Lögregla fékk húsleitarheimild til að fjarlægja kött af heimili í kjölfar kæru til lögreglu um að viðkomandi hefði stolið ketti. Héraðsdómur taldi að lögregla hafi ekki rökstutt nógu vel að nægir rannsóknarhagsmunir hafi verið fyrir hendi til að réttlæta húsleitarheimild. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn þó á þeim forsendum að um væri að ræða einkaréttarlegan ágreining.