Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 688/2015 dags. 14. október 2015 (Synjað um að leysa verjanda frá störfum)

Fjórir sakborningar voru í einangrun og í fjölmiðlaviðtali nefndi verjandi eins þeirra að hann kannaðist ekki við ásakanir sem á honum voru bornar. Krafist var að verjanda yrði vikið úr störfum þar sem verjandinn var talinn vera með viðtalinu að flytja skilaboð frá sakborningnum til umheimsins. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu og nefndi að áhrifin þurfi ýmist að hafa haft óeðlileg áhrif á rannsóknina eða málsmeðferðina.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 436/2016 dags. 14. júní 2016[HTML] [PDF]
Sakborningur var sakaður um að hafa bakkað bíl á ungt barn þannig að það lést. Eitt vitni var að þessu og hafði verjandi sakborningsins samband við vitnið. Var verjandinn sakaður um að reyna að hafa áhrif á framburð vitnisins en verjandinn sagðist hafa verið í upplýsingaöflun. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu.