Aðili setti tvær vélar að veði og seldi síðan tækin án þess að geta um veðin. Veðhafarnir sóttu síðan að veðinu sem kaupandinn andmælti. Hæstiréttur taldi að kaupandinn hafi sýnt af sér gáleysi með því að athuga ekki hvort áhvílandi veð væru á tækinu, einkum í ljósi þess að hann var fjármálafyrirtæki. Hann taldi hins vegar að háttsemi seljanda við kaupin hafi verið svo andstæð góðri trú og heiðarleika að það leiddi til þess að gáleysi kaupanda fæli ekki í sér brottfall bótaábyrgðar seljanda.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni