Merkimiði - Hrd. 2004:4684 nr. 460/2004 (Öryggi vitna)
Úrskurðað var að hinn ákærði viki úr þinghaldi á meðan þremur tilteknum vitnaskýrslum stæði þar sem talið var að vitnin væru of hrædd við hann. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að þeim stæði raunveruleg ógn á öryggi sínu, og féllst því ekki á beitingu undantekningarheimildar þess efnis.