Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 600/2009 dags. 25. nóvember 2009 (Skjöl á erlendu tungumáli)[HTML] [PDF]Héraðsdómur vísaði frá máli 27 erlendra banka gegn Seðlabanka Íslands, og var ein af mörgum frávísunarástæðum sú að stefnendur málsins hafi lagt fram átján skjöl á erlendum tungumálum án þýðinga á íslensku. Hæstiréttur staðfesti hinn kærða úrskurð héraðsdóms af þessari og fleirum ástæðum, og staðhæfði þar að auki að framlagning skjala á íslensku væri meginreglan en að þýða þurfi þá hluta sem byggt væri á eða sérstaklega vísað til í málinu nema dómarinn telji sér fært að þýða það.