Úrlausnir.is


Merkimiði - Auglýsing um meðferð forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, nr. 42/2005

Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda:
Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda
PDF fengið frá vefútgáfu Stjórnartíðinda (stjornartidindi.is)
Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 173/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Hestamannafélagið Funi - Reiðvegur)[HTML] [PDF]
A krafðist ógildingar á ákvörðun ráðherra um að heimila Hestamannafélagsinu Funa að gera eignarnám í hluta lands í eigu A og nýta andlag eignarnámsins til lagningar reiðstígs.

Fyrir lágu tvær mögulegar leiðir sem reiðstígurinn hefði farið, þar sem önnur myndi liggja um austanverða Eyjafjarðará er myndi þvera Munkaþverá og hinn valkosturinn var að leggja hann um vestanverða Eyjafjarðará án þess að þvera Munkaþverá. Ráðherra valdi fyrrnefndu leiðina með rökstuðningi um aukið umferðaröryggi gagnvart bílaumferð er leiddi síður til þess að hestar myndu fælast, og því lægi fyrir almenningsþörf.

Hæstiréttur tók almennt undir mat ráðherra um almenningsþörfina en taldi hins vegar að ekki hefði nægilega verið gætt að meðalhófi, meðal annars sökum þess takmarkaða hóps er myndi ferðast um stíginn og að stígurinn yrði í einkaeigu. Þá nefndi hann að hinn valkosturinn hefði ekki verið nógu vel rannsakaður og borinn saman við hagsmuni eignarnámsþolans. Féllst Hæstiréttur því á kröfuna um ógildingu ákvörðunar ráðherra.