Blikksmiðameistari kærði áætlun skattstjóra um álögð gjöld sem endaði á stjórnsýslustigi með álagningu 3,5% launaskatts á vinnu við uppsetningu loftræstikerfa á byggingarstað. Taldi meistarinn að verkið væri undanþegið launaskattsskyldu og að fáránlegt væri að álagning þessa skattar færi eftir því hvar hann ynni verkið . Lögtak varð síðan gert í fasteign hans til tryggingar á skuld hans vegna greiðslu þessa skatts.
Meirihluti Hæstaréttar mat það svo að eingöngu hefði verið hægt að byggja á þeim hlutum atvinnuvegaflokkunarinnar sem hafði þá þegar verið birtur, og því var hafnað að líta á hluta hennar sem óbirtur voru við meðferð málsins og ríkið vísaði í til stuðnings máli sínu. Vísaði hann einnig til þess að löggjafinn hefði ætlað að undanþágan næði einvörðungu til þess hluta sem unninn væri á verkstæðum en ekki samsetningar hluta utan þeirra, hefði þurft að taka það skýrt fram við setningu laganna. Með hliðsjón af þessu var ekki gerður greinarmunur á þessum þáttum starfseminnar.Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 (Vífilfell)[PDF] Hrd. 1997:3274 nr. 51/1997 (Endurákvörðun skatta)[PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 781 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 1038 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1988-05-05 00:00:00 [PDF]