Merkimiði - Hrd. 2006:3231 nr. 113/2006 (Sektarboð lögreglustjóra)
Einstaklingur keyrði bíl eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Honum var boðið að ljúka málinu með greiðslu sektar, en engin lagaheimild var fyrir því. Sektarboðið var ekki afturkallað heldur birt ákæra. Hæstiréttur taldi að birting ákærunnar hafi verið ígildi afturköllunar.