Íslenska ríkið var krafið um skaðabætur þar sem sakborningur í nauðgunarmáli var ekki í gæsluvarðhald né farbanni eftir rannsókn málsins og þar til tekin var ákvörðun um ákæru. Urðu afleiðingarnar þær að hann fór til Grænlands áður en ákæra og fyrirkall hafði verið birt honum. Tilraun ríkissaksóknara um að fá hann framseldan tókst ekki þannig að hann taldi sig ekki geta aðhafst frekar.
Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms á þeim grundvelli að ákvörðun ríkissaksóknara um að krefjast ekki gæsluvarðhalds eða farbanns sæti ekki endurskoðun dómstóla.