Starfsmaður tók sér vín í heimildarleysi sem var á boðstólnum í starfsmannaveislu auk þess notaði starfsmaðurinn ekki stimpilklukku vinnustaðarins í samræmi við fyrirmæli. Talið var henni til hags að hún hafði skýrt yfirmanni frá brotinu skjótlega og bætt fyrir það, auk þess skildi hún ekki gildi yfirlýsingar sem hún undirritaði sökum tungumálaörðugleika. Hæstiréttur taldi því ekki vera um brot að ræða sem réttlætt hefði fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi, heldur hefði þurft áminningu.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni