Mamman flutti til útlanda með barnið fljótlega eftir uppkvaðningu niðurstöðu héraðsdóms og Hæstiréttur ómerkti á þeim grundvelli að aðstæður hefðu breyst svo mikið.
Niðurstaða héraðsdóms byggði mikið á matsgerð um hæfi foreldra.
Hafnað skýrt í héraðsdómi að dæma sameiginlega forsjá.
K var talin miklu hæfari en M til að sjá um barnið samkvæmt matsgerð.
Ekki minnst á í héraðsdómi að það væri forsenda úrskurðarins að hún myndi halda sig hér á landi, en Hæstiréttur vísaði til slíkra forsenda samt sem áður.
K fór í tvö fjölmiðlaviðtöl, annað þeirra nafnlaust og hitt þeirra undir fullu nafni. Hún nefndi að hann hefði sakaferil að baki. M dreifði kynlífsmyndum af henni á yfirmenn hennar og vinnufélaga.
M tilkynnti K til barnaverndaryfirvalda um að hún væri óhæf móðir.Hrd. nr. 367/2016 dags. 30. mars 2017 (Staðgöngumæðrun)[HTML] Lesbíur fóru til Bandaríkjanna sem höfðu samið við staðgöngumóður um að ganga með barn. Dómstóll í Bandaríkjunum gaf út úrskurð um að lesbíurnar væru foreldrar barnsins.
Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.
Barnið var sett í forsjá barnaverndaryfirvalda sem settu það í fóstur, þar var því ráðstafað í fóstur hjá lesbíunum sökum tengsla við barnið.