Merkimiði - Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um Seðlabanka Íslands, lögum um neytendalán og lögum um fasteignalán til neytenda (lán tengd erlendum gjaldmiðlum), nr. 36/2017
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: PDF fengið frá vefútgáfu Stjórnartíðinda (stjornartidindi.is) Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Alþingi: Þingmál: A216 á 146. löggjafarþingi Samþykkt þann 31. maí 2017 Málsheiti: vextir og verðtrygging o.fl. Slóð á þingmál Stjórnartíðindi: Dagsetning undirritunar: 14. júní 2017. Birting: A-deild 2017
Hrd. 623/2016 dags. 12. október 2017 (Vaxtaendurskoðun)[HTML] Vísað var til að sökum þess að engin fyrirmæli voru í nýju lögunum um lagaskil þeirra og eldri laganna bæri að leysa úr ágreiningi um skyldur er stofnaðar voru í tíð eldri laga á grundvelli eldri laganna en ekki þeirra nýrri. Skipti þá engu þótt skyldurnar hafi að einhverju leyti verið ítarlegri skilgreindar í nýju lögunum en þeim eldri.
Í þessu máli var ágreiningur um skyldu lánveitenda um upplýsingagjöf um vexti við gerð lánssamnings að því leyti að bankinn tilgreindi ekki við hvaða aðstæður óbreytilegir vextir myndu breytast. Staðfesti Hæstiréttur því niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála um að bankinn hefði brotið eldri lögin að þessu leyti.Hrd. 613/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]