Barn hafði dáið með voveiflegum hætti og málið var svo fellt niður. Sú niðurfelling var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Foreldrarnir fóru í dómsmál og kröfðust ógildingar niðurfellingarinnar. Hæstiréttur klofnaði og taldi meiri hlutinn sig ekki geta endurskoðað ákvarðanir ríkissaksóknara og vísaði málinu því frá. Minni hlutinn taldi það leiða af 70. gr. stjórnarskrárinnar að hægt væri að fá endurskoðun dómstóla á slíkum ákvörðunum.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni