Hrd. 511/2014 dags. 22. apríl 2015 (Meðdómari hraunar yfir saksóknara)[HTML][PDF] Sérfróður meðdómsmaður í sakamáli var krafinn eftir dómsuppsögu um að víkja úr sæti þar sem hann hafi verið bróðir manns sem hafði verið eigandi og áhrifamaður í Kaupþingsbanka, sem dæmdur hafði verið í öðru máli. Það mál var talið afar líkt því máli sem þar var til umfjöllunar. Sérstakur saksóknari komst ekki að þessum tengslum fyrr en dómur hafði fallið í héraði. Þá hafði meðdómsmaðurinn eftir dómsuppsögu látið ummæli falla þar sem hann gagnrýndi saksóknara málsins í tengslum við málið. Hæstiréttur taldi að með þessu hefði mátt draga í réttu í efa hæfi meðdómsmannsins og sá héraðsdómur ómerktur.