Hæstiréttur taldi að sóknaraðilar ættu rétt á að ráða búsetu sinni sbr. 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar og lægju ekki fyrir haldbærar lagaheimildir til að takmarka rétt sóknaraðilanna til að skrá lögheimili þeirra á húsið í frístundabyggðinni. Þar sem sóknaraðilarnir höfðu fasta búsetu í húsinu í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili og 1. mgr. ákvæðisins yrði skýrt á þann veg að lögheimili væri sá staður sem maður hefði fasta búsetu, var krafa sóknaraðila tekin til greina.
Hæstiréttur var sammála því mati héraðsdóms en ógilti svo þann úrskurð á þeim forsendum að slíkt hefði verið heimilt skv. 4. mgr. 32. gr. laganna. Stefnandi í héraði vísaði til þess ákvæðis í munnlegum málflutningi en stefndu í héraði andmæltu því á þeim vettvangi þar sem þess hefði ekki verið getið í stefnu, en héraðsdómari sinnti ekki þeim andmælum. Hæstiréttur tók fram að eigi væri skylt að taka fram í héraðsdómsstefnu á hvaða grundvelli stefnandi teldi stefna eiga varnarþing í þeirri þinghá, né að stefnandinn þurfi að svara fyrir fram atriðum sem stefndi gæti reynt að beita sér fyrir í þeim efnum. Með hliðsjón af þessum atriðum og öðrum felldi hann úrskurð héraðsdóms úr gildi og kvað á um að málið skyldi hljóta efnislega umfjöllun hjá héraðsdómi.