Merkimiði - Lög um breytingu á lögum um embætti sérstaks saksóknara og lögum um meðferð sakamála, með síðari breytingum, nr. 52/2010
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: PDF fengið frá vefútgáfu Stjórnartíðinda (stjornartidindi.is) Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Hrd. 288/2013 dags. 29. apríl 2013[HTML][PDF] Hæstiréttur taldi það vera meginreglu að ríkar ástæður þurfi að liggja fyrir til að hafna ósk sakbornings um að tiltekinn lögmaður yrði skipaður verjandi. Var því sá verjandi skipaður samkvæmt ósk sakborningsins.Hrd. 131/2014 dags. 25. febrúar 2014[HTML][PDF] Sækjandi setti fram sem sönnunargagn hljóðritað samtal eins ákærðu í máli og lýsti yfir því að hann hygðist kalla verjanda hins ákærða sem vitni. Hæstiréttur taldi í ljósi þess að sækjandi neitaði að draga umrætt skjal til baka og útilokaði ekki vitnaleiðslu verjandans, staðfesti hann úrskurð héraðsdóms um að skipun verjandans yrði felld úr gildi.