Ágreiningur var um forsjá sonar þeirra en K hafði verið dæmd forsjá dóttur þeirra í héraði, sem M og féllst á undir rekstri málsins þar.
Bæði K og M voru talin vera hæfir uppalendur og hafi aðstöðu heima hjá sér fyrir soninn. Honum á að hafa þótt vænt um báða foreldra sína en hefði haft einarðan vilja um að búa hjá föður sínum. Að mati sálfræðingsins mælti ekkert gegn því að systkinin alist upp á sitt hvoru heimilinu.
K og M töldu hafa bæði viljað sameiginlega forsjá en útilokuðu síðar þann möguleika. Staðan varð því sú að eini valmöguleikinn væri að velja á milli annarra hjónanna til að fara eitt með forsjána. Deilan hafði neikvæð áhrif á líðan sonarins þar sem þrýst var mikið á hann af hálfu foreldra sinna að gera upp á milli þeirra, sem Hæstiréttur taldi ganga þvert á skyldur þeirra sem foreldra.