Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1999:4218 nr. 214/1999 (Suðurlandsbraut 4a - Ábyrgð á leigu)

Ágreiningur var um í ljósi þess að seljandi húsnæðis hafði ábyrgst skaðleysi leigusamninga í kaupsamningi. Leigjendur vanefndu svo leigusamninginn með því að greiða ekki leigugjaldið. Hæstiréttur leit svo á að ábyrgðaryfirlýsinguna ætti ekki að túlka svo víðtækt að seljandinn væri að taka að sér ábyrgð á vanefndum leigusamningsins.

Kaupandi fasteignarinnar leitaði til seljandans sem innti af hendi hluta upphæðarinnar og neitaði hann svo að greiða meira. Seljandinn krafðist endurgreiðslu um þrettán mánuðum síðar, með gagnstefnu í héraði. Litið var til þess að báðir aðilar höfðu mikla reynslu og var seljandinn álitinn hafa greitt inn á kröfuna af stórfelldu gáleysi. Kaupandinn var álitinn vera grandlaus. Ekki var fallist á endurgreiðslukröfu seljandans.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.