Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1990:2 nr. 120/1989 (Aðskilnaðardómur III)

G var sakaður um skjalafals auk þess að hafa ranglega látið skrifa vörur á fyrirtæki án heimildar. Málið var rekið á dómþingi sakadóms Árnessýslu og dæmdi dómarafulltrúi í málinu en hann starfaði á ábyrgð sýslumanns. Samkvæmt skjölunum var málið rannsakað af lögreglunni í Árnessýslu og ekki séð að dómarafulltrúinn hafi haft önnur afskipti af málinu en þau að senda málið til fyrirsagnar ríkissaksóknara.

Hæstiréttur rakti forsögu þess að fyrirkomulagið hafi áður verið talist standast stjórnarskrá með vísan til 2. gr. hennar þar sem 61. gr. hennar gerði ráð fyrir því að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Þessi dómsúrlausn er þekkt fyrir það að Hæstiréttur hvarf frá þessari löngu dómaframkvæmd án þess að viðeigandi lagabreytingar höfðu átt sér stað. Ný lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði höfðu verið sett en áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 1992, meira en tveimur árum eftir að þessi dómur væri kveðinn upp.

Þau atriði sem Hæstiréttur sagði að líta ætti á í málinu (bein tilvitnun úr dómnum):
* Í stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu, að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið.
* Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjórnsýslu og dómstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var.
* Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eigi gildi 1. júlí 1992.
* Ísland hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu.
* Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans.
* Ríkisstjórn Íslands hefur, eftir að fyrrgreindu máli var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, gert sátt við Jón Kristinsson, svo og annan mann sem kært hefur svipað málefni með þeim hætti sem lýst hefur verið.
* Í 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti, ef hætta er á því, „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála.
* Í máli þessu er ekkert komið fram, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn.

Með hliðsjón af þessu leit Hæstiréttur svo á að skýra beri ætti tilvitnuð ákvæði einkamálalaga og sakamálalaga á þann hátt að sýslumanninum og dómarafulltrúanum hefði borið að víkja sæti í málinu. Hinn áfrýjaði dómur var felldur úr gildi og öll málsmeðferðin fyrir sakadómi, og lagt fyrir sakadóminn að taka málið aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagningar.

PDF-eintak af úrlausninni

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (6)
Dómasafn Hæstaréttar (5)
Dómasafn Félagsdóms (1)
Alþingi (11)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1990:14 nr. 240/1989 (Bæjarfógeti og lögreglustjóri - Aðskilnaðardómur IV) [PDF]

Hrd. 1990:103 nr. 66/1989 [PDF]

Hrd. 1990:125 nr. 437/1989 [PDF]

Hrd. 1990:232 nr. 262/1989 [PDF]

Hrd. 1995:1444 nr. 103/1994 (Dómarafulltrúi - Aðskilnaðardómur VI) [PDF]

Hrd. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Úrskurður Félagsdóms 1994:228 í máli nr. 11/1994

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
199014, 103, 125, 232
19951452
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1993-1996229
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]

Löggjafarþing 125

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A960 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-23 16:47:00 [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-14 11:47:00 [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A210 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2008-12-12 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]

Löggjafarþing 145

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A616 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Löggjafarþing 151

Þingmál A721 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-12 14:47:00 [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A122 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 11:00:00 [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML]