Þessi vefur býður upp á API-aðgang fyrir þau sem hafa áhuga og getu til þess að nýta hann. Þessi síða inniheldur því á köflum nokkuð tæknilegt mál.
Slóðin á API-ið er hér.
API lyklar:
Tekin var sú ákvörðun að sum gögnin innan aðgangsins krefjast API lykils.
Hægt er að sækja um slíkan lykil með því að senda inn beiðni á urlausnir@urlausnir.is þar sem kemur fram ósk um að fá API lykil, netfang sem hægt er að hafa samband ef þörf er á, ásamt helstu upplýsingum um umsækjanda.
Þeir eru svo veittir án endurgjalds.
Fullur áskilnaður er um að slökkva á API-aðgangi hvers aðila sem verður uppvís um óhlýðni gagnvart þessu eða misnotkun á aðgangnum af nokkru tagi, bæði skv. bókstaf og anda fyrirmæla sem gilda um notkunina.
Dæmigerð heimil notkun:
Kerfisbundin uppfletting til að afrita yfirlit úrlausna yfir á netþjón umsækjanda og viðhalda þeim.
Kerfisbundin uppfletting til að afrita texta úrlausna yfir á netþjón umsækjanda og viðhalda þeim.
Frekari vinnsla gagnanna, eftir að þau hafa verið sótt.
Skilyrði til notkunar:
Eftir hverja API fyrirspurn ætti að líða a.m.k. ein sekúnda þar til næsta er send.
Ekki er útilokað að fá tímabundið leyfi til þess að senda fyrirspurnir með styttra millibili, en til þess þarf að koma nokkuð góður rökstuðningur.
Eingöngu tölva eða tölvur í beinni umsjá umsækjanda mega nota API lykilinn.
Óheimilt er að miðla API lyklum til annarra, þar á meðal er óheimilt að láta endanotendur vöru eða þjónustu keyra API fyrirspurn á þetta API með beinum eða óbeinum hætti, óháð því hvort API lykillinn er dulkóðaður eður ei.
Notkun API fyrirspurna á þetta API á vöru eða þjónustu endanotenda sjálfra eru einnig óheimilar þótt þær þarfnist ekki API lykils af þeirra hálfu.
Endurgjald:
Ekkert endurgjald er fyrir notkun API-sins né API lykla.
Gagnleg atriði:
Í hverju yfirliti úrlausna viðkomandi úrlausnaraðila er hægt að að fá MD5 gildi á texta úrlausnar.
Notendur eru beðnir um að skrá þetta gildi hjá sér og fylgjast með hvort það breytist, í stað þess að senda API fyrirspurn um texta úrlausnar ef hann hefur bersýnilega ekki breyst.
Höfundaréttarleg atriði:
Þær úrlausnir sem veittur er aðgangur að, eru álitin teljast ýmist sem opinber gögn í samræmi við 9. gr. höfundalaga nr. 73/1972 eða tilskilið leyfi hefur fengist í tilviki úrlausnaraðila sem teljast ekki til stjórnvalda né dómstóla.
Gagnagrunnsréttur skv. 50. gr. höfundalaga nr. 73/1972 er ekki áskilinn af hálfu Úrlausnir.is hvað varðar þau gögn sem fengin eru í gegnum API-ið.
Ekki er gerð fortakslaus krafa um að minnst sé á uppruna gagnanna sem fengin eru, þó það sé auðvitað vel þegið.
Almennur fyrirvari:
Engar væntingar eru veittar um að gögnin sem fást í gegnum API aðgang séu rétt á öllum stundum.
Þau gætu innihaldið villur eða verið röng sökum annars konar mistaka af hálfu Úrlausnir.is eða annarra aðila.
Ekki er því tekin ábyrgð á að gögnin séu rétt eða laus við mistök.
Ekki er tekin ábyrgð á því að API-ið sé til taks á öllum stundum.