Búið var að skrá mál á hendur manni sem lögregla hafði illan bifur á þar sem hann var að taka myndir af stúlkum á opinberum vettvangi án samþykkis þeirra. Lögreglan krafðist húsleitar hjá honum þar sem hún taldi að áhugi mannsins væri kynferðislegur og að heima hjá honum fyndist ábyggilega kynferðislegt efni af börnum. Hæstiréttur taldi að lögreglan gæti ekki öðlast húsleitarheimild án rökstudds grunar.