Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.