Merkimiði - Dómur Evrópudómstólsins dags. 5. mars 1996 í máli nr. C-46/93 (Brasserie du Pêcheur)

Síðarnefnda málið (C-48/93) er oft kallað Factortame III.
Í Brasserie snerist málið að frönsku fyrirtæki sem varð að hætta innflutningi á bjór til Þýskalands vegna þess að varan uppfyllti ekki skilyrði þýskra laga um „Reinheitsgebrot“.
Í Factortame III snerist málið um bresk lög („Merchant Shipping Act“) er kváðu á um ströng skilyrði fyrir skráningu breskra fiskiskipa. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir svonefnt kvótahopp.
Í báðum málunum var því haldið fram að ríkin höfðu innleitt reglur í landsrétt sem stóðust ekki ESB-reglur.
Niðurstaðan var sú að sömu sjónarmið og í Francovich ættu við um ranga innleiðingu tilskipana ef um væri að ræða skýr ákvæði bandalagsréttar, brot aðildarríkisins væri augljóst og gróft, og beint orsakasamband milli mistakanna og tjóns viðkomandi.

Vefeintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.