Afhendingardráttur var til staðar af hálfu seljanda og héldi kaupendur eftir eigin greiðslum á meðan honum stóð. Frumkvæðisskylda var lögð á kaupendur fasteignar á þeirri stundu sem fasteignin var afhent og þurftu þeir því að greiða dráttarvexti frá afhendingardegi og þar til þeir létu greiðslu sína af hendi.