Hæstiréttur taldi að sóknaraðilar ættu rétt á að ráða búsetu sinni sbr. 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar og lægju ekki fyrir haldbærar lagaheimildir til að takmarka rétt sóknaraðilanna til að skrá lögheimili þeirra á húsið í frístundabyggðinni. Þar sem sóknaraðilarnir höfðu fasta búsetu í húsinu í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili og 1. mgr. ákvæðisins yrði skýrt á þann veg að lögheimili væri sá staður sem maður hefði fasta búsetu, var krafa sóknaraðila tekin til greina.