Merkimiði - Hrd. 651/2008 dags. 15. desember 2008 (Gjafsókn)
Dómarinn hélt að báðir aðilarnir væru með gjafsókn en eftir dóminn fattaði hann mistökin. Sá sem vann málið var ekki með gjafsókn og „leiðrétti“ dómarinn þetta með því að breyta þessu í að aðilinn sem laut lægra haldi greiddi hinum og sendi aðilunum nýtt endurrit. Hæstiréttur taldi þetta óheimilt.