Merkimiði - Hrd. 296/2012 dags. 8. maí 2012 (Málflutningur fyrir eiginkonu)
Hjón voru bæði málsaðilar í héraði en kæran til Hæstaréttar var eingöngu undirrituð af eiginmanninum og í henni var yfirlýsing um að hann væri að flytja málið fyrir þau bæði, en engin gögn fylgdu því til sönnunar. Hæstiréttur vísaði málinu frá Hæstarétti hvað eiginkonuna varðaði þar sem hún hafði ekki heimild til að fela eiginmanni sínum málflutninginn, óháð því hvort hún hefði í raun staðið að kærunni eður ei.