Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2003:1158 nr. 388/2002 (Eignarnám - Fífuhvammur)

Afkomendur eignarnámsþola, er hafði þurft að sæta eignarnámi í hluta lands hans árið 1945, kröfðust viðurkenningar á eignarrétti sínum á spildunni, til vara að eignarnámið yrði dæmt ógilt, og til þrautavara var bótakrafa vegna eignarnámsins. Töldu afkomendurnir að ósannað hefði verið að eignarnámið hefði farið rétt fram, að eignarneminn hefði ekki greitt fyrir landspilduna á sínum tíma, og að eignarheimildinni hefði ekki verið þinglýst. Varakrafan byggðist á því að nýting landspildunnar væri afar lítil og hagsmunir eignarnemans af umráðum spildunnar væru afar litlir.

Hæstiréttur tók ekki undir með afkomendunum að spildan hefði verið vannýtt. Eignarneminn hafi greitt skatta af henni, girt hana af, og reist mannvirki á henni undir þá starfsemi. Þá voru lögð fram ýmis skjöl í málinu þar sem eigendur landsins hefðu viðurkennt eignarnámið. Enn fremur væru 52 ár liðin frá því málsaðilarnir hefðu beint fyrirspurnum til eignarnemans um eignarheimild hans að landspildunni. Ósannað væri að eignarnámsbæturnar hefðu verið greiddar en kröfur um þær væru fallnar niður fyrir fyrningu. Krafa eignarnemans um viðurkenningu á eignarrétti sínum voru því teknar til greina þrátt fyrir skort á þinglýstri eignarheimild.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]