Merkimiði - 6. gr. hjúkrunarlaga, nr. 8/1974


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (2)
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 2001:3962 nr. 417/2001 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]
Ágreiningur var hvort dóttir látins manns hefði lögvarða hagsmuni af kröfu um að tilteknar upplýsingar um föður sinn færu ekki í gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar. Hæstiréttur taldi að með því að hægt væri að ráða heilsufarsupplýsingar um hana út frá gögnum um föður sinn, þá hefði hún lögvarða hagsmuni af þeirri úrlausn.
Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]
Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.