Úrlausnir.is


Merkimiði - Dómur Evrópudómstólsins dags. 19. nóvember 1991 í máli nr. C-6/90 (Francovich)

Fyrsta málið hjá dómstólnum þar sem kveðið var á um skaðabótaábyrgð aðildarríkja vegna vanrækslu við innleiðingu tilskipunar.
Hópur ítalskra launþega höfðuðu mál gegn ítalska ríkinu vegna kaupkröfu sem þau áttu hjá fyrirtæki sem varð gjaldþrota.
EB hafði fyrir gjaldþrotið gefið út tilskipun sem hafði þann tilgang að rétta hlut launþega í svona tilfellum. Ítalska ríkið hafði ekki enn innleitt téða tilskipun í landsrétt og því báru launþegarnir tjón þar sem þau fengu ekki greiðslur sem innleiðingin hefði leitt til.
Dómstóllinn taldi að einstaklingar gætu átt kröfu um skaðabætur af hendi aðildarríkjunum vegna vanrækslu við innleiðingu á tilskipun.

RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.