Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Viðkomandi taldi að skattstjórinn hefði ekki getað tekið aðra slíka ákvörðun þar sem yfirskattanefnd hefði þegar tekið afstöðu um þau atriði, en yfirskattanefnd féllst ekki á það sjónarmið þar sem hún hefði ekki tekið efnislega afstöðu til álitaefnanna.
Umboðsmaður taldi að yfirskattanefnd hefði átt að taka fram í fyrri úrskurði sínum hver réttaráhrif hennar úrskurðar voru.