Fjórir sakborningar voru í einangrun og í fjölmiðlaviðtali nefndi verjandi eins þeirra að hann kannaðist ekki við ásakanir sem á honum voru bornar. Krafist var að verjanda yrði vikið úr störfum þar sem verjandinn var talinn vera með viðtalinu að flytja skilaboð frá sakborningnum til umheimsins. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu og nefndi að áhrifin þurfi ýmist að hafa haft óeðlileg áhrif á rannsóknina eða málsmeðferðina.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni