Umboðsmaður taldi tollgæslustjórann hafa verið bundinn af þeirri ákvörðun frá þeirri birtingu. Hins vegar taldi umboðsmaður að slíkar skipulagsbreytingar hefðu ekki einungis þýðingu fyrir stjórnvaldið sem fengið valdið framselt, heldur einnig önnur stjórnvöld og almenning. Hefði það verið til marks um vandaða stjórnsýsluhætti að birta þessi fyrirmæli ráðherra um valdframsal, og beindi umboðsmaður því til ráðherra að sambærileg fyrirmæli yrðu framvegis birt í samræmi við lög.Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2219/1997 dags. 7. júlí 1999 (Gjald vegna sérstakrar tollmeðferðar vöru)[HTML]