Úrlausnir.is


Merkimiði - Dómur Evrópudómstólsins dags. 5. mars 1996 í máli nr. C-46/93 (Brasserie du Pêcheur)

Síðarnefnda málið (C-48/93) er oft kallað Factortame III.
Í Brasserie snerist málið að frönsku fyrirtæki sem varð að hætta innflutningi á bjór til Þýskalands vegna þess að varan uppfyllti ekki skilyrði þýskra laga um „Reinheitsgebrot“.
Í Factortame III snerist málið um bresk lög („Merchant Shipping Act“) er kváðu á um ströng skilyrði fyrir skráningu breskra fiskiskipa. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir svonefnt kvótahopp.
Í báðum málunum var því haldið fram að ríkin höfðu innleitt reglur í landsrétt sem stóðust ekki ESB-reglur.
Niðurstaðan var sú að sömu sjónarmið og í Francovich ættu við um ranga innleiðingu tilskipana ef um væri að ræða skýr ákvæði bandalagsréttar, brot aðildarríkisins væri augljóst og gróft, og beint orsakasamband milli mistakanna og tjóns viðkomandi.


RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.