Merkimiði - Hrd. nr. 131/2014 dags. 25. febrúar 2014
Sækjandi setti fram sem sönnunargagn hljóðritað samtal eins ákærðu í máli og lýsti yfir því að hann hygðist kalla verjanda hins ákærða sem vitni. Hæstiréttur taldi í ljósi þess að sækjandi neitaði að draga umrætt skjal til baka og útilokaði ekki vitnaleiðslu verjandans, staðfesti hann úrskurð héraðsdóms um að skipun verjandans yrði felld úr gildi.