Ágreiningur var um hvort leigutaka væri skylt að greiða uppsagnarfrest eftir að eldsvoði kom upp í hinu leigða iðnaðarhúsnæði. Leigusalinn hélt því fram að vanræksla leigutakans á gæta ítrustu varúðar við afnot húsnæðisins hafi valdið þeim eldsvoða sem upp kom. Leigutakinn hélt því hins vegar fram á að rafmagnsleysi dagana á undan hefði valdið skammhlaupi í rafmagnstækjum og tjónið því óhappatilviljun en ekki saknæm háttsemi hans sjálfs. Hæstiréttur taldi það hafa verið nægilega sýnt fram á téða óhappatilviljun og sýknaði því leigutakann af þeirri kröfu leigusalans.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni