Merkimiði - Lög um breyting á lögum nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda, og lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum, nr. 55/1993
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Verktakafyrirtæki bauð í framkvæmdir til að byggja Borgarholtsskóla. Fyrirtækið varð aðalverktaki er naut svo liðsinnis undirverktakann Fagtún er átti að sjá um þakeiningar. Þær voru smíðaðar í Noregi. Samningur milli byggingarnefndar skólans og verktakafyrirtækisins hljóðaði hins vegar upp á að þakeiningarnar yrðu smíðaðar á Íslandi. Fagtún var svo komið út úr verkinu af þeim sökum en það stefndi svo íslenska ríkinu ásamt fleirum til greiðslu skaðabóta. EFTA-dómstóllinn var spurður hvort slíkt samningsákvæði stæðist EES-samninginn en mat dómstólsins var að það bryti gegn 11. gr. hans.
Fagtún byggði bótakröfu sína á skaðabótum utan samninga og EES-reglunum en íslenska ríkið benti á að ekkert samningssamband væri milli Fagtúns og bygginganefndar Borgarholtsskóla. Hæstiréttur tók undir að samningsákvæðið, sem sett var eftir að útboðið fór fram, færi gegn EES-samningnum. Þá nefndi rétturinn að þar sem Fagtún var hrundið frá verkinu á grundvelli ólögmæts samningsákvæðis hefði byggingarnefndin valdið Fagtúni tjóni með saknæmum hætti er það bæri bótaábyrgð á. Hæstiréttur féllst á bótalið Fagtúns um að það ætti að fá bætt missis hagnaðar. Bótafjárhæðin tók mið af því að litið var á framlagða reikninga en þó lagt til grundvallar að þeir voru ekki unnir af óvilhöllum matsmönnum og fjárhæðin því dæmd að álitum.Hrd. 2001:1875 nr. 47/2001[HTML][PDF] Hrd. 2001:1880 nr. 48/2001[HTML][PDF]