Í kaupleigusamningi einstaklings við Lýsingu var að finna samningsákvæði um gengistryggt lán. Hann greiddi ekki samkvæmt samningnum í einhvern tíma og rifti Lýsing þá samningnum. Síðar greiddi svo upphæð sem hann taldi sig skulda og taldi að það hefði verið fullnaðaruppgjör. Hæstiréttur taldi að eftirfarandi greiðsla einstaklingsins hróflaði ekki við riftuninni sjálfri og fæli jafnframt í sér viðurkenningu á skuldinni.