli hvildi, er salan fór fram, kr. 325000.00 veðskuld til Lands- bankans, en skuld þessi hvíldi einnig á fiskverkunarstöð- inni „Hagi“, eign h/f. „Sleipnir“. Andvirði skipanna, því er til Landsbankans átti að ganga ráðstafaði bankinn bannig, að hann tók kr. 159657.05 upp í veðskuld þá, sem hvíldi á togaranum Gylli og fiskverkunarstöðinni Haga, kr. 321837.70 lét hann ganga til greiðslu á ýmsum vixlum félagsins og hlaupareikningsláni, en eftirstöðvarnar kr. 8505.25 lagði bankinn inn í sérstaka sparisjóðsbók á nafn hlutafélagsins til tryggingar greiðslu nokkurra skulda, sem hugsast gat að væru sjóveðskuldir á skipunum. Voru allar skuldir þær, sem bankinn varði kaupverðinu til greiðslu á fallnar í gjaldaga, en afsölin fyrir skipunum voru útgefin 3. maí 1932 að undanteknum 6000 króna víxli, sem féll í gjalddaga 29. júní 1932. Miðar Landsbankinn uppgjör silt á andvirði skipanna til h/f. Sleipnir við að kaupandi hafi tekið umræddar skuldir að sér gagnvart bankanum 1. april 1932 og hefir hann endurgreitt hluta- félaginu vexti af 6000 króna víxlinum frá þeim tíma til gjaldaga hans. Hinn 4. mai 1932 var oftnefnt fiskveiðahluta- félag tekið til skipta af skilanefnd. Með bréfi dags. 23. nóv. 1932 tilkynnti Landsbankinn skilanefndinni hvernig andvirði skipanna hefði verið ráð- stafað. Síðar var kosin ný skilanefnd í félaginu og með 74 bréfi til Landsbankans, dags. 24. jan. 1933, mótmælti hún ráðstöfunum bankans á andvirðinu og áskildi félaginu rétt til þess að sundurliða mótmælin síðar og leita réttar sins gagnvart bankanum út af ráðstöfununum. Hinn 16. maí 1933 var bú h/f. „Sleipnis“ tekið til gjaldþrotaskipta og var síðan ákveðið, að þrotabúið færi í mál við Landsbankann vegna framangreindra ráðstafana bankans á togaraand- virðinu. Fól þrotabúið Sveinbirni Jónssyni hrm. hér í bæn- um flutning málsins fyrir sína hönd. Hefir hann nú f. h. þrotabúsins með stefnu útgefinni 20. júní 1933 höfðað mál þetta fyrir gestaréttinum gegn Landsbanka Íslands og gert þær réttarkröfur aðallega, að stefndur verði dæmdur til þess, að kvitta af andvirði skipanna, eftirstöðvar vix- ils þess sem áður er getið um og tryggður var með veði í Gylli og fiskverkunarstöðinni „Hagi“, að upphæð kr. 165342,95, ásamt áföllnum og áfallandi vöxtum svo og, að stefndur verði dæmdur til að greiða þrotabúinu þá upp- hæð er þá verður eftir af kaupverði togaranna að frá- dregnum þeim kr. 8505.25, sem eins og áður er sagt voru lagðar inn í sparisjóðsbók á nafn hlutafélagsins. Til vara krefst stefnandi þess, að því er eftirstöðvar víxilsins, áð- urnefndar kr. 165.342.95 snertir að stefndur verði einnig dæmdur til að greiða búinu þær. Auk áðurnefndra eftir- stöðva sölu-upphæðar skipanna krefst stefnandi að stefnd- ur verði einnig dæmdur til að greiða þrotabúinu þá vexti, er hann kann að hafa tekið á móti frá kaupanda af kaup- verðinu frá söludegi þar til kaupandi gerði bankanum skil og ennfremur 6% ársvexti af þeirri upphæð frá því stefnd- ur tók við greiðslunni til greiðsludags. Loks krefst stefn- andi þess, að stefndur verði dæmdur til þess að greiða honum f. h. þrotabúsins málskostnað samkvæmt reikningi. Fyrri lið aðalkröfunnar reisir stefnandi á því, að stjórn hlutafélagsins hafi gert ráð fyrir því við stefndan, við sölu skipanna að umrædd veðskuld á Gylli og fiskverkunar- stöðinni yrði greidd fyrst og fremst af andvirði skipanna. Eftir orðalagi kaupsamningsins um Gylli, þar sem talað er um að kaupandi taki að sér, að greiða 300 þúsund króna vixilskuld til Landsbanka Íslands, þá liggi einnig næst að ætla að þar sé átt við umrædda veðskuld, enda þótt hún sé 25 þúsund krónum hærri „en kaupverð skipsins. Þá telur stefnandi það fasta venju í viðskiptalifinu að þegar 75 sölur fara fram, sérstaklega á fasteignum og skipum, þá taki kaupandinn fyrst og fremst að sér þær veðskuldir er á hinum seldu eignum hvíla og almennt sé út frá þvi geng- ið að þessu sé svo háttað. Loks hafi það verið augsjáan- legt hagræði fyrir félagið að veðskuldin yrði greidd af andvirði Gyllis og ennfremur af andvirði Gulltopps, að svo miklu leyti sem kaupverð Gyllis ekki hrökk til, því við það hefði aðaleign félagsins fiskverkunarstöðin „Hagi“ losnað úr veðböndum, en stefnandi telur það skyldu lán- ardrottna almennt, að láta greiðslur frekar ganga upp Í kröfur, sem að einhverju leyti eru óþægilegri eða þungbær- ari skuldir en aðrar, þegar sérstök fyrirmæli eru ekki fyrir hendi um það upp í hvaða kröfur greiðslurnar eiga að sanga. Staðhæfir hann að enda þótt engin tilmæli hefðu komið frá stjórn „Sleipnis“ h/f. um ráðstöfun á andvirð- inu, þá hafi stefndum samkvæmt framansögðu borið skylda til (og átt að vera það ljóst að honum bæri) að greiða fyrst og fremst umrædda veðskuld af andvirði skipanna. Síðari upphæð aðalkröfunnar og varakröfuna að því er framangreinda upphæð, kr. 165.342.95 snertir, reisir stefn- andi á 19. grein gjaldþrotaskiptalaganna nr. 25 frá 1929. Heldur hann því fram, að samkvæmt lagagrein þessari séu greiðslurnar til stefnds af andvirði skipanna riftanlegar, að undantekinni þeirri greiðslu, sem látin var ganga upp í veðskuldina á Gylli. Telur hann að andvirði skipanna hafi raunverulega fyrst verið innt af hendi til stefnds hinn 21. nóv. 1932, eða tæpum sex mánuðum áður en h/f. „Sleipnir“ var úrskurðað gjaldþrota. Bendir stefnandi Þessari skoðun sinni til stuðnings á það, að stefndur hafi fyrst hinn 23. nóv. 1932 sent skilagrein um ráðstöfun hans á kaupverði skipanna, og í bókum bankans séu víxlar þeir, sem greiddir hafa verið af kaupverðinu ekki taldir greidd- ir bankanum fyrr en 21. nóv. 1932. Þá hafi tveir banka- stjórar Landsbankans með kröfulýsingu til skilanefndar í búi h/f. „Sleipnir“, dags. 27. ágúst 1932 lýst meðal annars öllum þeim kröfum, sem andvirði togaranna hafi verið látið ganga upp í, en kröfulýsingin sé full sönnun þess, að. bankastjórarnir hafi eigi álitið að greiðsla á skuldum væri um garð gengin, þegar kröfulýsingin var gerð. Þá heldur stefnandi því fram, að stefndur hafi seint í sept- embermánuði 1932 fengið efnahagsyfirlit félagsins, en það 76 hafi á þeim tima og reyndar allöngu áður verið orðið insolvent. Hafi stefndur þannig hlotið að vita það, að fé- lagið átti ekki fyrir skuldum er greiðsla til hans fór fram, auk þess sem honum sem aðalviðskiptabanka félagsins hafi á þeim tíma átt að vera fullkunnugt um insolvens þess. Loks lýtur stefnandi svo á, að sá hluti andvirðisins sem látinn var ganga til greiðslu á óveðtryggðum skuldum h/f. Sleipnis við stefndan, hafi verið inntur af hendi með ó- venjulegum gjaldeyri. Greiðslan til stefnds hafi í raun og veru farið fram með kröfu hlutafélagsins á hendur Kveld- úlfi, sem kaupanda, en útilokað sé að telja slíka kröfu venjulegan gjaldeyri. Samkvæmt framansögðu telur stefn- andi, að öllum skilyrðum til riftingar á umræddum greiðsl- um samkv. 19. gr. gjaldþrotaskiptalaganna sé fullnægt. Stefndur hefir mótmælt öllum framangreindum kröf- um stefnanda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum að skaðlausu, eða eftir mati réttarins. Að því er fyrri lið aðalkröfu stefnanda snertir hefir stefndur mótmælt því eindregið, að stjórn hlutafélagsins eða aðrir á þess vegum hafi látið það í ljósi við hann er skipkaupin gerðust eða áður en greiðslan til hans fór fram að tilætlunin væri að 325 þúsund króna veðvíxillinn yrði greiddur af andvirði skipanna, en stefndur kveður, að skipakaupin hafi verið borin undir sig og hann lagt sam- Þykki sitt á þau. Hinsvegar heldur stefndur því fram, að stjórn Sleipnis eða þáverandi framkvæmdarstjórn félags- ins hafi æskt þess, að greiðslan frá Kveldúlfi, gengi frek- ar upp Í óveðtryggðar skuldir, en umrædda veðskuld, án þess þó að tilgreina nokkrar kröfur, sem sérstaklega væri æskt greiðslu á. Nú sé það viðurkennt og óvéfengd regla i íslenzkum rétti, að eigi maður eða stofnun fleiri en eina kröfu á sama skuldara, og skuldari innir af hendi greiðslu án þess að kveða á um upp í hverja kröfu hún skuli ganga, þá geti kröfuhafi eftir eigin vild ráðstafað greiðslunni upp í kröfuna, sem honum sýnist. Þá hefir stefndur mót- mælt því, að af orðalagi kaupsamninganna um skipin verði nokkuð ráðið um það, að andvirði skipanna hafi verið ætlað að ganga til lúkningar sérstaklega tilteknum skuld- um, svo sem oftnefndri veðskuld eða öðrum. Telur hann að af framansögðu sé það ljóst, að honum hafi verið frjálst að ráðstafa þeim greiðslum, sem til hans runnu vegna 7 margnefndrar skipasölu, að eigin vild, og hafi því um- ræddur liður aðalkröfu stefnanda, sá að fá kvittaðan að fullu áðurgreindan 325 þúsund króna víxil ekki við rök að styðjast. Stefnandi hefir ekki gegn mótmælum stefnds upplýst, að hann hafi á þeim tíma, sem hér skiptir máli, gefið steindum nokkur fyrirmæli um það hvernig togaraandvirð- inu, sem til hans rann skyldi ráðstafað. Þá lítur réttur- inn svo á, að af orðalagi kaupsamninganna um skipin og afsalanna fyrir þeim, verði ekkert ráðið ákveðið í þá átt, að andvirði skipanna skyldi ganga til greiðslu á nokkrum tilteknum skuldum hlutafélagsins hjá stefndum. Þykir því verða að fallast á það hjá stefndum, að samkvæmt íslenzk- um rétti hafi honum, eftir því sem á stóð, verið heimilt að ráðstafa þeim hluta togaraandvirðisins sem til hans tann eftir eigin vali, upp í skuldir hlutafélagsins við bank- ann, enda verður sú ráðstöfun stefnds að skipta veðskuld- inni (325.000 króna vixlinum) hlutfallslega niður á hinar veðsettu eignir fiskverkunarstöðina og skipið og greiða af andvirði skipanna það, sem skipsverðinu nam, að telj- ast bæði sanngjörn og eðlileg. Ber því samkvæmt framan- sögðu, að sýkna stefndan af umræddum kröfulið. Mótmælin gegn síðari lið aðalkröfunnar og varakröfunni, reisir stefndur á því fyrst og fremst að greiðslan til hans hafi raunverulega farið fram um það leyti, sem kaupsamn- ingarnir um skipin voru gerðir eða í síðasta lagi er afsölin fyrir skipunum hafi verið gefin út. Hann hafi fylgzt með samningnum um kaupin, þeir hafi verið bornir undir hann og hann hafi samþykkt þá, og hafi hann því, er kaupin voru fullráðin raunverulega öðlast lagalega kröfu á kaup- anda skipanna h/f. Kveldúlf, fyrir þeim hluta andvirð- isins sem til hans skyldi renna upp í skuldir h/f. Sleipnis. Afsölin fyrir skipunum hafi verið gefin út rúmu ári áður en félagið varð gjaldþrota og sé því rifting á greiðslunum samkvæmt 19. gr. gjaldþrotalaganna útilokuð. Telur stefnd- ur fyrrnefnda kröfulýsingu bankans til skilanefndarinnar ekki skipta neinu máli í þessu sambandi. Tildrög hennar hafi verið þau, að á þeim tíma, sem hún var send, hafi h/f. Kveldúlfur ekki verið búinn að gera andvirði skip- anna endanlega upp við bankann, og hafi þvi þótt rétt að lysa öllum kröfum bankans á hendur félaginu, enda þótt 78 hann ætti aðganginn að Kveldúlfi fyrir kr. 490.000 upp í skuldirnar, og á þessa skoðun stefnds verður rétturinn að fallast. Eins og áður er sagt, segir í kaupsamningnum, sem stefnandi hefir ekki mótmælt, að stefndur hafi verið við- riðinn og lagt samþykki sitt á, að kaupandi skuli greiða kaupverð skipanna með því að taka að sér víxilskuldirnar að upphæð kr. 300.000.00 og 190.000.00 við Landsbankann og þegar kaupandi hafi tekið að sér skuldir þessar eigi seljandi að gefa honum afsal fyrir skipunum. Í afsölunum fyrir skipin segir á þá leið, að þar sem kaupandi hafi tekið að sér skuldir við Landsbanka Íslands að upphæð kr. 300000.00 og kr. 190000.00 og að öðru leyti uppfyllt ákvæði kaupsamninganna, þá sé hann réttur eigandi skipanna. Þegar kaupandi fær afsal frá félaginu, með þessum á- kvæðum, þá verður ekki betur séð, en stefndur hafi á þeim tima, sem afsölin eru útgefin, verið orðinn réttur eig- andi kröfunnar á hendur Kveldúlfi um þær 490 þúsund krónur af kaupverðinu sem til hans skyldi ganga sam- kvæmt kaupsamningnum. Hinn raunverulegi greiðsludagur þeirra skulda h/f. Sleipnis, sem kaupverðið var látið ganga upp í, verður því að teljast hafa verið í síðasta lagi 3. maí 1932, og í því sambandi skiptir ekki máli hvenær kaup- andi gerði viðskipti sin vegna skipakaupanna upp við stefndan. Hafa því umræddar riftingarkröfur stefnanda (síðari liður aðalkröfunnar og varakrafan) ekki við rök að styðj- ast, og verða því ekki teknar til greina. Samkvæmt framansögðu verða þá úrslit málsins þau, að stefndur verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda i málinu, en eftir atvikum og öllum málavöxtum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Vegna margvíslegra embættisanna, hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyr en nú. 79 Miðvikudaginn 12. febrúar 1936. Nr. 102/1935. Valdstjórnin (Lárus Fjeldsted) gegn Stefáni Marino Stefánssyni og Finn- boga Péturssyni (Jón Ásbjörnsson). Ölvun við bifreiðarakstur. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 3. júlí 1935: Hinir kærðu, Stefán Marino Stefánsson og Finnbogi Pétursson, greiði hvor um sig 100 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 10 daga í stað hvorrar sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ennfremur skulu hinir kærðu sviptir ökuleyfum sinum í 3 mánuði. Hinir kærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum þeim, sem í hinum áfrýjaða lögregluréttardómi greinir, ber að staðfesta hann, þó þannig, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt þessum úrslitum verður að dæma hina kærðu til þess in solidum að greiða allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 50,00 til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði lögregluréttardómur á að vera óraskaður, þó þannig, að greiðslufrestur sekt- arinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærðu, Stefán Marinó Stefánsson og Finnbogi 80 Pétursson, greiði in solidum allan áfrýunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Lárusar Fjeldsted og Jóns Ásbjörnssonar, kr. 50.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Stefáni Maríno Stefánssyni, verkamanni, Njálsgötu 72 og Finnboga Péturssyni, málaranemanda, Laugavegi 72, fyrir brot gegn lögum nr. 70, 1931 um notkun bifreiða, og á- fengislögum nr. 33, 1935, og eru málavextir þeir, er nú skal greina. Hinn 15. júní s. 1. óku hinir kærðu bifreiðinni RE. 76 héðan úr bænum austur að Ölvesá. Í ferðalag þetta höfðu Þeir meðferðis eina flösku af brennivíni og drukku þeir úr henni við Ölvesá með þeim afleiðingum að þeir urðu báðir kendir. Eftir þessa drykkju óku þeir báðir bifreið- inni nokkuð og hafa þeir játað að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Þetta brot hinna kærðu varðar við 5. gr. 3. mgr. laga nr. 70, 1931, um notkun bifreiða, og 21. gr. sbr. 39 .gr. áfengis- laga nr. 33, 1935 og þykir refsing hvors hinna kærðu, sem ekki hafa áður sætt refsingu fyrir samskonar brot, hæfi- lega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 10 daga í stað sektar hvors um sig, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Hinir kærðu skulu og hvor um sig sviftir Öökuleyfi sínu í 3 mánuði. Hinir kærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. sl Föstudaginn 14. febr. 1936. Nr. 87/1935. Bæjarstjórn Siglufjarðar (Einar B. Guðmundsson) gegn Samvinnufélagi Ísfirðinga (Stefán Jóh, Stefánsson). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Ísafjarðar 14. marz 1935: Hin umbeðna lögtaksgerð á hendur Samvinnufélagi Ísfirðinga á ekki að fara fram. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði fó- getaréttarúrskurður verði ómerktur og að lagt verði fyrir fógetann að framkvæma hið umbeðna lögtak. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Stefndur krefst hinsvegar staðfestingar á hinum áfrýjaða úrskurði og að honum verði dæmdur máls- kostnaður fyrir hæstarétti. Með því að fallast má á forsendur hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Samkvæmt þess- um úrslitum verður áfrýjandi að greiða stefndum málskostnað fyrir hæstarétti, og þykir hann hæfi- lega ákveðinn 250 krónur. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstað- ar, greiði stefndum, Samvinnufélagi Ísfirðinga, kr. 250.00 í málskostnað fyrir hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. 82 Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Ár 1934 var í Siglufjarðarkaupstað lagt 3600.00 kr. út- svar á Samvinnufélag Ísfirðinga á Ísafirði, vegna sildar- söltunar á Siglufirði árið 1933. Samvinnufélag Ísfirðinga hefir eigi talið sér skylt að greiða útsvar þetta og neitað greiðslu, og hefir Siglufjarð- arkaupstaður því krafizt þess, að lögtak yrði gert í eign- um félagsins fyrir útsvari og dráttarvöxtum að upphæð kr. 144.00 eða alls kr. 3744.00 og var lögtaksmálið þingfest í fógetarétti Ísafjarðar 11. janúar s.l. Í málinu er það upplýst, að skip gerðarþola, Samvinnu- félags Ísfirðinga, hafi sumarið 1933 lagt upp síld á Siglu- firði, og að gerðarþoli hafi af afla skipanna verkað 12500 tunnur sem saltsíld og 3000 tunnur sem kryddsild á síldar- söltunarstöð sinni á Siglufirði og hafi haft til þess margt fólk, sem ekki hafi verið í félaginu. Af hálfu gerðarbeiðanda, Siglufjarðarkaupstaðar, er því haldið fram, að gerðarþoli hafi grætt á sildverkun þessari og selt síldina til útlanda frá Siglufirði og sé það verzlun við utanfélagsmenn og útsvarsskyldur atvinnurekstur. Einnig er því haldið fram af gerðarbeiðanda, að með verk- uninni hafi ný markaðsvara verið framleidd, og þar sem gerðarþoli hafi haft margt utanfélagsmanna til framleiðslu þessarar, sé þar einnig um viðskipti við utanfélagsmenn að ræða og sjálfstæðan útsvarsskyldan atvinnurekstur. Beri að skoða arð samvinnufélaga af aðkeyptum vinnu- krafti sem hliðstæðan við arð af aðkeyptum vörum. Hefir gerðarbeiðandi krafizt þess af þessum ástæðum, að lögtaks- gerðin verði látin fara fram. Af hálfu gerðarþola er því hinsvegar haldið fram, að starfsemi félagsins á Siglufirði sé engin önnur en sú að sjá um verkun á afla félagsmanna og sé verkunin reiknuð Þeim með kostnaðarverði. Að vísu sjái félagið um sölu afi- ans, en hún fari að miklu leyti fram utan Siglufjarðar, og sé þar um viðskipti félagsmanna einna að ræða, en engan verzlunarhagnað þar eð eingöngu sé seld síld félagsmanna og beim reiknaður hlutur af söluverði að frádregnum kostnaði. Beri ekki að leggja útsvar á samvinnufélögin vegna vinnukrafts, er þau kaupi af utanfélagsmönnum. Sé félagið því ekki útsvarsskylt á Siglufirði, umfram það, 83 er Siglufjarðarkaupstað kunni að bera af útsvari félags- ins á Ísafirði þar sem heimilisfang félagsins sé. Hefir gerðarþoli af þessum ástæðum krafizt þess, að lögtaksgerðin verði eigi látin fram fara. Skv. 6. gr. laga nr. 46 frá 1926, um útsvör sbr. og 38. gr. laga nr. 36 frá 1921, um samvinnufélög, ber samvinnu- félögum að greiða útsvar „af arði sakir viðskipta við utan- félagsmenn með sama hætti sem kaupmenn á staðnum.“ Þessi ákvæði hafa almennt verið skilin og framkvæmd þannig, að þau taki aðeins til arðs af sölu aðkeyptrar vöru til utanfélagsmanna. Auk þess að annar og rýmri skilningur á ákvæðum Þessum myndi gera þau mjög erfið í framkvæmd, virðist fyrnefndur skilningur vera í beztu samræmi við orðalag ákvæðanna sjálfra samanborinna við ýms ákvæði sam- vinnufélagalaganna, sjá einkum 5. og 7. lið 3. gr. þeirra. Verður rétturinn því að telja fyrrnefndan skilning réttan. Af þessu leiðir aftur að starfræksla gerðarþola á Siglu- firði, sem fyr er nefnd, er ekki „viðskipti við utanfélags- menn“ í þeirri veru sem það hugtak er notað í fyrrnefnd- um lögum, þó gerðarþoli hafi selt síld þá, er hann verkaði þar, til útlanda þaðan og haft utanfélagsmenn í vinnu verð verkun síldarinnar. Lítur rétturinn því svo á, að gerðarþoli hafi ekki verið útsvarsskyldur á Siglufirði, og ber þá að neita um fram- kvæmd hinnar umbeðnu lögtaksgerðar. Aðiljar hafa gert kröfu til málskostnaðargreiðslu á hend- ur hvor öðrum, en þær kröfur er fógetarétturinn ekki bær að úrskurða. 84 Mánudaginn 17. febrúar 1936. Nr. 127/1935. Valdstjórnin (Garðar Þorsteinsson) segn Olgeir Sigurvinssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Brot á lögum nr. 62/1935. Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 23. okt. 1935: Kærði, Olgeir Sigurvinsson, á að vera sýkn af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. Allur kostnaður málsins, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs talsmanns kærða hér fyrir réttinum — kr. 60.00 — greiðist af almannafé. Dómur hæstaréttar. Það er upplýst í málinu, að kærði tók 1% eyri fyrir flutning á kilógrammið frá Grindavík til Reykjavíkur, og að hann flutti við og við nokkuð af eggjum fyrir nokkra menn í Grindavík þaðan til Reykjavíkur og eitthvað lítilsháttar af ull og fiski. Kærði hefir kannazt við það, að vöruflutningar þess- ir hafi gefið svo lítið í aðra hönd, að atvinnustarf- semi þá, er í máli þessu greinir, hafi hann hlotið að byggja á væntanlegum hagnaði af mannflutn- ingum milli áðurnefndra staða, og verður að telja, að þeir hafi verið aðalþátturinn í og aðalmarkmið- ið með flutningastarfsemi hans, en að vöruflutn- ingur hafi verið óverulegt atriði í því sambandi. Af þessum ástæðum þykir kærði ekki geta notið góðs af undantekningarákvæði 2. málsgr. 1. gr. laga nr. 62/1935 um þá, er flytja framleiðsluvörur bænda til markaðar. Hefir kærði því gerzt sekur við nefnd lög, og þykir refsing hans fyrir það brot hæfilega á- kveðin samkvæmt 8. gr. sömu laga 30 króna sekt til 85 ríkissjóðs, og komi 5 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Í málinu hefir þess verið krafizt, að kærði verði dæmdur til að greiða Steindóri Einarssyni bifreiða- eiganda, er sérleyfi hafði til mannflutninga sam- kvæmt oftnefndum lögum milli Reykjavíkur og Grindavíkur á þeim tíma, er kærði rak áðurnefnda flutningastarfsemi sína, kr. 1020.00 í bætur fyrir tjón, er Steindór telur sig hafa beðið vegna brots kærða. Í máli þessu liggja ekki fyrir nægileg gögn til þess að leggja dóm á kröfu þessa, sem kærði hefir fastlega mótmælt, og verður því að vísa henni frá dómi. Eftir þessum málalokum verður að dæma kærða til að greiða allan sakarkostnað í héraði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs talsmanns kærða, 60 krónur, og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Skaðabótakröfunni vísast frá dómi. Kærði, Olgeir Sigurvinsson, greiði 30 króna sekt í ríkissjóð, og komi 5 daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4. vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan sakarkostnað í héraði, þar með taldar 60 krónur í málsvarnarlaun til skip- aðs talsmanns síns þar, cand. jur. Guðmundar Guðmundssonar, og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun 86 sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna Garðars Þor- steinssonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Olgeiri Sigurvinssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis í Grinda- vík, fyrir brot á lögum nr. 69, 28. jan. 1935 um skipulag á fólksflutningum með kifr. og eru tildrög þess svo sem hér segir: Hinn 22. ágúst s. 1. byrjaði kærður í máli þessu að fara með föstum áætlunarferðum milli Grindavíkur og Reykja- víkur með bifreið sína G.K. 100. Var bað 14 farþega bif- reið með geymslurúmi aftast. Var það þannig tilkomið, að aftasti bekkur bifreiðarinnar, sem upphaflega var 18 far- Þega-bifreið, hafði verið tekinn burtu og myndaðist þann- ig rúm fyrir flutning Þann 14. júní s. 1. var Steindóri Einarssyni, bifreiða- eiganda í Reykjavík, veitt sérleyfi samkvæmt lögum nr. 62, 28. jan. 1935 um skipulag á fólksflutningum með bif- reiðum, til fólksflutninga með almenningsbifreiðum á áð- urgreindri leið. Hefir hann kært yfir bví, að kærður í máli Þessu hefir haldið uppi ferðum á sérleyfisleið hans og þannig gerzt brotlegur við lög nr. 69, 1935. Hefir hann gert þá kröfu, að kærður verði dæmdur til refsingar og honum ennfremur gert að greiða sér kr. 30.00 á dag í skaðabætur, frá því kærður hóf þessar ferðir. Með 1. mgr. í. gr. laga nr. 62 1935 er lagt bann við fólksflutningi með bifreiðum stærri en 6 farbega, nema fengið sé sérleyfi frá ríkisstjórninni. Í 2. mgr. sömu greinar segir svo: „Sérleyfi þarf ekki til fólksflutninga endrum og sinnum með bifreiðum, sem skráðar eru til vöruflutninga, né bifreiðum er flytja að stað- aldri framleiðsluvörur bænda, en rúma fleiri en 6 farþega, enda sé umbúnaður þeirra, til öryggis og þæginda far- 87 þegum, samkvæmt reglum, er ráðherra setur, og hafi bif- reiðastjóri þeirra rétt til að stýra leigubifreið til fólks- flutninga“. Rétturinn lítur svo á, að í þessari málsgrein séu tvær undantekningar frá höfuðreglunni í í. mgr. um að sér- leyfi þurfi til fólksflutninga með bifreiðum, sem rúma fleiri en 6 farþega. Hin fyrri er sú, að sérleyfi þarf ekki til fólksflutninga endrum og sinnum með bifreiðum sem skráðar eru til vöruflutninga, án tillits til sætafjölda. Síð- ari undantekningin er sú, að sérleyfi þarf ekki til fólks- flutninga með bifreiðum, er flytja að staðaldri framleiðslu- vörur bænda, en rúma fleiri en 6 farþega. Hér er ekki skilyrði að bifreiðin sé skráð til vöruflutninga. Samkvæmt skýlausu orðalagi greinarinnar, lítur rétturinn svo á, að óheimilt sé að skýra greinina á annan hátt. Bifreið kærða í máli þessu er skráð fólksflutnings- bifreið og rúmar 14 farþega. En það er upplýst í málinu, að hún flytur að staðaldri framleiðsluvörur bænda. Fell- ur því fólksflutningur með henni undir síðari undantekn- ingu 2. mgr. Í. gr. fyrgreindra laga. Er það því álit réttarins, að sýkna beri kærðan af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og skaðabótakröfu Stein- dórs Einarssonar. Ber því að greiða kostnað málsins af almannafé, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs talsmanns kærða, Guðmundar I. Guðmundssonar, cand. jur. er á- kveðst kr. 60. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 88 Föstudaginn 21. febr. 1936. Nr. 83/1935. Johan Heyman f. h. v/s „Kitti“ (Garðar Þorsteinsson) Segn Guðmundi Hannessyni bæjarfógeta, f. h. bæjarsjóðs Siglufjarðar og rik- issjóðs Íslands (Sveinbjörn Jónsson). Lögtak fyrir ýmsum skipagjöldum fellt úr gildi. Úrskurður fógetaréttar Siglufjarðar 23. júlí 1935: Lög- tak skal fram fara í v/b Kitti fyrir inklareringsgjöldum skipsins Eestirand. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess hér fyrir réttinum, að hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður og lögtaks- gerð verði úr gildi felld, og að honum verði dæmd- ur málskostnaður fyrir hæstarétti. Stefndur krefst hinsvegar staðfestingar á úrskurðinum og lögtaks- gerðinni og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Hinn 1. júlí 1935 kom áfrýjandi, Johan Heyman, frá Tallinn (Reval) á Eistlandi til Siglufjarðar á vélbátnum Kitti, sem er að stærð 19,14 smálestir brutto en 9,74 smál. netto. Auk áfrýjanda voru tveir menn aðrir á bátnum, vélarmaður og háseti, báðir Eistlendingar. Hinn stefndi bæjarfógeti taldi sumt grunsamlegt um ferð báts þessa, meðal annars, hvort ekki hefðu verið brotin sóttvarnarlög, og hóf hann þegar lögreglurannsókn um það og tilgang fararinnar yfirleitt. Var áfrýjandi yfirheyrður í lögreglurétti 1. júlí, og lýsti hann þá í byrjun yfir því, að hann hefði komið yfir hafið frá Eistlandi til Íslands á vélbátnum Kitti. Síðar í réttarhaldinu 89 skýrir hann svo frá, að skipið Eestirand frá Tall- inn hafi haft Kitti í togi næstum alla leiðina, og sé Kitti fiskiskip, sem eigi að veiða þorsk fyrir Eestirand. Þessum framburði breytir hann þó sið- ar í réttarhaldinu á þann veg, að Kitti hafi verið flutt á þilfari skipsins Eestirand frá Tallinn hingað til lands og sett á sjó við Grímsey. Í lögregluréttar- prófunum upplýstist það, að skipið Eestirand, sem sagt var vera 7200 brutto smálestir að stærð, hefði komið hingað til sildveiða fyrir norðan land, utan landhelgi, ásamt 3 skipum öðrum, sem ásamt Eestirand voru eign o/y Kalundus í Tallinn. Hafði skipstjórinn á Eestirand á hendi aðalstjórn sild- veiðaleiðangurs þessa. Viðurkenndi áfrýjandi, að Kitti tilheyrði leiðangrinum og ætti að annast sam- band við land fyrir leiðangursskipin og samband milli þeirra innbyrðis, undir yfirstjórn skipstjór- ans á Eestirand. Um vélbátinn Kitti er að öðru leyti upplýst það, sem hér segir. Hann er eign Jaan Karu í Tallinn og leigði eigandinn útgerðarfélaginu o/y Kalundus bát- inn, með leigusamningi dags. 18. maí 1935 til 6 mán- aða tíma, meðal annars til Íslandsferðar. Báturinn er smíðaður í Tallinn árið 1931, og er þjóðernis- skírteini hans gefið út 23. des. 1931. Samkvæmt vottorði eistneska siglingamálaráðuneytisins í Tal- linn er báturinn skráður á eistneskri skipaskrá sem sjálfstætt skip frá 23. des. 1931 að telja, og er skrásetningarnúmer hans 817. Báturinn hafði haf- færisskirteini til siglinga á Eystrasalti, dags. 15. júní 1935. Sama dag var skipshöfn skráð á hann, áfrýjandi formaður og auk hans 3 menn aðrir. Tveir þeirra voru með áfrýjanda í bátnum, er hann kom til Siglufjarðar, sem fyrr er sagt, en einn báts- 90 manna varð eftir í Eestirand sökum meiðsla. Í Tallinn var báturinn settur á þilfar Eestirand með lyftikrana, og er in confesso í máli þessu, að skip þetta geti ekki af eigin ramleik lyft bátnum á þilfar. Með tilliti til þess, sem upplýstist um samband Kitti við Eestirand, einkum að því er virðist þess, að báturinn kom hingað á þilfari skipsins, að hann var í þjónustu þess og undir yfirstjórn skipstjóra þess, og að hin skráða skipshöfn bátsins var skyld að vinna í Eestirand þegar skipstjórinn á því skipi krafðist, leit hinn stefndi bæjarfógeti svo á, að lög- boðin opinber gjöld vegna komu v/b Kitti til Siglu- fjarðar bæri að miða við smálestatal Eestirand. Samdi hann reikning, stilaðan á skipið Eestirand, yfir hin lögboðnu gjöld, þ. e. afgreiðslugjald, vita- gjald, áritunargjald, hafnargjald, sóttgæslugjald og tolleftirlitsgjald, samtals að upphæð kr. 6824.80, og úrskurðaði hinn 10. júlí f. á., að taka skyldi gjöldin lögtaki í v/b Kitti, að liðnum lögboðnum fresti frá birtingu úrskurðarins. Lögtak fyrir gjöld- unum var svo gert í v/b Kitti hinn 23. júli ff. á.,og var úrskurður sá, sem áfrýjað er, ásamt sjálfri lög- taksgerðinni, kveðinn upp sökum mótmæla, er fram komu af hálfu áfrýjanda við lögtaksgerðina. Mótmælti áfrýjandi þvi, að hann væri ábyrgur fyrir greiðslu gjaldanna, hvort heldur persónulega eða með skipi sínu, Kitti. Auk þess mótmælti hann því. að skipinu Eestirand væri skylt að greiða reikninginn. Með skírskotun til þess, sem sagt er hér að fram- an um v/b Kitti, verður að lita svo á, að hann sé sjálfstætt skip, en ekki hluti af skipinu Eestirand, eins og af hálfu stefnda er haldið fram. Það verð- 91 ur því engan veginn talið, að með þvi að senda v/b Kitti til Siglufjarðar, hafi skipið Eestirand sjálft tekið höfn þar. Var því þegar af þessari á- stæðu ekki heimilt að lögum að miða gjöld þau, sem um ræðir í þessu máli, við smálestatal neins annars skips en v/b. Kitti. Og þar eð ekkert er upp- lýst í þessu máli, hversu há gjöldin hefðu orðið Þannig reiknuð, þá verður ekki hjá því komizt að fella að öllu leyti úr gildi hinn áfrýjaða fógeta- réttarúrskurð og eftirfarandi lögtaksgerð í v/b Kitti. Eftir málavöxtum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður og lög- taksgerð skulu úr gildi felld. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Eins og hin framlögðu skjöl bera með sér verður að telja, að skipið Kitti, sé eigi sjálfstætt skip, heldur tilheyri skipinu Eestirand og að skipinu Eestirand hafi borið að inklarera, er það sendi frá sér vélbátinn Kitti, og þaraf- leiðandi greiða inklareringsgjöld, og verður því að telja rétt, að lögtök fari fram fyrir inklareringsgjöldum skips- ins Eestirand í v/b Kitti. 92 Miðvikudaginn 26. febr. 1936. Nr. 132/1935. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) segn Einari Pálma Einarssyni (Th. B. Líndal). Ölvun á almannafæri. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 28. sept. 1935: Kærð- ur, Einar Pálmi Einarsson, greiði 300 króna sekt til Menn- ingarsjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa en afplánist ella með einföldu fangelsi í 24 daga. Kærður greiði og allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða lög- regluréttardóms, þykir mega staðfesta hann, þó þannig, að greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt þessu verður að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, kr. 50.00 til hvors. Það athugast við hegningarvottorð kærða, sem greint er í lögregluréttardóminum, að dómi auka- réttar Reykjavíkur, uppkveðnum 14. des. 1934, var breytt með dómi hæstaréttar, uppkveðnum 1. april 1935, þannig, að kærður í máli þessu var þá aðeins dæmdur fyrir brot gegn 10. gr. laga nr. 51 frá 1928 í 2 mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, og að sekt sú, sem kærður var dæmdur í með dómi lögregluréttar Reykjavíkur, uppkveðn- um 4. ágúst 1935, var með dómi hæstaréttar, upp- kveðnum 20. janúar 1936, hækkuð upp í kr. 300.00. 93 Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig að greiðslufrestur sektarinnar á- kveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Einar Pálmi Einarsson, greiði alla áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Sveinbjarnar Jónssonar og Theódórs B. Líndal, kr. 50.00 til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Einari Pálma Einarssyni, til heimilis Óðinsgötu 17 hér í bæ, fyrir brot á áfengislögum nr. 33 1935, og lögreglusam- þvkkt Reykjavíkur nr. 2 1930. Kærður hefir áður svo kunnugt sé sætt eftirfarandi refsingum: 1929 15. sept. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1930 30. marz. Sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1930 14. júli. Sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1930 15. ágúst. Sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1931 14. mai. Sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1931 30. ágúst. Sætt 10 kr. sekt fyrir áflog á almanna- færi. 1932 21. marz. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1933 14. júní. Sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1934 9. marz. Dómur aukaréttar Reykjavíkur. Fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 20 daga, skilorðsbundið, fyrir þjófnað. 1934 19. febr. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 94 1934 19. júní Sætt 500 kr. sekt fyrir áfengislagabrot {áfengissölu). 1934 21. júní Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1934 20. ágúst. Sætt 200 kr. sekt fyrir áfengislagabrot. 1934 14. dez. Dómur aukaréttar Reykjavíkur, 3ja mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 500 kr. seki fyrir brot gegn 10. gr. laga nr. 51 frá 1928 og 13. gr. 2. mgr. áfengislaganna. 1934 28. dez. Dómur sama réttar, 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir þjófnað. 1934 30. des. Sæit 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1935 4. ágúst. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur, 200 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1935 3. sept. Sætt 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Aðfaranótt sunnudagsins 21. þ. m. tóku Jlögregluþjón- arnir Geir Sigurðsson og Sig. Ingvarsson kærðan, þar sem hann hékk utan í húsagirðingu á gatnamótum Vita- sligs og Grettisgötu. Var hann áberandi ölvaður og var með einskonar söng eða óhljóð. Kærður neitaði að segja þeim til heimilisfangs sins og fluttu þeir hann því í varð- hald. Með framangreindu athæfi hefir kærður gerst sekur við 18. gr. sbr. 38. gr. áfengislaga og 7. gr. og 9. gr. sbr. 96. gr. lögréglusamþykktar Reykjavíkur. Refsing kærðs þykir með tilliti til áðurtalinna itrek- ana, hæfilega ákveðin 300 króna sekt til Menningar- sjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 24 daga. kærður greiði einnig allan kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið óþarfa dráttur. 95 Miðvikudaginn 26. febr. 1936. Nr. 125/1935. Jónína G. Þórðardóttir (Einar B. Guðmundsson) gegn Arinbirni Þorkelssyni (Enginn). Staðfesting fjárnámsgerðar. Fjárnámsgerð framkvæmd í fógetarétti Reykjavíkur hinn 29. júlí 1935. Dómur hæstaréttar. Með hæstaréttarstefnu, útg. 5. des. Í. á., hefir Jón- ina G. Þórðardóttir, Laugaveg 17, Reykjavík, skot: ið til hæstaréttar fjárnámsgerð, sem framkvæmd var hinn 29. júlí 1935 í húseigninni nr. 92 Á við Hverfisgötu, Reykjavík, og gert þær réttarkröfur, að téð fjárnámsgerð verði staðfest og stefndur, Ar- inbjörn Þorkelsson, dæmdur til að greiða henni hæfilegan málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Stefndur hefir hvorki mætt né látið mæta, þótt honum hafi verið löglega stefnt, og hefir málið þess vegna verið flutt skriflega eftir 1. lið 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt samkvæmt N.L. 1-4—32. og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Málavextir eru þeir, að með bréfi dags. 23. marz 1929 veðsettu þeir Valgeir Kristjánsson, klæðskera- meistari, og Guðmundur Benediktsson, húsgagna- smiður, báðir til heimilis á Klapparstíg 37, Reykja- vík, Jóni kaupmanni Stefánssyni, Laugaveg 17, Reykjavík, húseignina nr. 92 A. við Hverfisgötu, Reykjavik með 3. veðrétti til tryggingar greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 8400.00, sem þeir út af 96 kaupum á nefndri húseign tjáðu sig vera komna í við nefndan kaupmann. Segir svo í bréfinu, að veð- skuldin eigi að greiðast með kr. 400,00 17. júlí 1931, kr. 500.00 17. jan. 1932, og síðan kr. 1000.00 á ári á tveim gjalddögum, 17. júlí og 17. janúar. Vextir áttu að greiðast samtímis afborgunum. Ennfremur var kveðið svo á, að ef vanskil yrðu um greiðslu höfuðstóls og vaxta, skyldi öll skuldin fallin í gjalddaga fyrirvaralaust og skuldareiganda heimilt að láta fara fram fjárnám í veðinu samkvæmt 15. gr. laga nr. 29 frá 16. des. 1885 um lögtak og fjár- nám án undangengins dóms eða sáttar. Með því að greiðslur samkvæmt bréfinu, sem féllu í gjalddaga eftir 17. júlí 1934, voru ekki inntar af hendi, sneri áfrýjandi, sem situr í óskiptu búi eftir mann sinn Jón Stefánsson, sér til lögmannsins í Reykjavik með bréfi, dags. 20. júní 1935, og óskaði þess, að lögmaður gerði svo fljótt sem unnt væri fjárnám í téðri húseign til tryggingar eftirstöðvum skuldarinnar, kr. 5000,00, ásamt vöxtum og kostn- aði. Var þá orðinn eigandi eignarinnar stefndur í máli þessu. Hinn 24. júlí s. á. hófst fjárnámið í hinni veðsettu eign, en þar sem stefndur var þá ekki heima, var því frestað til 29. s. m. Fjárnáminu var haldið áfram á skrifstofu lögmannsins á tilsettum tíma. Var stefndur þá sjálfur mættur og lýsti yfir því, að hann samþykkti, að gerðin færi þar fram. Kvaðst hann ekki geta greitt, og var fjárnámið þess vegna framkvæmt. Með því að ekkert liggur fyrir í skjölum málsins, sem fer í bága við kröfu áfrýjanda um staðfest- ingu fjárnámsgerðarinnar, ber að taka hana til greina. Stefndur hefir með hæstaréttarstefnu, útgefinni 97 28. nóvember f. á., áfrýjað téðri fjárnámsgerð til hæstaréttar til breytingar og hefir hann þannig veitt áfrýjanda nokkra ástæðu til sinnar áfrýjunar. Þykir af þessum sökum rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda kr. 150.00 í málskostnað í hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð á að vera Ó- röskuð. Stefndur, Arinbjörn Þorkelsson, greiði áfrýj- anda, Jóninu G. Þórðardóttur, kr. 150.00 í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 28. febr. 1936. Nr. 67/1935. Guðmundur Þórðarson (Th. B. Lindal) Segn Jóni Helgasyni og gagnsök (Cand. jur. Gunnar Þorsteinsson). Bætur fyrir tjón af árekstri skips. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 13. maí 1935: Stefndur, Guðmundur Þórðarson, á að greiða Jóni Helgasyni f. h. eiganda v/b. Freyr Á.R. 150 kr. 9281.83 ásamt 6% árs- vöxtum frá 24. april 1933 til greiðsludags og málskostnað með 400 krónum og hefir stefnandi sjóveðrétt í v/b. Óð- inn G.K. 22 fyrir hinum tildæmdu upphæðum. Dóminum ber að fullnægja innan 3ja daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. „ 4 98 Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar af hálfu beggja aðilja, aðaláfrýjanda með áfrýjunar- stefnu, dags. 24. júní f. á., og gagnáfrýjanda með gagnáfrýjunarstefnu, dags. 31. júlí f. á. Gerir aðal- áfrýjandi þær kröfur hér fyrir dómi, aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu og að gagnáfrýjandi verði dæmdur til þess að greiða honum málskostn- að fyrir báðum réttum, en til vara, að hinn áfrýj- aði dómur verði staðfestur, þó með þeirri breyt- ingu, að vextir verði ekki dæmdir hærri en 5% og að málskostnaður í héraði verði felldur niður, en honum hinsvegar dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti. Gagnáfrýjandi krefst þess að sínu leyti, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða hon- um kr. 22083.66 eða aðra upphæð eftir mati réttar- ins. Svo krefst hann og vaxta, eins og um getur í hinum áfrýjaða dómi, og málskostnaðar fyrir báð- um réttum, og loks, að viðurkenndur verði sjóveð- réttur fyrir þeim upphæðum, sem honum verði dæmdar, í v/b. Óðni, G.K. 22. Af hálfu aðaláfrýjanda er því haldið fram, að ekki sé upplýst, að v/b. Óðinn G. K. 22, hafi rekizt á eða slegist við bát gagnáfrýjanda, Frey, sunnu- daginn 12. febr. 1933 eða aðfaranótt mánudagsins næsta á eftir, og skorti því sönnun fyrir því, að skemmdir þær, er urðu á Frey, stafi að nokkru leyti af því, að Óðin rak á Sandgerðishöfn í umrætt skipti. Á þetta verður þó ekki fallizt. Það verður að teljast til fulls sannað með framburði margra sjónarvotta, þar á meðal formannsins á Óðni, að Óðin hafi rekið það nærri Frey, að þeim hafi lent saman og verið að slást saman, er síðast sást til 99 þeirra umræddan sunnudag. Og þar eð ekki er upplýst um neinar aðrar ástæður fyrir því, að Freyr sökk þarna á legunni, verður að telja orsök þess þá, að Óðin rak á hann, eins og nánar er lýst í dómi sjóréttarins. Kemur þá næst til athugunar, hvort aðaláfrýj- andi eigi að bera ábyrgð á tjóni því, sem af árekstr- inum leiddi. Af hans hálfu er því haldið fram, að legufæri Óðins, sem er að stærð 22,18 smálestir, hafi verið fullgild í alla staði. Eftir því, sem upp- lýst má telja, lá báturinn fyrir einu akkeri, sem var að þyngd 512 kg.. en auk þess voru keðjur og keðjulásar í sjó um 1110 kg. Telur aðaláfrýjandi orsök þess, að bátinn tók að reka, þá eina, að ofsa- veður hafi á verið, harðara og langvinnara en menn muni dæmi til þar á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í Reykjavík var veðurhæð 9 vindstig á Reykjanesi síðari hluta laugardagsins, 11. febrúar, en kl. 8 árdegis á sunnu- dag eru vindstigin orðin 10, og hélst sú veðurhæð allan þann dag. Getur veðurhæðin, út af fyrir sig, ekki talizt meiri en jafnan má eiga von á, ekki sizt um það leyti árs, sem hér ræðir um. Og þótt veðurhæð þessi hafi haldizt óvenjulega lengi, eða frá Íaugardagskvöldi og fram á aðfaranótt mánu- dags, þá skiptir það ekki verulegu máli í þessu sambandi, því upplýst er að Óðin var þegar tekið að reka í birtingu á sunnudagsmorgun. Verður því ekki talið, að önnur orsök til þess, að bátinn tók að reka, sé sjáanleg eða hafi verið gerð sennileg en sú, að legufærin eða umbúnaður þeirra hafi ekki verið fullnægjandi til að mæta því veðri, sem ávalt mátti gera ráð fyrir. Af því leiðir, að telja verður aðaláfrýjanda ábyrgan fyrir því tjóni, sem af á- 100 rekstrinum leiddi fyrir eiganda v/b. Freys, gagn- áfrýjanda í þessu máli. Í málinu er það hvorki sannað né gert líklegt, að skemmdir þær, er komu í ljós á v/b Frey eftir á- reksturinn, stafi af öðru óhappi en umræddum á- rekstri. Aðaláfrýjanda ber því að bæta gagnáfrýj- anda allan viðgerðarkostnað á bátnum Frey, og er ekki mótmælt, að hann sé rétt reiknaður kr. 12203.66, eins og gagnáfrýjandi gerir kröfu til. Að því er snertir bætur fyrir aflatjón, þá þykir mega fallast á þá ákvörðun sjódómsins, að miða við 150 skpd. af fiski, eins og nánar segir í hinum áfrýjaða dómi, og áætla verð fyrir hvert skpd. 50 kr., eins og þar er gert, enda hefir gagnáfrýjandi fallið frá þeirri kröfu sinni, að við hærra verð sé miðað. Frá þeirri upphæð, sem þannig kemur fram, kr. 7500.00, ber svo að draga saltverð, sem þykir hæfilega á- ætlað af sjódómnum kr. 1140.00, en aðiljar hafa samþykkt það ákvæði hins áfrýjaða dóms, að ann- ar fiskur en þorskur og aðrar fiskafurðir séu látn- ar vega upp kostnað við beitu, olíu, veiðarfæri, við- hald og fyrningu. Aflatjón það, sem aðaláfrýjanda ber að bæta, verður því kr. 7500.00 að frádregnum kr. 1140.00, eða kr. 6360.00. En viðgerðarkostnað- ur og aflatjón samanlagt, sem honum ber að greiða gagnáfrýjanda samkvæmt framangreindu, nemur kr. 18563.66. Svo ber honum og að greiða vexti af upphæð þessari, sem gegn mótmælum hans verða ekki dæmdir hærri en 5%, frá stefnudegi, 24. apríl 1933, til greiðsludags. Gagnáfrýjandi hefir, eins og fyrr segir, krafizt þess, að viðurkenndur verði sjóveðréttur honum til handa í v/b. Óðni, fyrir framangreindum upphæð- um. Sú krafa getur ekki orðið tekin til greina, þar 101 eð ekki er upplýst, að formaður bátsins né aðrir af áhöfn hans hafi átt sök á árekstrinum, og ekki verður heldur séð, að skilyrði fyrir stofnun sjóveð- réttar af öðrum ástæðum séu fyrir hendi. Eftir málavöxtum þykir rétt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda kr. 400.00 í málskostnað fyr- ir báðum réttum. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjandi, Guðmundur Þórðarson, greiði gagnáfrýjanda, Jóni Helgasyni, kr. 18563.66, með 5% ársvöxtum frá 24. april 1933 til greiðsludags og kr. 400.00 í málskostnað fyrir sjódómi og hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er með stefnu, dags. 24. april 1933 höfðað fyrir sjóréttinum hér eftir samkomulagi málsaðilja, sem hvorugur á hér heima. Hefir stefnandi Jón Helgason, for- maður á vélbátnum Freyr Á. R. 150 frá Eyrarbakka, kraf- izt þess, að stefndur Guðmundur Þórðarson, oddviti í Gerðum, eigandi vélbátsins Óðinn G. K. 22 verði dæmdur til að greiða kr. 22503.56, vegna áreksturs v. b. Óðins og v. b. Freys á Sandgerðishöfn hinn 12.—13. febrúar 1933, ásamt 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaði eftir reikningi eða samkv. mati réttarins. Einnig krefst stefnandi, að. sér verði tildæmdur sjóveð- réttur í v. b. Óðinn ásamt öllu tilheyrandi fyrir hinni um- stefndu upphæð. Stefnukrafan greinist í tvo höfuðliði kr. 12203.66, sem er útlagður eyrir fyrir viðgerð á v. b. Freyr, björgun hans og fyrir ýmsa muni, er glötuðust frá honum: hinn liðurinn er kr. 10299.90, sem eru umkrafðar bætur íyrir aflatjón og kemur þannig út hin umstefnda upphæð. Stefndur hefir krafizt algerðar sýknu og sér dæmdan málskostnað. 102 Dagana 11.— 13. febrúar 1933, geysaði suðvestan- vest- an- og norðvestanveður í Sandgerði eins og annarsstaðar um Faxaflóa og Reykjanesskaga. Samkvæmt veðurskýrsl- um frá Reykjanesi hélst þar frá kvöldi þess 11. og fram á nótt þess 13. febr. óslitið 10 vindstiga veðurhæð og for- menn, sem verið hafa í Sandgerði 15— 17 vertíðir hafa vottað það og staðfest fyrir sjóréttinum að þeir minnist þess ekki að nokkurn tíma hafi komið í Sandgerði eins hart og langt veður af vesturátt eins og í þetta sinn. Á þessu tímabili lágu báðir umræddir bátar mannlaus- ir á Sandgerðishöfn. Hafði þeim báðum verið lagt þar á venjulegan hátt við legufæri sín, enda er það upplýst í málinu að slíkir bátar sem þessir, sem kallaðir eru „land- legu“bátar, séu hafðir mannlausir á höfninni milli róðra. V. b. Óðinn er 22,18 tonn en v. b. Freyr minni, en um stærð hans getur ekki í málinu. Þegar birta tók á sunnudagsmorgun 12. febrúar sást úr lendi að v. b. Óðinn hafði rekið og nálgast Frey, kl. 9— 10 í. h. var gerð tilraun að komast um borð í Óðinn, en það reyndist ómögulegt sakir veðurofsa og sjávargangs. Hélst þetta veður, en þó versnandi, til kvölds og fram á mánu- dagsnótt, eins og áður segir. Fyrir myrkur um kvöldið þann 12. febrúar grilltu menn, sem í landi voru, það, að Óðin hafði rekið mjög nálægt Frey og aftur fyrir hann en Freyr lá stöðugur, en ekki sáu menn það að bátunum lenti saman þótt menn þættust vissir um að svo væri. Ennfremur hafa nokkrir menn, sem voru um borð í bát- um á höfninni í umrætt sinni og höfðu betri aðstöðu en þeir, er í landi voru, til að sjá bátana Óðin og Frey, staðfest það fyrir réttinum, að þeir hafi séð báta þessa berjast saman, en þó sáu þessi vitni, sakir sjávargangs og hríiðar, þetta ekki betur en svo, að eitt vitni „ímyndar sér að það hafi verið stjórnborðsbógurinn á Óðni, sem hafði numið við Frey“ og annað vitni segir „að því hafi virst svo og öðrum, sem á horfðu, að það hafi verið stjórnborðshliðin á Óðni og bakborðskinnungur á Frey, sem lenti saman“. Þegar birti á mánudagsmorgun Þann 13. febr. sást að v. b. Freyr var sokkinn, og reyndist hann liggja um 8—10 faðma stjórnborðsmegin við Óðin og þá sökk og annar bátur, v. b. Gunnar Hámundarson um 103 j—8 faðma framan við stefni Óðins og lá þar á keðju Óðins. Eftir að Freyr hafði verið tekinn upp, settur á land og skoðaður, reyndizt að hann var ekki aðeins brotinn á bak- borðssíðu, það er þeirri hliðinni, sem vitnin bera að bar- ist hafi við Óðinn, heldur einnig mikið á stjórnborðssíðu og ennfremur kom það í ljós, að Freyr hafði orðið fyrir tognun og margt var fleira Í bátnum gengið úr lagi. Það er alkunnugt að það ber ekki sjaldan við á Sand- gerðishöfn, að þessir mannlausu bátar sökkva þar í veðr- um, án þess að um árekstur sé að ræða, og svo var einnig í þetta sinn. Hinsvegar verður að telja það sannað í mál- inu, að Óðin rak ofan á Frey, sem lá kyrr fyrir legu- færum sínum. En þrátt fyrir þetta er það ekki sannað, að áreksturinn frá Óðni hafi verið aðalorsökin til þess, að Freyr sökk og það er heldur ekki hægt að segja það með neinni vissu, hve mikla hlutdeild áreksturinn hafi átt í því að báturinn sökk. Í málinu verður að telja það við- urkennt, þar sem því er ekki mótmælt, að Freyr hafi verið gamall og veikbyggður. En það verður á hinn bóginn ekki komist hjá því að líta svo á, að Óðinn hafi átt sök á tjóni því sem varð, að meira eða minna leyti. Nú er það að vísu upplýst, að legufæri Óðins voru ekki óforsvaranleg hvorki samkv. lögum, né eftir þvi sem tíðkast í Sandgerði, um báta af hans stærð, sem látnir eru liggja mannlausir, en hinsvegar er það staðreynd, að bátinn byrjaði að reka án annarar upplýstrar orsakar en þeirrar að legufæri hans voru of létt og hann rak alllanga vegalengd, sem ekki hennti aðra báta á legunni yfirleitt í þetta sinn, að einum öðrum undanskildum. Nú virðist það vera regla í Sand- gerði, að hver formaður velji á eigin býti stað fyrir bát sinn, þar sem hann telur tiltækilegast og þar sem það er ennfremur venja, að slíkir bátar liggi mannlausir, þá virð- ist hver bátsformaður taka á sig ábyrgð á því að báturinn vinni ekki öðrum bátum tjón, þar sem honum er lagt og að legufærin séu svo trygg að bátinn reki ekki fyrir veðri og sjó, eftir að honum er þannig lagt, vegna sinna eigin átaka einna. Það þykir því ekki geta leitt til sýknu stefnds, þótt veður hafi verið óvenjulegt og hart í þetta sinn. Hins- vegar þykir ekki, eins og áður er sagt, það sannað, að 104 v/b. Óðinn eigi einn sök á tjóni því, sem v/b. Freyr varð fyrir, og tjóni er leiddi af því, að hlé varð á útgerð hans á vertíðinni. Það er sem sé alveg óupplýst mál hversu mikið kann að hafa verið úr lagi gengið á Frey, áður en Óðinn rakst á hann og tjón það, sem hlauzt af sjálfum árekstrinum er þar af leiðandi ósannað, og er því ekki fyrir hendi ákveðinn grundvöllur fyrir skipt- ingu tjónsins og þykir því sú regla bezt við eiga að tjónið skiptist að jöfnum hlutum milli aðila, Koma þá til athugunar liðir skaðabótakröfunnar. Fyrri liðurinn kr. 12203.66, útlagður eyrir fyrir viðgerð og fleira er nægilega rökstuddur af stefnanda, enda ekki mótmælt af stefndum að útlagður kostnaður hafi verið þessi. Þessa upphæð ber því að leggja til grundvallar við ákvörðun skaðabótanna um þennan lið og á samkv. fram- ansögðu stefndur að bera helming hennar eða kr. 6101.83. Fyrir öðrum lið, aflatjóninu, er aftur á móti af eðlileg- um ástæðum ekki hægt að leiða önnur rök en líkur og þær vfirleitt yfrið ótraustar. Viðgerð á skipi og vél var lokið 7. marz og virðist bát- urinn hafa verið kominn til Sandgerðis og tilbúinn til veiða þann 9. s. m. Í málinu hafa verið framlagðar tvennar skýrslur, sem innbyrðis eru mismunandi, um afla og róðrarfjölda 4 báta á þessu tímabili af svipaðri stærð og Freyr. Í öðrum skýrsluflokknum er dagsetning hvers róðurs og þykir verða að leggja þann flokkinn til grundvallar og er þá meðaltal róðranna 12 hjá hverjum bát, og er þar einnig ákveðin tala lifrarlitra í hverjum róðri og er meðaltal Þeirra á bát yfir tímabilið 4940. Nú Þykir reyndin vera sú um þenna tima, að ca. 32 lifrarhlutar komi á hvert skpd. fiskjar miðað við 650 kg. af óslægðum þorski. Svarar þetta til 12% skpd. í róðri eða 150 skpd. yfir tímabilið. Verð er áætlað fyrir skpd. 50 kr. eða samt. kr. 7.500 og er hér fylgt verðáætlun, sem reiknað er með af hálfu stefnds. En frá bessari upphæð dregst saltverð, sem áætlað er kr. 7.60 í skpd. eða kr. 1140.00 og verður þá eftir kr. 6360.00. Sök- um vöntunar allra gagna um kostnað við útgerðina þykir rétt að láta lifur, hausa, bein, hrogn og aðrar veiddar fisk- tegundir en þorsk vega upp kostnað við beitu, olíu, veiðar- færi og svo og viðhald og fyrningu. 105 Samkv. áðurgreindri skiptingu tjónsins á þá stefndur að bera kr. 3180.00, sem í viðbót við áðurnefndar kr. 6101.83 gerir samtals kr. 9281.83, sem stefndur þykir eiga að greiða ásamt umkröfðum vöxtum, sem og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 400 kr. og ber stefnanda sjó- veðréttur í v/b. Óðinn frá Gerðum G. K. 22 fyrir hinum til- dæmdu upphæðum. Miðvikudaginn 4. marz 1936. Nr. 88/1935. Réttvísin (Lárus Fjeldsted) gegn Friðrik Þórðarsyni (Sveinbjörn Jónsson). Sýknun af ákæru fyrir brot á ákvæðum 134., 135. og 144. sbr. 145. gr. alm. hegningarlaga. Dómur aukaréttar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1. maí 1935: Hinn kærði, Friðrik Þórðarson, á að vera sýkn af kæru réttvísinnar í þessu máli. Sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun til tals- manns ákærða hrm. Sveinbjarnar Jónssonar 30 kr., greið- ist af almannafé. Dómur hæstaréttar. Það verður að leggja til grundvallar skýrslu á- kærða um það, að hann hafi fyrir fram fengið samþykki tveggja samnefndarmanna sinna til að gera þær breytingar á fundargerð hreppsnefndar- innar frá 7. okt. 1934, sem í hinum áfryjaða dómi segir. Þessar breytingar, sem voru í raun réttri að- eins lagfæringar á fundargerð þessari og því ekki gerðar í blekkingarskyni á nokkurn hátt, geta hvorki varðað við 134. eða 135. gr. almennra hegn- ingarlaga né heldur við ákvæði 27. kap. sömu laga 106 um skjalafals. Það var að vísu að formi til ekki rétt að farið, að gera áðurnefndar lagfæringar á fundargerðinni án þess að kveðja hreppsnefndina til fundar og gera þær síðan á hreppsnefndarfundi. En sú aðferð, sem ákærði hafði, verður þó ekki talin honum til stórkostlegs hirðuleysis eða stór- kostlegrar vanrækslu samkvæmt 144. sbr. 145. gr. áðurnefndra hegningarlaga. Verður því að sýkna ákærða af ákæru réttvísinnar í máli þessu, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi, og með því að fall- ast má einnig á ákvæði dómsins um greiðslu sak- arkostnaðar í héraði, þá ber að staðfesta hann. Eftir þessum málalokum verður að dæma rikis- sjóð til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálaflutningsmannanna Lárusar Fjeldsteð og Sveinbjarnar Jónssonar, 60 krón- ur til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað samkvæmt fyrirmælum dómsmála- ráðuneytisins, og eru tildrögin þessi: Hinn 7. október s. 1. úthlutaði hreppsnefnd Borgar- neshrepps ellistyrk hreppsins og stakk þá einn hinna mættu nefndarmanna, Stefán Björnsson, uppá því að geymdur yrði nokkur hluti fjárhæðarinnar til næsta árs 107 og skyldi honum úthlutað þá. Hinir nefndarmennirnir tirðast hafa treyst reynslu Stefáns og þekkingu á hrepps- málum og samþykktu því að lokum að geyma á annað hundrað krónur til næsta árs. Er svo að sjá sem í um- ræðum um þetta hafi komið skýrt fram, að allir mættir hfeppsnefndarmenn ætluðust til að styrkþegar misstu ein- skis í við þetta og mundi hinni geymdu fjárhæð hafa verið úthlutað þá þegar heldur en svo færi. Um eða rétt fyrir 7. nóv. fær svo oddviti að vita að það fé sem ekki yrði úthlutað þá, yrði lagt í Söfnunar- sjóð og fengist ekki til útborgunar næsta ár. Minntist þá oddviti á þetta við tvo af meðnefndarmönnum sinum, og voru þeir honum sammála um að hann skyldi skipta eft- irstöðvunum jafnt á milli styrkþega og gerði oddviti þetta þannig, að hann strikaði eitt strik yfir hverja tölu aftan við nöfn styrkþeganna í úthlutunargerð hrepps- nefndar, og skrifaði aðra tölu fyrir aftan, en 8 kr. hærri. 10. nóv. hélt svo hreppsnefndin fund, og skýrði odd- viti frá hvað hann hefði gert og sýndi hreppsbókina, og skrifuðu allir hinir mættu hreppsnefndarmenn undir gerðarbókina án þess að athugasémd væri við þetta gerð, enda hefir meiri hluti hreppsnefndar lýst því yfir að Þeir hafi talið mál þetta útkljáð og samþykkt. Nokkrum dögum síðar sendir svo einn hreppsnefndar- mannanna, Stefán Björnsson, er staddur hafði verið á fundinum 10. nóv. kæru til hreppsnefndar útaf þessum gerðum oddvita, en meiri hluti hennar ákvað á fundi 26. s. m. að taka ekki kæruna til greina en samþykkti enn á ný gerðir oddvita í máli þessu og sendi þá Stefán litlu síðar sakamálskæru til lögreglustjóra á hendur oddvita út af þessu. Kærður Friðrik oddviti Þórðarson, hefir haldið því fram, að þegar hann fékk að vita, að ekki mundi hægt að geyma nokkuð af styrknum og úthluta næsta ár, hafi ekki verið auðið vegna tímaleysis, að kalla saman hrepps- nefndarfund svo snemma að ákvörðun yrði tekin fyrir 7. nóv., en þann dag átti úthlutunin að vera komin í hend- ur sýslumanns. Af þessu virðist auðsætt, að ef vilja hreppsnefndar, sem fram kom á fundinum 7. okt. um að styrkþegar skyldu einskis í missa, átti að verða fram- gengt, var ekki önnur leið fyrir hendi en að fá að vita 108 hvað þeir hreppsnefndarmenn, er til náðist, vildu gera. Náði hann svo í tvo af meðnefndarmönnum sinum, og komu þeir 3 er mynduðu þannig meiri hluta hreppsnefnd- arinnar, sér saman um á hvern hátt skyldi úr þessu bætt, og virðist því þessi meiri hluti hreppsnefndarinnar, bera ábyrgð á þessum verknaði. Þetta var hvorki gert í hags- munaskyni eða öðrum til meins, heldur aðeins til þess að styrkþegar skyldu einskis í missa, og í samræmi við framkominn vilja hreppsnefndar á fundinum 7. október og ber því aðeins að skoða þetta sem leiðréttingu, er hreppsnefndin gerir á gerðum sínum, þegar hún fær að vita að hún fyrir misskilning hafði sett aðrar tölur í út- hlutunina en hún vildi þar hafa, enda þetta gert á þann hátt, að glöggt sáust eldri tölurnar og bókin strax lögð fram á næsta fundi nefndarinnar og því engin leynd við- höfð. Það sést því ekki að 13. eða 27. kap. hegningarlaganna hafi í neinu verið brotinn með þessu, enda virðast hvorki hin objektivu né subjektivu skilyrði fyrir refsiálagningu að vera fyrir hendi, og ber því að sýkna kærðan af ákæru réttvísinnar. Samkvæmt framansögðu ber að greiða allan sakarkostnað af almannafé, þar með talin málfærslulaun til talsmanns kærða hrm. Sveinbj. Jónssonar, er virðist hæfilega ákveðin 30 kr. Á rekstri málsins hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 6. marz 1936. Nr. 76/1935. Jóhann Árnason (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Eggert Claessen (Sjálfur). Ómerking. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. júní 1935: Málinu vísast frá dómi. Stefnandi, Jóhann Árnason bankaritari, greiði stefndum, hrm. E. Claessen, kr. 80.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 109 Dómur hæstaréttar. Afrýjandi hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdómarann að taka málið upp að nýju og kveða upp dóm í því að efni til. Svo hefir áfrýjandi og krafizt málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hin- um áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, er mál þetta risið af láni á peningaskáp, er Íslandsbanki átti á sínum tíma og stefndi, er þá var einn fram- kvæmdarstjóra bankans, lánaði félagi einu hér í bænum á árinu 1929. Þegar Útvegsbanki Íslands tók við eignum Íslandsbanka árið 1930, varð hann einnig eigandi þessa skáps, en seldi hann áfrýj- anda þessa máls 3. febr. 1934. Áfrýjandi telur skáp Þenna nú ekki munu koma sér að jafntryggum not- um sem Í öndverðu, með því að hann hafi verið í vörzlum ýmissa manna og óvíst sé, hversu margir lyklar hafi verið gerðir að honum á lánstímanum, eða hvar þeir lyklar kunni að vera niður komnir. Telur áfrýjandi stefnda því eigi geta nú leyst sig undan skyldu sinni með því að skila skápnum eins og hann hefir boðið að gera, heldur eigi hann að greiða andvirði skápsins með vöxtum, og hefir þvi einungis gert kröfu um slíka greiðslu í máli þessu. Stefndi lítur hins vegar svo á, að sér beri aðeins að skila skápnum og, ef því væri að skipta, að greiða bætur fyrir spjöll, sem kynnu að hafa orðið á honum eftir að hann var lánaður. Hvort sem stefndi hefir rétt að mæla í þessu efni eða ekki, þá útilokar það áfrýjanda ekki frá því að leggja undir dóm kröfu sina á hendur stefnda um greiðslu 110 á andvirði skápsins, úr því að hann telur stefnda nú eigi framar geta fullnægt skyldu sinni með því að skila skápnum. Samkvæmt þessu bar héraðsdómaranum að leggja dóm á málið að efni til, eftir því sem fyrir lá. Verðnr því, samkvæmt kröfu áfrýjanda, að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og skylda héraðsdóm- arann til að taka málið til meðferðar að nýju frá þvi, er það var tekið til dóms í héraði, og kveða upp dóm í því að efni til. Eftir þessum málalok- um þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda 100 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur er úr gildi felldur, og ber héraðsdómaranum að taka málið af nýju til meðferðar frá þvi, er það var tekið til dóms í héraði, og kveða upp dóm í því að efni til. Stefndi, Eggert hæstaréttarmálflutnings- maður Classen, greiði áfrýjanda, Jóhanni bankaritara Árnasyni, 100 krónur í málskostn- að fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttatilraun höfðað fvrir bæjarþinginu af Jóhanni Árnasyni, bankaritara hér í bæ, með stefnu útg. 24. april 1934 á hendur Eggert Claessen, hrm. í Reykjavík. Krefst stefnandi þess, að slefndur verði dæmdur til að greiða sér kr. 600,00 með 6% ársvöxtum frá 1. júlí 1929 til greiðsludags, svo og málskostnað að skaðlausu, eftir mati réttarins. Stefndur krefst þess aftur á móti aðallega, að málinu verði visað frá dómi, en til vara, að hann „verði algerlega sýknaður 111 af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað eftir mati réttarins. Tildrög málsins eru þau, að vorið 1929 lét stefndur, sem þá var bankastjóri Íslandsbanka, af hendi peninga- skáp nokkurn, sem bankinn átti, til félags eins hér í bæn- um. Kveður stefndur það hafa verið meiningu sína, að lána skápinn meðan bankinn þyrfti ekki á honum að halda eða vildi selja hann. Peningaskáp þessum var þó aldrei skilað til Íslandsbanka né heldur síðan Útvegsbanka Íslands h/f., en hinn 3. febrúar 1934 framselja 2 banka- stjórar Útvegsbanka Íslands h/f., skápinn til handa stefn- anda þessa máls, en hann stefndi málinu siðan til dóms. cins og áður er sagt. Stefnandi heldur því fram, að stefndur hafi afhent skápinn úr bankanum og beri einn ábyrgð á þeirri af- hendingu, þar eð hún hafi verið ólögleg, og hefir því stefnt málinu gegn honum. Stefndur hefir mótmælt þessu, en kveðst hafa lánað skápinn góðgerðafélagi einu hér í bæ og telur að stefnandi hefði átt að beina máli sínu gegn því félagi, en ekki gegn sér. Ennfremur telur hann stefn- anda einungis eiga heimtingu á, að fá skápinn afhentan og þá einhverjar bætur að auki, ef hann sé ekki jafngóður, en um fulla bótakröfu geti því aðeins verið að ræða, að skápurinn reyriist óhæfur til þess að honum verði skilað. Stefnandi hefir ekki hnekkt þeirri staðhæfingu stefnds, að skápurinn hafi aðeins verið lánaður áðurnefndu félagi, en hinsvegar verður að lita svo á, eftir því sem fram hefir komið í málinu, að stefndur hafi persónulega borið á- byrgð á láninu og var stefnanda því rétt að beina málinu gegn honum. En hinn lánaða hluta gat og átti stefnandi að heimta sjálfan, en bótakrafan kom fyrst til greina, er það sýndi sig, að skil á skápnum gætu ekki farið fram eða að hann með einhverjum hætti væri orðinn gallaður eða jafnvel að öllu leyti ónothæfur. Stefnandi hefir nú ekki sýnt fram á það, að málinu væri svona varið, en einungis krafist greiðslu fulls andvirðis skápsins, og ekki tekið undir það, að taka við skápnum sjálfum, en það hefir stefndur boðið undir rekstri málsins, og stefnandi hefir hvorki lagt heimtingu sina til skápsins til sátta og eigi heldur stefnt 112 til hennar, þykir því eiga að visa máli þessu frá dómi ex officio. Samkvæmt framansögðu þykir rétt að stefnandi greiði stefndum málskostnað og þykir hann hæfilega metinn kr. 80.00. Málflutningur aðila hefir ekki verið tilhlýðilegur að öllu leyti, en ekki þykir þó ástæða til að beita sektum eða ómerkingu. Mánudaginn 9. marz 1936. Nr. 13/1936. Útvegsbanki Íslands h.f. (Lárus Fjeldsted) segn Stefáni Jóh. Stefánssyni f. h. Ólafs Ragnars og Júlíusi Sigurðssyni f. h. eigenda og útgerðarmanna e/s „Pét- ursey“ (Stefán Jóh. Stefánsson). Sjóveðskrafa. Dómur sjóréttar Hafnarfjarðar 15. okt. 1935: Stefndur, Júlíus Sigurðsson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda. Hinsvegar greiði hann f. h. eigenda og útgerðarmanna e. s. Pétursey G.K. 6, stefnandanum, Stefáni Jóh. Stefánssyni f. h. Ólafs Ragnars, kr. 1407.25 ásamt 6% ársvöxtum frá 29. ágúst 1935 til greiðsludags og málskostnað kr. 181.00 og hefir stefnandi sjóveðrétt í e. s. Pétursey G. K. 6 fyrir of- angreindum upphæðum. Dómi þessum ber að fullnægja innan þriggja sólar- hringa frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með dómi, uppkveðnum í sjórétti Hafnarfjarð- arkaupstaðar 15. október 1935, var stefndur Júlíus Sigurðsson, skipstjóri, dæmdur til þess f. h. eig- 113 enda og útgerðarmanna e/s „Pétursey“ G.K. 6, að greiða Stefáni Jóhanni Stefánssyni f. h. Ólafs Ragn- ars kr. 1407.25 ásamt 6% ársvöxtum frá 29. ágúst 1935 til greiðsludags og málskostnað kr. 181.00, og var dómhafa jafnframt dæmdur sjóveðréttur í e/s „Pétursey“ G. K. 6 fyrir ofangreindum fjár- hæðum. Dómi þessum hefir Útvegsbanki Íslands h/f., sem kveður sig hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta í málinu, skotið til hæstaréttar sem sakmiðill og gert þær réttarkröfur, aðallega, að ákvæði hins á- frýjaða dóms um sjóveðrétt í e/s „Pétursey“ verði fellt úr gildi, en til vara, að sjóveðréttur í greindu skipi verði aðeins látinn taka til kr. 252.00 án alls kostnaðar. Loks krefst áfrýjandi þess, að stefndur Stefán Jóhann Stefánsson f. h. Ólafs Ragnars verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti, hvernig sem málið fer, eftir mati rétt- arins. Áfrýjandi hefir ennfremur stefnt fyrir hæsta- rétt Júlíusi Sigurðssyni, skipstjóra, f. h. eigenda og útgerðarmanna e/s „Pétursey“ til þess að gæta réttar sins, en án þess að gera nokkrar réttarkröf- ur á hendur honum. Hefir greindur skipstjóri ekki látið mæta í hæstarétti. Stefndur, Stefán Jóhann Stefánsson f. h. Ólafs Ragnars, hefir gert þær réttarkröfur, að hinn áfrýj- aði dómur verði staðfestur að því er varðar sjó- veðrétt í e/s „Pétursey“ G. K. 6 og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum málskostn- að. Stefndur viðurkennir, að áfrýjandi hafi fjár- hagslegra hagsmuna að gæta í máli þessu, og kveðst ekkert hafa við málskot hans að athuga að 8 114 því er aðildina varðar. Að þessu athuguðu þykir mega dæma mál þetta að efni til. Málavextir eru þeir, að e/s „Pétursey“, sem heimili á í Hafnarfirði, stundaði sildveiðar fyrir Norðurlandi nokkra mánuði sumarið 1935. Á tíma- bilinu frá 1. júlí til 2. september greint ár tók stefndur Júlíus Sigurðsson, skipstjóri, út kol í þarf- ir skipsins hjá Ólafi Ragnars, og með yfirlýsingu dags. 2. september s. 1. viðurkenndi skipstjóri þessi, að útgerðarmenn e/s „Pétursey“ skulduðu vegna úttektarinnar kr. 1407.35 og að hún hefði verið nauðsynleg til framhaldsferðar skipsins. Áfrýjandi mótmælir því, að stefnda beri sjóveðréttur í e/s „Pétursey“ fyrir skuld þessari, sem hann að öðru leyti kveður vera rétta. Segir hann, að kolin hafi ekki verið notuð til framkvæmdar einstakrar ferð- ar. Síðasta kolaúttekt samkvæmt kolareikningi stefnda nemur kr. 252.00. Kannast áfrýjandi við, að úttekt þessi hafi verið notuð til heimferðar skipsins og kunni þessvegna að vera rétt að dæma sjóveðrétt fyrir þeirri fjárhæð. Byggir hann vara- kröfu sina á þessu. Þar sem skipið var, eins og sagt hefir verið, utan heimilis síns og öll úttektin var gerð til fram- kvæmdar og framhalds sildveiðanna, verður að líta svo á, að skipstjóri hafi haft heimild til að skuldbinda útgerðarmennina með úttekt þessari og hefir stefndur þessvegna samkvæmt 4. mgr. 236. gr. siglingalaga nr. 56 frá 1914 öðlast sjóveðrétt í e/s „Pétursey“. Það ber þessvegna að taka kröfu stefnda í máli þessu til greina. Samkvæmt þessum málsúrslitum verður áfrýj- andi að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti, sem ákveðst kr. 250.00. 115 Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða sjóréttardómi á að vera ó- raskað að því er varðar sjóveðrétt í e/s „Pét- ursey“ G. K. 6. Áfrýjandi, Útvegsbanki Íslands h/f, greiði stefnda, Stefáni Jóhanni Stefáns- syni f. h. Ólafs Ragnars, kr. 250,00 í málskostn- að fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir sjórétti Hafnarfjarðar af Stefáni Jóh. Stefánssyni f. h. Ólafs Ragnars, með stefnu birtri 19. sept. þ. á., gegn Júlíusi Sigurðssyni, skipstjóra t. h. eigenda og útgerðarmanna e. s. „Pétursey“ og per- sónulega in solidum, en til vara aðeins fyrir hönd eigenda og útgerðarmanna nefnds skips, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 1407.25 með 6% ársvöxtum frá 29. ágúst 1935 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu svo og til viðurkenningar sjóveðréttar í e. s. „Pétursey“ G. K. 6 fyrir téðri upphæð með vöxtum og öllum kostnaði. Við fyrirtöku málsins mætti stefndur eigi og enginn af hans hálfu. Verður því samkv. N. L. 1—4—32 og tilsk. 3. júní 1796, 2. gr. sbr. tilsk. 15. ágúst 1832, 8. gr. að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Hvað snertir upphæð kröfunnar hefir verið lagður fram reikningur, sem kemur heim við stefnukröfuna og ennfremur viðurkenning stefnds fyrir því að krafan sé rétt. Skipstjóra e. s. „Pétursey“ hefir jafnframt því að vera stefnt fyrir hönd eigenda og útgerðarmanna skipsins, einnig verið stefnt persónulega til greiðslu upphæðar- innar. Þar sem ekki verður ráðið af skjölum málsins, að um sjálfskuldarábyrgð hafi verið að ræða, verður hann ekki dæmdur persónulega til að greiða stefnukröfuna. Hinsvegar ber að dæma hann til að greiða stefnukröf- una kr. 1407.25 ásamt 6% ársvöxtum frá 29. ágúst 1935 116 til greiðsludags, fyrir hönd eigenda og útgerðarmanna skipsins svo og málskostnað, er þykir hæfilega ákveð- inn kr. 181.00. Ennfremur verður að taka til greina kröfu stefnanda um sjóveðrétt í e. s. „Pétursey“ G. K. 6 fyrir upphæðum þessum, þar sem fyrir liggur undirskrifuð yfirlýsing skipstjóra skipsins um að hann hafi pantað og tekið við kolum fyrir framangreinda upphæð og úttektin hafi ver- ið nauðsynleg til framhaldsferðar skipsins. Miðvikudaginn 11. marz 1936. Nr. 122/1935. Réttvísin (Lárus Jóhannesson) Segn Finnboga Finnbogasyni og Willum Jörgen Andersen (Stefán Jóh. Stefánsson). Brot gegn ákvæðum 201. gr. alm. hegningarlaga. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 19. ágúst 1935: Ákærð- ur, Finnbogi Finnbogason, sæti 15 daga einföldu fangelsi. Ákærður, Willum Jörgen Andersen, sæti 30 daga sams- konar fangelsi. Fullnustu refsingar beggja skal frestað og hún falla niður að 5 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms Þessa ef skilorð laga nr. 39 16. nóvember 1907 eru haldin. Ákærðu greiði allan kostnað sakarinnar að hálfu hvor Þar með talin málsvarnarlaun hins skipaða talsmanns Þeirra í málinu, Valdimars Stefánssonar, lögfræðings, kr. 60.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, hafa hinir ákærðu ekki gætt þeirrar skyldu, sem á mönnum hvilir til þess að koma mönnum, stöddum í lifs- háska, til hjálpar. Þykir refsing þeirra hæfilega á- 117 kveðin, samkvæmt 201. gr. almennra hegningar- laga, þannig: Ákærða Finnboga Finnbogasonar 300 króna sekt til ríkissjóðs, óskilorðsbundin, og afplánist sektin með 20 daga einföldu fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, og Willum Jörgen Andersen 35 daga ein- falt fangelsi, einnig óskilorðsbundið. Svo verður að dæma hina ákærðu til þess að greiða in solidum allan sakarkostnað, bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti, þar með taldar 60 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns þeirra í hér- aði og málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Ákærði Finnbogi Finnbogason greiði 300 króna sekt í ríkissjóð, og komi 20 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði Willum Jörgen Andersen sæti 3 daga einföldu fangelsi. Hinir ákærðu greiði in solidum allan sakar- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda í héraði, cand. jur. Valdimars Stefánssonar, 60 krónur, og málflutningslaun sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Lárusar Jóhannessonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 118 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn beim Finnboga Finnbogasyni, skipstjóra, til heimilis Njarð- arstig 3, og Willum Jörgen Andersen, skipstjóra til heim- ilis Hásteinsveg 6, báðum hér í bænum, fyrir brot gegn 17. kapítula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. Málavextir eru eftir því, sem upplýst er í málinu, sem hér segir. Sunnudaginn þann 22. april 1934 að kvöldi, kom v/b. Veiga V.E. 291, sem ákærður, Finnbogi Finnbogason, var þá skipstjóri á úr fiskróðri og var ákærði þá sjálfur við stjórn skipsins. Er nefnt skip var þá að sigla með fram s„Yæztakletti“ áleiðis til hafnar hér, rakst það á v/b. Brimil, VE. 278, sem kom sunnan að (þ. e. frá höfninni hér) á móti v/b. Veigu og sökk v/b. Brimill við áreksturinn eða rétt strax eftir hann, og maður að nafni James White Halldórsson, sem var í þeim bát, er áreksturinn varð, drukknaði, en aðrir voru þá eigi í þeim bát, er árekstur- inn varð, eftir því sem upplýst er í málinu. Eftir að á- reksturinn varð dvaldi ákærður Finnbogi Finnbogason á v/b. Veigu, um stund á árekstrarsvæðinu, til þess að að- sæta hvort mögulegt yrði að bjarga fyrr nefndum manni, sem var í v/b. Brimli (eða þeim, er kynnu að hafa verið í honum) en árangurslaust og hélt hann því næst áfram inn á höfn og fór því næst til sóknarprestsins hér, séra Sigurjóns Árnasonar, að Ofanleiti, og skýrði honum frá slysinu. Það hefir ekkert komið fram í málinu, er bendi til þess, að ákærður Finnbogi Finnbogason, hafi viljandi orðið valdur að árekstri þessum eða að dauða James Halldórs- sonar og virðist engin ástæða til að ætla að svo hafi verið og er þá að athuga hvort ástæða þykir til að álita eða telja sannað, að árekstur þessi og dauði fyrrnefnds manns hafi hlotizt af gáleysi ákærðs. Ákærður (F. F.) hefir sjálfur skýrt frá aðdraganda slyssins sem hér segir. Hann kveðst hafa komið á móts við Eiði um kl. 10 framangreint kvöld og haldið því næst sem leið liggur austur úr Faxasundi með hægri ferð. Snjókoma hafi verið mikil er hann kom á móts við Eiði, en er kom austur úr 119 Faxasundi hafi birt í lofti og minnkað snjókoma, og er hann kom austur úr Faxasundi hafi hann séð þrjú skip, sem öll sigldu á móti skipi ákærðs og hafi hann séð hin rauðu hliðarljós þeirra allra til bakborða frá v/b. Veigu og hafi tvö af skipum þessum verið færeyskar fiskiskútur, en hið þriðja hafi verið vélbátur er reyndist vera v/b. Brimill og kveður hann vélbát þennan hafa siglt svo nærri landi (eynni), að ákærður kveðst hafa orðið að sigla svo nærri „Yztakletti“, sem unnt var til þess að hafa rétta stefnu gagnvart bát þessum (þ. e. séð hið rauða hliðarljós hans til bakborða frá skipi sínu). En skúturnar kveður hann hafa siglt mikið dýpra af eynni, en bátinn. Hann kveður bátinn hafa verið nokkuð norðan við Klettsnef, er hann (ákærður) sá hann fyrst. Hann kveðst svo hafa siglt áfram um stund meðfram klettunum (Yztakletti) þannig að hann sá ætið hið rauða hliðarljós vélbátsins, til bakborða frá Veigu, en kveðst ekki hafa aðgætt hvaða stefnu hann sigldi eftir áttavita, vegna þess hve nærri landi hann var og sá ætið land. En er v/b. Brimill var kominn hér um bil á móts við v/b. Veigu (til bakborða) kveður ákærður hann hafa snúið snögglega upp að klett- unum (að því er virðist til bakborða) þannig að ákærður sá þá hið græna hliðarljós hans (stjórnborðsljósið) og stefnt beint fyrir stefni v/b. Veigu og kveður ákærður v/b. Veigu þá hafa verið svo nærri klettunum, að honum virt- ist ekki vera nema 2—3 bátslengdir þangað og því eigi unnt að snúa v/b. Veigu til stjórnborða til að reyna að forðast árekstur og kveðst ákærður þá hafa snúið skipinu til bakborða til þess að reyna að forðast árekstur, en kveð- ur vélbátinn, sem hann þekkti þá að var v/b. Brimill, á sama augnabliki hafa lent undir stjórnborðskinnung v/b. Veigu og kveðst ákærður gera ráð fyrir, að framstefni v/b. Veigu muni hafa rekizt á afturenda v/b. Brimils og Brimill við það snúizt að stjórnborðskinnung „Veigu“, en hann kveðst þó ekki hafa séð framstefni Veigu rekast þannig á Brimil né heyrt eða fundið árekstur, fyrr en er Brimill lenti undir kinnung v/b. Veigu. Hann kveður Brimil því næst hafa flotið aftur með stjórnborðssiðu v/b. Veigu á bakborðshliðinni, þannig að hann kveðst hafa séð stjórnborðshliðarljós „Brimils“ (græna ljósið), þar til Primill var kominn aftur fyrir „Veigu“, en kveður það þá 120 hafa verið horfið og kveður Brimil hafa verið sokkinn er hann hafi snúið Veigu við eftir áreksturinn. Hann kveðst engan mann hafa séð í sjónum eftir áreksturinn, en kveðst hafa heyrt hrópað tvisvar (án þess þó að heyra nein orð) og kveðst hann álita að þau hróp hafi verið frá James White Halldórssyni, sem hann frétti síðar að hefði verið (einn) í v/b. Brimli, er áreksturinn varð. Ákærður kveðst því næst hafa haldið kyrru fyrir á árekstrarsvæð- inu um stund, eftir áreksturinn og heldur hann fram að það hafi verið næstum því klukkutími, sem hann var þar, að honum virtist og kveðst því næst hafa haldið inn á höfn og komið þangað um kl. 11% um kvöldið, en kveðst þó ekki hafa gætt á klukku þá né á árekstrarstaðnum. Hann kveðst svo strax hafa farið í bifreið að Ofanleiti, til þess að hitta sóknarprestinn og skýra honum frá slysinu og kveðst hann hafa séð klukku, er hann kom þar inn, og hafi hana þá vantað 23 min. í 12. Hann kveðst sjálfur hafa verið við stýrið á v/b. Veigu, allan tímann frá því hann sá v/b. Brimil og þar til áreksturinn varð. Ákærður kveðst ekki hafa reynt að setja v/b. Veigu aftur á bak eða stöðva ferð hennar, er hann sá v/b. Brimil snúa fyrir stefnið á Veigu og kveðst ekki hafa gert það vegna þess að annar vélbátur v/b. Herjólfur, hafi verið mjög skammt fyrir aftan „Veigu“. Hann kveður vind hafa verið nokkuð mikinn og vaxandi er slysið varð, sjó ekki mikinn, en þó talsverð kvika en þó vel fært fyrir venju- lega vélbáta. Á v/b. Veigu voru ekki uppi á verði, er slysið varð, aðrir en vélstjórinn Guðni Marius Finnbogason bróðir á- kærða, sem var í stýrishúsinu hjá ákærðum, næst áður og er slysið varð og hefir nefndur Guðni Finnbogason verið yfirheyrður sem vitni í málinu og hefir hann borið að hann hafi verið uppi í stýrishúsinu á v/b. Veigu hjá á- kærðum (F. F.), sem var þar einnig, er þeir sáu fyrst land og kveðst hann því næst hafa farið niður í vélarrúm- ið til þess að athuga vélina og verið þar ca. 3 minútur og komið því næst upp í stýrishúsið aftur og staðið þar þar til eftir að áreksturinn varð. Hann kveðst hafa séð v/b. Brimil, er Veiga var komin austur úr Faxasundi og kveðst hann allra fyrst hafa séð bæði stjórnborðs- og bakborðs- hliðarljósin (græna og rauða ljósið) á þeim bát, en á- 121 kærður, Finnbogi Finnbogason, hafi þá beygt til stjórnborða og kveðst vitnið aðeins hafa séð bakborðshliðarljósið (rauða ljósið), eftir það þar til rétt áður en áreksturinn varð, að rauða ljósið hafi horfið en græna ljósið (stj.b.lj.) hafi sést og umræddur vélbátur hafi færst beint upp að Yztakletti og fyrir stefnið á v/b. Veigu og kveðst vitnið hafa séð græna ljósið á honum hverfa fyrir stefnið á v/b. Veigu en þá um leið hafi áreksturinn orðið og hafi Brimill lent undir stjórnborðskinnung Veigu, en hafi fljótlega losnað þaðan og komizt á réttan kjöl og hafi ákærður snú- ið Veigu til bakborða, strax er hann sá græna ljósið á Brimli. Vitni þetta hefir staðfest framangreindan framburð sinn með eiði sínum. Þar eð aðrir en ákærður og framangreint vitni, voru ekki uppi við á Veigu er áreksturinn varð, né næst á und- an, gátu ekki aðrir af skipshöfninni borið um hversu á- reksturinn bar að höndum og þeir sem yfirheyrðir hafa verið í málinu af skipshöfn v/b. Herjólfs, sem fór fram hjá Veigu rétt strax eftir að áreksturinn varð, gátu ekki borið neitt nákvæmlega um þetta og hefir ekkert komið Íram í málinu er hnekki framangreindri skýrslu ákærðs og fyrrnefnds vitnis, sem eru samhljóða í öllum aðalatriðum. Vitnið, Pétur Guðmundsson, er var háseti á v/b. Herj- ólfi og var á þilfari þess báts, er hann fór fram hjá v/b. Veigu eftir áreksturinn, hefir að vísu borið, að Veiga hafi snúið til stjórnborða eftir áreksturinn, en samkv. öðru þvi, sem upplýst er í málinu, þar á meðal í framburði nefnds vitnis sjálfs, virðist sá framburður vitnis þessa ekki geta staðizt. Þar eð framangreindum framburði ákærðs og vitnisins Guðna Maríusar Finnbogasonar, hefir þannig eigi verið hnekkt og þ. e. sá framburður þeirra þykir eigi á neinn hátt ósennilegur, þykir verða að leggja hann til grundvall- ar við dóm í málinu og er þá að athuga hvort ákærður geti talizt hafa farið á nokkurn hátt gálauslega að, samkv. því, sem þannig er upplýst í málinu. Rétturinn verður að líta svo á, að ekki muni hafa haft neina þýðingu, eftir því sem á stóð, vegna þess hve fljótt áreksturinn bar að höndum, þó ákærður hefði látið stöðva vél bátsins eða reynt að láta hann fara aftur á bak, er á- 122 kærður varð þess var, að Brimill hafði beygt fyrir stefnu v/b. Veigu og virðist því eigi hafa verið um annað að ræða, til þess að reyna að forðast áreksturinn eða draga úr afleiðingum hans, en að snúa v/b. Veigu strax, sem mest til bakborða, eins og ákærður gerði og verður þvi samkv. því sem upplýst er í málinu á framangreindan hátt, að telja, að ákærður hafi ekki á nokkurn hátt farið gálaus- lega að við umrætt tækifæri. En þó eigi yrði talið nægjan- lega sannað, að ákærður hafi, er áreksturinn varð og næst á undan (svo og v/b. Brimill), hagað sér eins og ákærður og framangreint vitni hafa borið, þá yrði þó hinsvegar alls eigi talið sannað, að ákærður hafi valdið árekstrinum eða dauða James White Halldórssonar með gáleysi og verður ákærður því eigi talinn sekur um brot gegn 200. gr. hegningarlaganna. Þá er að athuga hvort ástæða þyki til að telja, að á- kærður hafi brotið gegn 201 gr. hegningarlaganna þ. e. hvort hann hafi vanrækt að gera nokkuð, sem unnt hafi verið að gera til þess að bjarga James White Halldórs- syni, eftir að áreksturinn varð og hann var kominn í lífs- háska. Að framan er lýst framburði ákærðs sjálfs um það, sem hann varð var við viðvíkjandi Brimli og manni þeim, er í honum var, eftir áreksturinn. Vitnið Guðni Maríus Finnbogason hefir borið, að hann hafi eigi séð neinn mann í sjónum eftir áreksturinn, en kveðst hafa heyrt hróp eða vein í sjónum, einu sinni eftir að Veiga hafi snúið við, en vitnið kveðst þá ekki (þ. e. cr hann heyrði hrópið) hafa séð Brimil á floti og álítur að hann hafi þá verið sokkinn, en hann kveðst áður hafa séð Brimil fljóta aftur með Veigu og aftur fyrir hana eftir áreksturinn og komast á réttan kjöl, en hafi svo horfið, þ. e. ljós hans og telur vitnið, að hann muni hafa sokkið er ljósin hurfu, þ. e. ljósin horfið vegna þess. Vitni þetta kveður ljós hafa verið í stýrishúsi Brimils, er hann var að fljóta aftur með Veigu og kveðst þá hafa séð mann í stýrishúsinu, sem hann kveðst þó ekki hafa Þekkt. Vitnið Ísak Árnason, háseti á v/b. Veigu, sem var niðri í hásetaklefa er áreksturinn varð, en kom þá upp, kveðst hefa, er hann var kominn upp á þilfarið, séð ljósglampa 123 á sjónum á að gizka þrjár bátslengdir frá Veigu landmeg- in við hana, og heyrði kallað þar. Hann kveðst hafa séð glampa þennan tvisvar til þrisvar sinnum og hafi hann því næst horfið. Hann kveðst aldrei hafa séð mann í sjón- um né á Brimli, en kveðst aðeins hafa séð svarta þústu á sjónum, þar sem Brimill var. Aðrir er voru á v/b. Veigu við umrætt tækifæri, sáu ekki eða urðu á neinn hátt varir við mann í sjónum, eftir áreksturinn, né gátu borið neitt um hve langt muni hafa liðið þar til Brimill sökk, eftir áreksturinn. Pétur Guðmundsson, háseti á v/b. Herjólfur, sem fór fram hjá v/b. Veigu strax eftir umræddan árekstur, hefir borið að hann hafi, er Herjólfur var alveg nýkominn fram hjá Veigu, séð mann á floti í sjónum, við afturkinnung Herjólfs stjórnborðsmegin, í birtunni frá afturljósi Herj- ólfs, á að gizka 20 faðma frá bátnum, heldur nær klett- unum en Herjólfur var. Hann kveðst hafa heyrt tvisvar til manns þessa með 1—2 mínútna millibili og kveðst hafa séð hann í seinna skiptið, er hann kallaði, kveðst hafa séð á höfuð hans og herðar, en hann hafi snúið andlitinu frá vitninu og kveðst vitnið hafa sagt skipstjóranum á v/b. Herjólfi, ákærðum Willum J. Andersen, frá þessu og hefir hann borið að hann hafi kallað yfir til þeirra, sem voru á v/b. Veigu og sagt þeim frá þessu, en ekki er upplýst um það í málinu hvort ákærður Finnbogi Finnbogason eða aðrir á v/b. Veigu, heyrðu það, né um hvort vitnið Guðni M. Finnbogason og Ísak Árnason, sögðu ákærðum frá því, sem þeir heyrðu til manns í sjónum, en líklegt má telja að, að minnsta kosti hafi Guðni Maríus, sem var Í stýrishúsinu hjá ákærðum sagt honum frá því. Samkvæmt framangreindum framburði, virðist James White Halldórsson, hafa komizt út úr v/b. Brimli, áður en hann sökk og hafi verið á floti í sjónum eitthvað eftir það og að minnsta kosti hafði ákærður (F. F.) fyllstu ástæðu til þess að ætla að svo væri og virðist hafa álitið það, og bar honum því skylda til að gera og láta gera allan mögu- legar ráðstafanir til þess að reyna að bjarga manninum. Samkvæmt framburði fyrrnefnds Ísaks Árnasonar, náði hann og aðrir hásetar á v/b. Veigu í bjarghring og krók- stjaka, þegar eftir áreksturinn, — til þess að nota við björgun, ef þeir sæu mann í sjónum og kæmust svo nálægt 124 honum, að unnt væri að koma slíkum bjargtækjum við, sem eigi varð og ákærður Finnbogi Finnbogason hefir bor- ið, að hann hafi látið Veigu sveima á árekstrarsvæðinu næstum klukkutima eftir áreksturinn, til þess að gæta að hvort nokkur maður (eða menn), væri á floti í sjónum, sem unnt væri að bjarga, en ekki gætti hann þó að því á klukku, hve lengi hann dvaldi þannig á árekstrarsvæðinu og aðgætti ekki neitt klukku, þannig að hann gæti skýrt nákvæmlega frá tima í sambandi við þetta ferðalag nema er hann kom á móts við Eiði og er hann kom að Ofan- leiti, eftir að hann kom í land um kvöldið eins og fram- an greinir og samkv. framburði þeirra Sigurjóns Árna- sonar og Kjartans Ólafssonar, bifreiðarstjóra, sem ók með ákærðan að Ofanleiti og sem báðir hafa verið yfirheyrðir sem vitni í málinu, virðist framburður ákærðs um hvenær hann kom þangað, muni vera réttur eða nærri hinu rétta, cn ákærður virðist þó samkv. framburði nefndra vitna, hafa komið jafnvel heldur seinna að Ofanleiti, en hann hefir haldið fram, en samkv. framburði nefnds Kjartans Ólafssonar, er ekki nema 5 mínútna akstur að Ofanleiti. Síðast í prófum málsins, ber ákærður, að hann gæti ekki fullyrt neitt um hve lengi hann hafi verið á árekstr- arstaðnum, en kveður sér hafa virzt það vera allt að eða um klukkutíma. Vitnið Guðni Maríus Finnbogason, hefir borið, að hann hafi ekki gætt á klukkuna um það leyti að áreksturinn varð og kveðst ekki geta borið með neinni vissu, hve lengi Veiga hafi verið á árekstrarsvæðinu, eftir áreksturinn, en kveður hana hafa verið þar nokkra stund og hafi sér virzt Það vera svo lengi, að það mundi vera hátt upp í klukku- tíma. Vitnið Ísak Árnason, kveðst ekki geta sagt um, hve lengi Veiga hélt sig á árekstrarsvæðinu eftir áreksturinn en gerir ráð fyrir að það hafi „jafnvel verið upp undir klukkutima“. Aðrir af skipshöfninni á Veigu hafa ekki borið neitt um Þetta. Ákærður, Willum Jörgen Andersen, hefir borið, að Veiga hafi farið fram hjá v/b. Herjólfi á leiðinni í land eftir áreksturinn, — suður af Klettsnefi, en eftir því, sem upplýst er í málinu, stansaði v/b. Herjólfur ekki neitt á 125 árekstrarsvæðinu, né annarsstaðar á leiðinni í land eftir það, við umrætt tækifæri. En Herjólfur fór samkv. fram- burði ákærðs Willum Jörgens o. fl. af skipshöfn þess báts, með hægri ferð, eða aðeins með um % hluta ferðar eftir framburði ákærðs Willums J. og gerir hann ráð fyrir, að Veiga hafi verið um stundarfjórðung á sveimi á árekstrar- svæðinu, eftir áreksturinn. Vitnið Pétur Guðmundsson, hefir borið að Veiga hafi farið fram fyrir Herjólf á leiðinni í land, um 10 minútum eftir að vitnað sá manninn í sjónum, eins og að framan greinir, og kveður hann hafa liðið um % klst., frá því hann sá manninn í sjónum og þar til v/b. Herjólfur kom að bryggju, en þá var Veiga komin þangað á undan Herjólfi. Vitnið Jóhannes Sigfússon, háseti á v/b. Herjólfi, hefir borið að v/b. Veiga hafi verið komin á undan Herjólfi að bryggju, en hefir ekki getað borið nánar um ferðalag Veigu né hve lengi hún hafi dvalið á árekstrarsvæðinu. Vitnið Guðjón Karlsson, vélamaður á v/b. Herjólfi, hefir borið að v/b. Veiga hafi farið fram hjá Herjólfi á leið til lands, eftir áreksturinn á móts við Klettsnef og hafi verið komin á undan þeim inn á höfnina og kveðst hann gera ráð fyrir, að liðið hafi um stundarfjórðungur frá því hann varð var við Veigu og v/b. Brimil, rétt á undan árekstr- inum og þar til Veiga fór fram fyrir Herjólf á leiðinni til lands, eftir áreksturinn, en vitni þetta kveðst þó ekki geta fullyrt neitt um þetta. Vitni þetta kveður Herjólf hafa farið með um % hlutum fullrar ferðar og hafi komið að landi (bryggju) um kl. 11,45 að kvöldi. Það hefir ekki komið fram í framburði ákærðs Finn- boga Finnbogasonar eða annara af skipshöfn Veigu, hvort Veiga hafi farið fram fyrir Herjólf á leiðinni til lands eftir áreksturinn, en framangreindir framburðir ákærðs Willum J. Andersen og framangreindra vitna af Herjólfi um þetta hafa ekki verið véfengdir þó ákærðum Finnboga Finnbogasyni hafi verið bent á þá og þykir mega leggja þá til grundvallar, að því er þetta atriði snertir að telja sann- að að Veiga hafi farið fram fyrir Herjólf á leiðinni til lands eftir áreksturinn á þeim stað, er framangreindir menn hafa borið og orðið á undan Herjólfi til lands, en samkv. framburði ákærðs Finnboga er aðeins 10 til 15 mínútna 126 ferð á vélbát frá árekstrarsvæðinu að bryggju hér í höfn- inni. Samkvæmt því, sem þannig er upplýst í málinu, verður þvi að áliti réttarins að telja sannað, að „Veiga“ hafi dvalið aðeins skamma stund á árekstrarstaðnum, varla lengur en um stundarfjórðung og líklega skemur og þó svo kunni að vera, að ákærðum hafi á meðan hann dvaldi á árekstrarstaðnum eða er hann lagði af stað þaðan, — virst tími sá er hann dvaldi þar lengri en hann var í raun og veru, sem er sennilegt, að honum hafi fundizt, þá virðist ákærðum hljóta að hafa orðið ljóst, er hann fór fram hjá „Herjólfi“ á leiðinni í land eftir áreksturinn (og varð á undan honum til lands), sem ganga verður út frá eftir því sem upplýst er í málinu, að hann hafi orðið var við, — að um aðeins skamma stund hafi verið að ræða er hann dvaldi á árekstrarstaðnum. Og að sjálfsögðu hefði ákærður átt að gæta á klukku til þess að geta vitað með vissu um, hvort hann væri svo lengi á árekstrarstaðn- um, sem von gæti verið um að maður sá eða menn, sem á „Brimli“ hefðu verið, kynnu að vera á lífi eða mögulegt að lífga þá ef þeir fyndust. En að áliti réttarins verður að telja, áð von hafi verið um slíkt lengur en þá skömmu stund, sem ákærður dvaldi á árekstrarstaðnum, eða að minnsta kosti um kl.tíma eða jafnvel lengur. Ákærður hefir því eigi gert allt, sem unnt var og skylt að gera (eða reyna) til björgunar við umrætt tækifæri og hefir hann með því að áliti réttarins brotið gegn ákvæði 201. gr. hinna almennu hegningarlaga. Ákærður Willum Jörgen Andersen, sem var skipstjóri á v. b. Herjólfi „V. E. 276 á framangreindum tíma og sigldi hann á nefndum bát skammt á eftir v. b. Veigu, áður en áreksturinn varð og fór fram hjá Veigu, rétt eftir árekst- urinn, er Veiga var að snúa við eða rétt aðeins búin að snúa við. Að framan er lýst framburði vitnisins Péturs Guð- mundssonar, viðvíkjandi því, er hann kveðst hafa séð mann Í sjónum og heyrt til hans og sagt ákærðum (W. J. A.) frá því og hefir ákærður viðurkennt, að það væri rétt (bað er að vitnið hafi sagt honum frá þessu). En ákærður kveðst ekki sjálfur hafa séð neinn mann á floti í sjónum, enda virðist hann ekki hafa gætt neitt sérstaklega að þvi 127 og eins og að framan er drepið á, hélt ákærður leiðar sinn- ar á framangreindu skipi sinu, án þess að stansa nokkuð, þar sem maðurinn hafði sézt í sjónum eða gera nokkrar ráðstafanir eða tilraunir til björgunar, annað en það að Þann kveðst hafa kallað til v. b. Veigu. Hvort sem talið verður fullsannað að maður hafi verið á floti í sjónum við umrætt tækifæri eða ekki, hafði ákærð- ur þó eftir að P. G. hafði sagt honum frá framangreindu og þar eð hann vissi, að v/b. Brimill var sokkinn, — fyllstu ástæðu til að ætla að svo væri og jafnvel að svo kynni að vera ástatt um fleiri menn en einn, þ. e. hann vissi ekki hve margir kynnu að hafa verið í bátnum og hafði hann því að áliti réttarins, fyllstu ástæðu til að gera allar ráðstafanir er mögulegar voru til bjargar. Í framburði sínum í málinu kveður ákærður sér hafa komið til hugar, að stansa eða snúa við, er honum hafði ver- ið sagt frá þvi, að maður væri á floti í sjónum, en kveðst ekki hafa gert það vegna þess, að han hafi ekki getað snúið til stjórnborða, vegna þess hve nærri klettunum hann hafi verið en með því að snúa til bakborða, hefði hann aðeins farið sömu leið (til leitar) og v/b. Veiga hafi Þá þegar farið, er hún sneri við svo og að Veiga hafi verið svo nærri, að ef til vill hefði Herjólfur rekizt á hana ef beygt hefði verið til bakborða. Þá kveður hann og vélina í v/b. Herjólfi ekki hafa verið í góðu lagi, að hann hafi álitið, eftir því hvernig heyrðist í henni og hann því ekki þorað, að beita vélinni mikið og kveðst hann ekki hafa far- ið í fiskiróður daginn eftir vegna þess og hafi þá verið gert við eitthvað, sem verið hafi að bullunum (stimplun- um) í vélinni, en annað virðist ekki hafa verið að vélinni. Þá hefir talsmaður ákærða í málinu og fært fram í vörn sinni í málinu, ákærðum Willum Jörgen til afsökunar, að bátur hans hafi verið mjög hlaðinn fiski við umrætt tæki- færi og því örðugt og jafnvel hættulegt, að stansa eða snúa við, einkum þar eð veður hafi verið slæmt og sjór mikill í Faxasundi, þar sem talsmaður hinna ákærðu telur slys- ið hafa viljað til. Að því er snertir framangreindar varnarástæður, er talsmaður ákærðra hefir fært fram, án þess ákærður Will- um Jörgen hafi fært þær fram sérstaklega í framburði sin- um í málinu, þá sést af öllu því, sem upplýst er í málinu, 128 uð umrætt slys hefir viljað til, tiltölulega langt frá Faxa- sundi og er þvi sú staðhæfing talsmannsins að slysið hafi viljað til í Faxasundi (eða maðurinn sést á floti þar), ber- sýnilega röng eftir því sem upplýst er í málinu. Þá þykir og að áliti réttarins eigi geta haft neina þýðingu ákærðum til málsbóta eða sýknu, þó skip hans hafi verið mikið hlaðið af fiski, eins og það virðist hafa verið samkvæmt fram- burði ákærðs Willums og vitna, — þar eð auðvelt hlýtur að hafa verið að kasta útbyrðis nægilega miklu af fiski til Þess að létta bátinn, nægjanlega. Að áliti réttarins virðist varla hafa verið um hættu á árekstri við Veigu að ræða, þó v/b. Herjólfur hefði snúið til bakborða, eða stansað strax er ákærðum var sagt frá því, að maður væri á floti i sjónum og þó um slíka hættu hefði verið að ræða, ef stansað hefði verið eða snúið strax, þá getur það eigi haft neina þýðingu í málinu, því ákærðum bar samt að stansa eða snúa við svo fljótt sem unnt var, og reyna að koma til bjargar hinum drukknandi manni, þó það hefði eigi verið unnt þegar í stað er tilefni varð til þess. Vitnið Guðjón Karlsson (vélamaður á v/b. Herjólfi) hefir borið að „hálfgert ólag“ hafi verið á vélinni í Herj- óifi við umrætt tækifæri, — hvitmálmurinn hafi verið dreginn til í legunum, sem hafi verið byrjun að svo nefndri „úrbræðslu“ og hafi verið gert við þetta daginn eftir og báturinn ekki farið í fiskróður þann dag, vegna þeirrar viðgerðar, en samkv. framburði vitnis þessa virðist það ekki telja bilun þessa hættulega, ef varlega sé farið, þ. e. ekki farin mikil ferð. Vitnið Óskar Sigurhansson hefir borið, að hann hafi, (ásamt fleirum) skipt um legur í vél- inni í v/b. Herjólfi. Því hvitmálmurinn hafi verið nokkuð dreginn til, og kveðst hafa prófað vélina áður en aðgerðin fór fram og hafi vélin „lamið“ óeðlilega. Er vitni þetta var yfirheyrt um þetta í rétti, kvaðst það ekki muna nákvæm- lega hvenær viðgerð þessi hafi farið fram, en það hafi verið í aprilmánuði f. á. og í „dagskýrslu“, sem vitnið sýndi í réttinum samskonar og vitnið kveður yfirleitt vera haldnar á verkstæði því er það vann á, er viðgerð þessi íalin hafa farið fram þann 23. apríl f. á., daginn eftir að umrætt slys vildi til. Samkvæmt framangreindum upplýsingum, sem fram Þafa komið í málinu viðvíkjandi bilun í v/b. Herjólfi, virð- 129 ist ekki hafa verið um neina bilun að ræða, sem hættuleg gæti talizt með gætilegri meðferð, eða sem ástæða hafi verið til að ætla, að væri hættuleg, enda minntist ákærður ekkert á vélarbilun þessa, fyrst er hann var yfirheyrður i máli þessu, þó að hann gerði þá að öðru leyti grein fyrir ástæðum þeim, er hann telur vera fyrir því að hann sneri ekki við eða stansaði. Sjór og vindur virðist eftir því, sem upplýst er í málinu, ekki hafa verið mikill við umrætt tækifæri og verður eigi talin ástæða til að álita, að ákærð- ur (W. J. A.), hefði stofnað lífi sínu eða heilbrigði sinu eða manna sinna Í neinn háska, þó hann hefði stansað eitthvað á árekstrarsvæðinu, til að reyna að bjarga hinum drukknandi manni, einkum með tilliti til þess, að annar bátur, sem virtist hafa verið í góðu lagi að öllu leyti, var þar og gat komið til hjálpar ef bilun vélarinnar í Herjólfi hefði reynzt alvarleg. Og þó að v/b. Veiga væri þegar snúin við og ætlaði sýnilega að dvelja eitthvað á árekstrarsvæð- inu, til þess að reyna að bjarga, verður að áliti réttarins, að telja, að ákærðum Willum hafi samt borið að gera sitt ýtrasta til að reyna að bjarga manni þeim, sem sást í sjón- um, frá hans skipi og sem því virðast hafa verið meiri möguleikar, að næðist frá þeim bát, heldur en frá v/b. Veigu og virðist í því sambandi, að eðlilegast hefði verið, að ákærður hefði, er honum hafði verið sagt frá því að maðurinn hefði sést í sjónum, mjög skammt frá skipi hans, skáhallt aftur undan því, — látið skip sitt fara aftur á bak, stefnu sem lægi nálægt, þar sem maðurinn hafði sést. Þar eð ákærður Willum Jörgen Andersen, gerði ekkert til þess að reyna að bjarga framangreindum manni, verð- ur því að áliti réttarins, að telja, að hann hafi brotið gegn ákvæði 201. gr. hegningarlaganna. Ákærður, Finnbogi Finnbogason, er kominn yfir lög- aldur sakamanna, fæddur 20. maí 1891. Hann hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Refsing sú, er hann hefir unnið til með framangreindu framferði sínu Þykir eftir atvikum hæfilega ákveðin 15 daga einfalt fang- elsi, en fullnustu refsingarinnar þykir mega fresta og hún falla niður að 5 árum frá uppkvaðningu dóms þessa liðn- um, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóvember 1907, eru haldin. Ákærður Willum Jörgen Andersen, er komin yfir lög- 9 130 aldur sakamanna, fæddur 30. september 1910. Hann var Þann 16. maí 1933 sektaður um 25 kr. í lögreglurétti Vest- mannaeyja fyrir brot gegn fiskiveiðasamþykkt fyrir Vest- mannaeyjar, en hefir annars ekki sætt refsingu fyrir nokk- urt lagabrot hér í umdæminu. Refsing sú, er hann hefir unnið til með framangreindu framferði sínu, þykir eftir atvikum hæfilega ákveðin 30 daga einfalt fangelsi. En fullnustu refsingarinnar þykir mega fresta og hún falla niður að 5 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef skilorð framangreindra laga frá 1907 eru haldin. Þá ber og að dæma hina ákærðu til þess að greiða allan kostnað sakarinnar að hálfu hvorn, þar með talin máls- varnarlaun hins skipaða talsmanns þeirra í málinu, Valdi- mars Stefánssonar, lögfr. er þykja hæfilega ákveðin 60.00 kr. Björn P. Kalman, hrm., sem skipaður var talsmaður hinna ákærðu í máli þessu þann 20. marz s. 1. hafði máls- skjölin og fresti í málinu til 14. júní s. l. án þess að skila vörn Í því og án þess að gera grein fyrir þeim drætti og var því annar talsmaður skipaður þann 14. júní s. 1. Að öðru leyti hefir enginn óþarfur dráttur orðið á málinu, en dómur hefir ekki verið kveðinn upp í því fyr en nú vegna anna dómarans. Föstudaginn 13. marz 1936. Nr. 131/1935. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Alfred Cozier Fletcher (Lárus Fjeldsted). Landhelgisbrot. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 8. okt. 1935: Kærð- ur, Alfred Cozier Fletcher, greiði 850 króna sekt til Land- helgissjóðs Íslands, og komi 40 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá lög- birtingu dóms þessa. 131 Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af þvi, að gullgildi íslenzkrar krónu er nú 49.21, þykir mega staðfesta dóminn, þó þann- ig, að greiðslufrestur á sektinni ákveðst 4 vikur frá lögbirtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum ber kærðum að greiða all- an áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 75 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað, þó þann- ig, að greiðslufrestur sektarinnar skal vera 4 vikur frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði, Alfred Cozier Fletcher, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna Péturs Magnús- sonar og Lárusar Fjeldsted, 75 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Alfred Cozier Fletcher, skipstjóra á togaranum St. Brelade H. 54, frá Hull, fyrir brot gegn lögum nr. 5, frá 18. maí 1920. Málavextir eru sem hér segir: 132 Í gærmorgun kom kærður hingað til Vestmannaeyja á framangreindum togara, og lagðist togarinn á ytri hafnar- leguna hér, og fóru tveir tollþjónar um borð í skipið í gær, í sóttgæzluerindum, og til þess að krefja inn gjöld vegna komu skipsins hingað. Er tollþjónarnir komu um borð í skipið, urðu þeir þess varir, að veiðarfæri logarans voru ekki í búlka, en voru laus á þilfarinu, og sendu þeir skriflega skýrslu um þetta til bæjarfógeta, er þeir komu í land aftur úr skipinu. Kærður hefir játað, að veiðarfæri hans hafi eigi verið í búlka, við umrætt tækifæri, en legið laus á þilfarinu, og kveður það hafa verið vegna þess að viðgerð á veiðarfær- unum hafi staðið yfir, og kveðst hann hafa leitað hafnar hér til þess að gera við veiðarfæri (þ. e. setja völtur á Þau), þar eð eigi hafi verið unnt að gera það í rúmsjó vegna kviku, en heldur fram að veiðarfærin hafi verið í búika er skipið kom hingað á höfnina, og að hann hafi ætlað að láta búlka þau áður en hann færi úr höfn aftur. Kærður hefir því eigi við umrætt tækifæri, haft veið- arfæri sín þannig um búin, sem fyrir er mælt í 2. gr. laga nr. 5, frá 18. maí 1920, og hefir hann því brotið gegn því lagaákvæði. Kærður hlaut þann 24. april 1934, áminningu fyrir brot gegn 2. gr. nefndra laga (ólöglegan umbúnað veiðarfæra) og var þá brýnt fyrir honum, að ef hann gerðist oftar sekur um sama, varðaði það sektum, en annars hefir kærð- ur ekki svo vitað sé, gerzt brotlegur gegn nefndum lögum. Framburður kærðs um, að hann hafi ekki haft veiðar- færi sín í hinum lögboðnu umbúðum, vegna viðgerðar á veiðarfærum, kemur heim við það, sem framangreindir tollþjónar skýra frá í skýrslu sinni um þetta atriði, og ekk- ert hefir komið fram í málinu er bendi til að það hafi verið vegna undirbúnings undir veiðar í landhelgi og Þykir því mega ákveða refsingu þá, er kærður hefir unnið til, samkvæmt 1. gr. laga nr. 36, frá 15. júní 1926, og þykir hún því með tilliti til þess að gengi ísl. krónu, er nú 48.80 aurar gulls, hæfilega ákveðin 850 kr. sekt til Landhelgis- sjóðs Íslands, og komi 40 daga einfalt fangelsi í stað sekt- arinnar, fáist hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. 133 Þá ber og að dæma kærðan til að greiða allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 16. marz 1936. Nr. 3/1936. Hrefna Sigurgeirsdóttir (Jón Arinbjarnarson). segn Ólafi R. Björnssyni (Lárus Jóhannesson) Ómerking fjárnámsgerðar. Fjárnámsgerð fógetaréttar Reykjavíkur 13. janúar 1936. Dómur hæstaréttar. Þann 21. okt. 1929 gaf Oddur nokkur Benedikts- son út skuldabréf, að upphæð kr. 12283.55 með 2. veðrétti í húseigninni Grettisgötu 57 B hér í bæ, til dánarbús Gunnars kaupmanns Gunnarssonar, og skyldi skuldin greiðast með 6% ársvöxtum og með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 10 árum á gjalddaga 1. okt. ár hvert. Síðasta afborgun fór fram 8. febr. 1935. Voru þá greiddar kr. 1000.00, og var það nokkur hluti þeirrar afborgunar, er greiða skyldi 1. okt. 1934. Þann 8. febr. 1935 eru eftirstöðv- ar skuldarinnar taldar kr. 7370.15, og er sú upp- hæð ekki vefengd. Á næsta gjalddaga þar eftir, eða 1. okt. 1935, fór engin afborgun fram, og síðan hefir ckki heldur verið greitt af skuldinni. Samkvæmt ákvæðum veðskuldabréfsins skyldi öll skuldin þeg- ar vera fallin í gjalddaga, ef vanskil yrðu á greiðslu 134 afborgana eða vaxta. Þann 10. jan. þ. á. var veð- skuldabréfið framselt gagnáfrýjanda, Ólafi R. Björnssyni, kaupmanni á Hallveigarstíg 6 hér í bæ, til fullrar eignar og umráða, en undir framsalið er skrifað: „F. Dánarbú Gunnars kaupmanns Gunn- arssonar. Sig. Þorsteinsson.“ Samkvæmt framsal- inu og með skirskotun til vanskilanna krafðist gagnáfrýjandi 11. jan. þ. á. fjárnáms í hinni veð- settu húseign, og þann 13. s. m. fór fjárnámið fram samkvæmt 15. gr. laga nr. 29/1885, eins og heimilt var samkvæmt veðskuldabréfinu. Við fjárnámið mætti að tilhlutun fógeta kona ein, er þar bjó í hús- inu, en aðaláfrýjandi, frú Hrefna Sigurgeirsdóttir, sem nú tjáist vera eigandi hússins og býr á Lauga- veg 68, var eigi við fjárnámsgerðina. Aðaláfrýjandi hefir skotið fjárnámi þessu til hæstaréttar með stefnu útg. 13. jan. þ. á., til þing- festingar í júnímánuði næstkomandi og hefir kraf- izt ómerkingar á fjárnáminu og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefir hinsvegar gagnáfrýjað nefndu fjárnámi með stefnu, útg. 21. jan. þ. á., til þingfestingar í þessum mánuði og krafizt staðfestingar á því og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Hafa mál þessi verið sameinuð, eins og lög standa til, og hafa aðiljar síðan flutt fram í þeim sókn og vörn. Ómerkingarkröfu sína byggir aðaláfrýjandi á því, að sá „Sig. Þorsteinsson“, er undir framsali á áðurnefndu skuldabréfi stendur og aðiljar telja vera Sigurð Þorsteinsson, hafnargjaldkera hér í bæ, hafi enga heimild haft til þess að framselja bréfið fyrir hönd dánarbús Gunnars kaupmanns Gunnars- sonar, að gagnáfrýjandi hafi því ekki orðið eigandi bréfsins með framsalinu, og að fjárnámið hafi þess 135 vegna verið gert eftir kröfu manns, er enga heimild hafi haft í því efni. Af hálfu gagnáfrýjanda eru engar sönnur leiddar að því, að nefndur Sigurður Þorsteinsson hafi haft heimild dánarbúsins til þess að framselja bréfið til eignar, en þar af leiðir, að sönnun brestur, gegn mótmælum aðaláfrýjanda, að því, að gagnaðili sé réttur aðili fjárnámsgerðarinn- ar. Verður því að fella hana úr gildi samkvæmt kröfu aðaláfrýjanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður. Mánudaginn 18. marz 1936. Nr. 90/1935. Valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) gegn Ottó Hannessyni (Pétur Magnússon). Brot á Þbifreiðarlögum. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 28. nóv. 1934: Kærður, Ottó Hannesson, greiði 50 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi 5 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði Hallberg Halldórssyni, kr. 232.00 innan 15 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri að- för að lögum. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar, þar með 136 talin málsvarnarlaun hins skipaða talsmanns sins í mál- inu, 30 krónur. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og frá er skýrt í hinum áfrýjaða dómi, voru bifreiðar þær, er saman rákust, V.E. 80 og V.FE. 42, svo og bifreiðin V.E. 61, farnar af árekstrarstaðn- um, er lögreglunni var tilkynnt um áreksturinn, og var því m. a. ekki unnt að mæla bilið frá bifreið- inni V.E. 61 að syðri brún vegarins. Er ekki upp- lýst, hvorki af vitnaframburðinum né öðrum gögn- um, að unnt hafi verið fyrir bifreiðina V.E. 42 að komast fram hjá bifreiðinni V. E. 61 að sunnanverðu. Er því ekki sannað, að bifreiðarstjór- inn á bifreiðinni V.F. 42 hafi gert sig sekan um ó- varkárni, er hann tók það ráð, að aka fram hjá bif- reiðinni V. E. 61 að norðanverðu, og akstur hans virðist einnig hafa verið vítalaus að öðru leyti. Hinsvegar verður að fallast á það álit lögreglurétt- arins, að kærði hafi ekki hægt ferð sína eins mikið og honum bar að gera, er hann beygði af Skildinga- veginum inn á Strandveginn, einkum þegar til þess er litið, hversu krappa beygju hann tók, og útsýni inn á Strandveginn ekki nægilegt frá Skildingaveg- inum, að því er ráða má af framburði hans. Sam- kvæmt þessu, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, ber að staðfesta hann, þó þannig, að greiðslufrestur á sektinni ákveðist 4 vikur frá lögbirtingu dóms þessa. Eftir þessum málsúrslitum ber kærðum að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 80 krónur til hvors. 137 Við rannsókn málsins er það ábótavant, að ekki hefir verið mæld götubreiddin þar sem árekstur- inn átti sér stað, að kærði hefir ekki verið spurður um, á hvaða „gear“ hann hafi ekið, þegar á- reksturinn varð, og að ekki er upplýst, hvort hús, girðing eða annað, sem skyggt hafi á útsýni frá Skildingavegi inn á Strandveginn, sé á norðaustur- hornlóð gatna þessara. Á flutningi máls þessa fyrir hæstarétti hefir orðið allmikill dráttur. Málið var afgreitt frá hæstarétti til málflutningsmannanna 23. ágúst f. á, en kom ekki aftur til réttarins til flutnings fyr en um síðastliðin mánaðamót. Hefir sækjandi skýrt svo frá, að þessi dráttur stafi af því, að uppdráttur, sem gerður hafi verið af árekstrar- svæðinu, hafi ekki fylgt málsskjölunum, og hafi langur tími gengið til þess, að reyna að hafa upp á uppdrætti þessum, en það hafi ekki tekizt. Verður þessi afsökun fyrir drættinum ekki talin nægileg, því það virðist hafa verið innan handar að láta gera nýjan uppdrátt, án nokkurrar verulegrar taf- ar fyrir málið. Er hvorttveggja aðfinnsluvert, drátt- ur málsins og það, að nýs uppdráttar skyldi ekki aflað. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði, Otto Hannesson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttar- málflutningsmannanna Lárusar Fjeldsted og Péturs Magnússonar, 80 krónur til hvors. 138 Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Ottó Hannessyni, bifreiðarstjóra, til heimilis Urðaveg 17, hér í bænum, fyrir brot gegn bifreiðarlögunum nr. 70, 8. september 1931, og lögreglusamþykkt fyrir Vestmannaeyj- ar, frá 31. marz 1928. Málavextir eru eftir því, sem upplýst er í málinu, sem hér segir: Mánudaginn þann 15. október s. 1, um kl. 2 e. h., ók Hallberg Halldórsson, bifreiðarstjóri, hér í bænum, á vöru- flutningbifreið sinni V.E. 42, vestur Strandveginn, og er hann nálgaðist vegamót Strandvegs og Skildingavegs, sá hann vöruflutningabifreiðina V.E. 61, er hann kveður hafa staðið að sunnanverðu á veginum, rétt út við syðri brún vegarins, skammt austan við vegamót Strandvegs og Skild- ingavegs, og beygði hann — sem áður ók að sunnan verðu (vinstra megin) á veginum — norður fyrir bifreiðina V.E. 61, og ætlaði fram hjá henni þeim megin, en bifreiðin V. E. 61 stóð kyr þarna vegna þess að eigi hafði tekizt að koma vél hennar í gang, og átti að reyna að ýta henni í gang. Hallberg heldur fram, að hann hafi ekið mjög hægt við umrætt tækifæri, eða með ca. 10 kílómetra hraða á klst. Er bifreiðin V.E. 42 var komin á móts við bifreiðina V.E. Gl framanverða (hún sneri til austurs), sá hann bifreið kærða koma akandi norðan Skildingaveginn, norðan við vegamótin (Strandvegs og Skildingavegs), og kveðst hann þá hafa stigið á fóthemil til þess að stöðva bifreiðina, og stansaði hún rétt strax, eða á móts við fyrrnefnda bifreið, og virðist hún því hafa stöðvast mjög fljótt, en bifreið kærða, vöruflutningabifreiðin V. E. 80, beygði austur á Strandveginn, og rakst á bifreiðina V.E. 42, þar sem hún nam staðar, skammt austan við framangreind vegamót, og hefir fyrrnefndur Hallberg Halldórsson borið, að bifreið bans hafi verið alveg stönsuð, eða því sem næst, er á- reksturinn varð. Báðar umræddar bifreiðar skemmdust nokkuð við áreksturinn, en V. E. 42 þó meira, og hafa skemmdirnar á þeirri bifreið verið metnar af tveim út- 139 nefndum mönnum á kr. 134.00 er fyrrnefndur Hallberg Halldórsson hefir krafizt að kærður verði dæmdur til að greiða, auk kostnaðar við matið, kr. 33.00, atvinnutjón 1 dag kr. 40.00, og kostnað við lögfræðilega aðstoð vegna máls þessa, kr. 25.00, eða samtals kr. 232.00. Skemmdir á bifreiðinni V.E. 80, hafa af tveim útnefndum mönnum verið metnar á kr. 37.50. Hallberg Halldórsson hefir borið, að hann hafi flautað tvisvar, áður en bifreið hans nam staðar, og hefir vitnið Bjarnleifur Bjarnleifsson, er var í bifreiðinni V. FE. 42, með Hallberg, við umrætt tækifæri, einnig borið að svo hafi verið, og hefir hann einnig borið sama og Hall- bergur Halldórsson, um hraða bifreiðar hans við umrætt tækifæri. Þá hefir og vitnið Kristján Sigurmundur Ein- arsson, sem var Í bifreiðinni V. E. 61 við umrætt tækifæri borið, að Hallberg Halldórsson hafi flautað við umrætt tækifæri, og verður því að telja nægjanlega upplýst að svo hafi verið, þó kærður haldi fram að hann hafi eigi heyrt það. Kærður hefir haldið fram, eða hinn skipaði talsmaður í málinu, að áreksturinn hafi í raun og veru verið því að kenna, að Hallberg Halldórsson ók fram á móts við bifreiðina V. E. 61, að norðan verðu, og hefir kærður haldið fram að V. E. 61, hafi staðið hér um bil á miðjum veginum, en vitnið Bjarnleifur Bjarnleifsson og Kristján Sigurmundur Einarsson, hafa borið eins og Hallberg Hall- dórsson, að bifreiðin V. E. 61, hafi staðið að sunnanverðu á veginum, rétt út við brún vegarins, en vitnið Kristinn Bjarnason, sem var í bifreiðinni V. E. 61, við umrætt tækifæri, hefir borið að bifreiðin hafi staðið hér um bil á miðjum vegi, þó heldur sunnar en á miðjum veginum, að honum virtist, en kveðst ekki hafa tekið nákvæmlega eftir því, enda snéri bifreið sú er hann var í, til vesturs, og þar eð framangreind 2 vitni, er bezta aðstöðu höfðu til að sjá þetta rétt, hafa auk Hallberg Halldórssonar borið, að framangreind bifreið (V. E. 61), hafi staðið rétt út við syðri vegarbrúnina, verður að áliti réttarins að telja nægilega sannað í málinu að svo hafi verið, og verður því að áliti réttarins eigi talið á nokkurn hátt óréttmætt eða Óógætilegt af Hallberg Halldórssyni. þó hann tæki það ráð að aka fram hjá V. E. 61 að norðan 140 verðu, í stað þess að bíða eftir því að bifreið þessi færi af veginum, og verður eigi talið að 38. gr. lögreglusam- þykktarinnar, hafi verið brotin með þessu, og virðist hann hafa sýnt alla þá varkárni er honum ber skylda til, að því er snertir aksturshraða og annað á þessum hættu- lega stað. Kærður var eftir því, sem hann hefir borið í málinu, við umrætt tækifæri, að aka sementi frá skipi, sem lá við Básaskersbryggju, og kveðst hann hafa séð bifreiðina V. E. 42, er hann var um það leyti hálfnaður að beygja af Skildingaveginum inn á Strandveginn, og kveður hann þá hafa verið ca. 2 metra frá bifreið hans að V. E. 42, og kveðst hann þá þegar hafa tekið vélina úr sambandi (kopl- að frá), og stigið á fóthemilinn, til þess að stöðva bif- reiðina og forðast árekstur við V. E. 42, en honum tókst þó eigi að stöðva bifreiðina svo fljótt að komist yrði hjá árekstri, og rákust bifreiðarnar saman, eins og að fram- an greinir. Kærður hefir eindregið haldið því fram, að hann hafi flautað áður en hann ók fyrir umrætt horn, og hefir vitnið Jón Halldór Sigurðsson, sem þá var staddur á Skildingaveginum, og borið að svo hafi verið, og þykir því verða að taka framburð kærða um þetta trúanlegt, Þó Hallberg Halldórsson og Bjarnleifur Bjarnleifsson, er með honum var í bifreiðinni, hafi borið að þeir hafi eigi heyrt kærðan flauta. Vitnið Kristján Sigurmundur Einarsson, hefir borið að kærður hafi að því er vitninu virtist, ekið með ca. 20 kilometra hraða á kl. st., og að hann hafi ekkert hægt á bifreiðinni, er hann ók fyrir framangreint horn. Vitnið Bjarnleifur Bjarnleifsson hefir borið, að kærður hafi, að Því er honum virtist, ekið með að minnsta kosti 20 kilo- metra hraða við umrætt tækifæri, og hafi ekki hægt neitt ferðina er hann ók fyrir hornið. En vitnið Jón Halldór Sigurðsson hefir borið, að kærður hafi, að því er honum virtist, ekið með í mesta lagi 15 kilometra hraða á kl. st. við umrætt tækifæri. Er kærður var yfirh. í máli þessu, hélt hann fram í byrjun, að hann hafi ekið með 13 kílometra hraða við um- rætt tækifæri, en nánar yfirheyrður hélt hann fram, að hraðamælir bifreiðar sinnar, hefði að vísu sýnt hraða- töluna 13, en kvað mælir þennan mundi vera gerðan til 141 þess að sýna hraða bifreiðarinnar í enskum milum, og gerði þá ráð fyrir að hann mundi því hafa ekið með rúm- lega 20 kilometra hraða, en við reynslu á hraðamæli bif- reiðar þessarar, er fram fór að tilhlutun lögreglunnar, kom í ljós að um kílometra mæli mundi vera að ræða, og sýndi mælir þessi „20“ þegar hraðamælir á annari bif- teið, sem ekið var á eftir henni, með sama hraða, eftir því sem unnt var, og sem hafði kilometra hraðamælir, sýndi „25“, en eigi er unnt að segja neitt um hvor hraða- mæla þessara muni hafa verið réttari, vegna þess að eng- in tæki voru til hér til þess að mæla slíkt. Er árekstur þessi var tilkynntur lögreglunni og hún kom á vettvang, voru bifreiðar þær er rákust saman svo og bifreiðin V. E. 61, farnar af árekstrarstaðnum, og var því eigi unnt að mæla upp árekstrarstaðinn, og hefir þvi eigi verið unnt að fá nákvæmar upplýsingar um hann, í málinu. Að framan er lýst framburðum vitna um hve sunnarlega á veginum bifreiðin V. E. 61, sem V. E. 42 nam staðar hjá — stóð, en að því er snertir bilið frá V. E. 42, að norðurbrún vegarins, þá hefir kærður borið að það hafi verið svo mikið, að hann mundi hafa getað komist fram hjá henni á bifreið sinni, ef hann hefði beygt nokkru vestar af Skildingaveginum fyrir hornið (þ. e. komið beint vestan að) og vitnið Kjartan Ólafsson hefir borið að hann hafi ekið fram hjá bifreiðinni V. E. 42 að norðan verðu, þar sem hún stóð á veginum eftir áreksturinn, að því er virtist á árekstrarstaðnum, en önnur vitni, sem yfirheyrð hafa verið í málinu, hafa ekki getað borið neitt ákveðið um þetta. Þó eigi hafi fengizt nánari sannanir en að framan greinir, fyrir því, með hve miklum hraða bifreið kærða ók við umrætt tækifæri, er augljóst af því sem upplýst er í málinu, að kærði hefir ekki ekið svo hægt, að hann gæti stöðvað bifreiðina þegar í stað, eins og honum bar að gera þarna á gatnamótunum, samkvæmt 6. gr. bifreiða- laganna, nr. 70 8. september 1931, og hefir kærður því að áliti réttarins, brotið gegn því lagaákvæði, svo og gegn 49. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar frá 31. marz 1928. Kærður hefir eigi áður brotið gegn ákvæðum bifreiða- laganna, og þykir refsing sú er hann hefir unnið til, fyrir 142 framangreint brot sitt, hæfilega ákveðin 50 króna sekt til rikissjóðs, og komi 5 daga einfalt fangelsi í stað sektar- innar, verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lög- birtingu dóms þessa. Með því að telja verður að kærður hafi einn átt sök á framangreindum árekstri, þannig að varði við lög, ber að áliti réttarins að dæma hann til þess að greiða Hallberg Halldórssyni tjón það er hann hefir beðið við árekstur- inn, og með því að kærður hefir eigi mótmælt einstökum liðum framangreindrar skaðabótakröfu Hallbergs, né vé- fengt að hann hafi í raun og veru beðið það tjón er hann heldur fram, verður skaðabótakrafa þessi tekin til greina áð öllu leyti. Þá ber og að dæma kærðan til þess að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málssvarnarlaun hins skipaða talsmanns sins í málinu, Valdemars Stefánssonar, lögfræðings, er þykja hæfilega ákveðin 30 krónur. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 23. marz 1936. Nr. 66/1935. Jón Þór Sigtryggsson (Sveinbjörn Jónsson) Ssegn Útbúi Landsbanka Íslands, Eskifirði, og Kjartani Kristjánssyni (Pétur Magnússon). Ómerking uppboðsgerðar. Uppboðsgerð uppboðsréttar Þingeyjarsýslu 22. des. 1934 og eftirfarandi staðfestingargerð aukaréttarins frá 29. maí 1985. Dómur hæstaréttar. Með bréfi, dags. 10. júlí 1933, sendi stefnt útbú s Landsbanka Íslands á Eskifirði sýslumanninum í 143 Þingeyjarsýslu veðskuldabréf, útgefið af áfrýjanda 4. jan. 1924, tryggt með 1. veðrétti í jörðinni Grund- arhóli á Hólsfjöllum, og talið upphaflega að upp- hæð 2000 krónur, en þá að eftirstöðvum 1500 krón- ur. Æskti stefnt útbú þess, að nefnd jörð yrði seld á opinberu nauðungaruppboði, samkvæmt upp- boðsheimild í veðskuldabréfinu, til lúkningar eftir- stöðvum bréfsins ásamt vangreiddum vöxtum og kostnaði við uppboðssöluna. Samkvæmt beiðni þessari var auglýst af upp- boðsráðanda Þingeyjarsýslu, að opinbert nauðung- aruppboð skyldi fram fara á nefndri jörð hinn 22. des. 1934, er haldið yrði á eigninni sjálfri. Birtist auglýsingin í þeim tölublöðum Lögbirtingablaðs- ins, sem út komu 22. og 29. nóv. og 6. des. 1934. Á uppboðsdegi var hreppstjórinn í Fjallahreppi mættur á uppboðsstað, „í umboði sýslumannsins Í Þingeyjarsýslu“. Hélt hann síðan uppboð á jörð- inni með þeim úrslitum, að stefndi Kjartan Krist- jánsson á Grundarhóli varð hæstbjóðandi. Bauð hann 3350 krónur og var veitt hamarshögg fyrir það boð. Áfrýjandi, sem var eigandi jarðarinnar, en virðist hafa átt heima á Seyðisfirði, var ekki mættur á uppboðinu og enginn fyrir hans hönd. Hinn 29. maí 1935 var framangreint uppboð stað- fest í aukarétti Þingeyjarsýslu, „svo sem uppboðs- ráðandi hefði það sjálfur haldið“. Áfrýjandi hefir nú skotið hingað til réttarins framangreindri uppboðsgerð frá 22. des. 1934, svo og eftirfarandi staðfestingargerð aukaréttarins frá 29. maí 1935. Krefst áfrýjandi þess, að gerðir þess- ar verði úr gildi felldar af þeim sökum, að eigi hafi liðið 6 vikur frá birtingu fyrstu uppboðsauglýsing- ar til uppboðsdags, sbr. 1. gr. laga nr. 23 frá 1928. 144 Svo krefst hann og, að stefnt útbú Landsbankans verði dæmt til þess að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti. Stefndir hafa hins vegar krafizt staðfestingar á hinum áfrýjuðu uppboðs- og stað- festingargerðum, og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir hæstarétti. Veðskuldabréf það, sem fylgdi uppboðsbeiðn- inni, og á að hafa að geyma uppboðsheimildina, hefir, að því er séð verður hvorki verið lagt fram á uppboðinu sjálfu né við staðfestingu þess í aukaréttinum. Það hefir ekki heldur fylgt skjölum málsins hingað til réttarins, hvorki í frumriti né eftirriti. Verður þvi ekki séð, hvort lögmæt upp- boðsheimild hefir verið fyrir hendi. En auk þess var, samkvæmt 12. gr. laga nr. 32 frá 1911, óheim- ilt að fela hreppstjóra, án sérstakrar löggildingar, að halda nauðungaruppboð til lúkningar á skuld, sem fór fram úr 100 krónum. Það verður því þegar af þeirri ástæðu, að telja „nauðungaruppboð“ það sem fram fór á jörðinni Grundarhóli hinn 22. des. 1934, markleysu eina, en af því leiðir, að fella verður úr gildi ex officio hina áfrýjuðu staðfest- ingargerð aukaréttarins. Eftir þessum málsúrslitum verður stefnt útbú Landsbankans að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti, og þykir hann hæfilega ákveðinn 120 krónur. Það athugast, að staðfesting á uppboðsgerð, sem hreppstjóri hefir framkvæmt, á að fara fram í upp- boðsrétti, en ekki aukarétti. Svo er það og að- finnsluvert, að veðskuldabréfið, sem hlaut að vera grundvöllur uppboðsins, skyldi ekki vera lagt fram við staðfestingargerðina. 145 Þvi dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða staðfestingargerð er úr gildi felld. Stefnt Útbú Landsbanka Íslands á Eskifirði greiði áfrýjanda, Jóni Þór Sistryggssyni, 120 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 25. marz 1936. Nr. 85/1935. Eggert Claessen f. h. Fremri-Torfu- staðahrepps (Eggert Claessen) gegn Ólafi Þorgrímssyni. f. h. Geðveikra- hælisins á Kleppi (Garðar Þorsteinsson). Hreppur sýknaður að svo stöddu af kröfu um greiðslu meðlags með geðveikrasjúklingi. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 20. apríl 1935: Stefnd, hreppsnefnd Fremri-Torfustaðahrepps f. h. hreppsins greiði stefnandanum, Ólafi Þorgrimssyni f. h. Geðveikra- hælisins á Kleppi kr. 2740.50 með 5% ársvöxtum frá 7. maí 1934 til greiðsludags og kr. 253.30 í málskostnað inn- an þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Geðveikissjúklingur sá, Sigfríður Ásta Bjarna- dóttir, sem í máli þessu getur, var samkvæmt vott- orði læknisins í Miðfjarðarhéraði, dags. 24. sept. 10 146 1924, talin berklaveik og send á berklahælið á Vífilsstöðum. Við rannsókn þar reyndist hún ekki berklaveik, en strax í byrjun ársins 1925 varð hún geðveik og var flutt á eldra geðveikrahælið á Kleppi. Hefir hún verið á nefndu hæli stöðugt síð- an. Sjúkrakostnaður hennar vegna á Kleppi hefir, samkvæmt yfirlýsingu gjaldkera ríkisspítalanna, verið greiddur til ársloka 1927 af þeim, sem fjár- reiður sjúklings þessa höfðu með höndum. Með því að sjúkrakostnaðurinn galzt ekki eftir 1. janúar 1928, krafði geðveikrahælið oddvita Fremri-Torfu- staðahrepps um greiðslu, en hann neitaði greiðsl- unni og að viðurkenna sveitfesti greindrar konu þar í hreppnum. Af þessum sökum snéri yfirlækn- inn á Kleppi sér til sýslumannsins í Húnavatns- „sýslu og beiddist úrskurðar hans í málinu. Féll sá úrskurður 14. janúar 1930 á þá leið, að umtöluð Sigfríður Ásta Bjarnadóttir skyldi talin sveitlæg í Torfustaðahreppi hinum forna og var téðum hreppi gert að skyldu að greiða geðveikrahælinu á Kleppi sjúkrakostnað þann, sem þá var fallinn í gjalddaga vegna konu þessarar. Þessi niðurstaða sýslumanns byggist á því, að Torfustaðahreppi hin- um forna var 26. mai 1876 skipt í tvo hreppa, Fremri-Torfustaðahrepp og Ýtri-Torfustaðahrepp, að þá var m. a. ákveðið að skipta jafnt milli hinna nýju hreppa ómögum hins forna hrepps, að Sigfríður er fædd 28. júni 1865 að Þverá í Torfu- staðahreppi hinum forna og að ósannað væri, að hún hefði unnið sér sveitfesti annarsstaðar en í fæðingarhrepp sínum. Hreppsnefnd Ytri-Torfu- staðahrepps, sem ekki hafði verið gefinn kostur á að taka afstöðu til máls þessa, fékk úrskurð sýslu- manns í hendur snemma í febrúar 1930. Sam- 147 kvæmt 65. gr. fátækralaga nr. 43 frá 1927 gat hreppsnefndin áfrýjað úrskurðinum til ráðherra innan 6 vikna frá því úrskurðurinn varð henni kunnur. Þennan áfrýjunarfrest lét hún hjá líða, þar eð hún skaut úrskurðinum fyrst með bréfi, dags. 10. nóv. 1930, til atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytisins. Féll úrskurður ráðuneytisins 11. desember 1931, og var niðurstaðan sú, að oftgreind kona skyldi teljast sveitlæg í Fremri-Torfustaða- hreppi, og var sá hreppur skyldaður til að greiða geðveikrahælinu sjúkrakostnað hennar. Hrepps- nefnd Fremri-Torfustaðahrepps neitaði allt að einu að greiða. Var mál þetta þessvegna höfðað fyrir gestarétti Reykjavíkur af Ólafi Þorgrimssyni f. h. Geðveikrahælisins á Kleppi gegn hreppsnefnd téðs hrepps f. h. hreppsins. Var málið dæmt 20. apríl f. á. með þeim úrslitum, að stefnda í héraði var dæmd til að greiða stefnanda þar kr. 2740.50 með 5% ársvöxtum frá 7. maí 1934 til greiðsludags og kr. 253.30 í málskostnað. Samkvæmt sundurlið- uðum reikningi gjaldkera ríkisspitalanna, sem lagð- ur hefir verið fram í hæstarétti, er hin dæmda fjárhæð dvalarkostnaður Sigfriðar á Kleppi frá 1. jan. 1928 til 31. des. 1932 að báðum dögum og hlaupársdögum meðtöldum, alls 1827 dagar á kr. 1,50 fyrir hvern dag. Stefnandi í héraði lét síðan gera fjárnám fyrir dómskuld þessari í fógetarétti Húnavatnssýslu hinn 1. ágúst 1935. Var fjárnám sert í þremur afréttarlöndum Fremri-Torfustaða- hrepps svo og útistandandi útsvörum. Greindum gestaréttardómi og fjárnámsgerð hef- ir áfrýjandi, Eggert Claessen f. h. Fremri-Torfu- staðahrepps, skotið til hæstaréttar með stefnu, út- sefinni 12. september 1935, og gert þær réttarkröf- 148 ur aðallega, að hinum áfrýjaða dómi verði hrund- ið og breytt þannig, að Fremri-Torfustaðahreppur verði algerlega sýknaður af kröfu stefnda og fjár- námsgerðin felld úr gildi, til vara, að Fremri- Torfustaðahreppur sé aðeins dæmdur til að greiða kr. 1423.50 án vaxta og fjárnámsgerðin felld úr gildi að því er varðar hærri fjárhæð. Hvernig sem málið fer, krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir undir- og hæstarétti eftir mati réttarins. Stefndi hefir hinsvegar krafizt þess, aðallega, að hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð verði stað- fest, en til vara að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 1370.25. Er varakrafa þessi mið- uð við það, að úrskurður sá, sem sýslumaður Húnavatnssýslu kvað upp 14. janúar 1930, sé lagð- ur til grundvallar þannig, að Fremri-Torfustaða- hreppi beri að greiða helming sjúkrakostnaðarins og Ýtri-Torfustaðahreppi hinn helminginn. Loks krefst stefndur málskostnaðar fyrir hæstarétti eft- ir mati réttarins. Áfrýjandi tekur fram til styrktar aðalkröfu sinni, að ráðuneytið hafi farið út fyrir embættis- takmörk sín með því að kveða upp úrskurð um sveitfesti oftgreindrar konu eftir að áfrýjunarfrest- ur á úrskurði sýslumanns var liðinn. Auk þess kveður áfrýjandi Fremri-Torfustaðahrepp aldrei hafa tekið ábyrgð á dvöl konu þessarar á Kleppi. Varakrafa áfrýjanda er miðuð við, að nokkur hluti fjárkröfunnar sé fyrndur. Samkvæmt 55. gr. stjórnarskrárinnar eiga dóm- stólarnir rétt á að dæma um embættistakmörk yfir- valda. Það verður nú að fallast á það hjá áfrýjanda, að ráðuneytið hafi farið út fyrir embættistakmörk sín með því að fella úrskurð um sveitfesti nefnds 149 þurfalings eftir að áfrýjunarfresturinn var liðinn. Verður þessvegna úrskurður ráðuneytisins ekki lagður til grundvallar um sveitfestina. Kemur þá til álita, hvort leggja beri til grundvallar úrskurð sýslumannsins í Húnavatnssýslu. Það verður nú að teljast meginregla í fátækralögum nr. 43 frá 1927, sbr. einkum 65. og 57. gr. þeirra, að yfirvald geti ekki úrskurðað skyldur á hendur sveitarfélagi samkv. lögunum fyrr en forráðamönnum sveitarfé- lagsins hefir verið gefinn kostur á að taka afstöðu til, hvort skyldan sé réttmæt eða ekki. Þessa meg- inreglu braut sýslumaður Húnavatnssýslu, þegar hann gerði Ytri-Torfustaðahrepp að taka þátt í framfærslu Sigfríðar Ástu Bjarnadóttur. Hefir sýslumaður þannig með úrskurðinum farið út fyr- ir þau takmörk, sem fátækralögin settu um skyld- ur sveitarfélaga. Úrskurðurinn er því markleysa að því leyti, að hann getur ekki orðið lagður til grundvallar um sveitfestina, enda ekkert því til fyrirstöðu að sýslumaður geti tekið málið aftur til úrskurðar á lögmætan hátt. Þar sem ekki liggur fyrir löglegur yfirvaldsúrskurður um sveitfesti téðrar konu og dómstólana brestur heimild til að dæma um sveitfesti þurfalinga, þá þykir bera að sýkna áfrýjanda að svo stöddu af kröfum stefnda í máli þessu. Samkvæmt þessu verður að ómerkja hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í hér- aði og hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Eggert Claessen f. h. Fremri- Torfustaðahrepps, á að svo stöddu að vera 150 sýkn af kröfum stefnda Ólafs Þorgrímssonar f. h. Geðveikrahælisins á Kleppi, í máli þessu. Svo skal og hin áfrýjaða fjárnámsgerð vera ómerk. Málskostnaður í héraði og hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu út- gefinni 7. maí f. á. af Ólafi Þorgrímssyni, lögfræðingi hér i bæ f. h. Geðveikrahælisins á Kléppi gegn hreppsnefnd Fremri-Torfustaðahrepps í Vestur-Húnavatnssýslu f. h. hreppsins, til greiðslu sjúkrakostnaðar sjúklingsins Sig- friðar Ástu Bjarnadóttur (nafnið misritað á reikningi stefnanda „Sigríður“) á gamla spítalanum á Kleppi til árs- loka 1932 að upphæð kr. 2740.50 með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem er í sam- ræmi við aukatekjulögin og lágmarksgjaldskrá málaflutn- ingsmannafélagsins kr. 253.30. Stefnd hefir krafizt þess aðallega að máli þessu verði visað frá dómi á þeim grundvelli að engin heimild sé til þess að fara með það fyrir gestaréttinum. Til vara hefir hún krafizt sýknu og til þrautavara, að hin umstefnda skuld verði lækkuð að miklum mun. Loks hefir hún krafizt málskostnaðar eftir mati réttarins hvernig sem málið fer. Stefnandi hefir hins vegar mótmælt framangreindum varnarástæðum stefndrar og haldið fast við kröfur sínar i málinu. Að því er frávisunarkröfuna snertir þá þykir verða að fallast á það hjá stefnanda að svo líki standi á um sjúkra- hús og þá, sem taldir eru upp í Í. gr. laga nr. 59 frá 10. nov. 1905, að þau falli undir nefnd lagaákvæði, og sé heimilt að reka mál út af sjúkrakostnaði, sem fyrir þau er stofnaður fyrir gestarétti í þeirri þinghá, þar sem þau eru starfrækt og verður frávísunarkrafa stefndrar ekki tekin til greina. 191 Sýknukröfuna reisir stefnda á því, að hreppnum se sjúkrahúsvist nefnds sjúklings algerlega óviðkomandi. En þær sem stefnandi hefir lagt fram stjórnarráðsúrskurð, er þykir verða að leggja til grundvallar við dóm í málinu þess efnis að umræddur sjúklingur skuli teljast sveitlæg- ur í Fremri-Torfustaðahreppi og beri hreppnum að greiða geðveikrahælinu á Kleppi áfallinn dvalarkostnað sjúkl- ingsins fram á árið 1929 þá að upphæð kr. 1096.50, hefir sýknukrafan ekki við rök að styðjast og verður því ekki tekin til greina. A3 því er þrautavarakröfuna snertir hefir stefnd ekki véfengt það að sjúklingur þessi hafi dvalið á geðveikra- hælinu til ársloka 1932 eða rökstutt hana á annan hátt og verður hún því heldur ekki tekin til greina. Samkvæmt framansögðu verða þá úrslit máls þessa þau, að dómkröfur stefnanda verða teknar til greina, að öðru leyti en því, að vextirnir ákveðast 5% p. a. Föstudaginn 27. marz 1936. Nr. 75/1935. Loftur Þorsteinsson (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Vélsmiðjunni Héðinn (Einar B. Guðmundsson). Vangreidd laun samkv. vinnusamningi. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 23. apríl 1935: Kærð- ur, vélsmiðjan Héðinn, skal vera sýkn af kröfum kærand- ans, Lofts Þorsteinssonar í máli þessu og falli málskostn- aður niður. Dómur hæstaréttar. Með stefnu, útgefinni 8. ágúst f. á., hefir áfrýjandi skotið máli þessu til hæstaréttar og gert þær rétt- arkröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt og 152 hrundið þannig, að stefndur verði dæmdur til að greiða honum aðallega kr. 62.00 með 5% ársvöxt- um frá 18. júlí 1934 til greiðsludags, en til vara kr. öl.73 með 5% ársvöxtum frá sama tíma og í aðal- kröfu segir. Auk þess krefst hann málskostnaðar fyrir undirrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Stefndi gerir hinsvegar þær réttarkröfur, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og honum dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Mál þetta er höfðað í tilefni af því, að áfrýjandi kveðst ekki á tímabilinu frá 1. apríl til 25. maí 1934 hafa notið þess lágmarksvinnutíma á dag, sem ákveðinn sé í 3. gr. samnings þess, sem gerður var milli járniðnaðarmanna og forráðamanna fjögra vélsmiðja í Reykjavík hinn 28. janúar 1933, en aðiljar eru sammála um, að greindur samning- ur gildi um þessi viðskipti þeirra. Í 3. gr. téðs samnings segir, að ákveðinn vinnu- tími sé 53 tímar á viku, mánuðina apríl til og með september, og miðist við 9% tíma á dag, nema á laugardögum 5% tími. Aftur á móti sé vinnuvikan ekki nema 48 tímar mánuðina október til og með marz, er miðist við 8)% tíma á dag, nema á laugar- dögum 5% tími. Það þykir nú verða að líta svo á, að greint san:ningsákvæði taki eftir orðum sínum til: a) há- markslengdar dagvinnutímans, þannig, að það, sem unnið er fram yfir þar greindan stundafjölda, teljist yfirvinna og b) lágmarksfjölda þeirra vinnu- stunda, sem vélsmiðjurnar og þeir járniðnaðar- menn, sem í vélsmiðjunum vinna, eiga tilkall til, að unnið sé, meðan þeir eru í þjónustu vélsmiðjanna. Önnur ákvæði samningsins geta vel samrýmst því, 153 að téð samningsákvæði sé lagt til grundvallar eftir orðum sínum, eins og að framan segir, enda hnekk- ir ekkert af því, sem fram hefir komið í málinu, slíkri túlkun. Í málinu hefir verið lagður fram óvefengdur út- dráttur úr vinnublöðum vélsmiðjunnar Héðins, og nemur krafa áfrýjanda samkvæmt honum kr. 51.73. Þessa fjárhæð þykir með skirskotun til þess, sem áður er sagt, bera að dæma áfrýjanda með 5% árs- vöxtum, frá 18. júlí 1934 til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hér- aði og hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndur, vélsmiðjan Héðinn, greiði áfrýj- anda, Lofti Þorsteinssyni, kr. 51./3 með 5% ársvöxtum frá 18. júlí 1934 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og hæstarétti falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir einkalögregluréttinum þann 18. júlí f. á. af Lofti Þorsteinssyni, járniðnaðarmanni, Mjó- stræti 10, hér í bæ, gegn vélsmiðjunni Héðinn, hér í bæn- um, til greiðslu á vinnulaunakröfu, að upphæð kr. 62.00 með 5% ársvöxtum frá 18. júlí 1934 til greiðsludags og málskostnað eftir mati réttarins. Kærður hefir krafizt algerðrar sýknu af kröfum kær- anda Í máli þessu og hæfilegs málskostnaðar. Til vara hefir hann krafizt þess að til frádráttar hinni umstefndu skuld komi kr. 10.27, þar sem hún sé þeirri upphæð of há samkv. útreikningnum á réttarskj. nr. 13. 154 Kærandi byggir kröfu sína á því, að samkv. samningi Þeim, sem gerður var á milli félags járniðnaðarmanna annarsvegar og vélsmiðjueigenda hinsvegar, þann 28. jan. 1933, og sem lagður hefir verið fram í máli þessu, sem risk. nr. 1, sé ekki aðeins ákvæði um hámark dagvinnu- tímans heldur sé þar einnig tiltekið skýrum orðum lág- marksfjöldi vinnustunda á viku hverri, en það telur hann vera samkv. 3. greininni 53 klukkustundir á viku mánuð- ina apríl til og með september. Frá því í byrjun april 1934 og til 25. maí sama ár telur kærandi að vinnutími sinn hcfi verið styttri daglega en tilskilið er í samningnum. En þetta vinnutap telur hann samsvara í krónum hinni umstefndu upphæð. Kærður hefir hinsvegar haldið fram, að í hinni um- ræddu Jju grein samningsins sé aðeins ákveðin hámarks- lengd dagvinnunnar, þannig að sé unnið lengur en hinn tiltekna stundafjölda þá beri að greiða eftirvinnukaup. Tel- ur hann að ekki geti verið að ræða um lágmarksvinnu- stundafjölda á viku í grein þessari enda styrki síðari hluti 3. greinarinnar þessa skoðun þar sem hann annars væri mjög villandi. Þá væri þýðingarlaust að ákveða í samningi lágmarks vinnustundafjölda á viku þar sem hægt væri að segja upp vinnunni fyrirvaralaust. Kærandi hefir haldið því fram, að síðari hluti 3ju grein- ar samningsins á réttarskjali nr. 1 skæri ekki úr um þetta atriði, enda snerti hann aðeins undantekningar tilfelli ut- an Reykjavíkur og eigi einungis við dagvinnutíma gagn- vart eftirvinnutíma. Þá telur kærandi að engu máli skipti hér þótt uppsagn- arfrestur sé enginn fyrir starfsmennina því það sé allt að cinu ekkert í vegi fyrir þvi, að þeim sé tryggður lágmarks- tími á degi hverjum, er þeir hafi vinnu. Ekkert af því, sem fram hefir verið lagt hér getur ráðið úrslitum þessa máls annað en samningurinn á réttarskjali nr. 1. Aðilar eru sammála um það, að 3ja grein samningsins nái til þess að ákveða hvað hámark dagvinnutímans skuli vera hvað lágmarkskaupgreiðslu snertir, enda er það í fullu samræmi við 1. og 2. grein samningsins, sem hefir ákvæði um það hvert skuli vera lágmarkskaup á klukku- 155 tíma í dagvinnu svo og 4. grein hans, sem hefir ákvæði um eftirvinnukaupið. Af þessu leiðir að „vinnutími“ í upphafi 3ju greinar samningsins verður að skýra, sem „hámarksvinnutíma“ á viku, því sambandið milli klukkustundfjölda á dag og vinnutíma á viku í þessari grein er svo náið að hvort- tveggja verður að skýra á sama hátt. Verður því ekki tal- ið að nokkur heimild finnist í umræddum samningi fyrir lágmarksvinnutímafjölda á viku eða á dag, enda hefði slíkt orðið að vera tekið skýrt fram í samningnum, þar sem um nýmæli mun vera að ræða. Enda er það og þýðing- armikið atriði í sambandi við þetta að í samningnum hefir járniðnaðarmönnum ekki verið tryggður neinn upp- sagnarfrestur og því ákveðinn lágmarksstundafjöldi á viku að litlum notum. Samkv. framansögðu verður því að sýkna kærðan af öllum kröfum kærandans í máli þessu, en rétt þykir eftir atvikum að málskostnaður falli niður. Dráttur sá, sem hefir orðið á máli þessu stafar af önnum. Mánudaginn 30. marz 1936. Nr. 19/1936. Valdstjórnin (Einar B. Guðmundsson) gegn Jens Árnasyni (Th. B. Lindal) Áfengislaga og bifreiðalagabrot. Dómur lögregluréttar Barðastrandarsýsln 18. des. 1935: Kærði, Jens Árnason, greiði 100 króna sekt í ríkissjóð og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, sé hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og sviftur leyfi til þess að stjórna bifreið í 3 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 156 Dómur hæstaréttar. Með skýrslum vitna þeirra, sem borið hafa í mál. inu, verður að telja það sannað, að kærði hafi verið með áhrifum áfengis við bilstjórn þann 1. nóv. f. á., og verður því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó þannig, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vik- ur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum málalokum verður og að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Jens Árnason, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Einars B. Guðmundssonar og Theódórs B. Lín- dal, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Jens Árnasyni, bifreiðarstjóra á Geirseyri fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 70/1931 um notkun bifreiða og áfeng- islaga nr. 33/1935 og eru málavextir þeir, sem nú skal greina. Hinn 1. nóvember s. 1, kom lögreglustjórinn hér að bifreið kærðs þar sem hún var komin út af veginum 157 stuttu fyrir neðan kirkjuna' hér á Patreksfirði. Sat kærð- ur við stýrið og var að knýja bifreiðina afturábak og á- fram til þess að reyna að koma henni upp á veginn en þær tilraunir voru árangurslausar. Með því að lögreglustjór- anum virtist kærður vera undir áhrifum vins og til- raunir kærðs tilgangslausar tók hann lykilinn úr bifreið- inni og hindraði þannig frekari aðgerðir kærðs. Kærði skýrir svo frá að hann hafi ekið heiman að frá sér og ætlað niður á Vatneyri. Hafi hann ekið á ca. 10—12 km. hraða. Þegar kærði kom niður hjá kirkjunni kveðst hann hafa séð drenghnokka, sem var þar rétt við veginn og hafi hann allt í einu stokkið fram á veginn í veg fyrir bifreiðina og svo nærri henni að kærði taldi það ekki ör- uggt að beita hemlunum. Vék kærði bifreiðinni þá snöggt út á vinstri vegkantinn og stöðvaði hana um leið. Slapp drengurinn þannig við bifreiðina. Þegar kærði ætlaði að aka bifreiðinni áfram aftur runnu bæði hjólin vinstra megin út af veginum og lagðist bifreiðin upp að staur, sem er þar rétt neðan við veginn. Kom staurinn á fót- bretti bifreiðarinnar og fór það og aurbrettið af henni. Sat bifreiðin þar föst. Kærði kveðst ekki hafa þekkt dreng þann, sem hann telur að hlaupið hafi fyrir bifreiðina. Kærði neitar því að hafa verið undir áhrifum vins í umrætt skipti. Hinsvegar hefir hann kannazt við að hann hafi um hádegi þenna sama dag bragðað um eina mat- skeið af s. k. „svarta dauða“, en ómögulegt sé að hann hafi getað verið undir áhrifum vins við aksturinn af svo litlu, en það var um kl. 4 að bifreiðin fór út af veginum. Í máli þessu hafa verið leidd nokkur vitni og skal hér skýrt nokkuð frá framburði þeirra. Vitnið Ágúst Halldórsson var heima hjá kærðum áður en hann fór að heiman og var honum samferða í bifreið- inni. Vitnið telur að kærði hafi stöðvað bifreiðina rétt fyrir neðan kirkjuna, án þess nokkur hafi hlaupið í veg fyrir hana. Hafi kærður síðan ætlað að bakka henni upp í sundið neðan við kirkjuna og snúa henni síðan við, því ferðinni hafi verið heitið inn að Árbæ. Vitnið telur að kærðum hafi mistekizt að bakka bifreiðinni upp að kirkjunni og þegar hann ók bifreiðinni aftur niður á veg- inn hafi vinstra framhjólið farið niður fyrir veginn. Hafi kærður samt keyrt bifreiðina áfram svo að aurbrett- 158 ið rakst á staurinn og fór það og fótbrettið af bifreiðinni við áreksturinn. Vitnið telur að enginn geti annað sagt en að kærði hafi verið undir áhrifum víns. Hafi þetta komið í ljós heima hjá kærðum meðan þeir voru þar saman, en ekki kveðst vitnið hafa orðið var við að kærði neytti áfengis Þann tíma. Vitnið telur að kærður hafi talað þvælulega og hafi drafað í honum. Ennfremur hafi hann riðað í göngu- lagi áður en hann lagði af stað heiman að frá sér í Þif- reiðinni og verið voteygur. Vitnið telur að kærði hafi stjórnað bifreiðinni vel niður að kirkjunni en þegar hann reyndi að bakka henni og ók henni aftur niður á veginn hafi honum þótt hann aka tæpt á vegkantinum og hafi hann þá tekið upp stýrið hjá kærðum en á sama augna- bliki hafi bifreiðin farið út af veginum. Vitnið Magnús Snæbjörnsson var að vinna rétt hjá er bifreiðin fór út af veginum. Vitnið segir að kærði hafi ekið hægt niður veginn og stöðvað bifreiðina rétt fyrir neðan kirkjuna. Hafi hann svo bakkað bifreiðinni upp að kirkjunni, en bifreiðin þá rekizt á girðingastaur og henni síðan aftur ekið niður á veginn. Hafi kærður þá aftur reynt að bakka henni en.þá hafi vinstra afturhjólið farið niður fyrir veginn. Ók kærði þá bifreiðinni áfram en þá rakst aurbrettið á staurinn og fór það og fótbrettið af. Vitnið telur kærðan hafa verið mikið undir áhrifum vins og dregur það af því að svo hafi virzt að kærði sæi illa, hann hafi legið máttlaus fram á stýrið eins og hann væri hálf sofandi og drafaði í honum þegar hann talaði. Vitnið Gísli Snæbjörnsson hefir borið að kærði hafi setið aðgerðarlaus í bifreiðinni þegar hann kom þar að. - Vitninu sýndist kærði vera undir áhrifum vins og hann vera valtur á fótum og drafa í honum ef hann vildi segja eitthvað. Vitnið Viggo Benediktsson telur að kærði hafi verið undir áhrifum vins og dregur það af augum kærðs og að hann hafi knúð bifreiðina fram og aftur til þess að koma henni upp á veginn þótt hún væri í sjálfheldu. Hinsvegar segist vitnið ekki hafa tekið eftir því að göngulag kærðs væri óeðlilegt. Vitnið Kristján Ingvason telur að kærði hafi verið 159 undir áhrifum vins því hann hafi verið linmæltur og and- litsdrættirnir óeðlilegir. Vitnið Snæbjörn Gíslason hefir borið að kærði hafi slagað í göngulagi og áleit hann því að hann hafi verið undir áhrifum víns. Vitnið Gunnar Bachmann telur kærðan hafa verið deyfðarlegan og hafi hann dottað öðru hvoru fram á stýrið. Vitnið Andrés Magnússon telur að kærður hafi verið undir áhrifum vins og dregur það af því að kærði hafi reynt að aka bifreiðinni aftur á bak og áfram þótt það sýnilega væri tilgangslaust, að það hafi verið vinlykt al kærðum og sér hafi sýnzt hann skjögra dálitið þegar hann sekk upp veginn. Vitnið telur ennfremur að kærði hafi setið í sæti bifreiðarinnar og hafi hann hallað sér út á hliðina inni í stýrishúsinu og hafi hann legið þannig nokkra stund, hreyfingarlaus. Með framburðum framangreindra vitna, sem kærði hefir tekið gilda sem eiðfestir væru, verður rétturinn að telja sannað að kærður hafi verið við bifreiðaakstur undir áhrifum áfengis og ber að áliti réttarins að heimfæra þetta brot kærða, sem ekki er kunnugt að hafi áður sæti refsingu, undir 5. sbr. 14. gr. laga nr. 70 1931 um notkun bifreiða og 21. gr. áfengislaga nr. 33 1935 og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs, sem greiðast innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa en ella komi í hennar stað einfalt fangelsi í 10 daga. Það verður ennfremur að svifta kærðan leyfi til þess að stjórna bif- reið í 3 mánuði frá lögbirtingu dóms þessa að telja og dæma hann til þess að greiða allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. 160 Mánudaginn 30. marz 1936. Nr. 120/1935. Sturla Jónsson, Sveinbjörn Oddsson, Helgi Jónsson og Eyjólfur Jóhanns- son f. h. Mjólkurfélags Reykjavíkur (Th. B. Líndal) gegn framkvæmdarstjórum Landsbankans f. h. veðdeildar hans, stjórnendum Ræktunarsjóðs Íslands f. h. Ræktun- arsjóðsins, Þórði Jónssyni og Einari Dagbjartssyni (Pétur Magnússson). Uppboðsgerð og útgáfa afsals ómerkt. Áfrýjað er uppboðsgerð uppboðsréttar Reykjavíkur frá 24. okt. 1935 og eftirfarandi afsali 5. nóv. s. á. Dómur hæstaréttar. Með skuldabréfi, dags. 23. des. 1927, veðsetti Jón nokkur Bergsson veðdeild Landsbankans með 1. veðrétti erfðafestulandið Sogamýri V í Reykjavik, ásamt húsum og öðrum mannvirkjum, til trygging- ar veðdeildarláni, að upphæð upphaflega kr. 6300.00, og skyldi árlega greiða í afborgun, vexti og kostnað kr. 392.62. Ef vanskil yrðu á greiðslu þessari, skyldi allt lánið þegar vera kræft án upp- sagnar. Ef til sölu veðsins kæmi, þá skyldi heim- ilt að selja það á opinberu uppboði án undanfar- ins dóms, sáttar eða fjárnáms samkvæmt ákvæð- um 10. gr. tilsk. 18. febr. 1847, um fjárforráð ó- myndugra. Samkvæmt heimildarbréfi 17. ágúst 1934 varð meðstefndi, Einar Dagbjartsson, eigandi eign- arinnar, sem tjáð er að vera að brunabótamati og að fasteignamati á landinu samt. kr. 22346.00. 161 Með því að vanskil urðu á framannefndu ár- gjaldi, krafðist veðdeildin þess 25. júni 1935, að veðið yrði selt til greiðslu eftirstöðva skuldarinn- ar samkvæmt ofangreindum ákvæðum veðskulda- bréfsins. Var uppboðið auglýst í Lögbirtingablaði 8., 15. og 22. ágúst s. á., og skyldi það fram fara á eigninni sjálfri þann 20. sept. kl. 4 e. h. s. á. Var uppboðsréttur settur á hinum tiltekna stað og stundu, en var síðan nokkrum sinnum frestað, þar til er uppboðið fór að lokum fram þann 24. oki. f. á. og með þeim úrslitum, að hæstbjóðandi varð meðstefndi Þórður Jónsson úrsmiður fyrir kr. 9000.00. Tók uppboðsráðandi sér 8 daga frest til athugunar á framkomnum boðum. Þann 5. nóv. s. á. var uppboðsréttur svo aftur settur, og var þá nefndum Þórði Jónssyni, sem fullnægt hafði sölu- skilmálunum, veitt afsal að hinni seldu eign, að á- skildum forkaupsrétti Reykjavíkurkaupstaðar. Auk áðurnefndrar veðskuldar, hvíldu á hinni seldu eign, samkvæmt veðbókarvottorði, útgefnu 20. sept. f. á., þessar veðskuldir. 1. Með 2. veðrétti kr. 2400.00 til Ræktunarsjóðs Íslands samkvæmt veðskuldabréfi 23. des. 1927, að eftirstöðvum kr. 2270.44. 2. Með 3. veðrétti kr. 5000.00 til handhafa sam- kvæmt veðskuldabréfi 22. sept. 1927. En handhafi og eigandi þessa bréfs er meðáfrýjandi Sturla Jóns- son, kaupmaður í Reykjavík. 3. Með 4. veðrétti kr. 3050.00 samkvæmt tveim- ur veðskuldabréfum dags. 20. ágúst 1934, til Svein- bjarnar Oddssonar prentara og Helga Jónssonar Krabbagötu 1 Akureyri. 4. Með 5. veðrétti kr. 1700 samkvæmt veðskulda- bréfi 20. ágúst 1934 til handhafa. En eigandi og 11 162 handhafi bréfs þessa er meðáfrýjandi Mjólkurfélag Reykjavíkur. Eigendur 3.—5. veðréttar mættu hvorki né létu mæta á nokkru þeirra uppboðsþinga, er haldin voru og að framan getur. Með því að hæsta boð í eignina nam rúmlega veðskuldum þeim, er tryggðar voru með 1. og 2. veðrétti í eigninni, fengu 1. og 2. veðhafi fullnægju sina af uppboðsandvirðinu. Þar á móti hlaut 3. veð- réttur að hverfa af eigninni án fullnægju veðhaf- ans að mestu leyti, þar sem aðeins kr. 24.88 virðast hafa greiðzt af þeirri skuld, og 4. og 5. veðréttur glataðist án nokkurrar greiðslu á veðskuldunum. Hafa nú framantaldir eigendur 3., 4. og 5. veð- réttar skotið áðurnefndri uppboðsgerð frá 24. okt. og afsalsútgáfu 5. nóv. f. á. til hæstaréttar með stefnu, útg. 9. nóv. f. á., og krafizt þess, að hvort- tveggja þessi dómsathöfn verði ómerkt, og að hinir stefndu framkvæmdarstjórar Landsbankans verði f. h. veðdeildarinnar dæmdir til að greiða þeim málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Á hendur Ræktunarsjóði og Þórði Jónssyni virð- ist sú ein krafa vera gerð, að þeir verði dæmd- ir til að þola ómerkingu á framangreindum dóms- athöfnum, en á hendur meðstefnda Einari Dag- bjartssyni, eiganda hinnar seldu eignar, hefir engin krafa verið gerð, enda hefir hann hvorki mætt né látið mæta fyrir hæstarétti. Þeir þrír varnaraðiljar, sem hafa látið mæta í málinu fyrir hæstarétti, hafa krafizt staðfestingar á hinum áfrýjuðu dómsathöfn- um og að áfrýjendur verði dæmdir til þess að greiða þeim in solidum málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Samkvæmt 10. gr. tilsk. 18. febr. 1847, sem oftnefnt 163 uppboð skyldi fara eftir að því leyti sem þetta mál varðar, á að veita uppboðskaupanda eigna, sem þar greinir, 3 mánaða frest á helmingi uppboðsand- virðis og 6 mánaða frest á öðrum helmingi þess frá því, er hamarshögg er veitt, eða frá því, er boð hans er samþykkt, ef það er ekki gert um leið og hamars- högg er veitt. En í 3. gr. skilmála uppboðs þess, er í máli þessu greinir, er svo mælt, að kaupandi skuli greiða kr. 6000.00, þegar boð hans verði samþykkt, að veðskuldirnar á eigninni greiði hann eftir því, sem uppboðsandvirðið hrökkvi til eða taki þær að sér sem sínar skuldir eftir samkomulagi við skuld- areigendur fyrir 1. nóv. 1935, og að það, sem upp- boðsandvirðið kynni að nema meiru en að framan segir, skyldi greitt innheimtumanni uppboðsins fyrir 1. nóv. 1935. Ómerkingarkröfu sína byggja áfrýjendur meðal annars á því, að uppboðsskilmálarnir hafi ekki ver- ið í samræmi við áðurnefnd ákvæði 10. gr. tilsk. 18. febr. 1847 og miklu óhagstæðari væntanlegum kaupanda, og geti þetta atriði að sjálfsögðu hafa haft áhrif á úrslit uppboðsins. Af hálfu varnarað- ilja hefir þeim einum andmælum gegn þessum at- hugasemdum áfrýjanda verið hreyft, að hérgreind- um ákvæðum 10. gr. tilsk. 18. febr. 1847 hafi lengi ekki verið fylgt. En þótt svo væri, þá standa þau samt enn í lögum, og verða ekki talin brott fallin fyrir notkunarleysi. Og úr því að uppboðsheimildin i veðskuldabréfinu frá 23. des. 1927 bvggðist á á- kvæðum 10. gr. tilsk. 18. febr. 1847, bar uppboðsráð- anda einnig að hafa söluskilmálana að því er snertir veðskuld uppboðsbeiðanda í samræmi við þau og segn hæfilegri tryggingu af kaupanda hálfu, nema samþykki réttra hlutaðeigenda kæmi til. En eins 164 og fyrr segir, mættu áfrýjendur ekki á uppboðsþing- unum, sem haldin voru, né heldur samþykktu þeir með öðrum hætti afbrigðin. Það verður því af þess- ari ástæðu, og án þess að athuga þurfi aðrar þær ástæður, sem áfrýjendur hafa framfært til stuðn- ings ómerkingarkröfu sinni, að taka hana til greina og fella úr gildi uppboðsgerðina 24. okt. og afsals- útgáfuna í uppboðsréttinum 5. nóv. 1935. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma hina stefndu framkvæmdarstjóra Landsbankans f. h. veðdeildar hans til að greiða áfrýjendum 150 krón- ur í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Uppboðsgerðin 24. okt. og afsalsútgáfan 5. nóv. 1935, sem áfrýjað er í máli þessu, eiga að vera ómerkar. Hinir stefndu framkvæmdar- stjórar Landsbankans f. h. veðdeildar hans greiði áfrýjendum, Sturlu Jónssyni, Sveinbirni Oddssyni, Helga Jónssyni og Eyjólfi Jóhanns- syni f. h. Mjólkurfélags Reykjavíkur, 150 krón- ur í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 3. april 1936. Nr. 12/1936. Réttvísin (lárus Jóhannesson) gegn Tómasi Jónssyni (Eggert Claessen). Brot gegn 250. gr. alm. hegningarlaga. Dómur aukaréttar Skagafjarðarsýslu 2. sept. 1935: Á- kærði, Tómas Jónsson, sæti tíu mánaða betrunarhúsvinnu 165 og greiði 30 krónur í iðgjöld til Ellerts Jóhannssonar, svo greiði ákærður allan kostnað sakarinnar, þar með taldar 30 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns hans, Péturs Hannessonar, sparisjóðsformanns á Sauðárkróki. Ídæmd iðgjöld greiðist innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa og honum að öðru leyti að fullnægja með að- för að lögum. Dómur hæstaréttar. Af hálfu skipaðs verjanda ákærða hér fyrir dómi hefir því verið haldið fram, að ákærði muni vera ósakhæfur sökum geðbilunar, og sé ástæða til að láta ýtarlegri rannsókn fara fram um andlega heil- brigði hans, verði sakhæfisskortur ekki talinn nægilega sannaður af gögnum þeim, er fyrir liggja. Hefir verjandinn upplýst hér fyrir réttinum, að á árinu 1916, þegar ákærði var að afplána hér í hegn- ingarhúsinu refsingu þá, sem honum var dæmd með dómi landsyfirréttarins 25. okt. 1915, hafi hann ver- ið sendur um tíma á geðveikrahælið á Kleppi, eftir ráði þáverandi héraðslæknis Reykjavikur, sem á- leit ýmis einkenni, er fram höfðu komið hjá ákærða, bera vott um, að hann hefði væga geðveiki. Yfir- læknir eldra geðveikrahælisins á Kleppi hefir í vott- orði, dags. 30. marz þ. á., upplýst það, að ákærði hafi verið lagður inn á hælið 30. júní 1916 vegna seðveikiskasta, er hann hafi fengið í hegningarhús- inu, en honum hafi fljótt batnað og hafi hann út- skrifast af hælinu 17. ágúst 1916, þá næstum albata. Kveðst yfirlæknirinn þó hafa lagt til, að ákærða yrði sleppt við frekari refsingu vegna veiklaðs sál- arlifs. Rannsóknardómarinn hefir hinsvegar vottað það, að við rannsókn málsins hafi hann aldrei orðið var neinnar þeirrar veiklunar hjá ákærða, sem að lög- 166 um rýri sakhæfi hans. Próf málsins bera það og með sér, að ákærða muni hafa verið það ljóst, bæði meðan hann framdi brot sin og síðar, að verknaður hans var hegningarverður. Þá hefir og læknir sá, sem að tilhlutun rannsóknardómarans athugaði andlega heilbrigði ákærða, vottað það, að hann hafi ekki fundið nein áberandi einkenni geðsjúkdóms. Að þessu athuguðu verður að telja, að þótt geðsýk- iseinkenna hafi orðið vart hjá ákærðum fyrir nú nær 20 árum, þá hafi hann verið sakhæfur, er hann framdi afbrot þau, sem honum eru gefin að sök í þessu máli. Afbrot ákærða hefir héraðsdómarinn heimfært réttilega undir 250. gr. hegningarlaganna, þar eð ekki er sannað, að ákærði hafi verið búinn að ásetja sér að kasta eign sinni á kindur þær, er hann tók í heimildarleysi, fyrr en eftir að þær voru komnar í vörzlur hans. Og með því að refsing sú, sem ákærða hefir verið ákveðin af héraðsdómaranum, þykir hæfileg með tilliti til afbrota þeirra, er ákærði hefir áður framið, ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir þessum málsúrslitum ber ákærða að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Tómas Jónsson, greiði allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Lárusar Jó- 167 hannessonar og Eggerts Claessen, 100 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu gegn Tómasi Jónssyni, búanda í Elivogum í Seyluhreppi, fyrir brot gegn 23. og 25. kapítula hinna alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869, og lögum nr. 51, 7. mai 1928, um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru sem hér segir: Mánudaginn 15. október síðastliðinn fór fram almenn smölun í Seyluhreppi og víðar, og voru það fjórðu haust- göngur. Daginn eftir komust gangnamenn úr Seyluhreppi, er komu á bæinn Sólheima í Staðarhreppi, að því, að á- kærði, Tómas Jónsson í Elivogum, myndi hafa rekið inn heima hjá sér eitthvað af fé ofangreindan mánudag, og eitthvað af óskilafé myndi vera í landi hans. En með þvi að sá grunur nágrannanna lá á ákærða, að hann héldi hjá sér óskilafé og að hann jafnvel stæli sauðfé, þá kröfðust nokkrir menn þess af hreppstjóra Seyluhrepps, að hann léti smala land jarðarinnar Elivoga. Varð hreppstjórinn þegar við óskum þessum og lét fara fram smölun á heima- landi nefndrar jarðar og rannsókn á fé því, er kom úr smöluninni og rekið var inn í Elivogum. Við rannsókn fjár- ins fundust 11 kindur í fé ákærða, sem leitarmenn gátu ekki að svo komnu eignað honum. Vöktu tvær kindur sér- staklega athygli leitarmanna, en þær voru, hvítur lamb- hrútur, sem að vísu var með líku marki og ákærði notar og nýmarkað (blóðmarkað) lamb, einnig með marki, er hann notar. Ennfremur fundust við rannsókn þessa tvær kindur innni í kofa á túninu Í Elivogum. Voru kindur þessar eign tveggja bænda í Hegranesi og með þeirra marki. Loks fannst í Öðrum kofa þar á túninu dauður lambhrútur, svartur á lit. 168 Laugardaginn 20. október barst sýslumanni, er nóttina áður hafði komið heim úr embættisferð norðan úr Fljót- um, skýrsla nefnds hreppstjóra um framangreinda smölun og rannsókn. Var næsta mánudag (22. október) hafin rétt- arrannsókn út af grun þeim um sauðaþjófnað, er fallinn var á ákærða. Í byrjun réttarrannsóknarinnar kom það undireins í ljós, að hviti lambhrúturinn, er tekinn hafði verið úr fé ákærða, er framangreind fjárkönnun fór fram, var hans eign, því ákærði hafði komið með ána, móður lambsins, er helgaði sér það. Um blóðmarkaða lambið, er að framan getur, hefir það upplýst, að lamb þetta var gefið Sigríði Jónsdóttur í Elivogum, bústýru ákærða, af Hjörleifi Sig- fússyni, frá Álftagerði í Seyluhreppi. Um kindurnar tvær úr Rípurhreppi hefir ákærði haldið því fram og fært nokkrar sönnur á það, að hann hafi hirt Þær og rekið inn i greiðaskyni við eigendurna. Voru kindur Þessar hirtar og komið til skila. Þykir ekki ástæða til að dvelja frekar við þessi atriði rannsóknarinnar með því að ekki virðast líkur fyrir að afskipti ákærða af kindum Þessum verði gefin honum að sök. Miðvikudaginn, 24. október, var, samkvæmt lögreglu- réttarúrskurði, og að undanfarinni nýrri smalamennsku gerð húsleit á heimili ákærða og framkvæmd ný könnun á öllum fénaði, er þá fannst í heimalandi hans. Vakti það þá eftirtekt, að allmargar kindur af fé ákærða og nefndr- ar bústýru hans, voru soramarkaðar og mjög hornskeltar. Voru 18 kindur skrásettar með mörkum, með því að þær þóttu rannsóknarverðar. Meðal Þeirra var hvít gimbur, vefurgömul, brennimerkt og hornskelt, með eyrnamark- inu: Stýft, gagnbitað hægra en miðhlutað í sneitt aftan, vaglskora framan vinstra. Var gimbur þessi tekin í vörsl- ur lögreglunnar. Við fjárkönnunina gerði ákærði svo- hljóðandi grein fyrir heimild sinni á kindinni, að í fyrra vor hefði einhver markað lamb þetta undir sama marki of ærin móðir þess bar, er hann kveðst eiga, en markið á ánni sé: 2 bitar framan hægra en heilrifað vinstra. En sjálfur sagðist hann síðan hafa markað lambið upp undir mark framannefndrar bústýru sinnar: Styft, gagnbitað hægra en miðhlutað í sneitt aftan, vaglskora framan vinstra. Og er ákærður var yfirheyrður í rétti Þenna sama 169 dag, þá kveðst hann eiga kind þessa og hafa sjálfur alið hana upp. Lauk réttarhaldinu með því að hann var sett- ur í gæsluvarðhald. Er réttarprófunum var haldið áfram næsta dag, kom Það í ljós, að ýmislegt er þá upplýstist um, bendi til þess að ofangreind gimbur myndi vera mörkuð undan marki Steingríms Óskarssonar bónda á Páfastöðum í Staðar- hreppi, en fjármark hans er: Tvístyft framan hægra, fjöð- ur framan vinstra. Þóttu markleifar á eyrum gimbrarinn- ar svo og að ákærði virtist tvísaga um horntöku og brenni- merkingu kindarinnar benda til þessa. Var kindin því flutt að Páfastöðum til frekari rannsóknar. Bar nefndur Steingrímur það fyrir réttinum, að honum hefðu horfið tvær hvítar gimbrar veturgamlar, vorið áður, úr girðingu í heimalandi hans, og þóttist hann þekkja framangreinda gimbur fyrir aðra þeirra. Var gimbrin síðan athuguð á- samt ánni, er álitin var móðir hennar. Var það álit vitna þeirra, er hana skoðuðu, að hún væri eign Steingríms og hægt væri að sjá af markleifum, að hún hefði verið mörk- uð upp úr framangreindu marki hans. Fimm dögum eftir að kindin var tekin, meðkenndi ákærði að hafa tekið kind þessa af ófrjálsu og afmarkað hana, og er hér að lútandi framburður hans á þessa leið: Seint um vorið 1934 varð hann var við kindina, að hún var komin í fé hans. Sá hann að hann átti ekki kind þessa, en þrátt fyrir það sló hann eign sinni á hana og markaði hana undir mark bú- stýru sinnar, eins og áður er sagt. Hefir hann haldið því fram, að markið á kindinni, áður en hann markaði hana upp, hafi verið: Tvístýft framan hægra, en á vinstra eyr- anu hafi sér fremur sýnzt vera biti en fjöður, en hann tekur það þó fram, að vel geti fjaðrarbroddurinn hafa verið lúinn svo af, að fjöðrin hafi líkst bita. Hafði nú rannsókn á sauðfé ákærðs verið haldið fram, svo og var eftir fyrirskipun lögreglunnar hafin leit að hrossum hans og þau könnuð hvar sem þau fundust. Við hrossakönnunina kom ekkert í ljós, er tortryggilegt þótti um heimild hans á hrossunum. En við sauðfjárkönnun, er fór fram í. nóv. voru teknar úr fé hans 13 kindur til frekari rannsóknar, með því að þær þóttu athugaverðar, bæði að því er hornamörk og eyrnamörk snerti. Voru margar af kindum þessum þær sömu og skrásettar höfðu 170 verið 24. október. Var ákærður látinn í lögreglurétti, er haldin var á Seylu 2. nóvember síðastliðinn, gera grein fyrir heimildum sínum á hverri þessara kinda fyrir sig, er kindurnar voru leiddar fyrir hann í réttinum. Um 11 af kindunum þótti framkoma nægileg greinargerð af hálfu ákærða og annara, er hann kvaðst hafa fengið kindurnar hjá. En tvær þeirra voru teknar frá, þareð sterkar líkur voru fengnar fyrir því, að þær væru stolnar. Kindur þess- ar voru: 1) Hvít ær mörkuð: Stýft og gagnbitað hægra, miðhlutað í sneitt aftan og vaglskora framan vinstra. Kann- aðist ákærði við markið, sagði ána vera sina eign og hafa fengið hana frá Stefáni Stefánssyni föðurbróður sinum á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. 2) Kollótt ær með sama marki og hin fyrrtalda. Sagðist ákærði einnig eiga þessa kind og hafa keypt hana af Jóhanni bónda Björnssyni á Skiðastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Í lögregluréttinum var nú einnig mættur Ellert bóndi Jóhannsson í Holtsmúla í Staðarhreppi og hafði hann vandlega skoðað ofangreind- ar ær. Bar hann það fyrir réttinum að hann þekkti báðar kindurnar sem sína eign, og tók það fram, að hann þyrði að helga sér kolóttu ána með eiði, enda hafði sonur hans skoðað þessa kind daginn áður og þekkt hana. Kvaðst Ellert hafa keypt ána ásamt fleiri ám frá Syðra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi vorið 1933. Hvarf ærin honum úr heimahögum nokkru eftir sauðburðinn í fyrra vor ásamt ómörkuðu lambi. Hafði hann um haustið 1933 Þbrenni- merkt kindina á hornum og markað hana undir sitt mark: Stýft, gagnbitað hægra, hvatrifað, gagnbitað vinstra. Hvitu ána kvaðst hann hafa keypt af Stefáni Magnússyni á Reynistað vorið 1933 og var hún þá gemlingur. Sleppti hann henni á haga og sá hana ekki síðan fyrr en nú á Seylu. Kindin var ekki hornskellt, er hann sleppti henni, en hann brennimerkti hana á hægra hornið með: „Ellert“, en á vinstra horn með: S. 9. Við nákvæma markaskoðun er rannsóknardómarinn lét gera á kindum þessum, komu í ljós markleifar bæði á hornum og eyrum, sem að ýmsu leyti staðfesti framburð Ellerts Jóhannssonar. Og daginn eftir framangreint rétt- arhald á Seylu játaði ákærði að hafa af ófrjálsu slegið eign sinni á báðar hinar ofangreindu kindur eins og nú skal hermt. Ákærði varð fyrst var við kolóttu ána um 10. 171 helgi sumars 1934. Var hún þá komin í fé hans fyrir fram- an Elivoga. Var ærin með einu lambi ómörkuðu. Rak hann ána og lambið með 2 eða 3 kindum, sem hann átti, heim í hús í Elivogum og markaði hvorttveggja undir áðurgreint mark bústýru sinnar. Þurfti hann litið að breyta mark- inu á ánni, því mark Ellerts í Holtsmúla, sem hann þekkti að var á ánni, er svo líkt marki Sigríðar bústýru hans. Segist ákærði ekki hafa verið í neinum efa um að Ellert átti ána og lambið, en hafa markað kindurnar í því skyni, að slá eign sinni á þær. Við hvítu ána varð hann fyrst var haustið 1933. Var hún þá komin í fé hans rétt fyrir aust- an bæinn í Elivogum. Var þetta eftir göngurnar, og segir hann að kindin hafi verið í fé hans um veturinn. Hefir hann haldið því fram, að hann hafi ekki markað kind þessa upp fyrr en snemma um vorið 1934. En markið á kindinni, áður en hann markaði hana upp, segir hann að hafi verið: Stýft, sagnbitað hægra, hvatrifað, biti fram- an vinstra, „sem víst hafi átt að vera: hvatrifað, gagnbitað vinstra.“ Hafi markið á vinstra eyranum verið svo illa gert, að ekki sást fyrir bitanum aftan á eyranu, en bit- inn framan á eyranu eins og vaglskora. Segist hann hafa breytt markinu á vinstra eyranu að því leyti, að hann markaði miðhlutað ofan í eyrað, en aðrar breytingar þyk- ist hann ekki hafa þurft að gera til þess að kindin væri komin undir mark Sigríðar bústýru hans, með því að markið var svo illa gert á vinstra eyranu. Markbreyt- ingu þessa segist hann hafa gert í þeim tilgangi að slá eign sinni á kind þessa. Hefir hann haldið því fram, að kind þessi hafi verið brennimerkt aðeins á hægra horni, og brennimarkið ólæsilegt fyrir þá sök hve djúpt það var brennt, en hann tálgaði það af og brennimerkti kindina á báðum hornum með því brennimarki, er hann notar á sínu fé. Þessi framburður ákærða er þó rangur, að því leyti, að með ytarlegri markskoðun er það upplýst, að bit- inn aftan á vinstra eyra kindar þessarar, sem ákærði þótt- ist ekki finna, er þar vel finnanlegur, en situr neðarlega á eyranu. Kemur þetta heim við framburð Ellerts Jó- hannssonar, og er meðal annars til marks um það, að hann átti kind þessa. Ákærður hefir neitað því að síð- astgreind ær hafi verið borin, er hún kom í vörzlur hans, en heldur því hinsvegar fram, að milli gangna og vetur- 172 nótta hafi hún borið einu lambi. Lifði lambið með ánni yfir veturinn og þangað til síðastliðið haust, að hann skar það og hagnýtti sér. Hann hefir og haldið því fram, að ær þessi hafi verið lamblaus vorið 1934 og segist ekki vita til að hún hafi borið um sumarið. Við athugun, er gerð var á ánni, að þessu leyti, hefir það aftur á móti komið í ljós, að líkur eru á að þessi framburður ákærða sé rangur, og að lamb hafi gengið undir ánni siðastliðið sumar. En þetta skiptir ekki máli þar eð mat það, er fram hefir farið til ákvörðunar á umkröfðum iðgjöldum, er samþykkt af eiganda ærinnar. Ákærði hefir játað að hafa rúið báðar hinar framan- greindu ær. Hafa allar þrjár ærnar, er hann hefir játað að hafa tekið að ófrjálsu, verið afhentar framangreindum eigendum þeirra eftir að nægilega þótti upplýst um eign- arheimild þeirra. Ákærður hefir stöðugt haldið því fram, að svarti lamb- hrúturinn, sem áður er getið, að dauður fannst í kofa í Elivogum, hafi verið hans rétta eign. Hafi lamb þetta verið undan aðkeyptri á, er hann hefir tilgreint, og hafi það drepizt úr pest nálægt bænum í Elivogum, skömmu áður en rannsóknin í máli þessu hófst. Hafi hann kastað lamb- hræinu inn í kofann. Hafi mark Sigríðar bústýru hans verið á lambinu. Þessi framburður ákærða virðist að ýmsu leyti tortryggilegur, því markskoðun á lambhræinu hefir leitt í ljós að markið, sem í raun og veru var á hægra eyra lambsins, kom ekki að öllu leyti heim við framan- greinda marklýsingu ákærða. Reyndist þar vaglskora, er ákærður lýsti bita. Hefir ákærður reynt að réttlæta þenna mismun með því að hann stafaði af skemmd á eyranu. Hefir ekki tekizt að upplýsa um hvort ákærði hefir náð lambi þessu í vörzlur sínar með ófrjálsu móti, og verður hann því ekki, gegn staðfastri neitun hans, sakfelldur fyrir það. Með tilvísun til framanritaðs þykir það löglega sannað með eigin játningu ákærða, sem kemur heim við það, sem á annan hátt hefir verið upplýst í málinu, að hann hefir kastað eign sinni á þrjár framangreindar fullorðnar kindur, ásamt tveim lömbum, og markað þær upp undir Það mark, er hann sjálfur notar, enda þótt hann vissi að þær væru annara eign. En svo virðist sem kindur þess- 173 ar hafi allar verið komnar af hendingu í fé hans, er hann gerði þetta. Hefir nefndur Ellert Jóhannsson krafizt ið- gjalda fyrir lömbin, er ákærði tók undan ám hans og enn- fremur fyrir ullina af ánum. Er verðmæti þessa þýfis, er runnið hefir til ákærða, samkvæmt virðingu réttarins, samtals 30 krónur, og er virðingin samþykkt af ákærða. Í vörn sinni fyrir ákærða krafðist hinn skipaði talsmað- ur hans, að hann yrði rannsakaður af lækni sérfróðum í sálsýki, með því að eigi væri ólíklegt, að hann væri ó- heill á sálu. Að tilhlutun dómarans, hefir ákærður því verið rannsakaður af Lárusi Jónssyni fyrrverandi geð- veikralækni, er gegndi héraðslæknisembættinu á Sauð- árkróki nú í vor og sumar. Liggur fyrir í málinu skýrsla hans um rannsókn þessa. Var ákærða gefinn kostur á að verða sendur til Reykjavíkur til heilbrigðisrannsóknar þar, en hann kaus heldur að nefndur læknir gerði rann- sóknina. Kveðst læknirinn ekki hafa fundið áberandi ein- kenni geðsjúkdóma hjá ákærðum en kemst svo að orði að hann virðist vera: „moralskt degenerað individ“. Kemur álit þetta heim við þá viðkynningu, er dómarinn hefir nú og áður haft af ákærða. Ákærði er fæddur 19. apríl 1886 og var hann 1) í lög- reglurétti Skagafjarðarsýslu, 25. marz 1908 sektaður um 30 krónur fyrir tíundarsvik, 2) með dómi landsyfirréttar- arins, uppkv. 29. sept. 1913, dæmdur samkv. 250 gr. alm. hegningarlaga frá 25. júni 1869 í 4x5 daga fangelsi við vatn og brauð, 3) með dómi sama réttar, uppkv. 25. okt. 1915, dæmdur samkv. 250. gr. og 272. gr., sbr. 273. gr. greindra hegningarlaga til eins árs betrunarhúsvinnu, 4) með dómi lögregluréttar Skagafjarðarsýslu, uppkv. 6. jan. 1927 sektaður um 30 kr. fyrir brot gegn 12. g. laga nr. 44/1913, 5) með dómi hæstaréttar, uppkv. 6. des. 1929, dæmdur samkv. 250. gr. alm. hegningarlaga í sex mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 6) með dómi hæstaréttar, uppkv. 2. april 1930, sektaður um 100 kr. fyrir brot gegn 2. mgr. 11. gr. laga nr. 44/1913. Hann sat í gæzlu- varðhaldi frá 24. október til 7. nóvember síðastliðinn. Brot ákærða, sem lýst hefir verið hér að framan, heyra að réttarins áliti undir 250. gr., sbr. 249. gr. almennra hegningarlaga frá 25. júni 1869 og þykir hegning sú, er hann hefir unnið til, með tilliti til fortíðar hans og mála- 174 vaxta, hæfilega ákveðin 10 mánaða betrunarhúsvinna. Svo ber að dæma ákærða til að greiða til Ellerts Jóhannssonar í Holtsmúla í Staðarhreppi 30 krónur í iðgjöld. Eftir þessum úrslitum ber að dæma ákærða til að greiða allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað, Þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns hans hér í réttinum Péturs Hannessonar, sparisjóðsformanns á Sauðárkróki, er ákveðast 30 krónur. Dráttur sá, er orðið hefir á rekstri máls þessa, stafar af fjarveru dómarans, sérstaklega miklum embættisönn- um og þar á meðal réttarrannsóknum, svo og því að dóm- arinn hefir að undanförnu þurft að unna sér nokkurrar sumarhvíldar sökum langvarandi heilsubrests. Laugardaginn 4. april 1936. Nr. 191/1934. Lárus Fjeldsted f. h. eigenda e/s Papeyjar o. fl. (Th. B. Líndal) segn Sveinbirni Jónssyni f. h. eigenda e/s Brigitte Sturm (Sveinbjörn Jónsson). Bótakröfur út af árekstri skipa. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 25. sept. 1934: Stefndur, Sveinbjörn Jónsson f. h. eigenda Brigitte Sturm, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Lárusar Fjeldsted f. h. eigenda e/s Papeyjar o. fl., í þessu máli. Málskostnaður fellur niður. Dómur hæstaréttar. Mál þetta hefir verið flutt skriflega fyrir hæsta- rétti samkvæmt 2. tölul. 38. gr. hæstaréttarlaganna. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 154609.65, ásamt 5% ársvöxtum af upphæðinni frá 20. febrúar 1933 175 þar til greitt verður, kostnað allan við löghald, sjó- prófin og málssókn bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti, að skaðlausu skv. taxta Málflutningsmanna- félags Íslands. Ennfremur, að staðfest verði sem löglega gert og framfylgt löghald það, sem gert var i e/s Brigitte Sturm 24. febrúar 1933 framangreind- um kröfum til tryggingar. Loks, að honum verði heimilað fjárnám í tryggingu þeirri, sem sett var í Landsbanka Íslands 25. febrúar 1933, hinum til- dæmdu kröfum til lúkningar. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að á- frýjandi verði dæmdur til að greiða honum hæfi- legan málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dóms- ins. Svo sem nánar segir í hinum áfrýjaða dómi, þá gaf skipstjóri e/s Papeyjar, Guðmundur Magnús- son, sökum veikinda aldrei neina skýrslu í málinu fyrir sjóréttinum, þegar frá er talin sjótjónsskýrsl- an, dags. 21. febrúar 1933, sem hann undirritaði á- samt stýrimanni sinum. En eftir uppkvaðningu héraðsdómsins, þ. e. 16. febrúar 1935, mætti Guð- mundur Magnússon fyrir sjórétti Reykjavikur og gaf skýrslu um málið, en skýrsluna kvað hann sig hafa samið sumarið 1933. Skýrsla þessi skiptir máli um ljós e/s Papeyjar. Segir skipstjóri, að um það leyti, er hann var að leggja frá Faxagarði, hafi hann litið á kompásinn og séð, að ekkert ljós var á honum. Hafi hann þá látið ná í stýrimanninn til að láta kveikja ljósin. Áður en stýrimaður kom til þess, segist skipstjóri þó hafa séð, að einhver ljós loguðu á dekki, en ekki hafa athugað, hver þau voru. Stýrimaður hafi síðan komið upp í stýrishúsið, er skipið var komið út fyrir Faxagarð; hafi hann þegar í stað farið að 176 opna rafljósatöfluna til að kveikja, og er skipið var komið fram hjá hafnarvitanum, þannig að fara varð að stýra eftir kompásnum, segist skipstjóri hafa litið á kompásinn, og hafi ljósið þá verið kom- ið á hann. En stýrimaður hafi verið við rafljósatöfl- una þar til komið var í vatnsþróarvitann hvítan, þá hafi hann farið niður á þilfar. Eftir þetta fullyrðir skipstjóri, að enginn hafi snert við rafljósatöfl- unni. Ennfremur skýrir skipstjóri frá því, að hann hafi stigið upp á bekk, sem var bakborðsmegin í brúnni og farið út í glugga til að athuga beituskurð hjá mönnum og hafi honum þá um leið orðið litið upp og séð, að þá logaði vel á rauða siglingaljósinu á e/s Papey. Ekki getur skipstjóri þess, hvenær þetta hafi verið, en auðsætt er af samhenginu, að það hefir í fyrsta lagi verið rétt eftir, að skipið komi í hvita ljósið af Engeyjarvitanum. Til árétt- ingar þessari frásögn sinni, að hann hafi þannig séð, að vel logaði á rauða siglingaljósinu, hefir skipstjóri lagt fram vottorð þeirra hrm. Lárusar Fjeldsted og hrd. dr. Þórðar Eyjólfssonar um, að hann hafi skýrt þeim frá hinu sama þegar á fyrsta og öðrum degi eftir áreksturinn. Hefir þeim vott- orðum ekki verið mótmælt, þó að skýrslunni í heild sé mótmælt sem aðildarskýrslu. Önnur fram komin gögn um það, hvort logað hafi á siglingaljósum e/s Papeyjar eða ekki, eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Því til styrktar, að ekki hafi logað á siglinga- ljósum e/s Papeyjar fyrr en rétt á undan árekstrin- um, hefir verið vitnað til framburðar tveggja hafn- sögumanna og eins annars vitnis í landi. En upp úr þessum vitnisburðum verður ekki lagt, því að allsendis ósannað er, að vitnin hafi verið í þeirri 177 afstöðu til e/s Papeyjar eftir að búið var að kveikja siglingaljós hennar, samkvæmt framburði stýrimanns hennar og skipstjóra, að þeim hafi ver- ið mögulegt að sjá ljósin, þótt þau loguðu. Um vitnisburði skipsmanna á e/s Brigitte Sturm gegnir að því leyti öðru máli, að a. m. k. fjórir þeirra höfðu aðstöðu til að sjá ljósin, ef þau loguðu. En við athugun á þessum vitnisburðum kemur í ljós, að mjög ólíklegt er, að ljós það, sem skipsmenn e/s Brigitte Sturm miðuðu norður af Engeyjarvita kl. 9.40 eftir þeirra klukku, hafi verið á e/s Papey, því að þá er klukka stýrimannsins á Papey 19.57, og eru þá einungis liðnar 12 mínútur frá því að e/s Papey fór að hafa sig til burtferðar frá Faxagarði, en ætla verður eftir því, sem fram er komið í mál- inu, að það hafi tekið hana töluvert lengri tíma að komast þangað, sem hún þarf að hafa verið til þess, að skýrsla skipsmanna e/s Brigii.e Sturm um þetta fái staðizt. Áreksturinn verður heldur ekki fyrr en rúmum hálftíma síðar, en álita verður, að leiðina frá þeim stað, sem ljósið miðaðist á, til árekstrar- staðarins hlyti e/s Papey að hafa siglt á miklu skemmri tima. Þá er það einnig mjög ósennilegt, að skipsmenn á e/s Brigitte Sturm hafi getað séð ljós á e/s Papey í 200—-300 metra fjarlægð 3 strik til stjórnborða, eftir að lokið var stefnubreytingu e/s Brigitte Sturm % strik til bakborða, en sú hreyfing var, að því er þeir telja, gerð a. m. k. 23 mínútum fyrir áreksturinn. Því að til þess að það fái staðizt, virðist e/s Papey hafa þurft að sigla síðustu mínúturnar drjúgan spöl þver öfugt við leið sína til þess að komast á árekstrarstaðinn. En að e/s Papey hafi siglt þannig, brýtur bæði í bág við framburð stýrimanns og skipstjóra hennar og 12 178 er auk þess í sjálfu sér nær óhugsandi. Ennfremur er þess að geta, að skipsmönnum á e/s Brigitte Sturm ber engan veginn saman um, hvenær þeir hafi fyrst séð tvö ljós í stað einungis eins áður. Af framansögðu er sýnt, að hæpið er að leggja mikið upp úr frásögnum skipsmanna á e/s Brigitte Sturm um ljós þau önnur en siglingaljós, er þeir þykjast hafa séð og þeir fullyrða um, að reynzt hafi að vera á e/s Papey. En framburður þeirra um það, hvenær sjálf siglingaljósin á e/s Papey hafi komið í ljós, er og all athugaverður. Að vísu eru þeir allir sam- mála um, að siglingaljósin hafi alls eigi sést fyrr en rétt á undan árekstrinum. En þar sem stýrimað- urinn segir, að þau hafi birzt áður en e/s Brigitte Sturm gaf frá sér fyrsta hljóðmerkið og hafi verið tilefni þess, þá segja skipstjórinn og annar háset- inn, að hvorttveggja hafi gerzt á sama augnabliki eða í sömu svifum, en hinn hásetinn segir, að sigl- ingaljósin hafi kviknað á eftir fyrsta hljóðmerk- inu. Loks segir hleðslumaðurinn, að hann hafi verið við skriftir inni í skipinu, þegar hann heyrði blásin tvö stutt hljóð og datt honum þá í hug, að skip væri að nálgast og gætti út um glugga fram á við í stjórnborðsátt og sá þá tvö hvit ljós, sem auð- sjáanlega voru á sama skipinu, en ekki önnur ljós. Með öðrum orðum, þá sér hann ekki siglingaljós e/s Papeyjar eftir að a. m. k. þrir af fjórum skips- mönnum, sem uppi voru, höfðu séð þau. Gegn þessum framburðum eru hinsvegar vitnis- burðir þeirra, sem fullyrða, að á siglingaljósum e/s Papeyjar hafi verið kveikt hinn umdeilda tíma. Þá er fyrst vitnisburður varðmannsins á e/s Snorra goða. En ekki virðist hann geta skorið úr, þar sem hann í sjálfu sér er all óákveðinn og kemur auk 179 þess illa heim við framburð rafmagnsmanns þess, sem hyggur sig hafa slökkt öll siglingaljósin skömmu áður en e/s Papey lét úr höfn, þótt ekki verði fullyrt, að þessir vitnisburðir séu ósamríman- legir, þar sem eigi er útilokað samkvæmt fram- burði rafmagnsmannsins, að honum hafi mistekizt að slökkva á einhverju ljósanna. Þá verður einnig að telja framburð stýrimanns e/s Papeyjar frem- ur hnekkja vitnisburði varðmannsins heldur en styrkja hann. En framburður stýrimannsins er einnig að ýmsu leyti óákveðinn, þar sem hann ýmist virðist halda því fram, að hann hafi sjálfur kveikt öll ljósin, nema tvö, eða að hann hafi kveikt þau ljós, sem ekki loguðu nema þessi tvö, og þorir þá ekki að fullyrða nánar, á hverjum hann hafi kveikt. Hann er þó eindreginn í aðalatriðinu, sem sé því, að hann hafi gengið svo frá ljósatöfl- unni, að kveikt hafi verið á öllum ljósum, nema tveimur. En ekki fullvissaði stýrimaður sig um það, að raunverulega logaði á siglingaljósunum. Skýrsla skipstjórans styrkir framburð stýrimanns- ins, einkum þó það atriði hennar, sem upplýst er um, að skipstjóri hélt þegar í stað fram, þ. e., að hann hafi sjálfur séð loga á bakborðsljósinu. Af því, sem nú hefir verið sagt, er auðsætt, að allir vitmsburðirnir um það, hvort logað hafi á siglingaljósum e/s Papeyjar, eru verulega gallaðir og veikja mjög hver annan. Verður því ekki úr því skorið, hvort réttara muni vera, að siglingaljós e/s Papeyjar hafi logað hinn umrædda tíma eða ekki. En það, að hvorki verður fullyrt af eða á um siglingaljós e/s Papeyjar, getur þó ekki ráðið úr- slitum í málinu, því að hvað sem siglingaljósunum líður, þá bar báðum skipunum að sigla með fullri 180 aðsæzlu og gæta allra þeirra úrræða, sem afstýrt sátu árekstri. Þegar dæma skal um siglingu skipanna á undan árekstrinum, verður að leggja til grundvallar út- setningu hinna dómkvöddu siglingafræðinga. En þeir hafa við útseiningu sina gengið út frá ásigl- ingastaðnum, ákveðnum samkvæmt tilvísun hafn- aryfirvalda Reykjavixur, og reiknað til baka sam- kvæmt skýrslum >eggja skipanna, eftir því sem þeir töldu imaniegt staðreyndum málsins. Þá verður ja á því áliti þeirra, að þótt til- lit sé efnu þeirrar, sem skipstjóri e/s slcýrslu sinni eftir dómsuppkvaðn- islt hafi verið út í vatnsþróar- Þá breyti það engu, sem máli cirra. að frásögn skipsmanna e/s ið, B ' þau hvítu ljós, er þeir telja sig ha k. fullan hálftíma á undan árekstr- inum og reynzt hafi að vera á e/s Papey, er mjög ósennileg. Er og auðsætt af frásögninni sjálfri, að skipsmenn e/s Brigitte Sturm hafa ekki til fulls áttað sig á ljósunum, þar sem þeir hyggja þetta ýmist vera afturljós á skipi, sem sé á innsiglingu, eins og þeir, eða þeir telja þetta vinnuljós á skipi, sem liggi kyrrt. En álita verður, að samkvæmt þeirra eigin sögn hafi ljósin tekið þeim afstöðu- breytingum, sem gefið hafi tilefni til hinnar fyllstu varúðar og frekari aðsæzlu en við virðist hafa ver- ið höfð, enda var e/s Brigitte Sturm á fjölfarinni siglingaleið, eftir þvi sem hér gerist, og komin nærri höfn. Verður því að telja, að skipstjóra e/s Brigitte Sturm hafi borið að hægja feic sína, í síð- asta lagi er hann var kominn svo nærri ljósunum, 181 að hann fór að beygja þeirra vegna. En í stað þess heldur hann áfram með fullri ferð, 10 milum, og beygir % strik til bakborða án þess að gefa um það nokkurt merki, þó að ætla verði, að hann hefði þá með nægilegri aðgæzlu eigi getað verið viss um hreyfingar eða hreyfingarleysi hins skipsins. Þeg- ar hann að því loknu áttar sig á, að e/s Papey er á ferð og nálgast e/s Brigitte Sturm beygir hann enn til bakborða í stað þess að setja vélina fulla ferð aftur á bak. En þá eru skipin farin að nálgast svo, að lítill tími er til athugunar, enda gaf hann þegar í stað hljóðmerki um þessa hreyfingu sína. Eftir þetta virðast athafnir skipstjóra e/s Brigitte Sturm vera eðlilegt framhald af þeim fyrrtöldu og gerðar einungis til að draga úr afleiðingum á- rekstrarins. Um siglingu e/s Papevjar er það þar á móti upp- lýst, að skipstjóri og stýrimaður hennar höfðu a. m. k. síðustu 15 mínúturnar glögglega séð til ferða e/s Brigitte Sturm og var ljóst, að stefna e/s Pap- eyjar mundi skera stefnu hins skipsins. Þeim bar því að sýna fyllstu varúð í siglingu sinni og þá fyrst og fremst að fullvissa sig um það, að öll sigl- ingaljós skips þeirra væru í lagi. Var þvi frekari ástæða til þessa, þar sem þeir voru að sigla úr höfn, en þar hafði einmitt verið átt við ljósatöfl- una af rafmagnsmanni, og yfirmenn skipsins ekki prófað hana eftir að rafmagnsmaðurinn lauk störfum. En að þessu gætti stýrimaðurinn alls ekki, og hafði hann þó á hendi það hlutverk að gæta ljósanna. Skipstjóri segist hinsvegar einungis af tilviljun hafa séð bakborðsljósið loga og ekki hafa aðgætt önnur ljós. Ennfremur er viðurkennt, að skipstjóri e/s Papeyjar lét sitt skip beygja til 182 stjórnborða, eftir að hann hafði heyrt hljóðmerki e/s Brigitte Sturm um, að hún viki til bakborða. En líklegt má telja, að ef e/s Papey hefði þá vikið til bakborða eins og henni bar eftir hljóðmerki e/s Brigitte Sturm, og jafnvel þótt hún hefði aðeins haldið stefnu sinni óbreyttri, þá hefði ekki orðið úr árekstrinum. En þess ber að gæta, að skipstjóri e/s Papeyjar gerir þessa beygju á síðustu mínút- unni fyrir áreksturinn og hafði þá mjög lítinn tíma til athugunar. Samkvæmt framansögðu verður að telja sökina á árekstrinum beggja megin, og ber því að skipta skaðanum að réttri tiltölu við sök skipshafna hvors skips um sig. Af því, hvernig atvikum við árekst- urinn var varið, verður að telja sök Papeyjar- manna mun meiri, og þykir þvi rétt, að útgerðar- maður e/s Brigitte Sturm, eða stefndi í máli þessu, beri einungis einn þriðjung af tjóni því, sem af á- rekstrinum hlauzt. Koma þá skaðabótakröfur áfrýjanda til álita. Eru þær sundurliðaðar þannig: I. Krafa eiganda e/s Papeyjar, Út- vegsbanka Íslands h/f, til andvirðis skipsins ...........0000.000.. 0. kr. 80000.00 Il. Krafa útgerðarmanns skipsins, Guðmundar skipstjóra Magnússon- ar, til bóta fyrir: A. Mistan arð af út- gerðinni ............. kr. 35000.00 B. Tap muna ........ —- 5000.00 —————- — 40000.00 III. Kröfur um bætur fyrir atvinnu- tjón þeirra, sem af komust af skipshöfn: 183 Halldór Magnússon stýri- Maður „2... 0... kr. 2038.75 Bjarni Marteinsson 2. vélstjóri .............. — 1237.50 Helgi Halldórsson mat- SVEINN „0... — 1139.40 Hásetarnir Bjarni Árna- son, Jónmundur Einars- son, Guðmundur Jóh. Guðmundsson og Gunn- ar Sigurðsson kr. 753.00 hver 2... — 3014.00 Lifrarhl. manna þess- ara, nema vélstjóra .... — 780.00 IV. Fyrir ekkjur þeirra Jóns Odds- sonar vélstjóra og hásetanna Björns Jónssonar, Cecils Sigurbjörnssonar og Þórðar Guðmundssonar og börn þeirra er 4200.00 kr. krafa hvers .. V. Fyrir þá, er í III. greinir og erf- ingja þeirra 9 manna, er fórust er gerð krafa um bætur fyrir fatnað og aðra persónulega muni fyrir hvern kr. 600.000 samtals ........ — 8209.65 — 16800.00 — 9600.00 kr. 154609.65 I. Krafa eiganda e/s Papeyjar. Skipið var vátryggt hjá Sjóvátryggingarfélagi Ís- lands þann 5. jan. 1933 frá 5. s. m. til 4. jan 1934 þannig: Skipið sjálft (kaskótrygging) ...... Kaskóinteressa .........00.000...... kr. 48000.00 — 12000.00 Alls kr. 60000.00 184 Skömmu áður hafði farið fram viðgerð á skip- inu fyrir kr. 34303.60, og virðist eigandi miða kröfu sína við, að skipið hafi verið nálægt 50000.00 kr. virði fyrir viðgerðina. Í máli þessu liggur engin virðingargerð á skipinu fyrir, hvorki fyrir né eftir viðgerðina, og verður ekki byggt á viðgerðarkostn- aðinum um verðmæti skipsins, þegar það sökk. Stefndi hefir talið skipið í hæsta lagi 50000.00 króna virði, þegar það sökk, og byggir hann það á því, að eigandi þess hafði boðið að selja skipstjóranum það fyrir kr. 50000.00. Með því að engin gögn liggja fyr- ir um verðmæti skipsins önnur en kaskótryggingar- upphæðin og kaupverðið, er það var boðið fyrir, þykir ekki fært að telja það hafa verið meira virði en kaupverð það, er eigandi þess vildi fá fyrir það. Og verður því að telja skipið hafa verið kr. 50000.00 virði, er það sökk, og ber því að dæma stefnda til þess að greiða áfrýjanda 7 hluta þessarar fjár- hæðar, eða krónur 16666.67 með 5% ársvöxtum frá sjódómskærudegi, 9. marz 1933, til greiðsludags. Il. Krafa útgerðarmanns og skipstj. e/s Papeyjar: A. Krafa um bætur fyrir misstan arð af útgerð- inni: Skipstjórinn hafði tekið skipið á leigu vetrar- vertiðina 1933 fyrir 500.00 kr. mánaðarleigu. Áætl- ar hann aflann 1800 skpd. á 42.50, og verður það .................... kr. 76500.00 en útgerðarkostnaðinn ............ — 41140.85 og hagnaðinn því ................. kr. 35359.15 en kröfu sína hefir hann þó sett kr. 35000.00 réttar. Þar sem einungis getur verið um áætlun að tefla, verður að meta kröfu þessa með hliðsjón af afkom- 185 unni á útgerð annara sambærilegra skipa þessa vertið. Hafa aðiljar lagt fram útgerðarreikninga ýmissa línuveiðagufuskipa frá Reykjavík, Akranesi og Hafnarfirði fyrir þessa vertið. Af reikningum þessum er greinilegastur reikningur linuveiðarans Sigríðar R. E. 22. Er skip þetta talið hafa aflað c. 1610 skpd., ágóði er talinn, áður en kaup skip- stjórans er dregið frá kr. c. 12500.00. Með hliðsjón af þessu og með tilliti til þess, að e/s Papey var nokkru minna skip og til þess einnig, að skipstjór- inn á e/s Papey er talinn heppinn aflamaður, þyk- ir mega áætla arð hans af útgerðinni kr. 10000.00, og verður að dæma stefnda til að greiða )% þeirrar upphæðar, eða kr. 3333.33 með vöxtum sem fyrr segir. B. Bætur fyrir tapaða muni. Skipstjóri hefir lagt fram skrá yfir tapaða muni, þar með talin fatnaður, rúmföt o. fl., er hann telur sig hafa átt í skipinu, er það sökk, og hefir hann metið þá á samtals kr. 4827.50. Það verður að telja upplýst, að munir þessir hafi verið í skipinu, og þykir mega áætla verðmæti þeirra kr. 4200.00. Verður að dæma stefnda til að greiða "4 þeirrar upphæðar, kr. 1400.00 með vöxtum sem áður segir. Og verður krafa skipstjóra á hendur stefnda þvi alls kr. 4733.33. HI. Kröfur skipverja vegna atvinnutjóns. a. Halldór Magnússon stýrimaður. Fast kaup 2% mán., á 100 kr. .... kr. 275.00 Fæði sama tíma á 60 kr. ............ — 165.00 Premia 24% af afla ..........,... — 1598.75 Lifrarhlutur ..............0.000..... -— 130.00 kr. 2168.75 186 Það er upplýst, að þessi maður var skráður há- seti á b/v Valpole frá 8. marz 1933 til 26. maí s. á. og fekk þar í kaup kr. 1230.30. Hann hefir því misst fæði í 15 daga, og verður það tap hans kr. 30.00. Áætlað kaup hans var ............ kr. 2003.75 Þar upp í hefir hann fengið ........ — 1230.30 Mismunur kr. 773.45 Þar sem lifrarhlutur og premía virðist reiknuð af of hátt áætluðum afla, þá þykir mega áætla tap hans kr. 500.00. Og bótakröfu hans því alls kr. 530.00. b. Bjarni Marteinsson 2. vélstjóri. Kaupkrafa 2% mánuði á 390 kr. ..... kr. 1072.50 Fæði 23 mán. á 60 kr. ............ — 165.00 Kr. 1237.50 Slysið vildi til í upphafi vertiðar, og þykir því mega gera ráð fyrir þvi, að aðili hafi unnið sér nokkuð inn á tímabilinu frá 22. febr. til 15. mai, og með tilliti til þess þykir mega færa kröfu þessa niður í kr. 850.00. c. Helgi Halldórsson matsveinn. Kaup 2% mán. á kr. 281.60 ........ kr. 774.40 Fæði sama tíma á kr. 60.00 ........ — 165.00 Lifrarhlutur ...........0.0. 0 — 130.00 Kr. 1069.40 Af sömu ástæðu sem um b. greinir þykir þessi krafa hæfilega sett kr. 700,00. d. Bjarni Árnason, Jónmundur Einarsson og Guðmundur Jóh. Guðmundsson. 187 Kaup 2% mán. á kr. 21400 ........ kr. 588.50 Fæði sama tíma á kr. 60.00 ........ — 165.00 Lifrarhlutur .............. 7 130.00 Kr. 883.50 Samtals fyrir alla 3 kr. 2650.50. Af sömu ástæðu sem um b. greinir, þykir krafa hvers hæfilega sett kr. 580.00, eða samtals fyrir alla 3 kr. 1740.00. e. Gunnar Sigurðsson. Krafa hans er kr. 883.50, eins og þeirra, sem í d. segir. En hann var háseti á togaranum Jupiter frá 6. marz 1933 til 28. s. m. og frá 8. april til 19. maí s. á. Hann virðist því hafa tapað vinnu sem svarar 3 vikum. Fæði hans um þann tíma, 2. kr. á dag, VEFÐUF „.......00020 000. kr. 42.00 og kaup hans virðist því mega áætla -— 150.00 Kr. 192.00 Samkvæmt þessu verða kröfurnar í þessum lið: a. Halldórs Magnússonar ........... kr. 530.00 b. Bjarna Marteinssonar ........... — 850.00 c. Helga Halldórssonar ............. — 700.00 d. Bjarna Árnasonar, Jónmundar Einarssonar og Guðmundar Jóh. Guðmundssonar ................. — 1740.00 e. Gunnars Sigurðssonar ........... — 192.00 Alls kr. 4012.00 og ber að dæma stefnda til að greiða %% þar af, eða kr. 1337.33 með vöxtum sem áður segir. IV. Kröfur eftirlátinna vandamanna þeirra, er drukknuðu. Þvi hefir ekki verið mótmælt, að menn þeir, sem hér greinir, hafi verið kvæntir og átt börn. Ber því 188 að taka kröfur þessar að öllu leyti til greina. Verð- ur ennfremur að dæma stefnda í máli þessu til að greiða upphæðir þessar, er samanlagðar nema kr. 16800.00 að fullu samkvæmt 225. gr. siglingarlag- anna með vöxtum sem áður segir. V. Kröfur 7 skipverja, er björguðust, og kröfur erfingja þeirra 9 manna, er drukknuðu í slysinu, um bætur fyrir missta muni. Þessi krafa er vegna tapaðs igangsfatnaðar, rúm- fatnaðar og annara persónulegra muna, er fóru í sjóinn með e/s Papey, og nemur 600.00 kr. fyrir hvern þeirra, eða kr. 9600.00 fyrir alla 16. Sam- kvæmt reglum nr. 61/1931 ber stýrimanni og 1. vél- stjóra kr. 500.00, 2. vélstjóra og bryta kr. 450.00 og hverjum hinna skipverja kr. 400.00, samtals fyrir alla 16 kr. 6700.00, og verður að dæma stefnda til að greiða )% hluta hennar, eða kr. 2233.33 með vöxt- um sem fyrr segir. Kröfur þær, sem stefnda ber að greiða áfrýjanda samkvæmt framanskráðu, verða þá þessar: Samkvæmt I. að framan .......... kr. 16666.67 Samkvæmt II. að framan .......... — 4733.33 Samkvæmt III. að framan ......... — 1337.33 Samkvæmt IV. að framan ........ —- 16800.00 Samkvæmt V. að framan .......... — 2233.33 Samtals kr. 41770.66 með 5% ársvöxtum frá 9. marz 1933 til greiðslu- dags. Og skal áfrýjanda heimilt að gera fjárnám til tryggingar nefndri kröfu í tryggingu þeirri, sem sett var af eigendum e/s Brigitte Sturm þann 25. febr. 1933 í Landsbanka Íslands. Áfrýjandi krafðist löghalds í skipi og farmgjaldi 189 þess til tryggingar væntanlegri skaðabótakröfu sinni á hendur eigendum e/s Brigitte Sturm. Fór löghaldið fram 24. febr. 1933. Þá lýsti áfrýjandi yfir því, að skipi og farmi yrði sleppt, ef fullnægj- andi trygging yrði sett fyrir greiðslu væntanlegra skaðabóta. Tryggingin var sett, sem áður segir, og var skipi og farmgjaldi þá sleppt. Það verður ekki annað séð, en að löghaldið hafi verið löglega gert og að því hafi verið löglega framfylgt, enda virð- ist stefndi ekki hafa hreyft nokkrum athugasemd- um þar um. En svo virðist mega líta á sem áfrýj- andi hafi fallið frá rétti þeim yfir skipi og farm- gjaldi, sem löghaldið veitti honum, þegar trygging- in var sett, og verður krafa hans um staðfesting þess því ekki tekin til greina. Eftir öllum atvikum og úrslitum málsins þykir rétt, að málskostnaður, bæði fyrir sjódómi og hæstarétti, falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Sveinbjörn Jónsson f. h. eigenda e/s Brigitte Sturm, greiði áfrýjanda, Lárusi Fjeldsted f. h. eiganda e/s Papeyjar, Útvegs- banka Íslands h/f., útgerðarmanns hennar og skipstjóra, Guðmundar Magnússonar, Halldórs Magnússonar stýrimanns, Bjarna Marteinsson- ar vélstjóra, Helga Halldórssonar matsveins, Bjarna Árnasonar, Jónmundar Einarssonar, Guðmundar Jóh. Guðmundssonar og Gunnars Sigurðssonar háseta, ekkna þeirra Jóns Odds- sonar vélstjóra og hásetanna Björns Jónssonar, Cecils Sigurbjörnssonar og Þórðar Guðmunds- 190 sonar, og erfingja þeirra manna annara, er drukknuðu af e/s Papey þann 20. febr. 1933, kr. 41770.66 með 5% ársvöxtum frá 9. marz 1933 til greiðsludags, að viðlagðri aðför að lögum, enda skal áfrýjanda heimilt að gera fjárnám í tryggingu þeirri, er stefndi setti áfrýjanda í Landsbanka Íslands þann 25. febr. 1933, til tryggingar væntanlegri skaðabótakröfu. Málskostnaður, bæði fyrir sjódómi og hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Hinn 20. febrúar 1933 kl. um 20.31 er sléttur var sjór, landsýn og fjallabjart, varð árekstur milli fiskigufuskips- ins Papey G.K. 8 frá Hafnarfirði, 107 brutto reg. tons og 38 netio reg. tons að stærð og flutningsgufuskipsins Bri- gitte Sturm Q ID C frá Hamborg, 1555,38 brutto reg. tons og 936,16 netto reg. tons að stærð, skammt fyrir utan Ak- urey við Reykjavík, með þeim hætti að Brigitte Sturm rak stefni sitt aftan til miðskipa inn í bakborðshlið e/s Papey og með þeim afleiðingum að e/s Papey sökk um 2 minútum síðar og 9 skipverjar hennar drukknuðu en 8 björguðust. Var e/s Papey á útleið frá Reykjavík en e/s Brigitte Sturm á leið til Reykjavíkur frá Stykkishólmi. Þar sem sóknaraðiljar þessa máls telja, að slys þetta hafi orðið vegna þess, að Brigitte Sturm tilefnislaust hafi brotið gegn siglingareglunum og eigendur hennar eigi því að bæta allt það tjón, sem af slysinu hlauzt, hafa þeir með sjódómskæru, dags. 9. marz 1933, höfðað mál þetta til greiðslu kr. 154609.65 ásamt 5% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 20. febr. s. á. tll þess greitt verður, kostnað allan við sjópróf, löghald og málssókn að skaðlausu svo og að staðfest verði löghald, sem gert var í Brigitte Sturm og sóknaraðiljum veitt heimild til að gera fjárnám í tryggingu þeirri, sem sett hefir verið í Landsbanka Ís- lends í stað skipsins, sem látið hefir verið laust: Stefnendur sundurliða kröfur sínar þannig: 191 I. Eigandi e/s Papey, h/f Útvegsbanki Ís- lands, gerir kröfu til andvirði skipsins kr. 80000.00 TI. Útgerðarmaður skipsins, skipstjóri þess Guðmundur Magnússon, sem hafði tek- ið það á leigu, gerir kröfu til bóta fyrir: A. Tapaðan arð af útgerð- inni, þar með talið skipstjórakaup hans .. kr. 35000.00 B. Tapaðan fatnað og persónulega muni svo og veiðarfæri og út- búnað sem ekki hefði eyðst á vertíðinni .. — 5000.00 — 40000.00 11. Skipshöfnin, sem af komst gerir kröfu fyrir atvinnutjón, sem hér segir: Halldór Magnússon, stýri- maður .......00 00... kr. 2038.75 Bjarni Magnússon 2. vélstj. — 1237.50 Helgi Halldórsson, matsv. — 1139.40 Bjarni Árnason, Jónmund- ur Einarsson, Guðm. Jóh. Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson, hásetar hver kr. 753.50 ....000000.. — 3014.00 Lifrarhlut ofangr. manna að undanskildum vélstjóra hver kr. 130.00 ......... — 780.00 ————————— — 8209.65 IV. Ekkjur hinna drukknuðu, Jóns Odds- sonar, vélstjóra og hásetanna Björns Jónssonar, Cecils Sigurbjörnssonar og Þórðar Guðmundssonar, gera kröfur fyrir sig og börn sin kr. 4200.00 hver, samtals .........00000 0... — 16800.00 V. Menn þeir, er af komust, sbr. 111. lið og erfingjar hinna drukknuðu, krefjast bóta fyrir tapaðan fatnað og persónu- lega muni, kr. 600.00 fyrir hvern, sam- tals 20.00.2000. — 9600.00 Kemur þannig út umstefnd upphæð ...... kr. 154609.65 192 Hinir stefndu, Sveinbjörn Jónsson f. h. eigenda e/s Bri- gitte Sturm, hafa krafizt algerðrar sýknu af öllum kröfum stefnanda og sér dæmdan málskostnað. Út af slysi þessu var haldið sjóferðapróf fyrir sjórétti Reykjavíkur dagana 21.—24. og 27. febrúar 1933. Í sjóferðaskýrslu Brigitte Sturm, skýrir skipstjóri E. ÁArp, sem var á stjórnpalli ásamt 1. stýrimanni og manni við stýrið, svo frá. Hinn 20. febr. kl. 7.25 var farið frá Stykkishólmi. Farið fyrir Öndverðarnes kl. 12.50 í 1.5 sm. fjarlægð og fyrir Malarrif kl. 14.22 í 2.5 sm. fjarlægð. Það- an stýrt S.A. til S eftir áttavita með % striks austlæga átta- vitaskekkju, þ. e. misv. SSA % A. Farið var með um 10 sm. ferð til 18.35 sást Akranes í sjóndeildarhringnum í misv. S.A. 7 A. Haldið áfram misv. SSA % A inn í hvíta geirann frá Engeyjarvita og vitanum haldið h. u. b. eitt strik á stjórnborða. Hér um bil kl. 19.40, eða eftir ágizkun um hálftíma fyrir áreksturinn samkv. framburði skipstjóra fyrir sjó- réttinum, var komið auga á mjög bjart, hvítt ljós og lágt, framundan, er miðaðist norður af Engeyjarvita og færð- ist það hægt til stjórnborða og komst þar með í áttina suð- ur af Engeyjarvita. Þetta ljós var álitið vera afturljós á skipi. Síðar — hér um bil 10 minútum segir skipstjóri — sást enn annað, hvítt, lágt ljós á sömu hæð og fyrra ljósið og áleit skipstjóri þau vera vinnulampa á skipi, sem lægi kyrrt. Kveðst hann hafa athugað ljósin í kíki; kunni ljósin fyrst að hafa verið bæði í sömu línu en síðan greinzt í sundur við hreyfingu skipanna. Þar eð aðkomuskipið vék til stjórnborða, var beygt % strik til bakborða til þess að veita meira svigrúm og segir skipstjóri það hafa verið 2—3 mínútum fyrir áreksturinn, og miðuðust nú ljósin Þrjú strik á stjórnborða í 200 — til 300 metra fjarlægð, og Þegar miðunin var tekin kveðst skipstjóri aðeins hafa séð hvítu ljósin, en ekki rauða eða græna ljósið á aðkomu- skipinu. Þá segir í dagbókarskýrslunni, að allt í einu veittu þeir því eftirtekt, að bæði hvitu ljósin, sem áður höfðu vikið til stjórnborða, viku nú í áttina til Brigitte Sturm, og sneru þeir þá stýrinu hart á bakborða og gáfu merki um það, 2 stutt hljóð með eimpípunni. — Í sömu svifum tóku þeir, skipstjóri, 1. stýrimaður, stýrissveinn- inn (Rudermann) og stafnvörðurinn eftir því, að skipið 193 kveykti rauða hliðarljósið og síðan toppljósið, og stefndi með fullri ferð þvert á stefnu Brigitte Sturm. Þar eð vegna hinnar stuttu fjarlægðar milli skipanna ekki var lengur mögulegt að víkja til stjórnborða og þar eð Brigitte Sturm einmitt hafi verið að beygja á bakborða, hafi þeir aftur látið heyra tvö stutt hljóð og þegar að því búnu, þar eð hjá árekstrinum varð ekki komizt, farið fulla ferð aftur á bak og þá gefin þrjú stutt hljóð, en áreksturinn varð þó engu að síður kl. 20.14. Þá var vélin látin vinna fulla ferð áfram á ný til þess að reyna að halda hinu sökkvandi skipi á floti með stefninu og skipshöfn þess færi á að stökkva um borð, en vélin var stöðvuð kl. 20.16 með því að skipið sökk mjög fljótt. Stefnið á Brigitte Sturm skemmd- ist eitthvað, en ekki er vitað hve mikið það var. Til áréttingar dagbókarskýrslunni hefir Arp skipstjóri ennfremur fyrir sjóréttinum skýrt frá því, að ferð Brigitte Sturm hafi jafnan verið 10 m. á þeim tíma, sem um ræðir, og hann taldi ekki neina ástæðu til þess að hægja ferðina, með því að hann áleit skipið fyrir framan lægi kyrrt og á meðan hann athugaði hvítu ljósin í kíkinum gat hann ekki veitt því eftirtekt, að skipið hreyfðist, en taldi að breyt- ingin, sem varð á ljósinu stafaði af hreyfingu sins skips. Fyrst þegar rauða ljósið og toppljósið var kveikt, gat hann greint að skipið var á ferð, en það hafi verið eftir ágizk- un hans 1—2 minútum áður en áreksturinn varð, en þótt þá hefði þegar í stað verið sett full ferð aftur á í stað að beygja til bakborða, þá mundi Brigitte Sturm samt hafa haft ferð áfram, — enda tæki það 4—5 mínútur á 10 milna ferð í sléttum sjó að stöðva ferð skipsins, eftir að gefin er skipun um fulla ferð aftur á bak, — og mundi hafa lent á fiskilest Papeyjar og klofið skipið gersamlega um þvert í miðju. Ef Brigitte Sturm hefði vikið á stjórn- borða, þegar hann sá rauða ljósið, þá mundi áreksturinn hafa orðið fyrr. Ennfremur sagði skipstjóri, að það hafi verið í sömu svipan að þeir á stjórnpalli og varðmaðurinn fram á sáu skip framundan og liðið hafi ef til vill 30 se- kúndur eða jafnvel minna frá þvi að hann sá rauða ljósið og þar til hann gaf skipun um í vélina að fara aftur á bak. Fyrsti stýrimaður kom á vörð kl. 18 og var á stjórn- Palli, hann staðfestir dagbókarskýrsluna og sá hvitu ljósin á hinu skipinu fyrst í sama mund og skipstjóri athugaði 13 194 þau í sjónauka, en gat líka séð þau með berum augum. Fyrst sá hann eitt hvítt ljós og síðan annað hvítt ljós 10— 15 minútum siðar. Ljósin sáust fyrst beint framundan, en færðust síðan hægt yfir á stjórnborða. Hugði vitnið, sem ekki sá móta fyrir hinu skipinu, að það færi annaðhvort í sömu átt og þeir og að ljósin væru þá afturljós á skipi eða að það lægi kyrrt og væru þá vinnuljós. Til þess að gefa betra rúm fyrir hitt skipið var stýrt % strik til bak- borða og virtist þá fjarlægðin milli skipanna vera 250— 300 metrar og alls ekki meira, vegna þess að ljósin glömp- uðu niður á sjóinn, og ljósið frá Papey miðað eftir auganu en ekki áttavita 3 strik til stjórnborða. Vitnið hugði að Brigitte Sturm væri í þann veginn að draga hitt skipið uppi. En í því að vitnið lagði sjónaukann frá sér og hafði engin siglingaljós séð í honum, birtust h. u. b. kl. 20.13 rauða ljósið og toppljósið og virtist hitt skipið vera þá 2—3 strik til stjórnborða, þegar tvö siglingaljósin birtust skip- aði skipstjóri að gefa tvö stutt hljóðmerki og snúa hart á bakborða og gaf vitnið þessi merki, og endurtók þá skip- stjóri fyrirskipun sína um að snúa hart á bakborða og gefa aftur tvö hljóðmerki og gerði stýrimaðurinn það, en mað- urinn við stýrið sagði að það væri hart á bakborða og í því augnabliki varð áreksturinn. Stýrisveinninn í árekstraraugnablikinu staðfestir dag- bókarskýrsluna en gaf í sjóréttinum þá nánari skýrslu, að hann hafi komið að stýrinu í hæsta lagi 5—-10 mín. fyrir slysið, var áður stafnvörður. Þegar vitnið yfirgaf stafn- vörðinn, sást vitinn, sem stýrt var eftir eitt strik á stjórn- borða og hvíta ljósið var þá komið yfir á stjórnborða og um mínútu eftir að vitnið kom að stýrinu sáust tvö hvit ljós, en vitnið segir að um sama leyti hafi því verið skipað. að snúa % strik á bakborða. Ennfremur ber vitnið það, að í því að hljóðmerkin voru gefin frá Brigitte Sturm, í fyrsta skiptið, hafi verið kveikt fyrst á rauða ljósinu og síðan á toppljósinu á Papey og þau hafi ekki verið kveikt fyrr. Jafnframt og rauða ljósið sást heyrði vitnið yfirmenn sína tala um hættu á árekstri, enda Papey beygt hart á stjórn- borða eftir að fyrsta hljóðmerkið var gefið, en frá því að það var gefið og þar til áreksturinn varð hafi liðið frá Y min. til 1% min. í hæsta lagi. Þegar vitnið sá rauða 195 ljósið fyrst, gat það aðeins séð móta fyrir hærra hluta skipsins, reykháf og möstrum. Stafnvörðurinn á árekstraraugnablikinu hafði áður verið við stýrið og staðfestir þetta vitni dagbókarskýrsl- una, en gefur þá frekari skýrslu fyrir sjóréttinum, að þegar hann fór af stjórnpalli kl. 20.05 hafi hann séð eitt hvitt ljós beint framundan en þegar vitnið var komið á vörð í stafni sá það tvö hvít ljós h. u. b. 3—4 strik á stjórnborða og vitnið kveðst hafa séð rauða ljósið kvikna á skipinu eftir að fyrsta hljóðmerkið var gefið og rétt þar á eftir toppljósið. Hver fjarlægðin hafi verið milli skipanna þá, getur vitnið ekki sagt um, en Papey kom með miklum hraða þvert á stefnu Brigitte Sturm. Vitnið segir ekki hafa kallað upp á stjórnpall að hann sæi rautt ljós, því að þá hafi samstundis verið gefið hljóðmerki. Vitnið kveðst eftir að hljóðmerkin voru gefin frá Brigitte Sturm í annað sinn hafa greinilega heyrt eitt stutt hljóðmerki frá hinu skipinu, en þá var það þvert fyrir stafni og áreksturinn að kalla um leið. Auk áðurtaldra skipverja á Brigitte Sturm, var þar íslenzkur maður, vanur sjómaður og hleðslumað- ur á skipinu og hefir hann borið vitni í málinu. Ber þetta vitni að það hafi heyrt blásið tvö stutt hljóð og hafi gætt út um glugga fram á við í stjórnborðsátt og séð tvö hvit liós, sem auðsjáanlega voru á sama skipi og vitnið sá ekki önnur ljós. Voru ljósin á að gizka 3 strik framundan á stjórnborða. Eftir á að gizka mínútu, heyrði vitnið aftur gefin 2 stutt hljóð og síðan rétt í samhengi merki um að hafa aftur á. Fór vitnið þá út á ganginn og sá skip fyrir stafni og varð áreksturinn í sömu andránni. Þegar árekst- urinn varð sá vitnið toppljósið á Papey eitt, en taldi sig að hafa átt að sjá toppljósið og að minnsta kosti annað hliðarljósið samhliða því, sem hann sá fvrst hvítu ljósin, ef siglingaljósin hefði logað og taldi vitnið sig sjá allt skipið. Í véladagbók skipsins segir, að kl. 8.13 e. h. hafi verið fyrirskipuð full ferð aftur á bak og þeirri skipun fram- fylgt umsvifalaust, en um kl. 8.14 hafi farið sterkur titring- ur um skipið, þá skipað að setja fulla ferð áfram, kl. 8.15 fulla ferð aftur á bak og kl. 8.16 að stöðva vélina, og þeim skipunum hafi einnig verið framfylgt þegar í stað. 196 Í fyrsta réttarhaldi sjóprófanna var lögð fram sjótjóns- skýrsla undirrituð af skipstjóra og stýrimanni e/s Papey. En skipstjóri mætti ekki sjálfur sökum þess að hann var vanheill síðan slysið varð og þann 23. febrúar er lagt fram læknisvottorð um að skipstjóri gæti þá ekki mætt vegna veikinda. Skipstjóri mætti því aldrei við sjóprófin og undir flutningi máls þessa fyrir sjóréttinum hefir hann ekki mætt og hefir hann því ekki staðfest hina framlögðu sjótjóns- skýrslu eða gefið neinar upplýsingar í málinu. Í skýrslu þessari segir svo: kl. 7.45 e. m. 20. febrúar losaðar landfestar og farið frá Reykjavík á leið til fisk- veiða, kl. 8 e. m. sett á fulla ferð, þá var komið út í far- vatn ytri hafnar. Tendruð öll ljós og byrjað að beita. Allir á þilfari nema vélamenn í vélarúmi, kl. 8.15 e. m. var kom- ið út fyrir Engey, stýrð stefna N að V. Stýrimaður kominn á stjórnpall ásamt skipstjóra. Sást þá skip koma fram- undan til b.b., sem skar okkar stefnu eftir millibili masturs- ljósa þess að dæma, kl. ca. 8.30 var skipið komið mjög ná- lægt og gaf til kynna að það væri á b.b. Var þá gefið merki frá Papey að beygt væri á st.b. annað ógerlegt. Þá svaraði skipið með fullri ferð aftur á og eftir fá augnablik skall skipið á miðja Papey b.b. megin og skar hana inn undir miðskipa, liðu ekki meira en ca. 2 min frá því og þar til hún sökk. Stýrimaður á Papey, Halldór Magnússon, sem fyrir sjó- réttinum taldi skýrslu þessa rétta, hefir í framburði fyrir sjóréttinum gefið skýrslu, sem rakin skal í þeim atriðum sem nú greinir. Stýrimaður segist hafa komið á stjórn- pall kl. 8.15 og verið þar stöðugt eftir það; að skipstjóri hafi allan tímann verið á stjórnpalli frá því að lagt var úr höfninni, aðrir ekki, að enginn hafi verið á verði fram á, 10 af hásetunum verið við vinnu í beitingaskýlinu og tveir fyrir framan það að skera beitu, tveir menn í véla- rúmi og matsveinn í eldhúsinu, sem var ofan þilja. Þegar hann kom á stjórnpall hafi hann séð skip framundan á bakborða og virtist það skera stefnu Papeyjar. Hann segir að alltaf hafi verið stýrt í stefnu N. til V. misv. frá því þeir fengu Engeyjarvitann hvítan og muni þá kl. hafa verið 8.15 og þar til þeir heyrðu tvö hljóð frá hinu skipinu og áætlar hann, að fjarlægðin milli skipanna hafi verið 200—-300 metrar eða jafnvel minna og hafi Brigitte Sturm 197 þá verið um 3 strik til bakborða séð frá Papey, rétt um vantinn. Kveðst hann aldrei hafa séð nema græna ljósið og toppljósið á Br. St., enda alltaf bil á milli hvitu ljósanna, svo ekki hafi komið til að rauða ljósið sæist. Þegar Br. St. hafði gefið tvö hljóðmerki segir stýrimaður, að þeir á Papey hafi séð, að í óefni var komið og gefið merki um að þeir beygi til stjórnborða, því svarað með Þremur stuttum hljóðum og hafi þá áreksturinn orðið í sömu and- ránni. Vitnið kveðst ekki hafa heyrt tvisvar sinnum tvö stutt hljóð frá Br. St. Tíminn milli þess, að tvö stutt og þrjú stutt hljóð heyrðust frá Br. St. virtist stýrimanninum ekki lengri en það tók fyrir Papey að gefa eitt stutt hljóð og snúa stýrinu lítið eitt. Papey hafi alltaf haldið sömu ferð með rúmum 6 mílum. Klukka var engin á stjórnpalli og timaákvarðanirnar segist stýrimaður hafa tekið eftir vasa- úri sínu, sem hann vissi ekki hvort hefði verið eins og Reykjavíkurklukka. Þá segir stýrimaður, að eftir að Papey kom út fyrir Engey hafi alls ekki liðið % klst. þangað til áreksturinn varð. Skipstjóri hafi verið við stýrið aðallega, nema meðan hann talaði við mann út um glugga bakborðs- megin á stýrishúsinu og örstutta aðra stund. Stýrimaður veitti ekki athygli neinum skipaljósum frá því að þeir fóru úr höfninni og þar til þeir sáu ljósin á Br. St. og kvaðst ekkert hafa hafst að á stjórnpalli annað en að at- huga hina stýrðu stefnu, sem hann segist hafa athugað allan tímann á áttavitanum og hafa útsjón frá því litlu eftir að hann kom alkominn í stýrishúsið. Hina stýrðu stefnu setti stýrimaður út í sjókort meðan á sjóprófunum stóð, og var kort þetta lagt fram. Um ljósin á Papey gaf stýrimaður skýrslu fyrir sjórétt- inum 22. og 24. febr. Segist hann sjálfur hafa kveikt öll ljós að undanteknum tveimur, — ljósi á pólkompásnum og ljósi í stýrihúsinu — sem að hans sögn alls ekki var kveikt á og sem var til þess, að lýsa á rafmagns-(slökkv- ara)-töfluna og annað sem vinna þurfti þar, — rétt um það leyti sem Papey var að komast út úr hafnarmynninu, eða (24. febr.) um eða í hafnarmynninu. — Klukkan muni þá hafa verið rétt fyrir 8. Eftir að hafa kveikt ljósin hafi hann litlu síðar farið af stjórnpalli og verið á reiki á þil- farinu til að athuga vinnu og komið alkominn á stjórnpall þegar skipið var komið langt út með Engey. Segir hann 198 að þurft hafi 10 handtök til að kveikja þau ljós, sem hann segir að logað hafi, því að slökkvararnir voru 10 allir á sömu töflunni í stýrishúsinu. Kveðst hann ekki muna gjörla hvað hann sjálfur hafi kveikt á mörgum en sagði það víst, að það hafi verið logandi á öllum nema Þeim tveimur, sem áður getur. Ekki kveðst hann hafa aðgætt Það sérstaklega eftir að hann kom á stjórnpall, hvort öll ljósin loguðu. Siglingahliðarljósin voru aftantil á stýris- húsinu ofan á þakinu og sáust ekki úr stýrishúsinu sjálfu og þurfti að stinga höfðinu út um glugga og líta upp á við til þess að sjá þau, í þeim voru 45 kerta perur sem og toppljósinu. Vinnuljósin hafi verið tvö framan á brúnni, eitt á stjórnborða og 2 undir stjórnborðspalli og 4 í skýl- inu bakborðsmegin. Telur stýrimaður að 6 af vinnuljós- unum hafi sést tilsýndar frá öðrum skipum auk fjögra sem hafi getað sést gegnum glugga. Í vinnuljósunum hafi sumstaðar verið 50 og sumstaðar 60 kerta perur. Milli kl. 4—5 kvaðst stýrimaður ásamt rafvirkjanum, sem lagði ljósleiðsluna, en hún var sett fyrir skömmu í skipið, hafa gengið úr skugga um að kveiking og slökkvun ljósanna væri í lagi, og merking ljósanna rétt. Stýrimaður hugði, að liðið hafi nálægt 10 mín. frá því leystar voru landfestar og þar til skipið var komið út í hafnarmynni og telur víst, að það hafi farið með hægri ferð úr höfninni því það sé vanalegt. Skipið lá utan á 5. skipinu við Faxagarð, fór þá aftur á bak, sneri síðan á bakborða og hafði frían sjó út úr höfn. Tveir hásetar sem unnu í beitingarskýlinu, báðir þeir sem unnu fyrir framan það druknuðu, hafa borið það, að þeir hafi verið við vinnu þar frá því látið var úr höfn og vinnujós logað vel allan tímann. Hvorugur þeirra veitti siglingaljósunum athygli og vissu ekki hvort eða hvenær þau voru kveikt. Annar þeirra heyrði tvö stutt hljóð frá aðkomuskipinu og eitt frá Papey sem svar við því og rétt á eftir var kallað, að væri að verða árekstur. Hinn heyrði blásturshljóð rétt áður en kallað var að árekstur væri að verða eða í sömu andránni. Matsveinninn var í eldhúsinu allan tímann og ljósin þar loguðu vel og jafnt. Vissi ekkert um siglingaljósin. Heyrði tvö stutt hljóðmerki og rétt á eftir hljóðmerki frá Papey. Annar vélstjóri, sem var við vélina með 1. vélstjóra, sem 199 drukknaði, kvaðst hafa verið niður í kjöl skipsins að hreinsa frá lensirðrum þegar áreksturinn varð. Hann kvað ljósavélina alltaf hafa verið í gangi og það hafi mátt sjá það á mæli, sem stóð í sambandi við ljósavélina, ef bætt var við miklum ljósum eða ef tekin væru of mikil ljós og veitti hann því eftirtekt, að logandi var á öllum ljósum eða þvi sem næst þegar skipið fór af stað og sást engin breyting á því þar til vitnið fór úr vélarúminu fyrir áreksturinn. Siglingaljósunum hafði þetta vitni ekki veitt neina athygli. Á þeim tíma, sem vitnið hafði verið á skipinu, höfðu ljósin aldrei bilað. Vitnið sagði að skipið hefði farið með venjulegri fullri ferð h. u. b. 115 snúning- ar eftir opningunni á dampinum að dæma. Auk framantaldra skipverja hafa nokkrir menn úr landi borið vitni í málinu. Maður sá, sem unnið hafði að raflögn- inni áður og var um borð til að setja þéttir á ljósavélina og athuga mótortæki fór frá borði kl. um 7% um kvöldið. Vitnið reyndi hvern slökkvara fyrir sig og merkingu slökkvaranna og reyndist allt í lagi og rétt. Segir vitnið á töflunni hafi verið 12 slökkvarar, 3 raðir láréttar og 4 í hverri röð; í efstu röðinni voru slökkvararnir fyrir sigl- ingaljósin og stýriskompásinn, þannig að þegar staðið var fyrir framan töfluna var slökkvari fyrir stjórnborðsljós yst til vinstri; annar til vinstri fyrir toppljósið, utan til hægri fyrir bakborðsljós og annar til hægri fyrir stýris- kompásinn. Eftir að hafa rannsakað slökkvarana sló vitnið með handarjaðrinum á vinstri hendi með lófa að töflunni í slökkvarana upp á við til að slökkva þá og slökkti þá þannig alla í einu, að hann hugði, án þess þó að athuga hvern sérstaklega. Þegar vitnið fór sá það, að vinnuljós- in öll voru logandi á þilfari, að því er vitnið hugði ljós frá 8 slökkvurum. Þ. e. a. s. nema frá þeim 4, sem vitnið taldi sig slökkva á og þá einnig ljós á pólkompásnum. Tveir hafnsögumenn, sem staddir voru í varðherbergi sinu við höfnina sáu þegar Papey lagði frá, og sáu á henni vinnuljós en engin siglingarljós á leið út úr höfninni, en annar þeirra taldi sig 2 til 3 minútum síðar hafa séð tvö hvít ljós slokkna á skipi fyrir utan hafnargarð. Skip þetta hélt hann vera Papey, þá hefir enn einn maður úr landi talið sig sjá siglingaljósalaust skip fara út ytri höfn, sem gæti átt við Papey. 200 Varðmaður á „Snorra Goða“, sem Papey lá utan á, leysti hana frá að framanverðu, er hún fór, telur hann sig hafa séð, auk tveggja hvitra ljósa framan á stjórnpalli, rautt ljós bakborðsmeginn á hlið Papeyjar, er hún var komin kippkorn í burtu, en athugaði það ekki meðan hann leysti landfestina. Tók hann ljós þetta fyrir siglingaljós. Hvar ljósið var nánar tiltekið gat vitnið ekki gert grein fyrir, hvort það var upp á brúnni eða utan á henni. Skipstjórinn á e/s Sigríður, sem fór úr höfninni kl. 8,30 sá ekkert til Papeyjar, en hann sigldi fram hjá Brigitte Sturm sem þá var á árekstrarstaðnum, og hafði hann séð siglingarljós þess skips strax, er hann kom út fyrir hafnar- garðinn. Segir vitnið að verið hafi fjallabjart og sést vel til lands án sjónauka. Hafa þá verið raktir vitnisburðir Þeir, er máli þykja skipta. Stefnendur byggja málssókn Þessa á því, svo sem tek- ið er fram í sjódómskærunni, að Brigitte Sturm hafi á alvarlegasta hátt brotið siglingareglurnar og með því valdið hinu stórfellda slysi. Stefndir mótmæla Þessari á- sökun með öllu og halda því fram, að þetta skip hafi ekki með siglingu sinni á nokkurn hátt gerzt brotlegt í sam- bandi við árekstur skipanna, heldur eigi Papey sökum vöntunar siglingaljósa fram til þess síðasta og alrangrar stefnubreytingar á síðustu mínútu alla sök á slysi þessu. Eftir málavöxtum liggur næst að skera fyrst úr um Það, hvort lögð skuli til grundvallar um siglingaljós Pap- eyjar skýrsla Brigitte Sturm og vitnisburður skipverja þar eða skýrsla stýrimanns Papeyjar, því að þessa skýrslu verður að tileinka honum einum, þar sem skipstjóri var vanheill allt frá því slysið varð og hefir ekki staðfest skýrsluna fyrir rétti. Í skýrslu stýrimannsins, sem lögð var fram í sjópróf- inu 21. febr. segir, að öll ljós hafi verið tendruð kl. 8, er komið var út í farvatn ytri hafnar, þessari staðar- ákvörðun breytir stýrimaður fyrir sjóréttinum 23. og 24. s. m. Ennfremur verður framburður hans eigi skilinn öðru vísi en svo, að hann sjálfur hafi kveikt í eitt og sama sinn öll ljós, er kveikt voru á skipinu; en það er sannað, að svo var ekki, og að vinnuljósin voru kveikt áður en skipið lét úr höfn. Ennfremur gat stýrimaður ekki gert 201 grein fyrir á hve mörgum slökkvurum hann telur sig hafa kveikt, þótt um kveikingu gæti ekki verið að ræða nema á 4 slökkvurum í efstu röð. Þar sem nú framburður stýri- mannsins er í höfuðatriði sannaður rangur, um annað atriði kvikull og á reiki, og um sagða athöfn hans sjálfs óskilmerkilegur, er ekki unnt á honum að byggja. Hins- vegar verður það ekki talið sannað með framburði varð- mannsins á Snorra Goða, að bakborðsljós Papeyjar hafi verið logandi er skipið lét út úr höfninni. Aftur á móti verður það að teljast staðreynd, að skipið hafi látið úr höfn án siglingaljósa og þar sem frumburður stýrimanns um það, hvenær ljósin hafi verið kveikt getur ekki orðið metinn gildur, verður að ganga út frá því að siglinga- ljós Papeyjar hafi ekki verið kveikt fyrr en á þeim tíma, er skipsmenn Brigitte Sturm hafa staðhæft og staðfest fyrir réttinum. Undir rekstri málsins hafa tveir dómkvaddir siglinga- fræðingar samkvæmt beiðni stefnanda sett út í kort hina sigldu leið skipanna, eftir framburði manna á hvoru skipi um sig, miðað við þann stað, sem Papey liggur eftir athugun af hálfu hafnarstjórnarinnar í Reykjavík. Hafa siglingafræðingarnir sérstaklega markað stað Brigitte Sturm fyrst kl. 19.40 og stað Papeyjar fyrst kl. 20.04 og síðan markað stað skipanna með nokkurra mínútna milli- bili þar til áreksturinn varð. Þessi útsetning verður ekki véfengd út frá þeim punktum sem hún er sett. En útsetn- ingin er að nokkru byggð á ósönnuðum grundvelli. T. d. staðurinn kl. 20.04, sem Papey er sett á, er byggður á á- gizkun bæði um tíma frá því hún losaði landfestar og um leið þá, sem hún hefir farið. Hraði hennar er áætlaður 6 sjóm. Hann er mjög líklegur. En upplýst verður að telja i málinu, að skip þetta gat farið með fullri ferð um 8 sm. Stýrimaður segir, að farið hafi verið stöðugt með rúmum 6 mílna hraða, sbr. og framburð 2. vélstjóra. Tímamarkið 19.40 er miðað við það, að þá hafi skipsmenn Br. St. kom- ið auga á hvíta ljósið fyrst. Í sjóferðaskýrslunni er tíma- mark þetta ágizkun, „hér um bil“ en ekki mældur tími í því augnabliki að ljósið sást, og við sjóferðaprófið gizk- ar skipstjóri á að ljósið hafi sést fyrst um hálftíma fyrir áreksturinn og áætlar ennfremur, að hvítu ljósin tvö hafi sést um 10 mín. síðar, en stýrimaður áætlar það 10— 15 min. 202 síðar. Nú ber hásetunum, stýrisveininum og stafnverði, saman um það, að ljósin hafi þeim orðið sýnileg tvö í þann mund, er þeir höfðu verkaskipti, sem var kl. 20.05. Miðað við þetta má gera ráð fyrir, að það hafi verið síðar en kl. 19.40, að hvita ljósið sást fyrst frá Brigitte Sturm. Þar sem grundvöllurinn undir útsetningunni er því ótryggur, getur hún sjálf ekki orðið öruggt vitni um hvernig leiðir skipanna lágu á hinum síðustu örlagaríku minútum, en útsetningin er hinsvegar mikilsverð til leið- beiningar. Um siglingu Papeyjar segir stýrimaður það, að hún muni kl. 8.15 hafa verið komin inn í hvíta geirann frá Engeyjarvita, — nánari miðun hvar siglt var í hvíta ljós- inu ekki greind — og eftir það stöðugt stýrt N til V. þar til þeir heyrðu tvö stutt hljóð frá hinu skipinu og var þá kl. ca. 8.30 og fjarlægðin milli skipanna 200—300 metrar eða jafnvel minna og Brigitte Sturm um 3 strik til bakborða séð frá Papey. Heyrði tvö stutt hljóðmerki frá Brigitte Sturm svarað með einu stuttu og snúið á stjórn- borða. Þrjú stutt frá Br. St. og í sömu andránni árekstur. Stýrimaður segist ekkert hafa aðhafzt þessar 1ó mínútur á stjórnpalli annað en að athuga hina stýrðu stefnu eftir áttavitanum og hafa útsjón, enda hafði hann séð, að stefna Br. St. skar stefnu þeirra. Um siglingu Br. St. skal þetta endurtekið hér. Stefna SSA % A inn í hvíta geiranum frá Engeyjarvita og vit- inn h. u. b. eitt strik á stjórnborða. Tveimur til þremur mínútum fyrir áreksturinn er beygt % strik á bakborða, ljósin miðast þá 3 strik á stjórnborða í 200—-300 metra fjarlægð. Allt í einu viku ljósin í áttina til Br. St., stýrinu ká snúið hart á bakborða og gefin 2 stutt hljóðmerki; í sömu svifum kveikti Papey rauða hliðarljósið og síðan toppljósið og stefndi með fullri ferð þvert á stefnu Br. St., þá gefin tvö stutt hljóð og skipun um að snúa hart á bak- borða, en því svarað af stýrissveininum, að það væri hart á bakborða, þá gefin 3 stutt hljóðmerki og full ferð aftur á bak og þá áreksturinn eftir nokkur augnablik. Öll athöfn Brigitte Sturm, sem nú var lýst fer fram á 2—3 mín. Skipstjóri hennar stendur í þeirri meiningu þegar hann víkur % strik á bakborða, að hún sé að sigla annað skip uppi eða skip, sem liggi kyrrt, og þar sem Br. 203 St. hafði frían sjó getur það ekki talizt athugavert, að hún víki þannig. Af framburði stýrimanns er það að ráða, að snúið hafi verið hart á bakborða fyrst eftir að siglinga- ljós Papeyjar sáust en það virðist verða að byggja meira á framburði skipstjóra, sem studdur er af vitnisburði há- seta og hleðslumanns, að 2 stuttu hljóðmerkin hið fyrra sinn, hafi verið gefin áður en siglingaljósin sáust, en þó svo, að þau hafi birzt í sömu svifum. — Það verður því ekki talin röng skipstjórn að víkja þá til bakborða þar sem eftir tímanum að dæma það má heita gert í samhengi við % striks vikið. Að víkja til stjórnborða fyrir skip, sem var um 2—-3 strik til sömu hliðar jafnskammt og var á milli skipanna mundi hafa verið röng ráðstöfun ef tekin hefði verið. Af svari stýrissveinsins við síðari skipuninni um hart á bakborða, verður það eitt ráðið, að þótt skipan- irnar væru gefnar tvisvar og hljóðmerkin, hafi þetta allt verið svo í sömu lotunni, að stýrisathöfnin, hart á bak- borða, hafi í rauninni ekki verið nema ein, enda áætla þeir tímann, sem liðið hafi frá því að hljóðmerki var gefið í fyrra sinn og þar til áreksturinn varð þannig, stýrissveinninn “>—1% mín. stýrimaður Í minútu en skipstjóri 1—2 mínútur og að aðeins hafi liðið um % minúta eða jafnvel minna frá því að fyrra hljóðmerkið var gefið og þar til skipun var gefin um fulla ferð aftur á bak. Svo sem sagt var, verður ekki litið svo á. að Brigitte Sturm hafi brotið siglingareglurnar með því að víkja til bakborða og er Papey heyrði 2 stutt hljóðmerki bar henni að gera annað af tvennu að setja fulla ferð aftur á bak eða vikja til bakborða, enda benda allar líkur til þess, að enginn árekstur hefði orðið ef svo hefði verið gert, en með stefnubreytingunni til stjórnborða, þvert á leið Bri- gitte Sturm, var framið það glappaskot, sem til árekstrar- ins leiddi. Það verða ekki bornar brigður á það, að gætilegri sigl- ing hefði það verið hjá Brigitte Sturm að hægja ferðina um það bil að vikið var fyrst til bakborða, en það verður þó ekki talið, að sýnd hafi verið vítaverð ógætni í þvi, að halda áfram óbreyttri ferð í fríum sjó, enda ekki ástæða til að búast við því, að hitt skipið viki andstætt því, sem skylt var, eftir að aðvörunarmerkin höfðu verið gefin. 204 Það, sem athugaverðast er um skipstjórn Brigitte Sturm er það, að hún tók ekki þegar í stað aftur á, er siglinga- ljósin á Papey sáust. Um þetta atriði hefir skipstjórinn á Brigitte Sturm haldið því fram, að ef svo hefði verið gert, að þá hefði skipið lent á fiskilest Papeyjar og klof- ið hana gersamlega um þvert. Þessari staðhæfingu skip- stjórans er nú ekki hnekkt og tímamörk þau, sem áður hafa verið greind og fjarlægðin milli skipanna gera það ekki líklegt, að árekstrinum hefði orðið afstýrt þótt skipun um fulla ferð aftur á bak hefði þegar í stað verið gefin, er siglingaljósin sáust. Samkvæmt framansögðu þykir því verða að leggja alla sök á árekstrinum á skipstjóra Papeyjar og ber þá að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í máli þessu, en rétt þykir að málskostnaður falli niður. Laugardaginn 4. april 1936. Nr. 29/1935. H/f „Shell“ á Íslandi (Sveinbjörn Jónsson) gegn hreppsnefnd Blönduóshrepps . (Einar B. Guðmundsson). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Húnavatnssýslu 21. jan. 1935: Hin umbeðna lögtaksgerð á að njóta framgangs. Dómur hæstaréttar. Með stefnu útgefinni 16. marz 1935 hefir áfrýj- andi skotið til hæstaréttar úrskurði, uppkveðnum i fógetarétti Húnavatnssýslu 21. jan. 1935, og eftir- farandi lögtaksgerð og gert þær réttarkröfur, að greindar réttarathafnir séu felldar úr gildi og stefndur dæmdur til að greiða málskostnað í hæsta- rétti eftir mati réttarins. 205 Stefndi hefir hinsvegar gert þær réttarkröfur, að téður úrskurður og lögtaksgerð verði staðfest og honum dæmdur málskostnaður eftir mati rétt- arins. Það er upplýst í málinu, að á þeim stöðum úti á landi, þar sem benzin frá áfrýjanda er selt, gerir hann umboðssölusamning við mann á staðnum, og eru aðalatriði þess samnings þau, að umboöðs- maðurinn tekur að sér að selja eða sjá um sölu á benzini fyrir áfrýjanda. Leggur áfrýjandi til ben- zingeymi ásamt lóðarskika fyrir geyminn. Ben- zinið sendir áfrýjandi á sinn kostnað umboðsmann- inum. Benzingeymirinn og tunnur þær og dúnkar, sem benzíinið er flutt í, eru eign áfrýjanda. Umboðs- maðurinn fær 3 aura fyrir hvern lítra í sölulaun. Hann ber ábyrgð á þeim birgðum af benzini, sem koma í vörzlur hans til umboðssölu, nema óvið- ráðanlegum orsökum sé um að kenna, svo ber hann og ábyrgð á skilvisri greiðslu á andvirði þess ben- zins, sem hann selur, hvort sem hann selur benzin- ið gegn staðgreiðslu eða lánar það viðskiptamönn- um sínum. Á Blönduósi hefir maður að nafni Kristinn Magnússon haft á hendi sölu á benzíni í þágu áfrýjanda. Skriflegan samning hafa þeir á- frýjandi og Kristinn undirritað á árinu 1935. Er efni samnings þessa eins og þegar hefir greint ver- ið og hefir hann samkvæmt texta sínum gilt frá 1. júni 1930. Skilagreinir, sem téður Kristinn hefir gefið áfrýjanda um Þbenzinsöluna í des. 1932 og 1933 og lagðar hafa verið fram í hæstarétti, eru í fullu samræmi við nefndan samning. Verður þess vegna að ganga út frá því, að viðskipti áfrýjanda og Kristins hafi á árinu 1932, eða útsvarsári því, sem um er að ræða í máli þessu, verið eins og greinir 206 í samningnum. Hér fyrir réttinum hafa verið lögð fram gögn, sem sýna, að í framkvæmdinni hefir, auk þess sem segir í samningunum, sú tilhögun verið höfð á benzinsölunni, að það hefir orðið að samkomulagi með áfrýjanda og forráðamönnum ýmissa bifreiðastöðva í Reykjavík, að bifreiðar frá stöðvunum fá benzin hjá umboðsmönnum á- frýjanda úti á landi segn undirritaðri nótu af hálfu bilstjóranna um viðtöku benzinsins. Eru nótur þessar síðan sendar áfrýjanda, sem sér um inn- heimtu þeirra. En sölumaðurinn fær full umboðs- laun af andvirði þess benzins, sem þannig er selt. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að téður Kristinn Magnússon hafi ekki í raun og veru haft á hendi umboðssölu fyrir áfrýjanda af þeim sök- um, að áfryjandi leggi til benzingeyminn ásamt lóð, að sölumaðurinn gefi ekki út reikningana í sinu nafni heldur nafni áfrýjanda og að hann ber ekki ábyrgð á greiðslu þess benzins, sem hann afhendir gegn nótu á þann hátt, sem áður segir. Á þetta verður ekki fallizt. Greindur sölumaður vinnur almennt starf sitt á eigin ábyrgð og kostnað og gegn ákveðnu hundraðsgjaldi af hinni seldu vöru. Hann getur þess vegna ekki talizt að vera þjónn áfrýjanda. Rekur áfrýjandi þannig ekki sjálfstæða atvinnustofnun á Blönduósi í þeirri merkingu, sem átt er við í 8. gr. a-lið í lögum um útsvör nr. 46 frá 1926. Þá hefir það engin áhrif um útsvarsskylduna, þótt áfrýjandi hafi lagt til ben- zingeyminn ásamt lóðarskika þeim, sem geymir- inn hefir verið settur niður í. Það ber því að fella hinn áfrýjaða fósetaréttarúrskurð og lögtaksgerð úr gildi og dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst kr. 100.00. 207 Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður og lög- taksgerð eru felld úr gildi. Stefndur, hrepps- nefnd Blönduóshrepps f. h. hreppssjóðs, greiði áfrýjanda, H/f „Shell“ á Íslandi, kr. 100.00 í málskostnað að viðlagðri aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Gerðarbeiðandi, Þorsteinn Bjarnason, gerir þær kröfur f. h. Blönduóshrepps, að lögtaksgerðin verði látin ná fram að ganga, til tryggingar og fullnustu álögðu útsvari, að upphæð kr. 200.00, ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upp- hæð, frá 1. janúar 1934 til greiðsludags, og að auki kostn- að við gerðina, þar með talin sanngjörn ómakslaun fyrir flutning málsins fyrir fógetaréttinum. Gerðarbeiðandi upplýsir í sambandi við útsvarskröf- una, að útsvarið sé lagt á í einu lagi, bæði á fasteign gerð- arþola á Blönduósi, benzingeymi með tilheyrandi lóð, og á benzinsöluna frá nefndum geymi, er sé rekinn undir nafni gerðarþola, er einn eigi vöruna, og ráði einn verði hennar að öllu leyti. Heldur gerðarbeiðandi því fram, að á afgreiðslumann gerðarþola á Blönduósi verði eigi lagt útsvar með tilliti til arðs af benzinsölunni, heldur aðeins á sölulaun hans. Sé því eigi unnt að halda sig að honum einum um útsvarsálagningu á umræddan atvinnu- rekstur. Gerðarþoli heldur því hinsvegar fram, að hann reki eigi sjálfstæða verzlun með benzin á Blönduósi, heldur sé aðeins um umboðssölu að ræða, samkvæmt sérstök- um umboðssölusamningi. Fái umboðsmaður ákveðin um- boðslaun af vörunni og sé í þeim innifalin afnot af ben- ringeyminum og lóð þeirri er hann stendur á. Geti gerð- arbeiðandi því eigi átt kröfu til annars útsvars en þess, sem umboðsmanninum verði gert að greiða, og mótmælir af þeim ástæðum, að hann — gerðarþoli — geti verið út- 208 svarsskyldur á Blönduósi og þar af leiðandi einnig því, að gerðin verði látin ná fram að ganga. Það verður að teljast viðurkennt af gerðarþola, að hann eigi fasteign á Blönduósi, svo og það, að þessi fast- eign gefi honum arð, sbr. varnarskjal umboðsm. gerðar- bola rjskj. nr. 3, setninguna: „Fær hann ákveðin umboðs- laun fyrir söluna og er einn hluti þeirra umboðslauna það, að hann hefir ókeypis afnot af benzingeymi og lóð- inni undir honum“. Orðið „ókeypis“ í þessu sambandi verður að skilja þann veg, að umboðsmaðurinn greiði eigi gerðarþola út leigu eftir benzingeyminn með lóð, heldur taki leiguna undir sjálfum sér, sem „hluta“ umboðslaun- arna, eins og það er orðað í framangreindu varnarskjali. Hér við er þó það að athuga, að staðhæfing gerðar- bola, sú, að benzinsala hans á Blönduósi fari fram í um- boðssölu, er alls eigi rökstudd, og eigi svo mikið sem reynt að færa fram líkur fyrir því, að hún sé rétt. Virðist það beinlínis athyglisvert, að hinn umgetni og tilvísaði umboðssölusamningur er eigi lagður fram í fógetarétt- inum sem sönnunargagn. Gefur útivist samningsins sérstakt tilefni til varúðar gagnvart nefndri staðhæfingu gerðarþola. Hinsvegar verður þó ekki hjá því komizt, að taka til greina og byggja á Þeirri viðurkenningu gerðarþola, að fasteign hans á Blönduósi gefur honum arð, þótt sú viðurkenning sé háð og samtvinnuð öðrum atriðum, sem telja verður ósönn- uð, sérstaklega þar sem hinu gagnstæða er hvergi hreyft í varnarskjali gerðarþola, sem skrifað er af lögfræðingi, að eignin sé honum arðlaus. Með tilvísun til laga um útsvör frá 1926 8. gr. a. lið, verður samkvæmt framansögðu, að telja gerðarþola út- svarsskyldan til Blönduóshrepps, og þar sem í þessu sambandi er aðeins um útsvarsskylduna að ræða, en eigi upphæð útsvarsins, né aðra kröfuliði gerðarbeiðanda, — en engu öðru en útsvarsskyldunni hefir verið mótmælt sérstaklega —, verður að taka kröfu oddvita Blöndós- hrepps til greina um framkvæmd hinnar umbeðnu lög- taksgerðar. 209 Miðvikudaginn 22. april 1936. Nr. 78/1935. Magnús Thorlacius (Sjálfur). segn Ósvaldi Knudsen (Einar B. Guðmundsson). Sýknað af kröfu um laun fyrir málflutning. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. febr. 1935: Stefnd- ur, Ósvald Knudsen, skal vera sýkn af kröfum stefnand- ans, Magnúsar Thorlacius, í máli þessu og falli málskostn- aður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum kr. 223.50 með 6% árs- vöxtum frá 14. sept. 1934 til greiðsludags og máls- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst aðallega staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi, en fil vara, að upphæðin verði færð niður um kr. 150.00. Svo krefst stefndi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dóms- ins. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, tók Björn Björnsson að sér byggingu á húsi Hvitabandsins hér í bæ með samningi 5. mai 1932, en fékk svo stefnda til að inna málningarverkið af hendi fyrir ákveðna upphæð. Fyrir það af því verki, sem ekki féll, að hans áliti, undir verksamninginn 5. mai 1932 og útboðslýsinguna, taldi hann sér bera kr. 1352.40. Kröfur þær, er Björn Björnsson taldi sig eiga til borgunar aukreitis fyrir ýmislegt, er ekki félli undir verksamninginn og útboðslýsinguna, fól hann Boga Brynjólfssyni fyrrverandi sýslumanni, er þá rak málflutningsskrifstofu í félagi við á- 14 210 frýjanda, til sóknar. Stefndi fól og Boga áður- nefnda kröfu sína til innheimtu, og krafði Bogi upphaflega umboðsmann Hvítabandsins um þá upphæð sem einn lið í kröfu Björns Björnssonar. Fór ágreiningur Hvitabandsins og Björns því næst í gerðardóm samkvæmt ákvæðum verksamningsins. Í frumsókn sinni í gerðardómsmálinu, dags. 4. okt. 1933, virðist Bogi þó hafa tekið kröfu stefnda und- an úrlausn gerðardómsins, þar á móti virðist um- boðsmaður Hvítabandsins ekkert hafa haft á móti því, að gerðardómurinn úrskurðaði kröfu þessa eins og aðrar kröfur út af verki þessu. Meðan á sókn og vörn gerðardómsmálsins stóð, höfðaði stefndi eftir ráðum og með atbeina Boga Brynjólfssonar mál á hendur Hvitabandinu með stefnu 16. nóv. 1933 til greiðslu á áðurnefndum kr. 1352.40. Krefst nú áfrýjandi, sem fékk kröfu þá, er í þessu máli greinir, til eignar, er þeir Bogi slitu félagsskap sínum, endurgreiðslu á útlögðum rétt- argjöldum og þóknun fyrir flutning máls stefnds á hendur Hvitabandinu, eins og í hinum áfrýjaða dómi segir. Gerðardómurinn kvað upp úrskurð sinn 20. marz. 1934 og úrskurðaði Hvítabandið til að greiða kr. 1000.00 aukreitis fyrir málningu hússins. Skömmu síðar fóru þeir Björn Björnsson og Bogi Brynjólís- son til umboðsmanns Hvitabandsins, er þá sum- part greiddi og sumpart setti tryggingu fyrir greiðslu þeirrar fjárhæðar, er Hvitabandinu hafði verið gert að greiða fyrir húsbygginguna. Eftir að stefndi hafði fengið vitneskju um það, að gerðardómurinn hafði úrskurðað um auka- greiðslu fyrir málningu fékk hann til yfirlestrar skjölin í máli sínu við Hvítabandið og taldi sig þá 211 i bréfi til áfrýjanda, dags. 3. sept. 1934, kominn að raun um það, að málshöfðun sú hefði verið á- stæðulaus, þar sem krafan hefði verið fyrir gerð- ardóminum og úrskurðuð þar. Taldi hann hér hafa orðið mistök, er málflutningsmanni hans væri um að kenna, og mælti alla fjárhagslega ábyrgð á þvi, hvernig mál það færi, á hendur áfrýjanda. Þrátt fyrir úrlausn gerðardómsins, er Bogi Bryn- jólfsson hefði þegar átt að fullvissa sig um, hvort stefndi vildi hlíta, þrátt fyrir það, þótt Bogi hefði mátt tryggja það, að stefndi fengi þær kr. 1000.00, er gerðardómurinn úrskurðaði aukreitis fyrir málninguna og Hvitabandið greiddi Birni Björns- syni 21. marz 1934 eða tryggði greiðslu á, og loks þrátt fyrir bréf stefnda 3. sept. s. á. var máli stefnda gegn Hvítabandinu haldið áfram. Var það loks dæmt 18. okt. 1934 með þeim úrslitum, að því var vísað frá dómi, með því að gerðardómur hefði þegar úrskurðað sakarefnið. Þegar 19. sept. 1934 höfðaði áfrýjandi mál þetta á hendur stefnda, sem, eins og áður segir, taldi hið fyrra málið höfðað að ástæðulausu og neitaði því með öllu að greiða hina kröfðu upphæð. Og velta úrslit þessa máls á því, hvort sú staðhæfing hans verður talin rétt eða ekki. Það er ekkert komið fram í málinu, er bendi til þess, að stefndi hefði færzt undan því, að láta gerðardóminn úrskurða kröfu sína um greiðslu oftnefndra kr. 1352.40. Ummæli hans í bréfinu 3. sept. 1934 benda eindregið til hins gagnstæða. Það var og eðlilegast, að málflutningsmaður hans reyndi þá leið, sem telja mátti fljótfarnari og að öðru leyti heppilegri, eins og á stóð, en dómstóla- leiðin. Og sérstaklega virðist svo sem ástæða hefði 212 verið til þess fyrir málflutningsmann stefnda, að tryggja honum greiðslu á þeim kr. 1000.00, er Björn Björnsson tók við eða fékk tryggða greiðslu á 21. marz 1934, fyrir málninguna, og láta síðan málið segn Hvitabandinu falla niður. Að þessu athuguðu þykir verða að líta svo á, að málflutningsmaður stefnda hafi hafnað sjálf- sagðri leið til þess að fá úrskurðaða og innheimta kröfu stefnda út af húsmálningunni, og að hann hafi því, eins og á stóð, orðið þess valdur, að skjól- stæðingur hans, stefndi, höfðaði mál að óþörfu fyrir dómi til innheimtu kröfunnar. Af þessu leið- ir, að stefndi verður ekki dæmdur til að greiða á- frýjanda hina kröfðu upphæð í máli þessu, og ber því að sýkna hann, eins og gert er í hinum áfrýj- aða dómi. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til þess að greiða stefnda 100 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Í gagnrýni sinni á dómi héraðsdómarans í máli stefnda gegn Hvitabandinu hafði áfrýjandi í flutn- ingi máls þessa fyrir hæstarétti óviðeigandi orð um héraðsdómarann, og verður að vita áfrýjanda fyrir þau. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Ósvaldur Knudsen, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Magnúsar Thorlacius, í máli þessu. Áfrýjandi greiði stefnda 100 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. 213 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttaumleitun, höfðað fyrir bæjarþinginu með utanréttarstefnu dags. 19. sept. f. á. af Magnúsi Thorlacius málaflutningsmanni, hér í bæ, gegn Ósvaldi Knudsen, málarameistara, Hellusundi 6, hér í bænum til greiðslu málflutningslauna og útlagðra réttargjalda í bæjarþingsmálinu nr. 194/1933, Ósvaldur Knudsen gegn Hvítabandinu að upphæð kr. 223.50 með 6% árvöxtum frá 13. sept. 1934 til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu. Þá hefir stefnandi og stefnt Boga Brynjólfssyni. fyrr- verandi sýslumanni, til heimilis á Ránargötu 1, hér í bæn- um til þess að gæta réttar sins í málinu. Hefir hann mætt og krafizt þess að stefnu málsins verði að þvi er hann snertir vísað frá dómi, og honum tildæmdur málskostnað- ur eftir mati réttarins. Og þar sem stefnandi hefir engar sjálfstæðar réttarkröfur gert á hendur meðstefndum Boga, verður ekki lagður úrskurður á ágreiningsatriðin milli þeirra í sambandi við málsókn þessa, en ekki þykir ástæða til að tildæma meðstefndum málskostnað í málinu. Málavextir í máli þessu eru annars í stuttu máli þeir, að með verksamningi, dags. 5. maí 1932 tók Björn Björns- son, trésmiður hér í bænum, að sér í ákvæðisvinnu að reisa húsið nr. 37 við Skólavörðustíg, sem er sjúkrahús fyrir fé- lagið Hvítabandið. Skyldi verksali byggja húsið eftir verk- samningnum, útboðslýsingu dags. sama dag og verksamn- ingurinn, og teikningu Arinbjörns Þorkelssonar, bygging- armeistara en eftir verksamningnum átti verksali að leggja til allt efni og vinnu við bygginguna og skila henni fullgerðri. Skyldi verksali meðal annars annast alla málningu hússins og fékk hann stefndan í máli þessu, Os- vald Knudsen til þess að framkvæma það verk. Sparklaði stefndur undir málninguna í eldhúsi, baðherbergjum, for- stofu, göngum og víðar eða samtals 1513 fermetra. Taldi hann að spörklunin hefði ekki fallið undir verksamning- inn og bæri Hvítabandinu því að greiða hann sérstak- lega, og reiknaði hann sér kr. 1352.40 fyrir hana. Í fyrr- greindum verksamningi var svo ákveðið, að rísi ágrein- ingur út af honum, útboðslýsingu, uppdrætti og aukaborg- un, að þá skyldi hann útkljáður af gerðardómi þriggja manna og voru málsaðilar skyldir að hlíta gerðardómnum. 214 Nú reis margskonar ágreiningur. milli Hvítabandsins og verksala, Björn Björnssonar út af húsbyggingunni og var ágreiningurinn lagður fyrir gerðardóm eins og verksamn- ingurinn ákvað. Meðal ágreiningsefna Þeirra, sem lögð voru fyrir gerðardóminn og hann fjallaði um var fyrr- greind krafa stefnds vegna spörklunarinnar. Úrskurðaði gerðardómurinn um kröfuna og gerði Hvítabandinu að greiða kostnaðarauka þann, sem af spörkluninni hafði leitt við málninguna, en ákvað upphæðina aðeins kr. 1000.00. Fékk verksali eða umboðsmaður hans þessa upp- hæð síðar greidda hjá Hvitabandinu. Á tímabilinu frá 3. maí 1933 til 1. júni f. á. ráku þeir stefnandi Magnús Thorlacius og meðstefndur Bogi mál- flutningsskrifstofu í félagi hér í bænum. Annaðist mál- flutningsskrifstofa þeirra og að því er séð verður aðallega meðstefndur undirbúning og rekstur fyrrgreinds gerðar- dómsmáls verksala á hendur Hvítabandinu og var það mál leitt til lykta er þeir félagar skildu að skiptum. En meðan á flutningi gerðardómsmálsins stóð höfðaði stefnd- ur í máli þessu sérstakt mál fyrir bæjarþinginu á hend- ur Hvítabandinu með utanréttarstefnu dags. 16. nóv. 1933, til greiðslu spörklunarkostnaðarins, en því máli var vísað frá dómi á þeim grundvelli, að ágreiningurinn um þessa kröfu hefði þegar og með vitund og vilja stefnds verið lagður fyrir gerðardóm og væri stefndur því bundinn við úrskurð gerðardómsins og yrði að hlíta honum. Undir- búning og flutning bæjarþingsmáls þessa annaðist einnig málaflutningsskrifstofa stefnanda og meðstefnds Boga, og er það kosnaðurinn við þá málsókn, sem nú er stefnt til greiðslu á. Stefndur Ósvald hefir mótmælt framangreindum kröf- um stefnanda í máli þessu og krafizt algerðrar sýknu af þeim og hæfilegs málskostnaðar hjá honum eftir mati rétt- arins. Byggir stefndur sýknukröfuna á því, að enda þótt hann hafi sjálfur undirritað stefnuna í fyrrgreindu bæjarþings- máli gegn Hvítabandinu, þá hafi málshöfðunin farið fram eftir ráðleggingum og undirbúningi málflutningsskrifstofu stefnanda og meðstefnds, en stefndur telur að umrædd málshöfðun hafi eins og á stóð er hún hófst verið óverj- andi og vonlaus. Þetta hafi málflutningsmennirnir átt að 215 sjá og hafi því málflutningsskrifstofa þeirra bakað hon- um hinn umstefnda málskostnað að ófyrirsynju og Þarf- lausu og sé honum því ekki skylt að greiða hann. Stefnandi hefir mótmælt framangreindri varnará- stæðu stefnds og haldið fast við kröfur sinar Í málinu. Eftir málavöxtum þeim, sem lýst er hér að framan verður að fallast á það hjá stefndum, að umrædd máls- höfðun málflutningsskrifstofu stefnanda og meðstefnds af hálfu stefnds Ósvalds á hendur Hvítabandinu, hafi eftir þeim aðstæðum, er fyrir hendi voru er málshöfðunin hófst, ekki verið forsvaranleg, og verður stefndum, sem er ólög- lærður og fór því að sjálfsögðu eftir ráðleggingum mál- flutningsskrifstofunnar í þessu efni ekki talið skylt að greiða kostnaðinn við málflutninginn og ber því að taka kröfu hans um sýknu til greina, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í þessu máli falli niður. Föstudaginn 24. apríl 1936. Nr. 8/1936. Jósef Eggertsson (Lárus Jóhannesson) gegn Eyþór Hallssyni (Enginn). Kaupkrafa vélstjóra og bótakrafa vegna fyrirvara- lausrar uppsagnar tekin til greina. Dómur sjóréttar Siglufjarðar 24. desember 1935: Stefnd- ur, Eyþór Hallsson, skipstjóri Siglufirði greiði stefnand- anum, Jóni Jóhannessyni fiskimatsmanni Siglufirði f. h. Jóseps Eggertssonar vélstjóra Reykjavík, kr. 3141.11, en sé sýkn af frekari kröfum stefnanda. Stefnandi hafi sjó- veðrétt í skipinu e/s Bjarki Siglufirði fyrir hinu til- dæmda. Hið idæmda að greiða innan 3ja daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu útgefinni 21. jan. þ. á., og þingfest 22. april s. l. 216 Hefir stefndi hvorki mætt né mæta látið, enda þótt honum hafi verið löglega stefnt. Málið hefir því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlag- anna og er það dæmt eftir N. L.1—4-32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 3716.11 með 6% ársvöxtum frá útgáfu sjódómsfyrirkalls 25. okt. 1935 til greiðsludags, kr. 322.00 í málskostnað fyrir undirrétti og málskostnað fyrir hæstarétti að skað- lausu, eftir mati réttarins. Svo krefst hann og þess, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í e/s Bjarki, S. I. 33, fyrir dæmdum upphæðum. Samkvæmt skýrslu áfrýjanda, sem kemur heim við framlagðan viðskiptareikning til hans frá stefndum, hefir áfrýjandi verið 1. vélstjóri á skipi stefnds, e/s Bjarka, frá 27. des. 1934 til 2. okt. 1935, fyrst við flutninga og síðar á síldveiðum. Á þessu tímabili, eða 22. júní 1935, var ;“r skiprúmssamn- ingur gerður milli aðilja, er gilda skyldi um óákveð- inn tíma. Er tekið fram í samningnum, að starfsemi skipsins sé flutningar og kjör áfrýjanda þau, að hann hafi 500 kr. á mánuði og ókeypis fæði, en þau kjör virðist hann og áður hafa haft á skipinu. Sum- arið 1935 stundaði skipið sildveiðar, en var lagt upp að veiðitíma loknum og áfrýjanda þá sagt upp starfi sinu án sérstaks uppsagnarfrests. Lét stefnd- ur áfrýjanda þá fá áðurnefndan viðskiptareikninsg, er sýndi kaupeftirstöðvar, er starfinu lauk 2. okt. 1935, kr. 3141.11. Áfrýjandi höfðaði síðan mál þetta fyrir sjódómi Siglufjarðarkaupstaðar og krafðist dóms fyrir nefndum kaupeftirstöðvum, auk kaups fyrir einn mánuð sökum fyrirvaralausrar upp- sagnar, samkvæmt 13. gr. sjómannalaga nr. 41 frá 217 1930, kr. 575.00. Svo krafðist hann og málskostn- aðar og viðurkenningar á sjóveðrétti í e/s Bjarka fyrir dæmdum upphæðum. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi, mótmælti stefndur fyrir sjódómnum kröfu áfrýjanda um 575 krónur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Hélt hann því fram, að áfrýjandi hefði eingöngu verið ráðinn á skipið til síldveiða og starfi hans því sjálf- sagt upp, er sildveiðatíma lauk. Gegn ákveðnum mótmælum áfrýjanda hefir stefndur þó ekki fært sönnur á það, að ráðningin hafi verið bundin við sildveiðitímann, enda benda ákvæði skiprúms- samningsins til hins gagnstæða. Ber því að dæma áfrýjanda upphæð þá, er hann gerir kröfu til, kr. 3716.11, en hinsvegar verða vextir ekki dæmdir, þar eð engin vaxtakrafa var gerð fyrir sjódómin- um. Samkvæmt þessum málsúrslitum ber stefnd- um og að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir báð- um réttum, er ákveðst í einu lagi 400 krónur. Loks ber að viðurkenna sjóveðrétt áfrýjanda í e/s Bjarka fyrir hinum dæmdu upphæðum. Því dæmist rétt vera: Stefndur, Eyþór Hallsson, greiði áfrýjanda, Jósef Eggertssyni, kr. 3716.11 og kr. 400.00 í málskostnað fyrir báðum réttum, og hefir á- frýjandi sjóveð í e/s Bjarki, S.Í 33, fyrir fram- angreindum upphæðum. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu, dags. 25. okt. 1935 krefst stefnandinn, Jón 218 Jóhannesson fiskimatsmaður, Siglufirði, f. h. Jósefs Egg- ertssonar vélstjóra, Reykjavík, vélstjóra á e/s Bjarka, sem er eign stefnds, að stefndur Eyþór Hallsson skipstjóri, Siglufirði, verði dæmdur til þess að greiða sér eftirstöðvar af vélstjórakaupi téðs vélstjóra kr. 3141.11 svo og 500 kr. sem mánaðarkaup fyrir lögmæltan uppsagnarfrest og kr. 75.00 í fæðispeninga fyrir þann mánuð, þar sem honum var ekki sagt upp stöðu sinni á skipinu. Svo krefst og stefnandi málskostnaðar að skaðlausu, sem í málflutningn- um er krafizt með kr. 322.00 samkv. sundurliðuðum reikn- ingi og sjóveðréttar fyrir kröfunum í e/s Bjarka, Siglu- firði. Stefndur hefir mætt í málinu og viðurkennt kaupkröfu stefnanda til kr. 3141.11, en tekur fram um mánaðar- kaupkröfu stefnanda, að hann hafi gert upp við Jósef Eggertsson sjálfan með kr. 3141.11 og reikningurinn fram- lagður í málinu sanni þetta, ennfremur að stefndur hafi verið ráðinn til sildveiða og hafi verið sjálfsagt upp, er skipið hætti sildveiðum og var lagt upp. Það hafi því leg- ið í sjálfri ráðningunni, auk þess hafi Jósep Eggertsson unnið fyrir kaup í viku á landi að skipinu eftir að það hætti veiðum. Auk þess hafi sami maður í fyrra verið ráðinn á skipið Bjarka, en farið af án uppsagnarfrests sérstaks, er skipið hætti. Þessu hefir stefnandi ekki mót- mælt, en hinsvegar krafizt mánaðarkaups vegna ákvæða sjómannalaganna í 13. gr. Það verður nú að telja rétt hjá stefnda, að það komi eigi í bága við ákvæði 13. gr. sjómannalaganna, að stefn- andi eigi ekki kröfu til umstefndra 575 kr. vegna vantandi uppsagnar, því að þegar skipinu er lagt upp er ferðin á enda, sem ráðningin gildir fyrir og viðskipti sömu aðilja frá í fyrra og framlagður kröfureikningur um aðeins kr. 3141.11 skuld virðist benda til að aðiljar hafi litið svo a. Krafa stefnanda um 575 kr. vegna uppsagnarfrests verð- ur því eigi tekin til greina og þá ekki heldur málskostn- aðarkrafan, þar sem telja verður kr. 575.00 af kröfu stefn- anda óréttmætt, en að öðru leyti verður að taka kröfur stefnanda til greina. 219 Mánudaginn 27. april 1936. Nr. 81/1935. Halldór J. Jónsson og Þorbergur Sveinsson (Th. B. Líndal) gegn Stefáni Jónssyni (Einar B. Guðmundsson). Skuldamál. Krafa um ómerkingu vegna þess, að ekki hafi verið stefnt fyrir rétt varnarþing, ekki tekin til greina. Dómur gestaréttar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 22. júlí 1935: Hinir stefndu, Halldór J. Jónsson, fyrrv. kaupmað- ur og Þorbergur Sveinsson útgerðarmaður, báðir til heim- ilis á Akranesi greiði annar fyrir báða og báðir fyrir ann- an stefnandanum, Magnúsi Thorlacius f. h. Stefáns Jóns- sonar, kr. 4750.00 — fjögur þúsund sjö hundruð og fimm- tíu kr. — með 6% ársvöxtum frá 23. jan. 1935 og til greiðsludags og kr. 499.00 — fjögur hundruð níutíu og níu — kr. í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til hæstarétt- ar með stefnu útgefinni 28. ágúst f. á. og krafizt þess, aðallega, að dómur og málsmeðferð í héraði verði ómerkt og málinu vísað frá gestarétti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Til vara krefjast áfrýjendur þess, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt þannig, að kr. 170.00 verði niður felldar af málskostnaði þeim, sem þeir hafa verið dæmdir til að greiða. Loks krefjast þeir málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. 220 Máli þessu er þannig farið, að með skuldabréfi, útgefnu hinn 4. nóvember 1932, viðurkenndu á- frýjendur að vera orðnir skuldugir Stefáni Jóns- syni, kaupmanni í Reykjavík, stefnda hér fyrir réttinum, um kr. 7600.00. Var svo ákveðið í skulda- bréfinu, að skuldin skyldi greiðast með kr. 400.00 þann síðasta dag hvers mánaðar, þannig, að fyrsta greiðsla færi fram hinn 31. desember 1932, en hin síðasta 30. júní 1934, og átti skuldinni þá að vera að fullu lokið. Þar var og ennfremur sagt, að ef skuldunautar stæðu ekki í skilum á réttum gjald- dögum, þá væri skuldin öll þegar fallin í gjald- daga. Vextir skyldu ekki greiðast af skuldinni, meðan staðið væri í skilum, en ef vanskil yrðu, var skuldunautum gert að greiða 6% vexti af allri skuldinni frá útgáfudegi skuldabréfsins til greiðslu- dags. Loks segir í skuldabréfinu, að mál, sem rísa kynni út af því, skuli rekið fyrir gestarétti Reykja- vikur án tillits til varnarþings aðilja. Með því að veruleg vanskil urðu á greiðslum sam- kvæmt skuldabréfinu, höfðaði stefndi mál þetta fyrir gestarétti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu með stefnu, útgefinni 9. júlí f. á., tilinnheimtu eftirstöðva skuldarinnar, kr. 4750.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 23. janúar 1935 til greiðsludags. Var málið dæmt í nefndum rétti 22. júlí s. á. með þeim úrslitum, sem í hinum áfrýjaða dómi segir. Til stuðnings ómerkingar- og frávísunarkröfu sinni hafa áfrýjendur fært það, að mál þetta hafi ranglega verið höfðað á heimilisvarnarþingi þeirra. Skirskota þeir í því efni til áðurgreinds varnar- Þingsákvæðis skuldabréfsins, en ákvæði þetta kveða þeir ekki síður sett þeim til hagsbóta en stefnda, þar eð rekstur málsins á heimilisvarnarþingi þeirra 221 hafi aukinn kostnað í för með sér, svo sem ferða- kostnað dómara og málflutningsmanns, auk annars óhagræðis fyrir þá. Það verður eftir málfærslunni að teljast upplýst í málinu, að téð skuldabréf hefir verið gert fyrir atbeina stefnda til ákvörðunar um skuld út af sölu á vörubirgðum. Var skuldabréfið samið af nafn- greindum manni, sem stefndi hafði sér til aðstoðar við reikningsskil aðiljanna, og verður ekki séð, að áfrýjendur hafi þá lagt nokkra áherzlu á varnar- þingsákvæðið eða hreyft nokkru um það atriði. Að þessu athuguðu þykir ekki vera ástæða til að taka aðalkröfu áfrýjanda til greina. Eins og segir í gestaréttardóminum, nemur máls- kostnaðarreikningur málflutningsmanns þess, sem flutti málið fyrir stefnda í héraði, kr. 499.00. Tveir liðir reikningsins varða ferð málflutningsmannsins til Akraness, sem sé kr. 70.00, ferðakostnaður, og kr. 100.00 dagpeningar í tvo daga samkvæmt lág- marksgjaldskrá málflutningsmannafélags Íslands. Þessa tvo kröfuliði telja áfrýjendur sér óskylt að greiða. Byggja þeir varakröfu sína á þessu og færa þau rök fyrir henni, að ferðalag málflutnings- mannsins hafi ekki verið nauðsynlegt málsins vegna. Það verður nú ekki fallizt á það, að ástæður séu fyrir hendi til að sýkna áfrýjendur að öllu af að greiða kröfuliði þessa, en með hliðsjón af því, að hér var um stutt ferðalag að ræða, sem ekki þurfti að taka langan tíma eða vera kostnaðarsamt, þykir málskostnaður í undirrétti hæfilega ákveð- inn kr. 425.00. Eftir málavöxtum þykir rétt, að áfrýjendur greiði stefnda kr. 150.00 í málskostnað í hæstarétti. 222 Því dæmist rétt vera: Áfrýjendur, Halldór J. Jónsson og Þorbergur Sveinsson, greiði in solidum stefnda, Stefáni Jónssyni, kr. 4750.00 með 6% ársvöxtum frá 23. janúar 1935 til greiðsludags. Svo greiði þeir og stefnda in solidum kr. 425.00 í málskostnað fyrir undirrétti og kr. 150.00 í fyrir hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. málskostnað Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað með stefnu útgefinni 9. Þ. m. og hefir stefnandi gert þær réttarkröfur, að stefndir verði in solidum dæmdir til að greiða sér fyrir hönd Stefáns Jónssonar eftirstöðvar skuldabréfs upphaflega kr. 7600.00 dags. 4. nóv. 1932, en nú að eftirstöðvum kr. 4750.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 23. janúar 1935 til greiðsludags og máls- kostnað að skaðlausu eftir taxta Málflytjendafélags Íslands kr. 499.00 samkv. reikningi. Með því að hinir stefndu hafa hvorki mætt né mæta lát- ið í málinu, enda þótt stefnan sé þeim löglega birt, ber að legga dóm á málið samkvæmt hinum framlögðu skjölum og taka kröfur stefnanda til greina að öllu leyti, eins og þeim er að framan lýst. 223 Miðvikudaginn 29. april 1936. Nr. 16/1936. Stefán Jónsson f. h. Pöntunarfélags Fróðárhrepps (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Nathan á: Olsen (Einar B. Guðmundsson). Skuldamál. Formaður og framkvæmdarstjóri ó- skrásetts pöntunarfélags talinn bær um að taka við málssókn fyrir hönd félagsins. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 2. nóv. 1935: Stefnt, Pöntunarfélag Fróðárhrepps, greiði stefnandanum, Firm- anu Nathan á Olsen, kr. 787.78 með 6% ársvöxtum frá Í. janúar 1933 til greiðsludags og kr. 126.00 í málskostnað innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Aðalkrafa áfrýjanda er sú, að málsmeðferð og dómur í héraði verði ómerkt og að málinu verði vísað frá gestaréttinum. En til vara krefst hann sýknu af kröfum stefnda. Svo krefst áfrýjandi og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hin- um áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Aðalkröfu sína byggir áfrýjandi á því, að stefna hefði átt stjórnendum Pöntunarfélags Fróðár- hrepps í máli þessu, og að Stefán Jónsson hafi þvi ekki verið bær um að binda það fyrir dómi. En með því að honum hafi aðeins verið stefnt, þá hafi hér- aðsdómarinn átt samkvæmt kröfu áfrýjanda að vísa málinu frá dómi. Málsmeðferð og dóm í hér- aði beri því að ómerkja og visa málinu frá héraðs- dómi. 224 Í flutningi málsins fyrir hæstarétti er það upp- lýst, að félag þetta muni hafa verið stofnað fyrir 10 árum eða því nær, að þá muni hafa verið kosin stjórn í því, en ekki síðan, að Stefán Jónsson hafi verið og sé formaður þess og framkvæmdarstjóri, og að hann hafi í þeirri veru haft fulla heimild til þess að panta vörur þær, sem mál þetta er af ris- ið, og skuldbinda félagið til að greiða andvirði þeirra. Það er og upplýst, að félagið hefir aldrei verið skrásett, og engar sönnur eru fram komnar gegn neitun stefnda um það, að félag þetta sé sam- vinnufélag samkvæmt lögum um samvinnufélög nr. 36/1921, og verður því ekki byggt á því, að svo sé. Þar sem nú ekkert er upplýst um skipulag félags þessa framar en sagt hefir verið, eða um takmark- anir á almennri heimild Stefáns Jónssonar til að binda félagið í daglegri starfsemi þess, verður að líta svo á, að hann sem formaður þess og fram- kvæmdarstjóri hafi samkvæmt stöðu sinni verið bær um að taka við málssókn þessari og binda fé- lagið fyrir dómi. Verður aðalkrafa áfrýjanda því ekki tekin til greina. Varakröfu sína byggir áfrýjandi á því, að félagið sé samvinnufélag, og með því að það hafi aldrei verið skrásett, þá hafi stefndi, samkvæmt 9. gr. áðurnefndra laga um samvinnufélög, engan rétt öðlast á hendur því, og beri því að sýkna félagið. Eins og áður segir verður ekki byggt á því, að félag þetta sé samvinnufélag samkvæmt þeim lögum, og er þegar af þeirri ástæðu ekkert því til fyrirstöðu, að stefndi geti átt aðgang að því um greiðslu á vör- um þeim, er það hefir hjá honum fengið fyrir milli- göngu formanns síns og framkvæmdarstjóra. Og með því að viðurkennt er, að félagið hafi fengið 225 vörur þær, sem það er skuldað fyrir, og ekki hefir verið sýnt fram á, að skuldin væri röng af öðrum á- stæðum, þá verður að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda 150 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Stefán Jónsson, f. h. Pöntunarfélags Fróðárhrepps, greiði stefnda, firmanu Nathan á Olsen, 150 krónur í málskostnað fyrir hæsta- rétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum skv. heimild í lögum nr. 59 frá 10. nóv. 1905 með stefnu útgefinni 10. mai 1935 af firmanu Nathan á Olsen, hér í bæ, gegn Pöntunarfélagi Fróðárhrepps til greiðslu viðskiptaskuld- ar að upphæð kr. 787.78 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1933 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Nem- ur hann samkv. framlögðum reikningi, er kemur heim við aukatekjulögin og lágmarksgjaldskrá M. F. Í. kr. 126.00. Undir rekstri málsins hafa stefnendur gert þá vara- kröfu að Stefán Jónsson, er stefnt var f. h. Pöntunarfélags- ins, verði persónulega dæmdur til að greiða umstefnda skuld. Stefnt hefir aðallega krafizt frávísunar en til vara sýknu og málskostnaðar að skaðlausu, hvernig sem mál- að fer. Frávísunarkröfu sina byggir stefnt á því, að stjórn Pönt- unarfélagsins sé ekki stefnt heldur aðeins „procuruhafa“ 15 226 þess Stefáni Jónssyni. Það er upplýst í málinu að stefni pöntunarfyrirtæki hafi ekki verið tilkynnt til hlutafé- laga- eða samvinnufélagaskrár og einnig að stefndur Ste- fán Jónsson hefir verið í fyrirsvari fyrir það m. a. greitt alla tolla af vörum, er það fékk frá útlöndum og samþykkt víxla fyrir þess hönd. Það verður því skv. skjölum málsins og með hliðsjón af 10. gr. hlutafélagalaganna og 9. gr. 2. mgr. samvinnufé- lagalaganna að álíta að nefndur Stefán Jónsson beri ábyrgð á skuldbindingum stefnds pöntunarfyrirtækis og að honum sé réttilega stefnt f. h. þess. Af þessum ástæðum verður aðalkrafa stefnds ekki tekin til greina. Sýknukröfu sína byggir stefnt á því að umstefnd skuld sé röng án þess þó að hafa gert það á nokkurn hátt líklegt. Og þar sem stefnandi, firmað Nathan á Olsen, hefir lagt fram bréf frá Stefáni Jónssyni þar sem hann viðurkennir skuldina svo og notarialiter staðfestan útdrátt úr við- skiptamannabók sinni, er sýnir að skv. henni skuldar stefni umstefnda upphæð, þá verður sýknukrafa stefnds ekki tekin til greina. Úrslit máls þessa verða því skv. framansögðu þau, að allar kröfur stefnanda verða teknar til greina. Miðvikudaginn 29. april 1936. Nr. 179/1934. Guðmundur Gamalíelsson gegn Pétri Magnússyni f. h. dánarbús Hannesar Jónssonar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Gamalíelsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til rík- issjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 227 Miðvikudaginn 29. april 1936. Nr. 6/1936. Axel Sveinsson segn Jóhannesi Reykdal Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Axel Sveinsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 29. april 1936. Nr. 7/1936. Egill Jónasson gegn hreppsnefnd Gerðahrepps Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Egill Jónasson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 29. april 1936. Nr. 18/1936. Björgvin Bjarnason gegn Óskari Borg f. h. Sigurjóns Jónas- sonar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Björgvin Bjarnason, er eigi mætir í 228 málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta og krafizt ómaksbóta 30 krónur í ómaksbætur að við- lagðri aðför að lögum. Mánudaginn 4. mai 1936. Nr. 92/1935. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Heinrich Janssen (Jón Ásbjörnsson). Ólöglegar botnvörpuveiðar í landhelgi. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 15. júní 1935: Kærður, Heinrich Janssen, greiði 20500 króna sekt í land- helgissjóð Íslands og komi 10 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar fáist hún ekki greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ennfremur skulu öll veiðar- færi, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innan- borðs í togaranum H. C. 102 „Steckelhörn“ frá Cuxhaven vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Auk þess greiði kærður allan kostnað málsins sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í hæstarétti hefir verið lagður fram sjóuppdrátt- ur, sem forstöðumaður stýrimannaskólans í Reykjavík hefir markað á staði varðbátsins „Ingi- mundar gamla“ kl. 19,16 og 19,23 hinn 13. júní f. á., samkvæmt mælingum, gerðum þá á varðbátn- um, og miðunarlinur þaðan til togarans H. C. 102 Steckelhörn og ennfremur stað þann, þar sem varð- báturinn kom að greindum togara og setti út bauju 229 kl. 19,27, samkv. mælingum, gerðum á varðbátnum kl. 20,30 og 21,26. Niðurstaða forstöðumannsins var sú, að staðir togarans í umrædd skipti hefðu verið í minna en 3 sjómílna fjarlægð, talið út frá beinni línu milli Reynisdranga, sem takmarkar Mýrdals- flóann að vestan, og Kötlutanga, sem téður flói tak- markast af að austan, en sú lína er styttri en 10 sjómilur. Að þessu athuguðu og að öðru leyti sam- kvæmt málavöxtum þeim og ástæðum, sem get- ur í hinum áfrýjaða dómi, verður að telja sann- að, að hinn kærði skipstjóri á nefndum togara, Heinrich Janssen, hafi gerzt sekur um botnvörpu- veiðabrot innan landhelgilinunnar, eins og hún var mörkuð á sjóuppdrætti fyrir 5. nóv. 1928. Brot kærða varðar við 1. gr. laga nr. 5 frá 18. mai 1920, og ber að dæma hann til sektar fyrir það samkv. 3. gr. nefndra laga. Með hliðsjón af gullgengi ís- lenzkrar krónu, samkv. lögum nr. 4 frá 1924, sem nú er 49.28, þykir sektin hæfilega ákveðin kr. 20500.00, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi, og skal greiða hana innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, en ella afplánist hún með 7 mánaða ein- földu fangelsi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upp- töku afla og veiðarfæra og um greiðslu málskostn- aðar í héraði ber að staðfesta. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 200 kr. til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Kærði, Heinrich Janssen, greiði 20500,00 kr. sekt í Landhelgisjóð Íslands, og komi 7 mán- aða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún 230 verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og um greiðslu málskostnaðar í héraði skulu vera óröskuð. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Pét- urs Magnússonar og Jóns Ásbjörnssonar, kr. 200.00 til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn Heinrich Janssen, skipstjóra á togaranum „Steckelhörn“ H.C. 102 frá Cuxhaven, fyrir brot á ákvæðum laga um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi. Málavextir eru þessir: Hinn 13. þ. m. kl. 19.10 þegar varðbáturinn Ingimund- ur gamli var á leið austur með landi nálægt Dyrhólaey, athuguðu þeir á varðbátnum togara framundan á stjórn- borða, sem virtist grunsamlega nálægt landi og toga í austur-suðaustlæga stefnu. Var þá kl. 19.16 tekin þessi staðarákvörðun: Portlandsviti > 5030 Hatta > 5930 Hjörleifshöfði og togarinn hér um bil beint framundan og virtist hafa sömu stefnu og varðbáturinn. Réttvísandi stefna var 100*. Seinna kom í ljós að togari þessi var togarinn H.C. 102, „Steckelhörn“ frá Cuxhaven. Kl. 19.23 var tekin önn- ur staðarákvörðun í kjölvatni togarans, rétt fyrir aftan hann, þessi: 231 Portlandsviti > 47? Hatta > 6430 Hjörleifshöfði Ki. 19.27 var komið að togaranum stjórnborðsmegin og rann varðbáturinn fram með honum og setti út bauju laust fyrir framan togarann. Kl. 20.30 var gerð þessi stað. arákvörðun af varðbátnum við baujuna: Portlandsviti > 4335 Hatta > 67*35' Hjörleifshöfði sem gaf stað baujunnar um 0.3 sjómilu innan við land- helgislinu. Um leið var dýpi mælt við baujuna og reyndist það 70 metrar. Hinum kærða skipstjóra var gefinn kostur á að fylgjast með þessum mælingum og gerði hann það. En er einhver andmæli komu fram af hans hálfu, var sótt- ur sextant um borð í togarann og kom annar stýrimaður með honum um borð í varðbátinn. Var þá eftir ósk hins kærða skipstjóra kl. 21.26 gerð staðarákvörðun alveg við baujuna með þessum sextanti og var þessi niðurstaða: Dyrhólaviti > 4328 Hatta >67*08' Hjörleifshöfði Samkvæmt þessari mælingu var staður baujunnar rétt hinn sami og mældur var með sextanti varðbátsins, eða um 0.3 sjóm. fyrir innan landhelgislinu. Þegar komið var að togaranum kl. 19.27 var hann með stjórnborðsvörpu úti og eftir því, sem hinn kærði skip- stjóri hefir kannast við, fyrir réttinum, hafði hann verið að toga um eina kl.st. þar áður og var að því, þegar varð- báturinn stöðvaði hann. Kærði hefir ekki viljað kannast við, þrátt fyrir þetta, að hafa verið að toga á landhelgissvæðinu og heldur fram, að staður baujunnar sé ekki rétt ákveðinn með mæl- ingunum á varðbátnum, heldur hafi hann í raun og veru verið lítilsháttar fyrir utan landhelgislínuna, 0.2 sjóm. 232 eða svo. Byggir hann þetta á því, aðallega að samkvæmt kompásmiðunum, er hann sjálfur gerði á varðbátnum og skipstjóri varðbátsins fylgdist með, hafi staður baujunn- ar reynzt a. m. k. 0.2 sjóm. fyrir utan landhelgislinuna. Þessar kompásmiðanir telur hann ábyggilegri en horn- mælingarnar með sextöntunum, eins og hér stóð á. Hann heldur þvi fram, og vitnisburður tveggja manna af skipi hans styðja þetta að nokkru leyti, að skyggni hafi ekki verið svo gott að unnt væri að taka nákvæmar hornmæl- ingar. Hafi sá staður á Hjörleifshöfða, varða sú, sem mið- að var við, alls ekki sézt svo vel í speglum sextantanna, að unnt væri að byggja á því. Auk þess vill hann halda fram, að svo mikil velta hafi verið á varðbátnum, að það hafi gert mælingar frá honum óábyggilegar. Skipstjóri varðbátsins og stýrimaður frá honum hafa hinsvegar haldið fram fyrir réttinum, og unnið eið að því, að skilyrðin til þess að gera nákvæmar og fullkom- lega ábyggilegar hornmælingar, hafi í því tilfelli, er hér er um að ræða, verið mjög góð, þeir bera það báðir fyrir réttinum, að skyggni hafi ekki verið því til fyrirstöðu, að punktar þeir, sem miðanirnar byggðust á, sæjust vel í speglunum. Skipstjóri varðbátsins kveður skyggnið jafn- vel hafa verið með því bezta, sem gerist, og stýrimaðurinn heldur fram, að sá punktur á Hjörleifshöfða, sem miðaður var, hafi sézt mjög greinilega í spegli. Á móti þessum skýru og eindregnu og eiðfestu vitnisburðum yfirmanna varðbátsins getur ekki orðið tekið tillit til staðhæfinga kærða, eða framburða undirmanna hans. Þá verður ekki heldur lagt til grundvallar þegar á- kveða skal, hvort kærður sé sýkn eða sekur, kompásmið- anir þær, sem gerðar voru við baujuna. Kompásmiðanir geta eftir eðli sínu aldrei komið til greina móti hornmæl- ingum með sextant, þegar unnt er að taka þær, eins og álíta verður í þessu tilfelli, að hafi verið hægt. Kærði hefir sýnt réttinum uppdrátt, sem hann hefir notað við staðarákvarðanir, og hann hefir einnig haldið fram og leitt vitni að því, að hafa tekið miðanir til þess að ganga úr skugga um að hann ekki kastaði vörpu sinni eða togaði á landhelgissvæðinu. En enda þótt svo væri, sem hann heldur fram, að þessar kompásmiðanir hafi ver- ið gerðar eins og hann segir, getur það ekki út af fyrir sig 233 valdið sýknu hans í máli þessu og heldur ekki þó að upp- dráttur hans og aðferð við staðsetningu samkv. honum hefði orðið einhver orsök til þess, að hann teldi sig ekki toga á landhelgissvæðinu. Um þetta verður að láta ráða úrslitum þær mælingar, sem gerðar voru á varðbátnum, með ábyggilegum tækjum og engin ástæða er að réttarins áliti til að véfengja. Enda er rétt að taka fram, þó það ekki skipti máli fyrir úrslitin, að sá maður, sem hefir verulegan hug á því, að forðast að toga á landhelgissvæð- inu, heldur skipi sínu svo fjarri landhelgislinunni, að ekki komi til mála að skipið komi inn fyrir hana, sem auð- velt hefði verið eins og hér stóð á. Samkvæmt þessu verður að telja sannað, að kærður hafi með framangreindu atferli sinu brotið gegn ákvæð- um í. gr. laga nr. 5 frá 18. maí 1920, og þykir refsing sú, sem hann hefir unnið til með því, eftir 3. gr. sömu laga, og með hliðsjón af lögum nr. 4 1924, og að þetta er fyrsta brot hans á þessum lögum, og að gullgengi krónunnar er 0.4921, hæfilega ákveðin 20500 króna sekt til Landhelg- issjóðs Íslands og komi 10 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar fáist hún ekki greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ennfremur skulu veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í togaranum H.C. 102, „Steckelhörn“ frá Cuxhaven upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Auk þess greiði kærður allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Miðvikudaginn 6. mai 1936. Nr. 24/1936. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Ástu Júlíusdóttur (Stefán Jóh. Stefánsson). Ólögleg sala áfengis. Dómur lögregluréttar Siglufjarðar 12. okt. 1935: Ásta Júlíusdóttir, Siglufirði, greiði 250.00 kr. sekt í menningar- 234 sjóð, sæti ella 13 daga einföldu fangelsi, ef sektin er eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Kærð greiði og allan kostnað af máli þessu. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Kærða er sönn að sök um það, að hafa á ólög- mætan hátt selt eina flösku af áfengi eins og nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Hefir hún þannig gerzt sek um brot á ákvæðum 15. gr. áfengislaga nr. 33/1935, sem eru tæmandi að því er brot henn- ar varðar. Refsing kærðu þykir hæfilega ákveðin af lögregluréttinum, samkvæmt 33. gr. nefndra á- fengislaga, 250 króna sekt til menningarsjóðs, er afplánist með 15 daga einföldu fangelsi, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu málskostnaðar í héraði ber að staðfesta. Svo greiði kærða og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Við meðferð málsins í héraði er það að athuga, að rannsóknardómarinn, sem ákvað málshöfðun gegn kærðu m. a. fyrir brot á ákvæðum 13. gr. nefndra áfengislaga, hefir samt sem áður ekki spurt kærðu um, hvort hún hefði haft vitneskju um, að maður sá, sem hún seldi áfengið, væri yngri en 21 árs. Svo er það og aðfinnsluvert, að héraðs- dómarinn hefir þegar í stefnunni tekið fram, að „upplýst“ sé, að kærða hafi selt ólöglega áfengi, og „með því gerzt brotleg“ gegn tilteknum grein- um áfengislaganna. 255 Því dæmist rétt vera: Kærða, Ásta Júlíusdóttir, greiði 250 króna sekt til menningarsjóðs, og komi 15 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- kostnaðar í héraði eiga að vera órsökuð. Kærða greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Sveinbjarnar Jónssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn Ástu Júlíusdóttur hér í bæ fyrir brot á 13. og 15. gr. á- fengislaga 33/1935. Eru málavextir þeir, er nú skal greina og sannaðir eru með eigin játningu og einum vitnisburði. Aðfaranótt 27. júlí s. 1. tók lögreglan á Siglufirði eina flösku úr vasa á Birgi Runólfssyni, 18 ára ungling, og kvaðst hann hafa fengið flöskuna hjá Ástu Júlíusdóttur, kærðu, og látið verða eftir hjá henni tæpar 10 krónur án þess að hún heimtaði þær, en hún tók við peningun- um, að því er upplýstist í málinu, kr. 9,30, en flaskan kostaði í áfengisverzlun ríkisins, er flaskan var frá, kr. 7.00. Annar verknaður hefir eigi sannazt á kærðu, sem er komin yfir lögaldur sakamanna og eigi áður sætt kæru né refsingu. Talsmaður kærðrar hefir krafizt, að kærð yrði sýkn- uð, þar á meðal af 13. gr. því hún hafi ekki vitað, að kaup- andinn væri innan 21 árs, þar sem kaupandinn sé mjög 236 bráðþroska, enda þótt að svo sé, nær engri átt að telja það skilyrði fyrir broti á 13. gr., að sökunautur viti að kaup- andi sé innan 21 árs aldurs. Slíka vitneskju yrði erfitt að sanna og auðvitað verður sökunautur að hlaupa þá sér- stöku áhættu að selja manni áfengi innan 21 árs, þar sem vafi gæti leikið á um aldur kaupanda. Refsing sú, er kærð hefir unnið til samkv. 13. og 15. gr., þykir hæfilega ákveðin kr. 250.00, er greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en ella sæti kærð 13 daga einföldu fangelsi. Ennfremur greiði kærða allan af máli þessu leiðandi kostnað. Enginn óþarfur dráttur hefir orðið á máli þessu. Mánudaginn 11. mai 1936. Nr. 30/1935. Sveinn Bjarnason f. h. Kára Bald- vinssonar, Guðrúnar Jóhannesdótt- ur, Óskars Antonssonar, Maríu Jó- hannesdóttur, Jóns Edvaldssonar, Guð- bjarts Björnssonar og Bjarna Einars- sonar, sem þannig er nefndur í stefn- unni, en í dómsgerðunum Einar Bjarnason (Garðar Þorsteinsson) gegn skiptaráðanda Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar f. h. þrotabús Sigurðar Jóhannessonar og Stein- grími Guðmundssyni (Pétur Magnússon). Veð í bátum, minni en 5 smálestir, talin eiga að sæta reglum um veð í lausafé. Úrskurður skiptaréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar- kaupstaðar 16. júlí 1934: Veðrétturinn til handa vélsmið 237 Steingrimi Guðmundssyni á Akureyri í vélbátnum Jó- hannesi EA. 529 og Filippusi EA. 472 samkv. kaupsamn- ingi dags. 13. júní 1930, þingl. 13. nóv. 1930, skal teljast fullgildur og víkur handveðsréttur samkvæmt yfirlýsingu Sigurðar Jóhannessonar 9. febr. 1934 (réttarskj. 2) fyrir honum. Telja ber, að vélin hafi verið með í veðsetningu bátsins Filippusar og að veðrétturinn í Filippusi hafi ekki fallið burt við afhending vélarinnar. Málskostnaðarkrafan verður ekki tekin til greina. Dómur hæstaréttar. Skiptaréttarúrskurði þeim, sem hér liggur fyrir, hafa áfrýjendur skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 18. marz 1935, að fengnu áfrýjunarleyfi, dags. 19. febr. s. á., og gjafsókn, dags. 20. s. m., og hefir þeim verið skipaður málflutningsmaður. Krefjast áfrýjendur þess, aðallega, að hinn áfrýj- aði úrskurður verði úr gildi felldur og að ákveðið verði með dómi réttarins, að veðréttur stefnda, Steingrims Guðmundssonar, í vélbátunum „Jóhann- esi“ EA 529 og „Filippusi“, EA 472, samkvæmt veðbréfi dags. 13. júní 1930, skuli víkja fyrir hand- veðrétti áfrýjenda í sömu bátum, samkvæmt veð- bréfi, útgefnu 9. febr. 1931. Til vara krefjast áfrýj- endur, að af andvirði bátsins „Filippusar“ skuli kr. 517.70 renna til þeirra sem löglegra veðhafa. Svo krefjast þeir og málskostnaðar fyrir hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndir hafa krafizt staðfestingar á hinum á- frýjaða úrskurði og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Máli þessu er þannig varið, að með bréfi, dags. 13. júní 1930, veðsetti Sigurður Jóhannesson á Ak- ureyri stefndum, Steingrími Guðmundssyni, s. st., ofangreinda báta, „Jóhannes“ og „Filippus“, báða 238 að sjálfsvörzluveði með 1. veðrétti, til tryggingar skuld, að upphæð norskar kr. 1850.00. Bréf þetta var afhent til þinglesturs hinn 13. nóv. 1930 og þing- lesið á manntalsþingi Akureyrar 1931. Með bréfi, dags. 9. febr. 1931, veðsetti Sigurður Jóhannesson hinsvegar áfrýjendum báða þessa báta að handveði — bátinn „Jóhannes“ þó án vélar — til tryggingar skuld að upphæð kr. 4073.71. Í nóvember 1931 var bú nefnds Sigurðar Jóhannessonar tekið til sjald- Þþrotaskiptameðferðar. Lýsti stefndur Steingrímur í búið eftirstöðvum veðskuldarinnar frá 13. júni 1930, n. kr. 1239.77, auk vaxta og kostnaðar, og krafðist þess, að honum yrði sem veðhafa greitt andvirði fyrrnefndra báta úr búinu á sama hátt og um fasteignaveð væri að ræða. Áfrýjendur mót- mæltu hinsvegar gildi veðréttar stefnds Steingríms og kröfðust þess, að andvirði bátanna yrði greitt þeim sem handveðshöfum. Úr ágreiningi þessum var síðan skorið af skiptaréttinum á þann hátt, sem hinn áfrýjaði úrskurður ber með sér. Það hefir komið fram í málinu, að veðbréf stefnds Steingrims frá 13. júní 1930 var ekki lesið á hinu næsta manntalsþingi, eftir að það var gefið út. Nú verður, þrátt fyrir hið almenna ákvæði í upphafi 8. gr. laga um þinglýsing og aflýsing nr. 30/1928, að telja ákvæðin um þinglestur lausafjár- veðs í 7. gr. veðlaga, nr. 18/1887, vera enn í gildi, þar eð þau eru ekki talin meðal þeirra lagafyrir- mæla, sem berum orðum eru úr gildi felld með 16. gr. laga nr. 30/1928, en brýn ástæða hefði verið til að nefna þau þar sérstaklega, ef þeim var ekki ætlað að gilda áfram. Úrslit málsins að því er að- alkröfu áfrýjenda varðar, eru því undir því kom- im, hvort sjálfsvörzluveð stefnds Steingríms, sam- 239 kvæmt veðbréfinu frá 13. júní 1930, skal sæta regl- um um veð í lausafé, eða með það á að fara sem veð í fasteign. Í málinu er það upplýst, að hinir veðsettu bátar voru að stærð, annar 3.3 og hinn 3.4 smálestir. Voru þeir innritaðir í fiskiskipaskrá Eyjarfjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar, „Filippus“ hinn 6. maí 1929 og „Jóhannes“ hinn 8. apríl 1930. Reglur gildandi laga um stofnun og vernd eignarréttar og eignarhafta yfir bátum af þessari stærð eru mjög óljósar. Í 1. sbr. 7. gr. laga um veð í skipum, nr. 20/1907, voru skýr ákvæði um það, að um veð í skrásettum skipum, 5 smálestir að stærð eða meira, skyldi fara eftir almennum reglum laga um veð í fasteignum, en smærri bátar þá jafnframt sæta reglum laga um lausafé. Lög þessi voru felld úr gildi með 281. gr. gildandi siglingalaga, nr. 56/1914, en í 5. gr. síðarnefndra laga segir, að um stofnun og vernd eignarhafta á skrásettu skipi skuli fara eftir reglum um fasteignir, að svo miklu leyti sem þeim verði við komið. Þegar siglingalög- in voru sett náði skrásetningarskyldan til skipa, sem voru 12 smálestir eða stærri, sbr. lög nr. 31/1895, 2. gr., og tilsk. um skipamælingar frá 25. júní 1869, 1. gr., svo og til fiskiskipa, sem stunda fiskveiðar utan landhelgi í Norðursjónum eða utan landhelgi við Færeyjar eða Ísland, þótt smærri væru en 12 smálestir, sbr. lög nr. 20/1901 og lög nr. 17/1902. Með fyrrnefndum lögum um þinglýsing skjala og aflýsing, nr. 30/1928, eru sett ákvæði um þinglýsingu skjala, sem skip varða. Í 4. gr. þeirra segir, að skjölum um báta, 512 smálestir að stærð, skuli þinglýst þar, sem eigandi á lögheimili, en „uin minni báta en 5 smálestir fer sem um lausafé“. 240 Verður að álita, að í síðastnefndu ákvæði felist sú efnisregla, að um stofnun og vernd eignarréttar og eignarhafta yfir bátum, minni en 5 smálestir, skuli fara eftir reglum um lausafé, því að öðrum kosti væri ákvæðið algerlega óþarft og jafnvel villandi, samanborið við fyrra ákvæðið um báta 512 smá- lestir. Þessi skilningur styðst og við það, að við setningu laganna hefir löggjafinn álitið, að fyrr- nefnd lög nr. 20/1907 væru enn í gildi, því fyrir því er gert ráð bæði í 11. og 16. gr. laganna. Mun tilfært ákvæði 4. gr. þannig vera sett með það fyrir aug- um, að um minni báta en 5 smálestir fari sem um lausafé, einnig að því er varðar efnisreglur. Að vísu eru minni bátar en 5 smálestir nú yfirleitt skrásetningarskyldir, eftir 4. gr. laga nr. 37/1930, um skráning skipa, sbr. tilvísunina í þeirri gr. til 5. gr. laga nr. 58/1929, sbr. nú 5. gr. laga nr. 93/1935. Samkvæmt skráningarlögunum gilda í raun og veru engin stærðartakmörk fyrir skrásetningar- skyldu, svo að jafnvel hverskonar róðrarbátar og ferjur geta fallið undir skrásetningarákvæði þeirra. Auðsætt er, að þessi víðtæka skrásetningarskylda smábáta er lögfest vegna eftirlits með öryggi þeirra, en ekki með tilliti til þeirra reglna, sem um þá skulu gilda í fjárviðskiptum manna. Mun löggjaf- inn ekki hafa ætlazt til, að af rýmkun skrásetning- arskyldunnar leiddi það, að sérhvert fljótandi far, hversu smátt sem er, skyldi lúta sömu efnisregl- um og fasteignir, að því er varðar stofnun og vernd eignarréttar og eignarhafta, enda er ekki sjáanlegt, að slíkri reglu yrði almennt við komið. Er því eðli- legast að telja fyrgreint ákvæði 4. gr. þinglýsinga- laganna, að um minni báta en 5 smálestir fari sem 241 um lausafé, haldast óbreytt, þrátt fyrir ákvæði yngri laga um skráningarskyldu smábáta. Samkvæmt því, sem sagt hefir verið hér að fram- an, verður að telja veð það, sem stefndi Steingrim- ur fékk með veðbréfinu frá 13. júní 1930 í bátunum „Jóhannesi“ og „Filippusi“, eiga að sæta sömu reglum sem veð í lausafé. En af því leiðir aftur, þar eð veðbréfið var ekki þinglesið í tæka tið, sam- kvæmt 7. gr. veðlaganna nr. 18/1887, að veðið verð- ur að þoka fyrir handveðrétti áfrýjanda yfir sömu bátum. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi. Eftir málavöxtum þykir rétt, að málflutnings- laun hins skipaða málflutningsmanns áfrýjenda fyrir hæstarétti, er ákveðast 120 krónur, greiðist af almannafé, en að öðru leyti falli málskostnaður fyrir hæstarétti niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði skiptaréttarúrskurður er úr gildi felldur. Laun hins skipaða málflutnings- manns áfrýjenda, Garðars Þorsteinssonar hæstaréttarmálflutningsmanns, kr. 120.00 greið- ist úr ríkissjóði. Að öðru leyti falli málskostn- aður fyrir hæstarétti niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Ágreiningur sá, sem hér er lagður undir úrskurð skipta- réttarins, er risinn út af kaupsamningi, réttarskjali 4, sem er dags. 13. júní 1930, en afhentur til þinglýsingar 13. nóv. s. á. En með kaupsamningi þessum veðsetur Sigurður Jó- hannesson Steingrimi Guðmundssyni vélbátana Jóhannes 16 242 E. A. 529 og Filippus E. A. 472 til tryggingar kaupverði fyrir mótorvél frá firmanu Brödrene Christensen, Oslo, að upphæð ki. 1850.00. Enn er ágreiningurinn um það, hvort vélina í bátnum Filippusi beri að telja með í veð- setningunni og um það, hvort veðrétturinn í bátnum Filip- pusi að miklu leyti sé fallinn niður, og það jafnvel þó veðið væri skoðað fasteignaveð, þannig að ákvæðum samn- ingsins þar að lútandi væri fullnægt. Og loks er fram komin krafa um málskostnað. Rétturinn lítur svo á, að úrslit höfuðágreiningsins velti á því, hvort skoða beri vélbáta þessa sem lausafé að því er veðsetninguna snertir, eða um hana gildi sömu reglur og um veðsetningu fasteigna. Samkvæmt lögum nr. 30 frá 7. maí 1928 eru í fjórðu grein ákvæði um að skjali, sem snertir fasteignir eða skrásetningarskyld skip skuli þinglýsa í þeirri þinghá, sem eignin eða skipið er skráð eða óskað skráð. Þegar þessi lög voru gefin virðast ekki skip fyrir neðan 12 smá- lestir hafa verið skrásetningarskyld, enda eru sérstakar reglur gefnar um þinglýsingu þeirra í þessum lögum, Þannig að um þinglýsingu skipa frá 12—5 smálestir gild- ir sú regla að skjalið skal þinglesið þar sem eigandinn á heima, og auk þess virðist einnig ákvæði um þinglestur fasteigna gilda hér, en um skip undir 5 smálestum gilda reglur um lausafé. Samkvæmt lögum nr. 37 frá 19. maí 1930 um skrásetning skipa eru skip þau, sem hér um ræðir nú skrásetningarskyld. Og þar sem lög þessi voru komin í gildi þegar þinglýsingin fór fram á umræddum kaupsamningi, þá gildir hin almenna regla í 1. lið á. gr. um þinglýsing þessa. Á það verður ekki fallist að vélin sé ekki með í veð- inu í mótorbátnum Filippusi enda hefði orðið að taka hið gagnstæða fram ef svo hefði ekki verið. Á það verður ekki heldur fallist að afhending vélarinnar skoðist sem fyrsta afborgun skuldarinnar er leysi mótorbátinn Filip- pus að nokkru úr veði. Að því er málskostnaðarkröfuna snertir, þá verður hún ekki tekin til greina þegar af þeirri ástæðu, að það er ekki á valdi skiptaréttarins að uppkveða bindandi úrskurði um slíka kröfu. 243 Miðvikudaginn 13. mai 1936. Nr. 22/1936. Ólafur G. H. Þorkelsson (Jón Ásbjörnsson) Segn Eyjólfi Runólfssyni (Garðar Þorsteinsson). Krafa á hendur Þifreiðarstjóra um jarðarfarar- kostnað drengs, sem orðið hafði fyrir bifreið hans og beðið bana af, tekin til greina. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. jan. 1936: Stefndur, Ólafur G. H. Þorkelsson, greiði stefnandanum, Eyjólfi Runólfssyni, kr. 722.50 með 5% ársvöxtum frá 30. ágúst 1935 til greiðsludags og kr. 140.00 í málskostnað, allt inn- an 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst sýknunar af kröfum stefnda og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þar á móti stað- festingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Áfrýjanda bar að sjá um það, að reykháfi þeim, er í máli þessu greinir, væri svo tryggilega fyrir- komið á vagni þeim, er tengdur var við bifreið hans, að ekki gæti nokkur hætta verið á því, að hann félli af vagninum. Svo sem í hinum áfrýjaða dómi segir, voru plankar lagðir utan með reyk- háfnum til þess, að hann skyldi ekki velta niður af vagninum. Það verður að líta svo á, að þessi um- búnaður hafi ekki verið fulltryggur, enda kveðst annar þeirra manna, er ganga skyldi meðfram tengivagninum, hafa horfið frá hlið hans, áður en slysið varð, vegna þess, að hann taldi möguleika á því, að reykháfurinn kynni að velta niður af vagn- 244 inum, og til þess að styðja við hann. En þá missir hann sjónar meðfram hlið vagnsins, og þá verður slysið. Í málinu er það ekki upplýst, að slysið hefði hlotið að vilja til, þótt einskis hefði verið á vant um umbúnað reykháfsins. Þegar af þessum ástæð- um getur áfrýjandi ekki komist hjá greiðslu bóta samkvæmt 2. málsgr. 15. gr. laga um Þifreiðir nr. 70/1931, og með því að áfrýjandi hefir ekkert sér- staklega haft að athuga við einstaka liðu kröfu þeirrar, sem hann er dæmdur til að greiða í hér- aði, og með því að stefndi hefir ekki gagnáfrýjað málinu, verður að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með framanskráðum athugasemdum. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda 300 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ólafur G. H. Þorkelsson, greiði stefnda, Eyjólfi Runólfssyni, 300 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttatilraun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 5. sept. 1935 af Eyjólfi Runólfssyni, hér í bæ, gegn Ólafi Guðmundi Hall- dóri Þorkelssyni, Smyrilsvegi 5, hér í bænum, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 927.50 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi, 30. ág. 1935 til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Einnig var C. A. Broberg f. h. Danske Lloyd stefnt til að gæta réttar síns í málinu. 215 Stefndur krefst sýknu og málskostnaðar, en hefir til vara andmælt kröfunni sem of hárri. Málavextir eru þeir, að 17. maí 1935 var beðið um bif- reið á Vörubílastöðinni hér í bænum frá Stálsmiðjunni við Brunnstíg. Valdist stefndur í ferð þessa á vörubif- reiðinni R. E. 562, sem var eign hans og vátryggð hjá vá- tryggingarfélaginu Danske Lloyd. Hjá Stálsmiðjunni tók stefndur fjórhjólaðan vagn á gúmmivörðum hjólum aftan á bifreiðina, ók með hana niður á hafnarbakka og tók bar á hana reykháf af linubátnum Rifsnes. Var reykháf- urinn lagður langsum á vagninn og skorðaður með því, að setja planka beggja megin við hann. Undirstaða reykháfs- ins var sett á vörupall bifreiðarinnar. Ók nú stefndur með farm þennan vestur á Tryggva- götu, upp Ægisgötu og vestur Nýlendugötu. Tveir menn frá Stálsmiðjunni áttu að ganga með vagninum hvor við sina hlið til að afstýra væntanlegum slysum og ók stefnd- ur svo hægt, að þeir áttu mjög auðvelt með að fylgjast með honum fótgangandi. Þegar kom vestur á Nýlendugötu færði maður sá, sem ganga átti vinstra megin vagnsins, sig til hægri hliðar vagninum aftarlega, og kvaðst hann hafa gert það af ótta við, að reykháfurinn ylti af vagninum vegna þess að á þessum stað hefði verið holur í götunni og dálítill hliðarhalli til vinstri. Kveðst maður þessi aðeins hafa gengið örfá skref í þessari afstöðu til vagnsins, en síðan tekið sömu stöðu og áður við vagninn, þ. e. gengið á eftir honum þannig, að hann sá hvað leið til vinstri. En um leið og maðurinn kom aftur fyrir vagninn, virtist honum vinstra afturhjól hans vera að enda við að renna yfir drenghnokka, sem lá á götunni. Kallaði hann þá upp og kom maður sá, sem gekk við hægri hlið vagninum strax og bifreiðarstójrinn stopp- aði rétt strax. Drengurinn, er reyndist að vera 4 ára gamall sonur stefnanda, slasaðist mjög mikið og dó af afleiðingum slyssins 23. mai 1935. Stefnandi taldi stefndan bera ábyrgð á slysinu, en þar eð hvorki stefndur né vátryggjandi hans reyndist fáanlegur til að greiða stefnanda bætur fyrir slysið, höfðaði hann mál þetta og gerði í því áðurgrend- ar kröfur. Sjónarvottar voru engir að slysi þessu, en undir rekstri 246 málsins virðast aðilar hafa orðið á það sáttir að telja að slysið hafi orðið með þeim hætti, að vinstra afturhjól tengivagnsins hafi farið yfir drenginn, enda virðist það að öilu leyti sennilegast, eftir því, sem fram hefir komið í málinu. Stefndur heldur því hinsvegar fram, að hann beri ekki ábyrgð á slysinu vegna þess að tengivagninn hafi valdið því og ábyrgð sín nái ekki til hans að öðru leyti en þvi, að sér hafi borið að draga hann hægt og hefði hann því borið ábyrgð á tjóni, sem orsakaðist af of hröðum drætti vagnsins, en þar sem upplýst sé, að hraðinn hafi verið mjög lítill, sé hann óábyrgur fyrir slysi þessu. Þá hefir stefndur og haldið því fram, að hann hafi við- kaft alla þá aðgæzlu og varkárni, sem bifreiðarstjóra sé skylt að gæta í sambandi við slíkan akstur, er hér ræðir um, og slysið hafi á engan hátt orsakast af óvarkárni sinni og geti því ekki komið til mála, að hann sé bóta- skyldur út af þvi. Stefndur heldur því fram, að ábyrgðin á tengivagnin- um hafi verið á Stálsmiðjunni eða mönnum beim, er vagn- inum fylgdu af hennar hálfu og ábyrgð sín hafi ekki náð til hans nema um hraðann, eins og áður greinir. Rétturinn verður þó að telja, að ábyrgð bifreiðarstjór- ans nái einnig til þess tjóns, er farmur bifreiðarinnar veldur. Og þar sem svo verður að líta á, að tengivagninn og það, sem á honum var, hafi verið hluti af farmi bif- reiðarinnar í umrætt skipti, enda þótt bifreiðin hafi dreg- ið það á eftir sér, lítur rétturinn svo á, að ábyrgð bif- reiðarstjórans nái til slyssins ef ábyrgð á því útilokast ekki af öðrum ástæðum og verður það nú athugað nánar. Skv. framansögðu lítur rétturinn svo á, að stefndur hafi tekið á sig ábyrgð á flutningnum öllum, þegar hann tók farminn á hafnarbakkanum og að menn Þeir, er fylgdu honum, hafi því starfað á ábyrgð hans. Sérstaklega er það ljóst, að svo hefir verið, vegna þess að upplýst er í mál- inu, að sá hluti farmsins, sem á vörupalli bifreiðarinnar var, var svo fyrirferðarmikill, að stefndur sá ekki út um afturgluggann á stýrishúsi bifreiðarinnar. Hann gat því ekki sjálfur gætt þeirrar skyldu sinnar, að aðgæta hvað gerðist við hliðar bifreiðarinnar og þurfti því að gera sérstakar varúðarráðstafanir þess vegna, og voru þær í 247 því fólgnar, að tveir menn fylgdu bifreiðinni, er ók svo hægt, að þeir gátu fylgt henni gangandi. Af þessu er ljóst, að fylgdarmennirnir hafa eins og áður er sagt, rækt vissan hluta af skyldu þeirri, er stefnd- um bar að rækja, og hafa þvi starfað á ábyrgð stefnds og þar sem viðurkennt er, að slysið muni hafa orsakast af óaðgætni annars þessara manna, litur rétturinn svo á, að stefndum beri að bæta tjón það, er slysið olli stefnanda og kemur bótaupphæðin þvi næst til álita. Stefnukrafan sundurliðast þannig: 1. Útfarar og auglýsingakostnaður ........ kr. 522.50 2. Fyrir að gera utan um leiði drengsins .. — 300.00 3. Vinnutap stefnanda vegna slyssins ...... — 105.00 Samtals kr. 927.50 1. líðnum hefir stefndur ekki andmælt og verður hann því tekinn til greina að fullu. 9. lið hefir stefndur andmælt á þeim grundvelli, að ekki sé svo föst venja að gert sé utanum leiði, að kostn- aður við það geti orðið talinn til venjulegs greftunar- kostnaðar. Rétturinn lítur þó svo á, að taka beri þennan kröfu- lið til greina, þó þannig að hann verði lækkaður niður í kr. 200.00. 3. Stefnandi kveður konu sína hafa orðið mjög hug- sjúka og veika út af slysinu og hafi hann orðið að vera heima í sex daga og sleppa atvinnu sinni þann tíma. Hann kveðst hafa haft krónur 17.50 á dag og er þessi kröfuliður hans sú upphæð margfölduð með dagafjöldan- um, sem hann neyddist til að sleppa vinnu vegna slyssins. Staðhæfing stefnanda um þessi atriði er ekki véfengd. Rétturinn lítur þó svo á, að tjón það, er stefnandi hefir beðið af þessari ástæðu sé eigi nógu eðlileg né bein (adækvat) afleiðing slyssins til þess, að stefndur verði, gegn andmælum sinum, dæmdur til að bæta það og verður þessi kröfuliður því ekki tekinn til greina. Úrslit málsins verða því skv. framansögðu þau, að stefndur verður dæmdur til að greiða kr. 722.50, með vöxtum eins og krafist var og málskostnaðar, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 140.00. 248 Miðvikudaginn 13. maí 1936. Nr. 186/1934. H/f Efnagerð Reykjavíkur (Jón Ásbjörnsson) segn h/f Svanur (Garðar Þorsteinsson). Stefnda dæmt óheimilt að nota vörumiða, sem voru of líkir vörumiðum áfrýjanda. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. júlí 1934: Stefndur, h/f. Svanur, skal vera sýkn af kröfum stefnandans, A. Herskind f. h. h/f. Efnagerð Reykjavíkur, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndum 75 krónur í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með stefnu, útgefinni 4. des. 1934, hefir áfrýjandi skotið máli þessu til hæstaréttar og krafizt þess, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt og hrundið á þá leið, að hinu stefnda firma h/f „Svanur“ verði dæmt óheimilt að nota vörumiða þá, sem lagðir hafa verið fram í málinu, en það eru: 1) miðar gerðir þannig, að innan í aflöngum rétthyrndum ferhyrningi með blárri umgjörð af smásvönum er blátt skáband og á það letrað vöruheitið, en mynd af svan og áletrað firmanafn eins og segir í hin- um áfrýjaða dómi, 2) samskonar miðar að öðru leyti en því, að umgjörðin og skáborðinn eru svört að lit og 3) dökkbláir miðar með samskonar lagi og með rauðum skáborða, sem letrað er á „Svana“, en „Lyftiduft“ letrað fyrir neðan á hinn bláa grunn og með þremur svönum á bláa grunninum fyrir ofan borðann. Svo krefst áfrýjandi og þess, að hið stefnda firma verði dæmt til að ónýta umbúðir þær og miða, sem þannig eru gerðir. Loks krefst 249 hann málskostnaðar fyrir báðum réttum eftir mati dómsins. Stefndur krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Þau tvö hlutafélög, sem deila í máli þessu, hafa fengizt við tilbúning ýmissa svipaðra efna til mat- argerðar. Hið stefnda hlutafélag er stofnað árið 1930 og tók að framleiða greind efni eftir áramótin 1930—1931. Áfrýjandi hafði þá starfað um alllangt skeið, og er það ágreiningslaust í málinu, að hann hafi þá verið fyrir nokkrum tíma tekinn að nota á umbúðir á vörur sínar vörumiða, sem lagðir hafa verið fram í málinu, en það eru: a) miðar, gerðir sem segir í tilkynningu áfrýjanda til vörumerkja- skrárinnar (nr. 33) og lýst er í hinum áfrýjaða dómi, þó með þeirri viðbót, að í efra vinstra horni miðanna er prentað h/f Efnagerð Reykjavíkur, að í neðra hægra horni er mynd af telpu og að grunn- ur miðanna er hvítur, umgjörðin, skáborðinn, mynd- in og firmanafnið blátt, b) miðar, gerðir sem í a-lið segir, þó með þeirri breytingu að grunnur miðanna er rauður, firmanafnið er prentað með hvitum stöf- um og meðfram skáborðanum liggja tvær hvitar linur. Eftir að hið stefnda firma hóf starfrækslu sína notaði það fyrst um sinn vörumiða, sem áfrýj- andi taldi hagsmunum sínum bagalausa, en eftir að áfrýjandi varð þess vís, að stefndur var tekinn að nota vörumiða þá, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi og í sambandi við kröfugerð áfrýjanda, til- kynnti áfrýjandi til vörumerkjaskrárinnar vöru- merki það, sem í hinum áfrýjaða dómi getur og að framan er minnst á. Með því að stefndur lét sig þessa skrásetningu engu skipta, höfðaði áfryjandi mál þetta. 250 Stefndur telur kröfur áfrýjanda á engum rök- um reistar og það af eftirtöldum ástæðum: 1) Að vörumiðar hans séu svo ólíkir vörumiðum áfrýjanda, að ekki verði um villæt, þar eð firma- nöfn og myndir á vörumiðunum aðgreini þá nægi- lega. 2) Að vörumiðar áfrýjanda geti ekki notið vernd- ar sem löglega skrásett vörumerki. Þessu til stuðn- ings færir stefndur, að svo sé ákveðið í 3. gr. laga um vörumerki nr. 43 frá 1903, að í tilkynningu vörumerkis til skrásetningar eigi að vera greinileg lýsing á því, en í hinu skrásetta vörumerki áfrýj- anda sé ekki getið um lit þess, að á vörumiðum á- frýjanda sé firmanafn hans og mynd af telpu, sem að engu sé getið í hinni skrásettu lýsingu. Um 1. Vörumiðar stefnda eru að vísu frábrugðn- ir vörumiðum áfrýjanda að ýmsu leyti bæði að því er varðar áletrað firmanafn, myndir og litilsháttar tilbrigði í litum sumra miðanna. En vörumiðum málsaðilja er það sameiginlegt, að breiður skáborði tengir saman andstæð horn eða andstæðar hliðar rétthyrnds ferhyrnings og á borðann er letrað vöru- heitið eða hluti þess. Er þetta svo sérkennandi fyr- ir vörumiða aðiljanna, að hætta verður að teljast vera á því, að villzt geti orðið á þeim. Um 2. Í 3. málsgr. 11. gr. vörumerkjalaganna er svo kveðið á, að maður, sem sannar í dómsmáli, að hann hafi fyrstur manna notað ákveðið vörumerki, geti, með þeim skilyrðum, sem segir í greininni, fengið sér dæmdan einkarétt til vörumerkisins, þrátt fyrir það þó annar maður hafi orðið fyrri til að skrásetja það. Af greindu ákvæði vörumerkja- laganna, sbr. 5. gr. nr. 5 sömu laga og 9. gr. laga nr. 84 frá 1933, um óréttmæta verzlunarháttu, þykir 251 mega leiða þá reglu, að þegar um óskrásett vöru- merki er að ræða, geti sá, sem sannar að hann hafi fyrstur tekið að nota það, fengið öðrum, sem síðar hafa tekið það upp, dæmt óheimilt að nota það eða önnur merki, sem eru svo áþekk því, að villast megi á þeim. Þess er þegar setið, að áfrýjandi hafði um tíma notað vörumiða sína, áður en stefndur hóf notkun vörumiða þeirra, sem mál þetta er risið út af, og ekkert liggur fyrir, sem gefur ástæðu til að ætla, að áfrýjandi hafi samþykkt þessa notkun stefnda með orðum eða framkomu. Samkvæmt þessu þykir bera að taka kröfu áfrýjanda til greina án tillits til þess, hvort vörumerki hans er nægilega greinilega lýst í vörumerkjaskránni eða ekki. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti og undirrétti og ákveðst hann kr. 300.00. Því dæmist rétt vera: Stefnda, h/f „Svanur“, skal vera óheimilt að nota vörumiða af sömu gerð sem þá, sem lagð- ir hafa verið fram í málinu og lýst er í kröfu- gerð áfrýjanda og forsendum hins áfrýjaða dóms, og ber stefnda að ónýta vörumiða þá, sem þannig eru gerðir og hann hefir umráð yfir. Stefndi greiði áfrýjanda, h/f „Efnagerð Reykjavíkur“, kr. 300.00 í málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 252 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Hinn 9. september f. á. tilkynnti h/f Efnagerð Reykja- víkur hér í bæ til skrifstofu vörumerkjaskráritarans í Reykjavík tvö vörumerki til skráningar, sem síðan voru skrásett 16. s. m., sem nr. 33 og 34 og var skrásetningin síðan auglýst í 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins, sem út kom 12. okt. f. á. Sameiginlegt fyrir bæði merkin er það, að þau eru rétthyrningar. Eru þeir myndaðir af ferhyrnd- um ramma, gerðum af mjórri línu, með litlum hálfhringum settum á línuna og vita bogarnir frá henni. Í bilinu milli hálfboganna ofanverðra eru smádeplar, en út frá hverju horni rammans er hálfhringur. Hinsvegar eru vörumerk- in frábrugðin að því leyti, að frá neðra vinstra horni ann- ars rétthyrningsins (nr. 33) liggur breytt band upp í efra hægra horn hans, en samhliða því liggja fjórar linur, tvær að ofan og tvær að neðan. Í hinu vörumerkinu (nr. 34) liggur bandið og línurnar aftur á móti frá neðra hægra horni til efra vinstra horns. Í tilkynningunni um vöru- merkin er ekkert tekið fram um það, að þau verði prentuð með nokkrum sérstaklega tilteknum litum. Eru merki þessi rotuð á umbúðir á allskonar efnum sem Efnagerðin fram- leiðir. Nú kveður Efnagerðin, að annað firma hér í bænum h/f. Svanur, hafi tekið upp tilgreindar eftirlíkingar af vörumerkjum þessum, og noti þær á framleiðsluvörur sin- ar, svo sem lyftiduft, allskonar bökunardropa og ef til vill fleiri efni. Telur hún að þetta athæfi nefnds firma brjóti í bága við rétt hennar til vörumerkjanna samkvæmt vörumerkjalögunum, nr. 43 frá 13. nóv. 1903, og sé það því algerlega ólöglegt. Hefir því framkvæmdastjóri h/f. Efnagerðin í Reykjavík eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað mál þetta fyrir bæjarþinginu með utanréttarstefnu dags. 9. nóv. f. á. gegn h/f. Svanur, hér í bænum og gert Þær réttarkröfur, að stefndum verði dæmt óheimilt að nota áðurgreind merki, eða hafa til sölu vörur, sem auð- kenndar eru með þeim, svo og að ónýta umbúðir þær og áprentaða miða með merkjum þessum, sem stefndur nú kann að eiga. Þá hefir stefnandi krafizt málskostnaðar hjá stefndum að skaðlausu. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda, og krafizt algerðrar sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum 253 eftir mati réttarins. Byggir stefndur sýknukröfuna á því, að merki þau, sem hann noti séu engan veginn svo lík hinum skrásettu vörumerkjum stefndanda, að til mála komi, að almenningur villist á merkjunum og blandi þeim saman, og telur hann sig því á engan hátt hafa gengið eða ganga á rétt stefnanda með notkun merkja sinna. Merki þau, sem stefnandi krefst að stefndum verði bann- að að nota, eru með tvennskonar gerð. Annað merki stefnds er þannig að gerð, að yzt er rauður rétthyrningur, grunnurinn er dökkblár og milli enda rétthyrningsins gengur rautt band með hvítum, mjóum kanti og orðið „Svana“ prentað á bandið, sem liggur skáhalt frá neðan- veiðri vinstri hlið til ofanverðrar hægri hliðar. Á grunnin- um ofan við band þetta eru myndir af þremur svönum. Hitt merkið er einnig rétthyrningur, myndaður af einu mjóu striki, og allt í kring um það er röð af litlum svönum. Frá neðra hægra horni upp til vinstra efra horns liggur breitt band, en engin strik samhliða því. Neðan við band- ið vinstra megin er alláberandi mynd af svan og ofan við bað hægra megin prentuð orðin „h/f. Svanur Reykjavik“. Af framangreindum lýsingum á merkjunum, svo og þvi hvernig sýnishorn af þeim, sem fram hafa verið lögð í málinu koma fyrir sjónir, er það ljóst, að merki þau, sem stefndur notar, eru svo ólík hinum skrásettu vörumerkj- um stefnanda, að ekki verður álitið, að nokkur hætta sé á, að villst verði á merkjunum yfirleitt, enda þótt þau sé notuð á samkonar vörutegundir af báðum aðilunum. Hafa þvi framangreindar dómkröfur stefnanda ekki við rök að styðjast og ber því að taka sýknukröfu stefnds til greina og tildæma honum málskostnað og þykir hann hæfilega á- kveðinn kr. 75.00. 254 Föstudaginn 15. maí 1936. Nr. 128/1935. Réttvísin og valdstjórnin (Th. B. Líndal) segn Jóni Guðfinnssyni og Kristjáni Ebenezer Kristjánssyni (Jón Ásbjörnsson). Brot gegn ákvæðum 200. gr. alm. hegningarlaga, 260. gr. siglingalaganna og 1. nr. 40 frá 1922 og nr. 50 frá 1924. Dómur sjóréttar Ísafjarðarsýslu 26. júní 1985: Ákærður Kristján Ebenezer Kristjánsson á að vera sýkn af ákæru réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli Þessu. Ákærður Jón Guðfinnsson greiði 200 kr. sekt í ríkis- sjóð og komi 18 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði hann allan kostnað sakarinnar, þar á meðal málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Jóhanns Bárð- arsonar, kr. 50.00. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, verður að telja ákærðan Jón Guðfinnsson hafa gerzt sekan um gáleysi í sambandi við fermingu þar greinds vélbáts þann 3. júlí 1934, og að ákærði hafi þar með orðið valdur að mannsláti og sjótjóni. Er þetta brot ákærða og þau önnur, sem í dóminum greinir, rétti- lega heimfærð undir þar nefndar lagagreinir. Þyk- ir refsing ákærða fyrir þau brot hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði Kristján Ebenezer Kristjánsson réð á- kærða Jón Guðfinnsson til formennsku og, að því 255 er virðist, einnig til vélgæzlu á v/b Tóta, sem var rúmar 6 brúttósmálestir að stærð og hafði 20 hest- afla vél, til tveggja mánaða, þann 1. júlí 1934, enda þótt Jón hefði hvorki rétt til formensku á vélbát af þessari stærð né gæzlu vélar með þessari hest- aflatölu, og þrátt fyrir það. boð 6. gr. laga nr. 50/1924, að á mótorskipum með 12—50 hestafla vél skuli vera einn vélgæzlumaður, er fullnægi skil- yrðum 3. gr. sömu laga. Ákærði Kristján, sem lét bátinn fara í erindum þriðja manns frá Bolungar- vík til Ísafjarðar þann 3. júlí 1934, og einnig bar að sjá um að hann væri löglega mönnum skipaður, hefir með þessum hætti gerzt brotlegur við 1. sbr. 3. málsgr. 260. gr. siglingalaganna, og þykir refs- ing hans fyrir það brot hæfilega ákveðin 150 króna sekt í ríkissjóð, og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað hennar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum málalokum, þykir verða að dæma hina ákærðu in solidum til að greiða allan kostnað sakarinnar í héraði, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs talsmanns þeirra þar, 50 krónur, og allan áfrýjunarkostnað hennar, þar á meðal mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, 100 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði Jón Guðfinnsson sæti 45 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði Kristján Ebenezer Kristjánsson greiði 150 króna sekt í ríkissjóð og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms 256 Hinir ákærðu greiði in solidum allan sakar- kostnað í héraði og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs talsmanns síns í héraði, Jóhanns kaup- manns Bárðarsonar, 50 krónur, og málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Theó- dórs B. Líndals og Jóns Ásbjörnssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir sjódóminum af hálfu réttvis- innar og valdstjórnarinnar gegn ákærðum Jóni Guðfinns- syni og Kristjáni Ebenezer Kristjánssyni, formönnum í Bolungarvik, fyrir meint brot á 17. kapit. almennra hegn- ingarlaga 25. júní 1869, 12. kap. siglingalaga nr. 56. 30. nóv. 1914, lögum nr. 40 19. júní 1922 um atvinnu við sigl- ingar og lögum nr. 50 4. júní 1924 um atvinnu við vél- gæzlu á íslenzkum mótorskipum, en tildrög málsins eru þessi: Hinn 3. júlí 1934 fór ákærði Jón Guðfinnnsson á vél- bát Tóta, Í. S. 10, sem samkvæmt skipaskrá var talinn 6,04 rúmlestir að stærð frá Bolungavík til Ísafjarðar til þess að sækja við o. fl. Meðákærði Kristján E. Kristjáns- son, sem er eigandi skipsins, var með í förinni sem far- þegi ásamt fleiri mönnum, en skipi, sem hann hafði ráð- ið ákærða Jón Guðfinnsson til að vera formann á um lveggja mánaða skeið frá 1. júlí, hafði hann léð Einari kaupmanni Guðfinnssyni til flutninga þessara. Við rannsókn málsins er með eiðfestum framburði vitna og á annan hátt þetta upplýst: Síðari hluta greinds dags hafði farmi verið komið fyr- ir í v/b Tóta og tvö uppskipunarskip, sem hafa átti í eftir- dragi og var farmi þannig fyrirkomið: 257 Seglfesta, lóð, keðjur og möl, ca. 1000 kg. var í bátnum eftir því, sem formaður hefir getað upplýst. Undir þiljur í skut voru látin 3 skp. kol. Í lest var raðað girðingar- staurum eins og rúm leyfði. Girðingarstaurum var raðað á þilfar bátsins svo að hlaðinn stóð nokkuð upp fyrir skjólborð, en hæstur miðskipa, þar einn eða tæpur meter á hæð. Í göngum fram með stýrishúsi og lúkarskappa var raðað staurum í hæð með skjólborðinu. Miðþilfarið fyrir framan siglu var autt, en nokkurar — 9 — girðinganets- rúllur ca. 30 kg. að þyngd hver, voru á skipinu ofan þilja, en eigi er fullt upplýst hvar þær hafa verið. Er v/b Tóti lagði frá bryggju voru í honum 3 skip- verjar og 14 farþegar. En fargjald skyldi þó enginn greiða. Af skipverjum voru tveir niðri í vélarrúmi og af farþeg- um 4 í lúkar og því 11 manns á þilfari. Einn maður var í hvoru uppskipunarskipanna. Veður var lygnt og sjór sléttur. Á fimmtu stundu eftir hádegi var lagt frá bæjarbryggij- unni á Ísafirði. Þá þegar fór ákærði Jón Guðfinnsson nið- ur í vélarrúmið til þess að gæta að vélinni, en fól með- ákærðum Kristjáni að lita eftir ofanþilja. Fylgibátunum var þannig fyrir komið að þeir voru tengdir saman, en annar þeirra svo bundinn í v/b Tóta með dráttartaug úr digrum kaðli, sem bundinn var í krussholt á stjórnborðs- hlið á v/b Tóta gegnt stýrishúsi. Hægt var lagt frá bryggj- unni, en ferð smá aukin þangað til ætla má að allþungt skrið hafi verið komið á alla bátana. Hafði þá ákærði Kristján orð á því, að fylgibátarnir gerðu velting á bátinn og mundi réttara að flytja dráttartaugina aftur í stafn- boga yfir stýri vélbátsins, til þess að átakið kæmi beint á lengdarlínu hans. Kallaði þá einn af farþegunum niður í vélarrúmið: að stöðva skyldi bátinn og var það gert, og í sömu svifum skipti ákærði Kristján á skiptihjólinu svo að spaðarnir sýndu núll eða jafnvel aftur á bak. Beygði hann sig í sömu andrá niður til þess að leysa dráttar- taugina úr krussholtinu jafnskjótt og á henni slakaði, en taugin var sver og lét illa að, og áður hann fengi um hana losað fann hann, að aftur stríkkaði á henni. Leit hann þá upp til að sjá hverju sætti og sá þá að annar fylgibáturinn hafði runnið fram með bakborðshlið v/b Tóta og með á- taki sinu snarsnúið vélbátnum til stjórnborða. Skipti nú 17 258 engum togum, stjórnborðshlið vélbátsins seig í sjó og skutur hans niður. Sumt af fólki því sem var á v/b Tóta komst hrakninga- lítið yfir í fylgibátana, en aðrir fóru í sjóinn og velktust nokkuð. Komust þó allir upp í fylgibátana lítt þrekaðir nema ein kona, Jóhanna Kristjánsdóttir, sem náðist en eigi tókst að lífga þótt læknir væri strax til kvaddur. Á atburðum þessum er í vörninni í málinu gefin þessi skýring: Er skrið tók af vélbátnum við það að tekin var spenna af vélinni og spaðar stilltir á núll, hafi fylgibát- arnir haldið skrið sinum fullum um sinn. Er þeir þannig sóttu fram á vélbátinn, slakknaði á dráttartauginni, sem fest var í vélbátinn, en sökum þunga sins sökk hún jafn- oðum í sjó þar til hún var komin dýpra en kjölur vél- bátsins. Flutti fylgibáturinn, er hún var tengd í, hana fram undir kjöl vélbátsins þangað til hana þraut, svo að við- nám varð í festingu hennar í krussholtinu. En þá var enn svo mikill skriður á fylgibátnum, sem tilviljun hafði gefið þá stefnu, að hann varð bakborðsmegin við vélbátinn, að átakið raskaði jafnvægipunkti vélbátsins svo að farmur skákaðist og orsakaði að stjórnborðshliðin seig í sjó, þar til sjór féll í vélarrúmið og keyrði skut hans niður. Skýr- ing þessi, sem styrkt er af framburði vitna virðist sennileg. Eins og að framan segir, var ákærður Jón Guðfinns- son formaður á v/b Tóta, er slysið varð, og ber því, sbr. 2. málsgr. 31. gr. siglingalaganna, nr. 56 1914, að sjá um hleðslu og annað, er að haffæri skipsins laut, væri í góðu lagi, er lagt var upp í ferðina. Í málinu er það upplýst, að auk ákærðu fóru með bátn- um ýmsir vanir sjómenn og virðist svo, að þeir hafi ekki fundið neitt sérstaklega athugavert við hleðslu bátsins. Einnig er það upplýst í málinu, að Jón Guðfinnsson hafi ásamt tveim mönnum öðrum reynt stöðugleika báts- ins eftir að allur farmurinn hafði verið látinn í bátinn að undanteknum kolum og virrúllunum, þannig að þeir fóru Þrír út í borðin til skiptis til að vita hve mikið báturinn hallaðist við það, og er sannað með eiðfestum framburði lveggja vitna, að þeim hafi þá virst báturinn stöðugur. Þrátt fyrir þetta, og þótt báturinn hafi að líkindum verið fær til ferðarinnar í sama veðri fylgibátalaus, þá 259 lítur rétturinn svo á, að það hafi verið óvarlegt að bæta mörgum farþegum á bátinn þannig hlaðinn sem hann var og ætla honum um leið að draga á eftir sér tvö hlaðin og þung uppskipunarskip. Verður rétturinn því að líta svo á, að hinum ákærða formanni hafi átt að vera það ljóst, að slys gæti af hlotist. Rétturinn verður því að vera þeirrar skoðunar, að ákærði hafi ekki við hið umrædda tækifæri sýnt þá aðgæzlu og varúð, er honum bar, og með því hirðuleysi sínu og gá- leysi orðið valdur að slysi þvi, er varð við umrætt tæki- færi. Með eigin játningu ákærðs Jóns Guðfinnssonar er sann- að, að hann er hann réðist sem formaður á v/b Tóta eigi hafði skipstjóra- né formannsskirteini, eða skirteini, er heimilaði honum að gæta vélar stærri en 12 hestafla, og hefir hann þannig gerzt brotlegur við ákvæði 2. gr. |. nr. 40 1922, og 3. sbr. 2. gr. 1. nr. 50 1924. Samkvæmt framansögðu þykir verða að heimfæra brot ákærða Jóns Guðfinnssonar, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, fæddur 11. sept, 1911 og hefir ekki áður sætt ákæru eða refsingu fyrir neitt lagabrot undir 261. gr. siglingalaganna og 200. gr. almennra hegningarlaga svo og framangreind ákvæði laga nr. 40 1922 og nr. 50 1924, sbr. 25. gr. 1. nr. 40 1922 og 10. gr. I. nr. 50 1924, og þykir refs- ing hans með tilliti til framangreindra málsbóta og ungs aldurs hæfilega ákveðin 200 kr. sekt, er renni í ríkissjóð, og komi 18 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún cigi er greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Í málinu er það upplýst, að ákærði Kristján E. Krist- jánsson, sem er eigandi v/b Tóta, hafði lánað Einari Guð- finnssyni kaupmanni í Bolungavík, bátinn til ferðar þeirr- ar, er um“ræðir en sjálfur aðeins verið farþegi með bátn- um. Verður því að áliti réttarins eigi talið að honum hafi borið sérstök skylda til að lita eftir eða hlutast til um hieðslu eða haffæri bátsins, enda hafði hann engin af- skipti að hleðslunni. Að vísu er sannað, að ákærði Jón Guðfinnsson hafi falið Kristjáni eftirlit ofan þilfars, er lagt var af stað í ferðina, en það verður að lita svo á, að starf þetta hafi hann framkvæmt á ábyrgð formannsins og að hann, Kristján, verði eigi sakaður um neina sérstaka óvarkárni eða hirðuleysi í þann stutta tíma, er hann hafði 260 eftirlit þetta á hendi. Verður því eigi talið að Kristján hafi gerzt brotlegur við 12. kap. siglingalaganna né 17. kap. alm. hegningarlaga. Eigi verður Kristján heldur dæmdur til refsingar sam- kv. 1. nr. 50 1924 né lögum nr. 40 1922 þar eð hegningar- ákvæði þeirra laga eiga aðeins við þá, er stunda þar um rædda atvinnu í heimildarleysi. Ber því að sýkna hann af kröfum réttvísinnar og vald- stjórnarinnar í máli þessu. Samkvæmt þessu ber að dæma ákærða Jón Guðfinnsson til að greiða allan kostnað sakarinnar þar á meðal 50 kr. í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Jóhanns Bárð- arsonar, kaupm. Á máli þessu hefir enginn óþarfur drátt- ur orðið. Mánudaginn 18. maí 1936. Nr. 114/1935. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Sigurgeir Sigurðssyni (Sveinbjörn Jónsson). Skaðabætur dæmdar vegna líkamsmeiðinga, er hlutust af ógætilegum bifreiðarakstri. Dómur lögregluréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar- kaupstaðar 25. júní 1934: Kærðu bifreiðarstjórarnir Sig- urgeir Sigurðsson, Syðra-Hóli í Öngulstaðahreppi og Helgi Árnason, Skálpagerði í sama hreppi, og ennfremur vátrygg- ingafélagið Baltica h/f Reykjavík, greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn Helga Stefánssyni á Þórustöðum í Öngul- staðahreppi f. h. sonar hans Stefáns Helgasonar 5517.60 — fimm þúsund fimm hundruð og sautján — krónur og 60 aura ásamt 5% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 10. marz 1934 að telja þar til greitt er, þá greiði kærðu ásamt vátryggingarfélaginu Baltica h/f einnig in solidum Helga Stefánssyni 250 — tvö hundruð og fimmtíu — krónur í málskostnað. 261 Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá löglegri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eftir atvikum málsins, sem rétt er lýst í hinum áfrýjaða dómi, verður að telja kærða hafa fyrir óvarkárni orðið valdan að slysi því, er drengurinn Stefán Helgason varð fyrir þann 4. ágúst 1933. Með óvarkárni þessari hefir kærði gerzt brotlegur við 1. málsgr. 15. gr. laga nr. 70/1931, um notkun bif- reiða, og þykir refsing hans fyrir þetta brot hæfi- lega ákveðin, samkv. 14. gr. sömu laga, 100 króna sekt í ríkissjóð, og komi 7 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt framanskráðu verður að dæma kærða til að greiða bætur fyrir heilsuspjöll og þján- ingar, er ofannefndur drengur, sem eigi verður tal- inn hafa skert rétt sinn til bóta, hlaut af slysi því, er áður greinir, svo og læknishjálp og spítalavist hans. Því er ekki mótmælt, að læknishjálp og spi- talavist hafi kostað kr. 517.60, og verður þvi að dæma kærða til að greiða þessa upphæð. Upphæð skaðabótakröfunnar, sem faðir drengsins hefir á- kveðið kr. 8000.00, hefir, einnig að því er kærða varðar, að því er virðist, verið mótmælt, og verður því að meta það, hversu há hún skuli metin. Eftir að drengurinn var kominn á spítalann, hljóp drep í sárið, en það varð þó grætt með þvi að flytja skinn af læri á sárið, og með þeim árangri, er í hinum áfrýjaða dómi segir. En eftir uppkvaðn- ingu dómsins hafa tveir læknar skoðað drenginn, annar 29. júní f. á., en hinn 4. april þ. á. Samkvæmt fyrri læknisskoðuninni gengur drengurinn haltur, 262 fóturinn styttur að mun, mjaðmargrindin skekkt, sigin hægramegin, og byrjandi hryggskekkja. Yfir brotsárinu er utanvert á leggnum ca. lófastór, sár, gljáandi örvefur. Telur læknirinn, að við framtið- arvinnu drengsins verði þessi örkuml vafalaust mjög til baga, þótt rétta megi grind og hrygg nokk- uð með hækkuðum sóla. Eftir síðari læknisskoðun- inni er ör á fætinum ofanvert við öklalið ca. 13x 16 cm. að stærð, allt klætt mjög þunnri, sléttri og veiklulegri húð. Fóturinn er talinn styttur um 3 cm., og talsverður halli sést á mjaðmargrindinni, þegar drengurinn er látinn standa uppréttur með hæla og tær saman. Vottur af bjúg er í kringum ökla og á rist, og sjúklingurinn segir, að við á- reynslu beri meira á bjúgmyndun á fætinum, jafn- framt því sem hann þá fái verki í hann. Loks segir í síðara læknisvottorðinu, að þar sem nú sé liðið hálft þriðja ár frá því er slysið vildi til, verði litlar líkur taldar fyrir frekari bata. Samkvæmt þessu virðist mega ætla, að drengur- inn muni bera þungar og varanlegar minjar slyssins og að það muni hafa alvarlegar afleiðingar um at- vinnumöguleika hans. Að þessu athuguðu virðist skaðabótabótakröfunni svo í hóf stillt, að taka beri hana til greina að öllu leyti. Og verður því að dæma kærða til að greiða hina kröfðu upphæð, alls kr. 8517,60, með 5% ársvöxtum frá 10. marz 1934 til greiðsludags. Inn í málið hafa verið dregnar kröfur á hendur tveimur öðrum aðiljum, Helga Árnasyni og vá- tryggingarfélaginu Baltica, sem ekkert eru við brot kærða í máli þessu riðnir, nema að bifreiðin var skráð á nafn Helga, er slysið vildi til, þótt kærði væri þá orðinn eigandi hennar, og Baltica hafði 263 tekið að sér vátrygginguna samkvæmt bifreiðalög- unum. Með því að ekki verður dæmt um skyldur þessara aðilja vegna slyssins í opinberu máli á hendur bifreiðastjóranum, þykir verða að ómerkja hinn áfrýjaða dóm að því leyti sem hann geymir á- kvæði um bótaskyldu þeirra og vísa kröfu í því efni ex officio frá héraðsdómi. Meðferð héraðsdómarans, Steingríms Jónssonar, fyrrverandi bæjarfógeta á Akureyri og sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu, á máli þessu hefir að ýmsu leyti verið aðfinnsluverð, og skal þetta sérstaklega tek- ið fram. 1. Í þinghaldi 10. marz 1934 segir, að krafa sé komin fram frá föður drengsins um málshöfðun af hálfu valdstjórnarinnar á hendur kærða og hinum tveimur áðurnefndu aðiljum „til sekta og skaða- bóta“, og síðar segir í sama þinghaldi, að dómar- inn „muni nú“ höfða slíkt mál á hendur þessum aðiljum öllum, en stefna var engin gefin út í mál- inu né nánari grein gerð fyrir því, hvert sakarefni væri eða eftir hvaða lögum mál væri höfðað. Þrátt fyrir þenna galla á höfðun málsins, þykir ekki full- næg ástæða til þess að ómerkja dóm og málsmeð- ferð, með því að kærði mátti vita, að málið hlyti að vera höfðað fyrir brot á bifreiðalögunum og til bóta vegna slíks brots, enda kom fram vörn Í mál- inu varðandi bæði þessi atriði. 2. Í hinum áfrýjaða dómi segir, að ekki hafi komið fram „krafa frá aðilum um, að bifreiðar- stjórinn (þ. e. kærði) verði sektaður, og virðist lög- regluréttinum eftir þeim upplýsingum, sem fram eru komnar, ekki vera ástæða til dæma hann til sektagreiðslu“. Þrátt fyrir þessa einkennilegu og ó- fullkomnu rökfærslu fyrir þeirri ályktun dómar- 264 ans, að dæma kærða ekki til sektagreiðslu, Þykir mega lita svo á, að í hinum tilvitnuðu orðum dóms- ins felist sýknun af refsikröfunni á hendur kærða, en ekki frávísun þeirrar kröfu, og þykir því ekki næg ástæða til að ómerkja dóminn vegna vöntun- ar á úrlausn um refsiatriði málsins. 3. Héraðsdómarinn hefir ekki sett í niðurlag dómsins nokkra athugasemd um úrlausn á refsi- atriðinu í málinu. 4. Þá hefir héraðsdómarinn dæmt hina Þrjá framannefndu aðilja in solidum til að greiða föður drengsins málskostnað, eins og málið væri einka- mál og hann sækjandi þess, enda virðist héraðs- dómarinn hafa haft allóljósa hugmynd um, að hér væri um opinbert mál að tefla, jafn vel þótt hann hefði í þinghaldinu 10. marz 1934 tilkynnt aðiljum, að mál yrði höfðað gegn þeim af hálfu valdstjórn- arinnar. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms verður því að fella úr gildi. 5. Hefir héraðsdómarinn dregið dómsuppsögu í málinu frá 28. april 1934 til 25. júní s. á. án þess að réttlæta þann drátt. 6. Loks hefir héraðsdómarinn vanrækt að til- kynna kærða, að krafa yrði gerð á hendur honum um greiðslu sakarkostnaðar í máli því, er höfðað mundi gegn honum af hálfu valdstjórnarinnar. Sakir þessarar yfirsjónar dómarans verður kærði ekki dæmdur til að greiða sakarkostnað í máli þessu, hvorki í héraði né fyrir hæstarétti. En sakir téðrar yfirsjónar og með hliðsjón af hinni gölluðu meðferð dómarans á málinu þykir rétt að dæma hann, með tilvísun til 35. gr. tilsk. 3. júní 1796, til að greiða allan sakarkostnað í héraði og allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- 265 flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Sigurgeir Sigurðsson, greiði 100 kr. sekt í ríkissjóð, og komi 7 daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa, Svo greiði kærði Helga Stefánssyni f. h. Ste- fáns Helgasonar kr. 8517.60 með 5% ársvöxt- um frá 10. marz 1934 til greiðsludags. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um bótaskyldu Helga Árnasonar og vátryggingarfélagsins „Baltica“ á að vera ómerkt, og vísast bótakröfu á hendur þessum aðiljum ex officio frá hér- aðsdómi. Ennfremur á ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu málskostnaðar að vera ómerkt. Steingrimur Jónsson, fyrrverandi bæjarfó- geti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðar- sýslu, greiði allan kostnað sakarinnar í hér- aði, svo og allan áfrýjunarkostnað hennar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmál- flutningsmannanna Péturs Magnússonar og Sveinbjarnar Jónssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 266 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Að morgni 4. ágúst Í. á. stansaði ákærður Sigurgeir Sig- urðsson bifreið sína E 13 fyrir neðan bæinn á Þórustöð- um í Öngulstaðahreppi til þess að taka þar mjólkurbrúsa og ennfremur engjafólk, sem hann var vanur að flytja á morgnana út í svokallaða Staðarey. En er bifreiðin fór á stað aftur var drengurinn Stefán Helgason staddur uppi á bifreiðarpallinum að hagræða dóti engjafólksins og var hann að fara ofan af bifreiðinni er hún fór af stað. Vali hann þá útaf bifreiðinni ofan á veginn og fór vinstra aft- urhjólið yfir hægri fót hans þannig að báðar pipurnar brotnuðu neðan við miðjan legginn. Lá drengurinn á sjúkrahúsi til 22. okt. f. á. Var hann þá gróinn, en fótur- inn styttur um 1%cm. og telur læknir hæpið að fóturinn verði jafngóður. Var réttarrannsókn síðan hafin samkvæmt kröfu föður hins meidda drengs 25. okt. f. á. og að þeirri rannsókn lokinni og eftir að umboðsmaður ábyrgðarfélagsins Bal- tica, en þar er bifreiðin E 13 vátryggð fyrir slysum, hafði átt kost á að bera fram vörn í málinu, var mál þetta höfð- að af hálfu valdstjórnarinnar gegn hinum kærðu og vá- tryggingarfélaginu Baltica. Faðir hins meidda drengs hefir fyrir hans hönd gert þær dómkröfur, að þeir bifreiðarstjórinn Sigurgeir Sig- urðsson, en hann kveðst hafa verið eigandi bifreiðarinn- ar E 13 er slysið vildi til, fyrrverandi eigandi bifreiðar- innar Helgi Árnason, er hafði vátryggt hana, og vátrygg- ingarfélagið Baltica, þar sem bifreiðin var vátryggð fyrir slysum eða K-E-A- Akureyri, sem umboðsmaður þess og fyrir þess hönd verði in solidum dæmdir til að greiða honum sem fullar skaðabætur fyrir tjón það, sem af slys- inu hlaust og til lækningar sjúkrakostnaði er af því leiddi kr. 8517.60 ásamt 5% ársvöxtum frá 10. marz þ. á. að telja og ennfremur málskostnað eftir mati réttarins. Umboðsmaður vátryggingarfélagsins hefir hinsvegar krafizt að félagið og meðstefndu verði algerlega sýknaðir cg þeim tildæmdur hæfilegur málskostnaður. Kærandinn byggir dómkröfu sína á því, að óvarkárni bílstjórans Sigurgeirs Sigurðssonar hafi verið orsök þess að slysið vildi til. En upphæð skaðabótakröfunnar miðast annars vegar 267 við það að mjög Litlar líkur eru til að drengurinn, sem fyr- ir slysinu varð, verði nokkurn tíma jafngóður, en hins- vegar við sjúkrakostnað þann er af slysinu leiddi, þján- ingar drengsins og kvíða og óþæginda á heimili hans. Umboðsmaður vátryggingarfélagsins Baltica krefst fyrst og fremst að félagið verði sýknað af kröfum kærandans fyrir þá sök, að kærandinn aðeins eigi aðgang að eiganda bifreiðarinnar; en verði hann dæmdur til að greiða skaða- bætur geti verið að hann eigi aftur aðgang að vátryggingar- félaginu. En jafnframt krefst hann sýknu bæði fyrir félagið og ákærðan Sigurgeir Sigurðsson og Helga Árnason og rök- styður þá kröfu sína með því að bifreiðarstjórinn hafi ekki gert sig sekan í nokkurri óvarkárni eða vanrækslu, heldur hafi slysið orsakast af ófyrirgefanlegri óvarkárni og vanrækslu drengsins sem fyrir slysinu varð, og heim- ilisfólks hans, er í bifreiðinni var. Að athuguðum gildandi lagaákvæðum og reglugerðum um bifreiðatryggingar verður lögreglurétturinn að líta svo á, að vátryggingarfélagið sé jafnan í solidariskri samá- byrgð með eiganda bifreiðar, er í því er tryggð, fyrir tjóni er orsakast af akstri hennar og getur því sá, er fyrir tjón- inu verður, snúið sér beint að vátryggingarfélaginu með skaðabótakröfur sínar, enda myndi vátryggingarákvæðin að öðrum kosti verða í mörgum tilfellum þýðingarlaus. Af rannsókn málsins verður eigi séð að vitaverð óvar- kárni drengsins eða fólks þess, er með honum var, hafi orsakað slysið eða að hann eða einhver þriðji maður hafi af ásettu ráði verið valdur að þvi. Hinsvegar verður lögreglurétturinn að líta svo á, að bifreiðarstjórinn hafi gert sig sekan í mjög athugaverðri óvarkárni með því að fullvissa sig ekki um áður en hann ók af stað, að allt væri í lagi á bifreiðarpallinum, og verð- ur að telja að þessi vanræksla hafi orsakað slysið, þá lítur og út fyrir að bifreiðarstjórinn hafi farið óþarflega og ó- hæfilega hart á stað, er slysið vildi til. Samkvæmt því, sem þannig er sagt ber að dæma kærðu ásamt vátryggingarfélaginu Baltica h. f. til að greiða in solidum hæfilegar bætur fyrir tjón það er drengurinn, Stefán Helgason, hefir orðið fyrir, sem afleiðing af slysinu fyrir neðan Þórustaði í Öngulstaðahreppi 4. ágúst 1933 268 ásamt 5% ársvöxtum af upphæðinni frá 10. marz 1934 að telja. Undir rekstri málsins hefir verið lagður fram reikn- ingur yfir sjúkrahúskostnað drengsins að upphæð kr. 517.60, er ekki hefir verið mótmælt. Ber því að dæma kærðu ásamt vátryggingarfélaginu til að greiða þá upphæð ásamt 5% ársvöxtum. Að athuguðum málavöxtum telur lögreglurétturinn skaðabætur til hins meidda drengs að öðru leyti hæfilega ákveðnar 5000 kr. Það hefir ekki komið fram krafa frá aðilum um að bif- reiðarstjórinn verði sektaður og virðist lögregluréttinum ekki eftir þeim upplýsingum, sem fram eru komnar, ástæða til að dæma hann til sektargreiðslu. Loks ber að dæma kærðu ásamt vátryggingarfélaginu Baltica h/f til að greiða kærandanum Helga Stefánssyni málskostnað, er virðist hæfilega ákveðinn 250 krónur. Miðvikudaginn 20. mai 1936. Nr. 4/1936. Guðmundur Björnsson (Eggert Claessen) segn Búnaðarbanka Íslands f. h. viðlaga- sjóðs (Einar B. Buðmundsson). Skuldamál. Vörnum, er áfrýjandi hafði í frammi gegn skuld samkv. veðskuldabréfi, ekki talið rétti- lega beint að stefnda. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 12. okt. 1935: Stefndur, Guðmundur Björnsson, greiði stefnandanum, Búnaðar- banka Íslands vegna viðlagasjóðs, kr. 57988.00 með 5% ársvöxtum frá 13. okt. 1929, og kr. 1884.00 í málskostnað allt innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 269 Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess aðallega, að hann verði al- gerlega sýknaður af kröfum stefnda í máli þessu, en fil vara, að hann verði sýknaður að svo stöddu. Svo krefst áfrýjandi og málskostnaðar bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dóms- ins. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 31/1929 skyldi ríkis- sjóður leggja veðdeild Búnaðarbanka Íslands kr. 1250000.00 í stofnfé, og átti stofnfé þetta að greið- ast þannig, að veðdeild bankans tæki við því af skuldabréfum viðlagasjóðs, sem ekki yrði afhent bústofnslánadeild bankans samkvæmt 41. gr. sömu laga. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 91/1935 var bú- stofnslánadeildin að vísu af numin, en Ræktunar- sjóður, sem samkvæmt 3. gr. laga nr. 31/1929 er ein deilda Búnaðarbankans, tók við viðlagasjóðs- bréfaeign bústofnslánadeildar samkvæmt 5. tölul. 2. gr. laga nr. 105/1935. Af 13. og 41. gr. laga nr. 31/1929, sbr. og nú 5. tölul. 2. gr. laga nr. 105/1936, er ljóst, að Búnaðarbankinn varð eigandi að við- lagasjóðsbréfum ríkissjóðs, enda voru þau, eftir því sem upplýst er í máli þessu, afhent honum þann 27. sept. 1930, og hafa síðan verið í vörzlum hans, sem aðrar slíkar eignir hans, til tryggingar veð- deildar- og vaxtabréfum þeim, er hann gefur út, sbr. 4. tölul. 18. gr. og 4. tölul. 44. gr. 1. nr. 31/1929, og nú Ræktunarsjóðsbréfum, sbr. 3. tölul. 7. gr. laga nr. 105/1935. Með því að ríkissjóður hefir þannig lögum samkvæmt afhent Búnaðarbankanum við- lagasjóðsbréf sin — en eitt þeirra er veðskuldabréf 270 það, er í máli þessu greinir — til eignar og til trygg- ingar áðurnefndum bréfum, þá þarf bankinn ekki að sæta því, að varnir slíkar sem í hinum áfrýjaða dómi segir, komi fram í máli þessu, sem höfðað var til innheimtu veðskuldar þeirrar, sem veð- skuldabréfið hljóðar um. Þegar af þessari ástæðu verður að dæma áfrýjanda samkvæmt kröfu stefnda til að greiða hina kröfðu veðskuld með vöxtum, sem í hinum áfrýjaða dómi greinir. Eftir þessum málalokum verður og að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, og þykir málskostnaður- inn hæfilega ákveðinn 1500 krónur. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Guðmundur Björnsson, greiði stefnda, Búnaðarbanka Íslands f. h. viðlaga- sjóðs, kr. 57988,00 með 5% ársvöxtum frá 13. okt. 1929 til greiðsludags, og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, samtals 1500 kr. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu út- gefinni 5. marz 1935, af Búnaðarbanka Íslands f. h. Við- lagasjóðs gegn Guðmundi Björnssyni, sýslumanni í Borg- arnesi, til greiðslu á kr. 57988.09 auk 6% ársvaxta af þeirri upphæð frá 139. okt. 1928 til greiðsludags svo og máls- kostnað að skaðlausu eða eftir reikningi. Nemur hann eft- ir framlögðum reikningi, sem er í samræmi við aukatekju- lögin og lágmarksgjaldskrá málaflutningsmannafélagsins kr. 1884.00. Skuld þessa kveður stefnandi vera eftirstöðv- ar af Viðlagasjóðsláni, er stefndur hafi fengið þ. 13. okt. 271 1921 og gefið út skuldabréf fyrir sama dag. Hefir hann undir rekstri málsins lækkað vaxtakröfu sína niður í $% p. a. Stefndur gerir þær réttarkröfur að hann verði sýknað- ur af kröfum stefnanda eða til vara að umstefnd upphæð verði lækkuð og til þrautavara að hann verði sýknaður að svo stöddu. Tildrög máls þessa eru samkv. skjölum málsins þau, að hús stefnda Guðmundar Björnssonar, sýslumanns í Borg- arnesi, brann árið 1920. Varð stefndur þá húsnæðislaus fyrir sjálfan sig, sýsluskrifstofuna og póstafgreiðsluna, er bann þá hafði á hendi, jafnframt sýslumannsembættinu. Og þar sem fjárhagur stefnds virðist hafa verið fremur þröngur á þessum tima, þá leitaði hann til ríkisstjórnar- innar um lán úr Viðlagasjóði til þess að byggja sér ibúð- arhús, er hann gæti einnig notað fyrir skrifstofur sýslu- mannsembættisins og póstafgreiðslunnar. Ríkisstjórnin lagði svo málið fyrir Alþingi árið 1921, er heimilaði henni að veita stefndum umbeðið lán að upphæð kr. 60000.00 gegn þeirri ábyrgð er stjórnin tæki gilda, lánið skyldi veitt til 40 ára og ávaxtast með 6%, verða afborgunarlaust tvö fyrstu árin en endurgreiðast síðar með jöfnum af- borgunum á 38 árum. Stefndur heldur því fram, að sér hafi verið veitt um- rætt lán á þeim grundvelli að hann héldi póstafgreiðslu- starfinu með því að það hafi skapað sér möguleika til að standa straum af láninu, er lánveitanda hafi verið ljóst að hann hefði ekki ella. Og með því að veita sér lánið hafi Stjórnarráðið þvi raunverulega skuldbundið sig til að svipta hann ekki póstafgreiðslustörfunum. Stefndur var svo sviftur póstafgrciðslunni 1. júlí 1930 og með því telur hann að Stjórnarráðinu hafi skapast skylda til að taka við húseign sinni fyrir það verð, er hún upphaflega kostaði hann og borga m. a. með því að taka að sér skuld þá, er stefnt er til greiðslu á í þessu máli. Stefndur heldur og fram að Stjórnarráðið hafi raunverulega viðurkennt þetta með því að leyfa honum sumarið 1932 að halda eftir af tekjum ríkissjóðs, en það leyfi hafi stefndur ekki getað skilið öðruvísi en að upphæð sú, sem hann þannig héldi eftir væri í raun og veru fyrirframgreiðsla upp í kaupverð hússins. Þá heldur stefndur og fram að Alþingi hafi árið 272 1934 viðurkennt skyldu ríkisins til að kaupa húsið af sér með því að veita stjórninni fjárlagalega heimild til húsa- kaupanna, sem ríkisstjórnin hafi þá ekki notað, og þar sem ríkissjóður sé þannig hinn raunverulegi eigandi um- stefndrar skuldar og jafnframt skyldur til samkv. framan- sögðu að borga hana, hafi krafa stefnanda ekki við rök að styðjast. Stefnandi hefir mótmælt framangreindum varnarrök- um og haldið því fram, að þótt stefndur hafi verið sviftur póstafgreiðslunni þá breyti það í engu skyldu hans til að standa straum af hinu umstefnda láni. Og þó að viðgeng- ist um skeið, að stefndur skilaði ekki af sér öllum ríkis- sjóðstekjunum, er hann hafi innheimt, þá felist ekki í því nein viðurkenning á því, að ríkissjóður teldi sig eiga að taka að sér umrætt lán né hann hefði í hyggju að kaupa hús stefnds. Þá mótmælir stefnandi og skyldu ríkisins til að halda stefndum. sem póstafgreiðslumanni. Það verður nú ekki álitið, að með því að veita stefndum umrætt lán til húsbyggingarinnar og það svo riíflegt, að hann gæti haft þar póstafgreiðslu, hafi skapazt skylda til að halda stefndum sem póstafgreiðslumanni, meðan hann kærði sig um. Jafnvel þótt af framlögðum skjölum sýnist að ymsir þingmenn hafi er þeir samþykktu lánsheimild- ina, búist við því, að stefndur héldi áfram póstafgreiðslu- mannstörfum, felst ekki í því neitt loforð um að stefndi skyldi vera póstafgreiðslumaður lengur en umboðsstjórn- inni litist heppilegt að láta hann gegna því starfi. Og það mesta sem upp úr þessum skjölum verður lagt er að þau benda til þess að þetta hafi haft einhver áhrif á upphæð lánsins, en hinsvegar felst ekki í þeim neitt, er bendi á að viðkomandi þingmenn hafi talið, að stefndum bæri ekki að endurgreiða lánið ef hann léti af póstafgreiðslumanns- störfum. Af skjölum málsins sést ekki annað, en að lánveitandi hafi veitt lánið gegn skilyrðislausri borgun þess, og verð- ur því ekki litið svo á, að greiðsluskylda stefnds á láni þessu falli niður eða flytjist yfir á ríkissjóð við það, að stefndur er sviptur póstafgreiðslumannsstörfum. Ekki verður heldur fallist á það hjá stefndum að rikis- sjóði hafi skapazt skylda til að kaupa umrætt hús við það, að Stjórnarráðið leyfði stefnda árið 1932 að halda eftir af 213 tekjum ríkissjóðs. Gegn mótmælum stefnanda hefir stefnd- ur ekki gert nægilega sennilegt að í þessu fælist kauplof- orð og því síður, að það leysti hann undan skyldu sinni til að greiða umstefnt lán. Þá verður heldur ekki litið svo á, að Alþingi 1934, með því að samþykkja heimild til handa ríkisstjórninni til þess að kaupa hús stefnds, hafi viðurkennt kaupskyldu ríkisins á nefndu húsi. Til þeirr- ar heimildar geta verið aðrar orsakir. Af framangreindum ástæðum verður sýknukrafa stefnds ekki tekin til greina. Varakröfu sína rökstyður stefndur með því að á Al- þingi 1925 hafi á fjárlögunum fyrir árið 1926 verið gerð sú breyting á lánskjörunum, að lánið skyldi ávaxtast og endurborgast með 6% árlega á 40 árum, en er stefnandi hafi reiknað út hina umstefndu upphæð hafi hann ekki tekið tillit til þessara breytinga á lánskjörunum. Stefnandi hefir mótmælt þessu og lagt fram vottorð frá Búnaðarbankanum, er sýnir hvernig vaxta- og afborgana- greiðslum stefnds hefir verið háttað og þykir hann með því hafa sýnt nægilega fram á að fullt tillit hefir verið tekið til framangreindra breytinga á lánskjörum við út- reikning skuldarupphæðarinnar með sérstöku tilliti til áðurgreindrar vaxtalækkunar af hálfu lánveitanda. Hins- vegar kemur fram í vottorði Búnaðarbankans að vextir eru greiddir til 13. október 1929, að undanskildu árinu 1927, en stefnandi hefir ekki stefnt til greiðslu á vöxtum fyrir það ár. Það verður því að taka lækkunarkröfu stefnds til greina að því leyti að dæma stefnanda aðeins vexti frá 13. október 1929. Þrautavarakröfu sína um það, að verða sýknaður að svo stöddu, hefir stefndur ekki rökstutt nægilega og verð- ur hún því ekki tekin til greina. Úrslit máls þessa verða því þau, að stefndur verður dæmdur til að greiða hina umstefndu upphæð með vöxt- um eins og að framan er sagt, svo og málskostnað eins og krafizt hefir verið. 274 Mánudaginn 25. mai 1936. Nr. 129/1935. Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Guðmundi Kr. Bárðarsyni (Enginn). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Barðastrandarsýslu 9. nóv. 1935: Hin umbeðna gerð skal ekki ná fram að ganga og er um- rætt lögtak hreppstjóra úr gildi fellt. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir með stefnu, útgefinni 20. des. Í. á, og að fengnu gjafsóknarleyfi, dags. 11. s. m., skotið máli þessu til hæstaréttar og gert þær kröf- ur, að hinum áfrýjaða úrskurði verði breytt og hrundið þannig, að lagt verði fyrir fógetann að framkvæma hið umbeðna lögtak, og að stefndi verði dæmdur til að greiða hæfilegan málskostnað fyrir hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknar- mál. Hinn skipaði talsmaður áfrýjanda krefst sér til handa hæfilegra málssóknarlauna, hvernig sem málið fer. Stefndi hefir hvorki mætt né látið mæta fyrir hæstarétti, enda þótt honum hafi verið löglega stefnt. Hefir málið þessvegna verið rekið skriflega samkv. 1. lið 38. gr. laga nr. 112 frá 1935 um hæsta- rétt og dæmt samkv. N. L.1—4—32 og 2. gr. tilsk. 5. Júní 1796. Stefndi, sem lögheimili á á Vatneyri í Patreks- hreppi, hefir, samkvæmt gögnum þeim, sem fyrir liggja í málinu, um allmörg ár átt jörðina Lamb- eyri í Tálknafjarðarhreppi og byggt hana öðrum til fardaga 1933. Árið 1933, eða útsvarsár það, sem 2/5 hér skiptir máli, var enginn heimilisfastur ábúandi eftir fardaga á jörð þessari. Stefndi hafði þar að vísu starfsfólk við vor- og haustverk nokkra daga, en hann nytjaði ekki sjálfur jörðina og hafði þar ekki, að því er séð verður, neinn búpening. Hins- vegar leigði hann ýmsum mönnum slægjur og beiti- land jarðarinnar. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar, verður ekki talið, að stefndur hafi haft slík afnot af téðri jörð á árinu 1933, að heimilt hafi verið samkvæmt b-lið 8. gr. laga nr. 46 frá 1926 um útsvör að gera honum að greiða útsvar í hrepps- sjóð Tálknafjarðarhrepps árið 1934, en í málinu er því ekki haldið fram, að stefndi hafi umrætt gjald- ár verið af öðrum ástæðum útsvarsskyldur í téðum hreppi. Samkvæmt framansögðu þykir rétt að stað- festa hinn áfrýjaða úrskurð. Þar sem stefndi hefir ekki látið mæta, fellur málskostnaður í hæstarétti niður að öðru leyti en því, að málflutningslaun hins skipaða talsmanns áfrýjanda, sem ákveðast kr. 80.00, ber að greiða úr ríkissjóði. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða úrskurði skal óraskað. Málflutningslaun hins skipaða talsmanns á- frýjanda, hæstaréttarmálflutningsmanns Ste- fáns Jóhanns Stefánssonar, kr. 80.00, greiðist úr ríkissjóði. Að öðru leyti falli málskostnaður í hæstarétti niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Við niðurjöfnun útsvara í Tálknafjarðarhreppi vorið 276 1934, var Guðmundi Bárðarsyni á Vatneyri við Patreks- fjörð gert að greiða 60 króna útsvar til Tálknafjarðar- hrepps, en þar sem gerðarþoli ekki greiddi útsvarið ósk- aði hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps eftir, að lögtak yrði gert í eignum hans, og gerði hreppstjóri Patrekshrepps lögtak í útsvarsviðtæki gerðarþola á Patreksfirði hinn 6. júni s. 1. Lögtaki þessu hefir gerðarþoli skotið hingað og krafizt þess að það sé úr gildi fellt, með því að hann hafi ekki verið útsvarsskyldur í Tálknafjarðarhreppi umrætt ár. Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps byggir útsvarsálagn- ingu sina á 8. gr. útsvarslaganna b-lið og telur að gerðar- þoli hafi haft miklar tekjur af jörðinni Lambeyri árið 1933, svo sem fyrir slægnasölu og heysölu svo og beitar- toll. Hreppsnefndin telur ennfremur að samkvæmt skýrslu hreppstjóra Tálnkafjarðarhrepps sé gerðarþoli skráður á- búandi á jörðinni árið 1933, enda hafi hann haft Þar fólk um vorið, til þess að vinna á túninu. Krefst hreppsnefnd- in því að gerðin nái fram að ganga og að umrætt lögtak verði staðfest. Gerðarþoli telur hinsvegar að hann hafi ekki verið út- svarsskyldur í Tálknafjarðarhreppi umrætt ár, því á ár- inu 1933, hafi hann ekki haft nein jarðarafnot í venjulegri merkingu af Lambeyri, heldur hafi hann leigt jörðina öðrum til afnota og hafði hann í tekjur af jörðinni, það ár, slægjusölu og beitar kr. 880.80, selt hey kr. 38.40 og lóðargjald kr. 20.00 eða samtals kr. 939.20 en getið þess jafnframt til skýringar að af þessari upphæð séu kr. 600.00 beitarleyfi til 20 ára og umgetið selt hey sé slægjugjald. Samkvæmt skýrslu gerðarþola hefir hann látið vinna 8 dagsverk karlmanns og 7 dagsverk kvenmanns á Lamb- cyri vorið og haustið 1933 og telur hann að fólk Þetta hafi unnið á túninu þar, en engan heyskap stundað. Gerðarþoli hefir því krafizt þess, að áðurnefnt lögtak hreppstjóra Patrekshrepps, sé úr gildi fellt, og gerðarbeið- anda gert að greiða allan af málinu leiðandi kostnað. Hafa aðiljar síðan skipst á skjölum í sókn og vörn, hér fyrir réttinum. Samkvæmt b.-lið 8. gr. útsvarslaga nr. 46 15. júní 1926, er heimilt að leggja útsvar á mann í sveitarfélagi utan lög- heimilis hans ef hann í því sveitarfélagi hefir leiguliða- 27 afnot af landi þótt ekki fylgi ábúð, ábúð á jörð eða jarðar- hluta og lóðarafnot, ef þau gefa arð. Rétturinn verður að líta svo á, að ekki verði talið að gerðarþoli hafi haft afnot jarðarinnar Lambeyri árið 1933 í merkingu hinnar tilvitnuðu lagagreinar, þótt hann léti vinna á túni jarðarinnar það ár. Tekjur gerðarþola af jörðinni nefnt ár virðast hinsvegar eingöngu hafa verið leigutekjur, en gerðarþoli hafi ekki haft nein afnot jarð- arinnar. En þar sem ekki verður álitið að leigutekjur heyri undir hið tilvitnaða laga ákvæði, verður rétturinn að líta svo á, að hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps hafi verið óheimilt að leggja útsvar á gerðarþola á árinu 1934. Það verður því að taka kröfu gerðarþola til greina, og fella lögtakið úr gildi, en málskostnað er fógetarétturinn ekki bær að dæma um. Miðvikudaginn 27. maí 1936. Nr. 1/1936. Ölver Karlsson (Einar B. Guðmundsson) gegn Hallfríði Stefaníu Axelsdóttur (Enginn). Ómerking dóms í barnsfaðernismáli. Dómur lögregluréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 19. ágúst 1935: Vinni stúlkan, Hallfríður Stefanía Axelsdótt- ir Stóragerði Hörgárdal innan Eyjafjarðarsýslu, eið að því, á varnarþingi sínu eftir löglegan undirbúning, innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að hún hafi haft holdlegt samræði við kærða, Ölver Karlsson Myrkárdal, á tímabilinu frá 10 ág. 1933 til 20. okt. 1933, þá skal hann teljast faðir að sveinbarni því, er hún ól 14. júni 1934, greiða meðlag með því og barnsfararkostnað eftir yfir- valdsúrskurði, og ennfremur málskostnað allan, þar í 20.00 kr. til talsmanns kærða. Vinni hún hinsvegar ekki eiðinn, skal kærði vera 218 sýkn af öllum kröfum hennar í þessu máli, og málskostn- aður greiðast af almannafé. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 10. jan. þ. á. Hér fyrir rétti hefir stefnda hvorki mætt né látið mæta og er henni þó löglega stefnt. Málið hefir því verið flutt skriflega samkvæmt 1. lið 38. gr. hæstaréttarlag- anna og er dæmt samkvæmt NL. 1-4- 32 og 2. gr. tilsk. 3. júni 1796. Áfrýjandi hefir hér fyrir rétti gert þá frumkröfu, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og að ýtar- legri rannsókn verði látin fara fram í héraði um ýms atriði málsins. Af skjölum málsins verður eigi séð, að sátta hafi verið leitað með aðiljum, og voru þau þó bæði sjálf rnætt í réttarhöldum 18. ágúst og 18. október 1934 í lögreglurétti Eyjafjarðarsýslu. Auk þess verður að telja, að rannsókn málsins í héraði sé að sumu leyti ekki nægilega ýtarleg, og þykir nauðsyn bera til, að framhaldsrannsókn fari fram um eftirgreind atriði. 1. Hversu oft og á hvaða tíma stefnda hefir dval- ið á Féeggsstöðum. 2. Hvort Hallgrímur Hallgrímsson á Féeggsstöð- um er kvæntur. 3. Hvort það er rétt, sem verjandi áfrýjanda í héraði hefir haldið fram, að Hallgrímur Hallgríms- son á Féeggsstöðum hafi tvisvar heimsótt stefndu á Akureyri sumarið 1933 og, ef svo er, á hvaða tíma það hafi verið, hvert erindi hans hafi verið og hvort hann hafi í þau skipti verið einn með stefndu. 4. Hvort kunningsskapur þeirra stefndu og Arn- 219 ljóts Ólafssonar á Akureyri, sem um getur í mál- inu, hafi verið nánari en stefnda hélt fram í réttar- haldinu 18. febr. 1935. 5. Auk þess ber að upplýsa nánar um hegðun stefndu á Akureyri sumarið 1933 og yfirheyra þá- verandi húsbændur hennar á Akureyri í því skyni. Sérstaklega ber að spyrja þá um það, hvort þeir geti gefið upplýsingar um þau atriði, sem greinir Í 3. og 4. lið, hér að framan. Af framangreindum ástæðum verður að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim til fram- haldsrannsóknar um framangreind atriði, og önn- ur þau atriði, sem framhaldsrannsóknin kann að gefa efni til, og löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera ómerkur, og vísast málinu heim aftur í hérað til framhalds- rannsóknar um framangreind atriði og lög- legrar meðferðar og dómsálagningar. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. 280 Miðvikudaginn 27. maí 1936. Nr. 124/1935. Pétur Guðfinnsson (Jón Ásbjörnsson) gegn Jónínu H. Jónsdóttur (Stefán Jóh. Stefánsson). Mál um upphæð dánarbóta. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 10. ágúst 1935: Stefnd- ur, Pétur Guðfinnsson, greiði stefnöndu, Jónínu H. Jóns- dóttur, kr. 16309,50 með 5% ársvöxtum frá 20. apríl 1935 til greiðsludags og kr. 600.00 í málskostnað innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri að- för að lögum. Dómur hæstaréttar. Með stefnu, útgefinni 29. nóv. f. á., hefir áfrýj- andi skotið máli þessu til hæstaréttar og gert þær réttarkröfur, að dánarbætur þær, sem honum með héraðsdóminum hefir verið gert að greiða, verði færðar úr kr. 15000.00 niður í kr. 9000.00, en til vara, að dánarbæturnar verði færðar niður uin aðra hæfilega fjárhæð. Ennfremur krefst áfrýjandi þess, að honum verði dæmdur málskostnaður í hæstarétti eftir mati dómsins og að málskostnaður í héraði verði látinn falla niður. Af hálfu stefndu hefir verið krafizt, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að henni verði dæmdur málskostnað- ur fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, var hin stefnda ekkja þunguð, þegar maður hennar, Maron Bergmann Oddsson, lézt af meiðslum þeim, sem hann varð fyrir í bilslysi því, sem frá er skýrt í héraðsdóminum. Eftir uppkvaðningu téðs dóms, eða hinn 15. ágúst 1935, ól stefnda meybarn, sem 281 hlotið hefir nafnið Maria Bergmann, og hefir lifs- vottorð þess verið lagt fram í hæstarétti. Málflytj- andi stefndu hefir hér fyrir réttinum gert þá kröfu, að af þeirri fjárhæð, sem stefnda krefst dóms fyrir, verði kr. 5000.00 dæmdar greindu barni til fram- færslu. Þykir bera að skilja áðurgreinda dómkröfu stefndu með hliðsjón af þessari kröfu málflytj- andans á þá leið, að óskað sé, að umrædd fjárhæð, kr. 5000.00, verði dæmd stefndu f. h. barnsins Mariu Bergmann. Með dómi hæstaréttar, uppkveðnum 4. nóv. Í. á., í máli, sem höfðað var af hálfu réttvísinnar og valdstjórnarinnar gegn áfrýjanda, var hann dæmd- ur til refsingar fyrir að hafa með gálauslegum akstri orðið valdur að dauða Marons heitins. Er áfrýjandi þessvegna skaðabótaskyldur gagnvart stefndu og barni hennar og hins látna. En hins- vegar verður að telja upplýst, að Maron Bergmann hafi ekki, þegar slysið bar við, sýnt nægilega var- kárni, og verður að meta dánarbæturnar með hlið- sjón af því. Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fram við flutning máls þessa í hæstarétti, hefir Maron Bergmann heitinn verið kyndari á togara fiskveiða- hlutafélagsins „Alliance“ og hefir hann á þann hátt unnið á árinu 1933 6 mánuði og 6 daga gegn 310 króna kaupi um mánuðinn, eða fyrir alls kr. 1922.00 á árinu. Á árinu 1934 hefir hann unnið á sama skipi 8 mánuði og 20 daga gegn sama mán- aðarkaupi og árið áður, eða fyrir alls kr. 2686.60. Auk þess naut hann ókeypis fæðis þann tíma, sem hann vann á togaranum. Ekki er upplýst um, að hinn látni hafi haft aðrar atvinnutekjur. Að athuguðum þeim málsatriðum, sem nú hafa 282 verið rakin, þykja dánarbæturnar hæfilega metnar kr. 11000.00. Af þessari fjárhæð þykir stefnda sjálf eiga að fá kr. 6200.00, en barnið Maria Bergmann kr. 4800.00. Um aðra liði í skaðabótakröfu stefndu, en þeir eru alls að fjárhæð kr. 1309.50, er nú enginn ágreiningur. Samkvæmt þessu ber því að dæma á- frýjanda til að greiða stefndu sjálfri kr. 6200.00 1309.50 eða alls kr. 7509.50 og stefndu f. h. dóttur sinnar Mariu Bergmann kr. 4800.00, hvortveggja fjárhæðin með 5% vöxtum frá 20. apríl 1935 til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að dæma áfrýj- anda til að greiða stefndu kr. 600.00 í málskostnað fyrir hæstarétti og undirrétti. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Pétur Guðfinnsson, greiði stefndu, Jóninu H. Jónsdóttur, kr. 7509.50 með 5% vöxt- um frá 20. apríl 1935 til greiðsludags. Ennfrem- ur greiði áfrýjandi stefndu f. h. barnsins Mariu Bergmann kr. 4800.00 með 5% vöxtum frá 20. april 1935 til greiðsludags. Svo greiði og áfrýj- andi stefndu kr. 600.00 í málskostnað fyrir hæstarétti og undirrétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir samkomulagi málsaðila höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu útgefinni 20. apríl s. 1. af Jón- inu H. Jónsdóttur, Njálsgötu 12 A, hér í bæ gegn Pétri Guðfinnssyni, bifreiðareiganda, Freyjugötu 32, hér í bæn- 283 um, til greiðslu dánarbóta og skaðabóta að upphæð kr. 19859.50 með 5% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðslu- dags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavextir eru þeir í máli þessu, að hinn 21. jan. s. Í. klukkan 1,45 ók stefndur vörubifreið sinni R. E. 844 vestur Geirsgötu og ætlaði niður á hafnarbakka við kolakranann. Var stefndur í kolaakstri í umrætt skipti og þar sem úða- rigning var þann dag, þá settist blautt kolaryk á rúður bifreiðarinnar og sá stefndur því ekki út um þær nema á þeim litla bletti, sem þurkarinn hélt hreinum. Þegar stefndur ók yfir gatnamót Geirsgötu og Kalkofnsvegar kom bifhjólið R. E. 89 sunnan Kalkofnsvegar á vinstra veg- kannti, átti því ökuréttinn, og var ekið gætilega. Varð á- rekstur milli farartækja þessara, þannig að framendi bif- reiðarinnar rakst á hægri hlið bifhjólsins. Bifreiðin nam þá ekki strax staðar, heldur rann áfram og ýtti bifhjólinu á undan sér að minnsta kosti 6,90 metra. Maður sá er á hifhjólinu var, Maron Bergmann að nafni, eiginmaður stefnöndu, varð með hægri fót milli framvarans á bifreið- inni og bifhjólsins og ýttist með því á götunni á undan bifreiðinni. Brotnaði hægri fóturinn um Öklann, einnig brotnaði höfuðkúpan og mar kom á heilann. Stefndur flutti hann þegar í stað á Landsspitalann og var gert þar að meiðslum hans, en fótbrotið var mjög illkynjað, kom í það hlóðeitrun. Var fóturinn þá tekinn af, en ekki tókst með því að hefta blóðeitrunina og varð sá endir á, að Maron andaðist hinn 6. febrúar s. 1. Þá skemmdist bæði bifhjólið og fatnaður Marons heitins nokkuð við slysið. Um ökuhraða stefnds í umrætt skipti er ekki fyllilega upplýst. Sjálfur kveðst hann hafa ekið með ca. 20 km. hraða miðað við klukkustund, en samkvæmt framburði vitna, er leidd voru við lögregluréttarpróf út af slysinu, hefir hraðinn sennilega verið eitthvað meiri. Ekki gaf stefndur hljóðmerki við gatnamótin. Stefnanda, Jónina H. Jónsdóttir, ekkja Marons, heldur því fram og á það verður að fallast hjá henni, enda er því slegið föstu með dómi aukaréttar Reykjavíkur uppkveðn- um 2. apríl s. 1. að stefndur hafi með ógætilegum akstri í umrætt skipti einn átt sök á árekstrinum er olli meiðsi- um manns hennar en bein afleiðing þeirra var dauði hans. Er stefndum því skylt að greiða stefnöndu skaða- 284 bætur og dánarbætur vegna slyss þessa og dauðsfalls og út af þeim er mál þetta höfðað, en stefnanda hefir sundur- liðað kröfur sínar svo: 1. Jarðarfararkostnaður .................. kr. 559.00 2. Vegna skemmda á bifhjólinu R. E. 89 ...... — 2000.00 3. Vegna skemmda á fatnaði .............. — 300.00 4. Dánarbætur .................000000.... — 17000.00 Alls kr. 19859.50 Um upphæðina undir 1. lið er enginn ágreiningur og undir rekstri málsins hafa aðilarnir komið sér saman um að bæturnar fyrir skemmdir á bifhjólinu og fataskemmdir verði samtals aðeins reiknaðar kr. 750.00. Hinsvegar hefir stefndur mótmælt upphæð dánarbótanna sem allt of hárri og krafizt þess að þær verði færðar niður að miklum mun. Til stuðnings dánarbótakröfu sinni hefir stefnandi upp- lýst, að þau hjón voru nýlega gift, er slysið bar að hönd- um. Er ekkjan 22 ára að aldri en maðurinn var 27 ára er hann lést og því á bezta skeiði. Hafði hann sæmilega at- vinnu sem sjómaður og var vel að sér í meðferð véla enda þótt hann hefði ekki vélstjóraréttindi. Þá var ekkjan er slysið bar að höndum, vanfær og misti hún þannig bæði fyrirvinnu fyrir sér og barni sínu við lát manns sins. Með tilliti til þess, að hér var um ungan fullvinnandi mann með sæmilegum atvinnumöguleikum að ræða, þykja dánarbæturnar til stefnöndu Vegna missis fyrirvinnu henn- ar og barns þeirra hjóna hæfilega ákveðnar kr. 15000.00 og verða þá úrslit máls þessa þau, að stefndur verður dæmdur til þess að greiða kr. 16309.50 með vöxtum eins og krafist hefir verið svo og málskostnað sem ákveðst kr. 600.00. Bifreið stefnda R. E. 844 var vátryggð hjá vátryggingar- félaginu Danske Lloyd hér í bænum og hefir því verið stefnt til þess að gæta réttar sins í málinu. 285 Miðvikudaginn 27. maí 1936. Nr. 107/1935. Niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur og borgarstjórinn í Reykjavík f. h. bæj- arsjóðs (Garðar Þorsteinsson) segn Stefáni Thorarensen (Th. B. Líndal). Mál um skyldu niðurjöfnunarnefndar til að svara spurningum viðvíkjandi útsvarsálagningu. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 28. ágúst 1935: Stefnd niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur þeir: Halldór Sigfússon, Sigurbjörn Þorkelsson, Ingimar Jónsson, Gunnar Viðar og Jón Guðjónsson, skal að viðlögðum 10 króna dagsekt- um skýra stefnandanum, Stefáni Thorarensen, frá því á hvaða eignir og hve háar útsvar hans fyrir árið 1934 var lagt og við hve háar tekjur útsvarið var miðað. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til hæstarétt- ar, með stefnu dags. 30. sept. 1935 og krafizt þess, að dómi undirréttarins verði hrundið og breytt á þá leið, að þeir verði algerlega sýknaðir af kröfum stefnds og stefndur dæmdur til að greiða þeim hæfi- legan málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti, eftir mati hæstaréttar. Stefndur hefir krafizt, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, og að áfrýjendur verði in solidum dæmdir til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti, að skaðlausu. Af málflutningnum hér fyrir réttinum og af öðru, sem fram er komið í málinu má ráða, að spurning- ar þær, sem krafist er að niðurjöfnunarnefnd 286 Reykjavíkur svari, eru um atriði, sem snerta á- kvörðun ríkisskattanefndar um útsvar stefnds um- rætt ár. Hvað sem líður skyldu eða getu niðurjöfn- unarnefndar til að svara slíkum spurningum yfir- leitt, þykir nefndin eigi verða dæmd til að svara spurningum þeim, sem um ræðir í málinu, þegar af þeirri ástæðu, að þær snerta starfsemi rikis- skattanefndar. Þykir því verða að sýkna áfrýjendur af kröfum stefnds í málinu og dæma hann til að greiða áfrýj- endum málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 300.00. Því dæmist rétt vera: Áfrýjendur, niðurjöfnunarnefnd Reykjavík- ur og borgarstjórinn í Reykjavík f. h. bæjar- sjóðs, eiga að vera sýknir af kröfum stefnds í málinu. Stefndur greiði áfrýjendum máls- kostnað fyrir undirrétti og hæstarétti, með kr. 300.00. Dóminum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir samkomulagi málsaðilja höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu útgefinni 19. febrúar s. 1. af Stefáni Thorarensen, lyfsala hér í bæ gegn niðurjöfnunar- nefnd Reykjavíkur þeim: Halldóri Sigfússyni, skattstjóra, Sigurbirni Þorkelssyni, kaupm., Ingimar Jónssyni, skóla- stjóra, Gunnari Viðar, hagfræðing og Jóni Guðjónssyni, bókara, öllum hér í bænum til þess að fá nefndina skyld- aða til með dómi að gefa honum upplýsingar út af út- svari, sem á hann var lagt árið 1934. Hefir stefnandi gert þær réttarkröfur að hin stefnda 287 niðurjöfnunarnefnd verði dæmd til þess að viðlögðum 100 króna dagsektum að skýra honum frá: 1. Á hvaða eignir og hve háar útsvarið er lagt (eigna- útsvarið) og hve hátt það er. 9. Við hve háar tekjur útsvarið er miðað og hve hátt teknaútsvarið er. 3. Hve mikill hluti útsvarsins er „rekstursútsvar“ og við hve mikla veltu er miðað. 4. Hvaða ástæður liggja til þess að bregða út af hinum birtu almennu reglum um útsvarsálagningu ef það hefir verið gert. Þá hefir stefnandi stefnt borgarstjóranum í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs til málskostnaðargreiðslu í máli þessu að skaðlausu. Framangreindar kröfur sínar á hendur niðurjöfnunar- hefnd reisir stefnandi á því, að hún hafi við niðurjöfnun iitsvara hér í bænum á fyrra ári lagt á sig 11000 króna út- svar til bæjarsjóðs, en eftir framtali sínu og samkvæmt reglum þeim, sem nefndin hafi sett sér um álagningu út- svara hér í bænum og birtar hafa verið hefði útsvarið að- eins átt að nema kr. 5780.00. Telur stefnandi, að hann hafi því fulla ástæðu til að ætla að útsvar þetta sé ekki löglega á lagt, það er að segja, að útsvarsálagningin sé miðuð við hærri útsvarsstofn (eignir og tekjur) en rétt sé, eða tekn- ar til greina við hana aðstæður, sem ekki séu réttmætar. Jafnframt heldur stefnandi því fram, að hann eigi heimt- ingu á því, að niðurjöfnunarnefndin gefi honum upp- lýsingar um hvernig útsvarsálagningin á hann hafi verið framkvæmd eða með öðrum orðum hvaða útsvarsstofnar og ástæður hafi verið lagðar til grundvallar við hana. Kveður stefnandi að lögtaksmál út af útsvarinu sé á döf- inni fyrir fógetarétti Reykjavíkur. Sé sér því nauðsynlegt að fá upplýsingar um framangreind atriði til þess að leggja bær fram í lögtaksmálinu „svo að fógetarétturinn geti úr því skorið hvort umrætt útsvar sé löglega lagt á eða ekki“, en með hæstaréttardómi uppkveðnum 23. nóv. 1933, sé því slegið föstu, að dómstólar eigi úrskurðarvald um það hvort lagt sé á réttan útsvarsstofn, enda þótt þeir geti ekki úrskurðað um útsvarsupphæð. Umræddar upplýs- ingar hafi niðurjöfnunarnefndin ekki fengizt til þess að gefa og sé þvi mál þetta höfðað. 288 Stefnd, niðurjöfnunarnefnd og borgarstjóri Reykjavíik- ur, hafa bæði mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim. Jafnframt hafa þau hvort um sig :krafizt máls- kostnaðar sér til handa. Sýknukröfuna byggir niðurjöfnunarnefnd á því, að út- svarsstiginn, sem hún hefir hér í Reykjavík birt almenn- ingi, sé og geti ekki skoðast annað en reglur, sem hún hafi sett sér til hliðsjónar við útsvarsálagninguna almennt, regl- ur, sem hún sé á engan hátt skilyrðislaust bundin við eins og t. d. skattstjóri sé bundinn við skattstigann í lögum um tekju og eignaskatt. Niðurjöfnunarnefndum sé við út- svarsálagningu rétt og jafnvel skylt, að taka til greina annað og meira en skattskyldar eignir gjaldþegns og tekj- ur. Samkvæmt útsvarslögunum og margra ára venju sé valdsvið niðurjöfnunarnefndar mjög viðtækt. Undir það heyri að meta hvern einstakan gjaldþegn til útsvarsálagn- ingar meðal annars eftir ýmsum atvikum, sem ef til vill komi ekki fram á skattskýrslu hans. Ef út af þessu verði brugðið þurfi til þess gagngerða breytingu á útsvarslög- unum. Telur stefnd að það sé þannig ekki eins og nú horfir við á valdi dómstólanna að breyta eðli útsvara sem gjaldstofns, og heldur því jafnframt fram að ef niðurjöfn- unarnefndir yrðu skyldaðar til þess að skýra frá öllum ástæðum fyrir hverju einstöku útsvari og það síðan dæmt Ólöglegt að öllu eða einhverju leyti, af þeim ástæðum, að dómstólarnir vildu ekki fallast á mat skattyfirvaldanna á gjaldþoli greiðandans, þá væru útsvarslögin að mestu leyti fallin um sjálf sig og jafnframt störf þau, sem niðurjöfn- unarnefndir hafi haft með höndum samkvæmt Þeim. Valdsvið niðurjöfnunarnefnda er eins og stefnd heldur fram mjög viðtækt samkvæmt útsvarslögunum. Í byrjun 4. gr. laganna er svo ákveðið, að útsvar skuli leggja á eftir efnum og ástæðum, en í 13. tölulið greinarinnar er tek- ið fram hvað til greina skuli taka við útsvarsálagninguna án þess þó að upptalningin á því sé tæmandi. Hafa því niðurjöfnunarnefndir mjög óbundnar hendur við álagn- ingu útsvars. Samkvæmt nefndri lagagrein er aðalútsvars- stofninn eignir gjaldþegns og tekjur, og rétturinn lítur svo á, að eftir hlutarins eðli eigi gjaldþegn heimtingu á að fá vitneskju um það hjá niðurjöfnunarnefnd hvort útsvar hans hefir verið lagt á réttan útsvarsstofn, það er að segja 289 við hvaða eignir og tekjur og hve háar útsvar hans er mið- að. Eftir því sem fram hefir komið hefir stefnandi ekki fengið upplýsingar um þessi atriði, heldur verið neitað um þær hjá stefndri niðurjöfnunarnefnd og ber því að skylda hana til að svara fyrri hluta 1. og 2. spurningar- innar hér að framan. Hinsvegar ber að sýkna stefnda að öðru leyti af kröfum stefnanda í málinu. Eftir útsvars- lögunum er niðurjöfnunarnefndum í sjálfsvald sett hvernig Þær leggja á útsvarsstofn hvers gjaldþegns. Og þó að nið- urjöfnunarnefndin hér í bænum hafi sett sér og birt fyrir almenningi reglur, sem hún notar til hliðsjónar við út- svarsálagningu almennt hér í bænum, þá verður að fall- ast á það hjá henni, að hún sé ekki bundin við þær reglur við álagningu á hvern einstakan gjaldþegn, heldur geti breytt út af þeim eftir eigin geðþótta til hækkunar eða lækkunar, en um þær aðgerðir hennar eigi dómstólarnir ekki úrskurðarvald. Þá telur rétturinn og, að niðurjöfnun- arnefndir og skattayfirvöld sé einráð um það hvaða á- stæður (auk útsvarsstofns) eru teknar til greina við á- kvörðun útsvars á hvern einstakan gjaldþegn svo og um það að meta ástæðurnar til hækkunar eða lækkunar á út- svari í hvert einstakt skipti. Verður stefnd því ekki skyld- uð til að gefa stefnanda frekari upplýsingar en að framan er sagt. Úrslit málsins verða þá samkvæmt framansögðu þau, að stefnd niðurjöfnunarnefnd verður að viðlögðum dagsektum, er þykja hæfilega ákveðnar 10 krónur, dæmd til þess að skýra stefnanda frá því á hvaða eignir og hve háar útsvar hans fyrir árið 1934 var lagt og við hve háar tekjur útsvarið var miðað. Eftir atvikum og öllum málavöxtum þykir rétt að máls- kostnaður í málinu falli niður. Vegna embættisanna hefir dómur eigi orðið kveðin upp í máli þessu fyrr en nú. 19 290 Föstudaginn 29. mai 1936. Nr. 10/1936. Jakob Jónasson (Lárus Jóhannesson) gegn Hreppsnefnd Jökuldalshrepps f. h. hreppsins (Garðar Þorsteinsson). Útsvarsmál. Spurning um heimilisfang útsvarsgreið- anda. Úrskurður fógetaréttar Norður-Múlasýslu 28. des. 1935: Lögtaksgerð sú, er framkvæmd var hjá Jakobi Jónassyni á Eiríksstöðum 11. nóvember þetta ár, fyrir útsvari til Jökul- dalshrepps árið 1934, staðfestist. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæsta- réttar með stefnu 22. jan. þ. á., hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður verði ó- merktur og að lögtaksgerðin 11. nóv. f. á. verði úr gildi felld, og loks, að hin stefnda hreppsnefnd verði f. h. hreppsins dæmd til þess að greiða honum málskostnað í hæstarétti eftir mati dómsins. Hin stefnda hreppsnefnd hefir hins vegar krafizt stað- festingar á hinum áfrýjaða úrskurði og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með því að áfrýjandi hafði dvöl, atvinnu sína og skepnur, að minnsta kosti að verulegu leyti, á Ei- ríksstöðum árið 1933 og árið 1934 fram yfir þann tíma, er útsvar það, er í máli þessu greinir, var á lagt, verður að telja, að hið raunverulega heimili hans hafi þenna tíma verið þar, enda þótt hann hafi látið skrá sig heimilisfastan frá því vorið 1933 á Nýhóli í Fjallahreppi. Verður því að telja, að á- frýjandi hafi verið úlsvarsskyldur til Jökuldals- 291 hrepps 1934, er útsvarið var á hann lagt, vegna áð- urnefndrar vistar sinnar á Eiríksstöðum. Árið 1935 lagði hreppsnefndin í Jökuldalshreppi að vísu ekki útsvar á áfrýjanda, með því að hún tjáist þá hafa heyrt, að áfrýjandi hefði raunveru- lega slitið vist sinni á Eiríksstöðum. En eftir þvi, sem fram er komið í málinu, hafði áfrýjandi þó enga dvöl á hinu skráða heimili sínu, Nýhóli í Fjallahreppi, þetta ár. Um sumarið vann hann um tíma að vegagerð, sem hreppsnefnd Jökuldals- hrepps ætlaði þó innanhreppsmönnum vinnu við öðrum fremur, en annan tíma ársins virðist hann að mestu leyti eða öllu hafa dvalizt á Eiríksstöðum, enda átti hann þar allmikið af skepnum, er hann virðist hafa heyjað fyrir eða haft þar á fóðrum, og þar er hann 22. okt. f. á., er lögtaksúrskurður sýslu- mannsins í Norður-Múlasýslu frá 30. júní s. á. var birtur, og, að því er virðist, um þær mundir, sem lögtakið 11. nóv. s. á. fór fram, enda hefir ekki í máli þessu verið bent á nokkra aðra vistarstaði hans þetta ár, fyrir utan þann tima, sem hann var í vegavinnu. Verður því að telja, að áfrýjandi hafi raunverulega einnig haft heimili sitt á Eiríksstöð- um árið 1935. Fógetinn í Norður-Múlasýslu var því bær um að kveða upp lögtaksúrskurðinn 30. júní 1935, lögtakið var því rétt að byrja og leiða til lykta á Eiríksstöðum, og sami fógeti var því einnig bær um að kveða upp hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð. Samkvæmt framanskráðu ber því að staðfesta hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð frá 28. des. f. á. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma áfrýjanda til þess að greiða hinni stefndu hrepps- nefnd f. h. hreppsins 150 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. 292 Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Jakob Jónasson, greiði hinni stefndu hreppsnefnd Jökuldals- hrepps f. h. hreppsins 150 krónur í málskostn- að fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Hinn 11. nóv. þ. á. fór fram lögtak á Eiríksstöðum í Jökuldalshreppi hjá lausamanni Jakobi Jónassyni fyrir útsvari til Jökuldalshrepps, sem hreppsnefnd nefnds hrepps lagði á hann við aðalniðurjöfnun árið 1934. Lög- tak þetta framkvæmdi hreppstjóri Jökuldalshrepps í um- boði sýslumanns, og var gerðarþoli ekki viðstaddur, er það fór fram, en hann hefir með bréfi til sýslumannsins í Norður-Múlasýslu dags. 19. nóvember þ. á. krafizt þess, að lögtaksgerðin yrði felld úr gildi. Byggir hann kröfuna á því, að beiðast hefði átt lögtaks á útsvarinu hjá sýslumann- inum í Þingeyjarsýslu og að hann hafi ekki átt lögheim- ili í JÖkuldalshreppi og því eigi verið útsvarsskyldur þar, er útsvarið var lagt á hann. Um veru gerðarþola í Jökuldalshreppi er það upplýst, að hann var vinnumaður á Eiríksstöðum til vorsins 1933, en tók sér þá heimili á Nýhóli í Fjallahreppi í Nurður- Þingeyjarsýslu og hefir verið skrifaður þar til heimilis Í manntali síðan. Sumarið 1933 var hann kaupamaður á Eiríksstöðum, að því undanteknu, að hann heyjaði þar fyrir þremur hross- um sinum, en galt engjaleiguna með því að leyfa að hross- in væru notuð í þarfir heimilisins. Veturinn 1933—-1934 var hann vetrarmaður á sama bæ og hafði megnið af fé sínu á kaupinu, en sumt fóðraði hann á heyi, sem hann átti þar frá árinu áður. Hann hefir því dvalið á Eiriksstöð- um allt árið 1933 og verið þar er útsvarið var á hann lagt árið 1934. Samkvæmt 8. gr. útsvarslaganna, er aðalreglan að leggja skal útsvar á gjaldþegn hvern á einum stað, þar sem hann 295 hafði heimilisfang vitanlega eða samkvæmt manntali næst á undan niðurjöfnun. Frá því eru þó nokkrar undantekn- ingar. En þar sem slægjur þær, sem gerðarþoli keypti á Eiríksstöðum sumarið 1933 getur ekki talist leiguliðaafnot af landi, kemur hér aðeins til greina undantekningin í d. lið 8. gr. sömu laga, sem heimilar að leggja útsvar á gjald- þegn á fleiri stöðum en einum, ef hann á fleiri heimili en eitt. Og eftir því sem upplýst er um dvöl gerðarþola á Kiríksslöðum árin 1933— 1934, verður það eitt útaf fyrir sig, að hann lét skrá sig í manntali árið 1933 til heimilis á Nýhóli en dvaldi þar ekkert á útsvarsárinu, ekki talið vera því til fyrirstöðu að hann hafi einnig átt heimili á Eiríksstöðum, er útsvar var á hann lagt árið 1934. Útsvar það kr. 50.00, sem hreppsnefnd Jökuldalshrepps lagði á gerðarþola árið 1934, verður því að teljast réttilega á hann lagt, sem heimilisfastan á Eiríksstöðum og kemur ekki til greina í því sambandi, þó sama ár hafi verið lagt á hann útsvar í Fjallahreppi, þar sem ekki er upplýst, að hann hafi krafizt þess, að hann yrði feldur af útsvarsskrá Jökuldalshrepps árið 1934. Og þar sem gerðarþoli var út- svarsskyldur í Jökuldalshreppi árið 1934, var hreppsnefnd- inni þar heimilt, að beiðast lögtaks á útsvarinu hjá sýslu- manninum í Norður-Múlasýslu. Samkvæmt þessu verða hin framkomnu mótmæli gegn lögtaksgerðinni ekki tekin til greina. Föstudaginn 29. mai 1936. Nr. 119/1934. Sigurður Bjarklind f. h. Kaupfélags Þingeyinga Segn oddvita Húsavíkurhrepps f. h. hrepps- ins. Dómur hæstaréttar. Af hálfu áfrýjanda Sigurðar Bjarklind f. h. kaup- félags Þingeyinga var mætt í málinu og þess kraf- izt, að málið yrði hafið. 294 Af hálfu stefnda var og mætt og krafizt ómaks- bóta. Málið er hafið og greiði áfrýjandi stefnda, odd- vita Húsavíkurhrepps f. h. hreppsins, 100 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 10. júní 1936. Nr. 55/1936. Lárus Jóhannesson f. h. Dánarbús Gunnars Gunnarssonar (Lárus Jóhannesson) gegn Hrefnu Sigurgeirsdóttur og gagnsök (Jón Arinbjarnarson), Mál um skuld samkvæmt veðskuldabréti. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 95. apríl 1936: Stefnd, Hrefna Sigurgeirsdóttir, greiði stefnandanum, Lárusi Jó- hannessyni, f. h. db. Gunnars Gunnarssonar, kr. 7370.15 með 6% ársvöxtum frá 1. október 1984 til greiðsludags og kr. 426.10 í málskostnað. Veðréttur stefnanda f. h. umbj. hans í eigninni Grettisgötu 57 B fyrir hinum tildæmdu upphæðum viðurkennist. Dóminum ber að fullnægja innan Þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Hinn 21. okt. 1929 gaf Oddur nokkur Benedikts- son út skuldabréf, að fjárhæð kr. 12283. 55, með 2. veðrétti í húseigninni nr. 57 B. við Grettisgötu í Reykjavík, til dánarbús kaupmanns Gunnars Gunnarssonar. Skyldi skuldin greiðast með 6% árs- vöxtum og með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 10 árum á gjalddaga 1. okt. ár hvert. Sam- 293 kvæmt ákvæðum skuldabréfsins skyldi öll skuldin fallin í gjalddaga, ef vanskil yrðu á greiðslu af- borgana og vaxta. Síðasta afborgun af skuld þess- ari fór fram 8. febrúar 1935, voru þá greiddar kr. 1000.00. Var það greiðsla upp í afborganir, er áður voru fallnar í gjalddaga. Með afsalsbréfi, útgefnu þann 16. okt. 1934, seldi þá verandi eigandi téðrar húseignar, Sigurður nokkur Jónsson, hana gagn- áfrýjanda máls þessa, Hrefnu Sigurgeirsdóttur. Var afsalsbréfið afhent til þinglýsingar hinn 17. des. 1934 og þinglesið hinn 20. s. m. Í afsalsbréfi þessu er svo kveðið á, að kaupandi húseignarinnar taki að sér að greiða áður greinda veðskuld, þá að fjár- hæð kr. 8370.15, til dánarbús Gunnars Gunnars- sonar. Hinn 13. jan. þ. á. lét Ólafur R. Björnsson, kaupmaður í Reykjavik, sem taldi sig hafa fengið veðskuldabréfið framselt til eignar og umráða, gera fjárnám í hinni veðsettu húseign samkv. 15. gr. laga nr. 29 frá 1885. Þessu fj árnámi skaut gagn- áfrýjandi til hæstaréttar, og var það fellt úr gildi með dómi réttarins, uppkveðnum 16. marz þ. á., þar eð ósannað var talið, að maður sá, sem fram- seldi Ólafi R. Björnssyni bréfið, hefði haft umboð dánarbúsins til þess. Sama dag afsalaði téður Ó- lafur með áritun á bréfið aftur til dánarbúsins þeim rétti til bréfsins, sem hann taldi sig eiga. Hæstaréttarmálaflutningsmaður Lárus Jóhannes- son höfðaði síðan mál þetta f. h. dánarbús Gunnars Gunnarssonar til innheimtu eftirstöðva veðskuld- arinnar, kr. 7370.15 ásamt 6% vöxtum frá 1. okt. 1934 til greiðsludags og málskostnaði. Var málið dæmt í tóðum rétti 25. april þ. á. með þeim úrslit- um, að kröfur stefnanda voru teknar til greina. 296 Hinn 12. f. m. fór síðan fram fjárnámsgerð í hinni veðsettu húseign til tryggingar dómsskuldinni. Dómi þessum og fjárnámsgerð hafa báðir aðiljar skotið til hæstaréttar, aðaláfrýjandi með stefnu, útgefinni 2. f. m., og framhaldsstefnu, útgefinni 12. f. m., en gagnáfrýjandi með stefnu, útgefinni 12. f. m., og framhaldsstefnu, útgefinni 13. f. m. Hafa málin verið sameinuð hér fyrir réttinum, eins og lög standa til. Aðaláfrýjandi hefir krafizt þess, í aðalsök, að hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð verði stað- fest og í gagnsök, að hann verði algerlega sýknað- ur. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæsta- rétti bæði í aðalsök og gagnsök eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi gerir eftirtaldar kröfur: a) Að dómur og málsmeðferð í héraði verði ó- merkt og málinu vísað frá gestaréttinum. b) Verði fyrrgreind krafa ekki tekin til greina, krefst hann, að dómur og málsmeðferð verði ómerkt og málinu visað heim til dómsuppkvaðningar að nýju. c) Til vara krefst gagnáfrýjandi sýknu. Þá krefst hann og þess, hver af áður töldum kröfum, sem til greina yrði tekin, að fjárnámsgerðin verði felld úr gildi. Loks krefst hann málskostnaðar fyrir hæstarétti og undirrétti eftir mati dómsins. Um a) Til stuðnings kröfu þeirri, er í a-lið get- ur, færir gagnáfrýjandi þetta: 1) Að á öðrum staðnum, þar sem nafn stefndu er tilgreint í gesta- réttarstefnunni, standi Helga Sigurgeirsdóttir. Gagnáfrýjandi mætti að vísu ekki fyrir gestarétt- inum eftir stefnunni, en með stefnu, útgefinni 31. marz þ. á., fékk hún málið upptekið af nýju og flutti síðan fram vörn í því. Er þegar þessvegna ekki ástæða til að ómerkja dóm og málsmeðferð 297 fyrir þessar sakir, sbr. 10. gr. laga nr. 63 frá 1917. 2) Í öðru lagi byggir gagnáfrýjandi kröfu þá er í a-lið getur, á því, að þá Sigurð hafnargjaldkera Þorsteinsson og umboðsmann aðaláfrýjanda máls þessa, Lárus Jóhannesson hæstaréttarmálflutnings- mann, sem mættu við sáttaumleitun í málinu, hafi brostið heimild til þess. Mótmælir gagnáfrýjandi hér fyrir dómi umboði Sigurðar er getur í héraðs- dóminum, sem ósönnu. Á sama hátt mótmælir hún umboði þvi sem ósönnu, er þeir Guðmundur Guð- mundsson, Axel Gunnarsson og Sigurður Þorsteins- son f. h. téðs dánarbús hafa gefið Lárusi Jóhannes- syni til innheimtu skuldabréfsins. Gegn þessu hefir umboðsmaður aðaláfrýjanda bent á, að Sigurður Þorsteinsson er, samkvæmt vottorði lögmannsins í Reykjavík, dags. 8. f. m., fjárhaldsmaður tveggja erfingja í dánarbúinu, að fyrir liggi vottfast inn- heimtuumboð erfingjans Rögnu Gunnarsdóttur til handa sér, að ekkert sé tortryggilegt við önnur um- boð, sem fyrir liggja í málinu, að málssókn þessi beinist einungis að því, að varðveita og krefja inn eign, sem ætla megi að sé í verulegri hættu vegna rýrnunar veðsins, missis forgangsréttar fyrir vöxt- um m. m. og að í stöðu, sinni felist sönnun fyrir heimild hans til málflutningsins. Það þykir nú verða að líta svo á, að með máls- sókn þessari sé verið að hirða um verðmæti dánar- búsins og vernda þau frá rýrnun, og það getur þess- vegna ekki hamlað framgangi málsins, þó umboð til reksturs þess af hálfu einhverra erfingja dánar- búsins kynni að vanta. Þar sem Sigurður Þorsteins- son hefir hagsmuna að gæta í dánarbúinu, eins og áður er sagt, og áðurgreindu umboði hans var ein- ungis mótmælt í héraði sem óstaðfestu og af því 298 að það væri ekki undirritað af öllum erfingjum Gunnars Gunnarssonar, þá verður að telja hann hafa haft heimild til að gera ráðstafanir til að varð- veita þessa eign búsins, mæta á sáttafundi í því tilefni og fela málflutningsmanni nauðsynlega inn- heimtustarfsemi. Samkvæmt framansögðu verður ekki heldur talið neitt framkomið, sem hnekki full- yrðing umboðsmanns aðaláfrýjanda um, að hann hafi haft heimild til innheimtu skuldarinnar og er þessvegna ekki ástæða til að taka véfengingu gagn- áfrýjanda á umboði hans til greina, enda umboð- inu ekki mótmælt sem ósönnu í héraði. Verður dómur og málsmeðferð þessvegna ekki ómerkt vegna vantandi sáttatilraunar eða heimildarlaus málflutnings. Um b) Ómerkingar og heimvísunarkröfuna styð- ur gagnáfrýjandi með því, að héraðsdómarinn hafi ekki dæmt um tvær frávísunarástæður, sem bornar voru fram í héraði, sem sé véfenging á lögmæti sáttatilraunar og umboði aðaláfrýjanda. Á þetta verður ekki fallizt. Með því að fara inn á efni máls- ins hefir héraðsdómurinn dæmt um frávísunar- kröfur þessar. Um ce) Sýknukröfuna byggir gagnáfrýjandi á því, að hún beri ekki persónulega ábyrgð á greiðslu skuldarinnar gagnvart dánarbúinu, en jafnvel þó svo væri, þá sé bréfið ekki fallið í gjalddaga vegna viðtökudráttar, þar eð ekki sé vitað, hverjir eru bærir til að taka við greiðslum. Þess er þegar getið, að í afsali til handa gagnáfrýjanda fyrir hinni veð- settu eign er ákvæði þess efnis, að hún taki að sér greiðslu veðskuldar þeirrar, er hér skiptir máli. Með því að taka við og þinglýsa téðu afsali hefir gagnáfrýjandi tekið á sig gagnvart dánarbúinu per- 299 sónulega ábyrgð á skuldinni. Ekki verður heldur talið, að um viðtökudrátt af hálfu dánarbúsins sé að ræða, þar eð ein afborgun hefir verið innt af hendi, eftir að gagnáfrýjandi var orðinn eigandi hinnar veðsettu eignar og hún hefir ekki sýnt fram á, að hún hafi gert tilraun til að bjóða fram frekari greiðslu, enda hefði hún getað falið Landsbanka Íslands greiðslur til varðveizlu, ef hún hefði ekki þótzt örugg um, hverir væru réttir heimildarmenn til viðtöku fjárins. Skuldin var þessvegna öll fall- in í gjalddaga fyrir vanskil. Samkvæmt framan- sögðu þykir bera að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, svo og hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Eftir þessum málsúrslitum verður að dæma sagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda máls- kostnað í hæstarétti sem ákveðst kr. 300.00. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða sestaréttardómi og fjár- námsgerð skal óraskað. Gagnáfrýjandi, Hrefna Sigurgeirsdóttir, greiði aðaláfrýjanda, Lárusi Jóhannessyni f. h. dánarbús Gunnars Gunnars- sonar, kr. 300.00 í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er samkv. heimild í veðskuldabréfi útg. 21. október 1929 af Oddi Benediktssyni, höfðað fyrir gesta- réttinum með stefnu, birtri 16. marz 1936, af hrm. Lárusi Jóhannessyni, hér í bæ, f. h. db. Gunnars Gunnarssonar gegn Hrefnu Sigurgeirsdóttur, Laugavegi 68, hér í bænum, til greiðslu skuldar skv. ofangreindu veðskuldabréfi, sem upphaflega var að upphæð kr. 12283.55, en nú er að eftir- stöðvum kr. 7370.15. 300 Krefst stefnandi þess, að stefnd verði dæmd til að greiða honum f. h. db. Gunnars Gunnarssonar, eftirstöðvar veðskuldabréfsins kr. 7370.15 með 6% ársvöxtum frá 1. október 1934 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Ofangreind veðskuld er tryggð með 2. veðrétti í eign- inni nr. 57 B við Grettisgötu hér í bænum og gerir stefn- andi ennfremur þá kröfu, að veðréttur þessi verði viður- kenndur með dóminum. Skuldin er öll fallin í gjalddaga vegna vanskila. Stefnd krefst aðallega frávisunar en fil vara sýknu og málskostnaðar krefst hún einnig hvernig sem málið fer. Frávísunarkröfuna byggir hún á þvi, að á öðrum staðn- um, sem nafn hennar er nefnt í stefnunni er það misritað og stendur þar Helga í stað Hrefna, en þar eð hér er um auðsæja misritun að ræða og stefnan er samkv. birtingar- vottorði stefnuvottanna birt stefndri Hrefnu Sigurgeirs- dóttur, þá þykir ekki ástæða til, að taka frávísunarkröf- una til greina. Það verður að teljast upplýst í málinu, að stefnd hafi tekið að sér greiðslu ofangreindrar veðskuldar, þegar hún keypti hina veðsettu eign og byggist sýknukrafa stefndrar því eingöngu á því, að stefnandi hafi ekki nægilegt um- boð til að krefjast hinnar umstefndu skuldar. Stefnandi hefir lagt fram umboð sér til handa til að krefjazt hinnar umstefndu skuldar og er það undirritað af Guðmundi Guð- mundssyni, Axel Gunnarssyni og Sigurði Þorsteinssyni og hefir Sigurður einnig mætt ásamt stefnanda við sáttatil- raun Í málinu. Ennfremur hefir stefnandi lagt fram yfirlýsingu frá erfingjum Gunnars Gunnarssonar þess efnis, að Sigurður Þorsteinsson hafi og hafi alltaf haft fullt og ótakmarkað umboð þeirra til að innheimta og ráðstafa á sérhvern hátt ofangreindu veðskuldabréfi. Stefnd hefir andmælt þessari yfirlýsingu sem óstað- festri og auk þess telur hún að ekki hafi allir erfingjarnir undirritað hana. Eftir atvikum þykir ekki ástæða til að taka andmælin segn yfirlýsingunni sem óstaðfestri til greina og með því að stefnd hefir ekki sannað né líklegt gert, að erfingjar Gunnars Gunnarssonar séu nú fleiri en þeir, sem undir- 301 ritað hafa nefnda yfirlýsingu verður sýknukrafa hennar skv. framansögðu ekki tekin til greina. Úrslit málsins verða því þau, að allar kröfur stefnanda verða teknar til greina og ákveðst málskostnaður honum til handa kr. 426.10. Föstudaginn 12. júni 1936. Nr. 63/1936. Þórður Jónsson (Lárus Jóhannesson) segn Borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæj- arsjóðs (Garðar Þorsteinsson). Útsvarsmál. Spurning um heimilisfang útsvarsgreið- anda. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 7. maí 1936: Hin umbeðna lögtaksgerð á fram að ganga á ábyrgð gerðar- beiðanda en kostnað gerðarþola. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæsta- réttar með stefnu, útgefinni 16. maí þ. á., hefir krafizt ómerkingar á hinum áfrýjaða úrskurði og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á úr- skurðinum og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eins og vikið er að í hinum áfrýjaða úrskurði, verður að telja áfrýjanda hafa raunverulega átt heimili í Reykjavik árin 1933 og 1934, er hann lét skrifa sig heimilisfastan að Kolviðarhóli í Árnes- sýslu. Frá 1. jan 1935 hætti hann að visu að láta skrifa heimili sitt þar, og lét nú skrifa heimili sitt 302 að svonefndu Árholti í Mosfellshreppi árið 1935. En það er viðurkennt af áfrýjanda, að hann hafi aldrei það ár fluzt þangað eða haft þar svo mikið sem einnar nætur dvöl, enda hafi hann allt það ár samkvæmt læknisráði haft vist í Reykjavík, að undanteknum 1 mánaðar tíma, er hann var í utanför til þess að leita sér lækninga. Verður því að líta svo á, að áfrýjandi hafi allt árið 1935 raun- verulega haft lögheimili í Reykjavík. Þar sem áfrýjandi hafði, samkvæmt framan- skráðu, raunverulegt lögheimili í Reykjavík bæði 1934, útsvarsár það, er hér skiptir máli, og 1935, gjaldár það, sem hér er um að tefla, var útsvar það, er í máli þessu greinir, löglega á hann lagt. Og verður því að taka kröfu stefnda um staðfestingu hins áfrýjaða úrskurðar til greina. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til þess að greiða stefnda 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Með því að áfrýjandi hafði látið skrifa heimili sitt að Árholti í Mosfellshreppi frá 1. jan. 1935, lagði hreppsnefndin þar einnig útsvar á hann það ár, og var úrskurðað í fógetarétti Gullbringu- og Kjósarsýslu þann 29. febr. þ. á., að lögtak skyldi Íram fara til tryggingar því útsvari. Vegna þess var hreppsnefndaroddvita Mosfellshrepps fyrir hönd hreppsins tilkynnt áfrýjun þessa máls, „ef hann óskar að gæta réttar síns í sambandi við þetta mál“, eins og það er orðað í hæstaréttarstefnunni. Hreppsnefndin hefir látið mæta hér fyrir dómi í máli þessu og krafizt málskostnaðar af hendi stefnda, en til vara málskostnaðar af hendi áfrýj- anda, hvorttveggja eftir mati dómsins. Og hefir báðum þessum kröfum verið mótmælt. Með því að 303 stefndi hvorki hefir stefnt Mosfellshreppi né hreppurinn honum, þá verður stefndi ekki dæmdur til að greiða hreppnum málskostnað. Og ekki virð- ist það geta bakað áfrýjanda skyldu til þess að greiða hreppnum málskostnað, þótt fyrirsvars- manni hans væri aðeins tilkynnt málskotið og hon- um veittur kostur á að gæta réttar sins, ef hann vildi. Verður því hvorug málskostnaðarkrafan tek- in til greina. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður* á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Þórður Jónsson, greiði stefnda, borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs, 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Árið 1935 var gerðarþola, Þórði Jónssyni úrsmið gert að greiða í útsvar til bæjarsjóðs Reykjavíkur kr. 4400.00. Þar sem útsvar þetta hefir eigi fengizt greitt, hefir bæjar- gjaldkeri Beykjavíkur f. h. bæjarsjóðs krafizt þess að lög- tak yrði gert í eignum gerðarþola til tryggingar ofan- greindu útsvari kr. 4400.00, auk dráttarvaxta, kostnaðar við gerðina og eftirfarandi uppboð ef til kemur. Gerðarþoli hefir mótmælt því að umbeðin gerð næði fram að ganga. Ástæður þær sem gerðarþoli færir fyrir mótmælum sínum gegn framgangi lögtaksgerðarinnar eru þessar: Að útsvarsseðillinn á rskj. 2 eigi ekki við sig. Að hann auk þess sé ekki útsvarsskyldur í Reykjavík umrætt ár, þar sem hann hafi flutzt frá Reykjavík um áramót 1932 og 1933 og hafi ekki átt þar heima síðan. Kveðst hann hafa flutzt að Kolviðarhóli í Ölvushreppi en Þaðan hafi hann flutt að Árholti í Mosfellssveit 31. des- 304 ember 1934, en þá eign hafi hann keypt á því ári og þar hafi hann átt heima frá 1. janúar 1935 til þessa dags, enda hafi hann tilkynnt flutning sinn þangað hlutaðeigandi stjórnarvöldum, og þar hafi honum verið gert að greiða öll opinber gjöld árið 1935, þar á meðal útsvar. Hinsvegar hefir gerðarþoli lýst yfir því, að hann hafi aldrei sofið eða verið yfir nótt á Árholti, en verið oft að degi til við að ditta að húsinu og hafa umsjón með við- gerð á þvi. Kveður gerðarþoli ástæðuna fyrir því að hann hafi ekki dvalið að Árholti eða verið þar nætursakir, vera Þá, að heilsu hans sé þannig varið að hann hafi orðið að vera og verði enn að vera undir stöðugu lækniseftirliti um óákveðinn tíma, en það geri stöðuga dvöl sína í Reykja- vik nauðsynlega. Hefir gerðarþoli um þetta vísað til lækn- isvottorða á rskj. nr. 7 bls. 15 og 16. Þá heldur gerðarþoli því fram að úrskurður sá, er kveð- inn var upp í fógetarétti Gullbringu- og Kjósarsýslu 29. febrúar síðast liðinn um útsvarsskyldu hans í Mosfells- hreppi, sé bindandi fyrir fógetann í Reykjavík og þegar af Þeirri ástæðu sé útilokað að úrskurður geti gengið á móti honum í þessu máli. Gerðarbeiðandi hefir lagt fram í málinu, rskj. nr. 4, yfirlýsingu skattstjórans í Reykjavík, sem rétturinn telur nægilega sönnun þess að útsvarsseðillinn á rskj. nr. 2 eigi við gerðarþola. Verða því mótmæli hans um það atriði eigi tekin til greina. Þá hefir gerðarbeiðandi mótmælt því að gerðarþoli hafi með tilkynningu sinni um flutning að Árholti í Mos- fellssveit, kaupum sinum á þeirri eign og veru sinni þar, eins og gerðarþoli upplýsir að henni hafi verið háttað, breytt um heimilisfang frá því sem áður var og öðlazt heimilsfang að Árholti, heldur hafi raunverulegt heimilis- fang gerðarþola árið 1935 verið í Reykjavik. Og samkvæmt því hefir gerðarbeiðandi krafizt þess að umbeðin lögtaks- gerð nái fram að ganga. Sérstaklega hefir gerðarbeiðandi mótmælt því, að heilsu gerðarþola hafi verið þannig var- ið á umræddum tíma að hann hafi ekki hennar vegna getað dvalið að Árholti og mótmælir hann læknisvottorð- unum á rskj. nr. 7 bls. 15 og 16 sem þýðingarlausum um þetta atriði. Rétturinn getur ekki fallist á þær fullyrðingar gerðar- 305 Þola, að úrskurður fógetaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 29. febrúar s. 1. um útsvarsskyldu gerðarþola í Mosfells- hreppi sé bindandi fyrir fógetarétt Reykjavíkur, enda fjallar sá úrskurður eðlilega ekkert um mál það, sem hér liggur fyrir. Þessi fullyrðing gerðarþola verður því ekki tekin til greina. Samkvæmt dómi hæstaréttar frá 22. nóvember 1935 er fenginn úrskurður um það, að gerðarþoli hafi ekki með dvöl sinni að Kolviðarhóli þar um rætt tímabil breytt um heimilsfang frá þvi sem áður var, þ. e. að hann hafi haldið áfram að eiga heimilisfang í Reykjavík þann tíma, sem hann taldi sig til heimilis að Kolviðarhóli. Hér kemur þvi aðeins til álita hvort gerðarþoli með tilkynningu sinni um flutning að Árholti í Mosfellssveit, kaupum á þeirri eign og veru sinni þar eins og hann viðurkennir að henni hafi verið háttað, hafi breytt um heimilsfang frá því sem áður var, eða með öðrum orðum öðlast heimilisfang að Árholti. Rétturinn lítur svo á, að tilkynning gerðarþola um flutn- ing sé ekki ein út af fyrir sig nægileg til þess að hann öðl- ist heimilisfang á þeim stað, er hann tilkynnir flutning til, heldur komi hér ýmislegt annað til gfeina, er sýni að um raunverulegt heimilisfang sé að ræða. Hér virðist það ekki breyta neinu þótt gerðarþoli sé eigandi þeirrar eignar, sem hann telur sig hafa flutzt á. Hinsvegar virðist réttin- um það skipta mjög miklu máli í þessu efni hvort dvöl gerðarþola á umræddum stað hafi verið þess eðlis eða henni þannig háttað að hún bendi til þess að um raunveru- legt heimilisfang gerðarþola þar hafi verið að ræða. En samkvæmt yfirlýsingu gerðarþola sjálfs í málinu, þar sem hann kveðst aldrei hafa verið að Árholti nætursakir, þá getur rétturinn ekki fallist á það, að gerðarþoli hafi átt Þar heimilisfang umræddan tíma. Að vísu heldur gerðar- Þoli því fram, að brottvera hans frá Árholti að staðaldri og dvöl hans í Reykjavík stafi af því, að hann hafi orðið að vera og sé enn vegna veikinda undir stöðugu læknis- eftirliti og hefir hann um það vísað til 2ja læknisvottorða á rskj. 7 bls. 15 og 16. En þau vottorð segja ekki annað en Það að gerðarþoli hafi verið veikur á þeim tima, sem þau ná til, en segja ekkert um það, að hann hafi þurft að vera undir stöðugu lækniseftirliti né að hann hafi eigi þolað 20 306 að dvelja á eign sinni Árholti. Með tilliti til þess, sem g rðarþoli hefir sjálfur upplýst í málinu um hinar tíðu biíl- ferðir milli Árholts og Reykjavíkur, getur rétturinn því ekki gegn mótmælum gerðarbeiðanda tekið þessa ástæðu gerðarþola fyrir fjarvist hans frá Árholti til greina, enda telur rétturinn að sönnunarbyrðin um þetta atriði hvíli á gerðarþola. Samkvæmt framangreindu verður rétturinn því að líta svo á að gerðarþoli hafi ekki, með þeim ráðstöfunum, sem hann hefir gert til flutnings að Árholti í Mosfellssveit og dvöl sinni þar, eins og henni samkvæmt yfirlýsingu hans sjálfs, hefir verið háttað, breytt um heimilisfang frá þvi sem áður var og að hann hafi því átt raunverulegt heimil- isfang í Reykjavík árið 1935 og því verið þar útsvarsskyld- ur það ár. Ber því að áliti réttarins að leyfa framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar. Föstudaginn 12. júni 1936. Nr. 117/1934. R. P. Leví (sjálfur) Segn Margréti Leví og gagnsök (Eggert Claessen). Skuldamál. Héraðsdómur ómerktur að því leyti sem efnisdómur var lagður á gagnsök í héraði. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. júní 1933: Kröfu sagnstefnanda í gagnsökinni, að því er snertir framfærslu- kostnað frá 8. júlí 1927 til 1. okt. 1931, vísast frá dómi. Að öðru leyti eiga aðalstefnandi og gagnstefnandi að vera sýkn, hvort af annars kröfum í máli þessu, bæði í aðalsök og gagnsök. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi hefir verið skot- ið til hæstaréttar af hálfu aðaláfrýjanda með 307 stefnu dags. 14. júlí 1934, að fengnu áfrýjunarleyfi dags. 26. júní 1934, en af hálfu gagnáfrýjanda með stefnu dags. 14. janúar 1936, að fengnu áfrýjunar- leyfi dags. 6. s. m. Aðaláfryjandi hefir útvegað sér novaleyfi, dags. 16. okt. 1935, og lagt ný skjöl fram i hæstarétti. Málið hefir verið flutt skriflega í hæsta- rétti skv. 2. tl. 38. gr. hæstaréttarlaganna. Í aðalsök krefst aðaláfrýjandi þess, að aðal- stefnda verði dæmd til að greiða honum 17789.21 kr. með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1925 til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir báðum réttum eftir mati hæstaréttar. Aðal- stefnda krafðist þar á móti í fyrstu hér fyrir rétt- inum algerðrar sýknu í aðalsök og málskostnaðar fyrir báðum réttum. Í gagnsök krafðist gasnáfrýjandi þess í upphafi hér fyrir réttinum, að gagnstefndi yrði aðallega dæmdur til að greiða henni 108500.00 kr. með 5% ársvöxtum frá 9. okt. 1931 til greiðsludags, en til vara 35000.00 kr. með vöxtum reiknuðum á sama hátt, og til þrautavara, að upphæðin yrði látin fara eftir mati óvilhallra manna eða hæstaréttar. Þá krafðist hún og málskostnaðar fyrir undirrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Gagnstefndi krefst hinsvegar algerðrar sýknu Í gagnsök og málskostn- aðar fyrir báðum réttum. Í lok málflutningsins fyrir hæstarétti var lýst yfir þvi af hálfu gagnáfrýjanda, að framangreindar kröfur hennar í aðalsök og gagnsök bæri að skilja á þá leið, að hún krefðist aðallega heimvísunar alls málsins til efnisdóms í gagnsök og til vara algerðr- ar sýknunar í aðalsökinni, en málskostnaðar fyrir báðum réttum, hvernig sem málið færi. Þessari heimvíisunarkröfu hefir gagnstefndi mótmælt sem 308 of seint fram kominni, þar sem hún væri algerlega ný krafa, óskyld kröfum gagnáfrýjanda í gagn- stefnu og frumsókn fyrir hæstarétti. Þar sem á það verður að fallast, að hér sé um nýja kröfu að ræða, verður hún þegar af þeirri ástæðu ekki tekin til greina gegn mótmælum gagnstefnda. Svo sem nánar segir í hinum áfrýjaða dómi, þá eiga greiðslur þær, sem aðaláfrýjandi telur sig hafa innt af höndum fyrir aðalstefndu, allar að hafa farið fram meðan hjúskapur þeirra stóð og þau dvöldu enn samvistum. Upplýst er, að þótt þau hjón hefðu aðskilinn fjárhag og hvort ræki sína atvinnu, þá hlupu þau oft hvort undir bagga með öðru, þannig að annað innti af höndum greiðslur i þágu atvinnurekstrar hins. Enda var sameigin- legu heimili þeirra haldið uppi með afrakstri af atvinnurekstri beggja eftir því sem með þurfti og aflögufært var, þannig að þegar um þrengdi hjá aðaláfrýjanda, tók aðalstefnda við framfærslu heimilisins, fyrst að nokkru leyti og síðar að öllu leyti. Viðurkennt er, að ekki eru öll þessi fjárvið- skipti þeirra hjóna tilfærð á reikningi þeim, sem aðaláfrýjandi hefir lagt til grundvallar kröfum sinum í þessu máli, og virðist ekkert tæmandi reikningshald hafa verið fært um þau. Ef aðaláfrýj- andi vildi halda kröfum þessum fram, þá bar hon- um, vegna þess hvernig þeim var farið, að koma Íram með þær ekki síðar en í sambandi við skiln- aðinn að borði og sæng, það gerði hann ekki, held- ur sýnist þá hafa verið gengið út frá því, að eldri fjárviðskiptum þeirra hjóna væri lokið. Mundi aðalstefnd ella þá þegar hafa krafizt úrskurðar valdsmanns um skyldu aðaláfrýjanda til að greiða það, sem hún telur hann hafa vangoldið til heim- 309 ilisins áður en skilnaður að borði og sæng var veitt- ur, og um framfærslueyri með henni og börnum þeirra. Getur það því ekki stoðað aðaláfrýjanda að koma fram með þessar kröfur h. u. b. 4 árum eftir að skilnaður að borði og sæng var veittur og þegar aðalstefnda er búin að glata rétti til að koma fram eðlilegum gagnkröfum. Ber því að sýkna aðal- stefndu af kröfum áfrýjanda í aðalsök. Eins og málið er lagt fyrir hæstarétt er einungis hægt að taka til álita þann hluta gagnsakar, sem ekki var vísað frá dómi í héraði, þ. e. a. s. kröfu sagnáfrýjanda um, að gagnstefndi greiði henni bæt- ur vegna útgjalda hennar og barna þeirra frá Í. janúar 1924 til 8. júlí 1927. En þessi krafa er þess eðlis, að hún heyrir undir úrskurð valdsmanns, en ekki dómstólana, sbr. 9. gr. laga nr. 20/1923 og 14. og 15. gr. laga nr. 57/1921. Ber þvi að ómerkja hinn áfrýjaða dóm, að svo miklu leyti sem með honum er lagður efnisdómur á gagnsökina í héraði og skal vísa málinu að því leyti frá dómi í héraði. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í að- alsök og gagnsök, bæði í héraði og hæstarétti, falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera ómerkur að svo miklu leyti, sem með honum var lagður efnisdómur á gagnsök í héraði, og vísast mál- inu að því leyti frá bæjarþinginu. Að öðru leyti skal hinn áfrýjaði dómur vera óraskaður. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. 310 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitan höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 16. júni 1931 af R. P. Levi kaupmanni hér í bænum gegn Margréti Levi kaupkonu Bárugötu 33, hér í bænum, til greiðslu skuldar er stefnandi tjáir vera eftirstöðvar af peningalánum, að upphæð kr. 17789.21. Svo krefst stefnandi og 6% árs- vaxta frá 1. jan. 1925 til greiðsludags og málskostnaðar eftir vati réttarins. Stefnda hefir krafizt sýknu af framangreindum kröf- um stefnanda og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Þá hefir stefnda og að undangenginni árangurslausri sáttaumleitan, gagnstefnt aðalstefnanda með stefnu útgef- inni 14. okt. 1931. Gerir hún þær kröfur í gagnsökinni að aðalstefnandi verði dæmdur til þess að greiða henni kr. 108500.00 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi gagnsak- ar, 9. okt. 1931, með eða án skuldajafnaðar við kröfu aðal- stefnanda í aðalmálinu. Svo krefst hún og málskostnaðar í gagnsökinni eftir reikningi eða mati réttarins. Aðalstefnandi hefir krafizt sýknu af kröfum gagnstefn- anda í gagnsökinni og málskostnaðar í gagnsök eftir gjald- skrá málflutningsmannafélagsins eða mati réttarins. Eftir upplýsingum þeim, sem fyrir liggja í málinu virð- ast tildrög þess vera þau, sem hér segir. Aðalstefnandi og gagnstefnandi gengu að eigast árið 1911. Áður en þau gengu í hjónaband gerðu þau með sér kaupmála dags. 23. júní 1911, þingi. 29. s. m. Um fjármál sín komast þau svo að orði í 1. gr. kaup- málans: „Ekkert helmingafjárfélag skal vera með okkur, en allt það, sem hvort okkar á og kemur með í búið eða aflar eða eignast meðan við erum gift, hvort sem það er að erfðum — lögerfðum eða samkvæmt arfleiðsluskrá — eða gjöf eða á sérhvern annan hátt, er og verður séreign Þess okkar, sem hefir aflað þess eða eignast það og hinu hjónanna að öllu leyti óviðkomandi. Skuldir þær, sem hvort okkar um sig kann að stofna framvegis taka ekki til hins“. Árið 1926, í júní, slitu hjónin samvistum þannig, að aðalstefnandi fór burt af heimilinu. Um ástæðuna fyrir því ber málsaðiljum ekki saman og er ekkert upplýst um sl þær í þessu máli. Með leyfisbréfi dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins, dags. 8. júlí 1927 fékk gagnstefnandi leyfi til skilnaðar að borði og sæng við aðalstefnanda. Börn hjónanna öll — þ. e., eftir því sem fram er komið í málinu, stúlka fædd árið 1912 og tveir drengir fæddir árið 1915 og 1917 — skyldu verða hjá móðurinni, sem hefði umráð- in yfir þeim. Í leyfisbréfinu er þess getið, að með því að konan lýsti yfir því, að hún krefðist ekki fyrst um sinn framfærslueyris af manninum fyrir sig og börnin, yrðu að svo stöddu engin ákvæði sett í því efni. Búskipti munu ekki hafa farið fram, enda sýnist ekki hafa orðið ágrein- ingur um það, hvaða eignir á heimili og utan heimilis. tilheyrðu séreign hvors um sig. Þá verður og ekki séð, að hjónin hafi gert nokkrar fjárkröfur hvort á hendur öðru, er leyfið til skilnaðar að borði og sæng var veitt. Þess skal þegar getið, að enda þótt fjárhagur hjónanna væri algerlega aðgreindur samkv. kaupmálanum, þá verð- ur ekki séð að þau hafi alla þá tíð, er þau voru samvist- um, tekið neina sameiginlega ákvörðun um það, að halda hvort um sig reikningsfærslu yfir fé, sem þau, hvort fyrir sig, lögðu til sameiginlegra þarfa eða milli þeirra gekk á annan hátt. Árið 1923 stofnaði aðalstefnda hattaverzlun hér í bæn- um undir sínu nafni, og hélt hún henni áfram eftir skiln- aðinn að borði og sæng. Er krafa aðalstefnanda í aðalmál- inu af því risin, að hann kveðst hafa greitt af séreign sinni ýmsar upphæðir vegna verzlunar þessarar, er samanlagð- ar og að frádregnum greiðslum til hans af séreign aðal- stefndu, nemi hinni umstefndu upphæð kr. 17789.21. Í að- alstefnunni kveður aðalstefnandi greiðslur sinar vegna verzlunarinnar hafa farið fram á árunum 1923—-1927, en í reikningi þeim, er hann hefir lagt fram, réttarskjal nr. ð, eru greiðslurnar taldar að hafa farið fram á árunum 1923 ---1924, Hinsvegar eru þar tilfærðar greiðslur til hans frá aðalstefndu á árunum 1923—1927. Aðalstefnda hefir fyrst og fremst krafizt sýknu af fram- angreindum kröfum aðalstefnanda, á þeim grundvelli að krafan væri fyrnd, þótt hún væri rétt. Á þetta verður þó ekki fallist. Krafan virðist vera þess eðlis að hún fyrnist á 10 árum, eins og aðalstefnandi heldur fram. Í öðru lagi hefir aðalstefnda mótmælt því, að aðal- 312 stefnandi hafi innt af höndum greiðslur Þær, sem hann telur henni til skuldar á reikningnum (rskj. 5) en þó svo væri, að hann hafi fengið endurgreiðslu frá verzluninni á þeim upphæðum. Ennfremur kveður hún það viðurkennt af aðalstefnanda, að greiðslur þær, sem hún er skulduð fyrir, hafi hann greitt með þeim ásetningi, að krefjast ekki end- urgreiðslu, og sé þá ekki um nein kröfuréttindi á hendur henni að ræða, út af þeim. Í málinu er upplýst, að á árunum 1923--1924 hafi verið pantaðar undir nafni aðalstefnanda verzlunarvörur frá firmanu Joakim Schermeister á Co í Kaupmannahöfn, er gengu til verzlunar aðalstefndu. Kveður aðalstefnandi þessa tilhögun hafa verið hafða sökum þess, að auðveldara hafi verið að fá vörur til verzlunarinnar gegn gjaldfresti ef hann samþykkti víxla fyrir andvirðinu. Kveðst aðal- stefnandi hafa orðið að greiða nokkuð af andvirðinu af eigin fé og standa ýmsar stærstu upphæðirnar á reikningi hans í sambandi við það. Af samanburði á reikningi aðalstefnanda (rskj. 5) og viðskiptareikningi frá firmanu J. Schermeister á Co., (rjskj. 16), má ráða, að aðalstefnda hefir að minnsta kosti greitt sumt af vörunum beint til danska firmans, án milligöngu aðalstefnanda um greiðsluna. Hinsvegar hefir aðalstefnandi fært sönnur á, að hann hafi greitt til firm- ans d. kr. 6988.26, eftir að firmað hafði í október 1924, sent málflutningsfirma hér í bænum kröfu á hann til inn- heimtu út af viðskiptum þessum. Af þeirri upphæð hefir hann þó aðeins fært aðalstefndu til skuldar á reikningi sinum ísl. kr. 1800.00 við 20. okt. 1924 og ísl. kr. 1455.02 við 25. nóv. s. á. Kveður aðalstefnandi aðalstefndu hafa greitt mismuninn, sbr. innlegg hans (rskj. 45). Á aðrar greiðslur til danska firmans, sem samkvæmt reikningi að- alstefnanda hafa átt að fara fram fyrir októbermánuð 1924, hefir hann, gegn ákveðnum mótmælum aðalstefndu, ekki fært fullnægjandi sannanir, því það atriði eitt, að vör- urnar voru pantaðar undir nafni aðalstefnanda, getur ekki talist nægur sannanagrundvöllur, þegar það er haft í huga að málsaðiljar lifðu þá í hjónabandi og að viðurkennt er að þessi tilhögun hafi verið höfð til þess að útvega aðal- stefndri greiðslufrest, enda upplýst að hún greiddi a. m. k. sumt af vörunum án milligöngu aðalstefnanda. öl3 Þá hefir aðalstefnandi og, með staðfestum útdrætti úr sjóðdagbók sinni, fært líkur fyrir því, að hann hafi greitt upphæð þá, kr. 2256.05, sem tilfærð er við 11. febrúar 1924 á reikningi hans, en ekki verður það, gegn mótmæl- um aðalstefndu talin full sönnun. Á réttmæti annara upphæða á reikningnum, sem aðal- stefndu eru taldar til skulda, hefir aðalstefnandi ekki, gegn mótmælum hennar, fært neinar sönnur. Aðalstefnandi hefir á reikningi sínum fært aðalstefndu ýmsar upphæðir til tekna. Er það og sannað í málinu á annan hátt, að hún hefir varið af fé sinu eða verzlunar- innar, bæði til heimilishalds og til sérþarfa aðalstefnanda, en reikningshald yfir það virðist hún ekki hafa haldið. Þá er það og upplýst, að við skilnaðinn að borði og sæng, fylgdu börnin henni og kostaði hún ein framfærslu þeirra og uppeldi eftir það. Aðalstefnandi hefir nú viðurkennt það, að hann hafi ekki innt af höndum greiðslur þær, sem hann nú stefnir fyrir, með það fyrir augum að krefjast endurgreiðslu á þeim, ef áframhald hefði orðið á hjónabandi málsaðilja. Á skattskýrslu aðalstefnanda árið 1924, virðist skuldin ekki talin með og af framburði vitnisins Guðmundar Ólafs- sonar, hrm., sést, að árangurslaust fjárnám hefir verið gert hjá aðalstefnanda 6. mai 1927, án þess að hann teldi þá hina umstefndu kröfu á aðalstefndu með eignum sínum. Má af því ráða, að í upphafi hafi ekki legið fyrir, svo sem venja er til við peningalán, neinar skuldbindingar af hálfu aðalstefndu um endurgreiðslu. Með tilliti til þess, hvernig fjárgreiðslum milli hjónanna yfirleitt var varið, meðan hjónabandið stóð, hafði aðal- stefnda ástæðu til að ætla að þau myndu ekki gera fjár- kröfu hvort á hendur öðru út af skuldaskiptum þeirra, nema annað væri beinlínis tekið fram eða um samið, og var því rétt af henni að lita svo á, að sérstaka reiknings- færslu þyrfti ekki að halda yfir greiðslurnar. En það sem einkum sker úr í þessu máli er það, að aðalstefnandi gerir engar fjárkröfur á hendur aðalstefndu, þegar skilnaður þeirra að borði og sæng fer fram, en samþykkir það, að hún annist ein í framtíðinni framfærzlu og uppeldi barna Þeirra á ómagaaldri. Þessi framkoma aðalstefnanda var út af fyrir sig næg til þess að skapa réttmæta eftirvænt- öld ingu, hjá aðalstefndu, á því, að hann myndi ekki síðar — eg síst eftir að börnin voru komin eða voru að komast af émagaldri — koma fram með fjárkröfur á hendur henni út af skuldaskiptum þeirra frá hjúskaparárunum. Rétturinn verður því að líta svo á, að umrædd krafa aðalstefnanda, sé ekki á rökum reist. Ber því að sýkna aðalstefndu í aðalmálinu. Kröfur gagnstefnanda í gagnsökinni eru á því reistar, að aðalstefnandi skuldi henni hina umstefndu upphæð sökum útgjalda hennar sjálfrar hennar og barnanna vegna, á tímabilinu frá 1. jan. 1924 til 1. október 1931. Að þvi er snertir útgjöld gagnstefnanda fram til þess, er málsaðiljar skilja að borði og sæng 8. júlí 1927, getur hún af sömu ástæðum og tilfærðar eru hér að framan um kröfu aðalstefnanda í aðalmálinu, enga kröfu gert á hend- ur honum, og ber því að sýkna aðalstefnanda af þeim hluta kröfunnar. En að því er snertir kostnað eftir að leyfið til skilnaðar að borði og sæng var veitt, þá heyrir undir umboðsvaldið að úrskurða um þær og vísast því kröfu gagnstefnanda að því leyti frá dómi. Eftir þessum úrslitum og með tilliti til þess hversu háa kröfu gagnstefnandi gerði í gagnsökinni, þykir rétt að málskostnaður á báðar hliðar falli niður. Föstudaginn 12. júní 1936. Nr. 31/1936. Óskar Finnsson (Lárus Jóhannesson) gegn Kaupfélagi Héraðsbúa (Enginn). Dómur og málsmeðferð í héraði ómerkt sökum galla á stefnubirtingu. Dómur gestaréttar Suður-Múlasýslu 12. okt 1935: Stefnad- ur, Óskar Finnsson, greiði stefnanda, Kaupfélagi Héraðs- búa, kr. 148.40 með 5% ársvöxtum frá 1. jan. 1935 til greiðsludags og í málskostnað 30 krónur. Dóminum að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá birt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 315 Dómur hæstaréttar. Af hálfu stefnda, sem hefir verið löglega birt hæstaréttarstefna, útgefin 19. marz þ. á., hefir ekki verið mætt fyrir hæstarétti í máli þessu, og hefir það því verið flutt skriflega samkvæmt 1. tölulið 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir fram- lögðum skjölum og skilríkjum samkvæmt N. L. 1—4—32 og tilsk. 3. júní 1796, 2. gr. Áfrýjandi, sem ekki mætti í málinu í héraði, krefst ómerkingar á hinum áfrýjaða dómi og frá- vísunar málsins frá héraðsdómi, svo og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Byggir hann ómerkingar- og frávisunarkröfu sína á þvi, að í eftirriti því af héraðsdómsstefnunni, sem stefnuvottar afhentu honum, stóð óútfyllt eyða fyr- ir dag og stund, er málið skyldi þingfesta, og hafi hann því ekki vitað eða ekki munað, hve nær mál- ið átti að þingfesta, og þess vegna ekki mætt í þvi. Stefnuvottarnir hafa að vísu vottað það, að þeir hafi birt stefnuna fyrir áfrýjanda sjálfum á heim- ili hans, en jafnvel þótt þeir kunni að hafa lesið stefnuna upp fyrir áfrýjanda, þá verður ekki tal- ið, að það eitt fullnægi ákvæðum 9. gr. laga nr. 63/1917 um birtingu stefnu, því að samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar skal afhenda stefnda eftir- rit af stefnu. Og virðist slíkt boð í þeim tilgangi sett, að stefndi þurfi ekki að treysta minni sínu um það, er í stefnu kann að standa og stefnuvottar kunna að hafa lesið fyrir honum, heldur geti hann jafnan sannreynt þau atriði með eftirriti stefn- unnar. Þar sem áfrýjandi mætti ekki í málinu af því að hann vissi ekki eða mundi ekki, hve nær það skyldi þingfesta, og með því að telja má, að þetta hafi stafað af framannefndum galla á eftirriti því, 316 er honum var afhent af stefnunni, þá verður að taka kröfu hans um ómerkingu hins áfrýjaða dóms og frávísun málsins frá héraðsdómi til greina. En af frávísun málsins frá héraðsdómi leiðir og, að ómerkja verður einnig alla málsmeðferð í héraði. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 150 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur, og öll málsmeðferðin í héraði, á að vera ómerkur og vísast málinu frá héraðsdómi. Stefndi, Kaupfélag Héraðs- búa, greiði áfrýjanda, Óskari Finnssyni, 150 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir stefnandinn Kaupfélag Héraðsbúa á Reyðarfirði höfðað fyrir gestarétti Suður-Múlasýslu með heimild í lögum nr. 59 frá 1905, gegn stefndum Óskari Finnssyni á Seyðisfirði til greiðslu á verzlunarskuld að upphæð kr. 148.40. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefndur verði dæmdur til að greiða sér hina umstefndu fjárhæð kr. 148.40 með 6% vöxtum frá 1. jan. þ. á. til greiðsludags, og málskostn- að að skaðlausu. Stefndur mætti hvorki né lét mæta í málinu og er hon- um þó löglega stefnt. Verður því samkvæmt N. L.1—4—32 og tilsk. 3. júní 1796, 2. gr. sbr. tilsk. 15. ágúst 1832, 8. gr. að dæma málið samkv. framlögðum skjölum og skilríkjum og með því að stefnandi hefir lagt fram reikning yfir við- skiptin verður að taka kröfur hans til greina þó þannig að vextir skulu vera 5%. Málskostnaður þykir hæfilega rnetinn 30 kr. öl/ Mánudaginn 15. júní 1936. Nr. 20/1936. Guðmundur Þorvaldsson (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Landsbanka Íslands (Pétur Magnússon). Stefndi sýknaður af skuldakröfu áfrýjanda, sökum þess, að úrskurðað hafði verið af skiptarétti um sakarefnið og þeim úrskurði eigi áfrýjað. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. jan. 1986: Stefndur, Landsbanki Íslands, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Guðmundar Þorvaldssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Hér fyrir réttinum hefir áfryjandi krafizt þess, að stefndur verði dæmdur til að greiða honum kr. 2092.01 með Landsbankasparisjóðs vöxtum og vaxtavöxtum frá 1. júlí 1924 til greiðsludags, svo cg málskostnað fyrir báðum réttum eftir mati dómsins. Stefndur krefst staðfestingar á hinum á- frýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Í máli þessu hefir ekki verið lagt fram eftirrit af nauðasamningi þeim, milli sparisjóðs Árnessýslu og lánardottna hans, sem staðfestur var af skipta- rétti Árnessýslu hinn 31. desember 1924, en aðiljar eru sammála um, að í honum sé ákveðið, að af sparisjóðsinnstæðum lánardrottna, eins og þær voru hinn 31. des. 1923, greiðist aðeins 75 af hundr- aði. Áfrýjandi heldur því hinsvegar fram, að á- kvæði þetta, um niðurfærzlu innstæðna, hafi ekki átt að ná til þeirra úttekta úr sparisjóðsbókum, sem fram fóru á árinu 1924, áður en til nauðasamn- 318 inga kom. Hann hefir þó ekki fært nægileg rök fyrir því, að efni nauðasamningsins sé á þá leið, enda verður ekki annað séð en að tilgangslaust hefði verið að miða niðurfærsluna við innstæðu- upphæðirnar, eins og þær voru 31. desember 1923, ef undanskilja átti greiðslur þær, er fram höfðu farið eftir þann tima. Er ekki annað upplýst, en að með greindu ákvæði nauðasamningsins hafi verið samþykkt á skiptafundi og síðar staðfest af skipta- réttinum, að innstæðueigendur skyldu þola, hver um sig, 25% niðurfærslu á inneignum sínum. mið- að við inneignir í árslok 1923, án tillits til skulda innstæðueigenda við sparisjóðinn á þeim tíma og síðari úttekta. Í málinu verður að ganga út frá því, að áfrýjandi hafi átt kost á að gæta réttar sins í sambandi við nauðasamningsgerðina, þar eð ekki er annað upp- lýst en að innköllun til skuldheimtumanna og boð til skiptafunda hafi farið fram lögum samkvæmt. Staðfesting skiptaréttarins á ofangreindu niður- færsluákvæði nauðasamningsins er dómsathöfn, sem áfrýjandi hefði orðið að áfrýja í tæka tíð, sbr. IV. kafla laga um nauðasamninga, nr. 19/1924, ef hann vildi fá ákvæðinu hrundið eða breytt af æðra rétti. Þótt svo væri, að hagur áfrýjanda hafi verið fyrir borð borinn með oftnefndu ákvæði nauða- samningsins, þá er ekki unnt að fá úr því bætt í þessu máli. Hinn áfrýjaða dóm ber því að stað- festa að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. 319 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 3. april 1935 af Guðmundi Þorvaldssyni, bónda á Bíldsfelli gegn Lands- banka Íslands, hér í bænum til greiðslu skuldar að upp- hæð kr. 2092.01 með Landsbankasparisjóðsvöxtum og vaxtavöxtum frá 1. júlí 1924 til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Stefndur krefst sýknu og málskostnaðar. Tildrög máls þessa eru þau, að Sparisjóður Árnessýslu er stefnandi hafði skipti við, leitaði nauðasamninga á ár- inu 1923, og tók þá Landsbanki Íslands, stefndur í máli þessu, að sér skyldur og réttindi Sparisjóðsins. Úrslit nauðasamninganna urðu þau, að sparisjóðsinnstæðueig- endur urðu að þola 25% afföll af innstæðum sinum. Svo stóð á hjá stefnanda, að hann skuldaði sparisjóðn- um kr. 8000.00 og greiddi hann þá skuld með hluta af innstæðu sinni 1. júlí 1924. Greiðsla þessi fór fram skv. samkomulagi milli stefn- anda og stjórnar Sparisjóðsins, sem orðið hafði nokkrum tíma áður. Áður en greiðslan fór fram átti stefnandi kr. 13508.65 inni, en við greiðsluna var innstæða stefnanda kr. 5508.65. Þegar afföll voru reiknuð af innstæðu stefnanda, eftir ákvæðum nauðasamninganna, voru þau miðuð við inn- stæðuna eins og hún var í árslok 1923 þ. e. kr. 13876.66. Urðu afföllin samkvæmt því kr. 3469.17. Stefnandi taldi hinsvegar að hann þyrfti ekki að þola afföll af þeirri upphæð, heldur aðeins af innstæðu sinni eins og hún var þegar búið var að greiða áðurgreint 8000.00 kr. lán og nokkrar smáúttektir, er farið höfðu fram á undan greiðslu lánsins, en eftir árslok 1923. Upphæð sú, sem stefnandi þannig telur sér bera að bola afföll af er innstæðan pr. 1. júlí eða kr. 5508.65, enda kveðst hann ekki hafa lýst hærri upphæð við nauðasamn- ingagerðina. Stefnandi telur sér skv. þessu ekki skylt að þola, að hærri upphæð en 25% af kr. 5508.65 eða kr. 1377.16 verði dregnar frá innstæðu sinni og telur hann stefndan því hafa dregið kr. 2092.01 of mikið af henni. Hefir stefndur 320 þó reynzt ófáanlegur til að lagfæra þetta og höfðaði því stefnandi mál þetta og gerði í því áðurgreindar kröfur. Stefndur byggir sýknukröfu sina á því, að úrslit nauða- samninganna, er staðfestir voru í árslok 1925 hafi verið Þau, að innstæðueigendur skyldu þola 25% afföll af inn- eignum sínum og hafi afföllin átt að miðast við innstæð- una eins og hún var 31. des. F923. Það hafi verið gert, er reiknað var út hve mikil afföll stefnanda skyldu vera, og sé krafa hans í þessu máli því á engum rökum reist, enda hafi hann aldrei véfengt gildi nauðasamninganna. Stefnandi hefir viðurkennt, að þessi hafi orðið úrslit nauðasamninganna, en bætt því við, að því aðeins hafi afföllin átt að miðast við innstæðuna per 31. des. 1923, að ekki hefði síðar verið greitt af henni. Nauðasamningurinn hefir ekki verið lagður fram, en jafnvel þótt ekki sé, eftir því sem fram hefir komið í mál- inu, fyllilega ljóst hvað felst í orðunum „að ekki hafi ver- ið síðar greitt af henni“, þá telur rétturinn þó ekki unnt að leggja í þau þann skilning, að sú tilviljun að greitt hafi verið af innstæðu eftir áramót 1923 ætti að skapa Þeim, sem greiðslu hafi fengið þá sérstöðu meðal skuld- heimtumanna sjóðsins að það, sem greitt hefði verið skyldi undanþegið afföllum. Byggir rétturinn þennan skilning sinn sérstaklega á því, að ekki er upplýst, að sjóðurinn hafi nokkurntima greitt svo mikið af nokkurri innstæðu að vafi væri um að það sem hann hélt eftir hrykki fyrir væntanlegum afföllum, enda þótt þau væru miðuð við innstæðu í árslok 1923. Stefndur telur sjóðinn hafa stöðvað greiðslur í júní 1923. Þessu neitar stefnandi og bendir á að sér hafi verið greiddar nokkrar smáupphæðir eftir þann tíma, en áður en nauðasamningunum var endanlega lokið. Þessar greiðslur telur rétturinn þó vel geta samrýmst því, að um raunverulega greiðslustöðvun hafi verið að ræða, þar eð hér var eingöngu um smáupphæðir að ræða og innstæða stefnanda var aldrei skert svo mikið að minnsti vafi gæti verið um það, að hún hrykki fyrir vænt- anlegum afföllum, við hvaða tíma sem þau yrðu miðuð. Rétturinn lítur því svo á, að þau skipti stefnanda og sjóðsins, er fram fóru á þessum tíma, bæði greiðsla láns- 321 ins og smágreiðslurnar hafi, eins og hér stóð á aðeins verið leyfðar af sjóðstjórninni með því skilyrði, að endan- lega yrði hagur stefnanda sá sami og annara lánardrottna og að skipti þessi lytu að lokum sömu reglum eins og þau hefðu gert ef þau hefðu farið fram eftir að endanlegar ákvarðanir voru teknar um samninga sjóðsins og skuld- heimtumanna hans. Með bráðabirgðalögum, útgefnum 14. október 1924 var ákveðið, að ef innstæðueigandi stæði í skuld við sjóðinn þá skyldi hluti af innstæðu hans eða innstæðan öll gild borgun upp í slíka skuld að frádregnum sama hundraðs- hluta, sem almennir lánardrottnar yrðu að þola til niður- færslu á sínum kröfum. Með tilliti til þessa og þeirra úrslita nauðasamninganna, er áður getur, telur rétturinn samkvæmt framanskráðum athugasemdum að afföll af innstæðu stefnanda hafi verið réttilega reiknuð og verða úrslit máls þessa því þau að stefndur verður sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Eftir málavöxtum þykir málskostnaður eiga að falla niður. Mánudaginn 15. júní 1936. Nr. 61/1936. Réttvísin (Th. B. Lindal) gegn Friðjóni Steinssyni (Jón Ásbjörnsson). Skjalafals og brot gegn 259. gr. alm. hegningar- laga. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 2. apríl 1936: Ákærði, Friðjón Steinsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í 6 mánuði og greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun, kr. 65.00 til skipaðs verjanda sins, cand. jur. Gústafs Ólafssonar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 21 322 Dómur hæstaréttar. Við réttarrannsókn í máli þessu er það upplýst með játningu ákærða og framlögðum skjölum, að ákærði hefir með veðskuldabréfi, útgefnu 13. marz f. á., sett Aksel Heide að sjálfsvörzluveði vog, sem ákærði hafði í verzlun sinni „Dagsbrún“ á Freyju- götu 15 hér í bæ, til tryggingar skuld, að fjárhæð kr. 190.00, og þá leynt skuldareiganda því, að vogin hafði verið hinn 27. febrúar s. á. tekin lögtaki fyrir ógreiddu útsvari, að hann hefir með veðskulda- bréfi, útgefnu 18. júlí s. á., sett lögfræðingunum Sigurði Ólasyni og Valdimar Stefánssyni, vegna Mjólkursamsölunnar og sælgætisgerðarinnar „Freyju“, að sjálfsvörzluveði sömu vog til trygg- ingar skuld, að fjárhæð kr. 376.30, og þá einnig leynt þá aðfararveðinu, sem á voginni hvildi, og loks, að hann hefir breytt texta hins síðarnefnda veðskuldabréfs með þeim hætti, að bréfið hljóðaði um annan veðrétt í stað fyrsta veðréttar. Bréf þetta hafði verið afhent til þinglýsingar innan lögákveð- ins frests og bar það áletrun lögmannsins í Reykja- vík um þinglesturinn. Síðar var höfðað mál gegn ákærða út af skuldinni, og fékk hann þá veðskulda- bréfið að láni ásamt öðrum málsskjölum og fékk þannig aðstöðu til að framkvæma textabreytinguna. Í máli þessu hefir engin rannsókn farið fram um það, hvort téðar veðsetningar hafi farið fram til tryggingar samtímis stofnuðum skuldum eða skuld- um áður stofnuðum. Það verður þannig ekki talið sannað, að til skuldanna hafi verið stofnað með blekkingum af hálfu ákærða og að hann hafi á þann hátt aflað sér fjárverðmæta. Af þessum sök- um þykir greint athæfi hans við útgáfu veðskulda- bréfanna einungis verða heimfært undir 259. gr. 323 hegningarlaganna. Textabreyting sú, sem áður er frá skýrt, varðar ákærða við 276. gr., sbr. 270 og 273. gr. hegningarlaganna. Refsing ákærða fyrir framannefnd brot þykir með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt þessu þykir því bera að staðfesta niðurstöðu téðs dóms um refs- ingu og sakarkostnað í héraði og dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, kr. 70,00 til hvors. Um rannsókn og meðferð máls þessa í héraði hefir gætt töluverðrar ónákvæmni. Aðfinnsluvert er, að ekki hefir verið aflað vitneskju um, hvort skuldir þær, er getur í greindum veðskuldabréf- um, hafi verið stofnaðar samtímis því að skulda- bréfin voru gefin út og vogin veðsett eða áður, að ekki hefir verið aflað veðbókarvottorðs um vogina, að ekki hefir verið upplýst, hvert verð fékkst fyrir vogina á uppboði því, sem ákærður kveður hana hafa verið selda á í sept. f. á. og að ekki hefir verið fengizt um að leita vitneskju um, hvort sá fram- burður ákærða við próf málsins væri réttur, að hann væri búinn að greiða upp í skuld sina eftir skuldabréfinu til Aksel Heide kr. 113,00, að dómar væru gengnir um eftirstöðvar beggja skuldanna, og loks að hann hefði verið búinn að greiða útsvar- ið niður í kr. 150,00, þegar uppboðið fór fram á voginni. Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Friðjón Steinsson, greiði allan áfrýj- 324 unarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Theódórs B. Líndal og Jóns Ásbjörnssonar, kr. 70,00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Frið- jóni Steinssyni, kaupmanni, Brúnstöðum við Þvottalauga- veg hér í bænum, fyrir brot gegn 26. og 27. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, er fædd- ur 11. júní 1904. Hann hefir áður svo kunnugt sé, sætt refsingu, sem nú skal greina. 1) 21. júní 1927 dæmdur í 8 daga fangelsi við vatn og brauð, skilorðsbundið, fyrir brot gegn 230. gr. hinna al- mannu hegningarlaga. 2) 15. september 1930 sektaður um 20 krónur fyrir brot gegn samþykkt um lokunartíma sölubúða. Hinn 27. febrúar 1935 gerði fulltrúi lögmannsins í Reykjavík lögtak hjá ákærða til tryggingar ógreiddu út- svari til bæjarsjóðs Reykjavíkur, að upphæð kr. 210.00 auk dráttarvaxta og kostnaðar, fór lögtaksgerðin fram í húsinu nr. 15 við Freyjugötu, þar sem ákærði rak verzl- un og var eftir tilvísun ákærðs, sem sjálfur var mættur, gert lögtak í borðvog, sem virt var á kr. 250.00. Hinn 13. marz 1935 veðsetti ákærði vog þessa að sjálfs- vörzluveði og með fyrsta veðrétti Aksel Heide til trygg- ingar greiðslu á skuld að upphæð kr. 190.00. Gaf ákærði fyrrgreindan dag út veðskuldabréf hér að lútandi, en eigi hefir bréf þetta verið þinglesið. Hinn 18. júlí 1935 veðsetti ákærði lögfræðingunum Valdemar Stefánssyni og Sigurði Ólasyni að sjálfsvörzlu- veði og með 1. veðrétti hina sömu vog og áður greinir til tryggingar greiðslu á skuld að upphæð kr. 376,30 auk vaxta og kostnaðar, og var hér að lútandi veðskuldabréf Þinglesið 8. ágúst 1935. 325 Er fyrrgreindar veðsetningar fóru fram, hafði ákærði ekki enn greitt lögtakskröfuna né heldur aflýst lögtak- inu á annan hátt. Eigi hafði hann heldur greitt veðkröf- una samkvæmt veðskuldabréfinu frá 13. marz er veðsetn- ingin 18. júlí fór fram. Ákærði hefir því með þessum veð- setningum brotið gegn 255. gr. hegningarlaganna. Eftir að mál hafði vegna vanskila ákærða verið höfð- að gegn honum til greiðslu á skuld hans, samkvæmt skuldabréfinu frá 18. júlí, fékk ákærði lánuð skjölin í þvi máli, þar á meðal veðskuldabréfið sjálft. Breytti ákærði þá í texta bréfsins tölunni 1 í 2, svo að bréfið þannig breytt hljóðaði upp á annan veðrétt í stað fyrsta veð- réttar. Var bréfið vélritað, en ákærði gerði breytinguna með penna. Þetta brot ákærða varðar við 276. gr., sbr. 270. gr. hinna almennu hegningarlaga. Með hliðsjón af 63. gr. og 270. gr. 2. mgr. hegningar- laganna þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda sins, cand. jur. Gústafs Ólafssonar, kr. 65,00. Rekstur málsins hefir verið vítalaus. Miðvikudaginn 17. júni 1936. Nr. 112/1935. Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja (Gunnar Þorsteinsson, cand jur.). gegn H. V. Björnssyni f. h. Útbús Útvegs- banka Íslands í Vestmannaeyjum (Eggert Claessen). Áfrýjandi dæmdur til að greiða vátryggingarbætur vegna skipsskaða. Dómur sjóréttar Vestmannaeyja 5. september 1935: Stefndir, Guðmundur Einarsson, Peter Andersen og Jón Ólafsson, f. h. Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, greiði 326 stefnanda, H. V. Björnssyni, f. h. Útvegsbanka Íslands h/f., útibús, Vestmannaeyjum, kr. 21075,00 með 6% ársvöxtum frá 7. marz 1934 til greiðsludags og kr. 891,50 í máls- kostnað. Dómi þessum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir hér fyrir réttinum aðallega kraf- izt þess, að hann verði algerlega sýknaður af kröf- um stefnda, en til vara, að hin dæmda upphæð verði færð niður eftir mati réttarins og að vextir verði ekki dæmdir hærri en 5 af hundraði. Svo krefst hann og málskostnaðar bæði í héraði og fyr- ir hæstarétti. Stefndur krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, en til vara, að hon- um verði dæmdar kr. 10204,16 með vöxtum, sem nemi kr. 2.08 á dag frá 7. maí þ. á. til greiðsludags. Ennfremur krefst hann málskostnaðar fyrir báð- um réttum. Áfrýjandi reisir sýknukröfu sína hér fyrir rétt- inum á því, að vélbáturinn Blakkur hafi ekki verið i ábyrgð Bátaábyrgðarfélagsins, er hann sleit frá Básaskersbryggju aðfaranótt 2. desember 1933, því hvorttveggja sé, að hann hafi þá ekki verið í haf- færu ástandi, en það sé skilyrði fyrir því, að ábyrgð haldist, að bátar verði ekki ósjófærir, og að ábyrgð félagsins nái ekki til báta, sem látnir séu um lang- an tíma liggja bundnir við bryggju, eins og átt hafi sér stað með Blakk. Ennfremur færir áfrýjandi það fram sem sýknuástæðu, að enda þótt álitið yrði, að báturinn hafi verið í ábyrgð félagsins nefndan dag, þá hafi eigandi bátsins fyrirgert rétti til tryggingar- fjárins með stórfelldri vanrækslu og hirðuleysi um 327 gæzlu bátsins og afskiptaleysi af honum eftir að hann strandaði. Til rökstuðnings þvi, að báturinn hafi ekki verið haffær, hefir áfrýjandi einkum skírskotað til yfir- matsgerðar frá 6. febrúar 1935, en Í henni er byrð- ingur bátsins talinn meira og minna fúinn og maðksmoginn og innviðir skemmdir af fúa. Þó að sanga megi út frá því, að skemmdir þessar hafi að einhverju leyti verið byrjaðar á þeim tíma, er strandið bar að höndum, fullum 14 mánuðum áð- ur en yfirmatið fór fram, þá verður þó ekki talið sannað, að svo mikil brögð hafi þá að þeim verið, að báturinn hafi verið óhaffær. Upplýst er, að við- gerð fór fram á bátnum kringum áramótin 1932— 1933, og að henni lokinni fór fram aðalskoðun á honum 26. febrúar 1933. Var þá bætt úr þeim fúa, sem vart varð við, eins og skýrt er nánar frá í hin- um áfrýjaða dómi. Báturinn fékk síðan haffæris- skírteini hinn 27. febrúar 1933, sem gilda átti til tveggja ára, ef bátnum væri vel við haldið. Ekkert er fram komið, sem bendi til þess, að skort hafi á sæmilegt viðhald frá þvi, er haffærisskirteini var gefið út, til þess er strandið átti sér stað. Þessa sýknuástæðu er því ekki unnt að taka til greina. Upplýst er, að báturinn hefir legið bundinn við Básaskersbryggju frá því einhverntíma í nóvember 1933, þar til hann sleit frá bryggjunni 2. desem- ber s. á. Stefndur kveður eiganda bátsins hafa gert þá ráðstöfun sökum þess, að hampþétta átti bátinn, enda hafi og hafnarfesti sú, sem bátn- um hafði verið úthlutað af hafnarnefnd, verið ó- heppileg fyrir bát af stærð Blakks vegna grunn- sævis á þeim stað, og virðist það hafa við nokkur rök að styðjast. Eftir því, sem fram er komið í mál- 328 inu, viðgengst í Vestmannaeyjum, að bátar liggi um lengri og skemmri tíma, bundnir við bryggjur með vitund stjórnar Bátaábyrgðarfélagsins, sem ekki sýnist hafa bannað það almennt, og ekki verður slíkt bann heldur talið felast í 2. gr. reglugerðar félagsins. Og ekki er það upplýst, að í því tilfelli, sem hér ræðir um, hafi það verið bannað sérstak- lega. Fyrir sjódómnum var og engum mótmælum hreyft í þá átt, að báturinn hafi ekki verið tryggi- lega festur, og ekki er sjáanlegt, að eigandi báts- ins hafi svift sig rétti til tryggingarfjársins með vangæzlu á bátnum, áður en hann sleit frá bryggj- unni, enda var sérstakur maður ráðinn til að hafa eftirlit með bátnum við bryggjuna. Báturinn verð- ur því að teljast hafa verið í ábyrgð hjá áfrýjanda, er strandið átti sér stað, en af því leiðir, að hon- um ber að greiða samkvæmt vátryggingarskilmál- unum það tjón, er beinlínis leiddi af strandinu. Strandið var og tilkynnt áfrýjanda í tæka tíð, eða þegar daginn eftir að það bar að höndum, og þar eð eigandi bátsins var þá ekki í Vestmannaeyjum og kom ekki þangað fyrri en viku síðar, var það veruleg vanrækzla af áfrýjanda að gera ekki þegar ráðstafanir til að bjarga bátnum. Verður það ekki talin næg afsökun fyrir stjórn Bátaábyrgðarfélags- ins, að hún taldi bátinn ekki vera í ábyrgð félags- ins gagnvart eiganda hans, því um það mátti hún þó vera í vafa, en auk þess bar félagið samkvæmt 14. gr. reglugerðar þess frá 18. des. 1928, sem í gildi var, þegar til vátryggingarinnar var stofnað, á- byrgð, með allt að % tryggingarfjárhæðarinnar, á veðskuld þeirri, sem á bátnum hvildi til stefnds, að upphæð kr. 10000,00. Hinsvegar verður og að telja það hirðuleysi af eiganda bátsins, að hlutast 329 ekki til um eins og á stóð, þegar eftir heimkomu sína til Vestmannaeyja, að bátnum yrði bjargað af strandstaðnum. Ekki leiðir þó af því, að hann hafi firrt sig rétti til bóta fyrir það tjón, sem þá þegar hafði hlotizt af strandinu. Að því er tekur til ábyrgðar á bótum fyrir skemmdir þær, er urðu á bátnum við brunann að- faranótt 7. jan. 1934, þá fellst rétturinn á það álit sjódómsins, að áfrýjandi hafi, þrátt fyrir vangæzlu eigandans á bátnum, sem félagsstjórninni hlaut að vera kunnugt um, með Þréfi sinu til stefnds frá 17. marz 1934 viðurkennt ábyrgð sína á því tjóni, því orðalag bréfsins verður ekki skýrt á annan veg. Ber áfrýjandi því, samkvæmt framansögðu, ábyrgð bæði á því tjóni, sem strandið hafði í för með sér, og því, sem siðar hlauzt af brunanum. Með yfirmati því, er fram fór 6. febrúar 1935, er það sannað, að báturinn er óbætandi. Varakröfu sína, um niðurfærslu vátryggingarbótanna eftir mati réttarins, reisir áfrýjandi á því, að ástæðan til þess, að báturinn var metinn óbætandi, hafi fremur stafað af því, hversu fúinn og maðksmog- inn hann var, en af skemmdum þeim, sem strand- ið og bruninn höfðu í för með sér. En þó svo væri, sem líklegt má telja, að skemmdir af maðksmugu, og ef til vill einnig af fúa, hafi verið byrjaðar í bátnum 2. desember 1933, þá verður ekkert sagt um, hversu mikil brögð hafi þá að því verið, og hversu mikið skemmdir þessar hafi aukizt á þeim rúmlega 14 mánuðum, sem frá þeim tíma liðu, Þangað til skoðun sú fór fram, sem yfirmatið bygg- ist á. Og ekkert liggur fyrir í málinu um það, hvað báturinn hefði verið virtur, miðað við ástand hans 2. des. 1933, ef tekið hefði verið tillit til nefndra 330 skemmda. Er því ekki á færi réttarins að ákveða niðurfærslu á kröfu stefnds af þessum sökum. Verður því, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi, að leggja til grundvallar matsverð virðingarmanna Bátaábyrgðarfélagsins frá 27. febrúar 1933, kr. 28100,00, og dæma áfrýjanda samkvæmt vátrygg- ingarskilmálunum til þess að greiða % hluta þeirr- ar upphæðar, kr. 21075,00. Og þar eð vaxtaupphæð sú, sem sjódómurinn hefir dæmt, er lögum sam- kvæm, ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að nið- urstöðu til. Eftir málavöxtum þykir rétt, að máls- kostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir stefnandi, H. V. Björnsson, f. h. Út- vegsbanka Íslands h/f., útibú hér í bænum, höfðað hér fyrir sjóréttinum með stefnu útgefinni þann 28. júní 1934 gegn stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, hér í bæn- um, þeim Guðmundi Einarssyni, útgerðarmanni, Peter Andersen, útgerðarmanni og Jóni Ólafssyni, útgerðar- manni, öllum hér í bænum, f. h. nefnds félags til greiðslu vátryggingarfjár fyrir v/b. Blakk, V.E. 303, að upphæð kr. 21075,60 og hefir stefnandi krafizt þess, að hið stefnda félag verði dæmt til þess að greiða stefnanda nefnda upp- hæð kr. 21075,60 með 6% ársvöxtum frá 7. marz 1934 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu og nemur hann, samkvæmt framlögðum reikningi, sem kemur heim við aukatekjulögin og við lágmarksgjaldskrá Málflutnings- mannafélags Íslands, miðað við framangreinda kröfuupp- hæð, kr. 891,50. Stefndir hafa krafizt þess aðallega, að hið stefnda fé- lag verði algerlega sýknað af öllum kröfum stefnanda í 331 máli þessu og að stefndu verði tildæmdur riíflegur máls- kostnaður eftir mati réttarins, en til vara hafa stefndir mótmælt framangreindri kröfu stefnanda, sem allt of hárri og krafizt þess, að hún verði færð niður að miklum mun eflir mati réttarins. Tildrög málsins kveður stefnandi vera þau, að framan- greindur vélbátur, sem var eign Helga Benediktssonar, út- gerðarmanns hér í bænum og vátryggður hjá hinu stefnda félagi, hafi aðfaranótt þessa 2. desember 1933, legið við bæjarbryggjuna (Básaskersbryggju), hér í bænum og hafi þá gert storm mikinn og báturinn slitnað frá bryggjunni og rekið yfir höfnina og strandað við „Eiði“. Strandið hafi því næst næsta dag, verið tilkynnt hinu stefnda fé- lagi, af starfsmanni eigandans, sem hafi þá verið fjarver- andi, en er eigandinn hafi komið heim 6 dögum síðar, hafi hann þegar í stað átt tal við formann hins stefnda fé- lags og borið undir hann tilboð frá Guðlaugi nokkrum Halldórssyni, hér í bænum, um að ná bátnum á flot, fyrir kr. 400,00 og hafi eigandinn tjáð sig fúsan til að gera hverjar þær tilraunir eða ráðstafanir til að ná bátnum á flot, sem félagið æskti eftir eða samþykkti, en félagið hafi eigi sinnt því neitt og hafi eigandi bátsins því ritað fé- laginu bréf þann 13. desember 1933, þar sem hann hafi tjáð félaginu, að ekki hafi tekizt að ná Blakk á flot og ósk- að eftir aðstoð félagsins viðvíkjandi björgun bátsins, en félagið hafi þá með bréfi, dags. þann 16. s. m., neitað að taka nokkurt tillit til v/b. Blakks eða strands hans, þar eð hann hafi lengst af legið við bryggju í stað þess að liggja við festar úti á höfn, en stefnandi kveður eiganda bátsins hafa gert hinu stefnda félagi grein fyrir því með bréfi, dags. s. d. (þ. e. 16. desember 1933), að báturinn hafi stundum legið við bryggju, vegna þess að honum hafi verið vísað á hafnarfesti á stað, sem ónothæfur hafi verið vegna grunnsævis, fyrir svo stóran bát, en hafi legið við fest- ar annara báta, úti á höfn, er þess hafi verið kostur. Stefnandi kveður bátinn svo hafa staðið á þurru við „Eiðið“ og hafi kviknað í honum aðfaranótt þess 7. jan- úar 1934, án þess uppvíst hafi orðið um eldsupptökin (þ. e. um orsakir þeirra) og hafi eigandi bátsins tilkynnt hinu stefnda félagi brunann daginn eftir, þ. e. þann 8. janúar s. á. Við bruna þennan kveður stefnandi bátinn 332 hafa skemmst enn meir en áður og vél hans eyðilagzt og heldur stefnandi fram, að báturinn hafi þá orðið óbætan- legur og beri hinu stefnda félagi þvi, að greiða að fullu framangreinda vátryggingarfjárhæð skipsins, samkvæmt vátryggingarskirteini, útgefnu af hinu stefnda félagi þann 21. febrúar 1933, sem lagt hefir verið fram í málinu, en samkvæmt vátryggingarskírteini þessu er framangreindur vélbátur vátryggður hjá hinu stefnda félagi frá nefndum degi til 27. febrúar 1934, fyrir framangreindri upphæð. En stefnandi kveður fyrrnefndan eiganda umrædds vélbáts hafa framselt stefnanda öll réttindi sín samkvæmt ábyrgðarskirteini þessu og beri hinu stefnda félagi því að greiða stefnanda vátryggingarfjárhæðina. Til stuðnings staðhæfingu sinni, um að framangreint skip sé óbætanlegt, hefir stefnandi fært fram í málinu, að skip þetta, sem brunaskemmdir, eftir umræddan bruna, hafi að vísu verið metnar á aðeins kr. 5045,00, á skrokk skipsins fyrir utan skemmdir á vélinni, af matsmönnum hins stefnda félags, þeim Jónatan Snorrasyni vélstjóra og Guðmundi Jónssyni, skipstjóra, hafi síðar, þann 23. fe- brúar og 21. marz 1934, verið metnar af sömu mönnum, ásamt þeim Gunnari M. Jónssyni, skipasmið og Runólfi Jóhannssyni, skipaskoðunarmanni, samkv. útnefningu bæj- arfógetans í Vestmannaeyjum, á kr. 2025,00 og hafi þeir álitið skip þetta óbætanlegt samkvæmt skoðunar- og mats- gerð sinni. En síðar hafi komið í ljós, að eitthvað af vél- arhlutum úr skipinu, hafi ekki verið til staðar, er umrætt mat fór fram og hafi framangreindir matsmenn virt það, sem fyrirfannst af vélarhlutum úr skipinu og ekki hafði verið metið áður á kr. 430.00, þann 5. september 1934, samkvæmt útnefningu bæjarfógeta. Framangreindar mats- og skoðunargerðir frá 23. febrú- ar og 21. marz 1934, sem lagðar hafa verið fram í málinu, hafa nefndir matsmenn staðfest fyrir rétti og hefir fram- burður þeirra verið tekinn jafngildur og eiðfestur væri. Þann 22. janúar 1935, útnefndi bæjarfógetinn í Vest- mannaeyjum eftir beiðni hins stefnda félags, þá Lúðvík Lúðviksson, skipstjóra, Sigfús Scheving, skipstjóra, Unn- stein Sigurðsson, trésmið, Eyjólf Þorleifsson, trésmið og Þorstein Steinsson, vélsmið, alla hér í bænum, til þess að framkvæma yfirmat á framangreindu mati frá 23. febrú- 333 ar og 21. marz 1934, og framkvæmdu hinir útnefndu menn slíkt yfirmat þann 6. febrúar 1935 og hefir sú yfirmats- gerð verið lögð fram í málinu og samkvæmt henni meta yfirmatsmennirnir leyfar skipsins á kr. 1350.00 og telja skipið óbætanlegt. Sem ástæður fyrir því, að skipið sé ó- bætanlegt, telja þeir að byrðingur þess sé meir og minna fúinn og maðksmoginn, innviðir meira og minna skemmd- ir af fúa á þeim stöðum, sem yfirmatsmennirnir hafi at- hugað það og álíta því, að aðrir hlutir innviða og byrðings séu Í sama ástandi og þeir, sem skoðaðir hafi verið, og að skipið sé skemmt af bruna undir þilfari, í vélrúmi og stýrishúsi. Yfirmatsgerð þessi hefir ekki verið staðfest fyrir rétti, en umboðsmaður stefnanda hefir lýst því yfir, að hann félli frá mótmælum gegn henni sem óstaðfestri. Sýknukröfu sína byggja stefndir á því, að þar eð vb. Blakkur hafi legið við bryggju, en ekki við festar úti á höfn, eins og ákveðið er í 2. gr. reglugerðar hins stefnda félags, frá 27. október 1933, að skuli vera, sé strand báts- ins og tjón það, sem af því hefir leitt, því hinu stefnda félagi óviðkomandi og þar eð eigandi bátsins hafi sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi, að því er snertir gæzlu báts- ins, eftir að hann strandaði, og með því að láta hann standa á þurru landi, í stað þess að ná honum á flot eftir strandið, þá beri hið stefnda félag eigi heldur ábyrgð á tjóni því, er af brunanum í skipinu hafi leitt, samkv. 5. mgr. 14. gr. laga hins stefnda félags. En stefndir hafa eigi mótmælt þeirri staðhæfingu stefnanda, að umrætt skip hafi verið vátryggt hjá hinu stefnda félagi gegn sjávar- háska og eldsvoða, fyrir þeirri fjárhæð, er að framan greinir. og í bréfi til stefnanda dags. 17. marz 1934, sem lagt hefir verið fram í málinu, tilkynnti stjórn hins stefnda félags stefnanda, að skemmdir á skipinu hafi verið virtar af matsmönnum félagsins á kr. 5045.00 og að félagið muni greiða þann hluta af matsupphæð þeirri, sem „þvi ber að greiða“, er viðgerð á skipinu sé lokið og þykir líklegast að stjórn félagsins eigi með hinum tilvitnuðu orðum við þá % hluta tjónsins, sem félaginu ber að borga samkvæmt vátryggingarskilmálunum. Stefnandi heldur því fram, að stefndir hafi með þessu bréfi viðurkennt ábyrgð sína eða skyldu til að greiða bæt- ur fyrir tjón það, sem orðið hafi á umræddu skipi, en 334 stefndir halda fram, að þeir hafi með þessu bréfi átt við, að þeir vildu greiða það af umræddri matsupphæð, sem ákveðið yrði með dómi, að þeim bæri að greiða. En á þessa skoðun stefndra verður ekki fallist. Er umrætt bréf var ritað, virðist eftir því, sem upplýst er í málinu, ekkert hafa verið farið að minnast á málshöfðun af hálfu aðila, út af umræddri vátryggingu eða tjóni og verður rétturinn að líta svo á, að stjórn hins stefnda félags, hafi með fram- angreindu bréfi, viðurkennt skyldu sína, til greiðslu á bótum fyrir tjón það, sem orðið var á v. b. Blakk á þeim tíma, sem bréfið var ritað, og að hið stefnda félag sé bund- ið við þá viðurkenningu. Það þykir því þegar af þeirri ástæðu bera að dæma hið stefnda félag til þess að greiða bætur fyrir umrætt tjón, og er þá að athuga hve miklar bætur félagið sé skylt að greiða, eftir því sem upplýst er í málinu. Að áliti réttarins verður að telja fullsannað í málinu, með framangreindum. matsgerðum, að framangreint skip hafi verið óbætanlegt eftir bruna þann, er í því varð 7. janúar 1934, enda virðast stefndir, með framlagningu framangreindrar yfirmatsgerðar, hafa viðurkennt að svo hafi verið. En stefndir halda fram, að sé skipið óbætan- legt, þá sé það vegna fúa og maðksmugu, en eigi vegna strandsins eða brunans og beri því, að færa kröfu stefn- anda niður eftir mati réttarins. En stefnandi hefir ein- dregið haldið því fram, að skipið verði að teljast óbætan- legt, eingöngu vegna strandsins og brunans og hefir mót- mælt því, að skipið hafi verið fúið eða maðksmogið, eða þannig að það geti talist óbætanlegt af þeim ástæðum. Eftir því, sem upplýst er og viðurkennt í málinu, var umrætt skip skoðað af skipaskoðunarmönnum ríkisins, hér í Vestmannaeyjum, þeim Matthíasi Finnbogasyni og Bunólfi Jóhannssyni, þann 26. febrúar 1933, og hefir ver- ið lagður fram í málinu notarialiter staðfestur útdráttur úr eftirlitsbók skipsins af umræddri skoðunargerð, en samkv. skoðunargerð þeirri, hefir verið gert þannig við skipið, áður en skoðunin fór fram, að í það hefir verið sett nýtt framstefni, nýtt vélahús, nýtt stýrishús, nýr stýrisum- búnaður, ný segl og öll reiðabönd ný og verið sett í það önnur vél en áður var í því, sem þó var notuð áður, og votta skipaskoðunarmennirnir í skoðunargerð þessari, að 335 allur útbúnaður skipsins virðist vera í góðu lagi og full- nægja ákvæðum laga nr. 58 frá 14. júní 1929, og mæltu þeir með því, að skipið fengi haffærisskirteini og var skipinu samkvæmt því veitt haffærisskirteini þann 27. febrúar 1933, sem lagt hefir verið fram í málinu. Báðir nefndir skipaskoðunarmenn hafa staðfest fram- angreinda skoðunargerð sína fyrir rétti, sem vitni, og hafa þeir báðir borið, að þeir hafi gætt sérstakrar varúðar við skoðun skips þessa, vegna þess að skipið var gamalt og þeir höfðu ekki skoðað það áður og vitnið Runólfur Jó- hannsson hefir borið að þeir hafi sérstaklega leitað eftir fúa í skipinu, en ekki orðið varir við slíkt, nema lítils- háttar undir keðjugöngunum, en úr því hafi verið bætt, og vitnið Matthías Finnbogason hefir borið, að hann hafi fylgst með viðgerð skipsins, sem fram hafi farið áður en skoðun fór fram. Framburður vitna þessara hefir verið tekinn jafngildur og eiðfestur væri. Það er og upplýst og viðurkennt í málinu, að virðingar- menn hins stefnda félags, þeir Guðmundur Jónsson, skip- stjóri og Jónatan Snorrason, vélstjóri, virtu umrætt skip þann 26. febrúar 1933 vegna vátryggingar á kr. 28100.00 og hefir annar þeirra — Guðmundur Jónsson —, verið leiddur sem vitni í málinu, viðvíkjandi ástandi skipsins þá og viðvíkjandi því, hvernig sú virðing hafi verið sund- urliðuð, en vitni þetta bar, að það myndi ekki (er vitna- leiðslan fór fram), neitt nákvæmlega um ástand skipsins er matið fór fram, né hvernig matið hafi verið sundurlið- að, en virðingargerð þessi hefir ekki verið lögð fram í málinu. Allir framannefndir menn, sem framkvæmdu framan- greindar mats- og skoðunargerðir frá 23. febrúar og 21. marz 1934, hafa eins og að framan greinir, verið leiddir sem vitni í málinu og hafa þeir auk þess, sem þeir allir staðfestu framangreindar skoðunar- og matsgerðir, lýst á- standi skipsins nánar, sem hér segir: Vitnið Gunnar M. Jónsson hefir borið, að ástand skips- ins hafi verið þannig, að þilfar fram að lúkarsskilrúmi, ásamt bitum, hafi allt verið ýmist brunnið eða sviðið, og sömuleiðis klæðning (garnering) innan á böndum byrð- ingsins. Véla-húsið hafi allt verið brunnið, ásamt nokkru 336 af stýrishúsi og afturmastri að neðanverðu. Lúkarinn hafi ekki verið brunninn og hafi verið í sæmilegu ástandi, en aftan við lúkarinn hafi skipið allt verið sviðið eða brunn- ið að innan. Niðri í bátnum hafi verið undirbygging vél- arinnar, — sveifarhús, skrúfuaxel — og ennfremur bull- urnar (stimplarnir), verið áfastar við sveifarásinn. En vafasamt sé, hvort unnt sé að nota vélarhluti þá, sem voru í bátnum, til nokkurs, og að ekki svari kostnaði, að áliti vitnisins, að byggja við nokkurn hluta skipsins, en vitnið kveðst ekki geta fullyrt um hvort slíkt muni vera mögu- legt að einhverju leyti. En auk þess, sem að framan grein- ir, telur vitnið ástæðu fyrir því, að skipið sé ekki bætan- legt, að skipið sé gamalt, járn- og tréseymt, innraborð ytri klæðningarinnar og saumur sýnilega að miklu leyti brunn- in, en að utan sé skipið utanáslegið að neðanverðu í sjó og hafi kjölurinn gengið úr lagi (er skipið strandaði) og sé kjölurinn laus að nokkru leyti. Böndin séu þó að mestu leyti óbrunnin, en endar bandanna að ofan stjórnborðs- megin þó sviðnir, en ytra borð byrðings og lunningar óbrunnið. Vitnið Runólfur Jóhannsson, hefir borið, að þilfar skipsins fram að lúkar ásamt þilfarsbitum, vélarhús, stýr- ishús og innri klæðning hafi allt verið meira og minna brunnið og sviðið og að það hafi allt verið ónýtt, að áliti vilnisins og auk þess hafi afturmastrið verið eitthvað skemmt. Lúkar, frammastur, ytri klæðning (byrðingur) og bönd hafi verið óbrunnin, að því er vitnið gat séð, en hafi allt verið í mjög slæmu ásigkomulagi. Sveifarásinn, bullu- hylkin og einhverjir fleiri vélarhlutir hafi verið í vélar- rúminu, er vitnið skoðaði skipið og hafi verið litils virði, að áliti vitnisins. En auk þess, sem að framan greinir, tel- ur vitni þetta, ástæðu fyrir því, að skipið sé óbætanlegt, vera að skipið sé gamalt og saumteygt og sligað eftir að veltast í sandinum, þar sem hafi fallið undir það og tel- ur vitnið skipið hafa farið illa á því, að liggja í sandinum, þar sem það strandaði og við strandið. En vitnið kveðst ekki hafa orðið vart við fúa í skipinu við umrædda skoðun. Vitnið, Guðmundur Jónsson hefir borið, að skipið hafi verið brunnið aðallega í vélarrúmi og fram í lestina, þil- farið hafi verið brunnið fram fyrir miðju og sviðið eitt- 337 hvað lengra fram eftir. Vélarhúsið og stýrishúsið hafi ver- ið brunnið að nokkru leyti, afturmastrið eitthvað brunnið og bóma og segl upp af vélarhúsinu og innri klæðning brunnin, að ásigkomulag þeirra hluta, er óbrunnir voru, hafi verið sæmilegt, að því er vitninu virtist. Bullurnar hafi verið fastar við sveifarásinn í vélarrúminu og eitt- hvað fleira af vélarhlutum hafi verið í vélarrúminu og hafi það verið í slæmu ástandi, og að ekki svari kostnaði, að áliti vitnisins, að nota nokkra hluti úr vélinni til þess að smíða við þá, né til þess að smiða yfir þá samskonar vél og að ekki hafi verið byggjandi við nokkra hluta úr skipsskrokknum, að áliti vitnisins. Auk þess, er að framan greinir telur vitni þetta ástæðu fyrir því, að skipið sé ó- bætanlegt, að það sé gamalt og muni auk þess sem það er brunnið, vera illa farið eftir strandið og eftir að liggja i sandinum, þar sem fallið hafi undir það. Þá hefir vitni Þetta og borið það, að það hafi eftir að kviknaði í skip- inu metið brunaskemmdir á því, að öðru leyti en í vél- inni, eins og að framan greinir, eftir fyrirlagi stjórnar hins stefnda félags, en án þess að eigandi skipsins væri viðstaddur þá gerð, eða hún boðuð honum. Vitnið Jónatan Snorrason hefir borið, að vélarrúm skipsins hafi aðallega verið brunnið og þilfar þess fram undir lestarop, vélarhúsið hafi verið alveg ónýtt vegna bruna og stýrishúsið mikið skemmt af sömu ástæðu, klæðn- ing í vélarrúmi og fram eftir skipinu, hafi verið brunnin og afturmastrið brunnið að neðan. En vitni þetta kveðst ekki hafa athugað sérstaklega ástand þeirra hluta skips- ins, sem ekki hafi verið brunnir, en kveðst hafa álitið, að skipið mundi vera saumteygt og sligað. Að því er ástand vélar skipsins snertir, kveður vitni þetta bullurnar hafa verið fastar við sveifarásinn, en bulluhylkin kveðst vitnið ekki hafa séð, en það sem vitnið hafi séð af vélinni, hafi verið litils virði, að áliti vitnisins. Þá hefir vitni þetta og borið, að ekki svari kostnaði að gera við eða smiða við eða yfir nokkurn hluta af vélinni eða af skrokk skipsins, vegna brunaskemmdanna og vegna þess, að skipið hafi verið saumteygt og sligað. Þá hefir vitni þetta og borið sama og vitnið Guðmundur Jónsson, að þvi er snertir mat á brunaskemdum á skipinu, að fyrirlagi stjórnar hins stefnda félags. 22 338 Með framangreindum vitnaframburðum þeirra Matthi- asar Finnbogasonar og Runólfs Jóhannssonar, verður að telja sannað, að umrætt skip hafi ekki verið fúið og hafi verið að öllu leyti í sæmilegu standi, er vitni þessi skoð- uðu það þann 26. febrúar 1933, eða eftir að bætt hafði verið úr fúa þeim, sem vitnið Runólfur Jóhannsson kveðst hafa orðið var við undir keðjugöngunum við umrædda skoðun. Í framburði framangreindra 4 vitna, sem skoðuðu skip- ið þann 21. marz 1934, kemur ekkert fram, er bendi til þess, að skipið hafi verið fúið, er sú skoðun fór fram. Ekkert af vitnum þessum telur slíkt meðal ástæðanna fyrir því, að þeir telja skipið óbætanlegt og vitnið Runólfur Jó- hannsson tekur beinlínis fram, að hann hafi þá ekki orð- ið var við fúa í skipinu og það virðist óbeint koma fram i framburði hinna vitnanna, að þau hafa eigi talið skipið fúið. Með tilliti til framangreindra vitnaframburða, þar á meðal framburðar þeirra Matthíasar Finnbogasonar og Runólfs Jóhannssonar, verður því eigi talið sannað með framangreindri yfirmatsgerð, að umrætt skip hafi verið verulega fúið er það strandaði eða er kviknaði í því. En eftir atvikum verður að telja sönnunarbyrðina fyrir því, að skipið hafi verið verulega fúið eða skemmt af öðrum slíkum ástæðum, á þeim tíma, hvíla á stefndu. En að áliti réttarins, verður að telja, að það hafi eigi áhrif á skyldu hins stefnda félags, til þess að greiða alla vátryggingar- fjárhæð skipsins, sem óbætanlegs, þó það kynni að hafa verið að einhverju leyti lélegt er það fórst, þar eð það var talið sjófært og vátryggingarhæft fram til hins síðasta og þar eð að sjálfsögðu verður að ganga út frá því, að tekið hafi verið tillit til aldurs skipsins og hrörnunar þess af þeirri ástæðu, er það var virt vegna vátryggingar. Það þykir því, þar eð sannað er í málinu, að skip Þetta sé óbætanlegt, — bera að taka framangreinda kröfu stefn- anda um að hið stefnda félag verði dæmt til þess, að greiða framangreinda vátryggingarfjárhæð skipsins, til greina að öllu leyti, ásamt með vöxtum og málskostnaði eins og krafizt hefir verið. Dómur hefir eigi verið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú, vegna anna sjódómsformannsins. 339 Miðvikudaginn 17. júní 1936. Nr. 28/1936. Útibú Landsbanka Íslands á Ísafirði (Einar B. Guðmundsson) gegn Skilanefnd Síldareinkasölu Íslands (Lárus Fjeldsted). Sýknað af kröfu um viðurkenningu lögveðs fyrir skuld. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 14. des. 1935: Stefndur, Skilanefnd Sildareinkasölu Íslands, greiði stefnandanum, Útibúi Landsbanka Íslands á Ísafirði kr. 3500.00 með 6% ársvöxtum frá því 15. maí 1932, til greiðsludags, % % upp- hæðarinnar í þóknun og kr. 9.50 í afsagnarkostnað. Málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 16. marz þ. á., og gert þær kröfur, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, þó með þeirri breytingu, að viðurkennt verði, að hann eigi lögveð fyrir hinni dæmdu fjárhæð í andvirði því, sem í vörzlum skilanefndar Sildareinkasöl- unnar er, fyrir selda sild og aðrar birgðir, sam- kvæmt ákvæðum 3. gr. laga nr. 44 frá 1929. Svo krefst áfrýjandi þess, að honum verði dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir hinsvegar krafizt þess, að hinn á- frýjaði dómur verði staðfestur í öllum greinum, og áfrýjandi dæmdur til að greiða honum málskostn- að í hæstarétti eftir mati dómsins. Í máli þessu eru ekki nægar sannanir fram komn- ar fyrir því, að fjárhæð sú, sem áfrýjanda hefir 340 verið dæmd í héraði, hafi verið tekin að láni af framkvæmdarstjórn Sildareinkasölu Íslands í sam- ráði við útflutningsnefnd, og brestur þannig frum- skilyrði til stofnunar lögveðs samkvæmt 3. gr. laga nr. 44 frá 1929. Þegar af þessari ástæðu getur krafa áfrýjanda ekki orðið tekin til greina. Eftir þessum úrslitum málsins verður að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti, sem ákveðst kr. 150.00. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða gestaréttardómi skal órask- að. Áfrýjandi, Útibú Landsbanka Íslands á Ísa- firði, greiði stefnda, skilanefnd Sildareinkasölu Íslands, kr. 150.00 í málskostnað í hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu út- gefinni 24. september 1934 af útbúi Landsbanka Íslands á Ísafirði gegn skilanefnd Síldareinkasölu Íslands hér í bænum til greiðslu skuldar skv. vixli að upphæð kr. 3500.00 með 6% ársvöxtum frá 15. maí 1932 til greiðslu- dags, % % upphæðarinnar í þóknun og kr. 9.50 í afsagnar- kostnað og málskostnað að skaðlausu. Þá hefir stefnandi og krafizt að viðurkennt verði með dóminum, að hann eigi lögveð fyrir hinu tildæmda í and- virði því, er í vörzlum skilanefndarinnar er, fyrir selda síld og aðrar birgðir, skv. ákv. 3. gr. 1. nr. 44 14. júní 1929. Stefndur hefir játað greiðsluskyldu sína á umstefndri skuld, en mótmælir því, að stefnanda verði tildæmdur lögveðréttur fyrir henni og krefst hann þess, að málskostn- aður verði látinn falla niður. Tildrög máls þessa kveður stefnandi þau, að árið 1931 hafi Halldór B. Halldórsson, síldarsöltunarmaður á Ísa- 341 firði átt verkunarlaun fyrir síld inni hjá Sildareinkasöl- unni. Hafi hann verið búinn að gera margar tilraunir til að fá þau greidd, án þess að það hafi borið árangur, en loks hafi þó einn framkvæmdarstjóri Síldareinkasölunn- ar samþykkt víxil að upphæð kr. 3500.00 fyrir inneign Halldórs og jafnframt farið þess á leit við stefnanda, að hann keypti víxilinn og afdráttarlaust lofað fullri greiðslu hans á gjalddaga, en það hafi þó brugðizt. Andvirði víxilsins telur stefnandi hafa gengið til þess að greiða nefndum Halldóri verkunarlaun, þau er hann átti hjá Sildareinkasölunni og því eigi hann lögveðrétt fyrir skuldarupphæðinni skv. 3. gr. 1. 44 frá 14. júni 1929, er ákveði að framkvæmdastjórn Síildareinkasölunnar, í samráði við útflutningsnefnd, sé heimilt að taka fé að láni til þess að kaupa tunnur, salt og annað efni til sildar- verkunar og hafi lánstofnanir, sem veita Einkasölunni slík lán, sameiginlegt lögveð í allri síld, sem Einkasalan hafi til sölumeðferðar á hverjum tima svo og í birgðum henn- ar af tunnum, salti og öðru efni. Stefndur mótmælir því, að stefnandi eigi umræddan lögveðrétt og byggir þau mótmæli sín á því, að sérstakan samning hafi þurft að gera um lánið til þess að lögveð- réttur stofnaðist. Hafi það verið gert við Útibú Lands- bankans á Akureyri, enda hafi það fengið dómsviður- kenningu fyrir lögveðrétti sinum í eignum bús Sildar- einkasölunnar. Hér hafi enginn sérstakur samningur ver- ið gerður um lánið og því sé umstefnd skuld aðeins venju- leg lausaskuld, er falli utan ákvæða laganna frá 1929. Á- kvæði þeirra laga gildi aðeins ef tekið sé ákveðið lán hjá ákveðnum banka eða m. ö. o. reksturslán. Því hefir nú verið haldið mjög ákveðið fram af stefnanda, að umrætt víxillán hafi verið veitt fyrir bein tilmæli eins fram- kvæmdastjóra Síldareinkasölunnar, Péturs Ólafssonar. Hefir umsagnar Péturs verið leitað um það atriði, en hann hefir ekki treyst sér til að segja neitt ákveðið um það, en vill alls ekki neita því, að svo kunni að hafa verið. Stefndur neitar því heldur ekki, að ske kunni, að vixillánið hafi verið veitt fyrir atbeina framkvæmdastjór- ans. Í málinu hefir verið lagt fram afrit bréfs frá stjórn Útbús Landsbankans á Ísafirði, er skrifað var löngu áður en til máls þessa kom, þar sem því er ákveðið haldið fram, 342 að víxillánið hafi verið veitt eftir tilmælum Péturs Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra Síldareinkasölunnar, og hafi hann lofað að það skyldi greitt að fullu innan 6 mánaða. Rétturinn verður því eftir atvikum að álíta, að umrætt lán hafi verið veitti fyrir atbeina eins af framkvæmda- stjórum Síldareinkasölunnar. Hinsvegar verður rétturinn að fallast á það, með stefnd- um að slík aðstoð eins framkvæmdastjóra Einkasölunn- ar við verkunarmann, er hér hefir átt sér stað, heimili ekki að sú skuld, er hér var stofnuð, öðlist lögveðsrétt Þann, er um ræðir í 3. gr. l. nr. 44 frá 1929. Til lántöku þessarar var ekki stofnað á þann veg, er greinin krefst til þess að um lögveðrétt fyrir skuldinni geti orðið að ræða. Rétturinn lítur svo á, að skilja beri nefnda lagagrein á þann hátt, að hvert það lán, er þar umræddan lögveð- rétt eigi að öðlast, verði að vera stofnað af framkvæmda- stjóra Í samráði við útflutningsnefnd. Sé ekki til ein- hvers ákveðins láns stofnað á þann hátt, þá geti það ekki öðlast lögveðsréti eftir greininni. Og þar sem ekki er sann- að að vixillán það, er hér ræðir um, hafi verið stofnað af framkvæmdastjórninni í samráði við útflutningsnefnd, litur rétturinn svo á, að það hafi eigi getað öðlast lög- veðsrétt þann, er um ræðir í 3. gr. 1. nr. 44 frá 14. júní 1929. Krafa stefnanda um áðurgreinda viðurkenningu lögveðréttar verður því ekki tekin til greina. Eftir þessum úrslitum verður stefnanda aðeins til- dæmdur höfuðstóll vixilsins, kr. 3500.00, með 6% árs- vöxtum frá 15. maí 1932 til greiðsludags, % % upphæðar- innar kr. 3500.00, í þóknun og kr. 9.50 í afsagnarkostnað, og þykir eftir atvikum verða að taka kröfu stefnds, um að málskostnaður verði látinn falla niður, til greina. 343 Föstudaginn 19. júní 1936. Nr. 68/1936. Sturla Jónsson (Lárus Fjeldsted) gegn Hrefnu Sigurgeirsdóttur, Jóni Arin- björnssyni, Helgu Sigurgeirsdóttur og Geir Pálssyni (Enginn). Dómi í skuldamáli áfrýjað til staðfestingar. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 18. apríl 1936: Stefnd, Hrefna Sigurgeirsdóttir, Jón Arinbjörnsson, Geir Pálsson og Helga Sigurgeirsdóttir, greiði eitt fyrir öll og öll fyrir eitt, stefnandanum, Lárusi Fjeldsted, f. h. Sturlu Jónssonar, kr. 2000.00 með 6% ársvöxtum frá 15. júni 1935 til greiðsludags, 4 % upphæðarinnar í þóknun, kr. 14.10 í af- sagnarkostnað og kr. 238.10 í málskostnað — allt innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að við- lagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Af hálfu hinna stefndu hefir ekki verið mætt í máli þessu, enda þótt þeim hafi verið löglega stefnt. Hefir málið þvi verið flutt skriflega sam- kvæmt 1. tölulið 38. gr. hæstaréttarlaganna, og er það dæmt eftir framlögðum skjölum og skilríkjum samkvæmt NL. 1-4-32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæsta- réttar með stefnu útgefinni 20. f. m. til þingfesting- ar í þessum mánuði, hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi, og að hin stefndu verði in solidum dæmd til þess að greiða honum málskostn- að fyrir hæstarétti að skaðlausu eftir framlögðum reikningi. Með því að engir þeir gallar eru á hinum áfrýj- aða dómi eða meðferð málsins í héraði, er brjóti í 344 bága við staðfestingarkröfu áfrýjanda, ber að taka hana til greina. Hin stefndu tóku út áfrýjunarstefnu í máli þessu þann 18. f. m. til þingfestingar í septembermánuði næstkomandi, og hafði áfrýjandi því ástæðu til þess að áfrýja málinu til staðfestingar. Verður því að dæma hin stefndu in solidum til þess að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn 300 krónur. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur staðfestist. Hin stefndu, Hrefna Sigurgeirsdóttir, Jón Arinbjörnsson, Helga Sigurgeirsdóttir og Geir Pálsson, greiði in solidum áfrýjanda, Sturlu Jónssyni, 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja ao viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, birtri 23. f. m. af hrm. Lárusi Fjeldsted, f. h. Sturlu Jóns- sonar, hér í bæ, gegn Hrefnu Sigurgeirsdóttur, Laugavegi 68, Jóni Arinbjörnssyni s. st., Geir Pálssyni, Garðastræti 17 og Helgu Sigurgeirsdóttur s. st., öllum hér í bænum, til greiðslu víxils að upphæð kr. 2000.00, útgefins 15. maí 1935 af stefndum Jóni og samþykkt af stefndri Hrefnu, til greiðslu í Landsbankanum hér í bæ 15. júní 1935, en á vixli þessum, sem afsagður var sökum greiðslufalls 17. júni 1935 eru stefnd Geir og Helga ábekingar. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefnd verði in solidum dæmd til að greiða sér upphæð víxilsins, kr. 2000.00 með 6% ársvöxtum frá gjalddaga hans til greiðsludags, 7 % 345 upphæðarinnar í þóknun, kr. 14.10 í afsagnarkostnað og málskostnað að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem kemur heim við aukatekjulögin og lág- marks-gjaldskrá málaflutningsmannafélagsins kr. 238.10. Stefnd hafa látið mæta, en hafa engum andmælum hreyft gegn framangreindum kröfum stefnanda, og þar sem stefnandi hefir lagt fram frumrit vixilsins með fram- sali til handhafa, svo og afsagnargerð, verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti. Föstudaginn 19. júni 1936. Nr. 140/1934. Steindór Einarsson (Garðar Þorsteinsson) gegn Bæjarstjóra Hafnarfjarðar f. h. bæj- arsjóðs Hafnarfjarðar. (Stefán Jóh. Stefánsson). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Hafnarfjarðarkaupstaðar 10. sept. 1934: Hið umbeðna lögtak nái fram að ganga á kostnað gerðarþola, en á ábyrgð gerðarbeiðanda. Dómur hæstaréttar. Árið 1933 lagði Hafnarfjarðarkaupstaður útsvar að upphæð kr. 2200.00 á „Bifreiðastöð Steindórs Í Hafnarfirði“, sem var eign áfrýjanda máls þessa, Steindórs Einarssonar bifreiðarstöðvareiganda í Reykjavík. Hafði verið lagt útsvar á stöð þessa í Hafnarfirði frá því 1923 og jafnan greitt ágrein- ingslaust, að því er virðist. Útsvarið frá 1933 kærði áfrýjandi til niðurjöfnunarnefndar og siðar yfir- skattanefndar til lækkunar. Úrskurðaði yfirskatta- nefnd að útsvarið skyldi lækka um kr. 500.00, nið- 346 ur í kr. 1700.00. Er áfrýjandi greiddi ekki útsvarið á réttum tíma krafðist bæjargjaldkeri Hafnarfjarð- ar, að það yrði tekið lögtaki. Var lögtak byrjað hinn 13. apríl 1934, og fékk áfrýjandi þá frest, en við síðari fyrirtekt var ekki mætt af hans hálfu. Féll úrskurður í fógetarétti Hafnarfjarðar hinn 10. sept. 1934, samkvæmt kröfu stefnda, á þá leið, að hið umbeðna lögtak skyldi ná fram að ganga. Þess- um úrskurði hefir áfrýjandi skotið hingað til rétt- arins og krafizt þess, að hann verði úr gildi felldur og að synjað verði um framgang lögtaksins. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Stefndur krefst þess hinsvegar, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur, og að honum verði dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti. Áfrýjandi reisir kröfu sína hér fyrir rétti á því, að starfræksla stöðvar hans í Hafnarfirði hafi ekki verið þess eðlis, að heimilt sé að leggja útsvar á hana sérstaklega. Um stöðvarreksturinn í Hafnar- firði er það hinsvegar upplýst, að hann fór fram í sérstöku húsnæði, sem leigt var til þeirrar notkun- ar, þótt ekki sé upplýst, hvort áfrýjandi sjálfur eða afgreiðslumaður hans í Hafnarfirði, hafi verið leigutaki, en leiguna, kr. 65.00 á mánuði, greiddi á- frýjandi. Á stöðinni hafði áfrýjandi fastráðinn af- greiðslumann, sem hann galt ákveðin mánaðar- laun, og ekki virðist hafa haft önnur störf með höndum. Var stöðin opin almenningi alla daga til almennra #bifreiðarstöðvarviðskipta, þótt af- greiðslumaðurinn yrði að vísu að tala í síma við stöð áfrýjanda í Reykjavík og fá samþykki henn- ar, ef leigja skyldi bifreiðar í aðrar ferðir en til Reykjavíkur. Afgreiðslumaðurinn tók við fargjöld- um og annaðist nauðsynlegt bókhald viðvíkjandi 347 stöðinni. Stöðin bar nafn áfrýjanda í heiti sínu og sími hennar var og á hans nafn. Verður að telja Þannig lagaða starfrækslu áfrýjanda í Hafnarfirði hafa verið útsvarsskylda þar, samkv. 8. gr. a-lið útsvarslaga nr. 46/1926, en af því leiðir, að stað- festa ber hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð. Eftir málavöxtum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera órask- aður. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Við fyrirtekt máls þessa, 13. apríl þ. á., mætti fyrir hönd gerðarbeiðanda Ásgeir Guðmundsson, lögfræðingur í Reykjavík, og lagði fram nr. 1—2, lögtaksbeiðni ásamt útsvarsseðli. Fyrir hönd gerðarþola mætti bifreiðarstöðvarstjóri Jón Ólafsson og samþykkti að gerðin færi hér fram, og bað um frest til 24. s. m., og skjölin léð. Var það samþykkt og næsta réttarhald ákveðið þriðjud. 24. apríl þ. á. og máls- skjölin nr. 1—2 afhent umboðsmanni gerðarþola, en þá mætti fyrir hönd gerðarbeiðanda Arnljótur Jónsson, lögfr.. Reykjavík, en af hálfu gerðarþola var enginn mættur, og bað þá umboðsmaður gerðarbeiðanda um frest til 8. maí þ. á. til bókunar. — Gerðarþoli mætti þá eigi heldur eða neinn fyrir hans hönd og bað þá umboðsmaður gerðar- beiðanda bókað: „Ég, sem er mættur fyrir hönd bæjarsjóðs Hafnarfjarð- ar, krefst þess, þar sem gerðarþoli hefir í tvö skipti eigi látið mæta í málinu, að úrskurður verði um það felldur, að hið umbeðna lögtak nái fram að ganga, og gerðarþoli skyldaður til að greiða kr. 1700.00 í útsvar fyrir árið 1933, lögmæltum dráttarvöxtum frá gjalddaga útsvarsins til greiðsludags, svo og allan kostnað við lögtakið.“ 348 Lagði umboðsmaður gerðarbeiðanda svo málið undir urskurð. Með því að gerðarþoli, að fengnum fresti, eigi hefir mætt eða látið mæta og eigi skilað aftur skjölum máls- ins, ber með hliðsjón af fyrirmælum NL. 1—4—32 og tilskipunar 3. júní 1796, sbr. tilskipun 15. ágúst 1832, 8. gr., að taka kröfu gerðarbeiðanda um að lögtakið nái fram að ganga, til greina, en lögtakskostnaður ákveðst, er lög- takið fer fram, enda og krafa þar um óákveðin og ósund- urliðuð. Mánudaginn 22. júni 1936. Nr. 18/1935. Jón Guðmundsson (Th. B. Lindal) segn Þorsteini Sigurðssyni (Sveinbjörn Jónsson). Mál um skaðabætur vegna samningsrofa. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 5. jan. 1935: Aðal- stefndir, Jón Guðmundsson og Jón Halldórsson, greiði í aðalsök báðir fyrir annan og annar fyrir báða aðalstefn- anda, Þorsteini Sigurðssyni, kr. 1958.96 með 5% ársvöxt- um frá 14. maí 1934 til greiðsludags og kr. 150.00 í máls- kostnað innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Gagnstefndur skal vera sýkn af kröfum gagnstefnanda, Jóns Guðmundssonar, í gagnsök og falli málskostnaður í henni niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæsta- réttar með stefnu, útgefinni 11. febr. 1935, hefir gert þessar kröfur: Í aðalsök, aðallega, að hann verði algerlega sýkn- aður af kröfum stefnda, en til vara, að hann verði 349 dæmdur til greiðslu bóta samkvæmt mati óvil- hallra, dómkvaddra manna, enda verði bæturnar ekki hærri en kr. 1958.96. Og í gagnsök, aðallega, að stefndi verði, að viðlögðum dagsektum, dæmd- ur til að skila honum 4000 króna vixli þeim, er í hinum áfrýjaða dómi getur, en fil vara, að stefndi verði dæmdur til að skila umræddum vixli, nema hann synji fyrir það með eiði, að honum hafi ver- ið ljóst, að afhending víxilsins fór fram sem þáttur í samkomulagi um fullnægingu samnings málsað- ilja frá 8. marz 1934, en ekki til tryggingar skaða- bótum vegna vanefnda á samningum, og loks til þrautavara, að stefndi verði dæmdur til þess að skila margnefndum víxli gegn greiðslu á eftirstöðv- um skaðabóta, eins og þær kynni að verða ákveðn- ar Í aðalsök, eftir að andvirði lifsábyrgðarskirtein- is þess, er í hinum áfrýjaða dómi segir, væri frá upphæð bótanna dregið, þannig, að bætur þær, er áfrýjandi skyldi greiða, færu ekki yfir kr. 558.96. Svo krefst áfrýjandi og málskostnaðar bæði fyrir hæstarétti og í héraði eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Um kröfur áfrýjanda í aðalsök athugast: Áfrýjandi kannast að vísu við það, að hann og félagi hans hafi í fyrstu vanefnt samninginn frá 8. marz 1934, en hann heldur því fram, að vixla þá tvo, er í hinum áfrýjaða dómi segir, hafi átt að skoða sem greiðslu samkvæmt a—-c-lið samnings- ins, og þar með hafi vanefndir þær, er þá voru orðnar, verið úr sögunni. Yfirlýsing stefnda um riftun, sem fram virðist hafa farið einhverntima frá 20. til 27. april 1934, hafi því ekki getað byggzt 330 á vanefndum á téðum samningi. Gegn neitun stefnda verður ekki talið, að víxlar þessir hafi átt að koma í stað greiðslna þeirra, sem um var getið, heldur virðist tilætlunin hafa verið, að þeir yrðu seldir, og að andvirði þeirra gengi til stefnda sem greiðslur samkvæmt samningnum, en ella, að hann hefði þá til tryggingar þessum greiðslum. En með því að greiðslan samkvæmt a-lið samningsins brást að mestu og greiðslan samkvæmt b-lið hans að öllu, var stefnda heimilt að segja sig lausan undan full- nægingu samningsins og krefjast bóta, eins og hann hefir gert. Um upphæð bótanna skal þess getið, að þrír hús- gagnasmiðameistarar hafa eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms látið það álit uppi, að 15%—20% álagning á efni og smiði húsgagna, sem gerð og seld eru með slíkum kjörum, sem í þessu máli greinir, sé of lág. Þar sem bæturnar eru í hinum áfrýjaða dómi miðaðar við 20% álagningu, verður ekki talið, að þær séu of hátt metnar. Verður því að taka til greina kröfu stefnda um staðfestingu á ákvæði hins áfrýjaða dóms að þessu leyti. Um kröfur áfrýjanda í gagnsök athugast, að 1500 króna víxilnum hefir þegar verið skilað útgef- anda hans. Og er því nú aðeins um 400 króna víx- ilinn að tefla. Eins og fyrr segir, verður að gera ráð fyrir þvi, að vixill þessi hafi átt að vera til tryggingar efndum samningsins frá 8. marz 1984. Mátti stefndi líta svo á, að tryggingin tæki ekki að- eins til efnda á loforði um greiðslur fyrir hið selda, ef samningnum yrði fullnægt samkvæmt efni sínu, heldur einnig til bóta fyrir vanefndir á honum af hálfu áfrýjanda, enda þótt stefndi lýsti sig lausan við efndir af sinni hálfu vegna slíkra vanefnda, 3ðl nema öðru vísi væri samið. En að því eru gegn neitun stefnda engar sönnur leiddar, að vixilskuld- ararnir hafi nokkurn varnagla slegið við stefnda í þá átt. Samkvæmt framansögðu verður hvorki aðal- né varakrafa áfrýjanda tekin til greina. Því er ekki haldið fram, að stefnda hafi verið sett nokkur fyrirmæli um það, í hvaða röð hann skyldi ganga að tryggingum þeim, er honum voru settar, oftnefndum 4000 króna vixli og liftrygging- arskirteininu, til fullnustu bótagreiðslu þeirrar, er áður getur, og hann er því sjálfráður, að hvorri hann gengur fyrr, og getur notfært sér þær báðar, unz hann hefir fengið greiðslur þær, sem honum bera samkvæmt þessum dómi. Þrautavarakrafa á- frýjanda verður því ekki heldur tekin til greina. Samkvæmt framanskráðu verður að sýkna stefnda í gagnsök, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi, og með þvi að fallast má einnig á málskostn- aðarákvæði hans, verður að staðfesta hann að nið- urstöðu til að öllu leyti. Eftir málavöxtum þykir rétt að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 250 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Jón Guðmundsson, greiði stefnda, Þorsteini Sigurðssyni, 250 krónur í málskostn- að fyrir hæstarétti. Dómi þessum, ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 352 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Málavextir í máli þessu eru þeir, að með samningi dags. 8. marz f. á. lofaði Þorsteinn Sigurðsson, húsgagnasmiður, Grettisgötu 13, hér í bæ, að selja þeim Jóni Guðmundssyni, veitingamanni og Jóni Halldórssyni, báðum til heimilis í Hafnarfirði, ýmiskonar húsgögn og Þbúshluti samkvæmt sérstakri skrá, en munir þessir voru ætlaðir til notkunar á Akureyri á gisti- og veitingahúsi, sem kaupendurnir höfðu um þessar mundir í hyggju að reka þar í félagi í framtíðinni. Kaupverð húsgagnanna var ákveðið kr. 12294.80 en verð annara muna, sem voru ýmiskonar sæng- urfatnaður, gardínur og aðrar álnavörur til veitingarhúss- rekstursins kr. 3438.80 og nam innkaupsverðið þannig samtals kr. 15733.60. Báru kaupendurnir solidariska á- Þyrgð á greiðslu kaupverðsins og skyldu inna það af hendi á þann hátt sem hér segir: a. Við undirskrift kaupsamningsins kr. 2000.00. b. 9. april f. á. kr. 2000.00. c. Við afhendingu varanna, sem fram átti að fara 15. maí f. á. kr. 2000.00. d. Eftirstöðvarnar með vixli að upphæð kr. 9733.60 út- gefnum af Jóni Halldórssyni og samþykktum af Jóni Guðmundssyni og skyldi vixillinn afhendast seljanda við móttöku varanna og síðan greiðast smátt og smátt og skyldi greiðslunni vera að fullu lokið fyrir 1. nóv. 1937. Við undirskrift samningsins greiddu kaupendurnir að- eins kr. 500.00 í peningum og þegar afborgunin 9. april átti að innast af hendi greiddu þeir seljanda ekkert. Hins- vegar afhentu þeir um þetta leyti seljanda tvo vixla til tryggingar hinum áföllnu greiðslum, annan að upphæð kr. 4000.00 útgefinn af Jóni Guðmundssyni, samþykktan af Jóni Halldórssyni og ábektan af Felix Guðmundssyni, hinn að upphæð kr. 1500.00, samþykktan af Jóni Guð- mundssyni en útgefinn af Baldri Þorsteinssyni. Þá af- henti Jón Halldórsson seljanda og lifsábyrgðarskirteini, að upphæð 1500 dollara, en talið ca. kr. 1400.00 virði til tryggingar 4000 króna víxlinum. Eftir því sem fram hefir komið virðist hafa verið tilætlunin að umræddar trygging- ar skyldu aðeins vera skamma stund í vörslum seljanda, en kaupendurnir hafi ætlað að útvega sér handbært fé til 353 þess að greiða hinar föllnu afborganir. Þetta tókst þeim ekki og hætti þá seljandi að því er helzt verður séð, seint í apríl smíði húsgagnanna, en upplýst er í málinu að nokk- uð af þeim hafði hann þá lokið við en byrjað á sumum. Höfðaði hann síðan eftir heimild í kaupsamningnum mál þetta fyrir gestaréttinum með stefnu útgefinni 14. mai f. á. gegn kaupendum þeim Jóni Guðmundssyni og Jóni Hall- dórssyni, til greiðslu in solidum á skaðabótum vegna van- efnda þeirra á fyrrgreindum kaupsamningi að upphæð kr. 6734.57 með 5% ársvöxtum frá 8. marz Í. á. til greiðslu- dags og málskostnaðar að skaðlausu. Byggir stefnandi kröfur sinar á því, að vanefndir stefndra hafi verið svo verulegar að honum hafi verið rétt að rifta samningnum cg krefjast bóta af þeim fyrir allt það tjón, sem hann hafi beðið vegna samningsrofanna af þeirra hálfu. Hefir stefn- andi gert þá grein fyrir bótakröfum sínum að hann hafi misst af söluhagnaði á öllum þeim vörum, sem kaupsamn- ingurinn tók til, við það að ekki varð af efndum hans. Reiknar hann sér 25% ágóða af söluverði húsgagnanna eða kr. 3076.80, en 75% ágóða af andvirði álnavörunnar eða kr. 2586.60 og telur hann að þessar hundraðstölur séu venjuleg ágóðaálagning í verzlun með vörur þessar. Þá hafi steindum samkvæmt samningnum borið að greiða 7% ársvexti af eftirstöðvum kaupverðsins kr. 9733.60 frá 15. maí f. á. þar til því væri að fullu lokið. Nemi vaxta- fúlga þessi kr. 1071.77 og telur stefnandi að stefndum beri að greiða hana þrátt fyrir það að ekki komi til þess að nokkur gjaldfrestur yrði veittur. Nema framangreindar þrjár upphæðir samanlagðar hinni umstefndu kröfu. Stefndur Jón Halldórsson hefir hvorki mætt né látið mæta í málinu og er honum þó löglega stefnt. Hinsvegar hefir stefndur Jón Guðmundsson látið mæta og haldið uppi vörnum. Hefir hann mótmælt framangreindum kröf- um stefnanda og krafizt algerðrar sýknu af þeim og máls- kostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Þá hefir hann með utanréttarstefnu dags. 29. maí f. á. gagnstefnt aðal- stefnanda og gert þær réttarkröfur í gagnsökinni að gagn- stefndur verði til þess dæmdur að viðlögðum dagsektum eftir mati réttarins að afhenda sér hina tvo fyrrgreindu tryggingarvixla svo og til að greiða málskostnað í gagnsök að skaðlausu. Kröfur sínar í gagnsök reisir gagnstefnandi 23 ðöd á því, að umræddir víxlar hafi aðeins verið settir sem trygging fyrir því, að hinar umsömdu afborganir yrðu greiddar ef kaupsamningunum yrði fullnægt af beggja hálfu, en hinsvegar ekki til tryggingar skaðabótum af sinni hálfu og meðstefnds Jóns Halldórssonar. Nú sé útséð um Það að samningnum verði fullnægt eftir aðalefni sinu og eigi hann því heimtingu á að fá vixlana afhenta. Við þeirri kröfu hafi gagnstefndur ekki orðið og sé því gagnsóknin höfðuð. Gagnstefndur hefir mótmælt kröfu gagnstefnanda Í gagnsökinni og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar í henni. Aðalsök. Aðalstefndur hefir viðurkennt það að van- efndir þær, sem um getur hér að framan, hafi orðið með greiðslur samkvæmt umræddum kaupsamningi af hálfu hans og meðstefnds Jóns Halldórssonar, og réttinum þykir verða að fallast á það hjá aðalstefnanda að greiðsluvan- efndir þessar hafi verið svo verulegar að honum hafi verið rétt að rifta kaupsamningnum og krefjast skaðabóta. Hins- vegar byggir aðalstefndur sýknukröfuna á því að aðal- stefnandi hafi ekkert tjón beðið þrátt fyrir greiðsluvan- efndir þeirra. Hann hafi ekki smíðað neitt af húsgögnun- um né heldur pantað neitt af þeim vörum(álnavöru), sem hann hafi þurft að fá frá útlöndum. Fyrir þeirri vöru hafi hann heldur ekki haft innflutnings- eða gjaldeyrisleyfi og bafi hann því verið útilokaður frá að fullnægja þeim hluta samningsins. Þá sé vaxtakrafa aðalstefnanda á engum rök- um byggð. Eins og áður er drepið á verður það að teljast upplýst, að aðalstefnandi hafi verið búinn að smíða nokkuð af hús- gögnunum þegar hann hætti smíðinni vegna vanefnda að- alstefndra. Þá verður og að ganga út frá þvi, að hann muni ekki geta komið hinum tilbúnu húsgögnum út fyrir fullt verð, þar sem þau séu smíðuð í sérstöku augnamiði til veitinga- og gistihússreksturs og markaðurinn fyrir þau því takmarkaður. Hinsvegar þykir það auðsætt, að aðal- stefnandi hafi við kaupin reiknað sér venjulegan verzl- unarhagnað af sölu húsgagnanna. Af þeim hagnaði hefir hann misst við það að ekki varð af efnum samningsins og ber aðalstefndum að bæta honum þetta tjón. Aðal- stefndur hefir nú véfengt það, að venjulegur söluhagnaður á húsgögnum sé eins mikill og aðalstefndur heldur fram Jöð og með tilliti til þess að um óvenju mikil viðskipti var að ræða þykir söluhagnaðurinn hæfilega ákveðinn áætlaður 20% og nemur þá tjón aðalstefnanda af því að ekki varð úr húsgagnakaupunum kr. 2458.96. Að því er álnavöruna snertir eru báðir aðilarnir sam- mála um það, að aðalstefnandi hafi þurft innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til þess að geta fengið hana beint frá út- löndum, en aðalstefnandi miðar verzlunarhagnað þann, sem hann reiknar sér á þessari vöru, við það að geta keypt hana beint þaðan. Nú hefir hann ekki sannað, gegn mótmælum aðalstefnda, að hann hafi verið búinn að afla sér eða átt kost á umræddum leyfum og verða því aðal- stefndir sýknaðir af kröfum aðalstefnanda um bætur fyrir tapaðan verzlunargróða af þessum vörum. Þá verður að fallast á það hjá aðalstefndum, að vaxta- krafa aðalstefnanda hafi ekki við rök að styðjast og verður hún því heldur ekki tekin til greina. Samkvæmt framansögðu verða því úrslit aðalsakar þau, en úrslitin verða að sjálfsögðu þau sömu fyrir báða að- alstefnda, þó að Jón Halldórsson hafi ekki mætt, að þeir verða dæmdir til þess in solidum að greiða aðalstefnanda kr. 2458.96 að frádregnum þeim kr. 500.00, sem aðalstefn- andi fékk greiddar við undirskrift oftnefnds kaupsamn- ings eða kr. 1958.96 með vöxtum eins og krafizt er, þó að- cins frá stefnudegi til greiðsludags. Svo þykir eftir þessum úrslitum rétt að aðalstefndur greiði kr. 150.00 í málskostnað í aðalsök. Gagnsök. Enda þótt fyrrgreindir víxlar hafi upphaflega verið afhentir gagnstefnanda til tryggingar þvi að bætt vrði úr ákveðnum vanefndum, sem orðið hefðu á oft- nefndum kaupsamningi, er afhending víxlanna fór fram, telur rétturinn að gagnstefndum sé eftir atvikum heimilt að halda sér að víxlinum svo og fyrrgreindu lifsábyrgð- arskirteini til tryggingar skaðabótakröfum þeim, sem hann hefir haft uppi og teknar hafa verið til greina á hendur aðalstefndum í máli þessu, og ber þvi að svkna gagn- stefndan af kröfum gagnstefnanda í gagnsökinni, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í henni falli niður. Vegna anna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. 356 Mánudaginn 22. júni 1936. Nr. 126/1935. Réttvísin (Eggert Claessen) Ssegn Magnúsi Jónssyni, Grími Norðqvist Magnússyni, Jóni Hall Magnússyni og Matthildi Sigurðardóttur (Stefán Jóh. Stefánsson). Stórþjófnaður, hilming og brot gegn 250 gr. alm. hegn.l. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 13. júní 1935: Ákærði, Magnús Jónsson, sæti betrunarhúsvinnu í 4 ár. Ákærði, Grímur Norðqvist Magnússon, sæti betrunar- húsvinnu í 15 mánuði. Ákærði, Jón Hall Magnússon, sæti betrunarhúsvinnu í 8 mánuði. Ákærða, Matthildur Sigurðardóttir, sæti betrunarhús- vinnu í 8 mánuði. En fullnustu refsingar hinnar ákærðu, Jóns Hall Magn- ússonar og Matthildar Sigurðardóttur, skal fresta og þær falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39, 1907 verða haldin. Ákærði, Magnús Jónsson, greiði í iðgjöld Ólafi M. Stur- laugssyni kr. 1200.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1921 til greiðsludags, Gísla Bergsveinssyni kr. 27.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1934 til greiðsludags, Þórólfi Guðjónssyni kr. 105.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1934 til greiðsludags, Hirti Guðjónssyni kr. 105.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1934 til greiðsludags, Magn- úsi Guðjónssyni kr. 140.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan- úar 1935 til greiðsludags, Benedikt Finnssyni kr. 200.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1925 til greiðsludags, Magnúsi Halldórssyni kr. 100.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1925 til greiðsludags, Ingimundi Magnússyni kr. 50.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1920 til greiðsludags, Magnúsi Árnasyni kr. 40.00 ásamt 6% árs- vöxtum frá 1. janúar 1931 til greiðsludags, Lárusi Hall Alexanderssyni kr. 165.00 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 75.00 frá 1. janúar 1923 og af kr. 90.00 frá 1. janúar 1934 til greiðsludags, Guðbjörgu Þorsteinsdóttur kr. 5871.82 357 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags og Eyjólfi S. Bjarnasyni kr. 300.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. Ákærði, Grimur Norðquist Magnússon, greiði í iðgjöld Gísla Bergsveinssyni kr. 18.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags, Þórólfi Guðjónssyni kr. 35.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðslu- dags, Hirti Guðjónssyni kr. 35.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags, Lárusi Hall Alexanders- syni kr. 90.00 ásamt 6%0 ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags, Guðbjörgu Þorsteinsdóttur kr. 20.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags og Eyij- ólfi S. Bjarnasyni kr. 40.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. Hinir ákærðu, Grímur Norðqvist Magnússon og Jón Hall Magnússon, greiði in solidum Kaupfélagi Saurbæinga kr. 308.85 ásamt 6% ársvöxtum frá í. janúar 1935 til greiðsludags. Hin ídæmdu iðgjöld greiðist innan 15 sólar- hringa frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærðu, Magnús Jónsson og Jón Hall Magnússon, greiði hvor um sig gæzluvarðhaldskostnað sinn. Ákærði, Magnús Jónsson, greiði skipuðum talsmanni sínum, cand. jur. Valdimar Stefánssyni, í málsvarnarlaun kr. 150.00. Ákærðu, Grímur Magnússon, Jón Hall Magnússon og Matthildur Sigurðardóttir, greiði öll in solidum skipuðum talsmanni sínum, cand. jur. Sigurði Ólasyni, kr. 200.00 í málsvarnarlaun. Allan annan kostnað sakarinnar greiði öll hin ákærðu in solidum. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með bréfi, dags. 18. mai f. á., til rannsóknardóm- arans í máli þessu lýsti dómsmálaráðuneytið yfir því, að það vildi, að málshöfðun í málinu tæki einnig til allra þeirra brota, sem hin ákærðu hafa drýgt fyrir meir en 10 árum áður en uppvíst varð um brotin, sbr. 71. gr. hinna almennu hegningarl. 358 Er málshöfðun og héraðsdómur í samræmi við þessa yfirlýsingu ráðuneytisins. Afbrot hinna ákærðu eru í héraðsdóminum rétti- lega heimfærð undir þargreind hegningarákvæði að öðru leyti en því, að refsing hinna ákærðu, Gríms Norðqvist Magnússonar og Jóns Hall Magn- ússonar, ber að ákveða með hliðsjón af 38. gr. hegn- ingarlaganna að því er tekur til afbrota, sem þeir hafa drýgt á aldrinum frá 14 til 18 ára, og innbrots- þjófnaðurinn í Salthólmavík, sem lýsingin í 4. lið 231. gr. hegningarlaganna á við um, varðar þá báða við 7. gr. laga nr. 51 frá 1928, sbr. 1. lið 48. gr. hegn- ingarlaganna. Hinum ákærðu þykir hæfilega refsað með betr- unarhúsvinnu, Magnúsi Jónssyni í 3 ár, Grími Norðqvist Magnússyni í 15 mánuði, Jóni Hall Magn- ússyni og Matthildi Sigurðardóttur, hvoru um sig, i 8 mánuði, en eftir atvikum þykir mega ákveða samkvæmt 1. gr. laga nr. 39 frá 1907, að refsing Matthildar Sigurðardóttur skuli fresta og refsing- in falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. Ákvæði hér- aðsdómsins um skaðabætur til manna þeirra, er í dóminum getur, og um málskostnað í héraði ber að staðfesta. Hin ákærðu skulu in solidum greiða allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, er á- kveðast kr. 250.00 til hvors. Því dæmist rétt vera: Hin ákærðu, Magnús Jónsson, Grímur Norð- qvist Magnússon, Jón Hall Magnússon og Matt- 3ö9 hildur Sigurðardóttir, sæti hvert um sig betr- unarhúsvinnu, Magnús í 3 ár, Grímur Norð- qvist í 15 mánuði, Jón Hall í 8 mánuði og Matt- hildur í 8 mánuði. Fullnustu refsingar Matt- hildar skal fresta og refsingin falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilyrði laga nr. 39 frá 1907 eru haldin. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um skaðabóta- greiðslur og málskostnað í héraði staðfestist. Hin ákærðu greiði in solidum allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Eggerts Cla- essen og Stefáns Jóhanns Stefánssonar, kr. 250.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Magnúsi Jónsyni, fyrrum bónda á Heinabergi í Dalasýslu, nú til heimilis á Grandavegi 37, Reykjavík, Grimi Norðqvist Magn- ússyni, bónda á Heinabergi í Dalasýslu, Jóni Hall Magnús- syni, verkamanni, Vesturvallagötu 2, Reykjavik, og Matt- hildi Sigurðardóttur, til heimilis á Heinabergi í Dala- sýslu, fyrir brot gegn lögum nr. öl, 1928 og 23. og 25. kapítula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. Ákærðu eru öll komin yfir lögaldur sakamanna. Ákærði, Magnús Jónsson, er fæddur 23. október 1878. Hann var hinn 8. des. 1931 sektaður um 75 krónur fyrir ölvun, en hefir ekki frekar sætt ákæru eða refsingu svo kunnugt sé. Ákærði, Grímur Norðqvist Magnússon, er fæddur 23. 360 júlí 1906. Hann hefir ekki áður, svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu. . Ákærði, Jón Hall Magnússon, er fæddur 25. ágúst 1910. Hann hefir ekki áður, svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu. Ákærða, Matthildur Sigurðardóttir, er fædd 2. desember 1884. Hún hefir ekki áður, svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu. I. Skömmu eftir s. 1. aldamót tóku hin ákærðu, Magnús Jónsson og Matthildur Sigurðardóttir, að búa saman. Hafa þau búið saman síðan án þess þó að giftast, og átt saman 11 börn, þar á meðal hina ákærðu, Grím Norðqvist og Jón Hall. Telja bæði hin ákærðu, Magnús og Matthildur, að sambúð þeirra, bæði að því er fjárhag og aðra afstöðu snertir, hafi verið eða átt að vera hin sama og þau væru gift að lögum. Árið 1911 fluttu þau að Heinabergi í Skarðs- hreppi í Dalasýslu, þar sem þau bjuggu til vors 1934. En þá tók sonur þeirra, ákærði, Grímur Norðqvist, jörðina á leigu, og hefir hann búið þar síðan. II. Haustið 1914 byrjaði ákærði, Magnús Jónsson, að taka að ófrjálsu og slá eign sinni á sauðfé annara manna og hélt hann því siðan óslitið og árlega áfram allan sinn bú- skap á Heinabergi. Hagaði hann fjártökum þessum, sem jafnan fóru fram síðara hluta sumars og á haustin, bann- ig, að hann ýmist sótti eða lét sækja fé í hagann, fyrir- fram með þeim ásetningi, að slá eign sinni á það, eða hann fyrst tók ákvörðun um tökuna, er hann eftir á var bess var, að féð hafði af tilviljun rekist heim með heimafénu. Fé þetta tók ákærði þannig með vitund ákærðu, Matthild. ar Sigurðardóttur, en eigi virðist hún hafa átt frumkvæði að fjártökunum almennt eða í einstökum tilfellum, né tek. ið þátt í ráðagerðum að þeim. Hinsvegar vann hún að hagnýtingu slátursins á heimilinu og aðstoðaði stundum við slátrunina á blóðvellinum. Er hinir ákærðu, Grímur og Jón Hall, uxu upp, lét faðir þeirra þá aðstoða við fjár tökur þessar, bæði við það að ná fénu og eins við slátr unina sjálfa. Það kom og fyrir meðan ákærði Magnús bjó, að þessir synir hans í einstökum tilfellum tóku það 361 upp hjá sjálfum sér án þess að ráð föður þeirra kæmi til. að taka fé að ófrjálsu til slátrunar til hagnýtingar á heim- ilinu, en ganga þykir mega út frá því, eftir því sem fyrir liggur í málinu, að föður þeirra hafi eftir á yfirleitt ver- ið kunnugt um þessar fjártökur þeirra bræðra. Það er talið, að öllu því fé, sem þannig var tekið að ófrjálsu, hafi jafnóðum verið slátrað heima fyrir til búsi- lags, en ekkert verið tekið í öðru skyni eða hagnýtt á ann- an hátt. Ill. Hve margt fé það hafi verið, sem þannig var tekið að ófrjálsu, hefir eigi tekizt að upplýsa, hvorki að þvi, er snertir einstök ár, eða samtals, en hinir ákærðu telja, að það muni nema um 15 kindum, dilkum og fullorðnum, til jafnaðar á ári. Það hefir eigi heldur til fullnustu tekizt að upplýsa, frá hverjum fé hafi verið tekið, enda vissu hinir ákærðu ekki ávallt frá hverjum fé það var, sem tekið var. Um fjártökur frá einstökum mönnum í búskapartið á- kærða, Magnúsar, er upplýst það, sem nú skal greina: 1) Frá Karli Þórðarsyni bónda (í Búðardal) í Skarðs- hreppi telja hinir ákærðu að teknar hafi verið til jafnað- ar 7 kindur á ári frá því, að fjártökurnar byrjuðu haust- ið 1914 og þar til Karl dó vorið 1932. Hefir ekkja Karls heitins gert þá kröfu á hendur ákærða, Magnúsi Jónssyni, að hann verði dæmdur til að greiða henni í skaðabætur kr. 5871.82 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. 2) Ólafur Sturlaugsson, nú bóndi í Ögri við Stykkis- hólm, bjó í Akureyjum, er fjártökur þessar hófust, og hafði fé sitt í sumarbeit á Skarðströndinni Í grennd við Heina- berg. Frá og með árinu 1914 voru teknar árlega, að þvi, er ákærðu telja, um 7 kindur frá Ólafi, unz hann árið 1921 breytti hagagöngu fjárins og kom því á sumrin til beitar á Reykjanesi í Barðastrandarsýslu. Eftir það náðu þeir á Heinabergi ekki til fjár Ólafs til þess að slá eign sinni á það. Hefir Ólafur gert þá kröfu, að ákærði, Magnús Jóns- son, verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 1200.00 í skaðabætur, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1921 til greiðsludags. 3) Frá Lárusi Alexanderssyni, nú bónda í Ytri-Fagra- dal í Skarðshreppi, er játað af hinum ákærðu, að teknar 362 hafi verið 2 eða 3 kindur, er Lárus var vinnumaður í Búð- ardal á árunum 1920— 1923. Sumarið 1933 kveðst Magn- ús hafa tekið 6 dilka frá Lárusi, en það var seinasta sum- arið, sem ákærði, Magnús, rak búið á Heinabergi eins og að framan greinir. Lárus hefir gert þá kröfu, að ákærði, Magnús Jónsson, verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 165.00 í skaðabætur ásamt 6% ársvöxtum af kr. 15.00 frá 1. janúar 1923 og af kr. 90.00 frá 1. jan. 1934 til greiðsludags. 4) Árin 1932 og 1933 kveðst ákærði, Magnús, hafa tek- ið fé frá bræðrunum Þórólfi, Magnúsi og Hirti Guðjóns- sonum, sem allir eru búsettir í Innri-Fagradal í Saurbæjar- hreppi, 3—4 kindur frá hverjum þeirra bræðra hvert árið. Hafa þeir Þórólfur og Hjörtur, hvor um sig, gert þá kröfu, að ákærði, Magnús, verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 105.00 í skaðabætur, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1934 til greiðsludags, en Magnús að ákærði verði dæmdur til að greiða sér kr. 140.00 ásamt 6% árs- vöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. 5) Áður en nefndir bræður fluttu að Innri-Fagradal, bjuggu þar Benedikt Finnsson og Magnús Halldórsson, sem nú eru báðir búsettir á Hólmavík. Hafa hinir ákærðu játað, að tekið hafi verið fé frá þeim báðum og mundi ákærði, Grímur, undir rannsókn málsins, að tilgreina, að teknir hefðu verið 4 dilkar frá Benedikt og 2 frá Magnúsi, en gerði ráð fyrir, að fleira hefði verið tekið frá þeim báðum, þó eigi myndi hann að tilgreina það, og hefir eigi tekizt að upplýsa þetta nánar. Benedikt Finnsson hefir gert þá kröfu, að ákærði, Magnús, verði í máli þessu, dæmdur til að greiða sér kr. 200.00 í skaðabætur ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1925 til greiðsludags og Magn- ús Halldórsson hefir krafizt þess, að ákærði verði dæmd- ur til að greiða sér kr. 100.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1925 til greiðsludags. 6) Árið 1918 eða 1919 keypti Ingimundur Magnússon. hreppstjóri, Bæ í Króksfirði, 20 ær af ákærða, Magnúsi Jónssyni. Næsta haust á eftir struku nokkrar af ám þess- um að Heinabergi. Eina af ám þessum tók ákærði þá og slátraði, er hún ásamt heimafénu hafði smalazt heim. Ingimundur Magnússon hefir gert þá kröfu, að ákærði verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 50.00 í 30: skaðabætur ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1920 til greiðsludags. 7) Frá Magnúsi Árnasyni, bónda á Tjaldanesi í Saur- bæjarhreppi, hefir ákærði, Magnús Jónsson, játað, að hafa tekið á og dilk haust eitt, eitthvert hinna síðustu ára, en kindur þessar kveður hann af tilviljun hafa smalazt í hús sin, og ákvað hann fyrst að slá eign sinni á þær, er hann varð þeirra var þar. Eftir vanhöldum Magnúsar Árnasonar að dæma, hefir þetta sennilega verið haustið 1930, og hefir hann gert þá kröfu, að ákærði verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 40.00 í skaðabætur á- samt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1931 til greiðsludags. 8) Er fyrrgreindur Ólafur Sturlaugsson vorið 1927 flutti úr Akureyjum fluttu þangað þeir Eyjólfur Stefán Björnsson og Gísli Bergsveinsson, sem nú búa í Fagurey. Frá því að Eyjólfur flutti til Akureyja var árlega tekið fé frá honum, og telja hinir ákærðu, að það hafi numið 93 kindum á ári. Hefir Eyjólfur gert þá kröfu, að á- kærði, Magnús Jónsson, verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér í skaðabætur kr. 300.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. Frá Gísla Bergsveins- syni hafa hinir ákærðu játað, að teknar hafi verið tvær kindur og hefir Gísli gert þá kröfu, að ákærði, Magnús Jónsson, verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 27.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1934 til greiðslu- dags. IV. Eftir að ákærði, Grímur Norðqvist, tók við jörð og búi á Heinabergi, eins og áður greinir, héldu fjártökurnar á- fram sumarið og haustið 1934, en nú að hans ráði, enda rann þýfið í bú hans. Við þessar fjártökur naut hann hinsvegar aðstoðar hinna meðákærðu, föður síns og Jóns Hall bróður sins. Samkvæmt játningu ákærða, Gríms Norðqvist, hefir hann þetta sumar og haust að Ófrjálsu slegið eign sinni á fé eins og nú segir: 1) Frá Búðardal tók ákærði eina á veturgamla með marki Karls heitins Þórðarsonar og eign ekkju hans, Guð- bjargar Þorsteinsdóttur, sem þar býr. Hefir Guðbjörg kraf- izt þess, að ákærði verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 20.00 í skaðabætur, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. 364 2) Frá Lárusi Alexanderssyni bónda í Ytri-Fagradal eina á gelda og á ásamt dilk, er gekk undir henni, eða samtals 3 kindur. Hefir Lárus gert þá kröfu, að ákærður verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér í skaðabætur kr. 90.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1935 til greiðslu- dags. 3) Frá Þórólfi Guðjónssyni, Innri-Fagradal, eina á á- samt dilk, sem gekk undir henni. Hefir Þórólfur gert þá kröfu, að ákærði verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 35.00 í skaðabætur, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. 4) Frá Hirti Guðjónssyni, Innri-Fagradal, 2 dilka. Hef- ir Hjörtur krafizt þess, að ákærði verði í máli þessu dæmd- ur til að greiða sér kr. 35.00 í skaðabætur ásamt 6% árs- vöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. 5) Frá Gísla Bergsveinssyni, Fagurey, eina á. Hefir Gísli krafizt þess, að ákærði verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér kr. 18.00 í skaðabætur ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. 6) Frá Eyjólfi S. Bjarnasyni, Fagurey, 2 eða 3 kindur, nánar hefir ákærði ekki getað tilgreint það. Hefir Eyjólf- ur því krafizt þess, að ákærði verði í máli þessu dæmdur til þess að greiða sér í skaðabætur kr. 40.00 ásamt 6% árs- vöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. 7) Ennfremur 3 kindur, sem ákærði vissi ekki hverjir voru eigendur að og ákærði hefir ekki getað gefið nánari upplýsingar um. V. Í byrjun nóvembermánaðar s. 1. frömdu hinir ákærðu, Grímur Norðqvist og Jón Hall, innbrot í hús Kaupfélags Saurbæinga í Salthólmavík. Átti ákærður Grímur Norð- qvist upptökin að innbroti þessu og fékk Jón Hall til liðs við sig. Frá Heinabergi fóru hinir ákærðu til innbrotsins seint um kvöld. Voru þeir báðir ríðandi og höfðu auk þess meðferðis reiðingshest undir væntanlegt þýfi. Er þeir komu til Salthólmavíkur fóru þeir inn í kaupfélagshúsin með þeim hætti, að þeir brutu rúðu í glugga og skriðu þar inn. Stálu þeir síðan úr verzlunarhúsunum 50 kg. af melis, um 20 kg. af strausykri, 20—-30 kg. af kaffibaunum, nokkru af exporti, 6 bitum af rjóli, nokkru af sápu og sóda, 30 kg. 305 af hveiti og 50 kg. af haframjöli. Vörur þessar reiddu þeir söðan heim að Heinabergi á hestum þeim, er þeir höfðu meðferðis, en sjálfir urðu þeir að ganga. Vörur þessar runnu allar í bú Grims, en þó kveðst hann af ótta við að þjófnaðurinn kæmist upp, hafa eyðilagt það, sem var ó- eytt af þeim, er komið var fram yfir nýjár. Ákærði, Jón Hall, fékk hinsvegar engan hluta þýfisins né annan hagn- að af innbrotinu, svo upplýst sé. Ákærðu, Matthildi Sig- urðardóttur, var kunnugt um ráðagerðir sona sinna að þessu innbroti og kveðst hafa latt þá án árangurs, en eigi er upplýst að hún hafi haft önnur afskipti af þessum verknaði þeirra bræðra. Samkvæmt skýrslu forstjóra Kaupfélags Saurbæinga nam útsöluverð hinna stolnu vara kr. 308.85, og hefir for- stjórinn fyrir hönd kaupfélagsins gert þá kröfu, að hinir ákærðu verði in solidum dæmdir til að greiða félaginu þessa upphæð í skaðabætur ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1935 til greiðsludags. VI. 1) Ákærði, Magnús Jónsson, er samkvæmt framan- greindu í fyrsta lagi sakaður um að hafa slegið eign sinni á fé annara manna með þeim hætti, að hann í þessu skyni sótti eða lét sækja það í hagann, og varða þau brot hans við 7. gr. laga nr. 51 1928, sbr. 231. gr. 1. lið hinna al- mennu hegningarlaga. Í öðru lagi er ákærði sakaður um að hafa tekið og slegið eign sinni á fé annara manna, eftir að það af tilviljun hefði smalast heim með hans eigin fé, og varða þau brot hans við 250. gr. hegningarlaganna. Í þriðja lagi er ákærði sakaður um það, að hafa hagnýtt sem búsílag afurðir af fé, sem synir hans, meðákærðu Grímur Norðqvist og Jón Hall, höfðu ólöglega slegið eign sinni á, og varða þau brot hans við 240. gr. og 230. gr. sbr. 56. gr. hegningarlaganna, Þá er ákærði loks sakaður um það, að hafa eftir að hann hætti búskap sjálfur, unnið með syni sínum, ákærða Grimi Norðqvist, að ólöglegum fjártökum, og varða þau brot hans við 7. gr. laga nr. 51 1928, sbr. 231. gr., 1. lið og 48. gr. 1. mgr. hegningarlag- anna, og 250. gr. hegningarlaganna, sbr. 48. gr. 1. mgr. sömu laga. Með tilliti til þess, hve langvarandi og stórfeld afbrot ákærða eru, þykir refsing hans með hliðsjón af 366 63. gr. hegningarlaganna hæfilega ákveðin betrunarhús- vinna Í 4 ár. 2) Að svo miklu leyti sem hinir ákærðu, Grímur Norð- avist og Jón Hall, tóku fé upp á eigin spýtur í búskapar- tið föður þeirra, ákærða, Magnúsar Jónssonar, eins og nánar er lýst hér að framan, varða þau brot þeirra við 7. gr. laga nr. 51, 1928, sbr. 231 gr. 1. lið hinna almennu hegningarlaga og 250. gr. hegningarlaganna. Fjártökur á- kærða, Gríms Norðqvist, eftir að hann byrjaði búskap, varða og við nefnd lagafyrirmæli. Þáttaka þeirra bræðra, eftir að þeir höfðu fyllt 14 ára aldur, í fjártökum föður Þeirra, ákærða, Magnúsar Jónssonar, og þátttaka ákærða, Jóns Hall, í fjártökum bróður hans, ákærða, Gríms Norð- qvist, varðar einnig við sömu lagafyrirmæli, sbr. 48. gr. 1. mgr. hinna almennu hegningarlaga. Innbrotsþjófnaðurinn í Salthólmaviík varðar við 7. gr. laga nr. 51, 1928, sbr. 231. gr. 4. lið og að því er ákærða, Jón Hall, snertir, sbr. 48. gr. 1. mgr. hinna almennu hegn- ingarlaga. Við ákvörðun refsingar þessara sakborninga ber sam- kvæmt 57. gr. 2. mgr. hinna almennu hegningarlaga að taka tillit til þess, þeim til linkindar, að þeir í upphafi fremja afbrot sin af hlýðni við föður sinn, sem leitt hefir þá, á unga aldri, út á afbrotabrautina, og telja verður að hafi óumflýjanlega með fordæmi sínu haft brjálandi á- hrif á siðferði þeirra og dómgreind. Að þessu athuguðu, og með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna, þykir refs- ing ákærða, Grims Norðqvist, hæfilega ákveðin betrunar- húsvinna í 15 mánuði og ákærða, Jóns Hall, betrunarhús- vinna í 8 mánuði. En með hliðsjón af ungum aldri Jóns Hall, og að öðru leyti með tilliti til framanritaðs, þykir mega ákveða, að refsing hans skuli vera skilorðsbundin samkvæmt lögum nr. 39, 1907. 3) Ákærða, Matthildur Sigurðardóttir, er sökuð um þátttöku í hinum ólöglegu fjártökum ákærða, Magnúsar Jónssonar, þannig, að hún hafi á stundum aðstoðað við slátrunina, og varða þau brot hennar við 7. gr. laga nr. 51, 1928, sbr. 231. gr. 1. lið og 48. gr. 1. mgr. hinna al- mennu hegningarlaga, og 250. gr., sbr. 48. gr.1. mgr. hegn- ingarlaganna. Í öðru lagi er hún sökuð um það, að hún hafi unnið að hagnýtingu sláturafurðanna, enda þótt hún 367 vissi, að féð hafði verið tekið að ófrjálsu. Þessi brot á- kærðu varða við 240. gr. og 250 gr., sbr. 56. gr. hinna al- mennu hegningarlaga. Það er talið að ákærða hafi oft latt þessara afbrota, en án árangurs, enda hafi hún litlu ráðið á heimilinu og þá sízt þessu, og þykir eftir þvi, sem fyrir liggur í mál- inu, mega ganga út frá þvi, að hún hafi yfirleitt tekið þátt í afbrotum þessum af hlýðni við meðákærða, Magnús Jóns- son. Eins og sambúð ákærðu og meðákærða, Magnúsar Jónssonar, var farið, þykir mega beita ákvæðum 57. gr. 1. mgr. hegningarlaganna analogiskt þannig, að afstaða á- kærðu verið talin henni til linkindar við ákvörðun refs- ingar fyrir þáttöku hennar í afbrotum Magnúsar, en eigi þykir eftir atvikum fært að láta refsingu fyrir þessi af- brot ákærðu falla alveg niður. Að þessu athuguðu, þykir refsing ákærðu með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna, hæfilega ákveðin betrunarhúsvinna í 8 mánuði. En með hliðsjón af því, sem áður segir um alla afstöðu ákærðu til þessara afbrota, þykir mega ákveða, að refsing hennar skuli vera skilorðsbundin samkvæmt ákvæðum laga nr. 39, 1907. 4) Hinir ákærðu hafa allir, hver í sínu lagi, samþykkt án athugasemda skaðabótakröfur þær, sem samkvæmt framangreindu hafa verið gerðar á hendur þeim í máli þessu, og tjáð sig fúsa til að greiða. Ber þvi að taka kröf- ur þessar að öllu leyti til greina. Ákærðu, Magnús Jónsson og Jón Hall Magnússon, greiði hvor um sig gæzluvarðshaldskostnað sinn. Ákærði, Magnús Jónsson, greiði skipuðum talsmanni sinum, cand. jur. Valdimar Stefássyni, í málsvarnarlaun kr. 150.00. Á- kærðu, Grímur Norðqvist, Jón Hall og Matthildur Sigurð- ardóttir, greiði in solidum skipuðum verjanda sinum, cand. jur. Sigurði Ólasyni, í málsvarnarlaun kr. 200.00. Allan annan kostnað sakarinnar greiði öll hin ákærðu in solidum. Rekstur málsins hefir verið vítalaus. 368 Mánudaginn 22. júní 1936. Nr. 29/1936. Páll Magnússon f. h. Vikublaðsins „Tíminn“ segn Benedikt Hjartarsyni Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Páll Magnússon, f. h. vikublaðsins Tíminn, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Einnig greiði hann stefnda, er hefir látið mæta í málinu, kr. 30 í ó- maksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 22. júní 1936. Nr. 11/1936. Stjórn Sparisjóðs Mjólkurfélags Reykjavíkur gegn Stjórnarnefnd Rafveitu Austur-Húna- vatnssýslu. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Stjórn Sparisjóðs Mjólkurfélags Reykjavíkur, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 369 Mánudaginn 22. júní 1936. Nr. 41/1936. Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Þorleifi Jónssyni, f. h. málflutnings- skrifstofu G. Benediktssonar og Þor- leifs Jónssonar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Hrefna Sigurgeirsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Miðvikudaginn 30. september 1938. Nr. 42/1936. Jón Magnússon Segn Sveini Egilssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Magnússon, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. 370 Miðvikudaginn 30. september 1936. Nr. 71/1936. Sigurður Berndsen gegn Ingu Pétursdóttur Gíslason. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurður Berndsen, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Miðvikudaginn 30. september 1936. Nr. 49/1936. Hrefna Sigurgeirsdóttir segn Sigurgeir Albertssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Hrefna Sigurgeirsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. 371 Föstudaginn 2. október 1936. Nr. 89/1936. Valdstjórnin (Einar B. Guðmundsson) gegn Óskari Lárussyni (Garðar Þorsteinsson). Ölvun og ryskingar á almannafæri. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 15. febr. 1936: Kærð- ur, Óskar Lárusson, greiði 300 króna sekt til menningar- sjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa að telja, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 20 daga. Kærður greiði allan kostnað sakarinhar. Dómi þess- um skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum þeim, sem greindar eru Í hinum áfrýjaða dómi, ber að staðfesta hann, þó þannig, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vik- ur og teljist frá birtingu dóms þessa. Svo ber kærða að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða lögregluréttardómi skal óraskað, þó þannig, að greiðslufrestur sektar- innar verði 4 vikur og teljist frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði og allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmál- 312 flutningsmannanna Einars B. Guðmundssonar og Garðars Þorsteinssonar, 50 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Óskari Lárussyni frá Vestmannaeyjum fyrir brot gegn á- fengislögunum nr. 33, 1935 og lögreglusamþykkt Reykja- víkur nr. 2, 1930. Hér í lögsagnarumdæminu hefir kærður áður sætt eftir- farandi refsingum: 1929 3. júní. Sætt 75 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1933 10. febr. Dómur hæstaréttar: 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot gegn 6. sbr. 8. gr. laga nr. 51 frá 1928, sbr. 48. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga. 1933 19. nóv. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1935 12. jan. Sætt 200 kr. sekt fyrir ölvun og ólöglegt áfengi í vörzlu. 1935 13. marz. Sætt 40 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1935 17. apríl. Sætt 25 kr. sekt fyrir samskonar brot. Í gærkveldi kl. nær 9 var hringt á lögregluvarðstofuna frá Reykjavíkur Bar og beðið um lögregluaðstoð vegna ryskinga, er þar áttu sér stað. Lögregluþjónarnir Matthías Sveinbjörnsson og Harald- nr Jensson voru sendir á staðinn, og var þá bent á menn þá, er í ryskingunum höfðu verið. Var kærður annar Þeirra og var að áliti lögregluþjónanna áberandi ölvaður. Lögregluþjónarnir fluttu kærðan þegar að húsi því, er hann taldi sig eiga heima í, en er þangað kom, vildi hann ekki fara þar inn og var hann því settur í varðhald. Með framangreindu atferli hefir kærður gerzt sekur við 18. gr. sbr. 38. gr. áfengislaganna og 7. gr. og 78. gr. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktarinnar. Með tilliti til áður- greindra ítrekana þykir refsing hans hæfilega ákveðin 300 373 króna sekt til menningarsjóðs, er greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með ein- földu fangelsi í 20 daga. Ennfremur greiði kærður allan sakarkostnað. Á málinu hefir ekki orðið dráttur. Miðvikudaginn 7. október 1936. Nr. 39/1936. Valdstjórnin (Theodór B. Lindal) gegn Ingólfi Matthíassyni í Eggert Claessen). Um vitnaskyldu. Úrskurður lögregluréttar Reykjavíkur 12. febr. 1936: Vitninu, Ingólfi Matthíassyni, er skylt að gefa framan- greindar upplýsingar í máli þessu. Dómur hæstaréttar. Hinum áfrýjaða úrskurði hefir valdstjórnin skot- ið til hæstaréttar að beiðni loftskeytamannsins Ing- ólfs Matthíassonar. Hefir Ingólfi verið stefnt og sækjandi og verjandi skipaðir í málinu að hætti op- inberra mála. Aðdragandi málsins er sá, að hinn 12. febrúar þ. á. var í lögreglurétti Reykjavíkur hafin réttarrann- sókn gegn Aðalsteini Pálssyni, skipstjóra á b/v „Belgaum“, og honum gefið að sök að hafa stundað ólöglegar fiskveiðar í landhelgi svo og að hafa gefið veiðimönnum á öðrum skipum upplýsingar um ferðir varðskipanna. Sakaráburð sinn studdi rann- sóknardómarinn við dulskeyti nokkur, sem aðallega höfðu farið á milli skips Aðalsteins og ýmissa nafn- greindra togara, en skeyti þessi hafði lögreglan fyrir 374 upphaf réttarrannsóknarinnar fengið í vörzlur sín- ar. Aðalsteinn neitaði að vera sekur; hann viður- kenndi að vísu að hafa skiptzt á dulskeytum við téða togara, en kvað þær skeytasendingar ósaknæmar. Var nú loftskeytamaðurinn á b/v „Belgaum“, Ing- ólfur Matthíasson, stefndur hér fyrir dómi, kvaddur fyrir réttinn sem vitni, og gerði rannsóknardómar- inn honum kunnugt, að samkvæmt gögnum þeim, sem fyrir lægju í málinu, mætti ætla, að skip það, sem stefndur hefði starfað á sem loftskeytamaður, hefði fengið upplýsingar um ferðir varðskipanna, og spurði stefndan að því, hvort svo hefði verið og hvort mikil brögð hefðu að því verið. Lýsti stefnd- ur þá yfir því, að hann neitaði að svara öllum spurn- ingum og gefa upplýsingar um sendingu og viðtöku þeirra skeyta, er hann hefði afgreitt svo og um efni þeirra. Bar hann fyrir sig þagnarskyldu sina í starfi sínu. Útaf þessu kvað dómarinn svo á með hinum áfrýjaða úrskurði, að stefnda væri skylt sem vitni að svara spurningum varðandi efni þeirra skeyta, sem hann hefði á skipi kærða annazt afgreiðslu á. Hér fyrir dómi hefir nú verjandi stefnda krafizt þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi. Þessu til stuðnings er það fært, að starfsmönn- um við þráðlaus firðviðskipti sé í starfi sínu lögð á herðar þagnarskylda með 5. gr. laga nr. 82 frá 1917, um rekstur loftskeytastöðva á Íslandi, sbr. 15. gr. laga nr. 12 frá 1905, um ritsíma, talsíma o. fl., og sé refsing viðlögð, ef útaf er brugðið. Í samræmi við lög þessi hafi stefndur undirritað heit um að skýra engum frá því, sem hann verður áskynja í starfi sínu. Sé hann þess vegna undanþeginn vitnaskyldu í máli þessu. Á þetta verður ekki fallizt. Í greindum lögum, sem ekki minnast sérstaklega á vitnaskyld- 375 una, er ekki að finna undnaþágu frá vitnaskyldu í máli eins og þessu. Þess er þegar getið, að réttar- rannsókn sú, sem mál þetta er risið útaf, beinist að því að fá m. a. vitneskju um, hvort send hafa verið frá b/v „Belgaum“ til annarra veiðiskipa skeyti um ferðir varðskipanna. Ef slík skeyti hefðu verið send, stefndur tekið þátt í því og vitað um efni þeirra, þá gæti sá verknaður varðað hann refsingu samkvæmt 4. gr. laga nr. 5 frá 1920. Að því leyti sem dómar- inn kann að krefja stefnda sagna um slík eða hlið- stæð atriði, koma til greina um stefnda gildandi á- kvæði um afstöðu sakbornings til spurninga rann- sóknardómarans. Vitnaskylda stefnda tekur þannig ekki til að gefa upplýsingar, sem hann hefir ástæðu til að ætla, að bakað geti honum refsiábyrgð. Ber þessvegna með þessari takmörkun að dæma hann skyldan til að bera vitni í málinu. Eftir atvikum þykir rétt að allur kostnaður við áfrýjun málsins greiðist af almannafé, þar með tal- in málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, kr. 75.00 til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Stefndum, Ingólfi Matthiassyni, er skylt sem vitni að svara spurningum rannsóknardómar- ans um efni skeyta þeirra, sem hann hefir ann- azt afgreiðslu á, þó þannig, að vitnaskylda hans tekur ekki til upplýsinga, sem ástæða er til að ætla að geti bakað honum refsiábyrgð. Allur kostnaður við áfrýjun málsins greið- ist af almannafé, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæsta- 376 réttarmálflutningsmannanna Theódórs B. Lín- dal og Eggerts Claessen, kr. 75.00 til hvors. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Í máli þessu er skipstjórinn á togaranum Belgaum, Aðalsteinn Pálsson, sakaður um ólöglegar veiðar í land- helgi svo og um það að hafa gefið öðrum veiðiskipum upp- lýsingar um ferðir varðskipanna við Ísland. Undir rann- sókn málsins hefir loftskeytamaður kærða, Ingólfur Matt- hiasson, mætt sem vitni, og verið spurður um efni þeirra skeyta, sem hann hafi annazt um afgreiðslu á, með því að telja verður, að upplýsingar um: það geti haft veru- lega þýðingu í máli þessu. Vitnið hefir neitað að svara öllum spurningum hér að lútandi og byggir vitnið neitun sína á því, að slíkar upplýsingar bryti í bága við þagnar- heit, sem það hefir unnið. Rétturinn verður hinsvegar að lita svo á, að þagnarheit þetta sé eigi bindandi, er vitn- isburðar er krafizt í opinberu máli sem því, er hér liggur fyrir, og ber því, þar sem umræddar upplýsingar geta, eins og að framan greinir, haft verulega þýðingu fyrir úr- lausn máls þessa, að skylda vitnið til að gefa umræddar upplýsingar. Föstudaginn 9. október 1936. Nr. 62/1936. Valdstjórnin gegn Magnúsi Norðfjörð Magnússyni. Úrskurður hæstaréttar. Rannsókn þessa máls er að ýmsu leyti ábótavant og verður að leggja fyrir rannsóknardómarann að halda framhaldsrannsókn, áður en málið er dæmt í hæstarétti, um eftirgreind atriði: 377 1. Taka ber skýrslu af stúlkum þeim, sem upp- haflega kærðu fyrir lögreglunni, að kærði hefði ekið bifreið ölvaður, en hvorug þeirra hefir verið kvödd til að bera vitni í málinu, og í dómsgjörðunum er aðeins önnur þeirra, Bergrós Jensdóttir, nafngreind. Sérstaklega ber að upplýsa, af hverju stúlkurnar álitu kærða vera ölvaðan við aksturinn, hvert til- efnið var til þess, að þær kærðu hann, og hvort þær hafi sjálfar verið undir áhrifum áfengis í umrætt skipti. 2. Þá ber og að rannsaka, hvort sá framburður kærða í réttarhaldi 7. april 1936 sé réttur, að hann hafi neytt áfengis með Guðmundi Guðmundssyni aðfaranótt 5. april s. 1, eftir að kærði var hættur akstri, en áður en hann var sóttur af lögregluþjón- unum, og ef svo er, hversu mikið og hvaða áfengis- tegund þeir hafi drukkið. Í þessu skyni ber að taka skýrslu af þeim Guðmundi Guðmundssyni og Skúla Zophoníassyni, er um ræðir í prófum málsins. 3. Vitnið Hjálmar Jóhannsson, sem að vísu kann að hafa brotið ákvæði 17. gr., 1. mgr., og 21. gr., 3. mgr., áfengislaganna, ber að yfirheyra nánar um áfengisneyzlu kærða og spyrja hann að, hvort hann hafi séð vináhrif á kærða í umrætt skipti. 4. Loks ber rannsóknardómaranum að afla þeirra frekari upplýsinga, sem framhaldsprófin gefa til- efni til. Því úrskurðast: Rannsóknardómaranum ber að útvega fram- annefndar skýrslur og upplýsingar eins fljótt og verða má. 378 Föstudaginn 9. október 1936. Nr. 65/1936. Vilhjálmur Oddsson (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Runólfi Péturssyni (Enginn). Vanefndir á grunnleigusamningi. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 25. jan. 1936: Stefndur, Runólfur Pétursson, á að vera sýkn af dómkröfum stefn- anda, Guðjóns Bjarnasonar, í máli þessu, og greiði stefnandi stefndum kr. 50.00 í málskostnað innan þriggja sólar- hringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Stefndi hefir ekki mætt í máli þessu, enda þótt honum hafi verið löglega stefnt. Málið hefir því verið flutt skriflega fyrir hæstarétti samkvæmt 1. tölul. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir framlögðum skjölum og skilríkjum samkv. N. L. 1-4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Það athugast, að 4. júlí 1935, meðan mál þetta var sótt og varið í héraði, afsalaði höfðandi þess, Guðjón Bjarnason, húseigninni við Laufásveg 27 hér í bæ til áfrýjanda, Vilhjálms Oddssonar, og tók hann að öllu leyti við máli þessu í stað Guðjóns, enda þótt hinn áfrýjaði dómur hljóði á nafn Guðjóns. Hér fyrir dómi hefir áfrýjandi krafizt þess, að grunnleigusamningurinn frá 1. sept 1925 verði dæmdur úr gildi fallinn, að stefndi verði dæmdur til þess að rífa niður og flytja í burtu af lóðinni við Laufásveg 27 viðbótarbyggingu þá, er í máli þessu greinir, og loks að stefndi verði dæmdur til þess að greiða málskostnað bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti. 379 Samkv. 3. gr. grunnleigusamningsins frá Í. sept. 1925 átti leigutaki að greiða 1. okt. ár hvert leigu- gjald eftir þargreinda lóð til leigusala. Svo átti hann og að greiða opinber gjöld til ríkis og bæjar af við- byggingunni, svo og brunabótagjald. Samkvæmt 5. gr. samningsins skyldi leigutaki þegar fyrirgera rétti sínum, ef hann greiddi ekki áskilið leigugjald, skatta eða brunabótagjald samkvæmt samningnum. Þann 29. april 1935, þegar stefna í máli þessu var gefin út, var leigugjald það, er í gjalddaga féll 1. okt. 1934, enn ógreitt, og að því er telja verður eftir flutningi málsins í héraði, voru þá einnig ógoldin áfallin op- inber gjöld af eigninni, er leigutaka bar að greiða. Greiðsludrátt þenna virðist stefndi hafa viljað rétt- læta með því, að fyrrverandi eigandi viðbyggingar- innar, Halldór R. Gunnarsson kaupmaður, er seldi stefnda grunnleiguréttinn og nefnda viðbyggingu, hafi öðlazt kröfu á hendur Guðjóni Bjarnasyni vegna riftingar hans í maí eða júní 1934 á kaup- samningi þeirra í milli um áðurnefnda viðbyggingu og leigurétt, og hafi sú krafa verið framseld stefnda. Guðjón Bjarnason mótmælti eindregið gagnkröfu þessari í málflutningi sinum í héraði, enda sést ekki, að kröfu þessari hafi áður verið hreyft á hendur honum. Og þótt Halldór Gunnarsson og síðar stefndi hefðu talið sig eiga slíka kröfu á hendur Guðjóni, þá gat það út af fyrir sig ekki réttlætt drátt á fullnæg- ingu hinna skýlausu greiðsluskyldna samkv. 3. gr. samningsins 1. sept. 1925, með því að krafa þeirra var ekki viðurkennd, enda hefði þeim verið innan handar að gæta réttar sins með öðrum hætti. Það verður því ekki talið, að stefndi hafi réttlætt greiðsludrátt sinn nægilega, og verður hann því að sæta afleiðingum hans svo sem í 5. gr. oftnefnds 380 samnings segir. Ber því að taka til greina kröfur á- frýjanda um ógildingu lóðarleigusamningsins frá 1. sept. 1925 og um það, að stefndi verði dæmdur til þess að rifa niður og flytja í burt viðbyggingu þá, er byggð er við húsið Laufásveg 27 nyrzt á lóðinni. Þykir hæfilegt að veita stefnda 12 vikna frest til framkvæmda þessara athafna frá birtingu dóms þessa talið. Viðurlaga hefir áfrýjandi engra krafizt, Þótt dómsorðinu yrði ekki fullnægt, og verða þau því ekki dæmd í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Þvi dæmist rétt vera: Grunnleigusamningur frá 1. sept. 1925, sá er í máli þessu greinir, er úr gildi felldur. Stefndi, Runólfur Pétursson, skal innan 12 vikna frá birtingu dóms þessa hafa, að viðlagðri aðför að lögum, að fullu rifið niður og burt flutt við- byggingu þá við húseignina Laufásveg 27 í Reykjavík, er reist var þar nyrzt á lóðinni með skirskotun til áðurnefnds grunnleigusamn- ings. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er samkvæmt heimild í grunnleigusamningi dags. 1. sept. 1925 höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, útgefinni 29. april 1936, af Guðjóni Bjarnasyni, Laufás- veg 27, hér í bæ, gegn Runólfi Péturssyni, sama stað, til að fá áðurnefndan grunnleigusamning dæmdan úr gildi 381 fallinn og Runólf Pétursson dæmdan til að rifa niður og flytja burt af lóðinni Laufásveg 27 viðbyggingu þá, sem byggð er við húsið Laufásveg 27 og átti að vera í sam- ræmi við grunnleigusamninginn frá 1. sept. 1925 og til að greiða sér málskostnað samkvæmt mati réttarins. Stefndur krefst sýknu og málskostnaðar. Tildrög máls þessa eru þau, að með grunnleigusamningi, dagsettum Í. september 1925, seldi Þorvarður Þorvarðsson, þáverandi cigandi hússins og lóðarinnar nr. 27. við Laufásveg, Hall- dóri R. Gunnarssyni á leigu 20 fermetra af lóð nefndrar húseignar. Lóðarspilda þessi liggur nyrzt á lóðinni við suðurmörk lóðarinnar nr. 25 við sömu götu og út að húsa- línu Laufásvegar austur við götuna. Leigutaki mátti byggja á lóðinni eina hæð (kjallara) „með þeirri stærð, er ofangreind lóðarstærð tilgreinir og samkvæmt því, er byggingarnefnd Reykjavíkur hefir leyft hinn 21. ágúst síðastliðinn.“ Árleg leiga skyldi vera kr. 20.00 og greiðast 1. okt. ár hvert. Einnig skyldi leigutaki greiða fasteignaskatt og Þbrunabótagjald af væntanlegri viðbyggingu. Greiddi leigutaki ekki gjöld þessi, fyrirgerði hann rétti sínum samkvæmt samningnum. Ákvæði var í samningnum um það, að leigusala væri heimilt að byggja ofan á viðbygginguna, enda skyldu útveggir vera svo sterkir að þeir þyldu 3 hæðir úr steinsteypu ofan á sig. Viðbygging sú, sem Halldór R. Gunnarsson reisti á lóð- arspildunni og hann nú hefir selt stefndum í máli þessu, var gerð nokkru stærri, en samningurinn og leyfi bygg- íngarnefndar heimiluðu. Hefir stefndur skýrt svo frá, að þetta hafi verið gert vegna þess, að þegar byrjað hafi ver- ið á byggingunni hafi komið í ljós, að ekki hafi verið ætl- að nægilegt rúm fyrir inngang. Hafi inngangurinn því verið færður inn á baklóðina að austanverðu í stað þess að upphaflega hafi hann átt að vera á milli húsanna að sunnanverðu. Þetta hafi hinsvegar verið gert með fullu samþykki leigusala, er búið hafi á eigninni og fylgzt dag- lega með því, sem gert var. Sömuleiðis kveður stefndur byggingarfulltrúa bæjarins hafa samþykkt breytingu þessa. Það er því játað af stefndum, að viðbyggingin er nokkuð með öðrum hætti en hún upphaflega átti að vera samkvæmt grunnleigusamningnum og byggingarleyfinu. Næstur á eftir Þorvarði Þorvarðssyni varð Útvegsbank- 382 inn eigandi Laufásvegar 27. Hann seldi Einari Ólafssyni eignina, er síðar seldi stefnanda hana og afsalaði hon- um henni með afsali dagsettu 10. júní 1932. Enginn þessara eigenda virðist hafa gert minnstu at- hugasemd við viðbygginguna nema stefnandi. Stefnandi byggir kröfur sinar á þvi: 1) að hann hafi ekki vitað annað, þegar hann keypti Laufásveg 27, en að viðbyggingin væri byggð eins og ákveðið hafði verið í grunnleigusamningnum Í. sept. 1925 og 2) að vanskil hafi orðið á afgjaldi því, er féll í gjalddaga 1. okt. 1934. 1. Eins og áður getur hafði enginn þeirra, er áttu Lauf- ásveg 27 á undan stefnanda, amazt við viðbyggingunni né fundið að því, að hún var ekki alveg í samræmi við grunnleigusamninginn. Halldór R. Gunnarsson, er leiddur hefir verið sem vitni í máli þessu, hefir skýrt svo frá, að þegar eftir að stefn-. andi hafi verið orðinn eigandi Laufásvegar 27, hafi hann tekið að hafa orð á því við sig, að viðbyggingin væri ó- löglega byggð og stærri en vera mætti og hafi hann af þeim sökum viljað fá hana fyrir gjafverð. Þegar það hafi ekki tekizt, þá hafi hann keypt viðbygginguna af sér fyrir kr. 2500.00. Stefnandi hafi þó ekki getað staðið við kaup- in og hafi hann (Halldór) því látið meta viðbygginguna, boðið stefnanda forkaupsrétt, sem hann hafi hafnað, og kveðst Halldór þá hafa selt stefndum viðbygginguna. Kaupsamningur sá, sem Halldór og stefnandi gerðu um viðbygginguna, hefir verið lagður fram og verður ekki á honum séð, að þá hafi stefnandi haft neitt við viðbygg- inguna né stærð hennar að athuga, enda er kaupverðið mjög hátt, því að skv. mati, er fram fór 20. júlí 1934 var viðbyggingin metin á kr. 1600.00. Kaupsamningur þessi var undirritaður 19. sept. 1933, en eins og áður greinir var stefnanda afsalað eigninni 10. júní 1932. Stefnandi er því búinn að eiga eignina í rúmt ár, áður en hann gerir þenna kaupsamning um viðbygginguna. Þegar tekið er tillit til þess, að stefnandi er bygginga- fróður maður og hafði alla ástæðu til að athuga við- bygginguna og bera hana saman við grunnleigusamning- inn svo og framburðar Halldórs R. Gunnarssonar, þá lit- ur rétturinn svo á, að enda þótt stefnandi kynni að hafa rétt til að rifta grunnleigusamningnum gagnvart stefnd- 383 um, þá hafi hann með þessu fyrirgert þeim rétti og geti dómkröfur hans af þeirri ástæðu ekki orðið teknar til greina. 2. Stefnandi heldur því fram, að afgjald það, er féll í sjalddaga 1. okt. 1934 sé ógreitt og þess vegna beri sam- kvæmt ákvæðum grunnleigusamningsins að taka dóm- kröfur sinar til greina. Eftir því sem fram hefir komið í málinu og með sér- stöku tilliti til kaupsamningsins 19. sept. 1933, er ekki ljóst, hvort Halldóri R. Gunnarssyni hefir raunverulega borið að greiða það afgjald og verður þessi málsástæða því ekki talin nægileg stoð undir dómkröfu hans. Úrslit máls þessa verða því samkv. framanskráðu þau, áð stefndur verður sýknaður af öllum dómkröfum stefn- anda og eftir málavöxtum þykir verða að dæma stefnanda til að greiða stefndum kr. 50.00 í málskostnað. Miðvvikudaginn 14. október 1936. Nr. 69/1936. Valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) gegn Ásgeiri Ásmundssyni (Eggert Claessen). Ólögleg áfengissala. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 1. apríl 1936: Kærð- ur, Ásgeir Ásmundsson, sæti 60 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Hann greiði og 3500 króna sekt til menningarsjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms Þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 85 daga. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með framburði vitna er það sannað, að kærði hefir hinn 6. marz s. 1. selt eina flösku af brenni- 384 vini frá Áfengisverzlun ríkisins og hinn 7. marz s. á. % flösku af sömu áfengistegund. Kærði hefir þannig, eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi, gerzt sekur um brot á ákvæðum 15. gr. sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 33 1935. Kærða hefir áður verið refsað 6 sinnum fyrir sölu áfengis. Síðast var refsing hans ákveðin með dómi hæstaréttar 21. nóv. 1928 1500 króna sekt og 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess, að kærði hefir þannig marg ítrekað gerzt sekur um ólöglega sölu áfengis, og að því athuguðu, að hegningarákvæði núgildandi áfengislaga eru að miklum mun vægari en sams- konar ákvæði áfengislaga nr. 64/1928, er kærði var síðast dæmdur eftir, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri og 2500 króna sekt til menningarsjóðs, og komi einfalt fangelsi í 70 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði ber að staðfesta. Svo ber kærða og að greiða allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Kærði, Ásgeir Ásmundsson, sæti 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og greiði 2500 króna sekt til menningarsjóðs, er afplán- ist með 70 daga einföldu fangelsi, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. 383 Svo greiði og kærði allan kostnað sakarinn- ar í héraði og hæstarétti, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Lár- usar Jóhannessonar og Eggerts Claessen, 60 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Ás- geiri Ásmundssyni, sjómanni, til heimilis Mjóstræti 6 hér í bænum, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33, 1935. Kærður er fæddur 4. september 1883 og hefir hér í lögsagnarumdæminu sætt eftirtöldum kærum og refs- ingum: 1916 15. júní. Samkvæmt lögregluþingbók Reykjavíkur hefir hann þá sætt dómi útaf kæru um ólöglegt áfengi í vörzlu, en dómsniðurstöðu ekki getið þar. Eftir prófun- um að dæma hefir hann tvisvar áður verið kærður fyrir brot gegn bannlögunum, en málin fallið niður vegna skorts á sönnunum. 1919 4. júlí. Dómur aukaréttar Reykjavíkur: sýknaður af ákæru réttvísinnar fyrir brot gegn 183. gr. hinna alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869. Dómurinn staðfestur af landsyfirrétti 1. des. 1919. 1921 4. nóv. Kærður fyrir svik í spilum, málið afgreitt til dómara. 1923 27. júni. Sektaður um 40 kr. fyrir bannlagabrot. 1924 30. sept. Sektaður um 200 kr. fyrir samskonar brot. 1924 27. okt. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur: 30 daga einfalt fangelsi og 1000 kr. sekt fyrir bannlagabrot. 1925 18. marz. Dómur sama réttar: 500 kr. sekt og 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir bann- lagabrot. 1925 21. marz. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 386 1925 22. april. Sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1926 23. júlí. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur: 2000 kr. sekt og 40 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir bannlagabrot. 1927 6. júlí. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur: 80 kr. sekt fyrir lögreglubrot. 1928 3. april. Dómur sama réttar: 2000 kr. sekt og 120 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir bann- lagabrot. 1928 17. apríl. Dómur sama réttar: sama refsing fyrir samskonar brot. 1928 26. júní. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1928 21. nóv. Dómur hæstaréttar: 1500 kr. sekt og 3ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot segn 32. og 36. gr. áfengislaga frá 1928. 1933 18. febr. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1935 9. febr. Kærður fyrir ölvun, látið niður falla. 1935 29. maí. Sætt 25 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1935 10. sept. Sætt 25 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1935 17. okt. Sætt 25 kr. sekt fyrir samskonar brot. Málavextir eru þessir: Vitnið Ingimundur Eyjólfsson hefir borið, að það hafi keypt af kærða % flösku af brennivini heima hjá honum í Mjóstræti 6 laugardaginn 7. þ. m. kl. 6—7 s. d. Fór vitnið heim til mætts í þeim erindum að fá áfengi keypt og var í för með því Hartvig Nielsen, verzlunarmaður, og sá hann, þegar kaupin fóru fram. Brennivínið var af- greitt á flösku undan öli og kostaði 5 kr. Borgaði vitnið það með 10 króna seðli, en kærður gaf til baka 5 krónur í mótuðum peningum og lét þá á borð, er var í herberginu. Tók Hartvig Nielsen peningana þaðan eftir bendingu vitnisins. Þessa skýrslu hefir Hartvig Nielsen staðfest í öllum atriðum. Vitnið Stefán Gíslason hefir borið, að daginn áður, föstudaginn 6. þ. m., hafi það keypt 1% flösku af brenni- víni af kærðum. Vitnið var þá statt inni á prentmynda. stofu Ólafs Hvanndal, sem er í sama húsi og kærður býr 387 í. Þar voru einnig fyrir þeir Ingimundur, Hartvig og Frið- rik Eyfjörð. Vitnið fór fyrst inn í herbergi Ásgeirs og fékk hjá honum % flösku af brennivíni og borgaði hana með 5 krónum. Drukku þeir allir út úr flöskunni inni í prent- myndagerðinni. Kom þá kærður inn til þeirra og varð þá að samkomulagi með þeim, að þeir keyptu af honum aðra flösku. Falaði Stefán hana, og fór þá kærður út og sótti hana. Síðan afhenti hann Stefáni flöskuna, var það brenni- vín, Svartidauði, og borgaði Stefán honum 10 krónur fyrir, en hinir horfðu á, er kaupin fóru fram. Þeir Hart- vig, Ingimundur og Friðrik hafa allir staðfest þessa skýrslu Stefáns. Auk þess hafa vitnin öll borið að hafa oftsinnis áður keypt áfengi af kærðum, ýmist heima hjá honum eða á götunni án þess að vitni væru að þvi. Þessa framburði sína hafa vitnin staðfest með eiði fyrir réttinum. Kærður hefir með öllu neitað að hafa nokkru sinni selt vitnunum áfengi. Þrátt fyrir þá neitun hans verður að líta svo á, að með hinum eiðfestu vitnaframburðum sé framkomin sönnun fyrir áfengissölu hans og varðar það brot við 15. gr. sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 33, 1935. Refsing kærða þykir hæfilega ákveðin með tilliti til fyrrgreindra ítrekana 3500 króna sekt og 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Sektin greiðist innan mán- aðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 85 daga. Kærður greiði og allan kostn- að sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið óþarfur dráttur. 388 Föstudaginn 16. október 1936. Nr. 82/1935. Vilhjálmur Hjartarson f. h. eigenda e/s „Urd“ og G. E. Sundberg skip- stjóra (Th. B. Lindal) gegn Guðmundi Hannessyni f. h. hafnar- sjóðs Siglufjarðar og gagnsök. (Einar B. Guðmundsson). Bætur dæmdar fyrir skemmdir, sem skip olli á hafnarbryggju. Dómur aukaréttar Siglufjarðar 30. ágúst 1934: Stefndur, Vilhjálmur Hjartarson fyrir hönd skipsins „Urd“ frá Göte- borg og skipstjóra þess G. Sundberg, greiði G. Hannessyni f. h. hafnarsjóðs Siglufjarðar kr. 11620.00 ásamt kostnaði við undir- og yfirmat kr. 383.60 með 6% ársvöxtum af upphæðum þessum frá útgáfudegi stefnu, 5. febr. 1934, og 300 krónur í málskostnað. Umboðsmaður stefnda, Böðvar Bjarkan, greiði 30 króna sekt, 15 krónur í ríkissjóð og 15 krónur í fátækra- sjóð Siglufjarðar, fyrir ósæmilegan rithátt, og skulu hin átöldu ummæli vera dauð og ómerk. Stefnandi, Guðmundur Hannesson, greiði 10 króna sekt, 5 krónur í ríkissjóð og 5 krónur í fátækrasjóð Siglufjarð- ar, fyrir ósæmilegan rithátt, og skulu hin átöldu ummæli vera dauð og ómerk. Hið ídæmda að greiða innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefir, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. ágúst 1935, skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu útgefinni 28. s. m., og hefir hann krafizt þess aðallega, að málsmeðferð í héraði og dómur verði dæmd ómerk og að málinu verði vísað heim til löglegri meðferðar og dómsálagningar af nýju, og 389 málskostnaðar fyrir hæstarétti. Til vara krefst að- aláfrýjandi sýknu að öllu leyti og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Til þrautavara krefst hann niðurfærslu á hinni dæmdu upphæð og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Varnaraðili hefir og, að fengnu áfrýjunarleyfi 28. ágúst 1935, gagnáfrýjað málinu með stefnu út- gefinni 12. sept. s. á., og hefir hann krafizt stað- festingar á hinum áfrýjaða dómi, þó með þeim breytingum, að matskostnaður sá, er í dóminum greinir, verði hækkaður upp í kr. 985.60, og að nið- ur verði felld sekt sú, er í héraðsdóminum er dæmd á hendur Guðmundi bæjarfógeta Hannessyni og ákvæði dómsins um ómerkingu nokkurra ummæla hans í flutningi málsins í héraði. Loks krefst gagn- áfrýjandi málskostnaðar í hæstarétti. Í flutningi málsins í héraði voru umboðsmenn aðilja sammála um það, að e/s „Urd“ hefði legið við austurhlið bryggjunnar þann 8. október 1933, meðan á affermingu stóð, og að skipstjóri hefði flutt skipið að norðurhlið hennar um kvöldið sama dag. Og á þessari skýrslu þeirra um staðreyndir byggir héraðsdómarinn. En skipstjóri hefir þann 21. júní 1935 gefið út skýrslu, þar sem hann kveð- ur skipið hafa legið við norðurhlið bryggjunnar allan daginn 8. okt. 1933 og ekki verið þaðan flutt þann dag, því að hafnarvörður hafi bannað það, en þar á móti boðið honum að flytja skipið út á höfnina, er hafi verið ómögulegt vegna ofviðris. Vegna þessa ósamræmis milli yfirlýsinga málflytj- enda í héraði og skýrslu skipstjórans og vegna þess að héraðsdómurinn muni því hvíla á röngum skýrslum um staðreyndir, telur aðaláfrýjandi, að ómerkja eigi málsmeðferð og dóm og vísa málinu 390 heim. Umboðsmaður aðaláfrýjanda, Vilhjálmur Hjartarson, var á staðnum, þegar atvik þessa máls gerðust þann 8.— 10. okt. 1933, var skipstjóra til aðstoðar og hafði í hvívetna aðstöðu til þess að fylgjast með öllu, er legu skipsins varðaði. Og lög- lærður maður, Böðvar Bjarkan, flutti málið í hér- aði af hendi aðaláfrýjanda. Hafði héraðsdómar- inn því ekki ástæðu til að leiðbeina málflytjanda, en sú ein ástæða, að leiðbeiningaskylda hefði verið vanrækt, gæti í þessu sambandi réttlætt ómerking- ar- og heimvísunarkröfu aðaláfrýjanda. Þar sem engri slíkri vanrækslu er til að dreifa, þá verður ó- merkingar- og heimvísunarkrafan ekki tekin til greina. Skýrsla skipstjórans áðurnefnd, sem er aðilja- skýrsla utanréttar útgefin og undirrituð nær 21 mánuði eftir að atvikin gerðust, getur ekki hnekkt þeirri skýrslu um sömu staðreyndir, sem áður- nefndur umboðsmaður skipseigenda og skipstjóra gaf fyrir dómi í héraði, með því að umboðsmaður- inn hafði, eins og fyrr segir, aðstöðu til að fylgjast með því, er gerðist um legu skipsins. Skýrsla skip- stjórans verður því þýðingarlaus um úrslit málsins. Og með því að skipið lá í óleyfi hafnarvarðar við bryggjuna frá kveldi 8. okt. 1933 til 10 s. m., er spjöllin urðu, enda þótt ætla megi, að unnt hefði verið að flytja það út á höfnina, verður þegar af þessari ástæðu að fallast á þá niðurstöðu héraðs- dómarans, að ábyrgð á bryggjuspjöllunum verði að lenda á skipinu, og verður varakrafa aðaláfrýjanda því ekki tekin til greina. Þrauta-varakröfu sina byggir aðaláfrýjandi á því, að bætur þær, kr. 11620.00, er ákveðnar voru með yfirmatinu 8. nóv. 1933, séu mikils til of háar, 391 enda hafi yfirmatsmennirnir metið aðrar og meiri skemmdir á bryggjunni en þær, er getað hafi orð- ið af völdum e/s „Urd“, sem sé einnig skemmdir á austurkanti bryggjunnar, er ekki hafi verið e/s „Urd“ er þá hafi legið við norðurkanntinn, að kenna. Í héraði var þessari mótbáru gegn yfirmat- inu ekki hreyft, enda þótt brýn ástæða og fullur möguleiki hefði verið til, ef mótbára þessi væri á rökum byggð, og verður því ekki nú gegn mótmæl- um gagnáfrýjanda tekið nokkurt tillit til hennar. Og með því að ekki liggja fyrir upplýsingar, er af verði ráðið, að yfirmatið sé rangt, þá verður að staðfesta niðurstöðu héraðsdómarans um upphæð skaðabótanna. Aðaláfrýjandi hefir loks krafizt þess, að kostn- aður af yfirmati og undirmati verði, enda þótt hann yrði ekki sýknaður af skaðabótakröfunni, færður niður í kr. 203.60, eins og krafizt hafði verið í hér- aði. Gagnáfrýjandi hefir hinsvegar krafizt hækk- unar á þeirri upphæð frá því, sem hún er sett í héraðsdóminum, og í samræmi við kröfu gagn- áfrýjanda um það atriði í héraði. Matskostnaður þessi er sundurliðaður þannig: 1. Til matsmanna 3, kr. 50 hverjum .. kr. 150.00 2. Til yfirmatsmanna 5, kr. 100 hverjum — 500.00 3. Béttargjöld og eftirlit alls .......... — 85.60 4. Þóknun gagnáfrýjanda fyrir mót við Mal ....2.20000. 00 — 50.00 5. Þóknun sama fyrir mót við við yfirmat — 200.00 Samtals kr. 985.60 Af 4. og 5. lið verður hliðsjón höfð, er málskostn- aður í héraði verður ákveðinn, og er þá hér aðeins að ræða um ágreining um 1. og 2. lið. Við mats- 392 gerðir slíkar sem í þessu máli greinir þykja ákvæði 6. gr. laga nr. 64/1917 eigi geta átt, enda hefir lög- gjafinn vikið frá reglum nefndrar greinar um matsgerðir svipaðrar tegundar, sjá 9. gr. laga nr. 61/1917. Þóknun sú, er matsmenn og yfirmats- menn í þessu máli hafa sett upp, þykir ekki verða talin ósanngjörn eftir því sem verki þeirra var hátt- að, og verður því að dæma aðaláfrýjanda til að að greiða umkrafða þóknun fyrir matsstörfin, kr. 650.00, auk kr. 85.60 í réttargjöld og eftirrit, eða samtals kr. 735.60. Samkvæmt framansögðu verð- ur því að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagn- áfrýjanda kr. 11620.00 - kr. 735.60 =— kr. 12355.60 með 5% ársvöxtum frá stefnudegi, 14. febr. 1934, til greiðsludags. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma að- aláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda 500.00 kr. í málskostnað í héraði og 400 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Kröfu gagnáfrýjanda um niðurfall sektar á hendur Guðmundi bæjarfógeta Hannessyni er eigi unnt að taka til greina, með því að héraðsdóminum hefir eigi að þessu leyti verið áfrýjað. En sekt þá, er dæmd er á hendur Guðmundi Hannessyni, ber: honum að afplána með 2 daga einföldu fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. En sekt sina samkvæmt héraðsdóminum af- pláni Böðvar Bjarkan með 3 daga einföldu fang- elsi, ef hún greiðist ekki innan áðurnefnds tíma. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjandi, Vilhjálmur Hjartarson f. h. eigenda e/s „Urd“ og G. E. Sundberg skip- 393 stjóra, greiði gagnáfrýjanda, Guðmundi Hann- essyni f. h. hafnarsjóðs Siglufjarðar, kr. 12355.60 með 5% ársvöxtum frá 14. febr. 1934 til greiðsludass, og 500 krónur í málskostnað í héraði og 400 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Ákvæði dómsins um sekt og ómerkingu þar greindra ummæla eiga að vera óröskuð, en sekt á hendur Guðmundi Hannessyni og Böð- vari Bjarkan afplánist með 2 daga einföldu fangelsi að því er Guðmund varðar og með 3 daga einföldu fangelsi að því er Böðvar varð- ar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljoða svo: Aðfaranótt hins 9. október s. 1. og í ófæru veðri lá skipið „Urd“ frá Göteborg, skipstjóri G. Sundberg, við norðurhlið hafnarbryggju Siglufjarðar, með þeim afleið- ingum, skv. viðurkenningu skipstjóra G. Sundberg, að skemmdir urðu á bryggjunni. Voru samdægurs útnefndir undirmatsmenn til að virða skaðann og meta þeir skað- ann á kr. 6900.00. Vill hafnarnefnd Siglufjarðar f. h. hafn- atsjóðs Siglufjarðar eigi hlíta undirmatinu og krefst yfirmats, og 6. nóv. s. l. eru útnefndir yfirmatsmenn, er meta umræddar skemmdir á hafnarbryggjunni á kr. 11620.00. Skipstjóri G. Sundberg á g/s. „„Urd“ hefir sam- Þykkt að svara til saka útaf skemmdunum fyrir auka- rétti Siglufjarðarkaupstaðar og veitti Vilhjálmi Hjartar- syni, Siglufirði, ótakmarkað umboð til þess að taka á móti stefnu og öðrum birtingum hafnarnefndar og til þess að skuldbinda skip og útgerð þess í sinn stað. 394 Með stefnu dags. 14. febr. þ. á. og að undangenginni árangurslausri sáttatilraun krafðist svo stefnandi, G. Hann- esson fyrir hönd hafnarsjóðs Siglufjarðar, að stefndur, Vilhjálmur Hjartarson fyrir hönd skipsins „Urd“ frá Göteborg og skipstjóra þess, G. Sundberg, verði dæmdur lil að greiða skemmdir þær, er urðu af völdum téðs skips á hafnarbryggju hafnarsjóðs Siglufjarðar aðfaranótt 9. október 1933, samkvæmt framförnu yfirmati, með kr. 11620.00 auk matskostnaðar við undirmat með 213 krónum og yfirmat með kr. 772.60, svo og 5% vaxta af dómkröf- unni frá 5. febr. 1934 og málskostnað að skaðlausu, sem af stefnanda er í málflutningnum ákveðinn 300 krónur. Undir flutningi málsins hefir málfl.m. stefnda mótmælt því, að skipið sé skaðabótaskylt, og haldið því fram, að Það hafi verið með vilja og vitund hafnarvarðar, að skip- ið var við bryggjuna umrædda nótt, og ennfremur haldið því fram, að „vis major“ hafi hindrað skipstjórann í þvi að fara frá bryggjunni. Krefst hann algerðrar sýknu og máls- kostnaðargreiðslu sem aðalkröfu, en til vara krefst hann, að skaðabótakrafan verði færð niður í kr. 6900.00 svo sem undirmatið er, og ennfremur, að undirmatskostnað- urinn verði færður niður um kr. 162 og að yfirmatskostn- aðurinn verði færður niður um kr. 640.50, er hann svo síðar hefir breytt í kr. 618.40. Það er viðurkennt í málinu af skipstjóra G. Sundberg á g/s. „Urd“, að kl. 4 síðdegis þann 8. október 1933 hafði skipið lokið við að losa allar vörur, er það hafði með- ferðis, og ennfremur er það viðurkennt af stefnda, Vil- hjálmi Hjartarsyni, umboðsmanni skipstjóra í máli þessu, að hann síðar sama dag var sendur frá skipstjóra g/s. „Urd“ til hafnarvarðar, sem lá rúmfastur, til að biðja um leyfi hans til þess að mega láta skipið „Urd“ liggja áfram við bryggjuna um nóttina, meðal annars af þeirri ástæðu að veðurútlit væri illt. Sömuleiðis er það og viðurkennt í réttinum af stefnda, Vilhjálmi Hjartarsyni, að hann hafi til- kynnt skipstjóra, G. Sundberg, neitun hafnarvarðar á beiðni hans um að fá að liggja áfram við bryggjuna með skip sitt. Þar er og viðurkennt af málsaðiljum í málinu, að meðan á losun skipsins stóð, lá g/s. „Urd“ við austurhlið hafnar- bryggjunnar, og að skipstjóri þess hafi að kvöldi þess 8. okt. 1933, þrátt fyrir neitun hafnarvarðar um leyfi til að 395 liggja við hafnarbryggjuna, fært skipið frá austurhlið bryggjunnar á norðurhlið hennar, og það jafnvel þótt hann viðurkenni í dagbókarbókun sinni, að norðaustan- stórviðri með stórsjó væri í aðsigi. Samkvæmt hafnarreglugerð Siglufjarðarkaupstaðar þarf leyfi hafnarvarðar til þess að skip megi liggja við hafnar- bryggjuna. Skipstjóri g/s. „Urd“, G. Sundberg, hefir því þrátt fyrir neitun hafnarvarðar, og í vaxandi norðaustan sjó og vindi, eigi aðeins legið við bryggjuna, er hann sem góður og gegn skipstjóri átti að sjá að hætia var búin, bæði skipi og bryggju, við að liggja við bryggjuna og á sama tíma, sem honum átti að vera jafnauðvelt að fara með skip sitt frá hafnarbryggjunni, flutt skip sitt á norðurhlið bryggji- unnar, sem er í þessu falli vindhlið bryggjunnar, og verður því að líta svo á, að skipstjóri, G. Sundberg, hafi með þess- um ráðstöfunum sinum, gerðum ofan í bann hafnarvarðar, orðið valdur að skaða þeim, er skip hans gerði á hafnar- bryggju Siglufjarðar, á þann hátt, er geri hann og skip hans skaðabótaskylt gagnvart hafnarsjóði Siglufjarðar, og beri því að bæta hafnarsjóði skaða þann, er hann hefir hlotið við áðurgreindar ráðstafanir hans sem skipstjóra á g/s. „Urd“. Upphæð bóta þeirra, sem hafnarsjóði Siglufjarðar ber fyrir skemmdir á hafnarbryggjunni, hefir endanlega ver- ið ákveðin með mati dómkvaddra óvilhallra yfirmats- manna, er hafa staðfest mat sitt fyrir rétti, og þar eð ekk- ert hefir fram komið, er rýrt geti gildi niðurstöðu þeirr- ar, er þeir hafa komizt að, verður að leggja upphæð yfir- matsins, kr. 11620.00, til grundvallar fyrir skaðabóta- greiðslu stefnda. Svo ber og að taka til greina aðrar kröf- ur stefnanda samkvæmt stefnu, svo sem vaxtakröfu hans og málskostnaðarkröfu. Hvað snertir kröfu stefnanda um kr. 213. 00 s vegna kostn- aðar við undirmat og kr. 772.60 vegna kostnaðar við yfir- mat á bryggjuskemmdunum, þá verður samkvæmt kröfu umboðsm. stefnds að lækka þær upphæðir á þeim kostn- aðarliðum, er L. 64/1917 taka til, eða undirmatsupphæðina um kr. 132.00 niður í kr. 81.00 og yfirmatsupphæðina um kr. 470.00 niður í kr. 302.60. Undir flutningi málsins hefir stefnandi krafizt, að mál- 396 flytjandi stefnds, Böðvar Bjarkan, verði sektaður fyrir orðin á rskj. 7 „býst ég við, að stefnanda eða hafnarnefnd Siglufjarðar hafi þótt matsmennirnir inna af höndum það betra starf en undirmatsmennirnir, að þeir væru vel að því komnir að fá einskonar verðlaun, kr. 94.00, í hlut fram yfir lögboðinn taxta“, og hin tilfærðu orð dæmd dauð og ómerk. Þótt rétturinn vegna skýlausra fyrirmæla 1. 64/ 1917 hafi orðið að færa þóknun matsmanna niður frá því, sem reikningur þeirra hljóðar á, og þeim hafi verið greidd þau, þá lítur rétturinn svo á, að yfirmatsmennirnir, og jafnvel undirmatsmennirnir, sem allir eru sérfróðir menn, hver á sínu sviði, eigi, samkvæmt því sem matsfyrirhöfn Þeirra hefir verið lýst í málflutningnum, meira fyrir starfa sinn við matið en hægt er að tildæma, þegar krafa kem- ur fram um það, að þeim sé skömmtuð greiðslan fyrir matsstörfin eftir 1. 64/1917, og lítur rétturinn því svo á, að í hinum tilfærðu orðum í því sambandi sem þau standa í vörninni á rskj. 7, felist meiðandi aðdróttun til þeirra, sem þeim er beint til, og virðist því réttmætt að sekta umboðsmann stefnda, Böðvar Bjarkan, fyrir ummæli þessi, og telst sektin hæfilega ákveðin 20 krónur, er greiðist með 10 krónum til ríkissjóðs og 10 krónum í fátækrasjóð Siglu- fjarðar. Hin tilfærðu ummæli skulu og vera dæmd dauð og ómerk. Ennfremur hefir stefnandi undir flutningi máls- ins krafizt þess, að málflytjandi stefnds, Böðvar Bjarkan, verði sektaður fyrir orðin á rskj. 11 „á lævíslegan hátt“ og orðið „lævíslega“ dæmt dautt og ómerkt. Þar sem eigi verður fallizt á að skrif stefnanda hafi gefið tilefni til þessa orðalags, og orðið í sjálfu sér móðgandi, verður samkvæmt kröfu stefnanda að sekta fyrir það og þykir sektin hæfilega metin á 10 krónur, 5 kr. til ríkissjóðs og 5 kr. til fátækrasjóðs Siglufjarðar, auk þess að orðið „læ- vislega“ skal dæmt dautt og ómerkt. Umboðsmaður stefnda hefir og krafizt sekta fyrir um- mæli stefnanda, G. Hannessonar, á rskj. 9. „Hin mesta ó- svinna“ og „óheyrð frekja“, sem viðhöfð eru í sambandi við málflutning umboðsm. stefnda í málinu. Rétturinn tel- ur ummæli þessi meiðandi og refsiverð og þykir sekt fyrir þau hæfilega metin 10 krónur, 5 krónur til ríkissjóðs og 5 krónur til fátækrasjóðs Siglufjarðar, og skulu hin til- færðu orð dæmd dauð og ómerk. 397 Miðvikudaginn 21. október 1936. Nr. 132/1936. Valdstjórnin (Einar B. Guðmundsson) segn Guðmundi Þorsteinssyni (Lárus Jóhannesson). Brot gegn áfengislögunum, bifreiðalögunum og lög- reglusamþykkt Reykjavíkur. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 27. júni 1936: Kærð- ur, Guðmundur Þorsteinsson, greiði 100 kr. sekt til ríkis- sjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 7 daga. Kærður skal sviptur leyfi til að stýra bifreið í 3 mán- uði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í máli þessu er það sannað með játningu kærða, sem er Í samræmi við skýrslu lögregluþjóns og nið- urstöðu blóðrannsóknar, að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, er hann ók bifreið sinni um göt- ur Reykjavíkur á þeim tíma, sem greinir í dómi undirréttarins. Svo er það og sannað, að hann hafi í umrætt skipti ekið inn Laugaveginn og með þvi brotið bann það, sem við því er lagt í samþykkt bæjarstjórnar Reykjavíkur frá 5. júni 1930, sbr. 30. gr. lögreglusamþykktar Reykjavikur nr. 2/1930. Þessi brot kærða eru í hinum áfrýjaða dómi rétti- lega heimfærð undir þar greind refsiákvæði, og með skirskotun til þeirra ber að staðfesta undir- réttardóminn, þó þannig, að sekt kærða ákveðst 150 krónur, er afplánist með 10 daga einföldu fang- 398 elsi, sé hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa. Samkvæmt þessum málsúrslitum ber kærða að greiða allan áfrýjunarkosthað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur staðfestist, þó þannig, að sekt kærða ákveðst 150 krónur, er afplánist með 10 daga einföldu fangelsi, sé hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmál- flutningsmannanna Einars B. Guðmundssonar og Lárusar Jóhannessonar, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Guðmundi Þorsteinssyni, málara, til heimilis Holtsgötu 37 hér í bænum, fyrir brot gegn lögum um notkun bif- reiða nr. 70 1931, áfengislögunum nr. 33, 1935 og lögreglu- samþykkt Reykjavíkur nr. 2, 1930. Hann hefir ekki fyrr sætt kærum eða refsingu svo kunnugt sé. Með eigin játningu kærðs, sem kemur heim við annað, sem upplýst er í málinu, er það sannað, að hann hafi í ölvunarástandi ekið bifreiðinni RE. 957, hér um bæinn s. 1. fimmtudagskvöld, og þar á meðal inn Laugaveginn. 399 Blóðrannsókn læknis sýndi 2,5%, áfengismagn. Með þessu hefir hann gerzt sekur við 5. gr. 3. mgr. bifreiðalaganna, 21. gr. sbr. 39. gr. áfengislaganna og 30. gr. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktarinnar, sbr. samþykkt bæjarstjórnar Reykjavíkur 7. júlí 1930. Refsing kærðs þykir hæfilega ákveðin 100 kr. sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi i 7 daga. Svo skal kærður og sviptur rétti til að stjórna bifreið í 3 mán- uði. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið dráttur. Miðvikudaginn 21. október 1936. Nr. 78/1936. Réttvísin segn Óla Ólasyni Kærnested. Úrskurður hæstaréttar. Áður en dómur verður lagður á mál þetta í hæstarétti ber rannsóknardómaranum að fram- kvæma réttarrannsókn um eftirtalin atriði: 1. Afla skal vitneskju um, hverjir bjuggu um reykháf þann, sem í málinu greinir, á tengivagni þeim, sem hann var fluttur á, og hvort ákærður var einn þeirra manna, er létu reykháfinn á vagn- inn og sáu um umbúnað hans þar. 2. Þá ber og að leita upplýsinga um breidd palls- ins á tengivagninum, þvermál reykháfsins, hvern- ig plankar þeir, sem notaðir hafa verið til stuðn- ings reykháfnum, voru að lögun, hversu gildir og langir þeir voru og hversu mikið var bilið beggja megin reykháfsins á vagninum. 400 3. Yfirheyra skal ákærða ýtarlegar um, hvers vegna hann fór frá vinstri hlið tengivagnsins, hvort það hafi verið af ótta við að reykháfurinn ylti þeim megin út af vagninum. 4. Við rannsókn málsins héldu þeir ákærður og Sigurjón Jónsson því fram, að ákærður hefði vikið frá vinstri hlið tengivagnsins við vegarhalla, sem sé á syðri brún Nýlendugötunnar. Á þeim kafla götu þessarar, sem hér skiptir máli, er ekki um ann- an vegarhalla að ræða en slakkann við niðurfalls- ristina gegnt húsinu nr. 17, en þaðan og að slys- staðnum er alllangur spölur. Í vörn fyrir ákærða hefir þvi verið haldið fram, að ákærður hafi fyrst vikið yfir til hægri hliðar vagnsins við þakrenn- una á húsinu nr. 21 við Nýlendugötu, sem sýnt er á uppdrætti í málinu. Yfirheyra skal ákærða og Sigurjón Jónsson ýtarlega um þessi atriði. Benda ber ákærða á, að hann hefir við rannsókn málsins haldið því fram, að hann hafi vikið til hægri við vegarhallann. Hafi hann samkvæmt því gengið all- langan spöl við hægri hlið tengivagnsins. Krefja skal hann sagna um orsakir þessa. 5. Mæla skal vegarlengdina frá vegarhallanum við niðurfallsristina gegnt húsinu nr. 17 við Ný- lendugötu og að staðnum, þar sem slysið varð. 6. Yfirheyra ber vitnið Guðrúnu Magnúsdóttur, Nýlendugötu 17 B, um það, við hvaða glugga hún Lafi staðið, þegar hún kveðst hafa séð dreng þann, sem fyrir slysinu varð, ganga ásamt öðrum dreng fram með tengivagninum og hafa hendur á hon- um. Rannsaka skal, hversu langt sjáist vestur Ný- lendugötuna frá glugga þeim, sem Guðrún stóð við. 7. Leita skal vitneskju um, hver hin roskna kona sé, sem þeir Ólafur Þorkelsson og Sigurjón Jóns- 401 son segja hafa verið á slysstaðnum. Þá ber og að yfirheyra Eyjólf Runólfsson, föður drengsins, sem fyrir slysinu varð, og spyrja hann, hvort hann geti upplýst málið. Ennfremur skal leita vitneskju um, hvort nokkurt fólk í nærliggjandi húsum hafi verið sjónarvottar að slysinu og aðdraganda þess. Yfir- heyra ber svo alla þá, er ætla má að geti upplýst um atvik, er máli skipta. Að öðru leyti ber rannsóknardómaranum að út- vega þær frekari skýrslur og upplýsingar, er fram- haldsrannsóknin kann að gefa tilefni til. Því úrskurðast: Rannsóknardómaranum ber að afla fram- angreindra skýrslna og upplýsinga svo fljótt sem verða má. Föstudaginn 23. október 1936. Nr. 38/1936. Réttvísin og valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) gegn Vilhelm Jakobssyni (Jón Ásbjörnsson) Rannver Björgvin Bjarnasyni, Ólafi Hjálmari Bjarnasyni, Hinrik Sigurði Jóhannessyni, Sveini Magnússyni, Sigurjóni Ingvarssyni, Berg Valdi- mar Andréssyni, Stefáni Halldóri Bergþórssyni og Ara Magnúsi Sig- urberg Bergþórssyni (Garðar Þorsteinsson). Brot gegn 101. og 205. gr. hegningarlaganna, gegn áfengislögunum og ýmsum greinum lögreglusam- 26 402 þykktar Neskaupstaðar nr. 103 frá 1930. Lögreglu- maður sýknaður af ákæru fyrir brot gegn 13. kap. hegningarlaganna. Dómur aukaréttar Neskaupstaðar 17. ágúst 1935: Á- kærði Vilhelm Jakobsson greiði innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa 100 kr. sekt í bæjarsjóð Neskaupstaðar,. en sæti ella 10 daga einföldu fangelsi. Ákærði Rannver Björgvin Bjarnason greiði innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa 100 kr. sekt í ríkissjóð, en sæti ella 10 daga einföldu fangelsi. Ákærðu Ólafur Hjálmar Bjarnason og Hinrik Sig- urður Jóhannesson sæti, hvor um sig, 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærðu Sveinn Magnússon, Sigurjón Ingvarsson og Berg Valdimar Andrésson sæti, hver um sig, 15 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi, en fullnustu refsing- anna skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá dóms- uppsögn, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Ákærði Ari Magnús Sigurberg Bergþórsson sæti 12 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá dómsuppsögn, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Ofannefndir ákærðu greiði allan kostnað af málinu, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ákærði Stefán Halldór Bergþórsson sé sýkn af ákær- um réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. I. Ákærði Vilhelm Jakobsson. 1. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi, var á- kærði löggæzlumaður á Austfjörðum, þegar þeir at- burðir gerðust, sem honum eru gefnir að sök í þessu máli. Bar honum, eftir nánari fyrirmælum lögreglustjóranna, að hafa á hendi lögreglustarf yfirleitt og m. a. að hafa strangt eftirlit með þvi, að áfengislöggjöfin væri ekki brotin, svo sem tekið 403 er fram í erindisbréfi hans frá 26. marz 1934. Nótt- ina milli 1. og 2. des. 1934 hafði honum, ásamt lög- regluþjóninum Jóni Baldvinssyni, verið falið af lögreglustjóra Neskaupstaðar að halda uppi reglu á dansskemmtun, er haldin var í barnaskólahúsi kaupstaðarins, og mætti hann til þess starfs í einkennisbúningi. Svo sem nánar er lýst í dómi undirréttarins kom ákærði Rannver Björgvin Bjarnason á skemmtun þessa og krafðist inngöngu í dans- og veitingasalinn, en ákærði Vilhelm neitaði honum um aðgang. Í málinu er upplýst með fram- burðum vitna, að ákærði Rannver Björgvin var ölv- aður, er hann kom á skemmtunina, og þar eð refs- ing lá við því samkvæmt þágildandi áfengislögum, nr. 64/1930, 16. gr. sbr. 36. gr., að vera ölvaður á opinberum samkomum, verður ekki talið, að á- kærði Vilhelm hafi gert annað en að gegna skyldu sinni, er hann meinaði ákærða Rannver Björgvin inngöngu Í danssalinn. Í sambandi við orðaskipti hinna ákærðu Vil- helms og Rannvers Björgvins út af því, að hinum síðarnefnda var meinuð innganga, er það upplýst, að ákærði Vilhelm tók fram kylfu sína. Hinsvegar verður að fallast á það álit undirréttardómarans, að varhugavert sé, gegn eindreginni neitun ákærða, og eins og þar að lútandi vitnisburðum er hátt- að, að telja það sannað, að hann hafi vísvitandi barið ákærða Rannver Björgvin með kylfunni, því að ekki er útilokað, að kylfan hafi lent á honum, er hann réðist á ákærða Vilhelm, en það virðist hafa gerzt í sömu svifum og hinn síðarnefndi dró fram kylfuna. Verður ákærði þannig ekki talinn hafa gerzt sekur eftir 13. kap. hegningarlaganna í sambandi við þau atvik, er nú var frá greint. 404 2. Í hinum áfrýjaða dómi er lýst þeirri hraklegu meðferð, er ákærði Vilhelm varð fyrir, er margir menn réðust á hann samtímis, börðu hann mörgum höggum, báru hann út úr húsinu og vörpuðu honum niður af steinpalli, yfir grindverk, um 2,46 metra hæð, niður á frosna og grýtta jörð. Hlaut hann þó minni meiðsl en við mátti búast. Er hann stóð upp aftur, var honum ógnað af mann- fjöldanum, er eftir honum sótti, og hótað þvi, að hann skyldi hýddur, settur í poka, grýttur og jafn- vel drepinn. Skaut ákærði þá á eftir, að því er virð- ist, 5 skotum, og hlutust af þeim skotsár þau, er hann í þessu máli er ákærður fyrir að hafa valdið. Ákærði hefir haldið því fram, að hann hafi skotið eingöngu í því skyni að hræða mannfjöldann frá, er að honum sótti, að hann hafi skotið 3 skotum og ávalt miðað niður í jörðina fyrir fætur mann- fjöldanum. Á það má fallast, að ákærða hafi verið heimilt að beita slíkri nauðvörn eins og á stóð, þar eð hann var einn sins liðs gegn mörgum að- sækjendum, sem hann gat vænzt misþyrmingar af, bæði vegna þess, sem á undan var gengið, og hót- ana þeirra, er í frammi voru hafðar. En ekki verð- ur talið, að þörf hafi verið á að skjóta eins mörg- um skotum í þessu skyni og upplýst er að ákærði gerði, auk þess sem skotsár þau, er af hlutust, sýna nægilega, að ákærði hefir ekki gætt ýtrustu var- kárni við beitingu svo hættulegs varnartækis sem skotvopn er, þótt tilætlun hans hafi ekki verið önn- ur en sú að hræða mannfjöldann og stöðva á þann hátt aðsókn hans. Ákærði hefir þannig að vísu far- ið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, en með því að orsökina til þess má telja hina miklu geðshræringu og æsingu, sem hann hefir komizt í 405 vegna hinna stórfelldu og ólögmætu árása, sem hann hafði orðið fyrir, og hótana þeirra og ókvæð- isorða, sem mannfjöldinn hafði í frammi við hann, þá verður honum ekki gefið það að sök, sbr. 41. gr., 2. mgr., 1. málslið hinna alm. hegningarlaga. Ber því samkvæmt framansögðu að sýkna ákærða af ákærum réttvísinnar í þessu máli fyrir brot á ákvæðum hinna alm. hegningarlaga. 3. Ákærði Vilhelm hefir, eins og greinir í hin- um áfrýjaða dómi, með því að bera á sér hlaðið skotvopn, gerzt sekur um brot á ákvæðum 15. gr. lögreglusamþykktar Neskaupstaðar, nr. 103/1930. Þykir refsing hans fyrir það samkv. 83. gr. lög- reglusamþykktarinnar hæfilega ákveðin 20 króna sekt, er renni í bæjarsjóð Neskaupstaðar, og komi í stað sektarinnar 2 daga einfalt fangelsi, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Að því er snertir kröfu þá, er Svavar Vig- lundsson hefir gert á hendur ákærða Vilhelm, þá ber þegar af þeirri ástæðu, að ekki er nægilega upplýst um tjónið, að visa henni frá dómi. II. Aðrir ákærðir. Ekki verður það talið sannað í málinu, að hin- ir ákærðu, sem ofbeldið höfðu í frammi við lög- gæzlumennina á framangreindri dansskemmtun, hafi bundizt um það samtökum fyrirfram, sbr. öð. gr. hegningarlaganna, né framið brot sitt með þeim hætti, er um ræðir í 104. gr. hegningarlaganna, og verða þeir því ekki dæmdir fyrir brot á ákvæðum síðarnefndrar greinar. Eins og um getur í 1., hér að framan, hafði ákærði Vilhelm fulla heimild til þess að meina ákærða Rannver Björgvin aðgang að dans- og veitinga- 406 salnum, og ekki er sannað, að Rannver hafi hlotið kylfuhögg að vilja löggæzlumannsins, en það eitt, að löggæzlumaðurinn tók fram kylfu sína, gat ekki að neinu leyti réttlætt árás þá, sem hann varð fyrir. Það verður því ekki talið hinum ákærðu til máls- bóta eftir 103. gr. hegningarlaganna, að löggæzlu- maðurinn hafi með röngu atferli gefið tilefni til þess, sem gert var. Um sök hinna ákærðu, hvers um sig, skal eftir- farandi tekið fram: 1. Ákærði Rannver Björgvin Bjarnason. Hann var áberandi ölvaður, er hann kom á skemmtisam- komuna eins og fyrr er frá skýrt, og með fram- komu sinni þar varð hann valdur að óspektum þeim, sem þar urðu. Svo er það og sannað, að hann beitti löggæzlumanninn, ákærða Vilhelm, líkam- legu ofbeldi við umrætt tækifæri. Þessi brot hans varða við 101. gr. alm. hegningarlaga, 16. sbr. 36. gr. áfengislaga nr. 64/1930, sbr. nú 18. og 38. gr. áfengislaga nr. 33/1935, svo og 65. sbr. 83 gr. lög- reglusamþykktar Neskaupstaðar nr. 103/1930. Þyk- ir refsing hans, með hliðsjón af 63. gr. hegningar- laganna, hæfilega ákveðin 35 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 2—3. Ákærðu Ólafur Hjálmar Bjarnason og Hinrik Sigurður Jóhannesson. Brot þeirra, sem lýst er í dómi undirréttarins, varða við 101. og 205. gr. alm. hegningarlaga og 65. sbr. 83. gr. lögreglu- samþykktar Neskaupstaðar. Þykir refsing þeirra hvors um sig, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlag- anna, hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. 4—6. Ákærðu Sveinn Magnússon, Sigurjón Ing- varsson og Berg Valdimar Andrésson. Brot þeirra, 407 sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi, varða við 101. og 205. gr. alm. hegningarlaga og 65. sbr. 83. gr. lögreglusamþykktar Neskaupstaðar. Þykir refsing þeirra, hvers um sig, með hliðsjón af 63. gr. alm. hegningarlaga, hæfilega ákveðin 35 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 7. Ákærði Stefán Halldór Bergþórsson. Af ástæð- um þeim, sem fram eru teknar í hinum áfrýjaða dómi, þykir mega sýkna hann af ákæru réttvis- innar og valdstjórnarinnar í máli þessu. 8. Ákærði Ari Magnús Sigurberg Bergþórsson. Brot hans, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi, varð- ar við 101. gr. alm. hegningarlaga og 65. sbr. 83. gr. lögreglusamþykktar Neskaupstaðar. Ákveðst refsing hans, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlag- anna, 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. En fullnustu refsingar hans skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá dómsuppsögn, ef skil- orð laga nr. 39/1907 eru haldin. Samkvæmt framangreindum málsúrslitum ber ákærða Vilhelm Jakobssyni að greiða skipuðum verjanda sínum fyrir hæstarétti, hæstaréttarmál- flutningsmanni Jóni Ásbjörnssyni, málaflutnings- laun, er þykja hæfilega ákveðin 200 krónur. Allan annan kostnað sakarinnar í héraði og fyr- ir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutn- ingsmanns Lárusar Jóhannessonar, er ákveðast 350 kr., og skipaðs verjanda hinna ákærðu annarra en Vilhelms Jakobssonar, hæstaréttarmálflutnings- manns Garðars Þorsteinssonar, er ákveðast 200 kr., greiði hinir ákærðu Rannver Björgvin, Ólafur Hjálmar, Hinrik Sigurður, Sveinn, Sigurjón, Berg Valdimar og Ari Magnús Sigurberg in solidum. 408 Það athugast, að hinn reglulegi héraðsdómari hefir með úrskurði vikið sæti í málinu, án þess að ástæður þær, sem tilfærðar eru í úrskurðinum, réttlæti það nægilega. Því dæmist rétt vera: Ákærði Stefán Halldór Bergþórsson á að vera sýkn af ákærum réttvísinnar og vald- stjórnarinnar í þessu máli. Ákærði Vilhelm Jakobsson greiði 20 króna sekt til bæjarsjóðs Neskaupstaðar, og komi 2 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Kröfu Svavars Víglundssonar á hendur honum vísast frá dómi. Ákærðu Ólafur Hjálmar Bjarnason og Hin- rik Sigurður Jóhannesson sæti, hvor um sig, 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærðu Rannver Björgvin Bjarnason, Sveinn Magnússon, Sigurjón Ingvarsson og Berg Valdimar Andrésson sæti, hver um sig, 35 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði Ari Magnús Sigurberg Bergþórsson sæti 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri, en fullnustu refsingar hans skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Ákærði Vilhelm Jakobsson greiði skipuðum verjanda sinum fyrir hæstarétti, hæstaréttar- 409 málflutningsmanni Jóni Ásbjörnssyni, mál- flutningslaun með kr. 200.00. Allan annan kostnað. sakarinnar í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmanns Lárusar Jóhannes- sonar, kr. 350.00, og skipaðs verjanda sins fyr- ir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmanns Garðars Þorsteinssonar, kr. 200.00, greiði hinir ákærðu Rannver Björgvin Bjarnason, Ólafur Hjálmar Bjarnason, Hinrik Sigurður Jóhann- esson, Sveinn Magnússon, Sigurjón Ingvarsson, Berg Valdimar Andrésson og Ari Magnús Sig- urberg Bergþórsson in solidum. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinni og valdstjórninni, eftir fyrirskipun dómsmálaráðuneytisins, gegn Vilhelm Jakobssyni, fyrv. löggæzlumanni, nú til heimilis í Reykja- vík, fyrir brot gegn 13. og 18. kap. hegningarlaganna og lögreglusamþykkt Neskaupstaðar, Rannver Björgvin Bjarnasyni og Ólafi Hjálmari Bjarnasyni, báðum til heim- ilis í Neskaupstað, fyrir brot gegn 12. og 18. kap. hegn- ingarlaganna, áfengislöggjöfinni og lögreglusamþykkt Nes- kaupstaðar, Hinriki Sigurði Jóhannessyni, Sveini Magnús- syni, Sigurjóni Ingvarssyni, Berg Valdimar Andréssyni, Stefáni Halldóri Bergþórssyni og Ara Magnúsi Sigurberg Bergþórssyni, öllum til heimilis í Neskaupstað, fyrir brot gegn 12. og 18. kap. hegningarlaganna og lögreglusam- Þykkt Neskaupstaðar. Með úrskurði 18. des. f. á. vék hinn reglulegi dómari, bæjarfógeti Kristinn Ólafsson, sæti í 410 málinu, og var þá undirritaður settur til að halda rann- sókn áfram og dæma í þvi. 1. Ákærði Vilhelm Jakobsson var settur löggæzlumað- ur á Austfjörðum 26. marz 1934, og er í setningarbréfi hans meðal annars mælt svo fyrir, að hann skuli hafa á hendi lögreglustarf yfirleitt undir yfirstjórn lögreglu- stjóranna. Hann var á ferð í Neskaupst. 1. des. f. á., er bæj- arfógetinn þar bað hann að hafa á hendi lögreglueftirlit í forföllum sinum á samkomu, sem halda átti í barnaskóla- húsi kaupstaðarins þá um kvöldið. Mætti hann samkv. því á samkomunni og var klæddur einkennisbúningi. Með því að ákærði var ókunnugur almenningi á staðnum, mun bann hafa spurt um það fyrir samkomuna, hverjir líklegir væru til að valda þar óspektum, og kveðst hann þá sér- staklega hafa verið varaður við bræðrunum Rannver og Ólafi Bjarnasonum, ákærðum í málinu. Eftir miðnætti var ákærði staddur á neðra gangi hússins, og kom þá inn maður, greiddi aðgöngueyrir við útidyr og gekk upp á loft. Þóttist ákærði mega ráða af gangi mannsins, að hann væri ölvaður, og spurði dreng, er hjá honum stóð, hver hann væri. Og var þá nefndur Rannver Bjarnason. Ákærði fór þá upp á loft og nam staðar við dyrnar á salnum, þar sem veitt var og dansað, en Rannver hafði gengið inn í her- bergi til hliðar við salinn, þar sem veitingar voru undir- búnar. Litlu síðar gékk hann að dyrunum, sem ákærði stóð við og ætlaði inn í salina. En ákærði, sem gert hafði lögregluþjóni, Jóni Baldvinssyni, orð inn í salina að vera nærstaddur, ef hann þyrfti aðstoðar, bannaði honum að fara inn. Rannver nam staðar og spurði um ástæðu, en ákærður endurtók bannið. Og er Rannver stóð kyrr, sveiflaði ákærði lögreglukylfunni, sem hann bar framan á á vinstri öxl, fram úr barminum. Segir ákærði, að í sama bili hafi verið gripið undir hendur sér aftan frá og hann hafinn á loft, en tveir menn ráðist framan að sér og annar þeirra náð kylfunni. Síðan hafi hann verið tekinn, bor- inn niður stigann og út og látinn falla fram af handriði við útidyr hússins. Kveðst hann hafa gripið hendi í riðið, og kom standandi til jarðar. Í viðureign þessari varð á- kærði fyrir meiðslum, og vottar héraðslæknir, sem skoð- aði þau þá um nóttina, að á höfði hans hafi verið kúlur og nokkrir áverkar á höndum og hné. Ákærði kveðst þeg- 411 ar eftir fallið hafa gengið upp á götuna og eftir henni aust- ur með hlið hússins, og hafi mannfjöldi komið á eftir með ópum og ógnunum. Þá kveðst hann hafa tekið skamm- byssu úr vasa sínum, aðvarað fólkið og skotið einu skoti fyrir fætur þess. Hafi það þá hörfað frá, en hann gengið niður fyrir götubrúnina og lýst með vasaljósi eftir húfu sinni fram undan handriðinu. Fólkið hafi þá snúið við vestur götuna á eftir sér æpandi, og hann þá skotið þeim tveimur skotum, sem eftir voru í byssunni, fyrir fætur þess. Síðan fór hann heim til bæjarfógeta, sem kom þegar með honum á samkomuna. Var þá að mestu leyti kyrrð á komin, og lét bæjarfógeti ákærða og lögregluþjón kaup- staðarins, sem hafði verið sleginn í höfuð og særzt af högginu, fara heim, en tók sjálfur við lögreglueftirliti á samkomunni, sem úr því fór vel fram. Talið er, að þessir áverkar hafi hlotizt af skotum frá ákærða: Sigurjón Ingvarsson, ákærður í málinu, hruflað- ist utan á augabrún, og kennir hann það skoti. Ákærði Berg Andrésson fékk skot gegnum hægra lærvöðva ofar- lega. Gunnar Guðjónsson særðist grunnum sárum á tveim- ur fingrum. Svavar Víglundsson fékk skot í handarbak vinstri handar og gegnum hendina. Var enn bólga í hend- inni, er læknir skoðaði hana í júní þ. á. Dimmt var af nótt, meðan viðureignin stóð yfir úti, og kveðst einn hinna særðu manna varla hafa séð ákærða í 4—6 metra fjarlægð, svo hann þekkti hann. Um stað- háttu tekur setudómarinn þetta fram, eftir eigin athugun: Ljós var ekki í forstofu hússins né úti. Þegar út úr kemur dyrunum, sem eru á vesturstafni skólahússins, tekur við steyptur pallur, sem nær að götu sem liggur meðfram norðurhlið þess, og er vegarbrúnin 30 cm. hærri en pallur- inn. Handrið er á pallbrúninni fram undan dyrunum, 83 cm. á hæð, en hæð pallsins, mæld undan miðjum dyrum, er 163 cm. Vestan við pallinn er autt svæði, sem að vest- an takmarkast af virgirðingu og að norðan af götubrún- inni, sem er þar 76 cm. há. Vegna þess, að húsið er byggt í brekku, hallar svæði þessu frá götunni. Lengd pallsins að syðra dyrastaf er 555 cm. Ákærði hefir við rannsókn málsins haldið fast við það, að hann hafi skotið þremur skotum, en vitnaframburðir benda til þess, að hann hafi skotið fimm skotum, þremur 412 neðan við götuna og tveimur á götunni. Byssuna segist hann hafa keypt fyrir nokkrum árum af nafngreindum manni í Reykjavík, og hefir hann kannazt við að hafa selt ákærða fimmhleypta byssu. Byssunni kveðst ákærði hafa fleygt í sjóinn daginn eftir samkomuna og segist aðeins hafa borið hana á sér, er hann bjóst við óspektum. Ákærði hefir haldið fast við það, að hann hafi beint skotunum til jarðar framan við fætur fólksins, og kemur það heim við vitnaframburði í málinu. Berg stóð í brekkunni milli ákærða og götubrúnar, er hann særðist, og gat því særzt af skoti, sem miðað var fyrir fætur þeim, sem uppi á göt- unni stóðu. Gunnar Guðjónsson stóð á norðurbrún götunn- ar, og gat því einnig særzt af skoti, sem kom frá brekk- unni og hljóp yfir syðri götubrún. Svavar stóð á götunni upp af girðingunni, sá mann á norðurbrún götunnar, sem hann áleit vera ákærða, en kveðst þó ekki hafa getað greint fyrir myrkri, hvort var hann. Heyrði hann þá skot og fann til dofa í hendinni. Blossa af skotinu sá hann ekki, og þar sem hann sá ekki ákærða á götunni, gat það komið neðan úr brekkunni. En Sigurjón Ingvarsson, sem segist kafa snúið baki að ákærða, er hann fékk skeinu á auga- brún, gat ekki særzt þannig, nema hátt væri miðað. En það kemur ekki heim við það, sem upplýst er samkv. ofan- rituðu, og verður því eigi talið sannað, að hann hafi særzt af skoti frá ákærða. Að vísu hefir hann viljað telja áverk- ana stafa af afturkasti kúlnanna frá frosinni götunni eða Írá steinum. Verður ekki fallizt á þá skýringu ákærða, heldur þykir sennilegt, að myrkur, fát ákærða og ókunn- ugleiki hans á staðháttum, svo og hreyfingar fólksins að og frá komi hér til greina. Bæjarfógetinn í Neskaupstað hefir borið það í málinu, að ákaflega oft hafi óspektir átt sér stað á samkomum þar í kaupstaðnum og oftast valdi þeim sömu mennirnir. Þetta mun hafa verið ákærða kunnugt, og er við þá vitneskju bættust aðvaranir gegn Rannver, sem hann þekkti ekki, en þóttist sjá vin á honum, er hann kom inn í skólahúsið, má ætla, að það hafi haft áhrif á framkomu hans. Rannver hefir viðurkennt að hafa verið litilsháttar ölvaður, en kveðst ekki hafa haft í frammi neinn óróa, hávaða eða drykkjulæti. Af 12 vitnum, sem yfirheyrð hafa verið um betta, sá eitt ekki vín á honum, tíu bera í samræmi við 413 framburð hans sjálfs og eitt segir hann hafa verið tölu- vert ölvaðan. Með tilliti til þessa og að hann hagaði sér vel á samkomunni eftir viðskipti þeirra ákærða við dyrn- ar, þykir ákærði ekki hafa haft næga ástæðu til að hefta för hans inn í salinn og með því gefið nokkurt tilefni til óspekta þeirra, sem af hlutust. Rannver hefir haldið þvi fram, að ákærði hafi barið sig í höfuðið með kylfunni, en því hefir hann mótmælt. Framburður vitna, sem óvilhöll mega teljast, um þetta er á reiki, en þau segjast hafa séð kylfuna á lofti, sem getur samrimzt því, að ákærði segist hafa sveiflað henni upp úr barmi sinum. Það er og ó- sennilegt, að ákærði hafi slegið Rannver í höfuðið, er ekki var um öflugri mótspyrnu að ræða, heldur aðeins fyrir- spurn um, hversvegna hann fengi ekki að fara inn. Og þar sem ekki er upplýst, að merki eftir högg hafi sézt á höfði Rannvers, verður ekki talið sannað, að ákærði hafi beitt höggum eða barsmiði í afskiptum sínum af honum, en hann hefir ekki sýnt þá lipurð og lægni, sem honum bar samkv. stöðu sinni. Ákærði hefir haldið því fram, að hann hafi skotið úr byssunni, er mannfjöldinn ógnaði og æpti að honum úti, til að afstýra nýrri árás og komast burt. Um þetta bera vitni, jafnvel sumir þeirra, er veittust að ákærða upp á ganginum, að úti hafi verið mikil óp, hávaði og skrils- læti, og hafi meðal annars verið hrópað: „„Drepið hann, grýtið hann, hýðið hann, pokið hann“ og Norðfirð- ingar hvattir til að verða ekki eftirbátar Vestfirðinga og annarra um illa meðferð á honum. Og eitt vitni segir, að ser hafi ekki blandazt hugur um, að ákærði ætti þarna lif sitt að verja. Og er tillit er tekið til þess, að hann hafi sætt ósæmilegri og illri meðferð, skipanir hans að engu hafðar og hann orðið fyrir meiðslum, verður að fallast á, að skotin hafi, eins og byssunni var miðað verið lög- leg neyðarvörn af hans hálfu. En lögreglu hér á landi mun ekki vera heimilt að bera og nota byssu. Það er og bann: að í lögreglusamþykkt Neskaupstaðar að bera hlaðnar byssur á almannafæri og nota þær án leyfis lögreglustjóra. Og þar sem ákærði ákvað að bera á sér byssu á samkom- unni og nota hana, ef hann teldi þörf, bar honum að fá til þess leyfi lögreglustjóra. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna og hefir d14 31. jan. 1920 undirgengizt 75 kr. sektargreiðslu í lögreglu- rétti Reykjavíkur fyrir ölvun og barsmið og 26. marz 1930 var hann sektaður um 5 kr. af sama rétti fyrir bjölluleysi á reiðhjóli. Verður samkvæmt framanrituðu að sykna hann af ákæru réttvísinnar fyrir brot á 13. og 18. kap. hegningarlaganna, en dæma hann í sekt fyrir brot gegn lögreglusamþykkt Neskaupstaðar, nr. 103, 28. okt. 1930, 15. gr., og viðauka við hana, nr. 32, 19. marz 1934, og á- kveðst sektin kr. 100.00, er renni í bæjarsjóð Neskaup- staðar, og komi í stað sektarinnar 10 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Svo greiði hann og málskostnað. Svavar Víglundsson, sem særðist í hendi af skoti frá ákærða, hefir gert þá kröfu, að hann verði í þessu máli dæmdur til að greiða sér kr. 696.00 í skaðabætur. Hefir ákærði mótmælt kröfunni af ýmsum ástæðum. Og þar sem um neyðarvörn var að ræða af hálfu ákærða, kemur krafa þessi ekki til greina í málinu. 2. Ákærði Rannver Björgvin Bjarnason hefir viður- kennt að hafa drukkið um daginn, áður en hann kom á samkomuna, með nafngreindum manni 2 heilflöskur af portvíni og verið litilsháttar ölvaður, en kveðst ekki hafa haft í frammi neinn óróa, hávaða eða drykkjulæti. Einn- ig hefir hann viðurkennt að hafa tekið ákærða Vilhelm Jakobsson og lagt hann á gólfið, er honum var bönnuð innganga í salinn. Er skiptum þeirra lýst nokkuð undir 1. að framan. Verður að telja þessa frásögn ákærða í sam- ræmi við framburð vitna. Kveðst ákærði fyrst hafa ráð- izt á löggæzlumanninn, er hann sló hann höfuðhögg með kylfunni. Það er að vísu eigi sannað, að löggæzlumaður- inn hafi slegið hann, því vitnum ber ekki saman um það, en telja verður það málsbót fyrir ákærða, að framkoma löggæzlumannsins gagnvart honum var ekki sem vera bar og hann gat búizt við kylfuhöggi, er löggæzlumaðurinn tók hana upp. Ekki er upplýst, að ákærði hafi tekið ann- an þátt í óspektunum. Ákærði, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, hefir sætt sektum í lögreglurétti Neskaupstaðar 20. jan. 1929 50 krónur og 6. júní 1930 100 krónur, bæði skiptin fyrir ölvun, og 5. febr. 1930 undirgekkst hann í lögreglurétti Reykjavíkur 50 kr. sektargreiðslu fyrir ölvun á almanna- 415 færi. Brot hans samkv. framanrituðu varðar við 101., sbr. 103. gr. hegningarlaganna, 16., sbr. 36. gr. áfengislaganna, nr. 64, 19. maí 1930 og 65., sbr. 83. gr. lögreglusamþykktar Neskaupstaðar, nr. 103, 28. okt. 1930. Og ákveðst refsing- in fyrir þau, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna, 100 kr. sekt, er renni í ríkissjóð, og komi 10 daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Svo greiði hann og málskostnað. 3. Ákærði Ólafur Hjálmar Bjarnason hefir viðurkennt að hafa slegið lögregluþjóninn í Neskaupstað, Jón Bald- vinsson, hnefahögg í kjálkann, er hann kom innan úr söl- unum fram á ganginn löggæzlumanninum til aðstoðar í viðureign við árásarmenn. Styðst framburður hans við önnur gögn í málinu. Við höggið féll Jón í óvit, en rakn- aði brátt við; skeindist hann lítið eitt og kom allmikil bólga í kjálkann. Hefir ákærði haldið því fram, að hann hafi slegið lögregluþjóninn til að afstýra því, að hann berði Rannver bróður sinn með kylfunni. En það má telja upplýst, að lögregluþjónninn snerist gegn Hinriki Sigurði Jóhannessyni, ákærðum í málinu, en ekki gegn Rannver, og lögregluþjónninn hefir mótmælt því, að hann hafi haft kylfuna í höndum, enda var hún í vasa hans, er hann raknaði við. Þó gat ákærða virzt lögregluþjóninn ætla að snúast gegn Rannver, sem hann segist hafa álitið gert rangt til af löggæzlumanninum. Ög verður nokkurt tillit til þess tekið, er refsing hans verður ákveðin. Ákærði hefir cindregið neitað því að hafa verið ölvaður á samkomunni, og hefir eigi nægilega sannazt, að svo hafi verið. Það er og ekki upplýst, að hann hafi tekið frekari þátt í óspekt- unum eða öðrum fremur, sem ekki hafa komizt undir á- kæru í máli þessu. Ákærði, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, hefir 1. febr., 1. júlí og 19. nóv. 1930 undirgengizt að greiða sekt, 50 kr. í hvert skipti, í lögreglurétti Reykjavíkur fyrir ölvun á almannafæri, og 11. júní 1934 hefir hann sætt 80 kr. sekt í lögreglurétti Neskaupstaðar fyrir ölvun og ó- stektir. Ofangreint afbrot hans heyrir undir 101. og 205. gr. hegningarlaganna og lögreglusamþykkt Neskaupstaðar, nr. 103, 28. okt. 1930, 65., sbr. 83. gr., og ákveðst refsing- in 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, sbr. 63. gr. hegningarlaganna. Svo greiði hann og málskostnað. 416 Ákærði Hinrik Sigurður Jóhannesson hefir viður- kennt að hafa tekið báðum höndum um hægri hendi lög- gæzlumannsins, slegið hann tvö högg í höfuðið og hjálp- að til að bera hann út. Styðst þetta við framburð vitna. Segist hann hafa tekið um hendi löggæzlumannsins til að afstýra því, að hann slægi Rannver með kylfunni, og bar- ið hann, af því hann hafi sparkað í sig. Um sparkið. er ekki neitt upplýst, en framkoma löggæzlumannsins gagn- vart Rannver má teljast ákærða nokkur málsbót. Samkv. vottorði héraðslæknis, er skoðaði áverka á löggæzlumann- inum eftir viðureignina um nóttina, voru kúlur á víð og dreif á höfði hans, á sex fingrum voru flumbrur, sem dreyrði úr, og tvær flumbrur á öðru hnénu. Telja má vist, að löggæzlumaðurinn hefir orðið fyrir þessum áverkum í viðureigninni uppi á ganginum og á leiðinni út, og verður að telja ákærða þá til ábyrgðar. Ákærði, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, hefir 1. júlí 1930 undirgengizt 70 kr. sektargreiðslu í lögreglu- rétti Siglufjarðarkaupstaðar fyrir ölvun á almannafæri, 7. marz 1931 sætt 10 kr. sekt í lögreglurétti Neskaupstað- ar fyrir óspektir, 8. maí 1933 undirgengizt 75 kr. sektar- greiðslu í lögreglurétti Vestmannaeyjakaupstaðar fyrir ölvun og óspektir á almannafæri og 20. nóv. 1933 sætt 50 kr. sekt í lögreglurétti Neskaupstaðar fyrir ölvun og ó- spektir. Ofangreint afbrot hans varðar við 101. gr., sbr. 103. og 205. gr. hegningarlaganna og lögreglusamþykkt Neskaupstaðar, nr. 103, 28. okt. 1930, 65., sbr. 83. gr., og ákveðst refsingin, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlag- anna, 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Svo greiði hann og málskostnað. 5, Ákærði Sveinn Magnússon hefir viðurkennt að hafa borið, ásamt fleirum, löggæzlumanninn út, og kemur það heim við önnur gögn í málinu. Kveðst ákærði ekki hafa vitað, að löggæzlumaðurinn hefði lögreglueftirlit á sam- komunni, en vitað, hver maðurinn var og hann gætti á- fengislaganna. Kemur þessi afsökun hans ekki til greina og telja verður honum til saka áverka þá, sem löggæzlu- maðurinn varð fyrir á leiðinni út. En framkoma löggæzlu- mannsins gagnvart Rannver telst honum nokkur máls- bót. Ákærði, sem er fæddur 19. júli 1904, og hefir ekki áð- 417 ur sætt ákæru eða verið refsað, hefir með ofangreindu atferli brotið gegn 101., sbr. 103. og 205. gr. hegningarlag- anna og 65., sbr. 83. gr. lögreglusamþykktar Neskaupstað- ar, nr. 103, 28. okt. 1930, og ákveðst refing hans, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna, 15 daga fengelsi við venjulegt fangaviðurværi. En fresta skal fullnustu refs- ingarinnar og hún falla niður, er 5 ár eru liðin frá dóms- uppsögn, ef skilorð laga, nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Svo greiði hann og málskostnað. 6. Ákærði Sigurjón Ingvarsson hefir viðurkennt að hafa hjálpað til að bera löggæzlumanninn út, og kemur það heim við önnur gögn í málinu. En hann kveðst ekki hafa vitað fyrr en niður kom og hann heyrði það á tali nianna, að þetta væri löggæzlumaðurinn. Ekki verður þó tekið tillit til þessa, þar sem löggæzlumaðurinn var í ein- kennisbúningi og ákærði hefir viðurkennt að hafa kall- að til hans niður af pallinum við útidyrnar, að hann færi ckki inn aftur. Síðan gekk ákærði upp á götuna og kveðst hann hafa særzt þar á augabrún af skoti frá löggæzlu- manninum. Hvarf hann þá inn í skólahúsið og tók ekki þátt í óspektum úti. Telja verður ákærða til ábyrgðar á- verka þá, sem löggæzlumaðurinn hlaut á leiðinni út, en til málsbóta framkomu löggæzlumannsins gagnvart Rann- ver. Ákærði, sem er fæddur 30. nóv. 1909, hefir 21. sept. 1929 sætt 50 kr. sekt í lögreglurétti Neskaupstaðar og 6. ágúst 1930 100 kr. sekt í sama rétti fyrir ölvun á almanna- færi. Ofangreint brot ákærða heyrir undir 101., sbr. 103. og 205. gr. hegningarlaganna og 65., sbr. 83. gr. lögreglu- samþykktar Neskaupstaðar, nr. 103, 28. okt. 1930, og á- kveðst refsingin, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna. 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. En þar sem nokkuð langt er liðið síðan ákærði sætti ofangreindum sektum, þykja þær ekki vera því til fyrirstöðu, að hann sé nú dæmdur skilorðsbundið. Og skal því fullnustu refs- ingarinnar frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá dóms- uppsögn, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Svo greiði kærði og málskostnað. 7. Ákærði Berg Valdimar Andrésson hefir kannazt við að hafa hjálpað til að bera löggæzlumanninn niður stig- ann og út og láta hann út fyrir handriðið. Þessi játning 27 418 hans kemur heim við önnur gögn í málinu. Síðan kveðst hann hafa borizt með fólksstraumnum upp á götuna og niður fyrir götubrúnina, en þar fékk hann skot gegnum lærið og tók ekki frekara þátt í óspektunum. Telja verður ákærða til saka áverka þá, sem löggæzlumaðurinn fékk, er hann var borinn út úr húsinu, en til málsbóta, að lög- gæzlumaðurinn gaf nokkurt tilefni til óspektanna. Ákærði, sem er fæddur 21. sept. 1909 og hefir ekki áð- ur sætt ákæru eða refsingu, hefir með ofangreindu at- ferli brotið gegn 101., sbr. 103. og 205. gr. hegningarlag- anna Og 65., sbr. 83. gr. lögreglusamþykktar Neskaupstað- ar, nr. 103, 28. okt. 1930, og ákveðst refsing hans 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, sbr. 63. gr. hegn- ingarlaganna. En fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður, er 5 ár eru liðin frá dómsuppsögn, ef skil- orð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Svo greiði kærði og málskostnað. 8. Ákærði Stefán Halldór Bergþórsson. Eitt vitni hefir borið, að hann hafi verið með áreitni við löggæzlumann- inn á samkomunni og það hafi séð hann berja löggæzlu- manninn Í viðureigninni uppi á ganginum. Ennfremur minnir sama vitni, að það hefi tekið við húfu löggæzlu- mannsins af ákærða og fleirum, sem héldu á henni og voru að tala um að rífa hana. Vitnið hefir ekki tilgreint í hverju áreitni sú var fólgin, og við síðari yfirheyslu kvaðst það ekki muna, hvort það hefði séð ákærða berja löggæzlumanninn. Og húfuna gat löggæzlumaðurinn misst í ryskingunum án þess að ákærði væri valdur að. Ákærði hefir neitað eindregið framburði þessa vitnis, sem er mjög óákveðinn, og verður því eigi talið sannað, að ákærði hafi haft nokkur þau afskipti af löggæzlumanninum, er refsi- verð geta talizt. Ber því að sýkna hann af ákærum og máls- kostnaðarkröfu í þessu máli. 9. Ákærði Ari Magnús Sigurberg Bergþórsson. Eitt vitni hefir borið, að það hafi séð ákærða togast við lög- gæzlumanninn um kylfuna uppi á ganginum og heyrt lög- gæzlumanninn segja: „Sleppið þér“. Annað vitni hefir borið, að það hafi séð ákærða með kylfuna í stiganum og heyrt hann þá segja: „Þetta tók ég af helvitinu“. Síðar segist sama vitni hafa spurt ákærða, hvað hann hefði gert við kylfuna, og hafi hann þá sagzt hafa fleygt henni upp 419 á túnið ofan við götuna. Lét bæjarfógeti leita þar um nóttina, en kylfan fannst ekki. En 3. des. færði ákærði bæjarfógeta kylfuna og kvaðst hafa fundið hana af til- viljun á túninu um nóttina. Ákærði hefir neitað að hafa haft önnur afskipti af kylfunni en hirða hana á túninu og færa bæjarfógeta hana, en það þykir þó mega telja sann- að með ofangreindum framburðum, sem vitnin hafa stað- fest með eiði, að ákærði hafi með ofbeldi svipt kylfunni tir höndum löggæzlumannsins, enda fannst um nóttina leð- urhald af henni í stiganum, og löggæzlumaður hefir haldið því fram, að maður á hæð við ákærða hafi slitið hana af sér. Málsbót telst honum, að löggæzlumaðurinn gaf tilefni til óspektanna. Ákærði er fæddur 9. sept. 1913 og hefir ekki áður sætt ákæru eða verið refsað. Afbrot hans varðar við 101., sbr. 103. gr. hegningarlaganna og 65., sbr. 83. gr. lögreglusam- Þykktar Neskaupstaðar, nr. 103, 28. okt. 1930, og ákveðst refsingin, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna, 12 daga fengelsi við venjulegt fangaviðurværi. En fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá dómsuppsögn, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Svo greiði hann og málskostnað. Við rannsókn málsins hafa komið fram nokkrar líkur fyrir því, að fyrirfram hafi verið gerð samtök um að veitast að löggæzlumanninum eða lögreglunni í Neskaup- stað á oftnefndri samkomu, en ekki hefir fyllilega sann- azt, að svo hafi verið. Á rannsókn málsins varð töluverður dráttur á siðastl. vetri, sem stafaði af þvi, að nokkrir hinna ákærðu voru fjarverandi til sjósókna fram undir maílok. En óþarfur dráttur hefir ekki orðið á málinu. 420 Miðvikudaginn 28. október 1936. Nr. 60/1936. Réttvísin og valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) Segn Símoni Guðmundssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Sýknað af ákæru fyrir brot gegn 26. kap. hinna al- mennu hegningarlaga og lögum um gjaldþrota- skipti nr. 25 frá 1929. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 10. des. 1935: Ákærð- ur, Símon Guðmundsson, skal vera sýkn af ákæru réttvis- innar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar, þar með talin málsvarnar- laun hins skipaða talsmanns ákærðs í málinu, Ólafs A. Pálssonar, lögfræðings, 60 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Dómur hæstaréttar. Efnahag ákærða var að vísu svo komið í árslok 1930, að hann átti ekki fyrir skuldum, og fjárhag- ur hans versnaði og nokkuð árin 1931 og 1932. En honum verður þó ekki nú gerð refsiábyrgð á hend- ur fyrir það, að hann framseldi ekki bú sitt til gjaldþrotaskipta árið 1931 eða 1932, með því að hann gerði síðari hluta ársins 1932 gangskör að því að komast að samningum við lánardrottna sína um niðurfærslu skuldanna. Má telja, að allir lánar- drottnar ákærða, nema Útvegsbanki Íslands, hafi raunverulega lofað honum niðurfærslu um 80%, ef hann greiddi 20%. En Útvegsbankinn, sem á- kærði skuldaði þá um 70 þús. krónur, færði þá skuld niður í 30 þús. krónur um áramótin 1932— 1933, eða nálægt 55%, en ákærði kveðst hafa vænzt lækkunar á þeirri skuld niður í 22 þús. krónur, eða 421 nálægt 68,5%. Ákærði kveðst að vísu mundu hafa framselt bú sitt til gjaldþrotaskipta haustið 1932, ef hann hefði þá ekki búizt við niðurfærslu á kröfu bankans í 22 þús. kr. En þrátt fyrir þetta virðist honum vera það refsilaust, þótt hann gæfi sig ekki upp þegar eftir nýjár 1933, er ráðið var um lækkun bankaskuldarinnar, því að hann virðist hafa haft ástæðu til að halda, að hann mundi geta, ef at- vinnurekstur hans færi sæmilega, efnt samkomu- lagið við lánardrottna sína, enda hlýtur bankinn að hafa ætlazt til þess, að ákærði héldi atvinnu- rekstri sinum áfram og reyndi að komast á réttan kjöl fjárhagslega. Ákærði virðist því ekki hafa þurft að óttast yfirvofandi gjaldþrot, er hann fyrra hluta ársins 1933 greiddi nokkrum lánardrottna sinna umsamin 20% af kröfum þeirra á hann, og verður hann því ekki talinn hafa gerzt sekur við lög með þeim hætti. Þegar séð þótti, að atvinnurekstur ákærða 1933 veitti honum ekki færi á að standa í skilum við lán- ardrottna sina, eins og hann hafði undirgengizt, og hann varð því úrkula vonar um að geta greitt skuldir sínar, þá framseldi hann bú sitt til gjald- þrotaskipta um áramótin 1933--1934. Beiðni hans þar um er ódagsett, og skiptaráðandi hefir ekki, eins og vera ber, vottað á hana móttökudag eða móttökustund. Það verður ekki talið, að ákærði hafi gerzt sekur, þótt gjaldþrotaskiptabeiðnin kæmi ekki fyrr frá honum, með því að ekkert er um það upplýst, að það hafi dregizt óþarflega eða óhæfi- lega lengi eftir að niðurstaðan af atvinnurekstri hans árið 1933 var til hlítar orðin kunn. Samkvæmt framansögðu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. 422 Eftir þessum málsúrslitum ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, 100 krónur til hvors, úr ríkissjóði. Það er aðfinnsluvert, að ákærði hefir ekki verið kvaddur fyrir lögreglurétt fyrr en 10. júlí 1934, sbr. 7. gr. laga nr. 25/1929. Meðferð máls þessa fyr- ir lögregluréttinum hefir einnig verið allseinfara, með því að úrskurður um gjaldþrotaskiptin er upp kveðinn 5. jan. 1934, en dómur ekki kveðinn upp fyrr en 10. des. 1935. Svo er rannsókn málsins eigi svo glögg og fullkomin að öðru leyti sem æskilegt hefði verið. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Lárusar Jóhannessonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 100 krónur hvorum, greiðist úr ríkissjóði. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu réttvísinnar og valdstjórn- arinnar gegn Símoni Guðmundssyni, útvegsmanni, til heimilis Vesturveg 25 hér í bænum, fyrir brot gegn 26. kap. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og lögum um gjaldþrotaskipti nr. 25 frá 14. júni 1929. Málavextir eru sem hér segir: Með úrskurði skiptaréttar Vestmannaeyja, uppkveðnum Þann 5. janúar f. á., var bú ákærðs tekið til skiptameð- ferðar sem gjaldþrota eftir ósk hans sjálfs, sem taldi eignir sínar ekki hrökkva fyrir skuldum og taldi hann þá 423 eignir sínar nema samtals kr. 19888.00 og skuldir sinar samtals kr. 43956.54 eða skuldir umfram eignir kr. 93956.54. En við uppskrift á eignum ákærðs í byrjun gjald- þrotaskiptanna voru allar eignir hans virtar samtals kr. 13380.00 Eftir að rannsókn hafði farið fram út af gjaldþroti akærðs og útaf kæru Eggerts nokkurs Jónssonar á hend- ur honum, fyrirskipaði dómsmálaráðuneytið framan- greinda málshöfðun gegn ákærðum. Verður þá fyrst tekið til athugunar atriði það, er fram- angreind kæra Eggerts Jónssonar er risin útaf. Með bréfi dags. 15. jan. f. á., kærði Eggert Jónsson sjó- maður, þá til heimilis í Keflavík, ákærðan fyrir að hann hefði eigi staðið skil á kr. 218.00 í peningum, sem hann hafði f. h. kæranda tekið við úr þrotabúi Soffíu Þórðar- dóttur, kaupkonu hér í bænum. Við rannsókn málsins hefir ákærði játað að hafa veitt framangreindri fjárhæð móttöku og að hafa notað féð í sínar þarfir og eigi staðið skil á því til kæranda. En eftir að mál þetta var höfðað sendi kærandinn dómaran- um simskeyti, dags. 22. sept. s. 1, um að hann afturkalli framangreinda kæru sina og í réttarhaldi í lögreglurétti Árnessýslu þann 10. október s. 1. staðfesti kærandi sím- skeyti þetta og lýsti því yfir, að hann vildi gera allt til þess „að kæran falli niður að öllu leyti að því er í hans valdi stendur“. En lýsti þvi jafnframt yfir, að hann hefði ekki fengið framangreindar kr. 218.00 greiddar hjá á- kærðum. Þar eð nefndur Eggert Jónsson hefir þannig afturkall- að framangreinda kæru sína og Í raun og veru óskað eftir að mál útaf henni verði látið falla niður, leiðir það af ákvæði 256. gr. hinna almennu hegningarlaga, að ákærður verður eigi dæmdur til refsingar samkv. 255. gr. nefndra laga fyrir eyðslu framangreindrar fjárhæðar. En hvort á- kærður teljist með eyðslu fjárins hafa, vegna gjaldþrots sins, brotið gegn 262. gr. sömu laga verður athugað síðar í sambandi við aðrar ráðstafanir ákærðs á undan gjald- Þrotinu. Ákærður tók að stunda vélbátaútgerð hér í Vestmanna- eyjum og rak jafnan einhverja slika útgerð frá þeim tima, þar til bú hans var tekið til gjaldþrotaskiptameðferðar. 424 Útgerðarstarfsemi ákærðs virðist hafa gengið vel fram að árinu 1929, en á árinu 1930 tapaði ákærður miklu fé á útgerðinni eða rúmlega 20000 krónum, eftir því, sem hann hefir borið í málinu, — vegna lágs verðs á fiski, en auk þess kveðst ákærður hafa, á þeim tíma, tapað fé vegna þess, að hann hafi ekki fengið greitt kaupverð vélbáts, að upphæð kr. 6000.00, sem hann hafi selt til Siglufjarðar haustið 1929, svo og vegna þess, að hann hafi keypt við of háu verði v.b. Tvist, V.E. 282, sem hann keypti af úti- búi Íslandsbanka hér í bænum, haustið 1929, og sem hann kveður hafa kostað sig alls (með nauðsynlegum viðgerð- um, er gerðar voru strax eftir að hann var keyptur), kr. 45000,00, en samkvæmt framburði vitnisins H. V. Björns- sonar, bankastjóra, í málinu, virðist fiskhús, sem ákærður keypti af bankanum, einnig hafa verið innfalið í því kaup- verði. Þá kveðst ákærður og hafa tapað 2000—-3000 krón- um á útgerð sinni árið 1931 og kveður einnig hafa verið um eitthvað tap að ræða á árunum 1932 og 1933, Þannig, að fé það, sem hafðist upp úr útgerðinni, nægði ekki til þess — auk alls kostnaðar við útgerðina — að greiða vexti af öllum þeim skuldum, sem ákærður var Þá kominn í vegna taps á útgerðinni. Ákærður leitaði því haustið 1939 samninga við lánar- drottna sína um niðurfærslu á skuldum sinum við þá. En samkvæmt framburði H. V. Björnssonar, framkvæmdar- stjóra útibús Útvegsbankans hér í bænum, sem var aðal- lánardrottinn ákærðs, voru skuldir ákærðs við nefnt bankaútibú þá um 70000 krónur, og kveðst ákærður hafa farið þess á leit við stjórn bankans, að skuldir þessar væru færðar niður í 22000 krónur en það sem umfram var, væri gefið eftir og hefir ákærður eindregið haldið því fram við rannsókn málsins, að honum hafi þá af hálfu bankastjórnarinnar verið lofað niðurfærslu á skuldunum niður í nefnda upphæð. En framannefndur bankaútibús- stjóri hefir borið, að ákærðum hafi þá verið lofað eftirgjöf á því af skuldum hans við bankann, sem umfram var 30000 krónur, og voru skuldir ákærðs við bankann færðar niður í þá upphæð um áramótin 1932—1933, og hefir nefndur bankaútibússtjóri og borið, að þetta samkomulag við ákærðan hafi verið byggt á því, að eignir ákærðs hafi þá verið taldar 30000 króna virði, að meðtaldri húseign, 425 sem var séreign honu hans og sem talin var 8000 króna virði. Og var húseign þessi þá veðsett nefndu bankaútibúi fyrir skuldum ákærðs við bankann með öðrum veðrétti næst á eftir skuld til veðdeildar Landsbanka Íslands á 1. veðrétti, sem ákærður kveður þá hafa verið um 1400 krón- ur að eftirstöðvum. En kona ákærðs var áður í persónu- legum ábyrgðum fyrir skuldum þessum, en hún virðist eftir því, sem upplýst er í málinu, ekki hafa verið ábyrg fyrir öðrum skuldum ákærðs. Auk nefnds veðs hafði bank- inn áður veðrétt í vélbát ákærðs (v.b. Tvist) fyrir fram- angreindum skuldum ákærðs við bankann. Við aðra skuldheimtumenn sína fór ákærður þess á leit, að kröfur þeirra yrðu kvittaðar að fullu gegn þvi, að kann greiddi 20% af kröfunum, en þær kröfur — þ. e. annarra en bankans — virðast allar hafa verið óveðtryggð- ar — og hefir ákærður haldið því fram við rannsókn máls- ins, að hann hafi náð samkomulagi um þetta við alla skuld- heimtumenn sína. Og eftir því, sem unnt hefir verið að upp- lýsa um þetta í málinu, virðist sá framburður ákærðs muni vera réttur. Að vísu hefir einn af skuldheimtumönnum á- kærðs, sem yfirheyrður hefir verið sem vitni í málinu, borið, að ekki hafi verið endanlega samið um þetta við ákærðan af hans hálfu, en að ákærður hafi farið fram á slika samninga og þeirri málaleitun ekki verið neitað. En ákærðum voru þó ekki, — að því er virðist — þegar er samningar þessir voru gerðir, gefin eftir 80% af umrædd- um skuldum, heldur átti það að gefast eftir, er ákærður greiddi þau 20% af skuldunum, er hann skuldbatt sig til að greiða og því aðeins, að sá hluti skudanna væri greidd- ur. Ákærður kveðst mundu hafa framselt bú sitt til gjald- Þrotaskiptameðferðar haustið 1932, hefði hann ekki komizt að framangreindu samkomulagi við skuldheimtu- menn sína og hefir einnig haldið fram, að hann hefði framselt bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar þá, þrátt fyrir framangreinda samninga, hefði hann ekki talið sig hafa fengið loforð stjórnar Útvegsbankans fyrir niður- færslu skuldanna við bankann, niður í 22000 krónur. Ákærði hafði ekkert bókhald vegna framangreindrar úlgerðarstarfsemi sinnar, enda ekki bókhaldsskyldur, og hefir því verið örðugt að fá fullar upplýsingar um efna- 426 hag ákærðs á hverjum tíma og breytingar á honum, — þar á meðal viðvíkjandi skuldum ákærða haustið 1932, er framangreindir samningar voru gerðir og liggja ekki fyrir fullar upplýsingar um þær. En skuldir ákærðs virðast litið hafa breyzt frá þeim tíma þar til hann framseldi bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar og virðist aðalbreyting- in á skuldum hans á þeim tíma hafa verið sú, að skuldir hans við útibú Útvegsbankans virðast hafa aukizt um 3000 krónur frá því umræddir samningar voru gerðir. En er ákærður framseldi bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferð- ar, taldi hann skuldir sínar alls kr. 43844.54, eins og að framan greinir, þar af kr. 10844.54 til annarra kröfuhafa en Útvegsbankans. Sumum af kröfum þeim, sem ákærður hefir tilgreint í efnahagsreikningi þeim, er hann sendi skiptaráðanda, hefir ekki verið lýst í búið, en hinsvegar hefir verið lýst í búið kröfum, sem ákærður hefir ekki til- greint á nefndum efnahagsreikningi sinum og 2 kröfur, sem ákærður hefir tilgreint í umræddum efnahagsreikn- ingi, eru samkvæmt kröfulýsingunum, sem ákærður hefir ekkert haft við að athuga, mikið hærri, en hann hefir tilgreint þær á efnahagsreikningnum og nema kröfur, sem Þannig hefir verið lýst í búið umfram það, sem hann til- greindi á umræddum efnahagsreikningi, kr. 6965.85 og hafa skuldir hans við aðra en bankann því þannig verið, að því er virðist, að minnsta kosti kr. 17810.39, er ákærð- ur framseldi bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar. En samkvæmt þvi, sem upplýst er í málinu, virðast slíkar skuldir hans ekki hafa aukizt neitt verulega frá því að umræddir samningar voru gerðir, þar til að bú hans var tekið til gjaldþrotaskiptameðferðar. Það virðist því sem ákærður hafi skuldað öðrum en bankanum svipað, er hann leitaði framangreindra samninga og hann gerði, er hann framseldi bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar, en sam- kvæmt því ætti ákærður að hafa skuldað samtals um 88000 krónur, er hann leitaði framangreindra samninga, og eignir hans virðast hafa verið hinar sömu eða svipaðar haustið 1932 og er hann framseldi bú sitt til gjaldþrota- skiptameðferðar og virðist ákærður hafa átt hinar sömu eignir og ekki neinar verulegar aðrar frá því haustið 1929, að hann keypti v.b. Tvist, eftir því, sem upplýst er í mál- 427 inu. En haustið 1929, áður en ákærður keypti v.b. Tvist, kveðst hann hafa átt vélbátinn Kristbjörgu, sem hann seldi þá fyrir 6000 krónur, en ekki aðrar eignir og hefir hann og borið, að hann hafi þá ekki skuldað annað en 1500 krónur, veðskuld tryggða með 1. veðrétti í þeim bát. Af þvi, sem upplýst er síðar í málinu á annan hátt, og sem ákærður hefir ekkert haft við að athuga, virðist ákærður þó hafa skuldað tveim fyrirtækjum hér í bænum í árslok 1929, öðru kr. 1749.57 en hinu kr. 821.34, en ekki er nán- ar upplýst um, hvað ákærður skuldaði þá eða um um hvort það var meira en að framan greinir, en sennilegt virðist eftir því, sem upplýst er í málinu, að ákærður hafi átt eignir fyrir skuldum, — án þess þó að um neinar veru- legar eignir hafi verið að ræða umfram skuldir, haustið 1929, áður en hann keypti v.b. Tvist og seldi v.b. Krist- björgu. En þar eð hann, eins og hann hefir borið, seldi v.b. Kristbjörgu, án þess að fá kaupverðið nokkurntima greitt, hefir það, þar eð hann átti ekki aðrar eignir, þegar gert það að verkum, að hann hefir ekki átt eignir fyrir skuldum. Þá hefir og fjárhagur ákærðs enn versnað við að hann keypti v. b. Tvist of háu verði, eins og hann hefir borið, og sennilega má telja að sé rétt, og hefir ákærður því samkvæmt framburði hans, eigi átt eignir fyllilega fyrir skuldum um áramótin 1929—1930, en hve miklu skuldir hans hafa þá raunverulega numið umfram eignir, er eigi upplýst nánar af framangreindum ástæðum. Augljóst verður þó að telja, að eigi hafi verið um yfir- vofandi gjaldþrot ákærðs að ræða um nefnd áramót, þar eð hann virðist þá hafa notið fullkomins lánstrausts hjá framangreindu bankaútibúi, sem lánaði honum peninga til framangreindra skipakaupa og útgerðar. Eftir að ákærður varð fyrir framangreindu tapi á út- gerð sinni á árinu 1930, hefir vantað mikið á, að hann ætti eignir fyrir skuldum eða sem svarar þvi tapi, auk þess sem áður virðist raunverulega hafa vantað á, að hann ætti eignir fyrir skuldum og enn versnaði fjárhagur á- kærðs á árunum 1931 og 1932, eins og að framan greinir. Þó vafasamt verði að telja, að fjárhag ákærðs hafi verið komið á fullkomlega traustan grundvöll haustið 1932, með framangreindum samningum um skuldir hans — þó 428 um áframhaldandi töp á útgerð hans hafi ekki verið að ræða, þá verður þó að telja, að með þeim samningum hafi fjárhag hans verið komið í það horf, að með því að telja framangreinda séreign konu hans meðal eigna hans, sem rétt verður að telja með því að hún var veðsett fyrir skuldum ákærðs, — hafi gjaldþrotaskipti á búi hans þó ekki getað talizt yfirvofandi. Og þó að ekki sé upplýst, að ákærður hafi fyrr en haustið 1932 leitað eða tryggt sér samninga um skuldir sínar, ef á þyrfti að halda, verð- ur þó, þar eð kom í ljós, er ákærður leitaði samninga um skuldirnar, að hann gat fengið slíka samninga, sem nægðu til þess, að hann gat komizt hjá gjaldþrotaskiptum á búi sinu, þar til frekar tap varð á rekstri hans, — að áliti réltarins eigi talin næg ástæða til þess að álita, að gjald- Þrotaskipti á búi hans hafi verið yfirvofandi á árunum 1931— 1932, þó ákærður væri þá insolvent, enda lánaði útibú Útvegsbankans ákærðum fé til útgerðar á þeim árum og hann hélt þá áfram sömu útgerð og áður. Að áliti rétt- arins verða þvi lántökur og aðrar skuldastofnanir ákærða á nefndum árum þegar af þeirri ástæðu, eigi taldar sak- næmar né greiðslur af hans hálfu upp í skuldir. Samkvæmt framburði ákærðs taldi hann eignir sinar 22000 króna virði, auk framangreindrar séreignar konu hans, eða 30000 króna virði að umræddri séreign meðtal- inni haustið 1932 og samkvæmt framburði vitnisins H. V. Björnssonar, taldi hann og aðrir bankastjórar Útvegsbank- ans eignirnar þess virði, og verður því að telja upplýst að ákærður hafi haft ástæðu til þess að telja þær þess virði, enda virðist það verð á þeim hafa verið nærri sanni, miðað við áframhaldandi rekstur hjá ákærðum. En eignir Þessar voru allar veðsettar framangreindu bankaútibúi og þar eð skuldir ákærðs við bankann voru aðeins færðar niður í þá upphæð, sem eignirnar voru taldar verðar, hefir hann þá skuldað umfram eignir það, sem honum bar að greiða öðrum skuldheimtumönnum sínum, samkvæmt framangreindum samningum við þá, en það virðist sam- kvæmt því, sem að framan greinir um upphæð skuld- anna, hafa verið um 3500 krónur. Þrátt fyrir það virðist svo sem ákærður hafi haft ástæðu til þess að ætla, að hann sæti, ef útgerð hans gengi sæmilega framvegis, staðið í 429 skilum með greiðslu vaxta og einhverra afborganna af skuldum sinum og virðist stjórn framangreinds banka hafa litið þannig á, því ella hefði verið þýðingarlaust að gera framangreinda samninga við ákærðan. Og þó ákærð- ur ætti ekki fyllilega eignir fyrir skuldum eftir að um- ræddir samningar voru gerðir, verður þó, eins og að fram- an er drepið á, að telja að gjaldþrotaskipti á búi hans hafi eigi getað talizt yfirvofandi, er þeir samningar höfðu verið gerðir og eigi fyrr, en er komið var í ljós, að tap varð á útgerðinni á árinu 1933, en ekki er nákvæmlega upplýst um það í málinu, hvenær það hafi verið komið í ljós, en varla virðist það muni hafa verið komið í ljós fyrr en seint á því ári, en er það var komið í ljós og ákærður gat eigi fengið stjórn Útvegsbankans til þess að gefa meira eftir af skuldunum en þegar hafði verið gert og að framan greinir, sá ákærður sér ekki annað fært en að fram- selja bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar. Þar eð eigi var um yfirvofandi gjaldþrotaskiptameð- ferð á búi ákærða að ræða, er hann gerði eða hafði gert framangreinda samninga um skuldir sínar, verður fram- angreind veðsetning til útibús Útvegsbankans á húseign- inni nr. 25 við Vesturveg, sem var séreign konu hans, — Þegar af þeirri ástæðu eigi talin saknæm, enda var kona ákærðs, eins og að framan greinir, ábyrg fyrir skuldum ákærðs við nefndan banka, en eigi að því er virðist fyrir öðrum skuldum hans. Fyrri hluta ársins 1933, greiddi ákærður sumum lán- ardrottnum sínum upp í kröfu þeirra samkvæmt framan- greindum samningum að einhverju eða öllu leyti, en öðr- um ekki, en þar eð eigi verður talið upplýst, að gjald- Þrotaskipti á búi ákærðs hafi þá verið yfirvofandi eða að ákærður hafi hlotið að sjá eða álita að svo væri, verða greiðslur þessar eigi taldar saknæmar. Og ekki er upp- lýst um neinar saknæmar ráðstafanir af hálfu ákærðs eftir að gjaldþrot hans geti talizt hafa verið yfirvofandi, þar á meðal ekki um neitt undanskot fjármuna. Með tilliti til þess, er að framan greinir, þar á meðal með tilliti til samninga þeirra, er ákærður fékk um skuld- ir sínar, verður ekki talið upplýst, að þær ástæður hafi verið fyrir hendi, að ákærðum hafi borið skylda til þess 430 skv. 5. málsgr. 1. gr. gjaldþrotaskiptalaganna að fram- selja bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar fyrr en hann gerði og verður hann því eigi talinn hafa bakað sér refsi- ábyrgð samkv. því lagaákvæði. Það ber því að sýkna ákærðan af ákæru réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu, og greiða allan sakar- kostnað úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun hins skipaða talsmanns ákærða í málinu, Ólafs A. Pálssonar lögfr., er þykja hæfilega ákveðin 60 krónur. Í prófum málsins er gerð grein fyrir því, hversvegna rannsókn málsins var eigi lokið fyrr en raun varð á, og dómur í málinu hefir ekki verið kveðinn upp fyrr en nú vegna anna dómarans, en á málinu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 30. október 1936. Nr. 111/1935. Matthías Hallgrímsson gegn Högna Gunnarssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Mathías Hallgrímsson, er eigi mætir Í málinu, greiði 50 króna aukagjald í rikissjóð, ef hann að nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Einnig greiði hann stefnda, er hefir látið mæta í málinu, kr. 80.00 í málskostnað að viðlagðri að- för að lögum. 431 Föstudaginn 30. október 1936. Nr. 74/1936. Óli S. Jónsson segn Sigurði A. Guðmundssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Óli S. Jónsson, greiði 50 króna auka- gjald í ríkissjóð, ef hann að nýju vill fá mál sitt tekið fyrir. Föstudaginn 30. október 1936. Nr. 85/1936. Stefán Thorarensen gegn Gunnari E Benediktssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Stefán Thorarensen, er eigi mætir Í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Miðvikudaginn 4. nóvember 1936. Nr. 76/1936. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Jón Ragnari Jónassyni (Einar B. Guðmundsson). Maður dæmdur fyrir sölu áfengis í atvinnuskyni. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 16. maí 1936: Kærð- ur, Jón Ragnar Jónasson, sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 30 daga. 432 Hann greiði og 3000 króna sekt í Menningarsjóð. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms Þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 80 daga. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns síns, Einars B. Guð- mundssonar hrm., kr. 100.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því að fallast má á forsendur og niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, þá ber að staðfesta hann, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar telst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum málalokum ber að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 150.00 til hvors. Rannsókn máls þessa er um eftirtalið atriði á- bótavant. Kærður hefir neitað að hafa ritað skrá þá um lánað áfengi, sem um getur í héraðsdómn- um, í bók þá, er hann hélt um ýmis atriði varðandi tekjur sínar. Þrátt fyrir þetta hefir rannsóknar- dómarinn látið farast fyrir að rannsaka nánar, hver hefir ritað um téða áfengisafhendingu í bókina. Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Jón Ragnar Jónasson, greiði allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstarétt- armálflutningsmannanna Sveinbjarnar Jóns- 433 sonar og Einars B. Guðmundssonar, kr. 150.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað gegn Jóni Ragnari Jónassyni, skipa- smið, til heimilis Sellandsstig 32 hér í bæ, fyrir brot á áfengislögum nr. 33, 1935. Kærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 23. ágúst 1903. Hinn 20. maí 1923 var hann dæmdur í 8 daga fangelsi við vatn og brauð, skilorðsbundið, fyrir brot gegn 230. gr. sbr. 55. gr. hinna almennu hegningarlaga. Hinn 20. maí 1933 var hann aftur dæmdur í 600 króna sekt fyrir ólöglega áfengissölu. Hann hefir ekki sætt öðr- um refsingum svo kunnugt sé. Tildrög máls þessa eru þau, að vegna rökstudds grunar, ær lögreglan hafði fengið um áfengissölu kærða, var úr- skurðað hinn 8. f. m. að hlusta skyldi á samtöl þau, er fram færu í talsíma hans, en á því hafði einmitt verið gert sérstakt orð, að áfengi væri pantað af honum í gegn- um sima. Dagana á eftir voru trúnaðarmenn lögreglunnar látnir hlusta á samtöl í síma kærða, og tóku þeir þá upp efni 12 simtala, er öll vörðuðu áfengismál kærða og hafa verið lögð fram í réttinum. Í rannsókn málsins hafa Þeir af mönnum þeim, er sim- tölin áttu og til hefir náðzt, verið leiddir sem vitni ásamt fleiri, og skal nú vitnisburður þeirra rakinn eftir því sem ástæður þykir til. Hinn 10. apríl s. 1. átti Ólafur Jónsson símasamtal við kærðan og spurði eftir Brynjólfi Magnússyni og fékk að tala við hann. Hefir Ólafur borið Það, að hann hafi feng- ið Brynjólf til að fara fyrir sig eftir áfengi til kærða og hringt hann síðan upp, meðan hann stóð þar við, til þess að tala nánara um kaupin. Kom Brynjólfur síðan til hans með hið umbeðna áfengi. Brynjólfur hefir staðfest Þennan framburð Ólafs og kveðst hafa keypt af kærðum fyrir hann 1 pela af Whisky fyrir 10 krónur og eina flösku af kampavini fyrir kr. 13.00. Hafi Ólafur sent hann með 28 434 10 krónurnar, en sjálfur lagði hann til bráðabirgða út fyrir kampavíninu. Báðir hafa þeir Ólafur og Brynjólfur borið það að hafa áður keypt áfengi af kærðum, en hafa þó ekki getað greint frá ákveðnum tilfellum. Bæði hafa vitnin staðfest þennan framburð sinn með eiði. Þá hefir verið tekið upp símasamtal, sem Arnljótur Davíðsson átti við kærðan og falaði af honum áfengi og fékk hjá honum loforð fyrir Whiskyflösku á 19 krónur. Hefir Arnljótur staðfest að hafa átt símtal þetta við kærð- an, en hefir hinsvegar neitað að hafa fengið áfengið og telur, að sá sem fara átti eftir því, muni hafa svikizt um það. Vitnið Óskar Thorberg hefir og borið það að hafa hringt til kærðs og pantað áfengi, og er tekið upp símtal varðandi þetta, er vitnið átti við heimili kærðs. Áfengið kveðst vitnið síðan hafa fengið sent, en tók þó ekki á móti því sjálfur og getur því ekki fullyrt, að það hafi ver- ið frá kærðum. Vitnið hefir jafnframt borið það að hafa fyrr keypt áfengi af kærðum án þess að það hafi greint nánari atvik. Þennan framburð sinn hefir vitnið staðfest með eiði. Kærður var fyrir réttinum látinn gera grein fyrir fram- færslu sinni undanfarið og gat þá um það, að hann hefði sér til minnis skrifað í sérstaka bók ymis atriði viðvíkj- andi tekjum sínum. Neitaði kærður í fyrstu að afhenda réttinum bók þessa til athugunar, en leyfði það þó síðar og var hún þá tekin til rannsóknar. Í bók þessari reyndist ekki að vera verulegar upplýsingar um tekjur kærðs, en aftur á móti voru þar á tveim stöðum færslur, er virðast vera skrá um lánað áfengi til þriggja nafngreindra manna, sem síðan voru leiddir sem vitni í málinu. Viktor Almar Norman hefir borið það og staðfest með eiði, að hann hafi síðastliðið ár hvað eftir annað keypt af kærðum áfengi og stundum borgað það, en stundum fengið það lánað. Kveðst vitnið hafa sagt kærðum að láta ekki neina hafa áfengi út á sitt nafn, nema þeir hefðu til þess skriflegt leyfi frá vitninu, og gerði vitnið það vegna þess, að það var farið að óttast, að aðrir væru farnir að taka út áfengi hjá kærðum á sitt nafn, en án sins leyfis. Ekki kvaðst vitnið geta sagt um það, hvað það skuldaði kærðum fyrir áfengi, en taldi það vel geta numið um 100 435 krónum. Í áðurgreindri bók er vitnið skrifað fyrir 1% „Dás“ kr. 15.00, 1 ákaviti kr. 15.00, 1 Vermouth kr. 10.00, 1 púns kr. 10.00, 4 pelar kr. 40.00, í genever kr. 18.00. Annað vitni, sem skrifað er fyrir 1 whisky á kr. 19.00, hefir borið og staðfest með eiði, að það hafi fyrir hádegi á sumardaginn fyrsta hringt til kærðs og beðið hann að senda sér whiskyflösku og lána sér andvirðið. Lofaði kærður að gera þetta og sendi flöskuna nokkru síðar, en kom ekki með hana sjálfur. Þriðji maðurinn er einnig skrifaður fyrir 1 whisky- flösku á kr. 19.00 og hefir einnig mætt sem vitni. Hefir bað ekki talið sig geta þrætt fyrir að hafa fengið whisky- flösku hjá kærðum, jafnvel að láni, en kveðst þá munu hafa verið undir áhrifum víns og því ekki geta skýrt frá nánari atvikum. Nokkur fleiri vitni hafa einnig verið leidd í málinu, er borið hafa það, að hafa keypt áfengi af kærðum, án þess þó að vitnisburðir þeirra, hvers út af fyrir sig, geti talizt full sönnun þess, að áfengissala hafi farið fram. Einnig hafa nokkrir bifreiðarstjórar borið það að hafa þráfald- lega ekið farþegum, er voru í áfengisleit, að húsi kærðs og stundum keypt fyrir þá áfengi af honum. Þá hefir og bróðir kærðs borið það, að sér hafi verið kunnugt um áfengissölu hans undanfarið og kveðst hann stundum hafa fært það í tal við hann að hætta þessu, en kærður þá jafn- an svarað fáu til. Hinn 10. apríl s. 1. hringdi Jón Sigurgeirsson, afgreiðslu- niaður vínverzlunarinnar í Hafnarfirði, í símanúmer kærðs og spurði eftir honum. Er honum var sagt, að kærður væri ekki við, talaði hann við „frúna“ og spurði hana m. a., hvort kærður mundi þurfa viðbót í fyrramálið, þvi þá kvaðst hann skyldu taka það til þá um kvöldið. Útaf þessu var Jón Sigurgeirsson leiddur sem vitni í málinu og viðurkenndi hann þá, að hafa átt símtal þetta og taldi sig hafa talað við konu kærða, en því hefir hún aftur á móti neitað. Hefir vitnið lýst því, að kærður hafi haft viðskipti í stórum stíl við vinverzlunina í Hafnar- firði allt frá því 1932, að því er það minnir. Eftir að vitn- ið fyrir rétti hafði gefið upplýsingar um áfengiskaup leynivinsala í verzluninni árið 1933 dró kærður úr per- sónulegum áfengiskaupum sínum, en sendi í þess stað 436 ýmsa aðra eftir áfengi fyrir sig. Vitnið telur sig með ýms- um hætti hafa ráðið það, að kærður sendi í verzlunina menn til áfengiskaupa, m. a. hafi hann stundum hringt og beðið vitnið að taka til áfengið, áður en menn hans kæmu að sækja það. Vitnið hefir þó ekki getað gefið upp nöfn á þessum sendimönnum kærðs. Miðvikudaginn fyrir páska kom kærður í verzlunina og tók þar út áfengi fyrir ca. kr. 270.00, en með því að hann þóttist þurfa á meiru að halda fyrir hátíðina, bað hann vitnið að hringja sig upp fyrir laugardagsmorgun- inn og gerði vitnið það að beiðni hans og átti þá símtal það, er áður er greint frá. Þennan framburð sinn hefir vitnið staðfest með eiði. Þá hefir verið leiddur sem vitni Ingi Þorvaldsson hröyer bifreiðarstjóri. Vitnið hefir borið og staðfest með eiði, að það hafi nokkrum sinnum tekið pakka, poka eða kassa fyrir kærðan í áfengisverzluninni í Hafnarfirði og afhent þangað peninga. Hefir vitnið talið, að kærður hafi aftast pantað áfengi áður í síma eða sent pöntunina með sér í lokuðu umslagi. Kærður hefir eindregið neitað allri áfengissölu. Hann hefir þrætt fyrir að hafa átt símtöl þau, er tekin voru upp eftir símanúmeri hans. Hann hefir þrætt fyrir það, að hafa skrifað áðurgreindar áfengisskuldir í viðskipta- bók sína og bent á, að sín hönd muni ekki vera á þvi, en hinsvegar enga grein getað gert fyrir þvi, hvernig sú skrá er komin í bók hans. Hann hefir og neitað öllum áfengis- kaupum í vínverzluninni í Hafnarfirði, nema flösku og flösku við og við til eigin neyzlu. Hann neitaði og í fyrstu að hafa komið í vinverzlunina þar áðurgreindan miðviku- dag. Síðar í réttarhöldunum viðurkenndi hann það, en Þrætti þó fyrir að hafa beðið vitnið Jón Sigurgeirsson að hringja sig upp útaf væntanlegum áfengisviðskiptum og ennfremur að hafa keypt þar áfengi fyrir 270 kr. Eins og áður segir hefir kærður verið látinn gera grein fyrir afkomu sinni og tekjum af atvinnu undanfarið. Hann hefir haft töluvert á fjórða þúsund krónur í tekjur af at- vinnu árið 1934, en einungis rúmlega 1000 krónur árið 1935 og ekki getað talið nema tæpar 20 krónur til tekna Það sem af er árinu 1936. Talsmaður kærðs hefir einnig lagt fram í málinu skuldabréf, er kærður gefur út 10. des. 37 1935 fyrir 2000 kr., og jafnframt hefir kærður talið sig kafa safnað nokkrum öðrum skuldum á greindu tímabili. Með áðurgreindum gögnum og sérstöku tilliti til fram- burðar kærða, þar sem hann m. a. hefir þrætt fyrir sann- aðar staðreyndir eins og simtölin og enga grein getað gert fyrir áfengisskuldum þeim, sem skráðar eru í viðskipta- bók hans, þykir sannað, að hann hafi gerzt sekur um á- fengissölu í verulegum stíl. Með tilliti til þess, sem upp- lýstst hefir um atvinnutekjur kærðs og framfærslu verður og að líta svo á, að hann hafi rekið áfengissöluna í at- vinnuskyni. Verður því að heimfæra brot hans undir 15. gr. sbr. 33. gr. 1. og 2. mgr. áfengislaga nr. 33, 1935. Þykir refsing hans, sem sat í gæzluvarðhaldi frá 23. april til 4. maí s. l, hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 3000 króna sekt til menningarsjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 80 daga. Þá greiði kærður og allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs talsmanns síns hér fyrir réttinum, Einars Baldvins Guðmundssonar, hrm., er ákveðast 100 kr. Málið hefir verið rekið vitalaust. Miðvikudaginn 4. nóvember 1936. Nr. 120/1936. Páll Hallbjörns segn Sveinbirni Kristjánssyni. Úrskurður hæstaréttar. Dómi í máli þessu, uppkveðnum 12. og birtum 14. ág. þ. á., er áfrýjað til staðfestingar með stefnu útg. 25. s. m., til þingfestingar í október þ. á., og hafði áfrýjandi fullnægt skilyrðum til þingfesting- ar þess á þeim tíma. Þegar mál þetta skyldi flytja, var mætt af hálfu stefnda og beðið um frest til desembermánaðar eða til vara þar til siðar í þess- 438 um mánuði, með því að stefndi hefði tekið út gagnáfrýjunarstefnu til breytingar á dóminum og til þingfestingar í desember. Af hálfu áfrýjanda hefir fresti verið eindregið mótmælt og með því að stefnda hafði verið hægt að gera ráðstafanir til gagnáfrýjunar nægilega snemma, til þess að áfrýj- unarstefna hans hefði orðið þingfest fyrir þennan tíma, þykir ekki unnt að veita hinn umbeðna frest gegn mótmælum áfrýjanda. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður ekki veittur. Föstudaginn 6. nóvember 1936. Nr. 124/1936. Lárus Jóhannesson f. h. dánarbús Gunnars Gunnarssonar (Lárus Jóhannesson) segn Hrefnu Sigurgeirsdóttur {Jón Arinbjarnarson) Staðfesting uppboðsgerðar. Dómur hæstaréttar. Hinn 24. júlí þ. á. fór fram nauðungaruppboð, eftir kröfu áfrýjanda, á húseigninni nr. 57 B við Grettisgötu, sem þá var eign stefndu, til lúkningar skuld samkvæmt dómi hæstaréttar, uppkveðnum 10. júní þ. á., að upphæð kr. 7370.15 ásamt vöxt- um og kostnaði. Hvíldi skuld þessi á húseigninni með 2. veðrétti. Á uppboðinu varð hæstbjóðandi 439 Geir Pálsson f. h. Jóns H. Jóhannessonar, sem átti 3. veðrétt í eigninni, og krafðist hann útlagningar. Með stefnu, útgefinni 29. ág. þ. á., áfrýjaði stefnda uppboðsgerð þessari til hæstaréttar, til fyrirtöku í nóvembermánuði, og krafðist þess í stefnunni, að uppboðsgerðin yrði úr gildi felld. Áfrýjandi áfrýj- aði þá uppboðsgerðinni til staðfestingar með gagn- áfrýjunarstefnu, útgefinni 1. sept. þ. á. til fyrir- töku í októbermánuði. En sama dag, 1. sept., fór fram útlagning í fógetarétti Reykjavíkur á hinni seldu eign til fyrgreinds 3. veðréttarhafa, og var krafa áfrýjanda með 2. veðrétti þá greidd eða um hana samið, þannig, að skuldabréf hans var, eftir ómótmæltri skýrslu stefndu, kvittað og afhent til aflýsingar. Við útlagningargerðina virðist hvorug áfrýjunarstefnan hafa verið lögð fram. Með bréfi, dags. 20. okt. s. 1. og birtu áfrýjanda 21. s. m., aft- urkallaði stefnda aðaláfrýjunarstefnuna. Áfrýj- andi hefir hinsvegar haldið áfram gagnáfrýjun sinni, og gerir hann þær kröfur hér fyrir dómi, að hin áfrýjaða uppboðsgerð verði staðfest og stefnda dæmd til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti svo og, að hún verði dæmd til að greiða sekt fyrir óþarfa þrætu. Stefnda hefir af sinni hálfu krafizt frávísunar málsins eða til vara, að það verði hafið, og loks til þrautavara, að hún verði sýknuð af kröfum áfrýjanda, sem skilja verður sem kröfu um sýknun af málskostnaðar og sekt- arkröfum hans. Svo krefst hún og, hvernig sem málsúrslit verða, að áfrýjanda verði gert að greiða henni ómaksbætur fyrir tvö mót fyrir hæstarétti. Tilfærir hún þá ástæðu fyrir kröfum sinum, að á- frýjandi hafi þegar fengið að fullu greidda kröfu þá, sem var grundvöllur uppboðsins, og þar eð að- 440 aláfrýjunarstefnan hafi einnig verið afturkölluð, þá sé nú ekki lengur fyrir hendi ástæða fyrir áfrýj- anda að fá uppboðsgerðina staðfesta. Þótt áfrýjandi hafi fengið kröfu sína greidda eða tryggða við fyrrgreinda útlagningargerð, og stefnda hafi, er málið féll hér í rétt, verið búin að aftur- kalla aðaláfrýjun sína, á áfrýjandi engu að síður heimtingu á því, að fá uppboðsgerðina staðfesta og ber því að taka kröfu hans um það til greina. Þá verður einnig að fallast á, að áfrýjandi hafi haft fulla ástæðu til gagnáfrýjunar til staðfestingar á uppboðsgerðinni, er stefnda hafði áfrýjað henni af sinni hálfu í því skyni að fá hana fellda úr gildi, enda hafði áfrýjandi gert ráðstafanir til áfrýjun- ar, áður en hann fékk kröfu sína greidda við út- lagninguna, og aðaláfrýjunarstefnan er, eins og fyrr segir, ekki afturkölluð fyrr en 21. oktober þ. á. Verður því að dæma stefndu til að greiða áfrýj- anda málskostnað fyrir hæstarétti, og þykir hann hæfilega ákveðinn 150 krónur. Hinsvegar þykir ekki næg ástæða, eins og málið liggur nú fyrir, til að dæma stefndu í sekt fyrir óþarfa þrætu. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða uppboðsgerð staðfestist. Stefnda, Hrefna Sigurgeirsdóttir, greiði á- frýjanda, Lárusi Jóhannessyni f. h. dánarbús Gunnars Gunnarssonar, 150 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 441 Föstudaginn 6. nóvember 1936. Nr. 120/1936. Páll Hallbjörns (Lárus Jóhannesson) segn Sveinbirni Kristjánssyni. (Enginn). Maður dæmdur til þess að viðlögðum dagsektum að efna samning um sölu fasteignar. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 12. ágúst 1936: Gagn- stefnandi, Sveinbjörn Kristjánsson, skal að viðlögðum 50 króna dagsektum afsala aðalstefnanda, Páli Hallbjörns, húseignina nr. 32 við Leifsgötu ásamt lóðarréttindum og öllu tilheyrandi gegn því, að aðalstefnandi taki að sér að greiða veðskuldir þær, er á eigninni hvíla með 1. og 2. veðrétti til veðdeildar Landsbankans og handhafa, að upp- hæð kr. 25300.00 og 25000.00, og gefi út gagnstefnanda til handa skuldabréf til eins árs frá afsalsdegi, tryggt með 3. veðrétti í eigninni, að upphæð kr. 8337.70 ásamt 6% ársvöxtum frá útgáfudegi, en að frádregnum kostnaði eft- ir mati dómkvaddra manna við að koma umræddri eign í samningshæft ásigkomulag. — Gagnstefnandi greiði að- alstefnanda kr. 1000.00 í málskostnað í aðalsök og gagn- sök. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þá er mál þetta skyldi sótt, var í fyrstu mætt í því af hálfu stefnda og beðið um frestun á því. En eftir að frestbeiðni var synjað með úrskurði dóms- ins, lýsti umboðsmaður stefnda yfir því, að frekar yrði ekki mætt í málinu. Hefir það því verið sótt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir framlögðum skjölum og skilríkjum samkvæmt N. L. 1-4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjandi hefir krafizt staðfestingar á hinum á- 442 frýjaða dómi og málskostnaðar eftir mati dóms- ins. Með því að engir þeir gallar eru á hinum áfrýj- aða dómi, er staðið geti í vegi fyrir kröfu áfrýjanda um staðfestingu dómsins, þá verður að taka hana til greina. Eftir lýsingu hins áfrýjaða dóms á mála- vöxtum, má ætla, að það skipti áfrýjanda verulegu máli, að fá sem fyrst fullnaðarúrlausn á máli þessu. Það virðist og mega ætla, að stefndi hafi haft nokk- ura viðleitni til þess að draga málið fyrir áfrýj- anda, og að áfrýjun hans til staðfestingar hafi því ekki verið tilefnislaus, og þykir því rétt að taka málskostnaðarkröfu áfrýjanda til greina, þannig að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 150 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur staðfestist. Stefndi, Sveinbjörn Kristjánsson, greiði áfrýjanda, Páli Hallbjörns, 150 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með kaupsamningi, dags. 12. okt. f. á., keypti stefnandi, Páll Hallbjörns kaupmaður hér í bæ, húseignina nr. 32 við Leifsgötu, sem þá var í smiðum, ásamt lóðarréttindum af stefndum, Sveinbirni Kristjánssyni, byggingarmeistara, hér í bænum. — Átti lóðin að vera girt að sunnan með sieinsteypugarði og bílskúr úr steinsteypu að vera á henni. — Skyldi stefndur hafa fullgert húseignina samkv. teikn- ingu og byggingarsamþykkt Reykjavíkur eigi síðar en 1. des. f. á., en stefnandi skyldi fá arð af eigninni og gjalda af henni alla skatta og skyldur frá 1. okt. s. á. — Kaup- verð eignarinnar var kr. 85000.00, og bar stefnanda að greiða það með þeim hætti er hér segir: 443 1. Í peningum við undirskrift kaupsamn- ÍNgS 2.........0.000 kr. 12000.00 2. Með skuldabréfi, tryggðu með 4. veðrétti í húseigninni nr. 86 við Laugaveg, að upphæð ..........00.200 000. — 13000.00 3. Með því að taka að sér veðdeildarlán að upphæð ca. .......00.20000 0... — 30000.00 4. Með því að taka að sér að greiða skuldabréf, tryggt með 2. veðrétti í húseigninni, að upphæð ............ — 25000.00 5. Afganginn að upphæð ca. ............ — 5000.00 skyldi stefnandi greiða eftir 1 ár frá afsalsdegi með 6% ársvöxtum. — Skyldi hann gefa út veðskuldabréf fyrir bessari síðustu greiðslu, tryggt með 3. veðrétti í eigninni. Að því er séð verður greiddi stefnandi stefndum kr. 12000.00 í peningum og afhenti honum 13 þúsund króna skuldabréfið við undirskrift kaupsamningsins. — Hinsveg- ar vantaði um áramót síðustu mikið á að eignin væri full- gerð samkvæmt samningnum. — Hinn 13. janúar s. 1. skrifaði því umboðsmaður stefnanda stefndum bréf og skoraði á hann að halda verkinu áfram, en bréfi þessu svaraði stefndur ekki. Leið svo veturinn að stefndur vann næstum ekkert að því að fullgera eignina, þrátt fyrir itrek- aðar áskoranir af hálfu stefnanda um það að halda smið- inni áfram. — Hinsvegar lét stefnandi fullgera kjötbúð í húsinu, sem hann hafði selt á leigu frá 1. marz s. 1. — Er stefnanda þótti sýnt, að stefndur mundi ekki ætla að ljúka verkinu eða standa við kaupsamninginn að öðru leyti, ákvað hann að fullgera eignina sjálfur á kostnað stefnds og höfða mál á hendur honum til fullnægju samningsins og til greiðslu skaðabóta vegna vanefnda stefnds á hon- um. — Hefir hann siðan eftir heimild í samningnum höfðað mál þetta fyrir gestaréttinum með stefnu, útgef- inni 4. maí s.1., og gert þær réttarkröfur, að stefndur verði að viðlögðum 100 króna dagsektum dæmdur til að afsala sér húseigninni nr. 32 við Leifsgötu kvaðalausri í því á- standi, sem hún var í, er málið var höfðað ásamt lóðarrétt- indum og öllu tilheyrandi gegn þvi, að hann (stefnandi) taki að sér að greiða skuldir þær til veðdeildar Lands- bankans og handhafa, að upphæð kr. 25300.00 og kr. 25000.00, sem þinglýst hefir verið, að á eigninni hvili og 444 gefi stefndum skuldabréf, að upphæð kr. 1882.50, er greið- ist með sömu skilmálum og veðdeildarlánið. — Svo hefir stefnandi krafizt málskostnaðar hjá stefndum að skað- lausu. Upphæðin kr. 1882.50 kemur þannig fram, að stefn- andi telur, áð eftir standi af kaupverðinu, þegar greiðslur hans og áhvílandi veðskuldir hafa verið dregnar frá því, mismunurinn kr. 4300.00 (á að vera kr. 4700.00) á áætl- uðu veðdeildarláni samkvæmt kaupsamningnum og veð- deildarláni því, sem fengizt hafi út á eignina svo og upp- hæðin undir 4. lið hér að framan, eða samtals kr. 9300.00 (9700.00). — Frá þessu beri að draga samtals kr. 7567.50 og hefir stefnandi sundurliðað þá upphæð svo: a) Kostnaður við að fullgera eignina Leifs- götu 32 eftir mati dómkvaddra manna kr. 6670.00 b) Þóknun til matsmanna ................ — 60.00 c) Töpuð leiga eftir kjötbúð frá 1%s. 1935 til 1. marz s. 1, kr. 75.00 á mánuði .... — 187.50 d) Töpuð leiga eftir mjólkurbúð frá 1%z. 1935 til 1. júlí s. l., kr. 75.00 á mánuði — 487.50 e) Töpuð leiga eftir bifreiðarskúr yfir sama timabil kr. 25.00 á mánuði .............. — 162.50 Alls kr. 7567.50 Er upphæð þessi er dregin frá kr. 9300.00 verða kr. 1732.50 eftir, en við það telur stefnandi eiga að bætast kr. 150.00 fyrir efni, sem stefndur hafi lagt til eftir að matið á kostnaðinum við að gera eignina samningshæfa fór fram. — Koma þá út kr. 1882.50, en samkvæmt framan- sögðu er sú upphæð kr. 400.00 of lág. Eftir að mál þetta var höfðað hóf stefndur vinnu við eignina að nýju og hafði, áður en það var lagt í dóm, lok- ið ýmsu, er ógert var og honum bar að gera. — Hefir stefnandi því undir rekstri málsins breytt dómkröfum sinum á þá leið, að stefndur verði að viðlögðum 100 króna dagsektum dæmdur til að afsala honum húseignina nr. 32 við Leifsgötu í fullgerðu standi „allt samkvæmt ieikningu og byggingarsamþykkt Reykjavíkur, ennfremur lóðarréttindum. — Lóðin sé girt að sunnan með stein- sleypugarði og á lóðinni sé byggður bilskúr úr stein- steypu og sé þetta hvorttveggja fullgert“ gegn þvi að hann 445 (stefnandi) taki að sér að greiða fyrrgreindar veðskuldir á eigninni til veðdeildar Landsbankans og handhafa og gefi stefndum skuldabréf með sömu greiðsluskilmálum og veðdeildarlánið, að upphæð kr. 4700.00, tryggt með 3. veð- rétti í eigninni og skuldabréf til eins árs frá afsalsdegi, að upphæð kr. 3637.20 með 6% ársvöxtum, tryggt með 4. veð- rétti í eigninni. — Þá heldur stefnandi fast við málskostn- aðarkröfu sína. Gerir stefnandi þá grein fyrir síðari upphæðinni, að frá 4. lið kaupverðsins kr. 5000.00 beri að draga upphæðirn- ar undir liðunum b—e hér að framan svo og kostnað, er hann hafi greitt fyrir að fullgera kjötbúð í húsinu. — Nemur hann eftir mati dómkvaddra manna, sem stefndur kefir sætt sig við, kr. 465.30. Stefndur hefir mótmælt framangreindum kröfum stefn- anda og krafizt algerðrar sýknu af þeim og málskostnað- ar hjá honum. Jafnframt hefir stefndur gagnstefnt aðal- siefnanda með stefnu útgefinni 15. maí s. 1. og gert þær réttarkröfur aðallega, að fyrnefndur kaupsamningur verði felldur úr gildi að öllu leyti og gangstefndur skyldaður til að skila aftur fasteigninni Leifsgötu 32 að viðlögðum 100 króna dagsektum svo og að greiða skaðabætur, er miðist við leigu hússins frá 1 .okt. f. á. til afhendingardags, kr. 100.00 á mánuði, enda láti gagnstefnandi þá af hendi það, sem hann hefir veitt viðtöku fyrir húsið. Til vara krefst gagnstefnandi, að gagnstefndur verði dæmdur til þess að greiða honum kr. 13000.00 gegn af- hendingu skuldabréfs þess, sem gagnstefndur lét af hendi upp í kaupverðið og gefa út sér til handa skuldabréf til 1 árs, að upphæð kr. 9700.00, tryggt með 3. veðrétti í oft- nefndri eign. Loks krefst hann til þrautavara, að gagnstefndur verði dæmdur til að ábyrgjast greiðslu 13 þúsund króna bréfs- ins og setja veð eða tryggingu fyrir greiðslu þess, svo og að gefa út kr. 9700.00 skuldabréf eins og í varakröfunni scgir. Þá krefst gagnstefnandi málskostnaðar í gagnsök að skaðlausu, hvernig sem málið fer. Stefndur hefir mótmælt kröfum gagnstefnanda í gagn- sök og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar í henni. Þar sem kröfur gagnstefnanda í gagnsök byggjast á mót- 446 mælum þeim, sem hann hefir uppi í aðalsök, þykir hentast að byggja dóm á aðalsök og gagnsök í einu lagi. Aðalkröfuna í gagnsök og sýknukröfuna í aðalsök reis- ir gagnstefnandi á því, að 13 þúsund króna veðskuldabréf- ið, sem aðalstefnandi lét af hendi upp í kaupverð eignar- innar, hafi ekki verið samningshæft. Kveðst hann hafa gengið út frá því, er hann lofaði að taka umrætt skulda- bréf upp í kaupverðið, að aðalstefnandi yrði sjálfur út- gefandi bréfsins og til þess hafi hann haft fulla ástæðu, þar sem aðalstefnandi hafi verið eigandi húseignar þeirrar (Laugavegar 86), sem bréfið átti að vera tryggt með. — Þá heldur hann því fram, að aðalstefnandi hafi tjáð sér, að brunabótamat eignar þessarar væri kr. 53400.00 og fasteignamat hennar kr. 39000.00. Nú hafi aðalstefnandi ekki orðið sjálfur útgefandi bréfsins heldur annar maður cignalaus. Þá hafi upplýsingar aðalstefnanda um fyrr-. greindar virðingar á húsinu reynzt rangar. Brunabóta- virðing þess sé aðeins kr. 34300.00 og fasteignamat kr. 29900.00. Heldur gagnstefnandi því fram, að aðalstefnandi hafi þannig með röngum upplýsingum blekkt sig til að taka umrætt skuldabréf, sem hann hafi álitið í nafnverði, upp í kaupverð eignarinnar Leifsgötu 32. Bréfið muni hinsvegar vera verðlitið eða jafnvel algerlega verðlaust og hafi aðalstefnandi vanefnt kaupsamninginn um Leifsgötu 32 svo verulega, að hann (gagnstefnandi) hafi fullan rétt til að rifta honum og krefjast skaðabóta. En á þetta verð- ur ekki fallizt hjá gagnstefnanda. Með yfirlýsingu, dag- settri 7. okt. f. á., lofar hann að taka kr. 13000.00 handhafa- skuldabréf, tryggt með 4. veðrétti í eigninni nr. 86 við Laugaveg, sem greiðslu frá aðalstefnanda upp í kaupverð. eignarinnar nr. 32 við Leifsgötu. Í yfirlýsingunni er ekki vikið að því einu orði, að aðalstefnandi skyldi vera út- sefandi bréfsins. Hefði þó verið réttara að taka slíkt fram, ef það var forsenda hjá gangstefnanda fyrir móttöku bréfs- ins upp í kaupverðið. Svo hefði gagnstefnandi og sem góður og skynsamur maður og vanur fasteignasali að sálfsögðu átt að afla sér upplýsinga um verðmæti eignar- innar Laugavegar 86 áður eða um leið og hann gaf yfirlýs- inguna. Þá hefir gagnstefnandi ekki gegn mótmælum aðalstefn- anda sannað, að hann hafi gefið honum rangar upplýsing- 447 ar um brunabótavirðingu og fasteignamat Laugavegar 86, enda verður það að teljast ósennilegt, þar sem gagnstefn- anda var sjálfum, hvenær sem honum sýndist, í lófa lagið að afla sér upplýsinga um það, hve háar virðingar þessar væru. Loks er það upplýst, að gagnstefnandi tók fyrirvara- og athugunarlaust við umræddu bréfi upp í kaupverð Leifs- götu, enda þótt útgefandi þess væri annar en aðalstefnandi. Litur rétturinn því svo á, að afhending aðalstefnanda á umræddu skuldabréfi upp í kaupverð eignarinnar Leifs- götu 32 hafi verið í fullu samræmi við kaupsamninginn um eignina svo og að gagnstefnandi hafi, með því að taka fyrirvara- og athugasemdalaust við bréfinu, samþykkt að taka það sem fullgilda greiðslu upp í kaupverðið og sé að- alstefnanda því óviðkomandi, hvers virði bréfið kann að reynast í höndum gagnstefnanda. Samkvæmt framansögðu hafa þá aðalkrafa gagnstefnanda í gagnsök um riftun kaupsamningsins um Leifsgötu 32 og sýknukrafa hans af kröfum aðalstefnanda í aðalsök ekki við rök að styðjast og verða þvi ekki teknar til greina. Þá er og ljóst af því, sem hér að framan er greint, að fyrri liðir vara- og þrauta- varakröfu gagnstefnanda eru ekki á rökum byggðir. Hins- vegar verður að fallast á það hjá aðalstefnanda, þar sem ekki verður séð, að hann hafi að neinu leyti vanefnt um- ræddan kaupsamning um eignina Leifsgötu 32, að hann eigi heimtingu á að fá afsal fyrir eigninni gegn því að hann uppfylli þær skyldur, sem á honum hvíla samkvæmt samn- ingnum og hann hefir ekki þegar fullnægt. Síðari lið varakröfu sinnar í gagnsök og mótmæli gegn því, að aðalstefnanda sé heimilt að greiða nokkurn hluta kaupverðs Leifsgötu 32 með veðdeildarlánskjörum, reisir gagnstefnandi á þeim grundvelli, að upphæðirnar undir 3. og 5. lið kaupverðsins hér að framan hafi verið áætlunar- upphæðir. Það hafi verið tilætlunin, að yrði lán það, sem í veðdeild fengizt, lægra en kr. 30000.00, skyldi upphæðin undir 5. lið hækka að sama skapi, en yrði veðdeildarlánið hærra, hafi 5. liður átt að lækka sem mismuninum svaraði. Þessari skýringu gagnstefnanda hefir aðalstefnandi mót- mælt. Í kaupsamningnum er orðið „ca“ notað við báða um- rædda liði. Er því ljóst, að upphæðirnar samkvæmt þeim 448 eru áætlaðar. Og þar sem sennilegast og eðlilegast er að álita, að það samband hafi verið milli upphæðanna undir liðum þessum, sem gagnstefnandi heldur fram, verður að fallast á það hjá honum, að hann eigi heimtingu á áð fá eftirstöðvar kaupverðsins kr. 9700.00 að frádregnum þeim upphæðum, sem rétturinn telur að dragast eigi frá kaup- verðinu, greiddar með sömu kjörum og afgangsupphæðin undir 5. lið skyldi greiðast samkvæmt kaupsamningnum. Gagnstefnandi hefir mótmælt bótakröfum aðalstefnanda undir liðunum b—e hér að framan sem sér algerlega ó- viðkomandi og til vara sem of háum. Hinsvegar hefir hann samþykkt, að kostnaður aðalstefnanda kr. 465.30 við kjöt- búð í húsinu verði dregnir frá kaupverðinu. Verða hinir liðirnir nú teknir til athugunar. Um upphæðina undir b, þóknun til matsmanna, er það að segja, að það verður að teljast eðlilegt, að aðalstefnandi léti fara fram mat á þvi, sem gagnstefnandi átti ógert við eignina Leifsgötu 32 samkvæmt kaupsamningnum um hana, þar sem hann (gagnstefnandi) hafði lagt niður vinnu við eignina og ekkert útlit var fyrir, þegar matið fór fram, að hann mundi taka vinnuna upp aftur. Þykir hann því verða að endurgreiða matskostnaðinn. Um liðinn c—e er það sameiginlegt, að gagnstefnandi bÞafði skuldbundið sig til þess að skila eigninni Leifsgötu 32 fullgerðri eigi siðar en 15. des. f. á. þessa skyldu van- efndi hann og er þvi bótaskyldur fyrir allt það tjón, sem af þeirri vanefnd hans hefir hlotizt. Í málinu er það ekki upplýst, að húsnæði það (kjötbúð, mjólkurbúð og bif- reiðarskúr), sem aðalstefnandi krefst leigu eftir samkvæmt umræddum liðum, hafi verið tilbúnar til notkunar fyrr en hann hefir haldið fram. Ber gagnstefnanda þvi að bæta aðalstefnanda það leigutap, sem hann hefir beðið vegna þess, að húsnæði þetta var ekki fullgert á tilteknum tíma og þar sem hann hefir ekki sýnt fram á með rökum, að mánaðarleiga sú, sem aðalstefnandi hefir reiknað sér eftir húsnæðið, sé óhæfilega há, verða upphæðirnar undir öll- um umræddum liðum teknar til greina til frádráttar kaup- verðinu. Að því er þá kröfu aðalstefnanda snertir, að gagnstefn- andi verði dæmdur til að afsala umræddri eign í full- gerðu standi, þykir hún vart samrýmast stefnukröfunni. 449 Ber gagnstefnanda þvi aðeins að afsala eigninni í því á- standi, sem hún er á afsalsdegi. Hinsvegar á aðalstefnandi þá rétt á, að frá eftirstöðvum kaupverðsins dragist kostn- aður við að fullgera eignina samkvæmt kaupsamningnum, ef verkinu verður ekki lokið, er afsal fer fram. Þykir rétt, að sá kostnaður fari eftir mati tveggja óvilhallra dóm- kvaddra manna. Gagnstefnandi hefir mótmælt dagsektum sérstaklega sem of háum og þykja þær þvi hæfilega ákveðnar kr. 50.00 á dag. Samkvæmt framansögðu verða þá úrslit aðalsakar og sagnsakar þau, að gagnstefnandi verður að viðlögðum 50 króna dagsektum dæmdur til þess að afsala aðalstefnanda húseigninni nr. 32 við Leifsgötu ásamt lóðarréttindum og öllu tilheyrandi gegn því, að aðalstefnandi taki að sér að greiða veðskuldir þær, er á eigninni hvíla með í. og 2. veðrétti til veðdeildar Landsbankans og handhafa, að upp- hæð kr. 25300.00 og kr. 25000.00 og gefi út gagnstefnanda til handa skuldabréf til eins árs frá afsalsdegi, tryggt með 3. veðrétti í eigninni, að upphæð kr. 9700.00 = (kr. 465.30 - 60.00 187.50 - 487.50 162.50) = 8337.70 ásamt 6% ársvöxtum frá útgáfudegi en að frádregnum kostnaði eftir mati dómkvaddra manna við að koma eigninni í samningshæft ásigkomulag. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að gagnstefnandi greiði aðalstefnanda kr. 1000.00 í málskostnað í aðalsök og gagnsök. Gagnstefnandi hefir krafizt ómerkingar á og eftir at- vikum sekta fyrir nokkur ummæli í einu sóknarskjali málflutningsmanns aðalstefnanda, en ekki þykir næg á- stæða til að taka kröfur þessar til greina. 29 450 Mánudaginn 9. nóvember 1936. Nr. 169/1934. Ingólfur G. S. Espholín (Theodór B. Lindal) segn Jón Þorbergssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Útaf umboðslaunum. Auk þess leyst úr ýmsum spurningum varðandi kyrrsetning og fjárnám. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. ágúst 1934: Stefndur, Ingólfur G. S. Espholin, greiði stefnandanum, Jóni Þor- bergssyni, sænskar kr. 3420.00 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1932 til greiðsludags og ísl. kr. 413.50 í málskostn- að og staðfestist framannefnd kyrrsetningargerð, sem fram fór á Ísafirði 18. janúar 1933 til tryggingar kröfum þessum. Dóminum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Ásamt hinum áfrýjaða dómi hefir áfrýjandi skot- ið til hæstaréttar í máli þessu fjárnámi, er gert var í fógetarétti Reykjavíkur 27. okt. 1934 í hinu sama verðmæti, er kyrrsett var 18. jan. 1933 og í hinum áfrýjaða dómi greinir. Hefir áfrýjandi fyrst og fremst gert þá kröfu, að nokkrum hluta hinnar um- stefndu kröfu verði vísað frá undirdómi. Er það sá hluti umboðslaunanna, kr. 900.00, sem talinn er vera af sölu varahluta til véla, er fyrir milligöngu stefnda teljast hafa verið seldir, og byggist frávis- unarkrafan á því, að þessi hluti dómkröfunnar hafi ekki verið nægilega útlistaður í héraði. Þessi krafa kom ekki fram í héraði, og hefir stefndi mót- mælt henni sem of seint framkominni, enda verður hún þegar af þessari ástæðu ekki tekin til greina. 451 Þá hefur áfrýjandi krafizt þess um sakarefnið aðallega, að hann verði með öllu sýknaður af kröf- um stefnda í máli þessu og að kyrrsetningargerðin 18. jan. 1933 og fjárnámið 27. okt. 1934 verði úr gildi felldar. En til vara hefur áfrýjandi krafizt niðurfærslu á dómkröfunni eftir mati dómsins, þó þannig, að hann verði ekki dæmdur til að greiða meira en sænskar kr. 2835.18. Og í sambandi við varakröfu sína um dómsupphæðina gerir áfrýjandi einnig þá varakröfu um kyrrsetningar- og fjár- námsgerðina, að þær verði felldar úr gildi að nokkru leyti í samræmi við væntanlega niðurfærslu dómkröfunnar. Loks krefst áfrýjandi sýknu af málskostnaðarkröfu stefnda hér fyrir dómi í hér- aði og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð og máls- kostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Hér fyrir dómi er að vísu ekki ágreiningur um það, að áfrýjanda beri að greiða stefnda umboðs- laun af véla- og vélahlutasölu þeirri, er fyrir milli- göngu hans hafi orðið, en hann byggir sýknukröfu sina á því, að umboðslaun stefnda hafi ekki verið fallin í gjalddaga, þegar mál þetta var höfðað, þann 7. febr. 1933. Kveðst hann sjálfur ekki hafa getað fengið firma það, er í hinum áfrýjaða dómi greinir, til að greiða umboðslaun hans fyrr en allar sölur véla frá þvi hér á landi hafi verið greiddar, en að umboðslaun stefnda hafi honum ekki verið skylt að greiða fyrr en hann hafi fengið sin eigin umboðs- laun, en þau hafi hann ekki enn fengið. Gegn mót- mælum stefnda hefir áfrýjandi ekki sannað, að slíkir hafi verið samningar þeirra stefnda og hans. 452 Það verður að gera ráð fyrir því, að stefndi hafi átt rétt á að fá sin umboðslaun jafnskjótt sem þeir viðskiptamenn firmans, er af því keyptu vélar og vélahluta fyrir milligöngu hans, höfðu fullgreitt þær vörur, sem þeir keyptu. Síðust þeirra greiðslna var greiðsla Marselíusar Bernhardssonar, er fram fór 15. april 1932 til innheimtumanns firmans Óskars Borg cand. jur. Það verður að líta svo á, að með þessari greiðslu hafi umboðslaun stefnda fallið í gjalddaga. Og verður aðalsýknukrafa á- frýjanda því ekki tekin til greina. Varakrafa áfrýjanda um niðurfærslu dómkröf- unnar varðar tvö atriði. a) Umboðslaun af vélun- um sjálfum og b) Umboðslaun af vélahlutum. a). Ofannefndur Marselíus Bernhardsson keypti fyrir milligöngu stefnda vélar fyrir kr. 9747.00. Umboðslaun þar af eru með 6% kr. 584.82. Byggt á því, að Marselíus hafi ekki greitt, er mál þetta var höfðað, krefst áfrýjandi, að þessar kr. 584.82 verði dregnar frá sölulaunum stefnda. Eins og fyrr er sagt, hafði Marselíus greitt skuld sína upp 15. apríl 1932 til umboðsmanns firmans, og þar með var allt greitt, er koma skyldi fyrir vörur, sem seldar voru fyrir milligöngu stefnda, og sölulaun hans, einnig fyrir söluna til Marselíusar, voru þá öll fallin í gjalddaga. Af þessari ástæðu verður þessi krafa áfrýjanda um niðurfærslu dómkröf- unnar ekki tekin til greina. b). Stefndi hefur í máli þessu talið selt fyrir sína milligöngu vélahluta fyrir sænskar kr. 15000.00 og reiknar sér með 6% sölulaunum sænskar kr. 900.00 þar af. Af þessum lið kröfunnar verður að telja, að stefndi hafi fært nægileg rök fyrir kr. 347.31 með framlögðum „kreditnótum“. En fyrir hinum 453 hluta þessa liðs kr. 552.69 hefur hann engar „kredit- nótur“ eða önnur full gögn lagt fram, og er honum því mótmælt sem röngum af þeirri ástæðu. Áfrýj- andi, sem að vísu bar að láta stefnda í té „kredit- nótur“ þær, sem hann fékk frá firmanu yfir sölur fyrir milligöngu stefnda, hefur fullyrt, að hann hafi gert þetta, en hvernig sem þessu er varið, virðist stefnda hafa verið unnt að tryggja sér með öðrum hætti, hverju sala vélarhluta fyrir hans milligöngu nam, með því að greiðslur fyrir þá gengu jafnan gegnum banka á staðnum eða pósthús. En þetta hefur stefndi ekki gert, og verður sönnunarskort- ur í þessu efni því að koma niður á honum. Verður því að færa dómkröfuna niður um áðurnefndar sænskar kr. 552.69. Ber þá að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda sænskar kr. 3420.00 — s. kr. 552.69 — sænskar kr. 2867.31 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1932, enda hefir áfrýjandi enga sérstaka athugasemd gert við vaxtatimann. Áfrýjandi hefur hér fyrir dómi, eins og í héraði, krafizt ógildingar á kyrrsetningargerðinni, af því að hún hafi ekki byrjað á heimili hans. Með því að ekki er um það mælt í lögum, að kyrrsetningargerð skuli byrja á heimili gerðarþolanda, verður það fógetans að meta það hverju sinni, hver ástæða vera kunni til þess að byrja slíka fógetagerð utan heimilis hans. Í þessu máli þykja hafa verið næg- ar ástæður til þess að láta gerðina hefjast á Ísa- firði, með því að þar var maður sá, er svara skyldi fjárkröfu þeirri, sem kyrrsett var, og það hefði tafið aðgerðir stefnda að mun, ef gerðina hefði þurft að byrja á heimili áfrýjanda og ef til vill bakað stefnda aukakostnað, sem ekki mátti vita, hvort hann fengi síðar greiddan. Þá nýja ástæðu 454 fyrir kröfu sinni um ógildingu kyrrsetningarinnar, að fógetinn á Ísafirði eigi ekki lögsögu yfir áfrýj- anda, hefur hann enn flutt fram hér fyrir dómi. Með því að byrja mátti gerðina á Ísafirði, þá leiðir af þvi, að fógetinn þar hlaut að vera réttur emb- ættismaður til að framkvæma hana. Loks hefir áfrýjandi talið, að kyrrsetningargerðina eigi að fella úr gildi vegna þess, að hann hafi ekki átt verðmæti það, er kyrrsett var, heldur hið sænska firma, er málsaðiljar seldu vélarnar fyrir. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, hafði áfrýjandi og firmað komið sér saman um það fyrir lok ársins 1932, að áfrýjandi skyldi taka kröfu þá, er firmað átti á áðurnefndan Marselíus Bernhardsson, upp í umboðslaun sín, en áfrýjandi telur sig hafa sam- þykkt þetta með það fyrir augum, að krafan væri enn á Marselíus, en þar sem að hann hafi þá verið búinn að greiða hana til Óskars Borg, þá hafi annar maður verið orðinn skuldunautur, er hann sé ekki skyldur að taka við kröfunni á. Firmað heldur því þar á móti fram gagnvart áfrýjanda, að hann sé bundinn við áðurnefnt samkomulag þeirra á milli. Í þessu máli verður ekki um það dæmt, hvor hafi á réttu máli að standa í þessu efni. Stefndi krafð- ist á sína áhættu og ábyrgð kyrrsetningar í kröf- unni á Óskar Borg, og var það ekki fógetans að meta það, hvort kyrrsetningin kæmi honum að gagni eða ekki vegna vafans um það, hvort áfrýj- andi eða firmað væri eigandi hennar. Krafa áfrýj- anda um órnerkingu kyrrsetningarinnar verður því ekki tekin til greina, nema að því leyti sem dómkrafan er samkvæmt áðursögðu færð niður. Áfrýjandi krefst ómerkingar á fjárnámsgerðinni 27. okt. 1934 fyrst og fremst af sömu ástæðu sem 455 áður var sagt um kröfu þá, er kyrrsett var 18. jan. 1933. Af þeirri ástæðu, sem að framan var greind, verður fjárnámsgerðin ekki heldur ómerkt fyrir þessa sök. En auk þess styður áfrýjandi kröfu sína um ógildingu fjárnámsins 27. okt. 1934 á þvi, að fjárnám hafi verið gert í sömu kröfu af öðrum lán- ardrottnum áfrýjanda 20. jan. 1933, enda hafi hún síðan verið seld á nauðungaruppboði 25. júlí 1934. Eftir bókuninni í fógetabókinni 20. jan. 1933 er það fyrst og fremst mjög vafasamt, hvort gert hefir verið fjárnám í þessari kröfu, enda liggur næst að skilja þá bókun svo, að einungis sé fjárnámi tek- in sú krafa, er áfrýjandi taldi sig eiga á hið sænska firma, vegna þess að hann væri ekki bundinn við samkomulagið um að taka kröfu þess á Marselíus Bernharðsson upp í umboðslaun sín. Og hafa að- iljar þessa máls mjög deilt um skilning á bókun þessari. Í þessu máli verður ekki dæmt um þetta atriði, með þvi að lánardrottinn sá, er fjárnámið var gert fyrir, hefir ekki gerzt aðili þessa máls. Ef hans réttur gengur rétti áfrýjanda framar, þá skerðist hann ekki vegna fjárnámsins 27. okt. 1934 eða staðfestingar á þvi hér fyrir dómi. Hins vegar átti stefndi rétt á því, að fjárnám væri gert í kröf- unni á Óskar Borg, sem kyrrsett hafði verið, að ó- skertum betra rétti þriðja manns, en hafði jafn- framt áhættuna á því, að sá réttur kynni að reynast hans rétti fremri. Þessi ómerkingarástæða áfrýj- anda verður því ekki tekin til greina í þessu máli. Með því að svo mikill vafi lék á því, hvort fjár- nám hefði verið gert í kröfunni á Óskar Borg þann 20. jan. 1933, þá lét umboðsmaður áðurgreinds lán- ardrottins áfrýjanda gera nýtt fjárnám 2. ágúst 1934 til tryggingar um 5000 kr., er voru eftirstöðv- 456 ar sömu kröfu, er tryggja átti með fjárnáminu 20. jan. 1933, og var þá berum orðum gert fjárnám í kröfunni á Óskar Borg, enda telur áfrýjandi, að þetta fjárnám hljóti að ganga fyrir fjárnáminu 27. okt. 1934. Um gildi fjárnámsins 2. ágúst 1934 gagn- vart fjárnáminu 27. okt. s. á. verður ekki heldur dæmt í þessu máli, enda fer um afstöðu fjárnáms- hafans með sama hætti sem sagt var um fjárnámið 20. jan. 1933, og rétt stefnda til að krefjast fjár- námsins 27. okt. 1934, ábyrgðar hans og áhættu þar af. Krafa áfrýjanda um ógildingu fjárnámsins 27. okt. 1934 verður því ekki tekin til greina, nema að því leyti sem framangreinda niðurfærslu á dóm-. kröfunni varðar. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda málskostnað í hér- aði og fyrir hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveð- inn samtals 600 krónur. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Ingólfur G. S. Espholin, greiði stefnda, Jóni Þorbergssyni, sænskar kr. 2867.31 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1932 til greiðslu- dags og samtals kr. 600.00 í málskostnað í hér- aði og fyrir hæstarétti. Kyrrsetningargerð 18. jan. 1933 og fjárnáms- gerð 27. okt. 1934 til tryggingar framangreind- um kröfum staðfestast. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 457 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 7. febr. f. á., af Jóni Þorbergssyni, vélfr. á Ísafirði, gegn Ingólfi G. S. Espholin, kaupmanni hér í bænum, til greiðslu skuldar, að upphæð sænskar kr. 3420.00 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1932 til greiðsludags og málskostnaðar að skað- lausu. Ennfremur krefst stefnandi, að staðfest verði með dómi réttarins kyrrsetning á eignum stefnds, er fram fór á Ísafirði 18. janúar 1933, og að sér verði tildæmdur kostn- aður við þá gerð. Stefndur hefir krafizt sýknu af framangreindum kröf- um stefnanda og málskostnaðar hjá honum eftir mati rétt- arins. Stefnandi tjáir hina umstefndu kröfu vera eftirstöðvar umboðslauna fyrir sölu á Bolindervélum og vélavarahlut- um á árunum 1927— 1931. Kveðst hann á þessum árum hafa verið söluumboðsmaður stefnds við Ísafjarðardjúp, en stefndur hefir verið aðalumboðsmaður hér á landi fyrir sænskt firma J. á C. G. Bolinders Mek. Værksted A/B., Stockholmi. Samkvæmt greinargerð stefnanda um sölu á þessum árum og umsamin sölulaun hefir söluþóknun num- ið alls s. kr. 4420.55, en upp í þetta kveðst hann hafa feng- ið greiddar ísl. kr. 1200.00, er svari til s. kr. 1000.00, og standi þá eftir ógreidd krafa, er nemi hinni umstefndu upphæð. Stefndur hefir fyrst og fremst mótmælt sem sér óvið- komandi öllum sölulaunum stefnanda, sem eldri eru en frá árinu 1930, þar eð stefndur hafi ekki haft aðalumboð frá Bolinder-firmanu fyrr en um áramót 1929— 1930. Í málinu er það hinsvegar upplýst, að á árunum 1927— 1929 var umboðið í höndum firmans „Bræðurnir Esp- holin“, en stefndur var, samkvæmt vottorði firmaskrár- ritara, annar meðeigandi þess firma og bar ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum þess. Er því ekki unnt að taka nefnd mótmæli til greina. Þá hefir stefndur haldið því fram, að honum beri ekki að gera upp umboðslaunin við stefnanda fyrr en allar Þær vörur, sem seldar voru fyrir milligöngu hans séu greiddar. Stefnandi hefir mótmælt því, að nokkurt slíkt skilyrði hafi verið sett fyrir greiðslu umboðslaunanna og 458 hefir stefndur ekki fært sönnur á það gegn neitun hans. En auk þess hefir stefndur ekki getað sýnt fram á, að neitt af þeim vörum, sem stefnandi seldi í umboðssölu, séu enn ógreiddar. Þvert á móti má telja sannað í málinu, að allar kröfur á hendur kaupendum vélanna eða varahlutanna séu gieiddar með fullum skilum og sé upphæð sú, sem kyrr- sett var af stefnanda og áður getur um, hið síðasta, sem eftir stóð ógreitt af andvirði hins selda. Loks hefir stefndur mótmælt því almennt, að söluum- boðslaun stefnanda séu rétt reiknuð, en þar eð stefnandi hefir lagt fram sundurliðaða skrá yfir söluna á vélunum, sem stefndur hefir að engu leyti hnekkt né sannað, að röng væri í einstökum atriðum, þá verða mótmælin ekki til greina tekin að því er þá sölu snertir. Að því er varahlut- ina snertir, þá hefir stefnandi lagt fram allmargar „kredit- nótur“ yfir selda varahluti en kveðst aldrei hafa fengið fullnaðaruppgjör frá stefndum yfir þær vörur allar og styðst það við framlagt bréf frá stefndum. Þar eð stefnd- ur hefir ekki af sinni hálfu lagt fram skilríki fyrir því, hverri upphæð salan á þessum hluta hins selda hefir num- ið, verður að leggja umsögn stefnanda til grundvallar, enda er henni í engum atriðum hnekkt af stefndum, sem eins og fyrr segir, hefir aðeins fært fram almenn mótmæli gegn þessum kröfulið. Samkvæmt framansögðu ber að taka hina umstefndu kröfu til greina með vöxtum eins og krafizt er, enda er Þeim ekki mótmælt sérstaklega. Þá hefir stefndur mótmælt framannefndri kyrrsetn- ingu sem ólöglega álagðri, þar eð hún hafi verið fram- kvæmd utan heimilis hans og án þess að byrjað væri á heimilinu. Rétturinn verður hinsvegar að telja, að ekkert hafi ver- ið því til fyrirstöðu, að nefnd kyrrsetning færi fram án þess að hún væri byrjuð á heimili stefnds og virðist vera full heimild til lögjöfnunar frá 33. gr. laga um aðför frá 4. nóv. 1887, enda voru peningar þeir, er kyrrsettir voru, andvirði seldra muna, er stefnandi átti meðal annars rétt til sölulauna af. Loks hefir stefndur haldið því fram, að hann eigi ekki peninga þá, sem kyrrsettir voru og séu þeir sér óviðkom- andi. En í málinu er það fyllilega upplýst, að á þeim tíma, 459 er kyrrsetningin fór fram, hafði stefndur samþykkt, að taka umrædda peninga sem greiðslu frá Bolinder-firmanu sænska á kröfu hans á hendur firmanu útaf umboðslaun- um. Verða því þessi mótmæli heldur ekki tekin til greina, og ber því að staðfesta kyrrsetninguna sem löglega álagða og framkvæmda. Eftir þessum málsútlistunum ber stefndum að greiða stefnanda málskostnað og kostnað við kyrrsetningargerð, er ákveðst samkvæmt framlögðum reikningi, sem er Í samræmi við aukatekjulögin og gjaldskrá málflutnings- mannafélagsins ísl. kr. 413.50. Mánudaginn 9. nóvember 1936. Nr. 122/1936. Eggert Claessen f. h. Poul Salomon- sen gegn Gísla Vilhjálmssyni. Úrskurður hæstaréttar. Dómi í máli þessu, uppkveðnum 11. og birtum 19. ágúst þ. á., hefir verið áfrýjað til staðfestingar með stefnu, útgefinni 28. og birtri 31. s. m., til þing- festingar í októbermánuði þ. á. Þegar mál þetta skyldi flytja var mætt af hálfu stefnda og beðið um frest til desembermán- aðar, með því að stefndi hefði hinn 2. nóv. s. Í. tekið út gagnáfrýjunarstefnu til breytingar á dóm- inum og til þingfestingar í desembermánuði. Áfrýj- andi hefir mótmælt fresti þessum, en með þvi að því hefir ómótmælt verið haldið fram af hálfu stefnda, að hann hafi á þeim tíma, er aðaláfrýjun- arstefnan var birt, verið fjarverandi frá heimili sínu og eigi komið heim fyrr en í októbermánuði 460 s. 1, þá þykir eigi ástæða til að neita honum um hinn umbeðna frest til desembermán. n. k., til þess að aðalsök og gagnsök verði þá sameinaðar. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður veittur. Miðvikudaginn 11. nóvember 1936. Nr. 48/1936. Réttvísin (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Lorentz Thors (Jón Ásbjörnsson). Brot gegn 279. gr. 1. mgr. hegningarlaganna: Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 3 febr. 1936: Ákærður, Lorentz Thors, á að vera sýkn af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Hann greiði þó allan af máli Þessu leiddan og leiðandi kostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs talsmanns sins í héraði, hæstaréttar- málflutningsmanns Jóns Ásbjörnssonar, kr. 100.00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Svo sem nánar segir í hinum áfrýjaða dómi var mjólkursölu frá Korpúlfsstöðum þannig háttað, þegar atburðir þeir gerðust, sem mál þetta er risið útaf, að mjólkin var send kaupendunum á flösk- um, sem merktar voru Korpúlfsstöðum. Auk þess var letrað á hverja flösku 1 L. Er talið að venju- lega hafi verið um 8000 flöskur í umferð og 2000 —-2500 flöskur sendar á markaðinn á dag. Eftir að kaupendur höfðu tæmt flöskurnar skiluðu þeir þeim aftur til búsins. Fór hver flaska þannig venju- 461 lega, meðan hún entist, fram og aftur milli selj- anda og kaupenda mjólkurinnar. Í máli þessu er það sannað með játningu ákærða og öðrum sönn- unargögnum, að hinn 26. desember 1934 varð á téðu búi skortur á flöskum, er stóðust eins litra mál, og lét þá ákærður taka til notkunar undir- málsflöskur þær, sem nánar greinir frá í undir- réttardómnum. Voru flöskur þessar merktar á þann hátt, er að framan segir, sem eins lítra flöskur, en vantaði þó til jafnaðar nálægt 6% til að standast það mál. Var mjólk á um 300 slíkum flöskum send daglega á markaðinn frá 27. des. 1934 til 12. jan. 1935 að báðum dögum meðtöldum, en hinn 13. jan. 1935 var mjólk á 700 slíkum flöskum send til kaup- enda. Þann 12. s. m. komst eigandi búsins að því, að flöskur þessar voru í umferð. Fyrirskipaði hann þá, að hætt skyldi að nota þær, og var ekki seld mjólk á þeim eftir þann 13. s. m. Með hliðsjón af notkun mjólkurflaskna þessara, þeirri sem áður er lýst, svo og áletruninni, sem á þeim var um lagarmál þeirra, verður að telja, að þær hafi verið mælir í viðskiptum seljanda og kaupenda mjólkurinnar. Með því að senda á mark- aðinn mjólk í undirmálsflöskum þessum, leyna kaupendurna þess, að flöskurnar stóðust ekki það mál, sem á þær var letrað, og taka gjald fyrir, eins og um réttar eins lítra flöskur væri að ræða, hefir ákærður gerzt brotlegur við 279. gr. 1. mgr. hinna almennu hegningarlaga, og þykir refsingin hæfilega ákveðin 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. En eftir málavöxtum þykir mega ákveða að fullnustu refsingarinnar skuli frestað samkvæmt lögum nr. 39. frá 1907 og að hún skuli niður falla að 5 árum liðnum, ef skilyrði téðra laga verða haldin. 462 Samkvæmt þessu verður að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað í héraði, þar á meðal 100 krónur til talsmanns hans þar, og allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, kr. 120.00 til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Lorentz Thors, sæti 20 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar samkvæmt lög- um nr. 39 frá 1907 og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilyrði laga þessara verða haldin. Ákærði greiði allar sakarkostnað í héraði, þar á meðal kr. 100.00 í málsvarnarlaun til verjanda síns þar, hæstaréttarmálflutnings- manns Jóns Ásbjörnssonar, og allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Jóns Ás- björnssonar, kr. 120.00 til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Lorentz Thors, bústjóra á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit, fyrir brot gegn 27. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869, lögum nr. 13 4. júní 1924 um mælitæki og 463 vogaráhöld og tilskipun nr. 1, 13. marz 1925 um mæli- tæki og vogaráhöld. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Bú það, er ákærður veitir forstöðu, er eign föður hans, Thors Jensen, stórkaupmanns í Reykjavik. Framleiðir það kúamjólk til sölu í Reykjavík og á þeim tíma, er tilefni máls þessa gerðist, seldi það mjólk sína á flöskum með á- letruðu sérmerki búsins. Flöskurnar áttu, samkvæmt á- letrun á þær, að taka einn líter, og voru seldar sem slíkar. Um miðjan janúarmánuð fyrra árs varð það kunnugt, að í útsölustöðum Korpúlfsstaðabúsins í Reykjavík væri seld mjólk á flöskum, sem samkvæmt áletrun ættu að taka einn líter, en væru í raun og veru ekki svo stórar. Var mál þetta þá þegar tekið til rannsóknar og Löggild- ingarstofan í Reykjavík látin mæla 17 flöskur frá búinu. Reyndist ein þeirra taka nákvæmlega einn líter, 12 þeirra tóku frá 1,004—1,024 liter, en 4 þeirra tóku frá 0,934— 0.940 líter. Þessar flöskur höfðu allar verið í notkun. Sið- ar mældi Löggildingarstofan 10 flöskur frá búinu og voru þrjár þeirra í notkun og reyndust þær taka 1,0—1,018 líter, en 7 þeirra voru teknar úr tilslegnum kössum á bú- inu og reyndust þær taka frá 0,932—0,958 líter. Eigandi búsins hefir skýrt svo frá, og ekkert hefir fram komið, er afsanni þá skýrslu að árið 1931 hafi hann pantað 3000 líterflöskur frá flöskuverksmiðju þeirri í Dan- mörku, sem hann hafði áður skipt við. Þegar flöskur þess- ar komu til búsins, var því veitt athygli, að þær voru nokk- uð misstórar og margar þeirra stóðust ekki fullt mál. Skipaði hann þá þegar svo fyrir, að flöskur þessar skyldi ekki nota undir mjólk. Voru þær siðan geymdar í lokuðum kössum á hlöðulofti og ekki notaðar nema litilsháttar á búinu sjálfu, samkvæmt fyrirskipun eigandans. Um áramótin 1934—1935 var í undirbúningi breyting á fyrirkomulagi mjólkursölu í Reykjavík, og var mikil ó- vissa um, hvort Korpúlfsstaðabúið fengi eftir sem áður að selja mjólk sina með sérmerki búsins. Vegna þessarar óvissu pöntuðu ráðamenn búsins ekki nýjar flöskur, því að þeir máttu búast við, að þær yrðu ekki nothæfar, eftir að skipulagsbreyting mjólkursölunnar yrði komin á. Frá búinu voru venjulega í umferð 8000 flöskur og voru sendar á markaðinn 2000—-2500 flöskur á dag. 464 Þann 26. desember 1934 skýrði mjólkurbúsverkstjóri ákærðs honum frá því, að ekki væru nægilegar flöskur til á búinu undir þá mjólk, er selja skyldi. Þá var það, að ákærður gaf skipun um að taka til notk- unar til bráðabirgða flöskur úr flöskusendingu þeirri, er áður greinir. Þegar á þeim degi var sett mjólk á 300 af þeim flöskum og þær sendar daginn eftir til Reykjavíkur til sölu. Voru síðan sendar 300 slíkar flöskur á markað- inn daglega þar til 13. janúar 1935 að sendar voru 700. Þann dag komst eigandi búsins að því, að flöskur þessar höfðu verið notaðar, og skipaði hann þá þegar svo fyrir, að hætt skyldi að nota þær og að þær, sem í umferð væru, skyldu dregnar inn svo fljótt sem auðið væri. Var þessu boði hlýtt. Á búinu var notuð vél til að setja mjólkina í flöskur. Vélin mælir í hverja flösku vissan skammt mjólkur. Við rannsókn málsins var hún athuguð af Löggildingarstof- unni og látin mæla mjólk í 16 flöskur. Reyndist hún mæla frá 1,002—1,026 líter á hverja flösku. Einnig var hún látin mæla í of litlar flöskur, og kom þá í ljós, að það af hinum mælda skammti, sem ekki komst í flöskurnar, rann nið- ur á gólf til spillis. Starfsfólk búsins, sem vann við að setja mjólk í flösk- ur, hefir skýrt frá því, að stundum þegar verið var að setja mjólk á hinar of litlu flöskur, hafi verið sett ílát undir spillimjólkina og hún síðan gefin kálfum á búinu. Ákærður, sem sjaldan kom í sjálfa mjólkurstöðina á bú- inu, hefir eindregið neitað því, að hann hafi haft nokkra vitneskju um, að spillimjólkin væri notuð til neins. Hann hafi haldið, að hún rynni í skolpræsin og yrði ónýt. Þar sem ekkert hefir komið fram í rannsókn málsins, er sanni, að ákærður hafi vitað um notkun spillimjólkurinnar, verð- ur að telja, að svo hafi ekki verið. Samkvæmt framansögðu er það sannað í máli þessu, að ákærði hefir látið senda út til sölu frá Korpúlfsstaðabú- inu mjólk á flöskum, sem samkvæmt áletrun skyldu taka 1 líter og kaupendur hafa gert ráð fyrir, að svo væri, en nokkuð hefir skort á það. Höfðað hefir verið mál gegn ákærðum fyrir brot á lög- um nr. 13 4. júní 1924, um mælitæki og vogaráhöld, og tilskipun nr. 1, 13. marz 1925 um mælitæki og vogaráhöld, 465 svo og fyrir brot gegn 27. kapitula hinna almennu hegn- ingarlaga frá 25. júni 1869. Að því er snertir brot á fyrstnefndum lögum og tilskip- uninni, sem leiðir af henni (sic) er rétt að geta þess, að lögin og tilskipunin eftir orðum sinum aðeins ræða og setja ákvæði um þau mælitæki og vogaráhöld, sem notuð eru af verzlunum og þurfa þar af leiðandi löggildingar við. Skil- greiningin á því, hvað er verzlun, er nokkuð mismunandi í lögum en venjulegast er að telja ekki annað verzlun heldur en þá stofnun, sem verzlunarleyfi hefir fengið og barf þess að lögum, og aldrei hefir dómarinn heyrt þess get- ið, að bú manna, þótt stór hafi verið, hafi verið talin þar með. Löggilding hefir heldur eigi komið til greina um mjólkurflöskur þær, sem rætt er um í máli þessu. Ein- hver gæti þó látið sér í hug koma, að lögjöfnun (analogi) geti komið til greina, þar eð Korpúlfsstaðabúið er svo stórt. En rétturinn álitur, að ekki sé rétt að fara inn á svo hála braut að greina bú eftir stærð þeirra, því þá eru vandfundin takmörkin. Samkvæmt því virðist verða að sýkna ákærðan af ákæru fyrir brot á lögum nr. 13 4. júni 1924 og tilskipun nr. 1, 13. marz 1925. Þá er mál höfðað útaf broti gegn ákvæðum 27. kafla hegningarlaganna frá 25. júni 1869. Þar kemur til greina, hvort ákærður hefir brotið gegn ákvæðum 279. gr., því sú ein grein í hinum tilvitnaða kafla snertir málefni þetta. Nú er það upplýst í rannsókn málsins, að hvorki ákærði né eigandi búsins, Thor Jensen, hafa getað við þvi gert, þótt mjólkurflöskurnar hafi ekki náð máli, heldur virðist það mistökum verksmiðjunnar að kenna, enda gerði eig- andinn þegar í stað og þær komu, ráðstafanir til þess að þær yrðu ækki notaðar og stöðvaði jafnskjótt notkun þeirra, er hann vissi að til þeirra hafði verið gripið. Það verður því ekki sjáanlegt, að sá eini maður, sem vitanlegt er, eftir því sem upplýst er í málinu, að hafi hagsmuna að gæta af fjárhagslegri velgengni búsins, hafi viljað svíkja viðskiptavini þess á þessum of litlu flöskum, heldur miklu fremur verið það á móti skapi. Hinsvegar er það upplýst, að ákærður, sem er bústjóri á búinu, en ekki er upplýst um að eigi nokkurn hluta í búinu, hefir hinn 26. des. 1934 gefið skipun um að nota nokkuð af flöskum þessum, vit- andi þó, að ástæðan til þess, að faðir hans, eigandi búsins, 30 466 hafði fyrirskipað að nota flöskurnar ek'i, var sú, að hann (eigandinn) taldi flöskurnar of litlar. Það er ekki ná- kvæmlega sannað, hve mikið hefir verið notað af þeim né beldur hve margar ekki náðu máli, en samkvæmt vitna- framburðum virðast ekki hafa verið settar í umferð fleiri en 16—17 hundruð flöskur. Ákærður hefir haldið því fram, að sér hafi ekki verið kunnugt um annað, en að sú mjólk, sem ekki fór úr aftöppunarvélinni á flöskurnar, og viðskiptamenn búsins þarafleiðandi urðu af, hafi runnið niður á gólfið og ekki orðið nokkrum til hags, þó upplýst megi telja með vitnaframburðum starfsmanna búsins, að þetta er ekki rétt, þar sem afgangurinn var gefinn kálfum búsins, þykir líka upplýst og ekki heimilt að rengja það, samkvæmt prófum málsins, að ákærði hafi ekki vitað um þetta, en verið í góðri trú. Málið liggur því þannig fyrir, að ákærði hefir ekki haft neinn auðgunartilgang með verknaði sínum, er hann fyrirskipaði að senda út flösk- urnar, sem faðir hans, eigandi búsins, hafði áður hindrað að notaðar væru, en auðgunartilgangur (animus lucri faciendi) virðist hljóta að vera skilyrði fyrir broti því, sem rætt er um í 279. gr. hinna almennu hegningarlaga (sbr. orðin, „til þess að svíkja menn með þeim“). Sam- kvæmt því virðist eigi unnt að dæma ákærðan til refsing- ar, en þar sem hann hefir sýnt allmikið kæruleysi með því að fyrirskipa notkun mjólkurflaskna, sem eigandi búsins ekki taldi verjanlegt að nota, virðist rétt að dæma hann til þess að greiða allan af máli þessu leiddan og leiðandi kostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs tals- manns sins í héraði, hæstaréttarmálflutningsmanns Jóns Ásbjörnssonar, kr. 100.00 — eitt hundrað krónur. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 467 Föstudaginn 13. nóvember 1936. Nr. 21/1936. Samvinnufélagið „Ernir“ (Lárus Jóhannesson) gSegn Geir Jóni Helgasyni og gagnsök {Magnús Thorlacius, cand jur.). Sameignarfélag sýknað af kröfu eins félagsmanns um reikningsskil og greiðslu ætlaðrar innieignar. Dómur sjóréttar Hafnarfjarðarkaupstaðar 11. jan. 1936: Stefndu, s. f. Ernir, greiði stefnandanum, Geir Jóni Helga- syni, kr. 593.17 ásamt 5% ársvöxtum frá 20. marz 1935 til greiðsludags og hefir stefnandi sjóveðrétt í e. s. Örn G. K. 5 fyrir hinum tildæmdu upphæðum. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefir skotið máli þessu til hæsta- réttar með stefnu, útgefinni 20. febr. þ. á., og gert þær dómkröfur, aðallega, að hann verði algerlega sýknaður í málinu, en fil vara, að hann verði ein- ungis dæmdur til að greiða kr. 274.13 ásamt 6% ársvöxtum frá 20. marz 1935 til greiðsludags. Til þrautavara krefst hann þess, að hin dæmda fjár- hæð verði færð niður í kr. 304.13 ásamt 6% árs- vöxtum frá 20. marz 1935 til greiðsludags. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir hæsta- rétti, hvernig sem málið fer. Gagnáfrýjandi hefir, að fengnu gjafvarnar- og gjafsóknarleyfi dags. 24. júní þ. á., gagnáfrýjað málinu með stefnu dags. 9. júlí þ. á. og gert eftir- taldar dómkröfur: aðallega, að aðaláfrýjandi verði 468 dæmdur til að inna af hendi fullnægjandi reiknings- skil fyrir útgerð skipsins „Örn“ G. K. 5 og til að greiða gagnáfrýjanda inneign hans samkvæmt téð- um reikningsskilum ásamt 6% í ársvöxtu frá 20. marz 1935, unz greitt verður, en fil vara, að aðal- áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 626.00 ásamt 6% í ársvöxtu frá 20. marz 1935, unz greitt verður, og til þrautavara, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, að fráskildu málskostnað- arákvæði hans. Hvernig sem málið fer krefst gagn- áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir hæsta- rétti, eins og mál þetta væri ekki gjafvarnar- og gjafsóknarmál, enda verði talsmanni hans ákveðin hæfileg þóknun fyrir flutning málsins bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti. Ennfremur krefst gagnáfrýj- andi þess, að viðurkenndur verði í dómnum sjó- veðréttur í e/s „Örn“ G. K. 5 eða vátryggingarfjár- hæð þess skips fyrir upphæðum þeim, er aðaláfrýj- andi yrði dæmdur til að greiða honum. Verði kröf- ur gagnáfrýjanda ekki teknar til greina, krefst hann þess þó, að talsmanni hans verði dæmd hæfi- leg þóknun af almannafé fyrir flutning málsins bæði í héraði og fyrir hæstarétti. a) Aðalkrafa gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi tel- ur, að stjórn samvinnufélagsins „Ernir“ hafi ekki innt af hendi nægileg reikningsskil um afrakstur af útgerð skipsins „Örn“. Segir hann ákvæði fé- lagssamningsins um ráðstöfun arðsins flókin og séu reikningsskil nauðsynleg, til þess að komast að raun um, hversu mikil sé inneign hans hjá félag- inu. Samkvæmt 18. gr. téðs félagssamnings skal al- manaksárið vera reikningsár félagsins og skal reikningsskilum lokið svo tímanlega, að endur- skoðun geti farið fram fyrir aðalfund, en aðalfund- 169 ar félagsins skal, samkvæmt 15. gr. sama félags- samnings, haldinn ár hvert eigi síðar en 15. marz. Í 15. gr. segir ennfremur, að stjórn félagsins skuli á aðalfundi m. a. skýra frá hag félagsins og starf- semi á liðnu ári. Þar skulu teknar ákvarðanir um tillögur félagsstjórnarinnar um ráðstöfun á ársarði og um tillögur endurskoðenda varðandi úrskurðun á ársreikningum fyrir umliðið ár. Af hálfu aðalá- frýjanda var þvi í héraði haldið ómótmælt fram, að aðalfundur téðs félags hafi verið haldinn hinn 11. júní 1934 og að gagnáfrýjandi hafi verið mætt- ur á þeim fundi. Hafi endurskoðaðir reikningar fé- lagsins fyrir hið liðna starfstímabil verið lagðir þar fram, upplesnir og samþykktir af fundarmönnum, þar með töldum gagnáfrýjanda. Þykir gagnáfrýj- andi af þessum sökum ekki eiga kröfu til frekari reikningsskila fyrir tímabilið frá stofnun félagsins til ársloka 1933. Í hæstarétti hefir umboðsmaður aðaláfrýjanda lagt fram nokkur ný skjöl. Bendir hann á, að á meðal þeirra sé ágripsendurrit úr gerðabók téðs samvinnufélags um aðalfund, sem haldinn hafi verið í félaginu hinn 12. júní 1935. Umboðsmaður gagnáfrýjanda mótmælir því, að málið sé dæmt með hliðsjón af hinum nýju plöggum og færir það mótmælum sínum til stuðnings, að hvorki hafi að- aláfrýjandi aflað novaleyfis né ágrip af hinum nýju skjölum legið svo lengi frammi á skrifstofu hæsta- réttar, sem fyrir er mælt í 36. gr. hæstaréttarlaga nr. 112 frá 1935. Gegn mótmælum gagnáfrýjanda geta áminnzt skilríki ekki komið til álita í málinu. Þess er þegar getið, að samkvæmt félagssamningi fyrir s/f „Ernir“ skal aðalfundi félagsins halda ár- lega og leggja þar fram endurskoðaða reikninga 470 félagsins. Gagnáfrýjandi hefir hvorki mótmælt því, að aðalfundur hafi verið haldinn 1935 né að honum hafi verið þess kostur að mæta þar og gagnrýna reikninga félagsins fyrir árið 1934. Að framan- greindum atriðum athuguðum þykir bera að sýkna aðaláfrýjanda af aðalkröfu gagnáfrýjanda í máli þessu. b. Varakröfur gagnáfrýjanda. Svo sem í hinum áfrýjaða dómi segir telur gagnáfrýjandi, að aðal- áfrýjandi hafi án heimildar fært honum til gjalda á viðskiptareikningi þeirra eftirtaldar fjárhæðir og haldið þeim eftir við lokaskipti aðiljanna. 1. Greiðsla til Júlíusar Sigurðssonar .. kr. 396.00 2. Greiðsla til Guðmundar Þórðarsonar — 195.00 3. Reikningur offærður til skuldar um — 5.00 4. Sjúkrakostnaður .................. — 30.00 Samtals kr. 626.00 Gerir gagnáfrýjandi það að varakröfu sinni, að honum verði dæmd fjárhæð þessi með vöxtum, eins og að framan segir. Skulu nú hinir einstöku liðir kröfu þessarar teknir til athugunar. Um 1. og 2. Þeir Júlíus Sigurðsson og Guðmundur Þórðarson voru ráðnir af framkvæmdastjóra s/f „Ernir“ til að vinna störf gagnáfrýjanda í veik- indaforföllum hans. Samkvæmt 6. gr. félagssamn- ingsins er félagsmanni, sem er fjarverandi um stundarsakir vegna veikinda, heimilt að setja ann- an mann í sinn stað, sem skipstjóri tekur gildan. Telji skipstjóri og félagsstjórn ekki þörf að fá mann í skarðið, skal skiprúmið standa autt á meðan, en um þátttöku hins fjarverandi manns í hlutaskipt- um fer eftir ákvörðun félagsstjórnar. Af téðu á- kvæði virðist mega ráða það, að sá félagsmaður, 471 sem fjarvistum er vegna veikinda, skuli bera kostn- aðinn af því, ef fá þarf mann í hans stað á skipið. Gagnáfrýjanda, sem var stýrimaður á skipi félags- ins, mátti vera það ljóst, að fá þurfti stýrimann í hans stað á skipið, meðan hann var fjarvistum. Þar sem hann ekki benti á mann, sem tekið gæti við starfi hans, þá var forráðamönnum félagsins heimilt að ráða mann í hans stað og færa honum kostnaðinn við það til gjalda. En greiðslum þess- um hefir ekki verið mótmælt á þeim grundvelli, að þær væru ósanngjarnlega háar. Ennfremur hefir því ekki verið hnekkt, að gagnáfrýjandi hafi sam- þykkt greiðslur þær, er hér um ræðir, með kvittun sinni á reikning þann, sem aðaláfrýjandi gerði um inneign hans og útborganir til hans, þar á meðal þessar fjárhæðir. Um 3. Reikningur sá, er hér skiptir máli, er tal- inn vera frá veitingahúsi í Keflavík. Því hefir ekki verið mótmælt nægilega í héraði, að gagnáfrýjandi hafi samþykkt reikning þenna með kvittun sinni á áminnætan útborgunarlista og getur krafa hans varðandi þenna lið þessvegna ekki orðið tekin til greina. Um 4. Hér er um að ræða aukakostnað, sem staf- ar af því, að gagnáfrýjandi bjó í veikindum sinum á tvibýlisstofu á sjúkrahúsi í stað fjölbýlisstofu. Það er ekki sannað í málinu, að gagnáfrýjandi hafi ekki getað fengið inni á fjölbýlisstofu. Þykir þessvegna ekki ástæða til að taka kröfu hans varðandi þenn- an lið til greina. Samkvæmt framansögðu verður að lita svo á, að sagnáfrýjandi eigi enga kröfu á hendur aðaláfrýj- anda, s/f „Ernir“. Ber því að taka til greina kröfu aðaláfrýjanda um sýknu í máli þessu. Eftir þess- 472 um úrslitum málsins þykir rétt að dæma gagnáfrýj- anda til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í hér- aði og fyrir hæstarétti og þykir hann hæfilega á- kveðinn samtals kr. 300.00, en málflutningslaun skipaðs talsmanns gagnáfrýjanda í héraði og fyrir hæstarétti, sem ákveðast kr. 150.00, greiðist úr ríkissjóði. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjandi, s/f „Ernir“, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Geirs Jóns Helga- sonar, í máli þessu. Málflutningslaun hins skipaða talsmanns gagnáfrýjanda, cand. jur. Magnúsar Thorla- cius, kr. 150.00, greiðist úr ríkissjóði. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda kr. 300.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir sjóréttinum með stefnu, birtri 23. marz s. 1. af Geir Jóni Helgasyni, gegn stjórn s. f. Ernir f. h. nefnds samvinnufélags og gerir hann, sem fengið hefir gjafsókn í málinu, þær kröfur fyrir réttinum, að stefndu verði með dómi skyldaðir til að gera fullnægj- andi reikningsskil fyrir útgerð skipsins Örn G. K. 5, og greiða innieign stefnanda samkvæmt téðum reikningsskil- um. Til vara gerir stefnandi þær kröfur, að stefndu verði dæmdir til að greiða sér kr. 600.00 auk 6% ársvaxta frá 20. marz s. Í. til greiðsludags og í hvoru tilfelli sem er krefst hann málskostnaðar að skaðlausu, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, og að viðurkenndur verði sjó- 473 veðréttur í e. s. Örn. G. K. 5 fyrir hinum umstefndu upp- hæðum. Stefndu krefjast hinsvegar sýknu og málskostnaðar eft- ir mati réttarins. Málavextir eru þessir: Þann 28. sept. 1932 var stofnað samvinnuútgerðarfé- lagið Ernir í Hafnarfirði. Stofnendur þess voru skipverjar á e. s. Pétursey G. K. 277, er þá var nefnt að nýju Örn G. K. 5 og skráð í Hafnarfirði. Stofnendum var skylt að gegna skipverjastörfum á skipinu, svo framarlega sem þeir hefðu heilsu til. Var stefnandi stýrimaður skipsins. Þann 17. april 1934 fór stefnandi úr skiprúmi vegna veikinda, en kom aftur í skiprúm 12. maí s. Í. Á þessum tima gegndi Júlíus Sigurðsson stöðu stefnanda á skipinu og var hann til þess ráðinn af formanni og framkvæmdar- stjóra félagsins. Stefnandi varð aftur að fara úr skiprúmi 19. s. m. vegna veikinda. Réðu þá formaður og framkvæmdarstjóri fé- lagsins Guðmund Þórðarson í hans stað. Skipið fór síðar á síldveiðar seint í júnímánuði, en þá lá stefnandi enn á sjúkrahúsi, en kom í skiprúm nokkru eftir að skipið fór á síldveiðar. Stefndu í málinu hafa lagt fram reikning yfir viðskipti stefnanda og er hann þar skuldaður fyrir kr. 396.00, sem greitt hefir verið Júlíusi Sigurðssyni stýrim., og kr. 195.00, sem greiddar hafa verið Guðmundi Þórðarsyni, stýrim. Ennfremur er stefnandi skuldaður um kr. 10.00, er greidd- ar höfðu verið samkvæmt reikningi frá Keflavík fyrir stefnanda. Niðurstaða reikningsins sýnir skuld stefnanda kr. 1.85. Liðum þessum mótmælir stefnandi sem röngum. Full- yrðir hann, að reikningurinn úr Keflavík hafi ekki num- ið nema kr. 5.00, og sé hann í þeim lið skuldaður um of um kr. 5.00. Upphæðunum til Júlíusar og Guðmundar mótmælir síefnandi sem sér óviðkomandi og byggir á því, að annar hafi verið ráðinn án sinnar vitundar og hinn gegn mót- mælum sínum, enda beri sér að fá greiddan aflahlut, jafnt sem aðra skipverja, þar eð hann hafi lögleg forföll og beri sér ekki að standa straum af ráðningu manna, er unnu verk hans á skipinu á meðan. 474 Þá hefir stefnandi og komið að án framhaldsstefnu, með samþykki stefndu, nýrri kröfu, að upphæð kr. 30.00, vegna legukostnaðar stefnanda á sjúkrahúsi í Reykjavik. Fór fram árangurslaus sáttatilraun um kröfu þessa, sem þann- ig er til komin, að þegar stefnandi lagðist á sjúkrahús í Reykjavík, var ekki til nema tveggja manna stofa, sem var nokkru dýrari en fleirbýlisstofa. Var legukostnaður stefnanda greiddur, að því er stefnandi fullyrðir, af Sjúkra- samlagi Reykjavíkur, en stefndu fullyrða, að þeir hafi greitt hann, nema umræddar kr. 30.00, sem stefndu töldu sér ekki skylt að greiða. En upphæð þessi er mismunur á verði tvibýlisstofu og einbylisstofu yfir legutima stefn- anda. Undir rekstri málsins hefir stefnandi því sundurliðað varakröfur sínar þannig: 1. Ofreiknaður reikn. frá Keflavík .......... kr. 5.00 2. Greiðsla til Júlíusar Sigurðssonar ........ — 396.00 3. Greiðsla til Guðmundar Þórðarsonar .... — 195.00 4. Sjúkrakostnaður ...........0..00.. 0... — 30.00 Alls kr. 626.00 Kröfum stefnanda hafa stefndu mótmælt sem röngum og rakalausum. Aðalkröfunni, að stefndu geri reiknings- skil og greiði stefnanda samkvæmt þeim, hefir stefnd- ur mótmælt með því, að á aðalfundi í s. f. Ernir 11. júni 1934 hafi verið lagður fram endurskoðaður reikningur félagsins fyrir árið 1933 og verið samþykktur. Er þetta ekki véfengt af stefnanda. Þá hafa stefndu og haldið fram, að stefnandi hafi 12. des. 1934 selt eignarhluta sinn í s. Í. Ernir, sem var einn átjándi hluti félagsins með öllum þeim réttindum og skyldum, sem þeim hlut fylgdu og sé stefn- andi því ekki réttur aðili til að krefjast reikningsskila fyrir árið 1934. Stefnandi hefir hinsvegar haldið því fram, að hann hafi ekki selt nefndan hlut sinn í s. f. Ernir fyrr en 10. april 1935, en þann dag hefir hann með áritun á samn- inginn lýst þvi yfir að greiðsluskilmálum sé fullnægt og sé kaupandi réttur eigandi að hluta stefnanda, sem til þess tíma hafi staðið á hans nafni. Rétturinn lítur svo á, að atriði þetta geti ekki skipt máli um úrlausn á máli þessu, því enda þótt stefnandi 475 hafi selt eignarhluta sinn í félaginu 12. des. 1934 hefir hann ekki þar með framselt kröfu þá, er hann kann að eiga á hendur stefndu félagi, umfram aðra félagsmenn. Hinsvegar þykir aðalkrafa stefnanda, um ný reiknings- skil af hálfu stefndu, ekki á nægum rökum byggð, og koma þá til álita varakröfur hans. 1. Hvað snertir 1. lið varakröfunnar (ofreiknaður reikn- ingur frá Keflavík 5 kr.) hvílir sönnunarbyrðin á stefndu um að upphæðin, sem greidd var vegna stefnanda, hafi verið kr. 10 — í stað kr. 5 — þar eð þeir greiddu kröfu þessa og var því sjálfsagt fyrir þá að tryggja sér sönnun fyrir greiðslunni. Þar sem greiðsla þessi hefir ekki verið sönnuð, ber að taka til greina kröfu stefnanda að þessu leyti. 2. Rétturinn litur svo á, að stefnanda í máli þessu hafi borið að fá arð af rekstri félagsins til jafns við aðra fé- lagsmenn, enda þótt hann forfallaðist úr skiprúmi vegna veikinda. Tjón félagsins vegna veikinda stefnanda nam upphæðum þeim, sem greiddar voru til manna þeirra, er teknir voru í hans stað eða kr. 396.00 195.00 = kr. 591.00. Tjón þetta átti að lenda á félagsmönnum í jöfnu hlutfalli við eign hvers í félaginu, og þar sem upplýst er að stefnandi átti 14s hluta í félaginu, bar honum og að taka á sig greiðslu á Mg hluta af framangreindri upphæð. Sam- kvæmt þessu verða varakröfuliðir stefnanda nr. 2—3 tekn- ir til greina að 1%g hlutum og ber stefndu því að greiða honum kröfuliði þessa með kr. 591.00 = 32.83 = kr. 558.17. 3. Að því er snertir 4. varakröfulið stefnanda kr. 30.00 (sjúkrahúskostnaður) verður samkvæmt 28. gr. laga nr. 41 19. mai 1930 að taka hana (sic) til greina og getur það naumast skipt máli þótt kostnaður þessi hafi orðið til vegna þess að sjúkrahúsvist stefnanda var nokkru kostn- aðarsamari fyrir það, að hann varð að dvelja á tvibýlis- stofu í sjúkrahúsinu í stað fleirbýlisstofu. Samkvæmt framanskráðu ber því að dæma stefndu til að greiða stefnanda kr. 593.17 ásamt vöxtum frá 20. marz 1935, er þykja hæfilega ákveðnir 5%. Þá verður og að taka til greina kröfu stefnanda um sjóveðrétt fyrir hinu tildæmda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður verði látinn niður falla. 476 Mánudaginn 16. nóvember 1936. Nr. 56/1936. Bæjargjaldkerinn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs (Garðar Þorsteinsson) segn Jóni Jónssyni. (Pétur Magnússon). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 7. apríl 1936: Hið umbeðna lögtak skal eigi fram fara. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi og að hið umbeðna lögtak verði heimilað. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða úr- skurði og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Í 20. gr. laga um kreppulánasjóð nr. 78/1933 er ákveðið, að stjórn sjóðsins fram til 31. des. 1935 skipi þrír menn, aðalbankastjóri Búnaðarbankans og tveir menn, er atvinnumálaráðherra skipar eft- ir tilnefningu landbúnaðarnefnda Alþingis. Að und- angenginni slíkri tilnefningu var stefndi skipaður í stjórn sjóðsins og launakjör hans ákveðin 600 kr. á mánuði. Átti hann sæti í sjóðstjórninni eftir þvi, sem upplýst er hér fyrir réttinum, frá 1. okt. 1933 til 31. des. 1935. Þennan tíma dvaldist hann hér í Reykja- vík, leigði sér hér húsnæði og keypti fæði. Hefir hann þannig, með því að taka sæti í stjórn kreppu- lánasjóðs, ráðið sig til fasts og fulls starfs hér í Reykjavík um rúmlega tveggja ára tíma, og verð- 471 ur að telja, að þessi ráðning hans og dvöl hér með þeim hætti, er fyrr segir, hafi skapað honum heim- ilisfestu hér í Reykjavik umrætt starfstímabil. Þar sem dvöl hans hér í Reykjavik var þannig háttað á þessum tíma, skiptir ekki máli í þessu sambandi, þótt hann hafi jafnframt haldið áfram búrekstri í Stóradal í Svínavatnshreppi og haft í huga að hverfa þangað aftur að loknum starfstíma sinum í Reykjavik. Samkvæmt framansögðu verður að líta svo á, að stefndi hafi verið útsvarsskyldur til bæjarsjóðs Reykjavíkur á þeim tíma, sem umrætt útsvar var á hann lagt. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og skylda fógetann til að framkvæma hið umbeðna lögtak. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti, og þykir málskostnaðurinn hæfilega metinn 200 krónur. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur og ber að framkvæma hið umbeðna lögtak. Stefndi, Jón Jónsson, greiði áfrýjanda, bæj- argjaldkera Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs, 200 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Jóni Jónssyni, bónda í Stóradal, hefir verið gert að greiða kr. 440.00 í útsvar til Reykjavíkur 1935. Af útsvari þessu hafa verið greiddar kr. 200.00, sem gjaldandi telur gert af vangá og krefst endurgreiðslu á jafnframt þvi að 478 hann neitar að greiða eftirstöðvarnar ásamt áföllnum dráttarvöxtum. Nú hefir bæjargjaldkerinn krafizt þess, að útsvarið verði innheimt með lögtaki, og hafa aðiljar því lagt ágreininginn undir úrskurð fógetaréttarins. Gerðarbeiðandi heldur því fram í máli þessu, að gerð- arþoli hafi frá því að kreppulánasjóður tók til starfa, ver- ið búsettur hér í bænum sem einn af stjórnendum hans. og hafi hann með dvöl sinni hlotið að verða talinn hér heimilisfastur við manntal 1934 og niðurjöfnun 1935 og bú það, sem gerðarþoli rak norður í Stóradal í Svinavatns- hreppi, hafi því verið heimilisföst atvinnustofnun þar, sbr. 8. gr. a. lið útsvarslaganna nr. 46 frá 1926, og hafi þvi ver- ið réttmætt að leggja útsvar á gerðarþola í Reykjavík. Gerðarþoli heldur því hinsvegar fram, að hann eigi lög- heimili á eignarjörð sinni Stóradal í Svínavatnshreppi, þar hafði hann átt lögheimili og á því hafi engin breyting orðið við atvinnu þá, sem hann hafði haft undanfarið við stjórn kreppulánasjóðs, enda ber manntalið í Reykjavík Það með sér, að gerðarþoli hefir ávalt þau ár, sem hann hefir verið í Reykjavík sem stjórnandi kreppulánasjóðs, talið lögheimili sitt að Stóradal. Hann mótmælir því, að hann geti fallið undir 8. gr. a. lið útsvarslaganna. Það er eigi umþrætt í máli þessu að gerðarþoli hafi haft atvinnu í Reykjavík og dvalið þar, heldur er spurn- ingin aðeins sú, hvort hann með þeirri atvinnu og dvöl hafi skapað sér hér lögheimili, sem hafi gefið niðurjöfn- unarnefnd rétt til þess að leggja á hann útsvar. Það er upplýst, að atvinna gerðarþola, sem hér ræðir um, var takmörkuð við tímabil það, sem kreppulánasjóði var ætlað að starfa, en ekki verður litið svo á, að enda þótt sjaldþegn stundaði atvinnu utan lögheimilis síns að hann Þurfi að flytja lögheimili sitt til þess staðar, þar sem starf- ið er innt af hendi, enda gera útsvarslögin ráð fyrir skipt- ingu útsvars milli hreppa undir vissum kringumstæðum. Fógetarétturinn litur því svo á, að gerðarþoli hafi eigi með dvöl sinni hér í bæ, vegna atvinnu þeirrar, sem hann hafði (sic) eigi skapað sér hér lögheimili og tekur því kröfu gerðarþola til greina um að lögtakið skuli eigi ná fram að ganga. 479 Miðvikudaginn 18. nóvember 1936. Nr. 17/1936. Árni Bergsson, Magnús Guðmunds- son og Steingrímur Baldvinsson (Jón Ásbjörnsson) segn Þorvaldi Sigurðssyni, Þorleifi Rögn- valdssyni, Sigurpáli Sigurðssyni og Þorsteini Þorsteinssyni (Pétur Magnússon). Mál um það, hvort leiguréttindi að lóð bæri að telja framseljanleg. Dómur gestaréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaup- staðar 28. október 1935: Grunnleiguréttindi þau, er eig- andi jarðarinnar Brimnes í Ólafsfirði veitti Gudmanns Efterfölgers verzlun á Akureyri með samningi 11. júli 1896 (réttarskjal 4) eru ekki framseljanleg. Stefndu, útgerðarmennirnir Árni Bergsson, Magnús Guð- mundsson og Steingrímur Baldvinsson, allir til heimilis í Ólafsfirði, víki burt með húseignir þær, er þeir eiga nú á lóð þeirri í landi jarðarinnar Brimnes, er Gudmanns Efterfölgers verzlun á Akureyri var leigð með samningi 11. júlí 1896, innan 60 — sextíu — daga frá löglegri birt- ingu dóms þessa og að viðlögðum dagsektum 5 — fimm — krónur fyrir hvern dag, er líður eftir hinn setta frest. Málskostnaður fellur niður. Dóminum að fullnægja innan 60 daga frá löglegri birt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur hafa krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur verði felldur úr gildi og að þeir verði sýkn- aðir af öllum kröfum hinna stefndu í héraði, svo og, að hinir stefndu verði dæmdir til greiðslu máls- kostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Hinir 480 stefndu hafa krafizt staðfestingar á hinum áfrýj- aða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, skyldi lóð- arleigusamningurinn frá 11. júlí 1896 vera óupp- segjanlegur af hálfu leigusala. Eftir þeim skilningi, sem um þær mundir virðist hafa verið ríkjandi þar norður á samskonar samningum, verður að skilja þetta ákvæði nefnds samnings þannig, að hann skyldi og halda gildi sínu, þótt eigandaskipti yrði að leiguréttinum. Er það og þessum skilningi til stuðnings, að gert var ráð fyrir því, að leigu- taki reisti hús á leigulóðinni og setti bryggju við hana, og því ólíklegt, að hann vildi sæta því, að réttur hans skyldi vera óframseljanlegur, með því að þá gat hann átt á hættu, að tapa þvi að nokkru. eða jafnvel að öllu, er hann hefði lagt í kostnað í þessu sambandi, ef hann hefði ekki sjálfur þörf eða ástæður til þess að nota lóðina og mannvirki á henni. Að vísu var svo tilskilið í viðbótarsamningi milli leigusala og leigutaka frá 1. júni 1922, að leigutaki afsalaði sér rétti til að setja bryggju fram af lóð- inni, en fékk í staðinn loforð leigusala um ákveðið árgjald fyrir, eða þá, að leigusali útvegaði honum gjaldfrjálsan afnotarétt fyrir einn vélbát af bryggju þeirri, er þá hafði verið gerð þar á staðnum, og með heimild til að afhenda öðrum þau bryggjunot. Af þessu síðastnefnda ákvæði viðbótarsamningsins verður engin ályktun dregin um óframseljanleik leiguréttarins eftir frumsamningnum frá 11. júlí 1896, með þvi að eftir viðbótarsamningnum var um afnot af eign þriðja manns að tefla, sem óháð voru fyrirmælum samningsins frá 11. júlí 1896. Samkvæmt framanskráðu verður að fella hinn 481 áfrýjaða dóm úr gildi og sýkna áfrýjendur af öll- um kröfum hinna stefndu í héraði. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Þvi dæmist rétt vera: Áfrýjendur, þeir Árni Bergsson, Magnús Guðmundsson og Steingrímur Baldvinsson, eiga vera sýknir af kröfum hinna stefndu, þeirra Þorvalds Sigurðssonar, Þorleifs Rögn- valdssonar, Sigurpáls Sigurðssonar og Þor- steins Þorsteinssonar, í máli þessu. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Tildrög máls þessa, sem er höfðað með gestaréttar- stefnu, útg. 26. ágúst 1935, eru eftir því, er virðist mega ráða af hinum framlögðu skjölum, á þessa leið: Með samningi 11. júlí 1896 leigði þáverandi eigandi og umráðamaður jarðarinnar Brimnes í Ólafsfirði, Gudmanns Efterfölgersverzlun á Akureyri, 1200 ferf. stóra lóð úr Jandi jarðarinnar til afnota um óákveðinn tíma, þannig að samningurinn var óuppsegjanlegur af hálfu leigusala, en að leigunautur gat sagt honum upp með missiris fyrir- vara. Umboðsmaður stefndu hefir haldið þvi fram, að Höepf- nersverzlun hafi árið 1907 orðið eigandi þessara réttinda, en þessu er mótmælt og réttarskjal 7, þar sem vottað er um þetta efni, samkvæmt fasteignamati Eyjafjarðarsýslu, er ekki sönnun í þessu efni, enda bendir réttarskjal 10 á, að Gudmanns verzlun sé enn eigandi réttindanna 1. júní 1922. Umboðsmaður h. f. Carl Höepfners seldi svo þessum Þrem útgerðarmönnum í Ólafsfirði húseignir hlutafélags- ins í Ólafsfirði, ásamt lóðarréttindum, með afsalsbréfi dags. 18. okt. 1933. 31 482 Núverandi eigendur jarðarinnar Brimnes, þeir Þ. Sig- urðsson, Þ. Rögnvaldsson, S. Sigurðsson og Þ. Þorsteins- son, mótmæltu sölu lóðarréttindanna sem ólöglegri. Hefir stefnandi þessa máls, lögfræðingur Stefán Stefánsson, höfðað það fyrir þeirra hönd gegn kaupendunum Árna Bergssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Steingrími Baldvins- syni, útgerðarmönnum í Ólafsfirði, og gerir í stefnunni Þær dómkröfur: að því verði slegið föstu með dómi, að grunnleigusamningur gerður 11. júlí 1896 um 1200 fer- faðma lóð í Brimneslandi í Ólafsfirði sé eigi framselj- anlegur, að stefndir verði dæmdir til þess, að viðlögðum dagsektum, að víkja af lóðinni með húseignir Gudmanns Efterfölgers, er þeir hafa keypt, og að þeir loks verði dæmdir til að greiða stefnandanum málskostnað eftir mati réltarins. Stefndir krefjast hinsvegar, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnandans í máli þessu, bæði um ófram- seljanleik lóðarréttindanna og að þeir verði dæmdir til að víkja af lóðinni, þá krefjast þeir ennfremur, að þeim verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður kr. 400 eða til vara málskostnaður eftir mati réttarins. Stefnandinn byggir dómkröfur sínar á því, að það sé aðalregla í íslenzkri löggjöf, að leigusamningar séu eigi framseljanlegir nema því aðeins að framsal sé leyft í þeim. En í samningi þeim, er mál þetta snýst um, sé framsals að engu getið, og sé það því í fullu samræmi við megin- reglu íslenzkra laga, að leiguréttindin samkvæmt honum sé ekki framseljanleg. Umboðsmaður stefndu viðurkennir að vísu, að mjög oft eða jafnvel oftast sé það svo, að leiguréttindi séu ekki Íramseljanleg. En frá þessari reglu sé þó sú undantekning, að þegar hinu leigða er þannig háttað, að ætla má, að leigusalanum (eiganda) megi nokkurn veginn á sama standa, hver það er, sem notar hinn leigða hlut, þá sé slík- ur leiguréttur framseljanlegur. Færir hann sem dæmi, er hliðstætt sé því tilfelli, er hér um ræðir, að óræktuð lóð, mannvirkjalaus, er leigð t. d. til þess að byggja á henni hús, því í slíkum tilfellum megi ætla, að það skipti leigu- salann engu, hver lóðina notar. Á þessari röksemdafærslu byggir umboðsmaður stefndu sýknukröfu þeirra. En til frekari stuðnings sínum mál- 483 stað hefir hann lagt fram 3 húsalóðar-leigusamninga um óákveðinn tíma frá Siglufirði og Akureyri og hefir jafn- framt fært góð rök fyrir þvi, að meiningin hafi verið með leigusamningum þessum, að leiguréttindi samkvæmt þeim skyldu vera framseljanleg, og er þó ekki um það getið Í samningunum. Að réttarins áliti er enginn vafi á því, að það er aðal- reglan eftir islenzkri löggjöf og réttarvenjum, að leigurétt- indi eru þvi aðeins framseljanleg, að þess sé getið eða framsalið leyft í leigusamningnum. Og þótt umboðs- maður stefndu hafi sýnt fram á, að allverulegar undan- bágur frá þessari reglu eigi sér stað, þá virðist það ekki ciga við í þessu tilfelli. Í leigusamningi þeim frá 11. júli 1896 (réttarskjal nr. 4). sem mál þetta er risið útaf, er ekki minnzt á, að leigurétt- indin samkv. samningnum séu framseljanleg og auk þess er samningur þessi ólíkur samningum þeim, (réttarskjal 13—15), er verjandi málsins hefir lagt fram til stuðnings sinum málstað, í þvi, að þessir 3 samningar eru óuppsegj- anlegir frá báðum hliðum, en samkvæmt réttarskj. 4 get- ur leigunautur sagt samningnum upp með missiris fyrir- vara, og virðist eðlilegt að skilja þetta ákvæði svo, að þeg- ar leigunautur deyr eða af öðrum ástæðum hættir að vera til, þá falli leiguréttindin aftur til leigusalans. Þá hefir umboðsmaður stefndu haldið því fram, að nú- verandi eigendum Brimnes hafi verið kunnugt um að öll réttindi Gudmanns verzlunar hafi i mörg ár verið eign Höepfners-verzlunar á Akureyri. Og þar sem þeir engum mótmælum hafa hreyft fyrr en nú, hafi þeir með þögn- inni samþykkt og viðurkennt framsal leiguréttindanna. Þessari málsvarnarástæðu mótmælir stefnandinn á- kveðið og byggir þau mótmæli á yfirlýsingu núverandi eigenda Brimnes, um að þeim hafi ekki verið kunnugt um annað, en að leiguréttindin tilheyrðu Gudmanns-verzlun, en að Höepfners-verzlun á Akureyri eða verzlunarstjóri hennar væri aðeins umboðsmaður Gudmanns-verzlunar, þar til kom til sölu eignanna í Ólafsfirði 18. okt. 1933. Þessum fullyrðingum eigenda Brimnes hefir ekki verið hnekkt með fullnægjandi rökum, enda verður ekki séð í málinu, hvenær Höepfners-verzlun hefir orðið eigandi réttindanna. 484 Loks hefir umboðsmaður stefndu haldið því fram, að jafnvel þó afnotaréttur leigutaka hefði verið bundinn við hann persónulega, þá væri samt eigi hægt að fá lóðina dæmda af umbjóðendum hans, með því að afnotaréttur af lóðinni væri unnin fyrir hefð, en þessi staðhæfing um- boðsmanns stefndu verður ekki tekin til greina, þar eð skilyrðin fyrir því, að hefðin sé unnin virðist eigi vera fvrir hendi. Samkvæmt því, er að framan er sagt, ber að slá því föstu með dómi, að grunnleiguréttindi þau, er veitt voru Gud- manns Efterfölgers verzlun á Akureyri með samningi 11. júlí 1896 séu ekki framseljanleg. En af því leiðir, að dæma ber stefndu til að víkja af lóðinni með húseignir þær, er þeir eiga þar, innan 60 daga frá löglegri birtingu dóms þessa, að viðlögðum dag- sektum, er virðast hæfilega ákveðnar 5 kr. fyrir dag hvern, sem líður eftir hinn setta frest. Eftir atvikum virðist rétt, að málskostnaður sé látinn falla niður. Föstudaginn 20. nóvember 1936. Nr. 181/1932. Societé Havraise de Péche (Lárus Fjeldsted) gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Stefán Jóh. Stefánsson) Skaðabótakrafa vegna togaratöku. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 4. júní 1932: Stefndur, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Societé Havraise de Péche, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum franska franka 485 469.984.55 með 6% ársvöxtum frá 1. júlí 1930 til greiðsludags, en til vara upphæð samkvæmt mati dómsins eða tveggja dómkvaddra manna úr flokki togaraeigenda með vöxtum sem fyrr segir. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms hefir verið fengið álit frá „Sökort-Arkivet“ í Kaup- mannahöfn um skýrslu og mælingar skipherrans á Óðni og skýrslu skipstjórans á togaranum „La Provence“, þær er greinir í dóminum, í sambandi við töku togarans þann 19. apríl 1928. Í áliti þessu, sem lagt hefir verið fram í máli þessu fyrir hæsta- rétti, er líklegt talið, að togarinn hafi, þá er hann breytti stefnu sinni kl. 7,20, verið litið eitt innan við landhelgilínu, og það jafnvel þótt gert sé ráð fyrir því, að hann hafi siglt með aðeins 2 sjómilna hraða út frá landi eftir að hann breytti stefnu. Þótt það verði að vísu ekki fullyrt með áreiðan- legri vissu, að togarinn hafi verið að veiðum inni í landhelgi, þegar skipherrann á Óðni gerði fyrstu staðarákvörðunina kl. 7,15 áðurnefndan dag, þá verður að telja skipherrann hafa haft fulla ástæðu til þess að álíta, að togarinn hefði brotið og væri þá enn að brjóta ákvæði landslaga um bann við botnvörpuveiðum í landhelgi. Til þess að sannprófa grun sinn og til þess að taka togarann, ef því vröði að skipta, siglir skipherrann svo varðskipinu þeg- ar í stað í áttina til lands og til togarans og sýnir með því í verki og framkvæmd, að hann hefir þá þegar hafið förina að togaranum. Kl. 7,20 breytir togarinn stefnu og snýr út frá 486 landi, og bendir þetta til þess, að skipstjórinn á honum hafi þá fyllilega skynjað aðgerðir varð- skipsins, enda mátti skipstjóranum þá vera það ljóst, að varðskipsforinginn hefði hann grunaðan um landhelgibrot. Samkvæmt þessu virðist mega líta svo á, að för- in að og eftir togaranum hafi hafizt þegar kl. 7,15 og áfram var henni haldið óslitið, þar til togarinn var tekinn. Varðskipið var að vísu utan við land- helgilinu, en vist þess á landhelgisvæðinu verður ekki talin skilyrði til lögmætrar eftirfarar. Að vísu gaf varðskipið togaranum ekki merki um að nema staðar fyrr en kl. 7,45, eftir að varðskipsforinginn taldi það öruggt samkvæmt mælingunni, sem hann gerði kl. 7,40, að togarinn hefði verið í landhelgi kl. 7,15, en ekki verður talið, að það skipti máli, að merkið var ekki fyrr gefið, því að ekki verður staðhæft, að viðurkennd alþjóðaregla hafi þá til ver- ið, er setti það skilyrði fyrir lögmæti þeirra aðgerða varðskipsins, sem hér hafa greindar verið, að stöðv- unarmerki væri gefið áður en þær hæfust. Og þar sem mælingar varðskipsforingjans kl. 7,40 og 7,50 staðfestu grun hans um brot togaraskipstjórans, þá verður að telja, að varðskipsforinginn hafi haft næga ástæðu til þess að hefta för togarans og taka hann með sér undir rannsak á næstu höfn, eins og hann gerði. Með því að öll skilyrði til töku tog- arans voru samkvæmt framansögðu fyrir hendi, þá verður ekki talið, að skipherrann hafi farið út Íyrir valdsvið sitt eða með öðrum hætti gert sig sekan um gáleysi í athöfnum sínum gagnvart tog- aranum. En af þessu leiðir, að skaðabótaskylda á hendur stefnda í máli þessu verður ekki byggð á almennum skaðabótareglum. 487 Með dómi hæstaréttar 2. okt. 1929 var skipstjóri togarans sýknaður af kröfu um refsingu fyrir land- helgibrot umrætt skipti, en sýkna var byggð á því einu, að ekki þótti fullyrðandi, að togarinn hefði verið innan við landhelgilinu kl. 7,20, enda þótt hann hefði eftir mælingunum kl. 7,40 og 7,30 með áætluðum 2 sjómilna hraða og beinni stefnu átt þá að vera 0,25 sjómilur inni í landhelgi, eftir því, sem í dóminum segir, með því að svo litlu munaði og ekki þótti unnt að ætlast á um það, hve miklu afbrigði skipsins frá beinni stefnu til hafs kynnu að hafa numið. Þessi vafi er í refsímálinu látinn koma togara- skipstjóranum til sýknu, en um skaðabótaskyldu vegna töku togarans segir dómur þessi ekkert, beint eða óbeint. Um greiðslu bóta fyrir töku eða handtöku vegna refsiverðs verknaðar, sem aðili er síðan sýknaður af, enda verði bótaskyldan ekki byggð á almennum skaðabótareglum, eru engin ákvæði til í íslenzkum rétti. Sú eina regla, er orða mætti í þessu sambandi, cru fyrirmæli laga nr. 28 26. okt. 1893 um skaða- bætur fyrir gæzluvarðhald að ósekju o. fl. Með lög- um þessum er ríkissjóði gert skylt að bæta þeim skaða, sem setið hefir í gæzluvarðhaldi og síðan er sýknaður, án þess að embættismönnum þeim, er farið hafa með málið, verði sök gefin á varðhalds- vistinni, en skaðabótaskyldan er þó (því skilyrði bundin, að álita megi eftir málavöxtum, að aðili sé saklaus af glæp þeim, er tilefni gaf til frelsissvipt- ingar hans. Skaðabótaregla laga þessara er alger sérregla í íslenzkum lögum, sem einungis gildir um gæzlu- varðhald og afplánun refsingar að ósekju, og verð- 488 ur ekki notuð um handtöku eða aðrar svipaðar at- hafnir löggæzluvaldsins, auk þess sem hvorki verð- ur leitt af áðurnefndum hæstaréttardómi frá 2. okt. 1929 né af skjölum þessa máls, að skilyrði laganna um sakleysi þess, er hlut á að máli, sé fullnægt. Þar sem skaðabótaskylda í þessu máli verður hvorki byggð á almennum skaðabótareglum né heldur leiða aðrar reglur íslenzks réttar til slíkrar skyldu, þá verður að sýkna stefnda í máli þessu af kröfum áfrýjanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Societé Havraise de Péche, í máli þessu. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta-- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða sva: Fimtudaginn 19. apríl 1928 var varðskipið Óðinn statt út af Vík í Mýrdal. Kl. 7,15 e. h. þann dag var skipið statt 5,8 sm. utan landhelgislínunnar, sást þá togari nær land- inu stýra austlæga stefnu meðfram ströndinni, og þar sem togarinn þótti grunsamlega nærri landi hélt varðskipið með fullri ferð upp undir landið. Í skýrslu varðskipsins segir ennfremur, að kl. 7,20 e. h. hafi togarinn beygt út frá landinu og haldið beint út frá því. Kl. 7,27 e. h. var varðskipið eftir staðarákvörðun þess statt 3,2 sm. utan landhelgislínunnar og kl. 7,40 e. h. fór það rétt fram hjá nefndum togara, sem reyndist að vera H. 1406 „La Provence“ frá Havre með stb. vörpu í sjó og voru skipin þá stödd 0,4 sm. utan landhelgislínunnar. Sneri varðskip- ið þá við og hélt á eftir togaranum og kl. 7,45 e. h. dró. 489 varðskipið upp stoppmerki og kl. 7,47 e. h. var togaran- um gefið merki með eimpíipunni um að nema staðar. Kl. 7,50 e. h. var komið aftur að togaranum, er þá nam stað- ar og byrjaði að draga inn vörpuna og reyndist þá staður skipanna 1,1 sm. utan landhelgislinunnar. Skipstjórinn á togaranum var þá sóttur um borð og honum tjáð, að hann væri sterklega grunaður um að hafa verið að veiðum inn á landhelgissvæðinu, var vörður settur um borð í togar- ann og honum skipað að fylgjast með varðskipinu til Vest- mannaeyja kl. 8,55 e. h. og þangað komið næstu nótt kl. 2 f. h. Kærði varðskipsforinginn skipstjóra togarans fyrir brot á landhelgislöggjöfinni fyrir lögreglurétti Vestmanna- eyja og gekk síðan dómur þar í málinu með þeim úrslit- um, að skipstjórinn var talinn sekur um brot á 1. gr. laga nr. 25, 18. maí 1920 og dæmdur í 12500 króna sekt til landhelgissjóðs og auk þess skyldi allur afli og veiðarfæri innanborðs vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Hinn kærði skipstjóri Charles Semesle hélt því ein- dregið fram bæði gagnvart varðskipsforingjanum og eins við lögregluréttarprófin, að hann væri sýkn saka og hefði ekki togað innan landhelgi. Hann virðist viðurkenna það, að hann hafi á tímanum 7,15—7,20 siglt austlæga stefnu, þ. e. S.A. % A., en hann neitar því, að hafa þá þverbeygt og siglt beint út, þ. e. myndað 90" horn við sína fyrri stefnu, heldur hafi hann beygt smám saman í S. A., S.S. A., S. og S. S. V. eftir kompás og fullyrti við réttarprófin, að hann hafi verið nýbúinn að ljúka við að snúa skipinu (2—3 mínútum) áður en varðskipið fór fram hjá þeim kl. 7,40 en að tekið hafi sig að snúa skipinu minnst 10—12 min- útur og hafi þá vitanlega á þeim tíma hvað eftir annað breytt stefnu svo sem áður var sagt og þar sem skipið fari laust ekki nema 7—7% sm. á kl.tíma þá hafi hann ekki farið meira en 2 sm. með vörpu í eftirdragi, og geti hann því ekki á tímanum 7,20—7,40 hafa fjarlægst landið meira en ca. 300 metra með þeirri boglinu, sem hann fór. Báðir vélstjórar á La Provence staðfestu þá skýrslu skipstjóra hversu mikla ferð skipið gæti haft með og án botnvörpu í sjó, og 1. vélameistari bar það, að skipið hafi verið ca. ó iinútur að snúa með botnvörpu í sjó, og að þeir hafi verið búnir að snúa og haldið út á við ca. 5 minútum íyrir kl. 7,40. 490 Hinsvegar staðhæfði skipherrann á Óðni og 2. stýrimað- ur, sem báðir voru á verði, að þeir hafi báðir séð það greinilega, að togarinn var búinn að snúa kl. 7,20 og stefndi beint út frá landinu. Þá benti varðskipsforinginn og á það, að samkvæmt staðarákvörðunum, sem gerðar voru kl. 7,40 og 7,50, hafi togarinn á þessum 10 mínútum togað 0.65 sm. og hafi hann því á þeim 20 min. frá því að hann beygði út frá landinu kl. 7,20 og kl. 7,40 togað 1,3 sm. og hafi hann eftir því verið 0.9 sm. innan landhelgis- linunnar, er hann beygði út og að mælingarnar kl. 7,40 og 7,50 hafi sýnt, að skipið hafi farið, ekki 2 sm. á kl. heldur 3,9 með botnvörpuna í sjó. Í forsendum lögregluréttardómsins er bað tekið fram, að skipsmenn á Óðni hafi athugað sérstaklega tímann með hliðsjón af úri, er þeir litu á, en tímaákvarðanir manna á togaranum hafi verið ágiskanir og því vitanlega óábyggi- legar. Lögreglurétturinn telur það sannað með skýrslu Óðinsmanna, að togarinn hafi verið búinn að beygja út á við kl. 7,20 og haldið siðan beint út frá landi, og samkv. staðarákvörðun kl. 7,40 var togarinn þá 0,4 sm. utan land- helgislínunnar og sé miðað við 2 sm. ferð á kl.stund hafi togarinn verið 0.25 úr sm. innan landhelgi kl. 7,20, en 0,9 sm. innan landhelgi, ef miðað er við 3,9 sm. ferð. Við kvort heldur sem miðað sé, hafi því togarinn togað inn á landhelgissvæðinu, sakfelldi því þessi réttur skipstjóra, eins og áður segir. Þessum dómi var eftir ósk dómfellda skotið til hæsta- réttar, er með dómi sínum 2. okt. 1929 sýknaði skip- stjóra. Í forsendum dómsins er bent á það, að ekki verði séð, hvar varðskipið hafi verið statt kl. 7,20 og heldur ekki afstaða skipanna hvors til annars þá, þar sem fyrsta stað- arákvörðun varðskipsins var gerð kl. 7,27, eftir að togar- inn hafði beygt frá landi. Vegna þessa sem og þess, að það verði ekki séð af skýrslu varðskipsforingjans né af réttarframburði hans og 2. stýrimanns hans, að togarinn hafi haldið nákvæmlega sömu stefnu beint frá landi allan tímann frá kl. 7,20 til 7,40, segir rétturinn, að skipinu verði ekki, gegn neitun togaraskipstjórans, þenna tíma gerður tilsvarandi hraði þeim hraða, sem varðskipinu mældist að togarinn hefði haft frá kl. 7,40 til 7,50. Lagði rétturinn því tl grundvallar dóm sínum, að togarinn hefði farið á tím- 491 anum kl. 7,20 til 7,40 2 sm. miðað við klukkustund eins og menn togarans höfðu haldið fram. Segir því næst í for- sendum dómsins: „Ætti skip kærða eftir þessu að hafa verið statt aðeins 0,25 sm. innan landhelgi kl. 7,20, er það beygði út frá landi, eftir skýrslu varðskipsforingjans. En þar sem svo litlu munar og ekki er hægt með nokkrum líkindum að ætlast á um það, hve miklu afbrigði skipsins frá beinni stefnu kunni að hafa numið, þá þykir að svo vöxnu máli ekki verða hjá því komizt að sýkna kærða af kröfum valdstjórnarinnar í málinu.“ Mál það, sem hér liggur fyrir, hafa eigendur nefnds tog- ara, Societé Havraise de Péche, höfðað gegn stefndum, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, með stefnu dags. 6. júní 1930 til greiðslu skaðabóta út af handtöku skipsins og af- leiðingum hennar, að upphæð fr. fr. 481.573.60 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. júlí 1929 til greiðsludags og málskostnað- ar að skaðlausu samkvæmt taxta Málflutningsmannafélags Íslands. Telur stefnandi handtöku skipsins ólöglega með öllu, enda sé því slegið föstu með áðurnefndum hæstarétt- ardómi, að skipstjóri togarans hafi ekkert saknæmt unnið, og beri því ríkissjóði að bæta tjón það allt, sem af hand- tökunni hlauzt. Telur stefnandi, að skipið hafi tafizt frá veiðum í 10 daga og beri stefndum auk beins tilkostnaðar að bæta aflatjón þann tíma. Þá segir stefnandi og, að vegna þessarar tafar skipsins og óþæginda hafi skipshöfnin geng- ið af skipinu, er það kom heim, og krafizt skaðabóta, er hann hafi orðið að greiða, auk þess sem skipið hafi af þess- um sökum um alllangan tíma orðið að hætta veiðum. Hefir stefnandi lagt fram sundurliðaðan reikning, sem Í heild nemur hinni umstefndu upphæð. — Undir rekstri málsins hefir stefnandi þó lækkað einn kröfuliðinn um fr. 9850 og lækkað aðalkröfuna samkvæmt því niður í fr. 471.723.60, og til vara hefir stefnandi krafizt, að rétturinn ákveði upp- hæð skaðabótanna, og loks hefir stefnandi til þrautavara krafizt þess, að 2 óvilhallir dómkvaddir menn úr togara- útgerðarfélagi Reykjavíkur verði látnir meta bæturnar. En hvernig sem málið fer krefst hann málskostnaðar að skað- lausu eða eftir mati réttarins, og þá svo sem málsefni standa til. Stefndur hefir hinsvegar aðallega mótmælt skaðabóta- kröfu stefnanda sem algerlega rangri, tilefnis- og raka- 492 lausri og krafizt sýknu af öllum kröfum hans, aðalkröfu og varakröfum, en til vara og ex tuto hefir hann mótmælt skaðabótakröfunni sem allt of hárri og órökstuddri, og loks krefzt hann málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt taxta M. F. Í. Um leið og á það skal bent, að mál þetta er ekki höfðað samkvæmt lögum nr. 28 frá 26. okt. 1893 um skaðabætur fyrir gæzluvarðhald að ósekju o. fl. verða úrslit þess ein- göngu að fara eftir hinum almennu reglum um skaðabæt- ur en ekki eftir undantekningarákvæðum þeim, er greinir í nefndum lögum, þótt hliðsjón megi af þeim hafa. Til þess að gera ljósari grein fyrir viðhorfi íslenzkra laga og réttar til skaðabótakröfunnar í máli þessu, er við- eigandi að athuga það, hvern aðstöðumun það gerir, að hér er um utanrikisskip að ræða, en ekki íslenzkt skip, jafn- framt og bent er á það, að lög um bann gegn botnvörpu- veiðum í landhelgi taka jafnt til innlendra skipa sem út- lendra. Aðstöðumunurinn væri sá, að innlent botnvörpu- skip, sem sætt hefði sömu meðferð og „La Provence“, gæti ekki stutt skaðabótakröfu sína við lög og reglur þjóðarétt- arins en eingöngu við íslenzk lög, og skal þá fyrst athug- uð krafan til bóta án þess sérstaka tillits, sem ber að gæta i þessu máli, að hér er um erlent skip að ræða; verður þá spurningin um, hvort skaðabótaskylda stefnds getur byggzt á því, að togaraskipstjórinn var sýknaður í refsimálinu í hæstarétti. Hér fyrir réttinum liggja ekki fyrir nein frekari gögn um sýknu eða sekt togaraskipstjórans en lágu fyrir hæsta- rétti. Hafa atvik málsins verið rakin hér á undan og að- alatriði beggja dómanna, lögregluréttardómsins, sem taldi skipstjóra sekan, og hæstaréttardómsins, sem taldi sekt skipstjóra ekki sannaða og sýknaði hann því. Jafnframt og stefnandi hefir viðurkennt það, að sýknudómurinn út af fyrir sig sé ekki nægur til að bvggja á honum skaðabóta- skyldu stefnds, hefir hann haldið því fram, að sakleysi togaraskipstjórans sé sannað í málinu. Þetta síðartalda verður þó ekki byggt á hæstaréttardóminum, sem virðist hafa sýknað samkvæmt meginreglunni in dubio pro reo. Staðarákvarðanir varðskipsins kl. 7,40 og 7,50 hafa ekki verið véfengdar og því síður hnekkt, en þar sem um stað skipsins innan landhelgi aldrei var gerð staðarákvörðun 493 með miðunum eða mælingum taldi hæstiréttur, að gegn mótmælum hins kærða skipstjóra væri ályktun varðskips- Toringjans um að skipið hefði hlotið að vera að veiðum í landhelgi ekki svo traust, að á henni mætti byggja refsi- dóm. En hinsvegar verður það engan veginn staðhæft eftir fyrirliggjandi gögnum og málavöxtum, að hinn kærði hafi verið saklaus, og þar sem hér við bætist, að varðskips- foringinn með handtökunni engan veginn þykir hafa brotið í bág við íslenzk lög verður skaðabótaskylda stefnds ekki byggð á sýknudómnum eða rökum þeim, sem hann byggist á. Megingrundvöllurinn undir málssókn þessari er heldur ekki það, sem nú var nefnt, heldur það, að handtaka tog- arans hafi útaf fyrir sig verið brot á alþjóðalögum og að slík taka sé allsendis löglaus, enda þótt sanna mætti með óvéfengjanlegum gögnum, að togari væri að veiðum innan landhelgi en varðskipinu tækist ekki, þrátt fyrir eftirför in continenti, að handsama hann áður en hann kæmist út fyrir landhelgislinuna. Samkvæmt þessari skoðun má land- helgisgæzlan aldrei taka fastan togara, sem staðinn væri að ólöglegum veiðum nema handtakan færi fram innan land- helgi, og þar af leiðandi er handtaka togara með botn- vörpu í sjó, sem síðan væri sýknaður með dómi ætið löglaus athöfn og skaðabótaskyld. Er rannsókn málavaxta leiddi til þessarar niðurstöðu ætti að skoðun stefnanda eiginlega ekki að ganga sýknudómur í slíku máli heldur frávísunardómur, því að málið heyrði ekki undir þjóðar- dómstól heldur væri milliríkjamál. Hefir stefnandi máli sínu til stuðnings vísað til ummæla nokkurra þjóðar- réttarfræðinga, sem lúta að þvi, að taka skips utan land- helgi, sem gerzt hefir sekt eða grunað er um lögbrot innan landhelgi, sé ekki samrýmanleg við þjóðaréttinn, því að lögráðavald ríkis verði ekki teygt út fyrir endimörk land- helgi þess. Þessi skoðun brýtur alveg í bág við þá skoð- un og venju, sem fylgt hefir verið um landhelgisgæzlu hér við land síðan fyrir aldamót 1900, eða frá því að eftirlit með botnvörpuveiðum hófst; eftirfararrétturinn hefir alla tíð verið talinn heimill og beitt í praxis. Skoðun stefn- anda og höfunda þeirra, er hann vitnar til, hefir heldur ekki stuðning fremstu vísindamanna í alþjóðarétti, sbr. League of Nations Committee of experts for the progres- 494 sive codification of international Law. Report to the council of the League of Nations on the questions which appear ripe for International regulation. Geneva 1997. Undirnefnd, sem fjallaði um landhelgi (territorial waters), en í henni voru þeir prófessorarnir Schúcking frá Kiel og De Magalhaes frá Lissabon og Bandaríkjamaðurinn Georg W. Wickersham, kveður skýrt á um það, að eftirfararrétt- urinn sé heimilaður ágreiningslaust í praxis samkv. al- þjóðarétti, sjá nýnefnt rit bls. 52, og í frumvarpi þeirra til alþjóðalaga um landhelgi er sérstakur kafli (Art. 10) um eftirfararréttinn og þar segir m. a. svo: „The riparian state shall have the right to continue on the high seas the pursuit of a vessel commenced within its territorial waters and to arrest and bring before its courts a vessel which has committed an offence within its territorial waters.“ Ef skipið er tekið á úthafinu skal þegar í stað tilkynna það þeirri þjóð, sem hefir það flagg, sem skipið siglir undir. Fundur sá, sem kom saman í Haag fyrri hluta árs 1930, til þess að ræða um frumvörp áminnztrar nefndar til kerfisbundinna alþjóðalaga var á sömu skoðun og und- irnefnd sú, er starfaði að landhelgismálinu, um. eftirfar- arréttinn. Í lokagerningi (act final) þessa fundar í bálkin- um, sem fjallar um lögsögn í landhelgi í 11. kafla (Article 11 svarar til Article 10 í frumvarpinu) segir svo samkv. löggiltri islenzkri þýðingu: „Eltingaleik við erlend skip vegna brota á lögum og reglum ríkis þess, er ströndina á, sem hafin er meðan útlenda skipið er á innsævi eða í landhelgi, má halda áfram út fyrir landhelgi með því skil- yrði að eltingin hafi verið óslitin.“ Ennfremur segir þar svo: „Ekki ber að líta svo á, að elting sé hafin nema skipið sem eltir, hafi með miðunum, hornmælingum, eða á ann- an hátt, sannfært sig um, að skipið sem elt er, eða einn af bátum þess, sé innan landhelgi og það hafi hafið eltinguna með því að gefa stöðvunarmerki.“ Eins og sjá má herðir Haag-fundurinn talsvert skilyrðin fyrir eftirfararréttinum frá því sem sérfræðinganefndin hafði tiltekið í frumvarpi sinu. En foringinn á Óðinn uppfyllir þessi strangari skil- yrði, nema um stöðvunarmerkið, sem hann gefur fyrst kl. 7,45, en eltingaleikurinn hefst í rauninni kl. 7,15, og helzt allan tímann þangað til togarinn er tekinn. Hvorki sam- kvæmt frumvarpinu eða lokasamþykktinni er það skilyrði 495 sett, að varðskipið þurfi að vera innan landhelgi, er elting- in hefst, og þess ber enn að geta, að hlutaðeigandi konsúll fékk strax vitneskju um tökuna, þegar skipið kom í höfn. Nú verður því ekki neitað, að varðskipsforinginn sann- færði sig um, að „La Provence“ væri fyrir innan land- helgi með athugunum og mælingum. En hinn kærði skip- stjóri véfengdi staðhæfingar varðskipsins um hraða og stefnu togarans og leiddi þetta til þess, að sekt skipstjóra þótti ekki sönnuð, og hann því sýknaður í refsimálinu. Í refsimálinu hvíldi sönnunarskyldan á ákæruvaldinu. Í þessu máli hvílir hinsvegar sönnunarskyldan á stefnanda um það, að „La Provence“ hafi ekki verið með botnvörpu í sjó fyrir innan landhelgi í umrætt sinn, með öðrum orð- um, stefnandi verður að sanna sakleysi hins grunaða skip- stjóra. Þetta hefir hann að áliti þessa réttar ekki gert og verður því samkvæmt framansögðu ekki séð, að handtak- an hafi verið brot á alþjóðalögum, enda liggja ekki fyrir í þessu máli, eins og áður er sagt, nein ný gögn umfram þau, sem lágu fyrir hæstarétti í refsimálinu. Sá aðstöðu- munur milli erlends skips og innlends til islenzkra dóm- stóla, sem komið gat til orða í þessu máli, er því ekki fyrir hendi. Samkvæmt framansögðu ber því að sýkna stefndan af öllum kröfum stefnanda í málinu án þess að rannsaka þurfi við hver rök einstakir liðir kröfu hans hafi að styðjast. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Mánudaginn 23. nóvember 1936. Nr. 40/1936. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Edward Little (Lárus Fjeldsted). Ólögmætur umbúnaður veiðarfæra. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 1. febr. 1936: Kærði, Edvard Little, greiði til landhelgisjóðs Íslands 20300 496 króna sekt innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en ella komi í stað sektarinnar einfalt fangelsi í 7 mánuði. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Hinn 30. jan. þ. á. var varðskipið „Ægir“ á leið norður með Snæfellsnesi. Sáust þá frá varðskipinu nokkrir botnvörpungar útaf Öndverðarnesi. Var einn þeirra allmikið innan við stefnu varðskipsins, sem var um landhelgilinuna útaf Svörtuloftavita. Um kl. 11,57 virtist síðastnefndur botnvörpungur hafa N. V. læga stefnu og vera kyrr, en skömmu síðar var honum snúið við. Stefndi hann síðan laust fyrir Dritvíkurtanga og var þá sýnilega kominn á ferð. Kl. 12,10 breytti varðskipið um stefnu og stefndi nú á botnvörpunginn. Kl. 12,15 voru botn- vörpungnum gefin stöðvunarmerki bæði með flögg- um og flautu. Kl. 12,16 og 12,17 var skotið púður- skotum. Eftir það nam botnvörpungurinn staðar. Kl. 12,18 var komið að botnvörpungnum, sem var G. Y. 249 „Vinur“. Yfirmenn varðskipsins gerðu þvínæst kl. 12,20 hornmælingar þær, er getur í hin- um áfrýjaða dómi. Með hornmælingum þessum, skýrslu foringja varðskipsins og játningu kærða er það sannað, að kærði var þarna á skipi sínu staddur á fisksvæði 1,75 sjómílur inni í landhelg- inni, að nýveiddur fiskur var á þilfari og að botn- vörpunni var tyllt með þremur til fjórum band- spottum við öldustokkinn miðskips, en þar fyrir framan lá hún og pokinn laus á þilfarinu. Drag- strengjum og vörpu var lásað frá hlerunum og dragstrengir lágu út að gálgsunum bæði að framan og aftan. Vindan var heit, en ryðblettir voru að- 497 eins byrjaðir að koma á hleraskóna og gálgarúll- urnar, sem annars voru gljáandi. Samkvæmt því ásigkomulagi botnvörpunnar, sem lýst hefir verið, þurfti lítinn undirbúning til að kasta henni í sjó- inn og byrja veiðar. Þrátt fyrir þetta þykir ekki gegn neitun kærða sannað, að hann hafi verið þarna að veiðum í landhelgi. Hinsvegar hefir hann gerzt brotlegur við 2. gr. laga nr. 5 frá 1920 með þvi að hafa veiðarfæri skipsins í því ástandi, sem áður greinir. Um það bil, sem rannsókn máls þessa stóð yfir, var það uppvíst orðið, að ýmsir togaraskip- stjórar létu njósna fyrir sig um ferðir varðskip- anna. Af þessum sökum var eftir dómsúrskurði gerð leit í skipi kærða og fundust þar þá, svo sem í hinum áfrýjaða dómi segir, dulmálslyklar þeir, sem íslenzka dómsmálaráðuneytið og islenzku varðskipin notuðu, þegar leyniskeyti um fiskveiða- eftirlitið voru send milli þeirra. Ennfremur fund- ust um borð í skipi kærða dulmálslyklar, sem skipaútgerð ríkisins notaði í viðskiptum sinum við íslenzku varðskipin. Loks voru þar einnig dulmáls- lyklar þeir, er notaðir voru við skeytasendingar milli danska sendiráðsins á Íslandi og danska varð- skipsins við Ísland. Þykir ekki verða hjá því kom- izt að hafa hliðsjón af málsatriðum þessum, er meta skal refsingu kærða, sbr. 58. gr. hinna al- mennu hegningarlaga analogice. Kærður var hinn 17. okt. 1924 dæmdur í 4000 króna sekt fyrir ólög- legan umbúnað veiðarfæra í landhelgi, en sá dóm- ur hefir ekki ítrekunarverkun í máli þessu, sbr. 62. gr. hinna almennu hegningarlaga analogice. At- ferli ákærða varðar hann refsingu samkv. 2. gr. laga nr. 5 frá 1920, eins og áður er sagt, og þykir refsingin með tilvísun til allra atvika málsins og 32 498 með tilliti til þess, að síðasta skráð gullgengi ís- lenzkrar krónu er 50.55 aurar, hæfilega ákveðin samkvæmt 3. gr. 2. mgr. téðra laga 16000 króna sekt í landhelgisjóð Íslands og komi 6 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærða ber að greiða allan kostnað sakarinnar Í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 250 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærður, Edward Little, skipstjóri á b/v „Vin- ur“ G. Y. 249, greiði 16000 kr. sekt í landhelgi- sjóð Íslands, er afplánist með 6 mánaða ein- földu fangelsi, ef hún verður ekki greidd inn- an Á vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði og kærður allan kostnað sakarinn- ar í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda i hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Péturs Magnússonar og Lárusar Fjeldsted, kr. 250.00 fil hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Edward Little, skipstjóra á togaranum „Vinur“ G. Y. 249, fyrir brot gegn lögum nr. 5 1920, sbr. lög nr. 4 frá 1924. Kærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 23. janúar 1895. Hann var hinn 17. okt. 1924 dæmdur í 4000 499 króna sekt fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæra í land- helgi, hefir ekki frekar sætt ákæru eða refsingu svo kunn- ugt sé. Hinn 30. þ. m. kom varðskipið Ægir að fyrrgreindum togara og gerði kl. 12,20 þann dag eftirfarandi staðar- ákvörðun hjá togaranum: Öndverðarnesviti > 3720 Svörtuloftaviti > 64'44 Hólahólar Dýpi mælt 75 metrar, og gefur það stað togarans 1,75 sjóm. innan landhelgilinu. Við athugun á veiðarfærunum kom í ljós, að stjórn- borðsvarpan var óbundin að öðru en því, að hún var bund- in með 3 eða 4 böndum við öldustokkinn miðskips, en þar fyrir framan lá hún og pokinn laus á þilfarinu, drag- strengjum og vörpu hafði verið lásað frá hlerunum en dragstrengirnir lágu út að gálgunum bæði að framan og aftan. Á þilfarinu var dálitið af nýveiddum fiski, en búið var að fara innan í hann og voru menn að þvo hann upp. Kærði hefir neitað því, að hann hafi verið að veiða í landhelgi umrætt skipti, en kveðst aðeins hafa verið að flytja skip sitt á milli fiskmiða og á þeirri siglingu lent inn á landhelgisvæðinu, og er það eigi sannað, að kærði hafi verið að veiðum í landhelgi. Hinsvegar er fiskisvæði, þar sem kærði var tekinn, og gat hann byrjað veiðar án rokkurs sérstaks undirbúnings. Við leit, sem að gengnum úrskurði var framkvæmd um borð í skipi kærða, er það kom hér í höfn, fundust margir dulmálslyklar í vörzlu loftskeytamannsins, og við rannsókn, sem fram hefir far- ið á loftskeytum frá og til skipsins, hefir komið í ljós, að bað hefir fengið mjög tíðar upplýsingar um dvalarstaði og ferðir varðskipanna við Ísland, og einnig hefir skipið látið öðrum skipum í té slíkar upplýsingar. Eigi hefir kærði gert neina skynsamlega grein fyrir því, hversvegna þessi upplýsingastarfsemi hafi verið rekin, en hann hefir neitað að hafa í skjóli þeirra stundað landhelgiveiðar. Meðal þeirra dulmálslykla, sem að framan greinir, eru þrír lyklar, sem talið er að notaðir hafi verið af dóms- málaráðuneytinu við íslenzku varðskipin, skipaútgerð rik- 500 isins við sömu skip og sendiherra Dana við dönsku varð- skipin. Einnig fannst í vörzlu loftskeytamannsins bréf dags. 19. marz 1933 um borð í Venus (sic) stílað til kærða, þar sem bréfritarinn tilkynnir kærða, að hann sendi hon- um lykla dómsmálaráðuneytisins og Dannebrog, sem er simnefni danska sendiherrans, og er bréf þetta undirrit- að Dan. Kærði hefir lýst því yfir, að hann hafi aldrei séð bréf þetta og telur sér yfirleitt ókunnugt um dulmálslykla skipsins að einum undanteknum, en loftskeytamaður sá, sem nú er á skipinu og kom þangað eigi fyrr en s. 1. sum- ar, hefir heldur eigi upplýst um það, hvernig dulmálslykl- ar þessir séu tilkomnir. Er það mál eigi fullrannsakað, en eigi þótti vert að hefta kærða eða skip hans, unz rannsókn beirri væri lokið. Framangreint brot kærða varðar við 2. gr. sbr. 3. gr. 2. mgr. laga nr. 5 1920. Með hliðsjón af öllum atvikum og með tilliti til núverandi gullgildis krónunnar, þykir refs- ing hans hæfilega ákveðin 20300 króna sekt til landhelgi- sjóðs Íslands, og komi einfalt fangelsi í 7 mánuði í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lög- birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 23. nóvember 1936 Nr. 94/1936. Páll Magnússon f. h. vikublaðsins „Tíminn“ (Theódór B. Líndal) segn Benedikt Jónssyni (Pétur Magnússon). Krafa um greiðslu andvirðis vikublaðs. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 18. jan. 1936: Stefndur, Benedikt Jónsson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Páls Magnússonar f. h. vikublaðsins „Tíminn“, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. ö01 Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi gerir þær kröfur hér fyrir dómi, að hinum áfrýjaða dómi sé hrundið og stefndi dæmd- ur til þess að greiða honum 60 krónur með 6% árs- vöxtum frá 1. júní 1935 til greiðsludags og máls- kostnað fyrir báðum réttum eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að honum verði dæmdur málskostn- aður fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Hér fyrir réttinum hefir áfrýjandi gert þá grein fyrir kröfu sinni, að stefnda séu taldir til skuldar G árgangar vikublaðsins „Tíminn“, þ. e. árin 1930 — 1935, að báðum meðtöldum, en verð hvers ár- gangs sé 10 krónur. Í málinu er það óumdeilt, að stefnda hafi í upp- hafi verið sent nefnt vikublað, án þess að hann hafi um það beðið. Heldur áfrýjandi því fram, að eftir að byrjað var að senda stefnda blaðið, hafi honum verið sent það óslitið ofangreint tímabil, en stefndi kveðst í fyrstu hafa endursent blaðið, en þrátt fyrir það hafi sér verið sent það áfram, og hafi hann fengið það við og við, en ekki óslitið, þessi ár. Því er hinsvegar mótmælt af áfrýjanda, að stefndi hafi nokkru sinni endursent blaðið, og þar eð stefndi hefir ekki gert nánari grein fyrir þessari staðhæfingu sinni, og mótmæli hans gegn því, að hann hafi fengið blaðið fyrnefnt timabil, eru ekki nægilega ákveðin, þá verður að gera ráð fyrir því, að hann hafi fengið þá 6 árganga blaðs- ins, sem hann er skuldaður fyrir í máli þessu. Áfrýjandi hefir haldið því fram hér fyrir rétt- inum, að stefnda hafi árlega verið sendur reikn- ingur fyrir blaðið, en því hefir stefndi ákveðið neitað. Hefir áfrýjandi ekki lagt fram nein gögn, 502 sem sanni eða bendi til þess, að stefnda hafi verið sendir slíkir reikningar né að krafa hafi verið gerð sérstaklega á hendur honum fyrir andvirði blaðs- ins fyrr en nú í sambandi við málssókn þessa. En þar eð stefndi hafði ekki, eins og fyrr segir, beðið um blaðið í upphafi, hefði áfrýjandi þurft að krefja stefnda sérstaklega um andvirði þess, með reikn- ingi eða á annan hátt, í sambandi við gjalddaga blaðsins, ef hann vildi koma fram slíkum kröfum á hendur honum. Hinsvegar er það upplýst, að í tölublaði því af „Tímanum“, sem út kom 4. sept. 1934, er prentuð tilkynning, þar sem því er lýst yfir af hálfu útgefenda blaðsins, að þeir menn, sem veita blöðum athugasemdalaust viðtöku um langan tíma og endursenda þau ekki, hafi þar með gerzt kaupendur, þótt þeir hafi ekki beðið um að fá blað- ið sent í fyrstu. Af þessu mátti stefndi sjá, að til þess væri ætlazt af hálfu útgefenda blaðsins, að hann greiddi andvirði fyrir það, og þar eð hann veitti blaðinu viðtöku eftir að þessi tilkynning var komin fram, verður að telja honum skylt að greiða andvirði blaðsins árið 1935, kr. 10.00, sem féll í gjalddaga 1. júní 1935, en undirréttarstefna í máli þessu er gefin út 6. júní þ. á. Svo ber stefnda og að greiða vexti af þessari upphæð eins og krafizt er, enda er hvorki upphafstíma vaxtanna né hæð þeirra andmælt sérstaklega. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt, að máls- kostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Benedikt Jónsson, greiði áfrýjanda, Páli Magnússyni f. h. vikublaðsins „Tíminn“, 503 kr. 10.00 með 6% ársvöxtum frá 1. júní 1935 til greiðsludags að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir heimild í lögum nr. 59, 10. nóv. 1905 höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, útgefinni 6. júní s. 1., af cand. jur. Páli Magnússyni, hér í bæ f. h. vikublaðs- ins „Tíminn“ gegn Benedikt Jónssyni Aðalbóli, Fremri- Torfustaðahreppi, Vestur-Húnavatnssýslu, til greiðslu skuldar fyrir 6 árganga nefnds vikublaðs, að upphæð kr. 60.00 með 6% ársvöxtum frá 1. mai 1935 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndur krefst aðallega sýknu og málskostnaðar, en til vara hefir hann mótmælt kröfunni sem fyrntri, að undan teknu andvirði fjögurra síðustu árganga. Stefndur byggir sýknukröfu sína á því, að hann hafi aldrei gerzt kaupandi „Tímans“ og aldrei greitt hann. Blað- ið hafi aðeins verið sent sér óumbeðið við og við og beri sér því engin skylda til að greiða það. Stefnandi hefir játað, að stefndur hafi aldrei óskað eftir að gerast kaupandi „Tímans“, hinsvegar hafi hann not- fært sér blaðið og aldrei endursent það. Hafi hann því verið talinn fastur kaupandi þess, enda ótvírætt skapað sér greiðsluskyldu með þessu framferði sinu. Af því, er fram hefir komið í málinu, verður ekki ann- að séð, en að byrjað hafi verið að senda stefndum blaðið alveg tilefnislaust af hans hálfu. Ekki virðist honum þó hafa verið skrifað með því né honum á annan hátt tjáð, að hann yrði talinn kaupandi þess, ef hann ekki endur- sendi það eða beinlínis tilkynnti, að hann óskaði ekki eftir að verða talinn kaupandi. Blaðið hefir síðan verið sent stefndum árum saman og hefir hann ekki gegn mótmælum stefnanda sannað, að hann hafi endursent það, né á annan hátt gefið sérstak- lega til kynna, að hann óskaði eftir að hætt yrði að senda sér það. Það er alkunna, að blað það, sem í máli þessu er kraf- 504 izt greiðslu fyrir, berst fyrir ákveðinni stjórnmálastefnu, er málgagn ákveðins stjórnmálaflokks. Er þvi eðlilegast að telja slíka sendingu blaðsins, er hér liggur fyrir, aðeins einn lið í útbreiðslustarfsemi við- komandi stjórnmálaflokks, og með sérstöku tilliti til þessa, svo og þess, að stefndur hefir aldrei verið krafinn um greiðslu fyrir blaðið, né honum sendur reikningur fyrir það, þá lítur rétturinn svo á, að stefndur hafi aldrei haft ástæðu til að ætla, að hann væri talinn kaupandi þess, enda þótt hann ekki endursendi það né tilkynnti, að hann myndi ekki greiða það. Þá verður heldur ekki með tilliti til framansagðs tal- ið, að í sambandi við þessa óumbeðnu sendingu blaðsins hafi gerzt nokkuð það atvik, er hafi verið til þess fallið að vekja hjá umbjóðanda stefnanda réttmætt traust um það, að stefndur vildi greiða blaðið. Rétturinn telur því samkvæmt framansögðu, að engin greiðsluskylda hvíli á stefndum útaf þessum blaðsend- ingum og því beri að sýkna hann af dómkröfum stefnanda í máli þessu. Eftir málavöxtum þykir málskostnaður þó eiga að falla niður. Miðvikudaginn 25. nóvember 1936. Nr. 47/1935. Eigendur e/s „Ölver“, þeir Bjarni Fannberg, Bjarni Eiríksson, Bárður Jónsson og Kristján Kristjánsson (Eggert Claessen) Segn Alþýðusambandi Íslands (Stefán Jóh. Stefánsson). Skaðabótakröfur í tilefni af verk- og afgreiðslu- banni, sem verkamálaráð Alþýðusambandsins lagði á skip. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. ágúst 1934: Stefndur, Alþýðusamband Íslands, skal vera sýkn af kröfum stefn- 503 endanna, eigenda e/s „Ölver“, í máli þessu og falli máls- kostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur gera þær kröfur hér fyrir rétti, aðal- lega, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim kr. 35279.02 með 5%ársvöxtum frá 12. júní 1933 til greiðsludags, en fil vara, að skaðabætur þeim til handa verði á- kveðnar með mati dómkvaddra manna, auk vaxta af matsupphæðinni sem fyrr segir. Svo krefjast þeir og að þeim verði tildæmdur málskostnaður fyrir báðum réttum. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjendur verði dæmdir in sol- idum til þess að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti. Samkvæmt því, sem upplýst er hér fyrir réttin- um, stofnuðu þeir meðáfrýjendurnir Bjarni Fann- berg og Bjarni Eiríksson, ásamt þriðja manni, Högna Gunnarssyni, félagsskap með sér í Bolung- arvík um áramótin 1931—1932 til fiskkaupastarf- semi þar á staðnum. Leigðu þeir í því skyni ýmsar eignir dánarbús Péturs Oddssonar í Bolungarvík. Upp úr nýjárinu 1932 fór Verklýðsfélag Bolung- arvíkur þess á leit við ofangreinda menn, að þeir semdu við það um kaupgjald verkafólks í landi og viðurkenndu félagið sem réttan samningsaðilja fyr- ir hönd verkafólksins. Leiddi þetta til þess, að með- áfrýjandi Bjarni Eiríksson, ásamt öðrum atvinnu- rekanda í Bolungarvík, undirritaði samning þessa efnis við Verklýðsfélagið hinn 5. febr. 1932, en þeir Bjarni Fannberg og Högni Gunnarsson neit- uðu að undirskrifa slíkan samning. Gekk Bjarni 506 Eiríksson þá jafnframt úr ofangreindum fisk- kaupafélagsskap. Félagsskapur þeirra Bjarna Fannberg og Högna Gunnarssonar hélzt hinsveg- ar áfram og gekk síðar undir firmanafninu Gunn- arsson á Fannberg. Þá áttu þeir Bjarni Fannberg og Bjarni Eiríksson í félagi nokkra vélbáta, sem þeir gerðu út, auk þess sem þeir áttu hvor um sig %, hluta í e/s „Ölver“, en meðáfrýjendur þeirra, Bárður og Kristján, áttu %, hluta skipsins hvor. Tilraunir Verklýðsfélags Bolungarvíkur til þess að fá þá Bjarna Fannberg og Högna Gunnarsson til að gera samning við félagið um kaupgjald land- verkafólks og viðurkenna félagið sem samnings- aðilja fyrir hönd verkafólkins virðast hafa hald- ið áfram fram á vor 1932, en reynzt árangurslaus- ar. Samþykkti þá félagið að banna meðlimum sin- um að vinna hjá þeim Bjarna Fannberg og Högna Gunnarssyni. Halda áfrýjendur þvi fram, að banni þessu hafi ranglega verið beint gegn nefndum mönnum, með því að þeir hafi ekki ráðið neitt landverkafólk í tímavinnu, heldur látið fram- kvæma alla verkun á fiski sínum í ákvæðisvinnu. Á þetta verður þó ekki fallizt sökum þess, að nefnd- ir menn virðast hafa haft umfangsmikinn atvinnu- rekstur í Bolungarvík á þessum tíma og var því eðlilegt, að Verklýðsfélagið vildi ná heildarsamn- ingum við þá eins og aðra atvinnurekendur þar á staðnum og jafnframt fá viðurkenningu þeirra á félaginu sem samningsaðilja. Eftir að nefnt verkbann var hafið leitaði Verk- lýðsfélag Bolungarvíkur aðstoðar Alþýðusambands Íslands, stefnda í máli þessu, í deilu þessari. Hinn 27. mai 1932 var e/s „Ölver“ statt á Siglufirði með síldartunnufarm, sem þar átti að skipa í land. Sendi 507 þá verkamálaráð Alþýðusambandsins svohljóðandi skeyti til umboðsmanns sins á Siglufirði: „Eigend- ur Ölvers Bolungarvík í banni. Siglufjarðarfélög- in beðin afgreiða ekki bátinn.“ Er óumdeilt, að með Siglufjarðarfélögunum sé átt við verkamannafélag og verkakvennafélag á Siglufirði, sem bæði séu í Alþýðusambandi Íslands. Leiddi þetta til þess, að e/s „Ölver“ varð ekki afgreiddur, og lá hann við bryggju á Siglufirði frá 27. maí til 30. júlí 1932, er afgreiðslubanninu var aflétt, en daginn áður, 29. júlí, höfðu tekizt samningar með Verklýðsfélagi Bolungarvíkur annarsvegar og þeim Bjarna Fann- berg og Högna Gunnarssyni hinsvegar. Kveða á- frýjendur tjón það, er hlauzt af nefndri stöðvun e/s „Ölver“, nema hinni umstefndu upphæð. Í máli þessu er ekki upplýst, að afskipti stefnda af e/s „Ölver“ hafi verið önnur né meiri en að framan segir, og ekkert er fram komið, sem bendir til þess, að af hálfu stefnda hafi verið hvatt til of- beldis né annarra ólögmætra verka í sambandi við deilu þessa. Ekki verður heldur talið, eftir því sem fyrir liggur í þessu máli, að verkbann Verklýðs- félags Bolungarvíkur gegn Bjarna Fannberg hafi verið ólögmætt, og verður stefndi því heldur ekki sakaður um stuðning við ólöglegt verkbann. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, og þá sérstaklega að því er ráða má af samningum, sem gerðir hafa verið fyrir hönd útgerðar e/s „Ölver“, verður að ætla, að Bjarni Fannberg hafi aðallega annazt útgerðarstjórn skipsins og þar eð hann enn- fremur var sameigandi að því, eins og fyrr segir, þá verður heldur ekki talið ólögmætt af stefnda að leggja fyrir verklýðsfélög innan Alþýðusambands- ins að banna meðlimum sinum að vinna við skipið, Rr 508 meðan deilan við Bjarna Fannberg var óleyst. Ber þvi samkvæmt framansögðu að staðfesta hinn á- frýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir málavöxtum þykir rétt að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 21. júní f. á., af eigendum línuveiðaskipsins „Ölver“, þeim Bjarna Fann- berg, skipstjóra, Bjarna Eiríkssyni, kaupmanni og Bárði Jónssyni, bónda, öllum í Bolungarvík og Kristjáni Krist- jánssyni, skipstjóra hér í bænum, gegn miðstjórn Alþýðu- sambands Íslands fyrir þess hönd og Verkamálaráði Ís- lands, þeim Jóni Baldvinssyni, bankastjóra, Héðni Valde- marssyni, alþingismanni, Stefáni Jóh. Stefánssyni, hrm., Ingimar Jónssyni, skólastjóra, Guðmundi Oddssyni, brauð- gerðarhúsforstjóra, Sigurjóni Á. Ólafssyni, alþingismanni, Jóni Axel Péturssyni, hafnsögumanni, Jóni Guðlaugssyni. bifreiðarstjóra og Jóhönnu Egilsdóttur, húsfrú, öllum til heimilis hér í bænum, til greiðslu skaðabóta, að upphæð kr. 35279.02 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi, 12. júní Í. á., til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Tildrög málsins kveða stefnendur þau, að hinn 27. mai f. á, er skip þeirra e/s Ölver var statt á Siglufirði í sildarflutningum fyrir skilanefnd Síldareinkasölu Íslands, Þá hafi stefndur, Alþýðusamband Íslands eða Verkamála- ráð Íslands fyrir þess hönd, lagt verk- og afgreiðslubann á skipið og hafi bannið staðið til 30. júlí f. á. Á þessu tíma- bili hafi skipið ekki getað komið í land sildarfarmi þeim, sem í því var, er bannið var lagt á, og ekki heldur stundað nokkra atvinnu. Verkbann þetta telja stefnendur algerlega ólöglegt og kveðast hafa beðið af því mikið og margskon- ar tjón. Hafi tjónið fyrst og fremst verið fólgið í beinum 509 kostnaði við legu skipsins á Siglufirði. Þá hafi skipið misst af vöruflutningum og ekki getað stundað síldveiðar vegna bannsins, og loks kveðast stefnendur hafa orðið að leggja í ýmislegan kostnað til undirbúnings málshöfðun þessari: Hafa stefnendur sundurliðað kröfu sína svo: 1. Kostnaður við legu skipsins á Siglufirði kr. 7916.15 9. Atvinnutjón vegna missis vöruflutninga — 11525.69 3. Aflatjón á sildarvertiðinni ........... — 15306.88 4. Kostn. vegna undirbúnings máls þessa — 530.30 Samtals Kr. 35279.02 og kemur það heim við hina umstefndu upphæð. Halda stefnendurnir því fram, að þar sem verkbannið hafi ver- ið ólögmætt, bæri stefndum að bæta allt það tjón, sem af því hafi hlotizt, en til þess hafi hann verið ófáanlegur og sé því mál þetta höfðað. Stefndur hefir mótmælt framangreindum kröfum stefn- enda og krafizt algerðrar sýknu og málskostnaðar hjá þeim eftir mati réttarins. Lýsir stefndur málavöxtum svo, að um mánaðarmótin apríl og maí 1932 hafi þeir Högni Gunnarsson og einn stefnendanna, Bjarni Fannberg, byrj- að atvinnurekstur í Bolungarvík undir firmanafninu Gunnarsson og Fannberg. Hafi þeir ekki viljað undirskrifa samninga við Verkalýðsfélag Bolungarvíkur um kaupgjald við fyrirtæki þeirra, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og tilslakanir af Verkalyðsfélagsins hálfu hafi ekki tekizt að fá friðsamlega lausn á deilunni. Hafi Verkalýðsfélagið þá snúið sér til Verkamálaráðs Alþýðusambandsins með beiðni um aðstoð í deilunni við nefnt firma, og ekki hafi verið til annara vopna að gripa, en að verkamenn neituðu að vinna hjá firmanu og við atvinnurekstur, sem nefndir eigendur þess væru riðnir við. Þetta hafi líka verið gert. Kveður stefndur, að yfir 100 verkamenn, sem séu í Verka- lýðsfélagi Bolungarvíkur, hafi neitað að vinna hjá firmanu. Þá hafi og félagsmenn verkalýðsfélaganna á Siglufirði og yfirleitt allir félagsbundnir verkamenn innan Alþýðusam- takanna neitað, eftir fyrirmælum Verkamálaráðs Íslands, að vinna að atvinnurekstri, sem eigendur nefnds firma eða þeir Högni eða Bjarni hafi rekið eða tekið þátt í, og meðal annars hafi þeir ekki viljað vinna við afgreiðslu e/s Ölver. Byggir stefndur sýknukröfuna á því í fyrsta lagi, að 510 máli þessu sé ekki réttilega beint að honum. Það hafi ver- ið Verkalýðsfélag Bolungarvíkur, sem fyrst hafi ákveðið að hætta allri vinnu hjá Gunnarsson £ Fannberg, og síðan hafi verkalýðsfélögin á Siglufirði séð um, að meðlimir beirra ynnu ekkert við afgreiðslu ofannends skips, og tel- ur stefndur, að málssóknin hefði því fyrst og fremst átt að beinast gegn félögum þessum. En á þetta verður ekki fallizt hjá steindum. Hann hefir viðurkennt, að Verkamála- ráð Alþýðusambandsins hafi beint þeim fyrirmælum til allra félaga innan Alþýðusambandsins, meðal annars, að vinna ekki við afgreiðslu e/s Ölves, og við beim fyrir- mælum hafi félögin orðið. Lítur því rétturinn svo á, að stefndur beri ábyrgð á umræddum verknaði og sé skaða- bótaskyldur vegna hans, verði verknaðurinn ólögmætur talinn, og hefir því krafa stefnds um sýknu vegna aðildar- skorts ekki við rök að styðjast. Í öðru lagi reisir stefndur sýknukröfuna á því, að gerð- ir hans í þessu sambandi hafi verið fyllilega lögmætar. Hann hafi aðeins, eins og áður er sagt, bannað að félags- bundnir verkamenn (þ. e. verkamenn, sem eru í verka- lýðsfélögum innan Alþýðusambandsins) ynnu hjá oft- nefndu firma eða að atvinnurekstri, sem eigendur firmans væru við riðnir, svo sem hafi verið með útgerð linuveið- arans „Ölver“ meðan á deilunni við firmað stæði, en þetta sé sú leið, sem sjálfsögð sé talin og viðurkennd með öll- um siðuðum þjóðum, þegar um vinnudeilur sé að ræða. Verkbann þetta hafi heldur ekki verið brot á neinum vinnusamningum við stefnendur, en engin skylda hafi hvílt á félagsbundnum verkamönnum að láta stefnendum starf silt í té við afgreiðslu oftnefnds skips eða önnur verk, þeir hafi verið algerlega sjálfráðir um, hvort þeir gerðu það eða ekki, og geti stefnendur því ekki komið fram með neinar kröfur út af því, að verkamenn hafi ekki viljað vinna við skip þeirra. Það er ekki upplýst, gegn mótmælum stefnds, að um- rætt verkbann hans hafi verið víðtækara en hann heldur Íram, eða með öðrum orðum, að það hafi náð til annarra en félagsbundinna verkamanna. Verður því að telja, af ástæðum þeim, sem stefndur hefir hér að framan fært fram sér til varnar, að hann hafi ekki í umræddu efni r öll gengið lengra en leyfilegt er, og ber þá að taka sýknukröfu hans til greina, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostn- aður falli niður. Föstudaginn 27. nóvember 1936. Nr. 102/1936. Eyjólfur Kolbeins (Sjálfur) segn Ragnheiði Bjarnadóttur og Þórði Bjarnasyni f. h. barna hans (Garðar Þorsteinsson). Maður talinn hafa firrt sig rétti til að áfrýja skipt- um á jörð, gerðum af undirlandskiptanefnd, til yfirlandskiptanefndar. Úrskurður gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 9. júni 1936: Krafa stefnda Eyjólfs Kolbeins um að máli þessu skuli frávísað verður ekki tekin til greina. Dómur gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 7. júlí 1936: Stefndir, Eyjólfur Kolbeins og Þórður Bjarnason fyr- ir hönd barna sinna, hafi firrt sig rétti til að skjóta til yfir- lendskiptanefndar undirlandskiptum Lambastaða í Sel- tjarnarneshreppi, er fram fóru 18. maí 1935, og eru þeir bundnir við ákvarðanir undirlandskiptanefndarinnar. Stefndur Eyjólfur Kolbeins greiði stefnanda kr. 150.00 í málskostnað innan þriggja sólarhringa frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þórði Bjarnasyni f. h. barna sinna hefir einungis verið stefnt til að gæta hagsmuna sinna og án þess að nokkrar kröfur hafi verið gerðar á hendur honum. öl2 Áfrýjandi hefir krafizt þess, aðallega, að hinn á- frýjaði úrskurður verði felldur úr gildi og hinn á- frýjaði dómur ómerktur, og málinu vísað frá und- irréttinum, en til vara, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefndu í málinu. Hvern- ig sem málið fer krefst hann þess, að honum verði dæmur hæfilegur málskostnaður fyrir hæsta- rétti og gestaréttinum eftir mati réttarins. Stefnda Ragnheiður Bjarnadóttir krefst þess, að- allega, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, en til vara, að svo verði kveðið á í dóminum, að svo- nefnd Norðurmýri og lóðir merktar IV, V og X skuli teknar með af yfirlandskiptanefnd við skipti lands jarðarinnar Lambastaða, þannig, að sama landi verði skipt og skipt var af undirlandskipta- nefnd. Svo krefst hún og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndur Þórður Bjarnason f. h. barna sinna krefst málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með því að það þykir verða að fallast á forsend- ur og niðurstöðu hins áfrýjaða úrskurðar og hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta dómsathafnir þessar. Eftir þessum úrslitum 'þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefndu Ragnheiði Bjarnadóttur kr. 150.00 í málskostnað fyrir hæstarétti, en málskostnaðar- kröfu stefnda Þórðar Bjarnasonar f. h. barna hans þykir ekki ástæða að taka til greina. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða úrskurði og dómi skal ó- raskað. öl3 Áfrýjandi, Eyjólfur Kolbeins, greiði stefndu frú Ragnheiði Bjarnadóttur kr. 150.00 í máls- kostnað fyrir hæstarétti, en að öðru leyti falli málskostnaður í hæstarétti niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrijaða dóms hljóða svo: Annar hinna stefndu í máli þessu, Eyjólfur Kolbeins, bóndi í Bygggarði, hefir krafizt þess, að sérstakur úrskurð- ur gangi um það, að máli þessu skuli vísað hér frá réttin- um, þar sem ágreiningur sá, sem stefndi vill fá úrskorið heyri undir úrskurð yfirlandskiptanefndar þeirrar, er nú er starfandi að yfirskiptun Lambastaðalands. Aðaldómkrafa stefnandans í máli þessu er sú, að slegið verði föstu, að stefndir hafi fyrirgert rétti sínum til að leggja undirlandskiptin fyrir yfirlandskiptanefndina og að þeir séu bundnir af skiptum þeim, er fram fóru 12. mai 1935. Fyrir þessari kröfu sinni færir hann þá ástæðu, að stefndir hafi, eftir að þeir áfrýjuðu undirlandskiptunum, selt lóð úr landi því, er undirlandskiptanefndin skipti og áfrýjun þeirra náði til. Heldur stefnandi þvi fram, að yfir- landskiptanefndin sé ekki að lögum bær um að ákveða, hvort stefndir hafi fyrirgert áfrýjunarrétti sinum, og hafi hann því hlotið að leita álits dómstólanna um það atriði. Þar sem fallizt verður á þá skoðun stefnandans, að á- greiningsatriði það, sem hér liggur fyrir, heyri undir dóm- slólana, verður frávísunarkrafa stefnds Eyjólfs Kolbeins ekki tekin til greina. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er með stefnu, útgefinni þann 2. júní þetta ár, höfðað fyrir gestaréttinum af frú Ragnheiði Bjarna- dóttur, Bókhlöðustíg 2 í Reykjavík, gegn Eyjólfi Kolbeins í Bygggarði í Seltjarnarneshreppi og Þórði Bjarnasyni á Lambastöðum í sama hreppi fyrir hönd barna sinna. Hefir stefnandi gert þær réttarkröfur: 1. Aðallega að því verði slegið föstu með dómi réttarins, að hinir stefndu hafi fyrirgert rétti sínum til að leggja skipti þau, er undirlandskiptanefnd gerði á Lambastaða- 33 öl4 landi þann 18. maí 1935, undir yfirlandskiptanefnd, og að þeir séu bundnir af ákvörðunum undirlandskipta- nefndar. 2. Til vara, að slegið verði föstu með dómi réttarins, að svonefnd Norðurmýri og þrjár lóðir, merktar IV, V og X á framlögðum uppdrætti af Lambastaðalandi, skuli vera teknar með af yfirlandskiptanefnd við skipti Lambastaða- lands, þannig, að sama landi verði skipt og skipt var af undirlandskiptanefnd. Stefnandi hefir ennfremur krafizt þess, að hinir stefndu yrðu dæmdir in solidum til að greiða sér málskostnað eftir mati réttarins. Síðar undir rekstri málsins hefir stefnandi þó fallið frá málskostnaðarkröfu á hendur Þórði Bjarna- syni fyrir hönd barna sinna, og kemur málskostnaðarkraf- an því eingöngu til greina gegn stefndum Eyjólfi Kolbeins. Að vísu stendur í stefnunni, að þess sé krafizt, að stefnd- ir séu bundnir við skiptin, er fram fóru 12. maí 1935, en bæði er á öðrum stað í stefnunni talað um að skiptunum hafi lokið 18. maí 1935 og siðan undir rekstri málsins hefir enginn ágreiningur orðið um það um hvaða undir- landskipti væri að ræða, og verður þvi í dómi þessum mið- að við hinn rétta lokadag skiptanna, 18. maí 1935. Stefnandi og stefndir áttu eignina Lambastaði í Seltjarn- arneshreppi í sameign, stefnandi % hluta, börn Þórðar Bjarnasonar % hluta og stefndur Eyjólfur Kolbeins helming. Eftir kröfu stefnanda var eign þessari skipt af undir- landskiptanefnd, og var þeim skiptum lokið, eins og áður segir, þann 18. mai 1935, þannig, að stefnandi fékk sinn hluta sérstaklega útmældan, stefndur Eyjólfur Kol- beins fékk hluta síns lands útmældan, en eftir skiptin áttu þeir nokkurt land í sameign í hinni skiptu eign, stefndur Eyjólfur og börn Þórðar Bjarnasonar. Þann 9. desember 1935 óskar stefndur Eyjólfur Kolbeins cftir því í bréfi til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, að skipuð verði yfirlandskiptanefnd vegna Lamba- staðaskiptanna, og var sú nefnd Þrátt skipuð og tók til slarfa. Þann 22. apríl þ. á. selja og afsala hinir stefndu til handa Ólafi Magnússyni í Reykjavík lóð, 400 fermetra að stærð, úr sameign þeirra í Lambastaðatúninu. Telur stefnandi, að með þessu afsali hafi hinir stefndu firrt sig rétti til þess að yfirlandskiptanefnd fjallaði um skipti Lambastaða og hlytu þeir því að vera bundnir af skiptum undirlandskiptanefndar, og er aðalkrafa stefn- anda í samræmi við þessa skoðun. Stefndur Þórður Bjarnason fyrir hönd barna sinna hefir samþykkt kröfu stefnandans og telur sig hafa svipt sig öllum möguleikum til áfrýjunar undirlandskiptanna með áðurnefndu lóðarafsali. Stefndur Eyjólfur Kolbeins hefir mótmælt aðalkröfu stefnanda og þeirri skoðun, sem hún byggist á, og krafizt algerðrar sýknu af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað eftir mati réttarins og að hann verði látinn sæta sektum fyrir óþarfa þrætu. Hefir hann haldið því fram, að samkvæmt fyrri við- skiptum sínum og Þórðar Bjarnasonar f. h. barna sinna annarsvegar og stefnanda hinsvegar, hafi þeir átt til góða lóðir úr sameigninni Lambastöðum og samkvæmt því hafi þeir selt lóðina 22. apríl síðastliðinn. Þessi eldri viðskipti og þau rök, sem stefndur Eyjólfur Kolbeins byggir á þessu, hefir honum þó ekki tekizt að sanna. Úrslit þessa máls, hvað aðalkröfuna snertir, velta á því, hvort lóðarafsalið frá 22. april síðastliðnum er ósam- rýmanlegt áfrýjun undirlandskiptanna. Í lóðarafsalinu er enginn fyrirvari um áfrýjun undir- landskiptanna. Verður því ekki annað séð en að hinir stefndu hafi báðir skilyrðislaust fært sér í nyt ákvæði undirlandskiptanefndar. Samkvæmt hinni almennu reglu um áfrýjun dómsmála mundu hliðstæð not undirréttardómsins, eins og undir- landskiptanefndar ákvarðananna í þessu tilfelli, vera ósamrýmanleg áfrýjun. Verður ekki séð nein ástæða til þess að önnur og rýmri regla ætti að gilda í tilfelli sem þessu, er hér liggur fyrir. Samkvæmt þvi hlýtur niður- staða máls þessa að verða sú, að aðalkrafa stefnandans verði til greina tekin. Eftir atvikum þykir rétt, að stefndur Eyjólfur Kolbeins greiði stefnanda kr. 150.00 í málskostnað. öl6 Mánudaginn 30. nóvember 1936. Nr. 96/1936. Valdstjórnin (Einar B. Guðmundsson) Segn Þorgeiri Pálssyni (Garðar Þorsteinsson). Maður dæmdur til refsingar eftir 4. gr. laga nr. 5 frá 1920 fyrir að veita togurum upplýsingar um ferðir varðskipanna. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 20. maí 1936: Kærði, Þorgeir Pálsson, greiði til landhelgisjóðs Íslands 8000.00 króna sekt, og komi einfalt fangelsi í 6 mánuði í stað sekt- arinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun, kr. 200.00, til skipaðs verjanda sins, hrm. Garðars Þorsteinssonar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með tilliti til dagsgengis íslenzkrar krónu, sem nú er 49.02, og að öðru leyti með skirskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, þó svo, að í stað sektarinnar komi 5 mánaða ein- falt fangelsi, ef hún greiðist ckki innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði og kærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, 150 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að í stað sektarinnar komi 5 mánaða ein- falt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna öl7 frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði, Þorgeir Páls- son, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutn- ingsmannanna Einars B. Guðmundssonar og Garðars Þorsteinssonar, 150 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Þorgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra, til heimilis á Lind- argötu 19 hér í bænum fyrir brot gegn lögum nr. 5, 1920. Kærði er kominn yfir lögaldur sakamanna. Hann hefir eigi áður svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu. Með bréfi dags. 20. október s. 1. fól dómsmálaráðuneyt- ið tveim mönnum að rannsaka það, hvort togarar, sem stunda veiðar hér við land, mundu með skeytum úr landi vera látnir vita um hreyfingar varðskipanna. Athuganir þessara manna leiddu til þess, að þeir 8. janúar s. 1. gáfu skýrslu um þær til ráðuneytisins þess efnis, að þeir teldu nokkra menn vera grunsamlega um að hafa gefið togurum siikar upplýsingar, sem að framan greinir, með loftskeyt- um, og færðu rök að þessu áliti sínu. Með bréfi dags. 9. janúar s. 1. fyrirskipaði ráðuneytið síðan réttarrannsókn i máli þessu, sem hófst samdægurs, og leiddi til þess, að nokkrir menn, þar á meðal kærði, játuðu, að hafa orðið sekir um fyrrgreint athæfi. Með bréfi dags. 29. april 1935 var kærði skipaður um- boðsmaður togaraútgerðarfélagsins H. Markham Cook, Ltd. Grimsby, og hefir hann verið það siðan. Er kærði var orðinn umboðsmaður þessa útgerðarfyrirtækis, kveðst hann hafa tekizt á hendur að senda togurum þess upp- lýsingar um ferðir og dvalarstaði varðskipanna, er þess var óskað, og sendi hann upplýsingar þessar í loftskeytum á dulmáli samkvæmt dulmálslykli, er hann fékk afhent- an í þessu skyni. Til rannsóknar og afnota í máli þessu hafa verið tekin dulmálsskeyti þau, er fyrirfundizt hafa í skjalasafni Landsímans frá kærða til togara og öfugt, og ö18 hafa skeyti kærða til 4 togara fyrrgreinds útgerðarfélags verið ráðin með dulmálslykli, er kærði afhenti í upphafi rannsóknarinnar. Er það mikill fjöldi skeyta, sem kærði hefir sent þessum skipum með upplýsingum um varðskip- in. Auk þeirrar upplýsingarstarfsemi, sem kærði Þannig rak, eftir að hann varð umboðsmaður umrædds útgerðar- félags, hefir kærði játað að hafa áður látið Þeim skipum sama félags, er Páll Sigfússon var fiskiskipstjóri á, í té Samskonar upplýsingar um varðskipin og að framan grein- ir, en það voru skipin Lincolnshire og síðar Berkshire. Þetta hefir Páll Sigfússon staðfest, en eigi hefir tekizt að ráða nein þau skeyti til skipa þessara, er liggja fyrir frá þvi áður en kærði tókst á hendur hið almenna umboð fyrir félagið. Kærði hefir játað, að sér hafi verið ljóst, að upplýs- inga þessara var óskað með tilliti til landhelgiveiða við- komandi skipa, enda felst í sumum skeytum skipstjóranna til kærða játningar um, að þeir ýmist ætli eða séu að veiða í landhelgi. Þá hefir og Páll Sigfússon játað,að skip þau, er hann hefir verið fiskiskipstjóri á og notið hafa upplýsinga kærða, hafi oft veitt í landhelgi. Eigi kveðst kærði hafa fengið nein sérstök laun fyrir upplýsingastarfsemi þessa, hvorki áður né eftir að hann varð umboðsmaður félagsins. Framangreind starfsemi kærða, sem er til þess fallin bæði að liðsinna togurum þeim, sem hennar nutu, við landhelgiveiðar, svo og til þess að gera þeim mögulegt að komast undan hegningu fyrir framin landhelgibrot, varð- ar við 4. gr. laga nr. 5, 1920. Með tilliti til þess, hversu um- fangsmikil og langvarandi þessi starfsemi kærða er og með hliðsjón af núverandi gullgengi krónunnar þykir refsing kærða hæfilega ákveðin 8000.00 króna sekt til Landhelgisjóðs Íslands, og komi einfalt fangelsi í 6 mán- uði í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan á4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun, kr. 200.00, til skipaðs verjanda sins, hrm. Garðars Þorsteinssonar. Rekstur málsins hefir verið vítalaus. öl9 Mánudaginn 30. nóvember 1936. Nr. 88/1936. Sigurður Berndsen gegn Einari Einarssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurður Berndsen, er eigi mætir Í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Mánudaginn 30. nóvember 1936. Nr. 125/1936. Ernst F. Bachmann gegn Jóhanni S. Dalberg. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ernst F. Bachmann, er eigi mætir Í málinu, greiði 50 króna aukagjald í rikissjóð, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. 520 Mánudaginn 30. nóvember 1936. Nr. 48/1935. Högni Gunnarsson og Bjarni Fann- berg, f. h. firmans Gunnarsson á Fannberg gegn Alþýðusambandi Íslands. Dómur hæstaréttar. Er mál þetta kom fyrir réttinn í dag, var þess óskað af hálfu áfrýjenda að málið væri hafið. Af hálfu stefnda var mætt og krafizt ómaksbóta, en því var mótmælt af hálfu áfrýjenda. Þar eð líta verður svo á, að áfrýjendur hafi í upphafi haft á- stæðu til þess að áfrýja málinu sökum þess, að áð- ur hafði ekki verið fengin úrlausn þessa réttar um samskonar eða hliðstæð efni og með því að áfrýj- endur hafa nú hafið málið þegar eftir að dómur var genginn Í málinu nr. 47/1935, þá þykir ekki ástæða til að dæma stefnda ómaksbætur. Því dæmist rétt vera: Mál þetta er hafið og fellur málskostnaður niður. ö21 Ja Mánudaginn 30. nóvember 1936. Nr. 103/1936. Lárus Fjeldsted og Gróa Lárusdóttir gegn Kristjáni Guðmundssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Lárus Fjeldsted og Gróa Lárusdótt- ir, er eigi mæta Í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef þau vilja fá málið tekið fyrir að nýju. Einnig greiði þau in solidum stefnda, er hefir mætt í málinu, 20 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 4. desember 1936. Nr. 62/1936. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Magnúsi Norðfjörð Magnússyni (Einar B. Guðmundsson). Neyzla áfengis við bifreiðaakstur. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 8. apríl 1936: Kærð- ur, Magnús Norðfjörð Magnússon, greiði 100 króna sekt til ríkissjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 7 daga. Kærður skal sviptur leyfi til að stýra bifreið í 3 mán- uði. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 522 Dómur hæstaréttar. Síðan mál þetta var dæmt í héraði hefir réttar- rannsókn verið framkvæmd til upplýsingar atrið- um þeim, sem í úrskurði hæstaréttar 9. okt. þ. á. greinir. Atvik málsins eru þau, að aðfaranótt hins 5. april þ. á. kl. að ganga tvö, að því er kærður segir, ók hann bil upp að Geithálsi og síðan, eftir nokkra dvöl þar, aftur til Reykjavíkur. Í bílnum voru auk kærða, Hjálmar Jóhannsson, múrarameistari og tvær stúlkur,þær Bergrós Jensdóttir, Mýrargötu 4 og Sigurbjörg Benediktsdóttir, Spitalastig 3, Reykja- vík, Sömu nótt, klukkan um fjögur, komu stúlkur þessar á lögreglustöðina í Reykjavík og báru þá sök á kærða, að hann hefði ekið bil ölvaður. Við rann- sókn málsins hafa stúlkur þessar skýrt svo frá, að Hjálmar hafi verið með einn pela af Whisky, þeg- ar þær hittu hann. Hafi þessa áfengis verið neytt á leiðinni upp að Geithálsi. En áður en komið var þangað hafi kærður tekið úr fórum sinum Whisky- pela og afhent hann Hjálmari, annan pela af Whisky hafi hann síðan selt í hendur Hjálmari á Geithálsi. Segja þær kærða hafa tekið gjald af Hjálmari fyrir báða þessa pela. Um það, hvort kærður hafi neytt áfengis á leiðinni að Geithálsi svo og um önnur smærri atriði, ber stúlkunum ekki saman, en báðar staðhæfa þær, að kærður hafi ver- ið orðinn ölvaður, þegar lagt var af stað frá Geit- hálsi, enda hafi hann ekið skrykkjótt á bakaleiðinni og verið með drykkjulæti við þær. Sjálfar kveðast þær hafa tekið þátt í drykkjunni, en gætt þess að verða ekki ölvaðar. Kærður og Hjálmar Jóhannsson skýra hinsvegar svo frá, að Hjálmar hafi haft einn Whiskypela meðferðis og hafi ekki annars víns 523 verið neytt í förinni. Hafi kærður þannig hvorki selt Hjálmari áfengi né lagt fram áfengi til drykkj- unnar og af kærða hálfu hafi ekki verið um aðra vinneyzlu í förinni að ræða en þá, að hann hafi á bakaleiðinni tvisvar sopið á Whiskypela Hjálmars. Fkki kveðst Hjálmar hafa tekið eftir neinum ölv- unareinkennum á kærða og telur hann akstur kærða hafa verið óaðfinnanlegan. Þrátt fyrir sam- prófun hefir ekki tekizt að samræma vitnisskýrslu Hjálmars annarsvegar og vitnaskýrslur téðra stúlkna hinsvegar. Þau Hjálmar og Sigurbjörg hafa unnið eið að framburði sínum, en Bergrós, sem samkvæmt hegningarvottorði sinu hefir verið dæmd fyrir þjófnað og ölvun og áminnt fyrir ó- sæmilega hegðun, hefir ekki verið eiðfest. Svo sem í hinum áfrýjaða dómi segir var kærður undir á- Lrifum áfengis, þegar lögreglan handtók hann um- rædda nótt. Orsök þessa segir hann vera þá, að hann hafi, eftir að hann var hættur akstri, drukkið að mestu leyti upp úr Whiskypela ásamt Guð- mundi nokkrum Guðmundssyni, Hverfisgötu 101. Hafi Guðmund og Skúla bifreiðarstjóra Zophonias- son borið að þar, sem kærður var að ganga frá bil sinum eftir aksturinn. Guðmundur hafi komið inn í bil kærða og boðið honum áfengið og þeir síðan setið þar um stundarfjórðung og neytt þess. Hefir Guðmundur staðfest þessa frásögn kærða og segir sig hafa verið að skilja við kærða, þegar lögregl- an kom. Skúli kveður sér kunnugt um fund þeirra Guðmundar og kærða, en segir sér ókunnugt um, hvað þeim hafi farið í milli, með því hann (Skúli) hafi beðið álengdar í bíl sínum, en Guðmundur hafi verið verið við vin bæði áður en hann hitti kærða og eftir það. ö24 Við athugun ósamræmisins í vitnaskýrslum téðs Hjálmars annarsvegar og þeirra Bergrósar og Sig- urbjargar hinsvegar verður ekki talið sannað, að kærður hafi látið af hendi áfengi til annarra manna gegn gjaldi eða öðru verðmæti, þannig að saknæmt sé samkvæmt 15. gr. áfengislaga nr. 33/1935. Af sömu ástæðu og þó sérstaklega með tilvísun til vitnaframburðar þeirra Guðmundar og Skúla er ekki fram komin sönnun fyrir því, að kærður hafi verið undir áhrifum áfengis við bifreiðarakstur. Þykir þessvegna ekki heimilt að svipta hann öku- leyfi sínu, sbr. 21. gr. áfengislagana. Aftur á móti er það sannað með játningu kærða og staðfest af vitnum, að kærður hefir neytt vins við bifreiðar- akstur. Þetta misferli varðar hann refsingu sam- kvæmt 5. gr. 3. mgr. laga nr. 70/1931 um notkun bif- reiða, og ákveðst refsing hans samkvæmt 14. gr. sömu laga 150 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærða ber að greiða allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 100 krón- ur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærður, Magnús Norðfjörð Magnússon, greiði 150 króna sekt í ríkissjóð og komi 10 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar bæði i héraði og hæstarétti, þar með talin málflutn- 523 ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Sveinbjarn- ar Jónssonar og Einars B. Guðmundssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum Þer að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Magnúsi Norðfjörð Magnússyni bifreiðarstjóra, til heim- ilis Bergþórugötu 41, hér í bæ fyrir brot gegn lögum nr. 70, 1931 um notkun bifreiða og áfengislögum nr. 33, 1935. Kærður hefir í lögsagnarumdæminu áður sætt eftirfar- andi kærum og refsingum. 1921 6. febr. Sætt 5 kr. sekt fyrir afturljósleysi á bifreið. 1929 30. sept. Sætt 10 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1931 6. okt. Áminning fyrir brot gegn samþykkt um bifreiðastæði. 1932 3. okt. Undirgekkst að greiða kr. 33.75 í skaðabæt- ur fyrir að aka bifreið á hjólreiðadreng. Með eigin játningu kærðs og öðru, er fram hefir komið í málinu, er það sannað, að kærður neytti áfengis við akst- ur bifreiðar sinnar á leiðinni frá Geithálsi og hingað til bæjarins aðfaranótt s. 1. sunnudags. Lögreglan kom að hon- um, er hann fyrir stuttu var kominn heim til sín og var þá við bifreiðina. Haraldur Jensson lögrþj. hefir borið, að hann hafi þá verið sýnilega undir áhrifum áfengis og við blóðrannsókn, er framkvæmd var, reyndist áfengismagnið 3%0. En kærður hefir haldið því fram, að eftir að hann var kominn heim hafi hann drukkið töluvert og farið þá að finna til áhrifa áfengisins. Með framangreindu hefir kærður gerzt sekur við ö. gr. 3. mgr. sbr. 14. gr. bifreiðalaganna og 21. gr. sbr. 39. gr. áfengislaganna. Þykir refsing hans réttilega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan mánaðar frá lög- Þirlingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fang- 526 elsi í 7 daga. Þá ber og að svipta kærðan ökuleyfi í 3 mán- uði. Loks greiði hann kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið dráttur. Mánudaginn 7. desember 1936. Nr. 148/1936. Valdstjórnin (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Carl Kreutzfeldt (Sveinbjörn Jónsson). Ólöglegur innflutningur áfengis og tóbaks. Dómur lögregluréttar Gullbringu. og Kjósarsýslu 7. april 1936: Kærður, Carl Kreutzfeldt, greiði 5300 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 130 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lög- birtingu dóms þessa. Hann greiði allan af máli þessu leiddan og leiðandi kostnað. Flutningaskipið Krusaa er að veði til tryggingar greiðslu sektar og málskostnaðar og má kyrrsetja það og selja að undangengnu fjárnámi, til lúkningar hvorutveggju. Hið innflutta áfengi og tóbak er upptækt gert og skal vera eign ríkissjóðs. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Á það má fallast, að brot kærða, sem lýst er í hin- um áfrýjaða dómi, beri að heimfæra undir 2. sbr. 27. gr., 1. tölulið áfengislaga, nr. 33/1935, og Í. sbr. 15. gr. laga um einkasölu ríkisins á tóbaki, nr. ö8/1931. Þykir refsing kærða fyrir brot þessi, sam- kvæmt nefndum ákvæðum laganna, og að með- taldri 40 króna sekt fyrir hvern litra hins innflutta áfengis, en þeir voru samtals 63, hæfilega ákveðin ö27 4000 króna sekt, er renni í menningarsjóð, og komi í stað hennar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, einfalt fangelsi í 3 mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku ólög- lega innflutts áfengis og tóbaks svo og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði ber að staðfesta. Kærði greiði og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, 70 krónur til hvors. Hér fyrir rétti er það upplýst, að kærði hefir þeg- ar greitt ríkissjóði sekt þá, er dæmd var á hendur honum í héraði, ásamt sakarkostnaði þar. Þar eð taka má greiðslu af fé þessu til lúkningar sekt og sakarkostnaði, sem kærða er gert að greiða með þessum dómi, þykir ekki þörf á að dæma veð í skip- inu „Krusaa““ fyrir upphæðum þessum. Því dæmist rétt vera: Kærði, Carl Kreutæzfeldt, greiði 4000 króna sekt í menningarsjóð, og komi í stað sektarinn- ar einfalt fangelsi í 3 mánuði, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku ó- löglega innflutts áfengis og tóbaks og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Kærður greiði allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Stefáns Jóh. 528 Stefánssonar og Sveinbjarnar Jónssonar, 70 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Carl Kreutzfeldt, bryta á flutningaskipinu Krusaa frá Kaupmannahöfn, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33, 1935 og lögum nr. 58 frá 1931 um einkasölu ríkisins á tóbaki. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Við tollskoðun, er fram fór í flutningaskipinu Krusaa, Þegar það kom með saltfarm til Keflavíkur þann 6. þ. m. fundust faldar víðsvegar um skipið 70 flöskur af Whisky, 14 flöskur af Aalborgar Ákaviti og 5400 Camel ciga- eltur. Kærður í máli þessu hefir játað, að hann væri eigandi að áfenginu og tóbakinu og kveðst hafa keypt það tollfritt í Skotlandi og falið það í skipinu. Hinsvegar kveðst hann ekki hafa ætlað að selja það hér á landi. Rétturinn lítur svo á, með tilliti til þess, hve mikið áfengi kærður flutti hingað, falið í skipinu, þá verði að telja, að hann hafi haft í hyggju að selja það hér á landi og samkvæmt því beri að heimfæra brot hans undir lög nr. 33, 1935, 2. gr. sbr. 27. gr. 1. tölulið. Tóbaksinnflutning kærðs ber að heimfæra undir 1. gr. sbr. 15. gr. laga nr. 58, 8. sept. 1931 um einkasölu ríkisins á tóbaki. Þykir refsing sú, er kærður hefir með áðurgreindum verknaði sínum til unnið, hæfilega ákveðin, að meðtaldri 40 króna sekt fyrir hvern lítra hins innflutta áfengis, kr. 5300.00 og komi einfalt fangelsi í 130 daga í stað sektar- innar, verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Flutningaskipið Krusaa er að veði til tryggingar greiðslu 529 sektar og málskostnaðar og má kyrrsetja það og selja að undangengnu fjárnámi til lúkningar hvorutveggja. Hið innflutta áfengi og tóbak er upptækt gert og skal vera eign ríkissjóðs. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 7. desember 1936. Nr. 130/1936. Réttvísin (Theódór B. Líndal) gegn Jóni Harry Bjarnasyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Maður dæmdur til refsingar fyrir að veitast að tveimur framfærslufulltrúum með ofbeldi og skammaryrðum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 17. júlí 1936: Ákærður, Jón Harry Bjarnason,sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 3 mánuði. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns sins, Stefáns Jóh. Stefánssonar, kr. 50.00 Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Framfærslufulltrúa þá, er fyrir verknaði ákærða, þeim er lýst er í hinum áfrýjaða dómi, urðu, verð- ur að telja meðal þeirra opinberra sýslunarmanna, sem í 101. gr. almennra hegningarlaga greinir, en athafnir ákærða varða að nokkru við 1. mgr. 99. og að nokkru við 102. gr. sömu laga. Þykir refsing ákærða fyrir þær hæfilega ákveðin samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra laga tveggja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og ber því að stað- festa hinn áfrýjaða dóm með þessari breytingu og 34 530 þessum athugasemdum. Svo ber og að dæma á- kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 70 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að refsing ákærða, Jóns Harry Bjarna- sonar, verði tveggja mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. - Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti. hæstaréttar- málflutningsmanna Theódórs B. Líndal og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 70 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar (sic) hálfu gegn Jóni Harry Bjarnasyni, verkamanni til heimilis Vita- stig 9 hér í bænum, fyrir brot gegn 12. kap. hinna almennu hegningarlaga. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur í Hetland í Noregi 16. april 1914. Hinn 26. marz 1930 sætti bann 5 króna sekt fyrir brot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur og hinn 12. jan. 1932 var hann dæmdur í aukarétti Reykjavíkur fyrir brot gegn 6. gr. laga nr. 51, 1928 í 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi skil- orðsbundið. Öðrum refsidómum hefir hann ekki sætt. Málavextir eru þeir, er hér greinir, samkvæmt eigin játningu ákærðs og öðru því, er fram hefir komið í málinu. Fimmtudaginn 25. júní s. 1. kom ákærður, sem er fram- færsluþurfi Reykjavíkurbæjar, inn á skrifstofu Sigurðar öðl Björnssonar, framfærslufullírúa. Kveðsi hann vera vanur að tala við framfærslufulltrúana á hverjum fimmtudegi viðvíkjandi styrk sínum og var nú kominn þeirra erinda. Um leið og ákærður kom inn á skrifstofuna ávarpaði hann framfærslufulltrúann með grófum skammaryrðum, en Þegar framfærslufullirúinn heyrði það, kvaðst hann ekki mundu ræða við hann, tók saman skjöl sín og hugðist að fara inn í annað herbergi. Ákærður brá þá við og aflæsti dyrum þeim, er hann stóð hjá, og hljóp síðan að öðrum dyrum, sem á herberginu voru, og aflæsti þeim einnig og lét lyklana í vasa sinn. Jafnframt tjáði ákærður framfærslu- fulltrúanum, að hann mundi ekki opna fyrr en hann hefði afgreitt sig eða lögreglan kæmi á vettvang. Framfærslufulltrúinn kallaði nú á hjálp í næsta her- bergi og þegar skömmu síðar var barið á dyrnar opnaði á- kærður þær og hélt bá 28 lögreglan væri komin. En það var þá Ragnar Lárusson, framfærslufulltrúi, og urðu þeg- ar með þeim nokkrar sviptingar og rifnuðu við það föt beggja lítið eitt. Einnig hefir Sigurður borið það, að á- kærður hafi slegið til sin í þessari viðureign og hefir Ragn- ar staðfest að svo hafi verið, en ákærður ekki talið sig muna um það, en tók þó fram, að hann gæti ekki munað eftir öllum sinum orðum og gerðum þarna vegna bræði Þeirrar, er hann komst í. Eins og áður segir var ákærður kominn þarna til að ræða við framfærslufulltrúann um styrk til sín. Undan- farið hafði hann notið 15 króna styrks á viku úr bæjar- sjóði, en nú hafði hann nýlega verið lækkaður ofan í 10 krónur, og taldi ákærður það óréttmætt og gert að órann- sökuðu máli. Kveðst hann þvi hafa verið framfærslufull- trúanum mjög reiður og þessvegna ávarpað hann eins og áður er lýst. Þegar hann sá, að framfærslufulltrúinn ætlaði að neita að afgreiða hann, greip hann ofsi og tók hann þá ákvörðun í reiði sinni, að freista þess að knýja framfærslu- fulltrúann til þess að afgreiða sig og hækka styrkinn til sín með því að loka hann inni. Með framangreindum aðförum gegn framfærslufulltrú- anum hefir ákærður gerzi sekur við 99. gr. 1. mgr. sbr. 3. -mgr. almennra hegningarlaga. Með tilliti til allra málsat- vika þykir mega ákveða refsingu hans þriggja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Hann skal og greiða 532 allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns síns hér fyrir réttinum, er ákveðast kr. 50.00. Málið hefir verið rekið vítalaust. Miðvikudaginn 9. desember 1936. Nr. 112/1936. Búnaðarbanki Íslands vegna viðlaga- sjóðs (Einar B. Guðmundsson) gegn Guðmundi Björnssyni (Enginn). Fjárnámsgerð áfrýjað til staðfestingar. Dómur hæstaréttar. Með dómi hæstaréttar, uppkveðnum 20. maí þ. á., var stefndi, Guðmundur Björnsson sýslumaður í Borgarnesi, dæmdur til þess að greiða áfrýjanda kr. 57988.00 með 5% ársvöxtum frá 13. okt. 1929 til greiðsludags og 1500 krónur í málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti. Til tryggingar dómskuld- inni var Í. veðréttur í íbúðarhúsi stefnda í Borgar- nesi ásamt lóðarréttindum og öllu tilheyrandi, samkvæmt veðbréfi, útgefnu af stefnda 13. okt. 1921. Með fjárnámsbeiðni, dags. 13. júní þ. á., fór áfrýjandi þess á leit, að fjárnám yrði gert í téðri fasteign til tryggingar ofangreindri dómskuld á- samt vöxtum og kostnaði. Fjárnámið, sem fram- kvæmt var af setufógeta, eftir að hinn reglulegi fógeti, stefndi í þessu máli, hafði vikið sæti, fór fram í hinu veðsetta húsi hinn 16. júní þ. á. Var stefndi sjálfur mættur og kvaðst ekki geta greitt og var fjárnámið þessvegna framkvæmt. Fjárnámsgerð þessari áfrýjaði stefndi með hæsta- 533 réttarstefnu, útgefinni 23. júni þ. á., til hæstaréttar til breytingar, og skyldi málið þingfest í október- mánuði þ. á. Af hálfu áfrýjanda var fjárnámsgerð- inni þá áfrýjað til hæstaréttar til staðfestingar með gagnáfrýjunarstefnu, útgefinni 4. ágúst þ. á., og skyldi staðfestingarmálið einnig þingfest í október- mánuði. Er málin féllu í rétt hinn 30. okt. þ. á. voru þau sameinuð, og flutningi þeirra frestað til nóvem- bermánaðar. Hinn 30. nóvember þ. á. voru þau að nýju tekin fyrir í hæstarétti, en þá var enginn mætt- ur af hálfu stefnda í þessu máli og féll aðalsökin þannig niður. Áfrýjandi hélt hinsvegar áfram stað- festingarmálinu, og hefir það verið flutt skriflega eftir 1. lið 38. gr. hæstaréttarlaganna, nr. 112/193, og er dæmt samkvæmt N. L.1—4—32 og 2. gr. til- sk. 3. júní 1796. Áfrýjandi gerir þær réttarkröfur, að hin áfrýj- aða fjárnámsgerð verði staðfest og stefndi dæmd- ur til að greiða honum hæfilegan málskostnað fyr- ir hæstarétti eftir mati réttarins. Og með því að ekkert liggur fyrir í skjölum málsins, sem fer í bága við kröfu áfrýjanda um staðfestingu fjárnámsgerð- arinnar, ber að taka hana til greina. Með því að stefndi hafði með áfrýjun af sinni hálfu til breytingar veitt áfrýjanda ástæðu til sinn- ar áfrýjunar, þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 150 krónur í málskostnað í hæsta- rétti. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð á að vera Ó- röskuð. Stefndur, Guðmundur Björnsson, greiði á- frýjanda, Búnaðarbanka Íslands f. h. viðlaga- 534 sjóðs, kr. 150.00 í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 9. desember 1936. Nr. 133/1936. Réttvísin og valdstjórnin {Pétur Magnússon) gegn Þórði Guðmundssyni {Lárus Jóhannesson). Brot gegn 200. gr. hegningarlaganna og 6. og 7. gr. sbr. 14. gr. laga nr. 70/1931. Dómur aukaréttor Reykjavíkur 19. júní 1936: Ákærður, Þórður Guðmundsson, skal sýkn af kröfum réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns ákærða, Ólafs Þorgrímssonar, cand. juris kr. 60.00. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt skýrslu ákærða í máli þessu, saman- borinni við álit bifreiðaeftirlitsmanna, verður að gera ráð fyrir því, að ákærði hafi ekið á að minnsta kosti 30—35 kílometra hraða á klukkustund, þegar slysið varð, og þar með ekið óvarlega hart, eins og á stóð. Þá má telja sannað, að ákærði hafi ekið á miðjum veginum eða því sem næst, í stað þess að halda bifreiðinni úti á hægra kanti vegarins, unz hann var vel kominn fram hjá börnunum. Loks gaf ákærði ekki hljóðmerki. Með því að hann gat ekki með vissu vitað, hvort börnin hefðu orðið bif- reiðarinnar vör jafnskjótt sem hún var komin á 53ð eða yfir brúna á Laugalæknum austanvert við sundlaugarnar, þá var það óvarlegt að gefa þeim ekki merki þá þegar, einkum er hann hugðist að aka á miðjum vegi og bilið milli bifreiðarinnar og barnanna hlaut með því móti að verða allmjótt. Verður samkvæmt þessu að telja ákærða hafa gerzt sekan um vítaverða óvarkárni og með þeim hætti orðið orsök í slysi því, er í hinum áfrýjaða dómi segir og varð drengnum Steindóri Sigurbergs- syni að bana. Brot ákærða varða við 6. og 7. gr. sbr. 14. gr laga nr. 70/1931 og 200. gr. almennra hegn- ingarlaga, og þykir refsing hans fyrir þau hæfi- lega ákveðin 20 daga einfalt fangelsi. Eftir þessum málalokum verður að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað í héraði, þar með taldar 60 krónur í málsvarnarlaun skipaðs tals- manns hans þar, og allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærður, Þórður Guðmundsson, sæti 20 daga einföldu fangelsi. Svo greiði hann og allan sak- arkostnað í héraði, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs talsmanns síns þar, cand. jur. Ólafs Þorgrímssonar, 60 krónur, og allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutn- ingsmannanna Péturs Magnússonar og Lárus- ar Jóhannessonar, 100 krónur til hvors. 536 Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinn- ar hálfu gegn Þórði Guðmundssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis Bragagötu 27 hér í bæ, fyrir brot á 17. kap. hinna almennu hegningarlaga og lögum um notkun bifreiða nr. 70, 1931. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna og hefir áður sætt eftirfarandi kærum og refsingum: 1919 21. maí. Dómur aukaréttar Reykjavíkur: 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi skilorðsbundið fyrir brot gegn 230. gr. hinna alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869. 1933 23. júní. Sætt 20 kr. sekt fyrir of hraðan bifreiða- akstur. 1934 18. júní. Kærður fyrir að aka bifreið á reiðhjól. Hlutaðeigandi vátryggingarfélag greiddi skaðabætur. 1934 24. mai. Ók strætisvagni á reiðhjólsmann, málið féll niður, þar eð engin sök sannaðist á kærða. 1934 23. ágúst. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur: 30 kr. sekt fyrir brot gegn bifreiðalögunum. Hinn 18. okt. s. 1. ók ákærður strætisvagninum RE. 973 inn Sundlaugaveg. Ók hann að ætlun sinni á 30—-35 km. hraða miðað við klst. og hélt sig á miðjum vegi. Um leið og hann kom austur fyrir sundlaugarnar sá hann tvö börn dreng og stúlku, er gengu á vinstra götujaðri undan vagn- inufn, og hugðist hann að aka hægra megin framhjá börn- unum og taldi, að þau væru það utarlega á vegarbrúninni að nægilegt pláss væri til þess, þótt vagninn væri á miðjum vegi. Gaf hann ekki hljóðmerki. Þegar vagninn var að komast á móts við börnin hljóp drengurinn allt í einu þvert í veg fyrir bifreiðina. Kveðst ákærður þá hafa hemlað bifreiðina með fóthemlunum og um leið vikið henni til hægri eins og unnt var. Þegar hon- um tókst að stöðva bifreiðina hafði drengurinn orðið fyrir henni og lá meðvitundarlaus á veginum. Fékk hann aldrei meðvitund og andaðist síðari hluta dagsins á Lands- spítalanum. Segir í vottorði spítalalæknisins, að hann hafi 537 hlotið „stórkostleg meiðsl á höfði, svo að hauskúpan var mikið brotin og heilinn skaddaður“. Telpan, sem gekk með drengnum, Guðrún Sigurbergs- dóttir, 12 ára að aldri, hefir verið leidd sem vitni í mál- inu. Hefir hún borið það, að þau börnin hafi verið á leið heim til sín, hafi hún gengið yzt á vinstri vegbrún, en drengurinn ívið á eftir og innar. Hún kveðst hafa orðið vör við vagninn og þá kallað til drengsins: „Komdu til min, Strætó er að koma“. Um það bil mun drengurinn hafa stokkið á stað og ætlað að hlaupa þvert yfir götuna fyrir framan vagninn yfir á hægri vegbrún. Þegar hún leit við var drengurinn að detta niður við frambretti vagnsins, sem beygði um leið til hægri og stöðvaðist á hægri veg- brún. Hún telur að drengurinn hafi kastazt frá vagninum um leið og hann lenti á honum. Aðrir en telpan voru ekki sjónarvottar að sjálfu slys- inu, en fólk, er statt var þarna nálægt, kom strax á vettvang og tók upp drenginn. Eftir frásögn þess og ákærðs lét lögreglan þegar gera uppdrátt af vettvangi og sýnir hann að vagninn hefir stöðvazt yzt á hægri vegarbrún nálægt lengd sína frá stað þeim, er drengurinn lá á eftir slysið. Skoðunarmenn bifreiða voru samdægurs látnir skoða bif- reiðina og hafa vottað, að hún hafi verið að öllu leyti í góðu lagi. Álit þeirra hefir verið lagt fram í málinu og telja þeir þar ólíklegt, að ekki hafi verið hægt að stöðva bifreiðina fyrr en gert var, ef hemlum hefir verið að fullu beitt, hafi hraðinn ekki verið meiri, en ákærður heldur fram, og þegar þess er gætt, að heldur hallar upp í móti. Eins og málavöxtum nú hefir verið lýst er það ljóst, að börnin hafa vitað af vagninum fyrir aftan sig og dreng- urinn hefir hlaupið fyrir hann. Er því ekki um sök að ræða hjá ákærðum nema því aðeins að talið væri, að hann hefði átt að geta stöðvað bifreiðina eða vikið til hliðar í tæka tíð til að forðast slysið. Telpan hefir borið það, að vagninn hafi verið kominn mjög nærri, þegar drengurinn stökk af stað, og ákærður hefir sjálfur giskað á, að ekki hafi þá verið meira en 3 metrar milli vagnsins og hans. Að áliti réttarins verður ekki talið, að ákærðum verði gef- in sök á því að hafa ekki getað stöðvað bifreiðina á þeim spotta og þykir líklegt, að þótt honum hefði tekizt að stöðva bifreiðina nokkru fyrr en raun varð á, þá hefði samt ekki 538 orðið komizt hjá slysinu. Heldur ekki verður ákærðum gefið það að sök, að hann ekki vék fyrr eða betur út á hægri vegbrún, en hann gerði, þvi það er símastaur á veg- brúninni, sem hindraði hann í því. Verður því að sýkna ákærðan af ákærum réttvísinnar og valdstjórnarinnar í málinu og ber þá að greiða sakarkostnað af almannafé, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns hans hér fyrir réttinum, Ólafs Þorgrímssonar cand. jur., og á- kveðast þau kr. 60.00. Á málinu hefir orðið nokkur dráttur; að því leyti sem hann hefir orðið hér við embættið, stafar hann af annríki dómarans. Föstudaginn 11. desember 1936. Nr. 127/1936. Réttvísin (Theódór B. Lindal) Segn Sigurði Einarssyni og Otto Wathne Björnssyni (Theódór B. Lindal) Tveir menn dæmdir til refsingar fyrir að veitast að uppboðshaldara og aðstoðarmönnum hans. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 26. júní 1936. Hinir á- kærðu, Sigurður Einarsson og Ottó Wathne Björnsson, sæti hvor um sig fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mánuði og greiði in solidum allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun, kr. 100.00, til skipaðs verj- anda síns, hrm. Eggerts Claessen. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með athæfi því, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi, hafa hinir ákærðu, Sigurður Einarsson og Ottó Wathne Björnsson, gerzt brotlegir við 2. mgr. 539 99. gr. og 101. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 1869, og þykir refsing þeirra hvors um sig hæfilega ákveðin 12 daga einfalt fangelsi. Samkvæmt þessum málalokum ber að staðfesta ákvæði undirréttardómsins um sakarkostnað í hér- aði og dæma hina ákærðu til að greiða in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 120.00 til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinir ákærðu, Sigurður Einarsson og Ottó Wathne Björnsson, sæti hvor um sig 12 daga einföldu fangelsi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostn- að í héraði skal vera óraskað. Hinir ákærðu greiði in solidum allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Theódórs B. Lindal og Eggerts Claessen, kr. 120.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Sigurði Einarssyni, verkamanni Hverfisgötu 33 í Hafnarfirði og Ottó Wathne Björnssyni, verkamanni, Hverfisgötu 33 í Hafnarfirði, fyrir brot gegn 12. kap. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869. 540 Ákærðu eru komnir yfir lögaldur sakamanna, Sigurður fæddur 27. marz 1915, en Ottó Wathne 7. júlí 1904. Hvorugur hinna ákærðu hefir svo kunnugt sé sætt á- kæru eða refsingu. I. Hinn 13. marz s. 1, kærði Valdimar Stefánsson, settur bæjarfógeti í Hafnarfirði, yfir því, að hann hefði daginn áður,er hann var að halda uppboð á nautgripum við fjós Þorsteins Björnssonar, kaupmanns í Hafnarfirði, orð- ið fyrir ofbeldi þannig, að kastað var í hann ýmsu rusli í þeim tilgangi, að bæjarfógetinn telur, að aftra þvi, að hann gæti framkvæmt embættisstörf sin. Með úrskurði, uppkveðnum sama dag í lögreglurétti Hafnarfjarðarkaupstaðar, vék bæjarfógetinn sæti í máli þessu, þar sem hann sjálfur var kærandi, eins og að fram- an greinir, og sendi málið siðan dómsmálaráðuneytinu. Með konunglegri umboðsskrá, útgefinni 17. marz s. 1., var dómaranum í máli þessu síðan falið að rannsaka mál þetta og fara með og dæma mál gegn þeim, er sekir kynnu að reynast. II. Eins og áður greinir fór opinbert uppboð fram, að við- stöddu miklu fjölmenni, hjá fjósi Þorsteins Björnssonar, kaupmanns, Hverfisgötu 33 í Hafnarfirði, hinn 12. marz síðastliðinn, og voru þar seldar samkvæmt kröfu Mjólkur- samsölunnar tvær kýr til lúkningar ógreiddu verðjöfnun- argjaldi. Var sú kýrin, er fyrr var seld, boðin upp tvisvar, með því að kaupandinn innti eigi af hendi þá greiðslu, er gild væri tekin, er kýrin hafði verið slegin honum í fyrra skiptið. Framkvæmdi settur bæjarfógeti, Valdimar Ste- fánsson, uppboðið, en honum voru til aðstoðar á uppboðs- staðnum Stígur Sæland, lögregluþjónn, sem var einkennis- búinn, og Finnbogi Arndal, sýsluskrifari. Er uppboðshald- arinn kom á staðinn, skoraði hann á uppboðsþola, Þor- stein Björnsson, sem var viðstaddur, að ljúka upp fjósinu, sem var læst, en er Þorsteinn neitaði því, var fjósið opnað með valdi samkvæmt boði fógetans. Voru kýrnar síðan leiddar út og fór uppboðið á þeim fram við fjósdyrnar, eins og áður greinir, og stóð fógetinn þar ásamt fyrgreind- um aðstoðarmönnum sinum. En svo hagar til að yfir fjós- 541 dyrunum er lúga á hlöðulofti. Var lúgan opin méðan upp- boðið fór fram, og héldu sig þar á hlöðuloftinu nokkrir menn, þar á meðal uppboðsþoli, Þorsteinn Björnsson. Bæjarfógetinn hefir skýrt nánar svo frá, að á meðan hann var að framkvæma uppboðið, hafi hvað eftir annað verið kastað ofan af hlöðuloftinu á hann sjálfan og að- stoðarmenn hans heyrusli og smágerðu tréspónarusli. Kveð- ur hann rusli þessu hafa verið kastað 4—5 sinnum með stuttu millibili, og varð af þessum orsökum algert hlé á starfinu, meðan á þessu aðkasti stóð. Frá nærliggjandi súr- heysgryfju kveður bæjarfógetinn ennfremur hafa verið kastað í sig súrheyi, að hann telur, svo og gjarðarusli utan úr mannþrönginni. Lenti súrheyið sumpart á andliti bæj- arfógetans, en gjarðirnar á öxl hans. Af öllu þessu aðkasti varð bæjarfógetinn mjög ataður óhreinindum. Eigi greindi bæjarfógetinn, hverjir köstuðu, enda var hann upptekinn af embættisönnum, og eigi heyrði hann neinn eggja til þessara verka. Finnbogi Arndal, sýsluskrifari, hefir skýrt svo frá, að hann hafi á uppboðinu haft undir höndum uppboðsbók- ina og annazt bókanir. Kveður hann bæjarfógetann og að- stoðarmenn hans hafa orðið fyrir aðkasti meðan á upp- boðinu stóð. Vegna annríkis kveðst hann eigi glöggt hafa fylgzt með því, hvaðan kastað var,en þó hafi hann séð, að rusli var kastað ofan af fjósloftinu út um lúguna. Kveð- ur hann þessu aðkasti aðallega hafa verið beint að bæjar- fógetanum og lent mestmegnis á honum, en þó hafi hann sjálfur einnig orðið fyrir því að nokkru. Til þess að forða uppboðsbókinni frá skemmdum, kveðst hann af þessum orsökum. hafa snúið baki við fjósloftslúgunni og hafði hann því eigi aðstöðu til að fylgjast með, hverjir köstuðu það- an, og getur hann því eigi um það borið, hverjir það gerðu, né heldur, hve oft var kastað. Auk þess kveðst sýsluskrif- arinn hafa séð, að gjarðarusli var kastað að bæjarfógetan- um, en eigi hvort það snerti hann. Eigi sá hann, hvaðan gjarðarusli þessu var kastað, en telur, að því hafi eigi ver- ið kastað ofan af fjósloftinu. Af fyrgreindu aðkasti kveður sýsluskrifarinn uppboðsbókina hafa óhreinkast nokkuð í höndum sínum, en eigi kveður hann verulega hafa séð á fötum sínum. Hinsvegar hafi fatnaður bæjarfógetans verið mjög ataður eftir þetta, og varð hann af þeim 542 orsökum, að koma yfirfrakka sinum í hreinsun strax samdægurs. Stígur Sæland, lögregluþjónn, hefir sem vitni borið, að á meðan uppboðið fór fram, hafi hefilspónum og heyrusli hvað eftir annað verið kastað á bæjarfógetann og aðstoðar- menn hans út um fyrgreinda lúgu. Kveður vitnið þessu aðallega hafa verið beint að bæjarfógetanum, en þó einnig lent á vitninu sjálfu og sýsluskrifaranum. Eitt skiptið, er kastað var út af fjósloftinu, kveðst vitnið hafa séð, að það gerði Sigurður Einarsson, fjósamaður uppboðsþola, á- kærður í þessu máli. Varð úr því kasti drifa af hefilspón- um og moðrusli, sem lenti bæði á bæjarfógetanum og fyr- greindum aðstoðarmönnum hans. Þá kveður vitnið einnig hafa verið kastað að bæjarfógetanum súrheysóþverra frá nærliggjandi súrheysgryfju, lenti þetta á öxl bæjarfógeta og andliti hans, en eigi sá vitnið, hver að þessu var vald- ur. Vitnið kveður yfirhöfn bæjarfógetans hafa orðið mjög ataða óhreinindum af þessu aðkasti og föt sin drifin rusli. Vitnið Guðjón Sveinsson, sem viðstatt var uppboðið, hefir skýrt svo frá, að eftir að uppboðið hófst, hafi verið kastað ýmsu rusli, tréspónum, fóðurbætismjöli einhvers- konar og heyrusli út um fjósloftslúguna í bæjarfógetann og aðstoðarmenn hans. Kveður vitnið þessu sérstaklega hafa verið beint að bæjarfógetanum, og lent mest á honum, bæði andliti hans og fötum. Kveður vitnið, að kastað hafi verið út um lúguna minnst þrisvar sinnum, og sá vitnið, að það var ákærði Sigurður Einarsson, sem kastaði í eitt skiptið. Kveður vitnið það hafa verið blautt heyrusl, sem ákærði kastaði, og lenti það mjög á bæjarfógetanum og klestist í andlit hans. Ennfremur kveður vitnið þremur gjörðum hafa verið kastað í bæjarfógetann áður en fjósið var opnað, og lentu þær í öxl bæjarfógetans, og um það leyti, sem bæj- arfógetinn sleit uppboðinu, kveður vitnið forarklessu hafa verið kastað í hann úr áttinni frá súrheysgryfjunni, og lenti hún á vanga hans. En eigi sá vitnið, hverjir köstuðu, frekar en að framan greinir. Vitnið Þorvaldur Árnason, bæjargjaldkeri, kveðst hafa verið viðstatt, er uppboðið fór fram, og ásamt Geir Zoéga, útgerðarmanni, staðið ca. 10 metra hliðhalt frá fjósdyrun- um og Í grennd við bæjarfógetann. Á meðan verið var að ö13 sprengja upp fjósið, kveður vitnið ákærða Ottó Wathne hafa kastað ofan af loftinu allstórri heyvisk, moði eða hey- rusli að bæjarfógetanum, og kom það yfir höfuð honum og axlir og einnig yfir nærstadda menn. Meðan stóð á fyrra uppboðinu á kú þeirri, sem fyrr var seld, kveður vitnið tvær til þrjár gjarðir og pokadruslur hafa komið fljúgandi utan úr mannþrönginni að bæjarfógetanum, og sá vitnið, að hann af þessu fékk skítaklessu á öxlina, en um það, hvort gjarðirnar snertu hann eða ekki, getur vitnið ekki fullyrt. Meðan á seinna uppboðinu á kú þessari stóð, kveður vitn- ið sagrusli hafa verið kastað ofan af loftinu yfir bæjar- fógetann og gerði það ákærði Sigurður Einarsson. Kom þeita sagrusl yfir höfuð bæjarfógetans, lenti á hatti hans og herðum og einnig þeim, sem nærstaddir voru. Meðan seinni kýrin var boðin upp, kveður vitnið heyrusli enn hafa verið kastað ofan af fjósloftinu yfir bæjarfógetann, en hver það gerði sá vitnið ekki. Í uppboðslokin kveðst vitnið hafa séð, að kastað var skítugum pokadruslum utan úr mannfjöldanum, en hvort þær hæfðu bæjarfógetann eða hver þessu kastaði sá vitnið ekki. Vitnið Geir Zoéga hefir í öllum greinum staðfest þennan framburð Þorvalds Árna- sonar, að því undanskildu, að hann kveður ákærða Ottó Wathne hafa kastað heyinu í bæði skiptin, sem því var kastað út af fjósloftinu, en hver kastaði saginu, sem vitnið í upphafi hélt að hefði verið maís, greindi vitnið ekki, enda kveðst það ekki þekkja fjósamann Þorsteins Björnssonar. Þetta vitni kveðst ekki hafa séð, hvaðan gjarðirnar komu, en af því að vitninu virtist þær vera þurrar, kveðst það hafa dregið þá ályktun, að þær hefðu komið út af loftinu, þvi bleyta var úti fyrir. Hafa bæði þessi vitni staðfest framburð sinn með eiði. Vitnið Guðmundur Guðmundsson kveðst hafa verið við- statt uppboðið og séð, að kastað var ofan af fjósloftinu heyi og sagi að bæjarfógetanum, svo og að kastað var að honum gjörðum og forarklessum, en eigi sá vitnið í neitt skiptið hver kastaði. Vitnið Ásgrímur Sveinsson kveðst hafa séð, að kastað var á bæjarfógetann út af fjósloftinu, en eigi sá það, hverj- ir það gerðu. Vitnið Jón Guðmundsson, lögregluþjónn, kveðst hafa séð, að kastað var að bæjarfógetanum einhverju rusli ofan 544 af fjósloftinu. En vegna fjarlægðar sá vitnið ekki, hverjir það gerðu. Vitnið Ingimundur Hjörleifsson hefir borið það, og unnið eið að því, að tvívegis hafi verið kastað rusli á bæj- arfógetann út af hlöðuloftinu, og að ákærði Ottó Wathne hafi kastað í annað skiptið. Hafa nokkrir menn aðrir, sem viðstaddir voru, verið yfirheyrðir undir rannsókn málsins, en eigi hafa þeir get- að upplýst neitt beinlínis um athafnir hinna ákærðu við umrætt tækifæri. Hinir ákærðu hafa báðir viðurkennt, að þeir hafi verið á fjósloftinu meðan umrætt uppboð fór fram. Ákærði Sigurður Einarsson hefir játað, að hann hafi, meðan bæjarfógetinn var staddur á uppboðsstaðnum, tekið á milli handanna dálitið af smágerðum hefilspónum, sem fallið höfðu úr poka, er geymdur var á fjósloftinu, og kast- að þessu út um lúguna. Er framburður ákærða um það, hvað honum hafi gengið til, er hann kastaði spónum þess- um út, mjög tortryggilegur, og eins og málið liggur fyrir, þykir mega ganga út frá því, að hann hafi af ásettu ráði kastað í bæjarfógetann og aðstoðarmenn hans. Ákærði Ottó Wathne hefir ákveðið neitað því, að hann hafi kastað nokkru út af hlöðuloftinu. En með fyrgreind- um vitnaframburðum þykir það þrátt fyrir neitun hans nægjanlega sannað, að ákærði hafi, meðan bæjarfógetinn var að embættisverkum sínum á uppboðsstaðnum, kastað heyi eða moðrusli yfir bæjarfógetann og aðstoðarmenn hans. Eigi hafa komið fram neinar sönnur fyrir því, að hinir ákærðu hafi átt nokkurn þátt í því aðkasti, sem bæjar- fógetinn varð fyrir annarsstaðar frá en af hlöðuloftinu, Hefir unglingspiltur, undir rannsókn málsins, játað að vera valdur að því að nokkru, en samkvæmt fyrirsögn dóms- málaráðuneytisins var mál eigi höfðað gegn honum. Með framangreindum athöfnum hafa hinir ákærðu brot- ið gegn 99. gr. 1. mgr. og 101. gr. hegningarlaganna. Með tilliti til þess að ætla má, að hinir ákærðu hafi verið undir æsandi utanaðkomandi áhrifum, er þeir frömdu þessi af- brot, þykir refsing þeirra hvors um sig, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna, hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mánuði. ödð Hinir ákærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinn- ar, þar með talin málsvarnarlaun, kr. 100.00, til skipaðs verjanda sins, hrm. Eggerts Claessen. Rekstur málsins hefir verið vítalaus. Mánudaginn 14. desember 1936. Nr. 98/1936. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Þorvaldi Jónassyni (Eggert Claessen). Maður dæmdur fyrir ólöglega sölu áfengis. Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 6. júní 1936: Kærður, Þorvaldur Jónasson, greiði kr. 800.00 í sekt til menningarsjóðs og komi einfalt fangelsi í 40 daga i stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Vitnin Markús Ármann Guðjónsson, Gunnlaug- ur Óskar Egilsson og Pétur Hafsteinn Björnsson hafa borið það, að á uppstigningardag, 21. maí þ. á., hafi þeir allir verið staddir í Sandgerði og þá komið sér saman um að fara inn í Garð til kærða í því skyni að kaupa af honum áfengi. Kveðast þeir Markús Ármann og Gunnlaugur Óskar hafa verið búnir að drekka nokkuð af Vermouth áður um daginn, en síðan ákveðið að leita til kærða, er þeir hafi heyrt að fengist við áfengissölu, og slóst Pétur Hafsteinn þá í för með þeim. Er þeir félagar komu til kærða fór Markús Ármann fyrst á fund hans til að fala af honum áfengi, en þeir Gunnlaugur og 35 546 Pétur biðu lítið eitt þar nálægt, en gengu síðan heim til kærða og var boðið til stofu. Kom kærði þangað til þeirra með þriggjapelaflösku af brenni- víni úr Áfengisverzlun ríkisins, og kveðst Markús hafa verið búinn að greiða fyrir hana 10 krónur án þess að félagar hans væru þá viðstaddir. Drukku þeir þrir síðan upp úr flöskunni þarna í stofunni, en er hún var tæmd komu þeir sér saman um að kaupa meira áfengi. Lagði Pétur fram 5 krónur í því skyni, en Gunnlaugur 3—4 krónur. Tók Markús við peningunum og fór til kærða og fékk hjá hon- um aðra flösku af samskonar brennivini. Kveðst Markús hafa greitt kærða fyrir flöskuna peninga þá, er þeir Pétur og Gunnlaugur lögðu til. Er þeir félagar höfðu fengið seinni flöskuna, fóru þeir á stað aftur til Sandgerðis og drukku eitthvað úr flöskunni á leiðinni en týndu henni svo með því, sem eftir var í henni. Framangreindan framburð hafa þeir Gunnlaugur og Pétur staðfest með eiði, en Markús Ármann færðist undan því að vinna eið að framburði sinum, þar eð hann hefði verið nokk- uð undir áhrifum áfengis, er framanskráð fór fram. Hann hefir hinsvegar haldið fast við það, að framburður hans væri réttur og Í engu viljað breyta honum. Kærði hefir kannazt við það, að þeir félagar hafi komið til sín umræddan dag og fengið hjá sér fyrst eina flösku af brennivíni og síðan aðra flösku, næstum fulla, af samskonar víni, er þeir hafi drukkið eitthvað úr, en síðan haft á burt með sér. Kveðst kærði hafa gefið þeim félögum áfengi þetta og enga borgun fyrir það tekið. Kveðst hann hafa verið kunnugur Markúsi áður, en að því er virðist hvorki þeim Gunnlaugi né Pétri. 547 Kærði hefir, auk annarra brota, þrisvar hlotið refsingu fyrir brot á áfengislöggjöfinni, þar á með- al fyrir ólöglega áfengissölu. Öll vitnin, sem borið hafa í máli þessu, eru sammála um það, að það sé í almæli þar syðra, að kærði fáist við áfengissölu, og hafa 5 þeirra staðfest þann framburð með eiði, þar á meðal vitnin Árni Pálsson og Sigurbergur Þorbergsson, sem báðir kveðast hafa keypt áfengi af kærða án þess þó að aðrir væru viðstaddir kaup- in. Styðst framburður Árna og af eiðfestum fram- burði vitnisins Ársæls Valdimars Sveinbjarnarson- ar, bifreiðarstjóra, sem kveðst hafa ekið Árna í umrætt skipti frá Sandgerði til kærða, og hafi Árni haft meðferðis flösku af áfengi, er hann kom aftur frá kærða. Þá hefir kærði og viðurkennt það, að hann hafi enga atvinnu haft síðastliðinn vetur. Með tilliti til alls þessa, þykir ekki vera hægt að taka það trúanlegt hjá kærða, gegn eindregnum fram- burði vitnanna Markúsar Ármanns, Gunnlaugs Óskars og Péturs Hafsteins, að hann hafi gefið þeim áfengi það, er þeir fengu hjá honum 21. maí þ. á., og áður er frá skýrt. Það væri og allsendis ólíklegt, að vitnin Gunnlaugur og Pétur, sem báðir hafa unnið eið að framburði sínum, eins og fyrr segir, hefðu ekki orðið þess áskynja, ef kærði lét þá félaga hafa umrætt áfengi ókeypis, bæði það, er þeir neyttu í húsum hans og eins hitt, er þeir höfðu burt með sér af heimili hans. Samkvæmt framansögðu þykir mega telja sann- að, að kærði hafi í umrætt skipti gerzt sekur um ólöglega sölu áfengis. Og með því að brot kærða er af undirdómaranum heimfært undir réttar greinar áfengislaganna, og sekt sú, sem honum er gert að greiða, þykir hæfilega ákveðin, þá ber að staðfesta 548 hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til, þó þannig, að greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birt- ingu dóms þessa. Þá ber og að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 80.00 krónur til hvors. Við rannsókn máls þessa er það aðfinnsluvert, að framburður vitnisins Sigurbergs hefir ekki ver- ið borinn undir kærða svo séð verði, að kærði hef- ir hvorki verið sjálfur viðstaddur eiðfestingu vitna í málinu, né honum skipaður svaramaður við eið- festingu þeirra, að ekki verður séð, að vitnunum Markúsi Ármanni og Jóni Jens Ingimundarsyni, sem skoruðust undan því að vinna eið að frumburði sínum, hafi verið bent á, að þeir ættu aðeins að vinna eið að því, að framburðir þeirra væru gefnir eftir beztu vitund og eftir því, sem þeir myndu bezt, að hegningarvottorðs kærða frá Siglufirði hefir ekki verið aflað, en í réttarhaldi 27. maí þ. á. kveðst hann meðal annars hafa dvalizt þar eftir 14 ára aldur, og loks, að enda þótt hegningarvottorð kærða beri með sér, að hann hafi verið dæmdur í lögreglu- rétti Reykjavíkur 18. júní 1931, fyrir brot á áfengis- lögunum, og sektaður í sama rétti 9. júní 1932, fyrir ólöglega áfengissölu, þá hafa útskriftir af dómum þessum, eða dómi og sektarákvörðun, ekki verið lagðar fram í málinu, en útskrift af dómi aukarétt- ar Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 19. okt. 1935, sem fram var lögð í málinu, hefir ekki fylgt dómsgerð- unum hingað til réttarins. 549 Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað, þó þann- ig, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vik- ur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Þorvaldur Jónasson, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Svein- bjarnar Jónssonar og Eggerts Claessen, 80 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Þor- valdi Jónassyni, bónda í Hlíð í Garði í Gullbringusýslu, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33, 9. janúar 1935, og eru málavextir þeir, er nú skal greina: Samkvæmt úrskurði lögregluréttar Gullbringu- og Kjós- arsýslu, þann 25. mai þetta ár, gerði Björn Bl. Jónsson, lög- gæzlumaður, daginn eftir, húsleit á heimili kærðs eftir ó- löglegu áfengi og bruggunartækjum. Við húsleitina fundust engin bruggunartæki og ekkeri ólöglegt áfengi, en vinlykt fannst uppi á lofti í húsinu og úr tunnu, er úti fyrir stóð. Kærður hefir neitað því, að hann hafi fengizt við brugg- un áfengis eða sölu. Með því að mjög sterkur orðrómur hefir leikið á, að kærður fengist við áfengissölu heima hjá sér í Hlíð, hefir reki verið að þvi gerður að upplýsa um áfengissölu kærða og við þær eftirgrennslanir hafa mörg vitni komið fram, er bera það, að þau hafi keypt áfengi af kærðum ellegar hafi vitað til þess, að kærður seldi áfengi. Skal nú grein gerð fyrir vitnisburðum þessum. 1. Vitnið Sigurbergur Þorbergsson hefir skýrt frá þvi, að rétt fyrir lok síðustu vetrarvertíðar hafi hann keypt 550 eina flösku af brennivíni (svonefndum Svartadauða) af kærðum og rétt eftir lokin keypti hann 3 flöskur af sama víni fyrir sama verð hverja flösku. Hefir vitnið og borið það, að það hafi verið almanna rómur í nágrenni kærðs í Út-Garðinum, að hann seldi áfengi. Framburð þennan hef- ir vitnið staðfest með eiði sinum. Vitnið Árni Pálsson hefir borið, að kl. 2 um nóttina, sem lokaballið í Sandgerði var haldið í vor, hafi það farið heim til kærðs og keypt af honum 3 flöskur af brennivíni og eina flösku af víni, sem vitnið áleit að væri smyglað, og borgaði það 40 krónur fyrir allar flöskurnar. Kl 5% sömu nótt keypti vitnið af kærðum í brennivínsflösku fyrir 10.00 kr. Hefir vitnið haldið því fram, að almennt sé talið, að kærður hafi fengizt við áfengissölu, Framburð þennan hefir vitnið staðfest með eiði. Framburð þessa vitnis styrkir ennfremur eiðfestur fram- burður vitnisins Ársæls Valdimars Sveinbjörnssonar. 3. Vitnið Jón Jens Ingimundarson hefir mjög ein- dregið borið, að það hafi þrisvar sinnum nú í vor keypt brennivin af kærðum, eina flösku í hvert skipti, og kostaði hver flaska 10.00 kr., en það hafi fengið gjaldfrest á and- virðinu. 4. Á uppstigningardag síðastliðinn fóru vitnin Markús Ármann Guðjónsson, Pétur Hafsteinn Björnsson og Gunn- laugur Óskar Egilsson heim til kærðs og keypti Markús fyrst eina brennivínsflösku af kærðum fyrir kr. 10.00, og drukku þeir félagar úr henni inni í stofu hjá kærðum. Síðar um daginn skutu þeir Pétur og Gunnlaugur saman fyrir annarri brennivinsflösku og keypti Markús fyrir þá peninga aðra flösku af kærðum. Engir voru viðstaddir vin- kaup þessi nema kærður og Markús. Pétur og Gunnlaugur sáu ekki, þegar vinsalan fór fram, en voru með sjálfum sér þess algerlega fullvissir, að hún hefði farið fram. Annars hefir framburður þeirra um at- vik þetta verið glöggur og hafa þeir báðir staðfest hann með eiði sinum. Markús hefir ekki eiðfest sinn framburð, en framburð- ur hans er mjög eindreginn og kemur heim við hina eið- festu framburði Péturs og Gunnlaugs. Vitnaframburðir þessir, sem allir eru mjög eindregnir og margir eiðfestir, skapa að áliti réttarins svo sterkar öðl líkur fyrir því, að kærður hafi fengizt við áfengissölu, að nægilega sterkur grundvöllur virðist fenginn til sakfell- ingar kærðs og þykir rétt að heimfæra brot hans undir 15. gr. sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 33, 9. janúar 1935. Kærðum hefir verið refsað sem hér segir: Með dómi aukaréttar Húnavatnssýslu 23. júlí 1924 dæmdur skilorðsbundið í 40 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir sauðaþjófnað, með dómi aukaréttar Reykjavíkur 16. júní 1926 dæmdur í 3 x 5 daga fangelsi við vatn og brauð fyrir brot gegn 230. gr. hgl., sektaður í lögreglurétti Reykjavíkur 27. marz 1931 um kr. 20.00 fyrir brot gegn Þifreiðarlögunum, dæmdur í sama rétti 18. júní 1931 í 125 króna sekt og sviptur ökuleyfi í 6 mán- uði fyrir brot gegn áfengis- og bifreiðarlögum, sektaður í sama rétti 9. júní 1932 um kr. 600.00 fyrir ólöglega áfeng- issölu og loks dæmdur í aukarétti Gullbringu- og Kjósar- sýslu 19. október 1935 í fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í 90 daga og sviptur ökuleyfi æfilangt fyrir brot gegn 231. gr. 4. lið almennra hegningarlaga, 4. gr. laga nr. 70, 8. sept. 1931 og 5. gr. sömu laga sbr. 21. gr. laga nr. 9, 9. janúar 1933 (sic). Refsing sú, er kærður hefir til unnið með framan- greindri áfengissölu sinni, þykir hæfilega ákveðin kr. 800.00 í sekt til menningarsjóðs og komi einfalt fangelsi í 40 daga í stað hennar verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði allan af máli þessu leiddan og leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 552 Miðvikudaginn 16. desember 1936. Nr. 150/1936. Kjartan Sveinsson (Pétur Magnússon) gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. rík- issjóðs (Stefán Jóh. Stefánsson). Felt úr gildi lögtak í húsi A fyrir gjöldum, er B skyldi greiða. Lögtaksgjörð í fógetarétti Rvikur 19. marz 1936. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu útgefinni 25. september s. 1., að fengnu áfrýjunar- leyfi dags. 18. s. m. Áfrýjandi, Kjartan bókavörður Sveinsson, krefst þess, að hin áfrýjaða lögtaksgerð verði felld úr gildi og að honum verði dæmdur málskostnaður í hæstarétti eftir framlögðum reikningi eða til vara eftir mati réttarins. Stefndur, tollstjórinn í Reykja- vik f. h. ríkissjóðs, krefst þess þar á móti aðallega, að hin áfrýjaða lögtaksgerð verði staðfest og hon- um dæmdur málskostnaður í hæstarétti, eftir mati dómsins, eða til vara, að lögtaksgerðin verði stað- fest fyrir kr. 36.45 ásamt hlutfallslegum kostnaði og málskostnaður í hæstarétti falli niður. Hin áfrýjaða lögtaksgerð fór fram 19. marz 1936 og var gerð í fasteigninni Ásvallagötu 69 í Reykja- vik. Gerðin var framkvæmd til fullnægju sköttum til ríkissjóðs, sem bróðir áfrýjanda, Axel verkfræð- ingur Sveinsson, er, eins og áfrýjandi, býr í hinni lögteknu húseign, skyldi greiða skv. þinggjalds- seðli frá tollstjóra árið 1935. Nánar til tekið voru skattarnir þessir: Fasteignaskattur kr. 36.45. Tekju- og eignarskattur kr. 660.00. Tekju- og eignarskatts- 553 auki kr. 66.00. Heldur áfrýjandi því fram, að nefnd fasteign sé og hafi verið sín eign og að hún hafi ekki að neinu leyti verið í eigu Axels Sveinssonar, og sé því með öllu heimildarlaust að gera lögtak í henni fyrir þessum sköttum, sem Axel Sveinssyni sé ætlað að greiða. Áfrýjandi hefir lagt fram í hæstarétti ýmis gögn til sönnunar því, að fasteignin Ásvallagata 69 sé og hafi verið sín eign. Skv. samningi, undirrituðum 18. sept. 1934 af borgarstjóranum í Reykjavik, Jóni Þorlákssyni, um leigu lóðarinnar Ásvallagötu 69 til íbúðarhússbyggingar, hefir áfrýjanda þannig verið leigð lóðin skv. ályktun bæjarstjórnar Reykja- víkur 1. júní 1933. Ennfremur segir formaður Bygg- ingarsamvinnufélags Reykjavíkur, dr. Þórður Eyj- ólfsson, í vottorði dags. 1. sept. 1936, að húsið Ás- vallagata 69, sem byggt hafi verið á vegum félags- ins, hafi við úthlutun húsa til félagsmanna orðið eign áfrýjanda, og hafi ásamt lóð jafnan verið á hans nafni síðan, og öll gjöld verið greidd af hon- um. Þá er þvi lýst yfir af St. G. Björnssyni f. h. Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur, í vottorði dags. 27. ágúst 1936, að skv. bókum félagsins hafi húsið Ásvallagata 69 ávalt verið skráð á nafn á- frýjanda, en ekki Axels Sveinssonar, og sama dag er vottað af Baldri Andréssyni f. h. borgarstjóra, að þessi yfirlýsing sé í samræmi við bækur Reykja- vikurkaupstaðar. Enn er vottorð skattstjórans í Reykjavík, Halldórs Sisfússonar, dags. 5. des. 1936 á þá leið, að áfrýjandi hafi talið alla húseignina Ásvallagötu 69 til eignar á skattaframtölum sínum og verið skattlagður skv. því síðan húsið var byggt. Loks er þess að geta, að skv.framlögðum þing- gjaldsseðli fyrir árið 1934 frá tollstjóra er áfrýj- öðd anda gert að greiða fasteignaskatt, og er óumdeilt, að sú fasteign, sem sá skattur er miðaður við, sé Ás- vallagata 69. Af hálfu stefnds er því ekki beinlínis mótmælt hér fyrir réttinum, að umrædd eign sé og hafi verið í eigu áfrýjanda. En stefndur heldur því fram, að það hafi verið eftir upplýsingum frá skattstofu Reykjavíkur, sem hann taldi fasteign þessa vera eign Axels Sveinssonar. Því til styrktar er lagt fram vottorð dags. 27. ágúst 1936 frá Stefáni J. Björnssyni f. h. skattstofunnar um, að skv. afriti af fasteigna- mati Reykjavíkur hafi fasteignin Ásvallagata 69 verið metin 14. nóv. 1934 sem eign Axels Sveinsson- ar. Vottorð þetta er að vísu í ósamræmi við vottorð Sigurjóns Sigurðssonar fasteignamatsmanns í Reykjavík dags. 14. nóv. 1934, þar sem áfrýjandi er talinn eigandi fasteignar þessarar. Þó að ekki sé upplýst, hvernig á ósamræmi þessu stendur, er ó- véfengt, að skattstofan hafi á þessum grundvelli gefið tollstjóra þær upplýsingar, að Axel Sveins- son væri eigandi umræddrar fasteignar, en eftir upplýsingum skattstofunnar um þessi efni segist tollstjóri fara við innheimtu skatta. En hvað sem um það er, er þó ljóst, að þessar upplýsingar skatt- stofunnar hafa verið á misskilningi byggðar, enda sannað, að árinu áður var við skattinnheimtuna lit- ið öðruvísi á það, hver eigandinn væri. Ekki verð- ur það heldur talið hafa þýðingu um úrslit máls- ins, þó að móðir þeirra áfrýjanda og Axels Sveins- sonar benti á húseignina Ásvallagötu 69 til lögtaks, er hún mætti við hina áfrýjuðu lögtaksgerð, þegar af því, að allsendis ósannað er, að henni sé kunnugt um, hvernig eignarrétti að húsinu er fyrir komið. Verður því að telja sannað með fyrrtöldum gögn- öðð um, að umrædd fasteign hafi verið eign áfrýjanda, þegar lögtaksgerðin fór fram. Var því óheimilt að gera lögtak í fasteigninni Ás- vallagötu 69 fyrir sköttum Axels Sveinssonar, þar sem hún var ekki hans eign, heldur áfrýjanda. Af hálfu stefnds er þó talið, að ekki standi eins á um alla hina umkröfðu skatta, því að fasteignaskattur sá, kr. 36,45, sem Axeli Sveinssyni hafi verið gert að greiða, hafi verið á hann lagður vegna þess, að hann hafi verið talinn eigandi Ásvallagötu 69, og ef hann sé ekki eigandi, heldur áfrýjandi, hljóti skatturinn að hvíla á hinum síðarnefnda, og þar eð hann hafi ekki greitt skattinn, verði hann að hlíta lögtaksgerðinni að svo miklu leyti, sem þenna skatt varði. Á þetta verður þó ekki fallizt. Áfrýjandi hafði aldrei verið krafinn um þenna skatt, þegar lögtaksgerðin fór fram, og henni var ekki beint gegn honum, heldur Axel Sveinssyni, og getur hún því ekki orðið bindandi fyrir áfrýjanda, sem auk þess hefir, áður en málið kom fyrir hæstarétt, ítrek- að, en árangurslaust, tjáð sig fúsan til að greiða þenna skatt gegn því, að lögtaksgerðinni yrði létt af, honum að kostnaðarlausu. Ber því að fella hina áfrýjuðu lögtaksgerð að öllu leyti úr gildi. Með skirskotun til framangreindra málavaxta þykir skv. 11. og 13. gr. lögtakslaganna nr. 29, 16. des. 1885 verða að dæma stefndan til að greiða málskostnað í hæstarétti eftir hinum fram- lagða reikningi, að svo miklu leyti, sem einstakir liðir hans verða ekki véfengdir. Hinn eini liður sem sérstökum athugasemdum hefir verið hreyft um, er kostnaður við áfrýjunarleyfi, kr. 49.83. En ekki þykir næg ástæða til að neita að taka þenna lið til greina, þar sem engin ástæða er til að vé- 556 fengja þá frásögn áfrýjanda, að honum hafi ekki orðið kunnugt um lögtakið fyrr en fasteignin var auglýst til sölu í Lögbirtingablaðinu, en það var 27. ágúst s. 1. eða eftir að 8 vikna áfrýjunarfresturinn var liðinn. Ber því að skylda stefnda til að greiða áfrýjanda alla reikningsupphæðina kr. 411.83 í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða lögtaksgerð skal úr gildi felld. Hinn stefndi, tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, greiði áfrýjanda, Kjartani Sveins- syni, krónur 411.83 í málskostnað fyrir hæsta- rétti, að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 16. desember 1936. Nr. 147/1936. Réttvísin og valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Viktor Jakobsen (Stefán Jóh. Stefánsson). Maður dæmdur til refsingar fyrir að hafa orðið mannsbani af gáleysi og fyrir að hafa ekið bif- reið, þótt hann hefði hvorki ökupróf né ökuleyfi. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 5. júní 1936: Ákærður. Victor Jakobsen, á að vera sýkn af ákæru réttvísinnar í málinu. Hann greiði hinsvegar 75 kr. sekt til ríkissjóðs fyrir brot á bifreiðarlögunum. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms Þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 4 daga. öð/ Ákærður greiði allan kostnað sakarinnar, þar með tal- in málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns síns, Guðmundar Guðmundssonar, cand. jur., kr. 50.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Ákærður hefir skýrt svo frá, að hann hafi tekið eftir því, að nokkur börn voru kringum bifreiðina, meðan verið var að hlaða hana og þegar lagt var af stað frá húsinu nr. 57 við Grettisgötu, en ekki tjáist hann hafa veitt því athygli, að aðrir fylgdu bifreiðinni en Lenander, bróðir hans, og drengur- inn Páll Ólafsson, 8 ára gamall, bróðir drengs þess, sem fyrir slysinu varð. Þrátt fyrir þetta verður að telja það upplýzt, að barnahópur hafi fylgzt með bifreiðinni, sem ekið var mjög hægt, frá því farið var af stað og að slysstaðnum. Þetta styðst við skýrslur drengjanna Lenanders og Páls svo og við önnur atvik málsins. Eins og á stóð um búferla- flutning þenna, sem nánar greinir frá í hinum á- frýjaða dómi, var það skylda ákærða að gera ráð- stafanir til þess, að öruggar gætur væru hafðar á því, að börn, sem söfnuðust að bifreiðinni, héngu ekki utan í henni og yrðu fyrir henni. Þetta hefir ákærður ekki gert. Það verður því að telja, að hann hafi orðið orsök í slysinu sakir skorts á nægilegri varkárni. Hefir hann þar með gerzt sekur um brot, sem varðar við 200. gr. almennra hegningarlaga. Þá hefir ákærður ennfremur gerzt brotlegur við 1. málsgr. 5. gr. laga nr. 70 frá 1931 með því að aka bifreið án handleiðslu ökukennara, enda þótt hann hefði hvorki ökupróf né ökuleyfi. Refsing ákærða, sem ekki var orðinn 18 ára, þegar brotin voru fram- in, þykir með hliðsjón af 38. gr. hegningarlaganna hæfilega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs, og 558 komi 7 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt þessum málalokum ber að staðfesta ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostn- aðar í héraði og dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 70 til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Ákærður, Viktor Jakobsen, greiði 100 króna sekt í ríkissjóð, og komi 7 daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Ákærður greiði allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Sveinbjarn- ar Jónssonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 70 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Viktor Jakobsen, lifrarbræðslumanni, til heimilis Grettisgötu 57 B hér í bænum, fyrir brot gegn 17. kap. hinna almennu hegningarlaga og lögum nr. 70, 1931, um notkun Þifreiða. 559 Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur í Vestmannaeyjum 19. júlí 1918. Hann hefir ekki fyrr sætt ákæru eða refsingu. Hinn 29. febrúar s. 1. var Pétur Ingimundarson, sjó- maður, að flytja búslóð sína frá Grettisgötu 57 BB og að Hringbraut 76. Hafði hann til þess bifreiðina R. E. 410 og í forföllum bifreiðarstjórans stýrði henni ákærður í þessu máli. Var bifreiðin mjög hlaðin flutningi, en í framsæti hjá bifreiðarstjóra sat Pétur og hélt á 4 ára gamalli dóttur sinni. Einnig var farangur hafður í framrúmi. Bifreiðinni var ekið örhægt, svo gangandi fólk fylgdist með henni og eltu hana nokkur börn. Þegar komið var á Barónsstiginn, skammt suður fyrir Sundhöllina, heyrir ákærður, að bróð- ir hans, sem fylgdist með bifreiðinni, kallar til hans, að eitthvað sé að detta. Um sama leyti finnst honum aftur- hjól bifreiðarinnar fara yfir eitthvað. Stöðvaði hann þá strax bifreiðina og kom þá fram, að 5 ára gamall dreng- ur, Gísli Ólafsson að nafni, hafði orðið undir henni og andaðist hann strax af áverkunum. Vitni hafa ekki orðið leidd að því, með hverjum hætti drengurinn varð fyrir bifreiðinni. Bróðir Gísla litla, 8 ára gamall, hefir þó skýrt frá því, að hann ásamt öðrum dreng, hafi hangið á gangbretti bifreiðarinnar. Hann hefir það eftir öðrum krökkum, að sá drengur hafi viljað fá meira pláss á brettinu og við það hafi Gísli litli fallið undir hjólið. Lenander Jakobsen, bróðir ákærða, 14 ára að aldri, gekk með bifreiðinni og kallaði til hans, að stoppa, því honum virtust sængurföt vera að detta af farangrinum. Kveður hann, að bifreiðin hafi stoppað strax, en þá var slysið orðið, og hafði Lenander ekki orðið var við það. Skömmu áður hafði Pétur Ingimundarson opn- að hurðina og litið út og varð þá var við 3 drengi, sem fylgdust með bifreiðinni á gangstéttinni, en enga krakka í kringum hana. Kærður hefir ekki tekið bifreiðarstjórapróf, en hefir Þó talið sig hafa nokkra æfingu í að aka bifreið og m. a. hafa ekið bifreiðinni R. E. 410 áður. Eins og atvikum hefir verið lýst verður ákærðum ekki, að áliti réttarins, gefin sök á slysi þessu svo refsingu geti varðað, og ber því að sýkna hann af ákæru réttvísinnar fyrir brot gegn 17. kap. hegningarlaganna. Hann ekur ör- 560 hægt og stöðvar bifreiðina viðstöðulaust, þegar hann er að- varaður um að eitthvað sé að fara aflaga. Það sem upplýst er um nánari orsök slyssins bendir til, að það hafi verið ákærðum með öllu óviðráðanlegt. Hinsvegar hefir ákærður gerzt sekur við 5. gr. 1. mgr. laga nr. 70, 1931 um notkun bifreiða með því að stýra bif- reið án þess að hafa aldur til þess eða ökuskírteini. Þykir refsing hans fyrir þetta hæfilega ákveðin 75 kr. sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 4 daga. Jafnframt greiði ákærður allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns sins, Guð- mundar Guðmundssonar cand. jur., er ákveðast kr. 50. Málið hefir verið rekið vítalaust. Föstudaginn 18. desember 1936. Nr..97/1936. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Helga Guðmundssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Maður dæmdur til refsingar og sviptur ökuleyfi æfilangt fyrir að aka bifreið ölvaður í annað sinn. Dómur lögregluréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 26. okt. 1935: Kærði, Helgi Guðmundsson, bifreiðarstjóri, á Grund í Kolbeinstaðahreppi, greiði 200 — tvö hundruð — króna sekt í ríkissjóð, og komi einfalt fangelsi í 20 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Þá skal kærði missa ökuskírteini það, er hann hefir, æfilangt. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja að lögum. 561 Dómur hæstaréttar. Í máli þessu er það sannað með framburðum vitna og viðurkenningu kærða, að hann hafi ekið bifreið ölvaður hinn 4. júní 1935. Með þessu hefir kærður brotið ákvæði 5. gr., 4. mgr., laga um notk- un bifreiða, nr. 70/1931, og 21. gr. áfengislaga, nr. 33/1935. Héraðsdómarinn hefir að vísu ekki til- kynnt kærða, að mál yrði höfðað gegn honum fyrir brot á öðrum lögum en Þifreiðalögunum, en þar sem ekki var um það að villast, að verknaður sá, sem kærða var gefinn að sök, var ölvun við bifreið- arakstur, þykir mega heimfæra brot hans undir nefnd lagaákvæði og ákveða refsingu hans sam- kvæmt 14. gr. laga nr. 70/1931 og 39. gr. laga nr. 33/1935. Kærði hefir viðurkennt það í málinu, að hann hafi neytt áfengis umræddan dag í veitingaskála í Borgarnesi. Varðar sá verknaður hans við 17. gr., 1. mgr., nefndra áfengislaga, en eins og mál þetta er höfðað er ekki unnt í því að refsa honum fyrir það brot. Refsing kærða þykir samkvæmt fyrrnefndum lagagreinum hæfilega ákveðin 100 króna sekt, er renni í ríkissjóð, og komi í stað hennar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, 7 daga einfalt fangelsi. Þá ber og að stað- festa ákvæði hins áfrýjaða dóms um sviptingu öku- leyfis æfilangt og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Við meðferð málsins í héraði er það aðfinnslu- vert, að kærða er ekki tilkynnt, að mál verði höfð- 36 562 að gegn honum fyrir brot á áfengislögunum, að ekki hefir verið aflað hegningarvottorða kærða úr Reykjavík né úr Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, og var þó sérstök ástæða til þess vegna viðurkenn- ingar kærða um fyrri ölvunarbrot, og loks, að ekki hefir verið lagt fram í málinu eftirrit af dómi þeim frá 27. okt. 1926, er um getur í hegningarvottorði kærða úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en sá dóm- ur hefir itrekunaráhrif í þessu máli. Þvi dæmist rétt vera: Kærði, Helgi Guðmundsson, sæti 100 króna sekt, er renni í ríkissjóð, og komi 7 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún er ekki greidd innan Á vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sviptingu ökuleyfis og um greiðslu sakarkostnaðar í hér- aði eiga að vera óröskuð. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna Péturs Magnús- sonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Helga Guðmundssyni, bifreiðarstjóra, á Grund í Kolbeins- staðahreppi, fyrir brot á 5. gr. bifreiðarlaganna nr. 70 frá 1931. 563 Málavextir eru á þessa leið. Með kæru dags. 12. júní þ. á., kærði Ólafur Sigurðsson frá Kletti í Borgarnesi yfir því, að kærði hefði hinn á. s. mn. keyrt bifreið frá Borgar- nesi undir áhrifum víns, svo mikið var áberandi. Við rétt- arrannsókn útaf kæru þessari 26. júni s. l, viðurkenndi kærði, að hann hefði keyrt bifreið sína undir áhrifum víns, frá Borgarnesi að Grund í Kolbeinsstaðahreppi 4. júní s. 1. Kveðst hann hafa í Borgarnesi hitt Adolf Guðmundsson frá Reykjavík, og hann boðið honum áfengi. Segir hann, að þeir hafi á ca. einni klukkustund drukkið saman vel hálfa flösku af brennivíni, er þeir heltu út í öl, og kveðst hann hafa orðið vel hreyfur af þessu, og reynt að útvega sér meira áfengi en eigi tekizt það. Þá voru leiddir í rétt- inum sem vitni tveir af farþegum þeim, er kærði flutti frá Borgarnesi umræddan dag, þau: Guðmundur Jóhannsson bóndi í Syðstu-Görðum og Júlía Júlíusdóttir frá Ytri-Skóg- um, og báru þau bæði það, að þau hefðu orðið þess vör, að Helgi hefði verið undir áhrifum vins við keyrsluna. Í réttarhaldinu var ökuskirteini kærðs tekið af honum. Kærður, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, hefir 27. okt. 1926 verið dæmdur Í lögreglurétti Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu í 100 kr. sekt og til að missa ökuskírteini sitt i 6 mánuði fyrir brot á bifreiðalögunum (fyrir að hafa keyrt bifreið ölvaður). Framangreint brot kærða varðar við 5. gr. sbr. 14. gr. laga um notkun bifreiða nr. 70 frá 8. sept. 1931, og þykir refsing hans, með tilliti til þess, að hann hefir áður sætt. refsingu fyrir samskonar afbrot, hæfilega ákveðin 200 kr. sekt og missir ökuskirteinis æfilangt. Kærði greiði allan kostnað málsins. ö64 Föstudaginn 18. desember 1936. Réttvísin (Lárus Jóhannesson) Segn Sigurjóni Sigfússyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Maður dæmdur til refsingar fyrir þjófnað. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 22. okt. 1936: Ákærði, Sigurjón Sigfússon, sæti 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Hann greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar ákærði framdi brot þau, er í hinum áfrýj- aða dómi greinir, var hann að vísu allölvaður, en það verður þó ekki talið, að svo mikið hafi að ölv- un hans kveðið, að hann hafi ekki vitað, hvað hann hafðist að, er hann framdi brotin. Varða þau við 6. gr. laga nr. 51/1928, og þykir refsing ákærða fyrir þau hæfilega ákveðin samkv. 8. gr. sömu laga í hin- um áfrýjaða dómi, sem þvi ber að staðfesta með framannefndum athugasemdum. Eftir þessum málalokum verður að dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 75 krónur til hvors. Það athugast, að kona Tómasar Jónssonar, kaup- manns, er ákærði kvað hafa gefið sér rullupylsur þær, sem í hinum áfrýjaða dómi getur, hefir ekki verið spurð um þetta atriði, og að ekki hefir verið lagt fyrir hæstarétt eftirrit af refsidómum þeim, sem upp hafa verið kveðnir yfir ákærða 17. okt. 1930, 12. marz 1931 og 18. marz 1932. ö6ð Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Sigurjón Sigfússon, greiði allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Lárusar Jóhannessonar og Stefáns Jóh. Ste- fánssonar, 75 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Sigur- jóni Sigfússyni, verkamanni, til heimilis Aðalstræti 18, hér í bæ, fyrir brot gegn 23. kap. hinna almennu hegning- arlaga og lögum nr. 51, 1928 um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Ákærður er fæddur 12. ágúst 1907, og hefir áður sætt eftirtöldum refsingum og kærum. 1923 26. maí. Kærður fyrir þjófnað og málið afgreitt til dómara. 1928. 1. okt. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 1. maí. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 23. júní. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 27. júni. Sætt 60 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 1. sept. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 3. okt. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 1. des. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1930 12. ág. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1930 17. okt. Sætt 50 kr. sekt fyrir brot gegn 6. gr. laga nr. 51, 1928. Þýfinu 12— 15 kr. virði skilað aftur. 1930 24. des. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1931 12. marz. Dómur aukaréttar Reykjavíkur: 75 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, fyrir þjófnað. 1931 30. ág. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1931 26. sept. Sætt 50 kr. sekt fyrir samskonar brot. 566 1932 18. marr. Dómur aukaréttar Reykjavíkur: 3ja mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir þjófnað. 1932 29. marz. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. 1933 5. okt. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1934 12. marz. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. 1934 12. des. Sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1935 5. april. Sætt 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. : 1935 5. nóv. Sætt 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1936 24. marz. Dómur aukaréttar Reykjavíkur: 4 mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, fyrir brot gegn 8. gr. laga nr. 51, 1928 með hliðsjón af 63. gr. hinna al- mennu hegningarlaga frá 25. júni 1869. 1936 2. sept. Sætt 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1936 11. okt. Sætt 25 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1) Hinn 10. þ. m. kl. 9,30 að kveldi var ákærður hand- tekinn af lögreglunni þar sem hann var á almannafæri ölvaður. Var hann þá í rykfrakka og með húfu, er hann hafði hvortveggja tekið á Hótel Skjaldbreið, og ennfrem- ur 3 desertskálar. Forstöðukona hótelsins hefir verið leidd sem vitni í málinu og hefir borið bað, að hún hafi orðið vör við ákærðan í forstofu hótelsins, og kvaðst hann þá eiga kápu og húfu er þar hékk, og lét hana hjálpa sér í kápuna; desertskálanna var saknað úr eldhúsinu. Ákærð- ur sjálfur hefir ekki talið sig geta skýrt það, hvernig þetta bar að, vegna ölvunar sinnar, en hvaðst hafa ranglað inn á hótelið án nokkurs sérstaks erindis. Mununum hefir verið komið í hendur eigandans. 2) Hinn 18.þ. m. kl. 2,30 um nóttina var ákærður aftur tekinn ölvaður á almannafæri og hafði þá á sér 3 rúllu- pylsur. Gerði hann þá grein fyrir þeim, að hann hefði feng- ið þær hjá konu Tómasar Jónssonar, kjötkaupmanns, ann- aðhvort að gjöf eða hann þá hefði tekið þær. Hefir ákærði ekki getað gert grein fyrir þessu sakir ölvunar sinnar. Við rannsóknina upplýstist, að frúin hafði engar rúllupyls- ur gefið honum, en þær voru hins vegar úr verzlun Tóm- asar. Hafði verið farið inn í kjallara hússins um nóttina og var hann skilinn eftir opinn og upplýstur, þegar vakt- manni verzlunarinnar varð gengið út um tvöleytið. Búllu- pylsunum hefir verið komið til eiganda, 567 3) Þá hefir það upplýstst í málinu, að fyrir nokkru síðan kom ákærður með 15 rúllur af veggfóðri til Rósu Pétursdóttur og gaf henni og kvaðst hafa fengið það. í verzluninni Brynju. Voru rúllurnar innpakkaðar í hálfa bók með veggfóðurssýnishornum. Þórður Ámundason, verzlunarmaður í Brynju, sem annast þar afgreiðslu vegg- fóðurs, hefir verið leiddur sem vitni Í málinu. Hefir hann borið, að þessi veggfóðurstegund hafi ekki verið seld úr verzluninni undanfarið, en við athugun á lager verzl- unarinnar saknaði hann veggfóðurs af þessari tegund, lagerinn er geymdur í kjallara verzlunarhússins og er gengið í hann úr porti og sá inngangur hafður opinn dag- lega svo auðvelt er að komast inn án þess að vart verði við. Ákærður hefir sjálfur skýrt svo frá, að hann hafi verið svo drukkinn þennan dag, sem hann útvegaði veggfóðrið, að hann gæti ekki um það sagt, hvort hann hefði keypt það eða tekið það. En með tilliti til framburðar vitnisins Þórðar Ámundasonar, verður að telja sannað, að það sé með ófrjálsu móti fengið. Veggfóðrið hefir verið afhent verzluninni. Með framangreindu atferli hefir ákærður gerzt sekur við 8. gr. laga nr. 51, 1928, sbr. 63. gr. hegningarlaganna. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar. Málið hefir verið rekið vítalaust. 568 Laugardaginn 19. desember 1936. Nr. 160/1936. Réttvísin og valdstjórnin (cand. jur. Gunnar Þorsteinsson) Segn Guðmundi Jónssyni, Jóni Ingimund- arsyni Stefánssyni, Jóni Sigurðssyni, Karli Óskari Guðmundssyni, Brynj- ólfi Þorgrími Hallgrímssyni, Gísla Stefánssyni, Guðmundi Stefánssyni, Þórarni Antoni Jóhanni Guðmunds- syni, Þorkatli Þórðarsyni, Guðjóni Þorkelssyni, Kristni Magnússyni, Böðvari Jónssyni, Sigurjóni Valda- syni, Jónasi Sigurðssyni, Sigurði Pétri Oddssyni, Ísleifu Elísabet Hallgríms- dóttur, Guðmundi Eyjólfi Jóelssyni og Kristjáni Sigurði Sigurjónssyni. (Eggert Claessen). Nokkrar manneskjur dæmdar til refsingar fyrir að hafa brotizt inn í fangahús og sleppt gæzælu- fanga út. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 3. des. 1935: Ákærðir Kristinn Magnússon, Böðvar Jónsson, Jónas Sigurðsson, Guðjón Þorkelsson, Sigurður Pétur Oddsson og Sigurjón Valdason skulu vera sýknir af ákæru réttvísinnar og vald- stjórnarinnar í máli þessu. Ákærð Ísleif Elísabet Hallgrímsdóttir, Jón Ingimund- arson Stefánsson, Jón Sigurðsson, Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, Brynjólfur Þorgrímur Hallgrimsson og Karl Óskar Guðmundsson sæti 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, hvert. Ákærður Kristján Sigurður Sigurjónsson sæti 2 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærðir Guðmundur Jónsson, Guðmundur Stefánsson, Gísli Stefánsson, Þorkell Þórðarson og Þórarinn Anton 569 Jóhann Guðmundsson sæti 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, hver. Fullnustu hinna idæmdu refsinga skal fresta og þær falla niður að 5 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39 frá 16. nóv. 1907 eru haldin. Málsvarnarlaun hins skipaða talsmanns hinna ákærðu Jónasar Sigurðssonar og Sigurðar Péturs Oddssonar, 30 krónur fyrir hvorn, greiðist úr rikissjóði. Ákærð Ísleif Elísabet Hallgrímsdóttir, Brynjólfur Þor- grímur Hallgrímsson og Guðmundur Jónsson greiði 30 krónur hvert í málsvarnarlaun til hins skipaða talsmanns þeirra í málinu, Björns P. Kalman, hrm. Allan annan kostnað við mál þetta greiði hin dómfelldu öll in solidum. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. 1. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta ákvæði hans um sýknu hinna ákærðu Kristins Magnússonar, Böðvars Jónssonar, Jónasar Sigurðssonar, Guðjóns Þorkelssonar, Sig- urðar Péturs Oddssonar og Sigurjóns Valdasonar. 2. Um athafnir ákærða Þórarins Antons Jóhanns Guðmundssonar, þær er hér skipta máli, er það eitt upplýst, að lögregluþjónarnir sáu hann inni á gangi fangahússins eftir að árásarmennirnir höfðu ruðzt þar inn. Eru þannig engar sannanir fyrir hendi um það, að hann hafi tekið þátt í innrásinni í fangahúsið eða verið einn þeirra manna, er leystu gæzlufangann Hallgrím Brynjólfsson úr varðhald- inu. Ber því að sýkna hann af ákæru réttvísinnar og valdstjórnarinnar í þessu máli. 3. Að því er varðar ákærða Kristján Sigurð Sig- urjónsson þá er ekkert upplýst um að hann hafi tekið þátt í innrásinni í fangahúsið. Hinsvegar sáu lögregluþjónarnir hann, er verið var að brjóta 570 upp klefa þann, sem gæzlufanginn Hallgrimur var geymdur í. Var ákærður þá innst í gangi fangahúss- ins rétt við dyrnar á klefa Hallgríms. Annar lög- regluþjónninn kveðst ekki hafa séð ákærða taka þátt í því að brjóta upp nefndan klefa, en í fram- burði hins lögregluþjónsins hefir gætt ósamkvæmni um. þetta atriði. Að þessu athuguðu þykir varhuga- vert að telja sannað gegn eindreginni neitun á- ákærða, að hann hafi verið þátttakandi að því að leysa gæzlufangann úr varðhaldinu. Þykir því bera að sýkna ákærða í máli þessu. 4. Brot hinna ákærðu Ísleifar Elísabetar Hall- grimsdóttur, Brynjólfs Þorgríms Hallgrímssonar, Jóns Ingimundarsonar Stefánssonar og Guðmund- ar Eyjólfs Jóelssonar þykja í héraðsdóminum rétti- lega heimfærð undir þargreind refsiákvæði og á- kveðst refsing þeirra hvers um sig 2ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Atferli ákærða Karls Óskars Guðmundssonar varðar, auk þess, sem segir í hinum áfrýjaða dómi, við 102. gr. hinna almennu hegningarlaga og þykir refsing hans einnig hæfilega ákveðin 2ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 5. Brot ákærða Jóns Sigurðssonar er af héraðs- dómaranum réttilega heimfært undir viðeigandi refsiákvæði, og þykir refsing hans hæfilega ákveð- in 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 6. Athæfi hinna ákærðu Guðmundar Jónssonar, Gísla Stefánssonar og Guðmundar Stefánssonar varðar þá refsingu samkv. 101. gr. og 109. gr. al- mennra hegningarlaga og Í. gr. lögreglusamþykktar Vestmannaeyja nr. 41, frá 1928. Ákveðst refsing þeirra hvers um sig 35 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. a71 7. Um Þorkel Þórðarson er það eitt sannað, að hann hefir vaðið upp á lögregluþjónana Jóhannes J. Albertsson og Stefán Árnason með skammaryrð- um þeim, sem greind eru í héraðsdóminum. Þetta athæfi varðar hann refsingu samkvæmt 102. gr. hinna almennu hegningarlaga, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 15 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Eftir málavöxtum þykir mega ákveða að full- nustu refsingar hinna ákærðu Ísleifar Elísabetar Hallgrímsdóttur, Brynjólfs Þ. Hallgrímssonar, Guðmundar Jónssonar og Þorkels Þórðarsonar skuli fresta og hún falla niður að liðnum 5 árum, ef þau halda skilorð laga nr. 39 frá 1907. Máls- varnarlaun talsmanns í héraði fyrir hina ákærðu Jónas Sigurðsson og Sigurð Pétur Oddsson á- kveðast kr. 50.00 og greiðist úr ríkissjóði. Hin ákærðu Ísleif Elísabet Hallgrímsdóttir, Bynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson og Guðmundur Jónsson greiði in solidum talsmanni sínum Í héraði kr. 100.00 í málsvarnarlaun. Allan annan kostnað sak- arinnar í héraði og hæstarétti greiði hin dómfelldu in solidðum, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, er ákveðast kr. 250.00 til hvors. Um meðferð málsins í héraði athugast, að dóm- arinn hefir tekið málið undir dóm hinn 8. júlí 1935, en dómur ekki uppkveðinn fyrr en 3. desember s. á. Því dæmist rétt vera: Hinir ákærðu Kristinn Magnússon, Böðvar Jónsson, Jónas Sigurðsson, Guðjón Þorkels- son, Sigurður Pétur Oddsson, Sigurjón Valda- son, Kristján Sigurður Sigurjónsson og Þórar- 572 inn Anton Jóhann Guðmundsson eiga að vera sýknir af ákæru réttvísinnar og valdstjórnar- innar í máli þessu. Hin ákærðu Ísleif Elísabet Hallgrímsdóttir, Brynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson, Jón Ingi- mundarson Stefánsson, Guðmundur Eyjólfur Jóelsson og Karl Óskar Guðmundsson sæti hvert um sig 2ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Jón Sigurðsson sæti 45 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi. Hinir ákærðu Guðmundur Jónsson, Gisli Stefánsson og Guðmundur Stefánsson sæti hver um sig 2ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Þorkell Þórðarson sæti 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Fullnustu refsingar hinna ákærðu Ísleifar Elísabetar Hallgrímsdóttur, Brynjólfs Þor- grims Hallgrímssonar, Guðmundar Jónssonar og Þorkels Þórðarsonar skal fresta og refsing- in falla niður að liðnum 5 árum, ef þau halda skilorð laga nr. 39. frá 1907. Málflutningslaun skipaðs verjanda hinna á- kærðu Jónasar Sigurðssonar og Sigurðar Pét- urs Oddssonar í héraði, Björns P. Kalman, kr. 50.00 greiðist úr ríkissjóði. Ákærð Ísleif Elisa- bet Hallgrímsdóttir, Brynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson og Guðmundur Jónsson greiði É 573 in solidum verjanda sinum í héraði, Birni P. Kalman, kr. 100.00 í málsvarnarlaun. Allan annan kostnað sakarinnar bæði í héraði og hæstarétti greiði hin dómfelldu in solidum, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, cand. jur. Gunn- ars Þorsteinssonar og hæstaréttarmálflutnings- manns Eggerts Claessen, kr. 250.00 til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu réttvísinnar og valdstjórn- arinnar gegn þeim Guðmundi Jónssyni, skipstjóra, til heimilis Vesturveg 11 A, Jóni Ingimundarsyni Stefánssyni. sjómanni, Njarðarstig 18, Jóni Sigurðssyni, útvegsmanni, Vesturveg 20, Karli Óskari Guðmundssyni, formanni, Vest- mannabraut 30, Brynjólfi Þorgrími Hallgrímssyni, verka- manni, Hásteinsveg 5, Gísla Stefánssyni, verkamanni, Sig- ríðarstöðum, Guðmundi Stefánssyni, sjómanni, Strand- veg 43 B, Þórarni Antoni Jóhanni Guðmundssyni, verka- manni, Vesturveg 11 A, Þorkeli Þórðarsyni, verkamanni, Bárustig 16 B, Kristni Magnússyni formanni, Kirkjuveg 29, Böðvari Jónssyni, vélamanni, Miðstræti 4, Sigurjóni Valda- syni, sjómanni, Vesturveg 9, Jónasi Sigurðssyni, formanni Hásteinsveg 28, Sigurði Pétri Oddssyni, útvegsmanni, Vest- mannabraut 40, Ísleifu Elísabet Hallgrímsdóttur, Vest- mannabraut 61, öllum hér í Vestmannaeyjum, Guðmundi Eyjólfi Jóelssyni, sjómanni, Kirkjubæ, Búðarhreppi, Suð- urmúlasýslu, og Kristjáni Sigurði Sigurjónssyni, sjómanni, Nýhöfn, Neskaupstað, fyrir brot gegn 12. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869 og lögreglusam- þykkt fyrir Vestmannaeyjar frá 31. marz 1928. Málavextir eru sem hér segir: Í maímánuði 1933 sat Hallgrímur nokkur Brynjólfsson um tíma Í gæzluvarðhaldi í fangahúsinu hér í bænum 574 vegna rannsóknar á meintu broti hans gegn áfengislög- unum (þ. e. bruggun og sölu áfengis). Síðari hluta dags þann 20. nefnds mánaðar voru fulltrúi bæjarfógeta og 2 lögregluþjónar staddir í fangahúsinu vegna rannsóknar í opinberum málum og um kl. 6 e. h. nefndan dag, er full- trúinn var að hætta við umrædda rannsókn í fangahús- inu, kom hópur manna að fangahúsinu. Annar umræddra lögregluþjóna, Stefán Árnason, var þá ekki staddur í Íangahúsinu í bili, en kom þangað rétt strax eftir að hóp- urinn kom að fangahúsinu. Allir, sem komu að fangahúsinu við umrætt tækifæri, voru karlmenn, nema ein kona, ákærð Ísleif Elisabet Hall- grimsdóttir, dóttir framangreinds Hallgríms Brynjólfsson- ar, og heimtaði hún að Hallgrími yrði sleppt úr varðhald- inu og sagði, að annars yrði hann tekinn út (með valdi), því næst eggjaði hún menn á að fara með valdi ínn í fangahúsið, en ekkert var þó gert í þá átt (þá strax), þá spurði ákærð, Ísleif Elisabet, viðstadda um, hvort beir ætl- uðu ekki „að fara inn“ og taka Hallgrim út, en enn var þó ekkert gert til þess. Þá kallaði ákærð til þeirra, sem við- staddir voru, „ætlið þið að vera þær helvítis lyðdur, allir þeir karlmenn, sem hér.eru, að þora ekki að taka hann út“. Er ákærð hafði kallað þetta, færðist hópur manna, er var utan við fangahúsdyrnar, að dyrunum og ruddust menn á lögregluþjónana, Stefán Árnason og Jóhannes J. Alberts- son, er stóðu í dyrum fangahússins, og voru hinir ákærðu Guðmundur Jónsson, Jón Stefánsson og Jón Sigurðsson fremstir í hóp þeirra, er gerðu þá árás, samkvæmt fram- burði nefndra lögregluþjóna í málinu. Lögregluþjónarnir veittu viðnám í dyrum fangahússins um stund, en bæjarfógetafulltrúinn símaði til bæjarfógeta úr fangahúsinu, er árásin hófst, og skýrði honum frá árás- inni, en brátt tókst árásarmönnum að ryðja þeim úr dyr- unum, og ruddist hópur manna þá inn í anddyri fanga- hússins og þaðan inn í gang, sem liggur eftir fangahúsinu endilöngu milli gafla þess frá austri til vesturs, og fóru all- ir hinir ákærðu inn í fangahúsið, eftir því sem upplýst er í málinu, nema ákærður Sigurður Pétur Oddsson og á- kærð Ísleif Elisabet Hallgrímsdóttir, og fóru sumir manna þessara þá þegar að dyrunum á klefa þeim, sem Hallgrim- ur Brynjólfsson var geymdur í. Klefi þessi var læstur með 575 sterkum hengilás, sem hengdur var Í keng, sem féstur var rambyggilega í dyrastafinn (í gegnum hann), en framan á klefahurðinni var járnslá, er fest var við hurðina með tveim járnboltum, er stóðu í gegnum hurðina og voru haus- ar á járnboltunum innan á hurðinni, en rær voru skrúfaðar á þá enda járnbolta þessara, er stóðu út úr járnslánni, en kengur sá, er hengilásinn er festur í, gekk í gegnum gat á enda járnslár þessarar, er stóð út af hurðinni. Árásarmenn gátu því ekki opnað klefadyrnar verkfæralausir, og sté ákærður Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, sem þá var kominn inn í gang fangahússins, upp á borð eða skáp, sem stóð yzt á ganginum, úti við gafl fangahússins og opnaði glugga þar á vesturgafli hússins og kallaði út og bað um að náð væri í rofjárn, og eftir stutta stund var áhald, sem lög- regluþjónarnir álitu að myndi vera rofjárn, en voru þó ekki vissir um, hvort væri rofjárn eða eitthvað annað á- líka áhald, rétt inn um gluggann. Var því næst klefi sá, sem Hallgrímur Brynjólfsson var geymdur í, brotinn upp og verður lýst nánar síðar því, sem upplýst er um, hverjir tóku þátt í þvi. En þeim, sem að því unnu, tókst fljótlega að brjóta klefann upp og kom í ljós eftir að innbrotið var framið, að klefinn hafði verið opnaður þannig, að framan- greindar rær höfðu verið skrúfaðar af endum járnbolt- anna, sem lágu gegnum hurðina og framangreind járnslá beygð frá hurðinni og var þá unnt að opna hurðina án frekari aðgerða, og var þvinæst farið út úr fangahúsinu með Hallgrím Brynjólfsson. En á meðan þetta gerðist hafði bæjarfógetafulltrúinn farið út úr fangahúsinu, til þes að ná í menn til aðstoðar lögreglunni og hitti þá bæjarfógeta á götunni skammt frá fangahúsinu, en rétt á eftir (og áður en tími ynnist til útvegunar aðstoðarmanna) fóru árásar- mennirnir frá fangahúsinu, eftir að hafa náð Hallgrími Brynjólfssyni úr fangelsinu. Það hafa ekki fengizt í málinu upplýsingar um undir- búning árásar þessarar á fangahúsið eða hvort um fyrir- fram ákveðin samtök hafi verið að ræða um að fremja verknað þennan. Sumir hinna ákærðu fengust alls ekki til við rannsókn málsins að gefa neina skýrslu um mála- vöxtu eða svara spurningum rannsóknardómarans, en þeir hinna ákærðu, sem gáfu slíkar skýrslur, neituðu að hafa í raun og veru tekið nokkurn þátt í verknaði þessum og 576 töldu sig því ekki vita neitt um undirbúning árásarinnar og upplýsingar um þetta hafa ekki fengizt annarsstaðar frá. En eigi verður talið sannað að um samtök hafi verið að ræða, samkv. 55. gr. hegningarlaganna. Af sömu ástæðu hefir ekki verið unnt að fá upplýsing- ar um, af hvaða ástæðu verknaður þessi var framinn eða hvort þeir, er hann frömdu, töldu sig hafa nokkra sér- staka ástæðu til þess að fremja hann, aðra en þá, að Hall- grímur Brynjólfsson var í gæzluvarðhaldi. Þá er að athuga það, sem upplýst er viðvíkjandi þátt- töku hvers hinna ákærðu í framangreindum róstum og innbroti: 1. Ákærð Ísleif Elísabet Hallgrímsdóttir. Hún hélt því fram við rannsókn málsins, að hún teldi sig ekki hafa brotið lög í neinu, en neitaði að gefa frekari upplýsingar um málavöxtu eða svara spurningum rannsóknardómar- ans að öðru leyti. Að framan er lýst framburði vitnanna Stefáns Árnason- ar og Jóhannesar J. Albertssonar, lögregluþjóna, viðvíkj- andi framkomu hennar, áður en árásin á fangahúsið hófst og eggjunarorðum hennar til manna um að fremja árás þessa. En nefnd vitni hafa borið, að þeir hafi ekki orðið varir við, að ákærð færi neitt inn í fangahúsið við um- rætt tækifæri eða tæki neinn beinan þátt í árásinni sjálfri og er ekki upplýst í málinu, að hún hafi gert það. Ákærður Kristján Sigurður Sigurjónsson hefir og borið, að hann hafi séð ákærðu í hópnum utan við fangahúsdyrnar, áður en árásarmennirnir ruddust inn í fangahúsið við umrætt tækifæri, og kveðst hafa heyrt hana kalla eitthvað til manna þeirra, sem þar voru viðstaddir, sem hann kveðst ekki muna nákvæmlega hvað var, en sem hefði verið eitt- hvað á þá leið, er framannefndir lögregluþjónar hafa bor- ið. Ákærður Þorkell Þórðarson hefir og borið, að ákærð hafi verið stödd hjá fangahúsinu við umrætt tækifæri og hafi eggjað menn mjög til inngöngu í fangahúsið og hafi þar á meðal kallað upp til viðstaddra, hvort þeir ætluðu að vera þær lyddur að þora ekki inn í fangahúsið og taka Hallgrim Brynjólfsson út eða eitthvað á þá leið. Vitnið Ársæll Sveinsson hefir og borið, að hann hafi eftir að umrætt uppþot varð við fangahúsið, séð ákærðu koma niður Bárustíg (þ. e. frá fangahúsinu, ásamt með ö77 Hallgrími Brynjólfssyni, sem hún leiddi, og Óskar nokk- ur Valdason hefir borið, að hann hafi mætt ákærðri og Hallgrimi Brynjólfssyni á horninu milli Bárustígs og Vest- mannabrautar. Annað en að framan greinir, er ekki upplýst viðvikj- andi þátttöku ákærðrar í framangreindum verknaði, en með því, sem þannig er upplýst í málinu, verður að telja sannað, að ákærða hafi eggjað menn til árásarinnar á lög- regluþjónana og innbrotsins í fangahúsið — þ. e. að taka Haligrím Brynjólfsson með valdi úr gæzluvarðhaldinu, og að hún hafi þannig haft forgöngu um verknað þennan. 2. Ákærður Guðmundur Jónsson. Við rannsókn málsins hélt hann því fram, að hann hafi ekki gerzt brotlegur við lög í neinu, en neitaði að öðru leyti að svara spurningum rannsóknardómarans eða gefa skýrslu um málavöxtu. Þar á meðal fékst hann ekki til að svara játandi eða neitandi spurningum dómarans um, hvort hann hefði verið stadd- ur við fangahúsið við umrætt tækifæri eða verið fremst- ur í árásinni á fangahúsið, (þ. e. lögregluþjónana í dyr- um þess). Eins og að framan er drepið á, hafa báðir framan- greindir lögregluþjónar borið, að ákærður hafi verið fremstur í hóp þeirra, sem réðust á lögregluþjónana í dyr- um fangahússins og að hann hafi í byrjun reynt að ýta lögregluþjónunum úr dyrum fangahússins og komast inn i fangahúsið með valdi og að þeir eða (Stefán Árnason), hafi þá spurt, hvort hann stæði fyrir þessari árás og hafi hann neitað því og hætt að ryðjast áfram, en sagt, að svo fast væri ýtt á sig, að hann gæti ekki gert neitt til þess að „varna þessu“ og hafa vitni þessi borið, að þeir hafi ekki séð ákærðan hafa sig neitt í frammi eftir það til neinna árása eða við að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldinu, og er ekki upplýst um neina frekari þátttöku hans í umræddu uppþoti eða innbroti í fanga- húsið. Ákærður Sigurjón Valdason hefir borið, að hann hafi séð ákærðan Guðmund Jónsson standa í dyrum fanga- hússins og hafi Jóhannes J. Albertsson, lögregluþjónn, stað- ið fyrir innan hann í dyrunum, en þéttur hnappur manna hafi staðið fyrir utan dyrnar, en ekki kveðst ákærður Sig- urjón geta fullyrt, hvort ákærður G. J. (eða aðrir) hafi þá 37 ö78 verið að ryðjast inn í fangahúsið eða reyna til þess. Og ákærður Þorkell Þórðarson hefir borið, að hann hafi séð ákærðan Guðmund Jónsson rétt við vestri dyrastafinn á útidyrum fangahússins rétt áður en umrædd árás var gerð. Aðrar upplýsingar en að framan greinir hafa ekki kom- ið fram í málinu viðvíkjandi þátttöku ákærðs í umræddri árás. En með framangreindum framburði lögregluþjón- anna verður að telja sannað, að ákærður hafi í byrjun tekið þátt í árásinni á lögregluþjónana í dyrum fanga- hússins og eftir öllum atvikum verður að telja nægar lík- ur fram komnar í málinu til þess að telja sannað, að ákærður hafi gert það í þeim tilgangi að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldi eða hjálpa til við það. 3. Ákærður Jón Ingimundarson Stefánsson: Hann neit- aði við rannsókn málsins að gefa nokkra skýrslu um mála- vöxtu og svara spurningum rannsóknardómarans, en hélt fram, að hann teldi sig ekki hafa brotið lög í neinu. Eins og að framan er getið, hafa báðir framannefndir lögregluþjónar borið, að ákærður hafi ásamt ákærðum Guðmundi Jónssyni og ákærðum Jóni Sigurðssyni ráð- ist að þeim lögregluþjónunum í dyrum fangahússins, er árásin byrjaði, þ. e. þeir hafi verið fremstir í árásinni og hafa lögregluþjónar þessir báðir borið, að ákærður hafi ruðzt áfram af „miklum móð og frekju“ (rskj. nr. 1) og virzt gera eins mikið og hann gat til þess að komast inn í fangahúsið, en er hann komst það ekki strax vegna við- náms þess, er lögregluþjónarnir veittu, réðist ákærður sér- staklega að Stefáni Árnasyni, lögregluþjóni, — þó ekki með barsmíðum — og tók lögregluþjónninn þá til kylfu sinn- ar og sló ákærðan með henni á ennið til þess að losna úr fangbrögðum ákærða, en þá var ýtt af enn meiri krafti utan frá á lögregluþjónana, og færðust lögregluþjónarnir þá undan þunga þeim inn í anddyri fangahússins, og slapp ákærður þá inn fyrir þá fyrstur manna. Ákærður fór því næst, ásamt fleirum inn í gang fangahússins og hefir vitnið Jóhannes J. Albertsson borið, að ákærður hafi þar (þ. e. inni í ganginum) tekið um hendur honum (vitn- inu) á meðan verið var að brjóta upp klefa þann, sem Hallgrímur Brynjólfsson var geymdur í, — að því er virt- ist í þeim tilgangi að halda Jóhannesi. Vitnið Stefán Árna- 579 son hefir og borið, að hann hafi séð ákærðan taka eitthvað á Jóhannesi í gangi fangahússins við umrætt tækifæri, en kveðst ekki hafa séð það greinilega og kveðst hafa heyrt Jóhannes hafa haft orð á því við ákærðan,hvort hann ætl- aði að halda sér eða eitthvað á þá leið. Um frekari þátttöku ákærðs í innbrotinu Í fangahúsið er ekki upplýst og samkvæmt því, sem upplýst er í mál- inu, virðist hann ekkert hafa unnið að því að brjóta upp fangaklefann. En það verður að teljast sannað með fram- burði framangreindra vitna, að ákærður hafi ráðizt að þeim í dyrum fangahússins og leitað inngöngu í fanga- húsið á þann hátt, sem vitni þessi hafa borið, og að hann hafi veitzt að Jóhannesi J. Albertssyni, lögregluþjóni, í gangi fangahússins og verður eftir atvikum að telja nægj- anlega upplýst, að ákærður hafi gert þetta í þeim tilgangi, að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldi eða hjálpa til við það. 4. Ákærður Jón Sigurðsson: Upphaflega er hann var yfirheyrður í rétti við rannsókn máls þessa, neitaði hann með öllu að svara spurningum rannsóknardómarans eða gefa nokkrar upplýsingar viðvíkjandi málinu, en í réttar- haldi síðar við rannsókn málsins héli ákærður því fram, að hann hafi ekki sýnt neinum neitt ofbeldi við umrætt tækifæri og ekki tekið neinn þátt í því að ryðja lögreglu- þjónunum úr dyrum fangahússins eða í því að ryðjast inn í fangahúsið og hélt fram, að aðrir hefðu verið fyrir fram- an hann, er ráðist var á lögregluþjónana í dyrum fanga- hússins, en hélt þó fram, að hann hefði ekki séð, hverjir gerðu það. Framangreind vitni hafa, eins og að framan er drepið á, borið, að ákærður hafi ráðizt á vitnin (lögregluþjón- ana) í dyrum fangahússins, er árásin á fangahúsið byrj- aði og virzt leggja mikið kapp á að komast inn í fanga- húsið og farið þangað inn, ásamt með öðrum árásarmönn- um, eftir að lögregluþjónunum hafi verið rutt úr dyrun- um, en lögregluþjónarnir hafa borið, að þeir hafi ekki orðið varir við neina frekari þátítöku ákærða í sambandi við innbrotið Í fangahúsið og kveðast ekki hafa séð hann vinna neitt að þvi, að:brjóta upp fangaklefann, sem Hall- grímur Brynjólfsson var geymdur Í, og er ekki upplýst um aðra eða frekari þátttöku hans í umræddum verknaði. En 580 með framangreindum framburði lögregluþjónanna, verð- ur að telja sannað, að ákærði hafi ráðizt á umrædda lög- regluþjóna í dyrum fangahússins og unnið að því að ryðja þeim úr dyrum þess á þann hátt, sem þeir hafa borið, og verður eftir atvikum að telja nægar líkur fyrir því til þess að telja sannað, að ákærður hafi gert það til þess að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldi. 5. Ákærður Guðmundur Eyjólfur Jóelsson: Hann hefir haldið því fram við rannsókn málsins, að hann telji sig ekki hafa brotið lög í neinu, en hefir að öðru leyti ekki fengizt til að skýra frá málavöxtum eða svara spurning- um rannsóknardómarans. Framangreind vitni hafa borið, að ákærður hafi verið á meðal þeirra, sem voru næstir fyrir aftan þá 3 hina á- kærðu, sem fremstir voru, eins og að framan greinir, er ráðizt var að lögregluþjónunum í dyrum fangahússins og fór ákærður samkv. framburði vitna þessara og inn í gang fangahússins, eins og að framan greinir, og sté upp á borð eða skáp við vesturgafl hússins, opnaði þar glugga og kall- aði út um gluggann og bað um að náð væri í rofjárn og var honum rétt eitthvað slíkt áhald inn um gluggann og hafa bæði umrædd vitni borið, að ákærður hafi því næst unnið að því að brjóta upp klefann, sem Hallgrímur Brynj- ólfsson var geymdur í. Vitni þessi kveðast ekki hafa séð greinilega, hvernig eða hvað ákærður vann að því að bjóta upp klefahurðina, en kveðast hafa séð, að hann stóð alveg við hurðina og beitti átökum við hurðina og læs- ingarútbúnað hennar. Með framangreindum vitnaframburðum verður það að telja sannað, að ákærður hafi tekið þann þátt í umrædd- um árásum og innbroti í fangahúsið, sem greint er í vitna- framburði þessum. 6. Ákærður Brynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson: Hann hefir við rannsókn málsins neitað að gefa skýrsiu um málavöxtu eða svara spurningum rannsóknardómarans, en hefir haldið því fram, að hann telji sig ekki hafa gerzt brotlegur við lög í neinu. Vitnið Jóhannes Albertsson hefir borið, að ákærður hafi verið einn meðal þeirra, sem voru næstir (þ. e. í næstu röð)fyrir aftan framannefnda 3 þá fremstu, er ráð- 581 izt var að lögregluþjónunum í dyrum fangahússins og vitn- ið Stefán Árnason hefir borið, að hann minni, að hann sæi ákærða meðal þeirra, er voru næst fyrir aftan framannefnda 3 hina fremstu við umrætt tækifæri, en mundi ekki fyrir víst, hvort hann sá hann þar i röðinni, og samkvæmt framburði beggja nefndra vitna fór ákærð- ur inn í gang fangahússins og vann að því ásamt fleir- um að brjóta upp fangaklefa þann, sem Hallgrimur Brynj- ólfsson var geymdur í, og kveða vitnin ákærðan hafa staðið alveg við klefahurðina og beitt átökum við að opna hana, en ekki sáu vitnin nánar, hvernig ákærður vann að þessu. Með framangreindum vitnaframburðum verður að teljast sannað, að ákærður hafi tekið þátt í árásinni á lögregluþjónana í dyrum fangahússins og í því að brjóta upp framangreindan fangaklefa. 7. Ákærður Karl Óskar Guðmundsson: Hann hefir eindregið neitað að hafa á nokkurn hátt hjálpað til við að brjóta upp fangaklefa þann, sem Hallgrímur Brynjólfs- son var geymdur í og hefir haldið fram, að skrifleg skýrsla, sem framannefndir lögregluþjónar gáfu upphaf- lega um málavöxtu og lögð var fram við rannsókn málsins (rskj. nr. 1.), sé ekki rétt og hefir tekið fram, að hann telji sig algerlega saklausan af verknaði þeim, sem um- ræðir í skýrslu þessari, en hefir að öðru leyti neitað að skýra frá málavöxtum eða svara spurningum rannsóknar- dómarans, þar á meðal hefir hann neitað að skýra frá því, hvort hann hafi komið inn í fangahúsið eða ekki við umrætt tækifæri. Framannefndir lögregluþjónar hafa báðir borið sem vitni, að ákærður hafi farið inn í gang fangahússins við umrætt tækifæri, en gátu ekki borið um, hversu framarlega meðal hinna ákærðu hann var, er farið var inn í fangahús- ið, en hann hafi verið meðal hinna fremstu (þó ekki allra fremstu), er ráðizt var til inngöngu í fangahúsið og hafa þeir og borið, að ákærður hafi haft orð á því, að réttast væri að taka þá lögregluþjónana og loka þá inni. Þá hafa og nefnd vitni borið, að ákærður hafi unnið að því að brjóta upp fangaklefa þann, sem Hallgrímur Brynjólfsson var geymdur í, kveður (sic) hann hafa staðið við klefa- 582 hurðina er verið var að brjóta hana upp og. beitt átökum við að opna hana, en sáu ekki nánar, á hvern hátt hann vann að því að opna hurðina. Það verður að telja sannað með framangreindum vitnaframburðum, að ákærður hafi tekið þátt í því að brjóta upp framangreindan fangaklefa og að hann hafi viðhaft þau orð, er að framan greinir, viðvíkjandi lögreglu- bjónunum og þó umrædd vitni geti ekki borið nákvæm- lega um, hvernig ákærður hagaði sér, er ráðizt var til inn- göngu í fangahúsið, verður eftir atvikum að telja nægjan- lega upplýst, að ákærður hafi tekið þátt í hinni upphaf- legu árás, er lögregluþjónunum var rutt úr dyrum fanga- hússins, sem gert var þannig, að þeir sem fremstir voru, réðust að lögregluþjónunum, sem stóðu í dyrunum, en aðrir, sem voru fjær dyrunum, ýttu á þá. 8. Ákærður Kristján Sigurður Sigurjónsson: Hann hefir kannazt við að hafa komið að fangahúsinu, er umrædd árás var gerð á það, og hefir og kannazt við að hafa farið inn í gang þess ásamt fleirum eftir að lögregluþjónunum hafði verið rutt úr dyrunum, en hann hefir eindregið neit- að að hafa unnið nokkuð að því að ryðja lögregluþjónun- um úr dyrunum og neitað að hafa ýtt á þá, sem gerðu það og heldur fram, að margir menn hafi verið nær fangahús- inu en hann, er árásin var gerð og þrengsli mikil kring- um hann (ákærðan) og menn troðizt áfram. Hann hefir og eindregið neitað þvi, að hann hafi unnið nokkuð að því að brjóta upp klefa þann, sem Hallgrímur Brynjólfs- son var geymdur í, en hann hefir kannazt við að hafa verið Í gangi fangahússins, nálægt dyrunum á umræddum fanga- klefa, er klefadyrnar voru brotnar upp, en hefir þó haldið fram, að hann hafi ekki tekið eftir, hverjir brutu upp klefann og að hann myndi ekki, hverja hann sá á gangi fangahússins við umrætt tækifæri. Hann kveðst hafa vit- að um að Hallgrímur Brynjólfsson var í gæzluvarðhaldi í fangahúsinu áður en umræddir atburðir gerðust, en held- ur fram, að hann hafi ekkert vitað um eða heyrt talað um, að ráðgert væri, að taka hann úr varðhaldinu með valdi og heldur fram, að enginn hafi beðið hann um eða talað um við hann að hjálpa til við slíkt. Hann kveðst hafa verið háseti á v. b. Valdimar V. E. 286 á umræddum tíma og kveður skipshöfnina á þeim bát (þar á meðal ö83 hann sjálfan) hafa verið að búa hann til brottferðar til Norðfjarðar dag þann, er umræddir atburðir gerðust og kveðst hann hafa verið á gangi upp Bárustíg, ásamt með formanninum á nefndum vélbát, Ásbirni Þórðarsyni, seint umræddan dag og hafi þeir verið að koma neðan frá höfn og kveðst þá ákærður hafa séð hóp af fólki, sem safnazt hafði saman á horninu milli Bárustigs og Vestmannabraut- ar og einnig rétt hjá fangahúsinu og kveðst hann þá hafa gengið að fangahúsinu vegna forvitni, ásamt með nefnd- um Ásbirni Þórðarsyni, til þess að sjá, hvað væri að ger- ast, en kveðst þá ekkert hafa vitað um, að ætti að gera árás á fangahúsið né hafa ætlað að taka þátt í slíku. Nefndur Ásbjörn Þórðarson hefir borið sem vitni Í málinu, að ákærður hafi verið vélstjóri á fyrnefndum vél- bát á umræddum tíma og hafi ákærður unnið við bátinn hér dag þann, er innbrotið í fangahúsið var framið, þar til síðari hluta dagsins, og báturinn lagt af stað héðan til Norðfjarðar kl. að ganga 8 þá um kvöldið. Hann kveðst hafa verið á gangi á götum bæjarins, nálægt fangahúsinu, umræddan dag, rétt áður en innbrotið var framið, og kveðst þá hafa séð, að fólk hafði safnazt saman utan við fangahúsið og kveðst þá hafa gengið að fangahúsinu. En er vitni þetta var yfirheyrt, sem ekki var gert fyrr en er það kom aftur frá Norðfirði í desembermánuði 1933, kvaðst hann ekki muna, hvort ákæður hafi verið með honum við umrætt tækifæri, en kvað sig minna óljóst að svo hafi verið, en ekki kveðst vitni þetta geta gefið nein- ar upplýsingar viðvíkjandi þátttöku ákærðs (K. S. S.) eða annara í árásinni á fangahúsið. Í skriflegri skýrslu á rskj. nr. Í, sem framannefndir lögregluþjónar gáfu viðvíkjandi máli þessu, er tekið fram, að ákærður hafi unnið að því að brjóta upp framan- greindan fangaklefa, ásamt þeim þrem öðrum, sem að framan greinir, að hafi unnið að því, en án nánari skýr- ingar á því, hvernig farið hefði verið að því. Og Jóhannes J. Albertsson, lögregluþjónn, bar fyrst, er hann var yfir- heyrður (sem vitni) í málinu, — þ. e. er hann staðfesti framangreinda skýrslu — að þeir fjórir hafi lagzt á rof- járn við að sprengja hurðina fyrir klefanum upp og er umrædd vitni voru samprófuð við hina ákærðu Karl Ó. Guðmundsson, Guðmund Eyjólf Jóelsson og Brynjólf ö84 Þorgrim Hallgrímsson, báru þau, að allir umræddir 4 menn hafi unnið að því að brjóta klefann upp. En er vitnið Stefán Árnason var samprófað við ákærða (K.S.S.), kvaðst hann (vitnið) ekki hafa séð ákærðan beinlinis vinna að því, að brjóta upp klefahurðina, en kvað hann hafa staðið rétt við dyrnar á umræddum klefa, en kveðst hafa álitið, að allir umræddir 4 menn, sem vitnið sá standa við klefahurðina, innu að því að brjóta hana upp, en þeir hafi staðið svo þétt og gangurinn mjór, að ekki hafi verið unnt að sjá, hvaða handtökum hver beitti við að opna hurð- ina og síðar í réttarhaldi skýrði vitni þetta nánar frá Þannig, að hann (vitnið), hafi séð fyrir víst, að hinir á- kærðu Guðmundur Eyjólfur Jóelsson. Karl Óskar Guð- mundsson og Brynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson hafi beitt átökum við að brjóta upp fangaklefann, en kveðst ekki hafa séð fyrir vist, að ákærður Kristján Sigurður Sigurjónsson, tæki á hurðinni eða læsingarútbúnaði henn- ar, enda hafi verið örðugt vegna Þrengsla að sjá, hvað fram fór, en ákærður K. S. S. hafi verið svo nálægt hurð- inni og á hreyfingu á milli hinna Þriggja, sem vitnið kveðst hafa séð fyrir vist, að unnu að því að brjóta upp dyrnar, að hann (vitnið) kveðst hafa álitið og álíta, að hann hafi einnig unnið að því að brjóta dyrnar upp. Er vitnið Jóhannes J. Albertsson var samprófaður við ákærðan, bar vitni þetta, að hann hafi ekki séð yfir- heyrða vinna að því að brjóta upp klefadyrnar, og að hann hafi staðið fjærst klefahurðinni af Þeim, sem stóðu þá framan við hana, — þ. e. fyrnefndir 3 menn, sem um- rædd vitni hafa borið, að hafi unnið að því að brjóta upp dyrnar og 1 og 2 menn aðrir, sem vitnið sá ekki, hverjir voru — auk ákærðs K. S. S., en vitnið kvað sér hafa virzt allir fyrnefndir menn samhuga um að opna umræddar dyr, enda hafi ákærður verið rétt við klefahurðina, er verið var að brjóta hana upp, þó hann væri fjær henni en hinir. En síðar í réttarhaldi bar vitni þetta, að ákærð- ur K. S. S. hafi beitt átökum við að brjóta upp umrædda fangaklefahurð, auk hinna þriggja, er að framan greinir, og var vitni þetta því aftur samprófað við ákærðan og hélt þá fast við þennan framburð sinn og hélt fram, að Íramangreindur framburður hans, er hann var sampróf- aður við ákærðan hið fyrra sinn, hafi verið byggður á mis- 585 skilningi, hann hafi ekki ætlað sér að afturkalla neitt, sem hann hafi áður borið í málinu, enda ekki rifjað þetta sér- staklega upp fyrir sér, áður en hann mætti í réttinum til samprófunar hið fyrra sinn, en hélt fram, að hann myndi þetta fyrir víst, eins og hann hefði munað það, er hann var upphaflega yfirheyrður í málinu, enda kveðst vitnið hafa skrifað niður hjá sér um atburðina sama kvöldið og þeir gerðust og eiðfesti vitnið framburð sinn um þetta, eins og hann var eftir hina síðari samprófun við ákærða. Með framangreindum vitnaframburðum verður eigi talið fullsannað, að ákærður hafi haft forgöngu um eða beinlínis unnið að því að brjóta upp fangaklefa þann, sem Hallgrimur Brynjólfsson var geymdur í, en með vitna- framburðum þessum verður að telja framkomnar nægar líkur fyrir því, að ákærður, sem var rétt alveg við fanga- klefahurðina á meðan verið var að brjóta hana upp og staddur meðal þeirra, sem brutu hana upp, hafi tekið þátt í innrásinni á fangahúsið, er lögregluþjónunum var rutt úr fangahúsdyrunum, og á þann hátt aðstoðað við að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldi og komið að fangaklefadyrunum í þeim tilgangi að aðstoða við inn- brotið, ef á þyrfti að halda, enda hefir ákærður ekki gert fullnægjandi grein fyrir aðstöðu sinni við fangahúsdyrn- ar eða við fangaklefadyrnar, eftir að hann kom inn í gang fangahússins eða hvað gerðist þar. 9. Ákærður Þorkell Þórðarson: Fyrst, er hann var yfir- heyrður fyrir rétti viðvíkjandi máli þessu, neitaði hann að gefa skýrslu um málavöxtu eða svara spurningum rann- sóknardómarans, en hélt aðeins fram, að hann teldi sig ekki hafa brotið lög í neinu. Síðar skýrði hann svo frá í rétti, að hann hefði unnið að fiskþvotti dag þann, er inn- brotið í fangahúsið var framið, en hafi seint þann dag gengið að túni, sem hann hafi haft á leigu hjá Stakagerði hér í bænum, til þess að athuga, hvort börn væru á tún- inu, en er hann gekk til baka þaðan, kveðst hann hafa séð að hópur af mönnum var kominn að fangahúsinu og kveðst hann þá hafa farið þangað til þess að sjá, hvað væri að gerast þar og kveðst hafa verið kominn að norð- vesturhorni fangahússins, er ruðzt var inn í það, en held- ur eindregið fram, að hann hafi ekki átt neinn þátt í að ryðjast inn í húsið, (þ. e. að ryðja lögregluþjónunum úr 586 dyrum þess), en hefir kannazt við að hafa farið inn í gang fangahússins, eftir að aðrir menn höfðu rutt lög- regluþjónunum úr dyrum þess. En hann hefir eindregið neitað að hafa eggjað nokkuð til árásar á lögregluna eða fangahúsið. Hann heldur og fram, að hann hafi ekki vit- að um, að fyrirhugað hafi verið að gera árás á fanga- húsið, áður en það var gert og kveður engan hafa beðið sig um að taka þátt í slíku. En ekki kvaðst ákærður þó geta gefið neinar upplýsingar um, hverjir voru að verki við fangahúsið við umrætt tækifæri, annað en það, sem að framan greinir viðvíkjandi Guðmundi Jónssyni. Vitnið Jóhannes J. Albertsson hefir borið, að hann hafi séð ákærðan fyrir utan fangahúsið, eftir að hópurinn kom að fangahúsinu, áður en ráðizt var til inngöngu í það og að honum (vifninu) hafi virzt ákærður eggja menn til árásar og sýna áhuga fyrir slíku, en ekki gat vitni þetta tilgreint nein sérstök orð, sem ákærður hafi viðhaft í þessu sambandi, og aðrar upplýsingar hafa ekki komið fram um þetta í málinu og verður gegn neitun ákærðs eigi talið sannað, að hann hafi eggjað menn til árásar á lög- regluna eða fangahúsið eða sýnt að hann ætlaði sér slíkt, áður en árásin hófst, og framangreind vitni tóku ekkert eftir ákærðum á meðan menn voru að ryðjast inn í fanga- húsið og tók vitnið Stefán Árnason ekkert eftir honum, fyrr en hann var kominn inn í gang fangahússins ásamt fleirum og vitnið Jóhannes J. Albertsson kveðst ekki hafa tekið eftir ákærðum eftir að árásin hófst, fyrr en er hann var kominn inn í gang fangahússins, og umrædd vitni kveðast ekki hafa séð ákærðan hjálpa neitt til við að brjóta upp framangreindan fangaklefa. En vitni þessi hafa bæði borið, að ákærður hafi eftir að hann var kominn inn í ganginn sagt, að réttast væri að taka lögregluþjónana og rasskella þá, og að ákærður hafi tekið undir, er ákærð- ur Karl Óskar Guðmundsson sagði, að réttast væri að taka þá lögregluþjónana og loka þá inni — eins og að framan greinir. Af framangreindri framkomu ákærða, sem verður að telja nægjanlega sannaða með framburði framangreindra tveggja vitna, er augljóst, að ákærður hefir farið inn í fangahúsið í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldi og verður að telja næg- 587 ar líkur fram komnar, til þess að telja sannað, að hann hafi tekið þátt í árásinni á fangahúsið, er lögregluþjónun- um var rutt úr dyrum þess. 10. Ákærður Guðmundur Stefánsson: Hann hefir neit- að með öllu að gefa nokkrar upplýsingar um málavöxtu eða svara spurningum rannsóknardómarans, en hefir hald- ið fram, að hann telji sig ekki hafa brotið lög í neinu. Framangreind vitni hafa borið, að hann hafi verið næst fyrir aftan þá 3, sem fremstir voru í árásinni á lögreglu- þjónana í dyrum fangahússins, ásamt hinum ákærðu Guð- mundi Eyjólfi Jóelssyni, Gísla Stefánssyni og Brynjólfi Þ. Hallgrímssyni — og virzt ýta á þá, sem fyrstir (fremstir) réðust að lögregluþjónunum og að hann hafi farið inn í fangahúsið, eftir að lögregluþjónunum hafði verið ýtt úr dyrunum, en ekki er upplýst um aðra þátttöku ákærðs í umræddri árás eða innbroti í fangahúsið, en með þess- um framburðum nefndra vitna verður að telja sannað, að ákærður, sem ekki hefir gert neina grein fyrir veru sinni á þessum slóðum á umræddum tíma, hafi tekið þátt í umræddri árás á lögregluþjónana og þar með veitt að- stoð sína við að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzlu- varðhaldi. 11. Ákærður Gísli Stefánsson: Hann hefir með öllu neit- að að gefa skýrslu um málavöxtu eða svara spurningum rannsóknardómarans, en hefir haldið fram, að hann telji sig ekki hafa brotið lög í neinu. Framannefnd vitni hafa borið, að ákærður hafi verið eins og að framan greinir, meðal þeirra, er voru næstir (í næstu röð) fyrir aftan þá 3, er fyrstir réðust að lögreglu- þjónunum í dyrum fangahússins, og virzt troðast áfram að fangahúsdyrunum án þess að honum væri ýtt áfram og að hann hafi farið inn í fangahúsið, eftir að lögregluþjónun- um hafi verið rutt úr dyrunum, en ekki er upplýst um aðra þátttöku ákærðs í umræddri árás eða innbroti, en með þessum framburði lögregluþjónanna, verður að telja sannað, að ákærður hafi tekið þátt í að ryðja lögreglu- þjónunum út úr dyrum fangahússins og þar með í því að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldi. 12. Ákærður Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson: Hann hefir neitað að gefa nokkra skýrslu um málavöxtu eða svara spurningum rannsóknardómarans. öð8 Vitnið Jóhannes J. Albertsson hefir borið, að hann hafi ekki tekið eftir ákærðum fyrr en er hann hafi verið kom- inn inn í gang fangahússins, en þar kveðst vitni þetta hafa séð hann, eftir að lögregluþjónunum hafi verið rutt úr dyrum fangahússins. Vitnið Stefán Árnason mundi ekki fyrir víst, hvort hann sá ákærðan nokkuð við fangahúsið, áður en lög- regluþjónunum var rutt úr dyrunum (eða meðan á því stóð, en kvaðst hafa séð hann í forstofu fangahússins, er árásarmenn voru komnir þangað. Vitni þessi sáu því ekki, hvort ákærður hafði sig sér- staklega í frammi um að ryðjast inn í fangahúsið, og sáu hann ekki hafa sig annað í frammi í sambandi við árás þessa eða innbrot og ekki er neitt annað upplýst viðvikj- andi þátttöku ákærðs í því, annað en það, sem framan- greind vitni hafa borið. En með vitnaframburðum þessum verður það að teljast sannað, að ákærður hafi komið inn í fangahúsið við umrætt tækifæri og með því að hann hefir ekki gert neina grein fyrir þvi, hversvegna hann kom þangað, verður að telja nægar líkur fram komnar, til þess að telja sannað, að hann hafi komið þangað vegna þátttöku í árásinni á lögregluþjónana í dyrum fangahúss- ins og í uppþoti því, er þar varð. 13. Ákærður Kristinn Magnússon: hann hefir eindreg- ið neitað því, að hann hafi tekið nokkurn þátt í árásinni á lögregluþjónana í dyrum fangahússins og hefir neitað að hafa tekið nokkurn þátt í því að taka Hallgrím Brynjólfs- son úr gæzluvarðhaldi. Hann kveðst hafa verið á leið heim til sín neðan frá höfn rétt áður en innbrotið í fangahúsið var framið, en kveðst þá hafa heyrt einhverja, sem hann hitti á leiðinni, en sem hann hélt þó fram, að hann myndi ekki hverjir voru, tala um að til stæði, að gera árás á fangahúsið, til þess að ná út fanga, sem þar væri geymdur, og kveðst á- kærður því hafa gengið að fangahúsinu vegna forvitni, til Þess að sjá, hvað ske kynni, og er hann kom að fangahús- inu, kveður hann hóp manna, 10—20 menn að hann hyggur, hafa verið norðan við húsið og kveðst hann hafa gengið inn í hóp þennan og verið inn í hópnum, er árásin var gerð á lögregluþjónana í dyrum fangahússins og hefir ákærður haldið fram, að er árásin var gerð, hafi verið ýtt 589 á hann af mönnum, sem voru fjær fangahúsinu en hann og kveðst hann því hafa ýtt frá sér vegna þrengsla, en heldur fram, að hann hafi ekki ýtt neitt á eftir þeim, sem voru að ryðjast inn í fangahúsið eða að því og sem voru nær fangahúsinu en hann. Hann heldur fram, að þrengsi- in hafi verið svo mikil fyrir utan fangahúsið við umrætt tækifæri, að hann hafi átt fullt í fangi með að verjast því að verða troðinn undir af hópnum og heldur fram, að sér hafi verið ómögulegt að losna út úr hópnum vegna þreng- sla. Hann hefir kannazt við að hafa farið inn í gang fanga- hússins, en heldur fram, að hann hafi farið þangað aðeins vegna þess, að hann hafi borizt þangað með umrædd- um hóp manna, sem hann hafi ekki getað losnað út úr, og kveður sét einnig hafa leikið forvitni á að sjá hverju fram færi bg kveðst ákærður hafa verið á gangi fanga- hússins á meðan verið var að brjóta upp fangaklefa þann, sem Hallgrímur Brynjólfsson var geymdur i. Hann held- ur þó fram, að hann hafi ekki tekið eftir, hverjir það voru, sem ýttu á hann til þess að komast að fangahúsinu, vegna þrengsla og ekki kveðst hann heldur hafa séð, hverjir unnu að því að brjóta upp framangreindan fangaklefa og kveðst hann þó hafa staðið við dyrnar á næsta klefa. Framangreind vitni hafa borið, að ákærður hafi farið inn í gang fangahússins, en kveðast ekki hafa séð, hvort hann gerði nokkuð til þess að ryðjast inn í fangahúsið og kváðust ekki geta sagt um, hvort hann hafi aðeins borizt inn með hóp þeim, sem ruddist þangað, eins og hann hefir sjálfur borið og hafa vitni þessi borið, að ákærður hafi staðið kyrr í gangi fangahússins á meðan verið var að brjóta upp fangaklefann og ekki unnið að því á nokkurn hátt, enda hafi hann staðið nokkuð frá þeim, sem unnu að þvi. Annað en að framan greinir er ekki upplýst viðvikj- andi ákærðum í sambandi við mál þetta. Þó framangreindur framburður kærða um, hvernig og hversvegna hann fór inn í fangahúsið, geti ekki talizt sennilegur, verður þó ekki talið útilokað, að hann geti verið sannur og þar eð þessari skýrslu hans hefir ekki verið hnekkt, verður eigi talið sannað, að hann hafi tekið neinn þátt í umræddri árás á lögregluþjónanna eða á ann- an hátt veitt aðstoð við töku Hallgríms Brynjólfssonar úr 590 gæzluvarðhaldinu og þar eð eigi verður heldur talið sann- að, að hann hafi gerzt sekur um þátttöku í uppboti né um aðrar óspektir, ber að sýkna hann af ákæru réttvís- innar og valdstjórnarinnar í máli þessu. 14. Ákærður Böðvar Jónsson: Hann hefir eindregið neitað að hafa tekið nokkurn þátt í árásinni á lögreglu- þjónana í dyrum fangahússins eða í því að brjóta upp fangaklefa þann, sem Hallgrímur Brynjólfsson var geymd- ur í. Hann hefir þó kannazt við að hafa komið að fanga- húsinu og inn í gang þess við umrætt tækifæri. Hann vann við vélgæzlu í frystihúsi Ísfélags Vestmannaeyja h. f. á um- ræddum tíma eftir því, sem upplýst er í málinu, og kveðst hann dag þann, er árásin var gerð á fangahúsið, hafa verið sendur með kjöt frá frystihúsinu til kaupfélags Alþýðu og er hann kom að húsi því, sem nefnt kaupfélag verzlaði í, kveðst hann hafa séð, að hópur manna stóð norðan við fangahúsið og kveðst hann því, er hann hafði skilað kjötinu til kaupfélagsins, hafa farið að fangahúsinu til þess að sjá, hvað væri að gerast þar, en hann kveðst alls ekki hafa heyrt talað um neina fyrirhugaða árás á fangahúsið áður né neinn beðið hann um að vera með við slíkt. Er bann kom að fangahúsinu kveður hann hóp manna — 20—25 — að hann hyggur, hafa staðið norðan við fanga- húsið og við dyr þess, en hann kveður autt rúm hafa verið meðfram norðurvegg hússins (þ. e. milli hópsins og veggj- arins) og kveðst ákærður hafa gengið meðfram veggnum réit að dyrunum. Hann kveður árásina á fangahúsið hafa byrjað rétt strax eftir að hann kom þangað og kveðst hann“ þá hafa lent inn í hópnum, sem ruddist að dyrunum, og kveður hafa verið ýtt á sig af mönnum, sem komu meðfram vegg hússins og ruddust að dyrum þess,en sem hann held- ur fram að hann hafi ekki tekið eftir hverjir voru, og kveð- ur hann sér ekki hafa verið unt að losna út úr hópnum þó hann vildi og ekki hafa haft neitt svigrúm til þess að reyna það vegna þess, hve fast hafi verið ruðzt að honum og fangahúsdyrunum, að hann hafi orðið að gera allt, sem honum var unnt til þess að forðast að „stroðast undir“, og kveðst hann því hafa borizt með straumnum inn í gang fangahússins. Inni í ganginum kveðst hann hafa séð hóp manna standa framan við dyrnar á innsta fangaklefanum, en kveðst ekki hafa séð er klefinn var opnaður (brotinn ö91 upp) og kveður ekki muni hafa verið búið að því, er hann fór út úr fangahúsinu aftur, enda kveður hann nokkuð marga menn hafa verið inni Í ganginum, er hann fór þaðan út aftur. Vitnin Stefán Árnason og Jóhannes J. Albertsson hafa borið, að ákærður hafi farið inn í gang fangahússins við umrætt tækifæri, en kveðast ekki hafa séð, hvort hann hafði sig nokkuð í frammi um að ryðjast inn þangað, og gátu því ekki borið um, hvort það væri rétt hjá ákærðum eða ekki að hann hafi aðeins „borizt þangað með hópn- um“ og kveðast vitnin ekki muna fyrir víst eftir að hafa séð hann fyrr en er hann var kominn inn Í gang fanga- hússins en þar hafi hann staðið kyrr (á meðan hann var þar) og ekki unnið neitt að þvi að brjóta upp fangaklef- ann, Annað en að framan greinir er ekki upplýst viðvíkjandi framkomu ákærða við fangahúsið eða inni í því við um- rætt tækifæri. Vitnið Friðrik Þorsteinsson, sem var bókhaldari og af- greiðslumaður hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á umræddum tíma, hefir borið að ákærður hafi þá unnið hjá félaginu við vélgæzlu, en stundum farið í sendiferðir og að hann (vitnið) hafi sent ákærðan með kjöt til kaupfélags Alþýðu dag þann, er innbrotið í fangahúsið var framið, — seint um daginn, og kveður hann ákærðan hafa sagt frá því, er hann kom til baka aftur úr sendiferð þessari, að hann hafi komið inn í gang fangahússins, að nokkuð margt fólk hafi verið þar og að Hallgrímur Brynjólfsson hafi verið tekinn út úr gæzluvarðhaldi, en hafi ekki talað um að hann hafi sjálfur tekið þátt í þessu eða í innbrotinu né árásinni á lögregluþjónana. Vitnið Bogi Matthíasson, sem vann einnig hjá Ísfélag- inu á umræddum tíma, hefir borið, að ákærður hafi, er hann kom til baka úr umræddri sendiferð, sagt frá því, að hann hafi séð margt fólk við fangahúsið og að hann hafi farið þangað til þess að sjá, hvað væri að gerast, en kveðst ekki hafa heyrt ákærðan segja frekara frá þessu. Framangreindum framburði ákærðs um hvernig og hversvegna hann fór inn í fangahúsið, sem ekki þykir úti- lokað að geti verið sannur, hefir ekki verið hnekkt, og verður eigi talið sannað, að hann hafi á nokkurn hátt að- 592 stoðar við, að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldi og eigi verður heldur talið sannað, að hann hafi tekið þátt í uppþoti eða óspektum, og ber því að sýkna hann af ákæru réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. 15. Ákærður Jónas Sigurðsson: Hann hefir kannazt við að hafa komið að fangahúsinu og inn í gang þess við um- rætt tækifæri, en hefir eindregið neitað að hafa komið Þangað í þeim tilgangi að gera árás á fangahúsið og hefir eindregið neitað að hafa tekið nokkurn þátt í slíku. Hann kveðst hafa hætt vinnu um kl. 5% e. m. dag Þann, er um ræddir atburðir gerðust, og kveðst litlu síðar hafa gengið upp Bárustíg, upp á Vestmannabraut á leið heim til sín og er hann kom á hornið milli nefndra gatna, kveðst hann hafa séð, að hópur manna hafi verið norðan við fanga- húsið, og kveðst hann því hafa farið þangað vegna for- vitni og heldur fram, að fleiri hafi bætzt við, eftir að hann kom þangað og þröng því orðið mikil og kveður hann á- rásina á fangahúsið hafa byrjað rétt strax eftir að hann kom þangað, og heldur fram, að hann hafi borizt inn í fangahúsið með umræddum hóp án þess að hann gerði nokkuð til þess sjálfur að komast þangað, en heldur fram, að svo margir, sem voru fjær fangahúsinu en hann, hafi ruðzt þannig áfram og ýtt á þá, sem framar stóðu, að ó- mögulegt hafi verið fyrir hann að losna úr hópnum og hafi hann því borizt inn í húsið, er ruðzt var inn í það, og heldur hann fram, að hann hafi farið aftur út úr fanga- húsinu áður en búið var að brjóta upp fangaklefann, sem Hallgrímur Brynjólfsson var geymdur í. Vitnið Stefán Árnason og Jóhannes J. Albertsson hafa borið, að ákærður hafi farið inn í gang fangahússins við umrætt tækifæri, en kveðast ekki hafa séð hann fyrr en er hann var kominn inn í gang fangahússins og gátu því ekki borið um hvort hann gerði nokkuð til þess að ryðjast inn í fangahúsið, á meðan á árásinni stóð á lögreglu- þjónana í dyrum fangahússins, eða aðstoðaði á nokkurn hátt við hana og hafi hann staðið kyrr í dyrum fanga- hússins, á meðan hann var þar, og ekki hjálpað neitt til við að brjóta upp klefann, sem Hallgrímur Brynjólfsson var geymdur í, og ekki hvatt til neinna spellvirkja. Ánnað en að framan greinir, er ekki upplýst viðvikj- andi ákærðum í sambandi við mál þetta. 593 Það verður eigi talið útilokað, að skýrsla ákærðs um, hvernig eða hversvegna hann komst inn í fangahúsið við umrætt tækifæri, geti verið sönn, þar eð henni hefir eigi verið hnekkt. Verður því eigi talið sannað, að ákærður hafi veitt nokkra aðstoð við umræddan verknað né gerzt sekur um þátttöku í róstum eða uppþoti og ber því að sýkna hann af ákæru réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. 16. Ákærður Guðjón Þorkelsson: Hann hefir kannazt við að hafa farið inn í fangahúsið við umrætt tækifæri, en hefir neitað að hafa tekið nokkurn þátt í árásinni á lög- regluna eða fangahúsið. En hann heldur fram, að það, að hann fór inn í fangahúsið við umrætt tækifæri, hafi atvik- azt þannig, að hann hafi gengið upp Bárustig á leið heim til sín, seint umræddan dag, og hafi hann þá séð, að hóp- ur manna var við fangahúsið, og hafi hann því gengið Þangað vegna forvitni til þess að sjá, hvað fram færi, og kveður hann menn hafa byrjað að ryðjast inn í fanga- húsið rétt eftir að hann kom þangað og hafi hann þá lent inn í hóp þeim, sem var framan við dyrnar, og hafi aðrir, sem voru fjær fangahúsinu, ýtt á hann og ruðzt að húsinu og inn í það og hafi hann því borizt þannig inn í gang fangahússins, en er þangað kom, kveðst hann hafa farið inn í austasta fangaklefann, sem var opinn, og sezt þar og setið þar, þar til menn þeir, sem voru Í gangi fanga- hússins, fóru þaðan út. Framannefnd vitni hafa borið, að ákærður hafi farið inn gang fangahússins við umrætt tækifæri, en kveðast ekki hafa tekið eftir honum fyrr en hann var kominn í gang fangahússins, og gátu því ekki borið um, hvort á- kærður hafði sig nokkuð í frammi um að ryðjast inn í fangahúsið, á meðan verið var að ryðja þeim lögregluþjón- unum úr dyrunum. Og vitnið Jóhannes J. Albertsson hefir borið, að hann hafi séð ákærðan fara inn í austasta klef- ann í fangahúsinu rétt strax eftir að hann kom inn Í fangahúsganginn og að hann hafi verið þar á meðan unnið var að því að brjóta upp fangaklefa þann, sem Hall- grimur Brynjólfsson var geymdur í. Og vitnið Stefán Árnason hefir borið, að hann hafi að vísu ekki séð á- kærðan fara inn í framangreindan fangaklefa, en hann hafi horfið af fangahúsganginum rétt strax eftir að hann 38 594 kom þangað, og hafa umrædd vitni borið, að ákærður hafi ekki veitzt neitt að þeim né eggjað til neinna óspekta. Annað en að framan greinir er ekki upplýst viðvíkjandi ákærðum í sambandi við mál þetta og verður ekki talið sannað, að hann hafi veitt neina aðstoð við að taka Hall- grim Brynjólfsson úr gæzluvarðhaldi, og ber því, að sýkna hann af ákæru réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. 17. Ákærður Sigurður Pétur Oddsson: Hann hefir kann- azt við að hafa komið að fangahúsinu við umrætt tæki- færi og heldur fram, að það hafi verið vegna þess, að hann hafi séð, að hópur manna hafi verið norðan við fanga- húsið, og heldur fram, að hann hafi ekkert skift sér af því, sem þar fór fram, annað en að hann hafi talað við mann að nafni Óskar Valdason, sem hann hafi hitt þar og sem hafi verið undir áhrifum áfengis, og ráðlagt hon- um að fara ekki inn í hópinn og varnað honum að gera Það, og kveðst ákærður ekkert hafa farið inn í fangahúsið, en farið þaðan svo fljótt sem hann hafi getað komið því við og kveðst ekki hafa tekið eftir, hvort menn voru farnir að ryðjast inn í fangahúsið, er hann fór þaðan. Framannefnd vitni (lögregluþjónarnir) hafa borið, að ákærður hafi ekki farið neitt inn í fangahúsið við umrætt tækifæri og vitnið Stefán Árnason hefir borið, að hann hafi ekki séð ákærðan neitt þá. Vitnið Jóhannes J. Albertsson bar upphaflega sam- kvæmt hinni skriflegu skýrslu á rskj. nr. 1, að ákærður hafi sýnt áhuga á því að fara inn í fangahúsið og fá menn til þess fyrst eftir að menn komu að fangahúsinu við umrætt tækifæri. En nánar yfirheyrður um þetta við samprófun við ákærðan ber vitni þetta, að því hafi virzt ákærður sýna áhuga á að fara inn í fangahúsið vegna þess, að hávaði hafi verið í kringum ákærðan og vitninu hafi virzt hann tala við menn og kveðst hafa álitið, að það tal mundi vera ráðagerðir um að ráðast á fangahúsið, en kveðst ekki hafa heyrt, hvað ákærður sagði og kveðst því ekki geta fullyrt um, hvort ákærður hafi eggjað menn á að fara inn í fangahúsið. Gegn neitun ákærðs verður því eigi talið sannað, að ákærður hafi hvatt til árásarinnar á fangahúsið eða átt nokkurn þátt í henni (né í uppþoti eða óspektum) og ber 595 því að sýkna hann af ákæru réttvísinnar og valdstjórn- arinnar í máli þesu. 18. Ákærður Sigurjón Valdason: Hann hefir kannazt við að hafa komið að fangahúsinu við umrætt tækifæri, en hefir haldið fram, að hann hafi ekki komið þangað í þeim tilgangi að brjótast inn í fangahúsið og að hann hafi ekki átt neinn þátt í því og að hann hafi ekki farið neitt inn í fangahúsið við umrætt tækifæri. Hann kveður komu sína að fangahúsinu hafa atvikazt þannig, að er hann hafi verið að ganga heim til sín umræddan dag, að lokinni vinnu við vélbát, sem hann hafi farið með til Vopnafjarð- ar sama kvöldið, hafi hann séð, að menn voru á ferð ná- lægt fangahúsinu, og hafi hann því gengið þangað ein- göngu vegna forvitni til þess að sjá, hvað væri að gerast, og er hann kom að fangahúsinu, hafi hópur manna staðið norðan við dyr þess. Hann kveður menn hafa ruðzt að fangahúsinu stuttu eftir að hann kom þarna að og kveðst hann hafa orðið fyrir hrindingum af þeim og stuttu síðar kveðst hann hafa séð, að menn ruddust inn í fangahúsið, og kveðst hann þá litlu síðar hafa farið heim til sín, sótt farangur sinn og farið um borð í vélbát þann, sem hann kveðst hafa farið af stað með til Vopnafjarðar sama kvöldið eins og að framan greinir. Vitnið Stefán Árnason hefir borið, að hann (vitnið) muni ekki fyrir víst eftir því að hafa séð ákærðan áður en árásarmenn ruddust inn Í fangahúsið og kveðst ekki hafa séð hann neitt á meðan á viðureigninni stóð í dyrun- um, en kveðst hafa séð hann í anddyrinu, framan við dyrnar, eftir að árásarmenn höfðu ruðzt inn í húsið, en kveður hann aldrei hafa farið lengra en rétt inn fyrir dyrnar. Vitnið Jóhannes J. Albertsson hefir borið, að hann hafi séð ákærðan norðan við girðingu þá, sem var skammt norðan við fangahúsið, er árásin var gerð á lögreglu- þjónana í dyrunum og kveðst vitni þetta því næst ekkert hafa orðið vart við ákærðan á meðan viðureignin í dyrun- um stóð yfir, en kveðst hafa séð hann í anddyrinu frammi við dyr eftir að lögregluþjónunum hafi verið rutt úr dyrunum og árásarmennirnir höfðu ruðæt inn í húsið, en kveðst aldrei hafa séð hann fara lengra inn í húsið, og kveðst ekki hafa séð hann hafa sig neitt í frammi. 596 Það verður því ekki talið sannað, að ákærður hafi á nokkurn hátt aðstoðað við árásina á lögregluþjónana né við að ná Hallgrími Brynjólfssyni úr gæzluvarðhaldi og eigi verður heldur talið sannað, að hann hafi gerzt sekur um neinar óspektir eða þátttöku í uppþoti og ber því að sýkna hann af ákæru réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Ákærð Ísleif Elisabet Hallgrímsdóttir er komin yfir lögaldur sakamanna, fædd 4. april 1905. Hún hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framan- greindu framferði sínu hefir hún brotið gegn 109. gr. og 101. gr. sbr. 53. gr. hinna almennu hegningarlaga og gegn 1. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar, og þykir refsing sú, er hún hefir unnið til, hæfilega ákveðin 3ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Guðmundur Jónsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur þann 14. október 1888. Hann var þann 16. maí 1933 sektaður um 25 kr. í lögreglurétti Vestmanna- eyja fyrir brot gegn fiskiveiðasamþykkt Vestmannaeyja, hefir annars ekki sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framangreindu framferði sinu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. sbr. 48. gr. 2. mgr. hegningarlaganna og 1. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Jón Ingimundarson Stefánsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 12. maí 1904. Hann hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með fram- angreindu framferði sínu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr. lög- reglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Jón Sigurðsson er kominn yfir lögaldur saka- manna, fæddur 12. febr. 1900. Hann hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framangreindu framferði sínu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. hegningarlaganna og Í. gr. lögreglusamþykktar Vest- mannaeyja, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi. 597 Ákærður Guðmundur Eyjólfur Jóelsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 5. janúar 1907. Hann hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með fram- angreindu framferði sínu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. hegningarlaganna og Í. gr. lögreglusamþykktar Vestmannaeyja, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Brynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson er kom- inn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 27. maí 1913. Hann hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framangreindu framferði sinu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr. lög- reglusamþykktar Vestmannaeyja, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Karl Óskar Guðmundsson er kominn yfir lög- aldur sakamanna, fæddur 6. apríl 1911, Hann var þann 21. marz 1933 sektaður í lögreglurétti Vestmannaeyja um 25 krónur fyrir brot gegn fiskiveiðasamþykkt Vestmanna- eyja, en hefir annars ekki sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framangreindu framferði sínu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. hinna almennu hegningar- laga og 1. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Kristján Sigurður Sigurjónsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 20. apríl 1898. Hann hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framangreindu framferði sínu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. sbr. 48. gr. 2. mgr. hinna almennu hegn- ingarlaga og Í. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmanna- eyjar, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, eftir at- vikum hæfilega ákveðin 2 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Þorkell Þórðarson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur þann 7. desember 1872. Hann hefir ekki áður sætt ákæru né refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framangreindu framferði sínu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. sbr. 48. gr. 2. mgr. hegningarlag- anna og auk þess gegn 102. gr. sömu laga svo og gegn Í. gr. 598 lögreglusamþykktar Vestmannaeyja, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Guðmundur Stefánsson er kominn yfir lög- aldur sakamanna, fæddur 20. júni 1905. Hann hefir eigi áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framan- greindu framferði sinu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. sbr. 48. gr. 2. mgr. hinna almennu hegningar- laga og 1. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega á- kveðin 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Gísli Stefánsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 12. janúar 1912. Hann hefir eigi áður sæti refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framangreindu framferði sinu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. sbr. 48. gr 2. mgr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gt. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar og þykir refs- ing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 4. júlí 1910. Hann hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt laga- brot. Með framangreindu framferði sínu hefir hann brotið gegn 109. gr. og 101. gr. sbr. 48. gr. 2. mgr. hinna al- mennu hegningarlaga og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Þó gera verði ráð fyrir því, að Þeir, sem unnu að því að taka Hallgrím Brynjólfsson úr gæzluvarðhaldi eða að minnsta kosti einhverjir þeirra, hafi komið að fangahúsinu í þeim tilgangi að fremja þann verknað, þá virðist þó ekki hafa verið um ákveðinn ásetning að ræða, þar eð ekkert varð úr árás á fangahúsið fyrr en er ákærð Ísleif Elísabet hafði mjög eggjað menn og brýnt þá til atlög- unnar, og verður að telja óvíst og ekki líklegt eftir því sem upplyst er í málinu, að verknaður Þessi hafi komið til framkvæmda, hefði eggjan ákærðrar ekki komið til, og þykir því eftir atvikum, þar á meðal með tilliti til undan- farinnar góðrar hegðunar ákærðra, mega ákveða, að fulln- ustu refsingar þeirra skuli frestað og hún falla niður að 5 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef skilorð 599 laga nr. 39, 16. nóvember 1907 eru haldin. Og að því er snertir ákærðu Ísleif Elísabet, þá þykir með tilliti til undanfarinnar góðrar hegðunar og með tilliti til þess að líklegt þykir mega telja, að framkoma hennar við umrætt tækifæri hafi stafað meira af einhverskonar hugaræsingu vegna gæzluvarðhalds föður hennar en af tilhneigingu til afbrota, mega ákveða, að fullnustu refsingar hennar skuli frestað og hún falla niður, að nefndum tíma liðnum, ef skilorð nefndra laga eru haldin. Málsvaralaun hins skipaða talsmanns hinna ákærðu Jónasar Sigurðssonar og Sigurðar Péturs Oddssonar, 30 krónur fyrir hvorn greiðist úr ríkissjóði, Hin ákærðu Brynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson, Guð- mundur Jónsson og Ísleif Elísabet Hallgrímsdóttir greiði hvert hinum skipaða talsmanni sinum, Birni P. Kalman, hrm., 30 krónur í málsvarnarlaun. Allan annan kostnað málsins greiði hin dómfelldu öll in solidum. Á máli þessu varð nokkur dráttur fyrir aukaréttinum af hálfu hins skipaða talsmanns nokkra hinna ákærðu, sem hann kveður hafa verið vegna veikinda sinna, en dómur í málinu hefir ekki verið kveðinn upp fyrr en nú vegna anna dómarans. Laugardaginn 19. desember 1936. Nr. 161/1936. Hrefna Sigurgeirsdóttir segn L. Fjeldsted f. h. Sturlu Jónssonar Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Hrefna Sigurgeirsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. 600 Laugardaginn 19. desember 1936. Nr. 165/1936. Þorvaldur Guðjónsson segn Bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum f. h. bæjarsjóðs Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Þorvaldur Guðjónsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Einnig greiði hann stefnda, er hefir látið mæta í málinu, kr. 20.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 10. Efnisskrá. Ólafur Ágústsson gegn Jóhannesi Páls- syni og Helgu Jóhannsdóttur. Dánarbóta- krafa ..........0 0000 Árni Böðvarsson gegn Magnúsi Guð- mundssyni f.h. Skipasmíðastöðvar Reykja- víkur og Guðmundi Jóhannssyni. Viður- kenndur haldsréttur fyrir viðgerðar- kostnaði .......0..00 0 Helgi P. Briem gegn borgarstjóra Reykja- víkur f.h. bæjarsjóðs. Sýknun af kröfu um endurheimtu greidds útsvars .......... H/f Rán og Útvegsbanki Íslands h/f. gegn Sænsk-islenzka frystihúsinu h/f. og h/f Höfrungi. Sjóveð dæmt fyrir úttektarkröfu Valdstjórnin gegn Einari Pálma Einars- syni. Ölvun á almannafæri ............ H/f Shell á Íslandi gegn h/f Fiskimjöl. Ábyrgð á vöruúttekt .......0...0.00..... Jón Grímsson, útibússtjóri, f. h. útibús Landsbanka Íslands, Eskifirði, gegn Ágúst Guðjónssyni, Garðari Jónssyni, Edvald Valdórssyni, Sæbirni Vigfússyni og Hall- grími Bóassyni. Ómerking héraðsdóms og málsmeðferðar í héraði vegna ólöglegrar málasamsteypu af hálfu stefnenda í héraði Björgvin Bjarnason gegn Ólafi Gíslasyni f Co. Frávísun máls frá héraðsdómi .... Dánarbú Sigfúsar Sveinssonar gegn bæjar- stjórn Neskaupstaðar. Lögtak fyrir húsa- skatti og úlsvari 22.00.0000... Hrefna Sigurgeirsdóttir og Jón Arinbjarn- arson gegn s/f Kolasalan. Útivistardómur Pétur Þ. J. Gunnarsson gegn Garðari Þor- steinssyni. Útivistardómur .............. Dómur , 10 Bls. 6 18 22 25 30 39 öð öd 1 12. 13. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. Albert Guðmundsson gegn tollstjóra Reykjavíkur f. h. ríkissjóðs. Útivistar- ÁÓMUr „........ Gyða Eggertsdóttir gegn tollstjóra Reykja- víkur f. h. ríkissjóðs. Útivistardómur .... Valdstjórnin gegn Kristni Steinari Jóns- syni. Ölvun við bifreiðarakstur ........ Helgi Ingvarsson gegn Landsbanka Ís- lands. Víxilábyrgð .................... Valdstjórnin gegn Albert Edward Cooke Botnvörpuveiðar í landhelgi .......... Þrotabú h/f „Sleipnis“ gegn bankastjórum Landsbanka Íslands f. h. bankans. Krafa um riftun á greiðslum samkvæmt gjald- þrotaskiptalögunum ekki tekin til greina og eigi heldur krafa um að greiðslunum yrði varið til lúkningar öðrum kröfum en skuldareigandi hafði kvittað ........ Valdstjórnin gegn Stefáni Marínó Stefáns- syni og Finnboga Péturssyni. Ölvun við bifreiðarakstur ....................... Bæjarstjórn Siglufjarðar gegn Samvinnu- félagi Ísfirðinga. Útsvarsmál ........... Valdstjórnin gegn Olgeir Sigurvinssyni. Brot á lögum nr. 62/1935 .............. Johan Heyman f. h. v/s „Kitti“ gegn Guð- mundi Hannessyni, bæjarfógeta, f. h. bæjarsjóðs Siglufjarðar og ríkissjóðs Ís- lands. Lögtak fyrir ýmsum skipagjöldum fellt úr gildi .......................... Valdstjórnin gegn Einari Pálma Einars- syni. Ölvun á almannafæri ............ Jónina G. Þórðardóttir gegn Arinbirni Þorkelssyni. Staðfesting fjárnámsgerðar. Guðmundur Þórðarson gegn Jóni Helga- syni og gagnsök. Bætur fyrir tjón af árekstri skipa ........................ Réttvísin gegn Friðrik Þórðarsyni. Sýkn- un af ákæru fyrir brot gegn 134., 135. og 144. sbr. 145. gr. alm. hegningarlaga ER ts Ss ix 'w su ts SX tix GN Bls. 79 81 84 26. 28. 29. Jóhann Árnason gegn Eggert Claessen. Héraðsdómurinn ómerktur ............ Útvegsbanki Íslands h/f gegn Stefáni Jóh. Stefánssyni f. h. Ólafs Ragnars og Júlíusi Sigurðssyni f. h. eigenda og útgerðar- manna e/s „Pétursey“. Sjóveðskrafa .... Réttvísin gegn Finnboga Finnbogasyni og Willum Jörgen Andersen. Brot gegn 201. gr. alm. hegningarlaga ................ Valdstjórnin gegn Alfred Cozier Fletcher. Landhelgiveiðabrot ..............0...... Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Ólafi R. Björnssyni. Ómerking fjárnámsgerðar Valdstjórnin gegn Ottó Hannessyni. Brot á Þifreiðalögum „............0.0.00..... Jón Þór Sigtryggsson gegn útibúi Lands- banka Íslands, Eskifirði, og Kjartani Kristjánssyni. Ómerking uppboðsgerðar .. Eggert Claessen f. h. Fremri- Torfustaða- hrepps gegn Ólafi Þorgrímssyni f. h. Geð- veikrahælisins á Kleppi. Hreppur sýkn- aður að svo stöddu af kröfu um greiðslu meðlags með geðveikrasjúklingi ........ Loftur Þorsteinsson gegn Vélsmiðjunni Héðinn. Vangreidd laun samkvæmt vinnu- Samningi ............ Valdstjórnin gegn Jens Árnasyni. Áfengis- og bifreiðalagabrot .................... Sturla Jónsson, Sveinbjörn Oddsson, Helgi Jónsson og Eyjólfur Jóhannsson f. h. Mjólkurfélags Reykjavíkur gegn fram- kvæmdarstjórum Landsbankans f. h. veð- deildar hans, stjórnendum ræktunarsjóðs Íslands f. h. ræktunarsjóðsins, Þórði Jóns- syni og Einari Dagbjartssyni. Uppboðsgerð og útgáfa afsals ómerkt ................ Réttvísin gegn Tómasi Jónssyni. Brot gegn 250. gr. alm. hegningarlaga ............. Lárus Fjeldsted f. h. eigenda e/s Papeyjar o. fl. gegn Sveinbirni Jónssyni f. h. eigenda 3% % 116 130 133 135 142 160 164 IV 39. 40. 41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. Dómur e/s Briggitte Sturm. Bótakröfur útaf á- rekstri skipa .............0.0..0.0..... H/f „Shell“ á Íslandi gegn hreppsnefnd Blönduóshrepps. Útsvarsmál ............ Magnús Thorlacius gegn Osvald Knudsen. Sýknað af kröfu um laun fyrir málflutning Jósef Eggertsson gegn Eyþóri Hallssyni. Kaupkrafa vélstjóra og bótakrafa vegna fyrirvaralausrar uppsagnar tekin til greina Halldór J. Jónsson og Þorbergur Sveinsson gegn Stefáni Jónssyni. Skuldamál. Krafa um ómerking vegna þess, að ekki hefði verið stefnt fyrir rétt varnarþing, ekki tekin til greina ........................ Stefán Jónsson í. h. Pöntunarfélags Fróð- árhrepps gegn Nathan á Olsen. Skuldamál. Formaður og framkvæmdarstjóri óskrá- setis pöntunarfélags talinn bær um að taka við málsókn fyrir hönd félagsins ........ Guðmundur Gamalielsson gegn Pétri Magnússyni f. h. dánarbús Hannesar Jóns- sonar. Útivistardómur .................. Axel Sveinsson gegn Jóhannesi Reykdal. Útivistardómur ..................... Egill Jónasson gegn hreppsnefnd Gerða- hrepps. Útivistardómur ................ Björgvin Bjarnason gegn Óskari Borg f. h. Sigurjóns Jónassonar. Útivistardómur .... Valdstjórnin gegn Heinrick Janssen. Ólög-, legar botnvörpuveiðar í landhelgi ....... Valdstjórnin gegn Ástu Júliusdóttur. Ólög- leg sala áfengis ........................ Sveinn Bjarnason f. h. Kára Baldvins- sonar, Guðrúnar Jóhannesdóttur, Óskars Antonssonar, Maríu Jóhannesdóttur, Jóns Edvaldssonar, Guðbjarts Björnssonar og Bjarna Einarssonar, sem þannig er nefnd- ur í stefnunni, en í dómsgjörðunum Einar Bjarnason, gegn skiptaráðanda Eyja- fjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar f. h. % % 2% 2% % Bls. 174 204 209 215. 219 223: 226. 227 227 227 228 233. öl. 92. 53. ðd. 5ð. 56. 7. 58. 59. 60. þrotabús Sigurðar Jóhannessonar og Stein- grími Guðmundssyni. Veð í bátum, minni en 5 smálestir, talið eiga að sæta reglum um veð í lausafé .........00000.00....... Ólafur G. H. Þorkelsson gegn Eyjólfi Run- ólfssyni. Krafa á hendur bifreiðarstjóra um greiðslu kostnaðar við útför drengs, sem orðið hafði fyrir bifreið hans og beðið bana af, tekin til greina ................ H/f Efnagerð Reykjavíkur gegn h/f Svan- ur. Stefnda dæmt óheimilt að nota vöru- miða, sem voru áþekkir vörumiðum á- frýjanda ........0200.00 000... Réttvísin og Valdstjórnin gegn Jóni Guð- finnssyni og Kristjáni Ebenezer Kristjáns- syni. Brot gegn 200. gr. alm. hegningarlaga, 260. gr. siglingarlaganna og lögum nr. 40 frá 1922 og nr. 50 frá 1924 .........0.... Valdstjórnin gegn Sigurgeir Sigurðssyni. Skaðabætur dæmdar vegna heilsuspjalla og þjáninga, er hlutust af ógætilegum bif- reiðarakstri ..........2002000 00... Guðmundur Björnsson gegn Búnaðar banka Íslands f. h. viðlagasjóðs. Skulda- mál. Vörnum, er áfrýjandi hafði í frammi gegn skuld samkvæmt veðskuldabréfi, ekki talið réttilega beint að stefnda .... Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps gegn Guðmundi Kr. Bárðarsyni. Útsvarsmál .. Ölver Karlsson gegn Hallfríði Stefaníu Axelsdóttur. Ómerking dóms í barnsfað- ernismáli ........0000000 00... Pétur Guðfinnsson gegn Jónínu H. Jóns- dóttur. Mál um upphæð dánarbóta ...... Niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur og Borg- arstjórinn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs gegn Stefáni Thorarensen. Um skyldu niðurjöfnunarmanna til að svara spurn- ingum varðandi útsvarsálagningu ...... Jakob Jónasson gegn hreppsnefnd Jökul- Dómur 1 135 13 156 1%6 204 . 255 2% 2% 2% v Bls. 236 243 248 254 260 268 274 277 280 285 VI 61. 62. 63. 64. 65. 60. 67. 68. 69. dalshrepps f. h. hreppsins Útsvarsmál. Spurning um heimilisfang útsvarsgreið- anda .........00200000000 00. Sigurður Bjarklind f. h. Kaupfélags Þing- eyinga gegn oddvita Húsavíkurhrepps f. h. hreppsins. Málið hafið .............. Lárus Jóhannesson f. h. dánarbús Gunn- ars Gunnarssonar gegn Hrefnu Sigurgeirs- dóttur og gagnsök. Mál um skuld samkv. veðskuldabréfi ..............00.0000000.. Þórður Jónsson gegn Borgarstjóra Reykja- víkur f. h. bæjarsjóðs. Útsvarsmál. Spurn- ing um heimilisfang útsvarsgreiðanda ... R. P. Leví gegn Margréti Leví og gagnsök. Skuldamál. Héraðsdómur ómerktur að því leyti, sem efnisdómur var lagður á gagnsök í héraði ...................... Óskar Finnsson gegn Kaupfélagi Héraðs- búa. Dómur og málsmeðferð í héraði ó- merkt sökum galla á stefnubirtingu ...... Guðmundur Þorvaldsson gegn Landsbanka Íslands. Stefndi sýknaður af skuldakröfu sökum þess, að úrskurðað hafði verið af skiptarétti um sakarefnið og þeim úr- skurði ekki áfrýjað .................... Réttvísin gegn Friðjóni Steinssyni. Skjala- fals og brot gegn 259. gr. hegningarlaganna Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja gegn H. V. Björnssyni f. h. útibús Útvegsbanka Ís- lands í Vestmannaeyjum. Áfrýjandi dæmdur til að greiða vátryggingarbætur vegna skipsskaða .........0..0.000000.... Útibú Landsbanka Íslands á Ísafirði gegn Skilanefnd Síldareinkasölu Íslands. Sýkn- að af kröfu um viðurkenningu lögveðs fyrir skuld ..............000.0 000. Sturla Jónsson gegn Hrefnu Sigurgeirs- dóttur, Jóni Arinbjörnssyni, Helgu Sigur- geirsdóttur og Geir Pálssyni. Dómi í skuldamáli áfrýjað til staðfestingar ...... S on Sr a EN Bls. 290 293 294 301 306 314 317 321 325 339 343 VII Dómur Bls. 71. Steindór Einarsson gegn bæjarstjóra Hafnarfjarðar f. h. bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar. Útsvarsmál ...................- 1% 345 72. Jón Guðmundsson gegn Þorsteini Sigurðs- syni. Mál um skaðabætur vegna samnings- FOfA .....0000r sn 2% 348 73. Réttvísin gegn Magnúsi Jónssyni, Grími Norðqvist Magnússyni, Jóni Hall Magnús- syni og Matthildi Sigurðardóttur. Stór- þjófnaður, hylming og brot gegn 250. gr. hegningarlaganna ........0000.0.0.000.. 2% 356 74. Páll Magnússon f. h. vikublaðsins „Timinn“ gegn Benedikt Hjartarsyni. Úti- vistardómur ........0.. 0. 2%, 368 75. Stjórn Sparisjóðs Mjólkurfélags Reykja- víkur gegn stjórnarnefnd rafveitu Austur- Húnavatnssýslu. Útivistardómur ........ 2% 368 76. Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Þorleifi Jónssyni f. h. málflutningsskrifstofu G. Benediktssonar og Þorleifs Jónssonar. Útivistardómur .......00000 00 2% 369 77. Jón Magnússon gegn Sveini Egilssyni. Útivistardómur ........0..000 0000. 30) 369 78. Sigurður Berndsen gegn Ingu Péturs- dóttur Gíslason. Útivistardómur ........ 30 370 79. Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Sigurgeir Al- bertssyni. Útivistardómur .............. 30 370 80. Valdstjórnin gegn Óskari Lárussyni. Ölvun og ryskingar á almannafæri -.......... 40 371 81. Valdstjórnin gegn Ingólfi Matthiassyni. Um vitnaskyldu ........2.0000 0000. %0o 373 82. Valdstjórnin gegn Magnúsi Norðfjörð Magnússyni. Úrskurður ..........00.... Mo 376 83. Vilhjálmur Oddsson gegn Runólfi Péturs- syni. Vanefndir á grunnleigusamningi .. Mo 378 $4. Valdstjórnin gegn Ásgeiri Ásmundssyni. Ó- lögleg áfengissala. .......2.0...0.00. 0. 1440 383 85. Vilhjálmur Hjartarson f. h. eigenda e/s „Urd“ og G. E. Sundberg skipstjóra gegn Guðmundi Hannessyni f. h. hafnarsjóðs VIII 86. 87. 88. 89. 960. Siglufjarðar og gagnsök. Bætur dæmdar fyrir bryggjuspjöll, sem skip olli ........ Valdstjórnin gegn Guðmundi Þorsteins- syni. Brot gegn áfengislögunum, bifreiða- lögunum og lögr.sþt. Reykjavíkur ........ Réttvísin gegn Óla Ólasyni Kærnested. Úrskurður ..........00. Réttvísin og valdstjórnin gegn Vilhelm Jakobssyni, Rannver Björgvin Bjarnasyni, Ólafi Hjálmari Bjarnasyni, Hinrik Sigurði Jóhannessyni, Sveini Magnússyni, Sigur- jóni Ingvarssyni, Berg Valdimar Andrés- syni, Stefáni Halldóri Bergþórssyni og Ara Magnúsi Sigurberg Bergþórssyni. Brot gegn 101. og 205. gr. hegningarlaganna, gegn áfengislögunum og ýmsum greinum lögreglusamþykktar Neskaupstaðar nr. 103 frá 1930. Lögreglumaður sýknaður af á- kæru fyrir brot gegn 13. kap. hegningar- laganna ...........0.0000 0000 Réttvísin og valdstjórnin gegn Símoni Guð- mundssyni. Sýknaður af ákæru fyrir brot gegn 26. kap. hegningarlaganna og lögum um gjaldþrotaskipti .................... Matthías Hallgrímsson gegn Högna Gunn- arssyni. Útivistardómur ................ Óli S. Jónsson gegn Sigurði A. Guðmunds- syni. Útivistardómur ................... Stefán Thorarensen gegn Gunnari E. Benediktssyni. Útivistardómur. .......... Valdstjórnin gegn Jóni Ragnari Jónassyni. Áfengissala ..........000.00...0. Páll Hallbjörns gegn Sveinbirni Kristjáns- syni. Úrskurður ........................ - Lárus Jóhannesson f. h. dánarbús Gunnars Gunnarssonar gegn Hrefnu Sigurgeirs- dóttur. Staðfesting uppboðsgerðar ...... Páll Hallbjörns gegn Sveinbirni Kristjáns- syni. Maður dæmdur til þess að viðlögðum Dómur 246 245 2%0 Bls. 388 397 399 401 420 430 431 431 431 437 438 97. 98. 99. 100. 101. 102. 103. 104. 105. 106. 107. 108. dagsektum að efna samning um sölu fast- EÍÐNAr .....0.000 00 Ingólfur G. S. Esphólin gegn Jóni Þor- bergssyni. Útaf umboðslaunum ........ Eggert Claessen f. h. Poul Salomonsen gegn Gísla Vilhjálmssyni. Úrskurður .... Réttvísin gegn Lorentz Thors. Brot gegn 279. gr. 1. mgr. hgl. ......0..000.0.0.... Samvinnufélagið „Ernir“ gegn Geir Jóni Helgasyni og gagnsök. Sameignarfélag sýknað af kröfu eins félagsmanns um reikningsskil og greiðslu ætlaðrar inni- EÍÐNAr ........0220 20 Bæjargjaldkerinn í Reykjavik f. h. bæjar- sjóðs gegn Jóni Jónssyni. Útsvarsmál .. Árni Bergsson, Magnús Guðmundsson og Steingrímur Baldvinsson gegn Þorvaldi Sigurðssyni, Þorleifi Rögnvaldssyni, Sig- urpáli Sigurðssyni og Þorsteini Þor- steinssyni. Spurning um framseljanleik lóðarréttinda ........0002000.......... Societé Havraise de Péche gegn fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs. Skaðabótakrafa vegna togaratöku ..........00.0000.00... Valdstjórnin gegn Edward Little. Ólög- mætur umbúnaður veiðarfæra ........ Páll Magnússon f. h. vikublaðsins „Tím- inn“ gegn Benedikt Jónssyni. Krafa um greiðslu andvirðis vikublaðs .......... Eigendur e/s „Ölver“, þeir Bjarni Fann- berg, Bjarni Eiríksson, Bárður Jónsson og Kristján Kristjánsson gegnAlþýðusam- bandi Íslands. Skaðabótamál í tilefni af verk- og afgreiðslubanni .............. Eyjólfur Kolbeins gegn Ragnheiði Bjarnadóttur og Þórði Bjarnasyni f. ÍR barna hans. Útaf landskiptum ........ Valdstjórnin gegn Þorgeiri Pálssyni. Brot gegn 4. gr. laga nr. 5/1920 ...... 14, 1%, 18; 1%), 20, 2%, 2%, IX Bls. 441 450 459 460 467 476 479 484 495 500 504 öll 516. X 109. 110. 111. 112. 113. 117. 118. 119. 120. 121. 122. 123. Sigurður Berndsen gegn Einari Einars- syni. Útivistardómur .................. Ernst F. Bachmann gegn Jóhanni S. Dal- berg. Útivistardómur .................. Högni Gunnarsson og Bjarni Fannberg f.h. firmanns Gunnarsson á Fannberg gegn Alþýðusambandi Íslands. Málið hafið .........0...00.0000 0 Lárus Fjeldsted og Gróa Lárusdóttir gegn Kristjáni Guðmundssyni. Útivistar- AdÓMUr ............ 0 Valdstjórnin gegn Magnúsi Norðfjörð Magnússyni. Neyzla áfengis við bifreiðar- akstur ..........0..0 0 Valdstjórnin gegn Carl Kreutzfeldt. Ólög- legur innflutningur áfengis og tóbaks .. Réttvísin gegn Jóni Harry Bjarnasyni. Árás á tvo framfærslufulltrúa .......... . Búnaðarbanki Íslands vegna viðlagasjóðs gegn Guðmundi Björnssyni. Fjárnáms- gerð áfrýjað til staðfestingar .......... Réttvísin og valdstjórnin gegn Þórði Guð- mundssyni. Brot gegn 200. gr. hgl. og 6. og 7. gr. sbr. 14. gr. laga nr. 70/1931 ...! Réttvísin gegn Sigurði Einarssyni og Ottó Wathne Björnssyni. Óspektir við uppboðshaldara og aðstoðarmenn hans. Valdstjórnin gegn Þorvaldi Jónassyni. Ólögleg áfengissala .................... Kjartan Sveinsson gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs. Fellt úr gildi lögtak í húsi A fyrir gjöldum, er B skyldi greiða .............0..0........ Réttvísin og valdstjórnin gegn Viktor Jakobsen. Brot gegn 200. gr. hgl. og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 70/1931 ............ Valdstjórnin gegn Helga Guðmundssyni. Ölvun við bifreiðarakstur ............ Réttvísin gegn Sigurjóni Sigfússyni. Þjófnaður ........0.0.000 00 Dómur 124. Réttvísin og valdstjórnin gegn Guðmundi Jónssyni, Jóni Ingimundarsyni Stefáns- syni, Jóni Sigurðssyni, Karli Óskari Guð- mundssyni, Brynjólfi Þorgrími Hallgríms- syni, Gísla Stefánssyni, Guðmundi Stefánssyni, Þórarni Antoni Jóhanni Guðmundssyni, Þórkatli Þórðarsyni, Guð- jóni Þorkelssyni, Kristni Magnússyni, Böðvari Jónssyni, Sigurjóni Valdasyni, Jónasi Sigurðssyni, Sigurði Pétri Odds- syni, Ísleifu Elisabet Hallgrímsdóttur, Guðmundi Eyjólfi Jóelssyni og Kristjáni Sigurði Sigurjónssyni. Nokkrar mann- eskjur dæmdar til refsingar fyrir að brjótast inn í fangahús og leysa fanga úr sæzluvarðhaldi ....................... Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn L. Fjeldsted f. h. Sturlu Jónssonar. Útivistardómur .. Þorvaldur Guðjónsson gegn Bæjarstjór- anum í Vestmannaeyjum f. h. bæjarsjóðs Útivistardómur ............0..0... Dómur XI Bls. 568 599 600