Ágreiningur var um hvort lögreglustjóra hefði verið heimilt að gefa út ákæru í því máli þar sem ákærða þótti málið ekki nógu undirbúið af hálfu ákæruvaldsins. Hæstiréttur leit svo á að það væri ekki dómstóla að endurmeta ákvörðun handhafa ákæruvaldsins um það hvort gefa skuli út ákæru eða ekki.