Málið reyndist vera tiltölulega einfalt úrlausnar að mati Hæstaréttar.
Tæp tvö ár liðu frá lok rannsóknar skattrannsóknarstjóra og þar til hann vísaði málinu til opinberrar rannsóknar ríkislögreglustjóra.
Óhæfilegur dráttur varð svo hjá ríkislögreglustjóra við að hefja rannsókn þess fyrir sitt leyti.
Liðu meira en sex ár frá upphafi rannsóknar skattrannsóknarstjóra og þar til ákært var í málinu.
Sektargreiðsla sem ákærða var dæmd var ákveðin á þann veg að helmingur hennar skyldi greiðast þremur árum frá dómsuppsögu og hinn helmingur hennar myndi falla niður ef hinn ákærði héldi skilorð á því tímabili.