Borgarstjórinn í Reykjavík hafði synjað áfrýjanda um leyfi til að halda hund af íslensku fjárhundakyni á heimili sínu. Eldri lög veittu bæjarstjórnum og hreppsnefndum heimild til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum og kauptúnum í formi reglugerðar staðfestum af stjórnarráðinu, og nýtti Reykjavík þá heimild á þann veg að banna hundahald á kaupstaðarlóð Reykjavíkur en hægt var að sækja um leyfi fyrir þarfahundum. Ný lög voru sett er tóku við af þeim eldri er höfðu sömu heimildir til banns á hundahaldi en kröfðust samþykktar staðfestri af heilbrigðismálaráðuneytinu.
Hæstiréttur taldi að þessar breyttu kröfur um setningarhátt yrðu ekki til þess að raska gildi reglugerðar sem sett hafði verið með stoð í eldri lögin. Synjaði hann einnig málsástæðu um að tiltekin lagaákvæði hafi verið talin hafa fallið úr gildi þar sem banni við hundahaldi í Reykjavík sbr. reglugerð, hafi ekki verið framfylgt.