Aðili bar upp viðurkenningarkröfu vegna meintrar ólögmætrar handtöku og einnig bótakröfu. Hæstiréttur taldi að um væri að ræða tvær aðskildar kröfur.
Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 204/2012 dags. 27. apríl 2012 (Eignamyndun/endurgreiðsla?)[HTML] [PDF]M krafðist endurgreiðslu á 1,3 milljónum.
Eign keypt á nafni K og bæði lántakendur. M hafði greitt 1,3 milljónir inn á lánið.
Hæstarétti þótti M ekki hafa sett málið rétt fram.
M og K hófu sambúð árið 2006 og stóð hún til ársins 2009. Fasteignin var keypt árið 2007 og var K eini skráði eigandi hennar. Samkvæmt íbúðalánum sem færð voru í þinglýsingabók sem hvíla á fyrsta og öðrum veðrétti fasteignarinnar var K skráð sem A-skuldari en M sem B-skuldari.
M greiddi 1,3 milljónir inn á umrætt lán í mars 2008. Hann kvaðst hafa verið að leggja fram sinn skerf til eignamyndunar í búinu en K sagði þetta hafa verið gert til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði þess. K kvaðst hafa boðið M upp á viðurkenndan eignarhluta í eigninni á móti en því boði hafi verið hafnað.
M sendi bréf til K, dags. 6. september 2010, og gerði þar kröfu til K um endurgreiðslu á láni. Er rakið í bréfinu að M hafi lánað K umræddar 1,3 milljónir til kaupa í íbúðinni. K svaraði M með bréfi dags. 21. september 2010 og hafnaði þeirri kröfu á þeim forsendum að um hefði verið að ræða framlag M til sameiginlegs heimilisreksturs á meðan sambúðinni stóð, en ekki lán.
M krafðist þess að K yrði gert að greiða honum 1,3 milljónir króna auk almennra vaxta frá tilteknum degi til greiðsludags. Til vara krafðist hann viðurkenningar á 10,44% eignarhluta hans í tiltekinni eign ásamt öllu sem eignarhlutanum fylgi og fylgja beri, og að K verði gert að gefa út afsal fyrir þeim hluta.
K krafðist frávísunar á kröfum M, en sýknu af varakröfu. Til vara krafðist hún sýknu af öllum kröfum en til þrautavara að viðurkenndur verði 89,56% eignarhluti hennar og að hvorum aðila fyrir sig beri ábyrgð á öllum áhvílandi skuldum til samræmis við eignarhlut.
Héraðsdómur Norðurlands eystra vísaði málinu frá dómi sökum þverstæðu í málagrundvelli. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð.